Saturday, June 24, 2006

Brjálað að gera

Sorry hvað ég hef verið slappur að blogga. Það er bara allt búið að vera á haus hérna. Vetrarhátíðin gekk þrusu vel. Það var troðið hérna og færri komust að en vildu. Opnunin á listasýningunni gekk mjög vel og það var stappað hérna inn á tónleikana. Höfum aldrei haft fleiri gesti. Ég var læstur á barnum og komst ekki út vegna þess að það var svo mikið fólk. Afgreiddi drykki í gegnum rimlana og bað gesti um að fara út og inn í garð. Það var ekki séns að komast í gegn öðru vísi. Við reiknum með að það hafi komið á milli 300-400 manns. Tónleikarnir voru frábærir og verða endurteknir í júlí.

Svo var slegið met á ressanum á föstudeginum í fjölda gesta og það var slegið aftur á laugadeginum. Þvílík helgi. Þetta var bara eins og 17 júní skrúðgangan færi hérna í gegn. Við vorum ansi lúnir eftir þessa helgi og höfum verið að alla vikuna að jafna okkur. NFH hafa ekki sést hérna ennþá, sem betur fer. Orðrómur um að þau komi jafnvel ekki aftur, en hvað veit maður. Ég er alla vegna búinn að jafna mig alveg á þessu núna. Þetta var ekki auðvelt, en ég er til í “slaginn” aftur.

Fasteignasalinn er búinn að vera í sambandi aftur og segir að þessir hugsanlegu kaupendur séu ennþá með áhuga. Hafa bara verið of upptekin við aðra hluti. Sjáum til hvernig þetta fer og krossum fingur.

Lovísa og Gabríel eru farin heim, þannig að það er frekar tómlegt í kofanum hjá okkur. Sendiherra Íslands, Benedikt Ásgeirsson er hérna núna gestur hjá okkur og hefur áhuga á að kaupa einhver verk henna Volga White. Áttum mjög notarlega stund með honum og Volga í gærkvöldi. Ég meira segja snæddi kvöldmat með þeim inn á ressanum. Veit ekki hvað það er langt síðan ég hef gert það. Þ.e.a.s verið gestur á mínum eigin ressa. Ég fer með honum og Volga til Hermanus á eftir að skoða sýningu sem hún er með þar. Og vonandi getum við Volga farið í hádegismat þar. Gott að komast í burtu aðeins.

Vorum með fundi með öllu staffinu í seinustu viku. Fyrst einstaklings viðtöl, svo deildir og að lokum allir saman. Vorum með hópefli að lokum til að byggja upp liðsheildina. Búið að vera langt síðan við höfum gert þetta og það er alltaf mun betri liðsandi eftir svona fundi og hópefli

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Æðislegt að heyra hvað gengur vel, knúsar frá Íslandinu kalda...en held samt að sólin sé komin til að vera núna..vona það allavega, bið að heilsa öllum innilega, love Gússý

2:09 pm  
Anonymous Anonymous said...

Lengi lifi bjartsýnin! Við héldum öll að sumarið væri komið. Jú, það kom, en fór aftur. Gott að heyra að það er léttara í ykkur hljóðið og NFH láti ekki sjá sig. Er ávallt reiðubúin með blásýruna ef á þarf að halda! Hér er svona skrýtið veður en útsýnið hjá mér er svo stórfenglegt að ég á ekki til orð. Nú er dökkblá rönd meðfram sjónum, eins og einhver hafi ætlað að byrja að mála hann aðeins dekkri, gert eina línu en hætt svo. Er með alíslenskan, feimnan dreng á svölunum, sá pólski hefur ekki látið sjá sig síðan ég blikkaði hann. Menn á mínum aldri sko, um tvítugt! Bíð spennt eftir að næsti mánudagur renni upp, þá verð ég "bara" blaðamaður í fullu starfi, þarf ekki lengur að skipta mér milli læknaritarans og blaðamannsins. Knús og kossar, love u,Anna Kristine

11:02 am  
Anonymous Anonymous said...

hæ elsku kallarnir mínir...
smá kveðjur úr monsúnrigningunni,í dag er dimmt og drungalegt og blautt, og ég sem ætlaði í grill i Hvassahraunið í kveld, en það getur nú breyst, kannski viðrar vel til fjöruferðar og grillhátíðar seinna í dag...
Var á Vestfjörðum í vikunni (vinna) þvílík fegurð,það eru fáir staðir eins flottir, fylgdis m.a með stórum erni reyna að veiða sér til matar, mikið sjónarspil...vá
og til hamingju með daginn um daginn, það er búið að samþykkja hér á landi að h&l megi skrá sig í sambúð með öllum þeim réttindum sem því fylgir, hugsa sér að það þyrfti yfir höfuð eitthvað að ræða þetta...
Er í smá stress meðferð, er búin að setja mér markmið þar sem ég er að fylla nýjan tug á næsta ári, að ég ætla reyna slaka aðeins á, er í hörkuvinnu með sjálfan mig, ég er ekki svo viss um að ég myndi lifa af svona hjartaáfall eins og Guðmundur og ef maður passar sig ekki, þá er voðinn vís....(heilsupistill dagsins,lesist til umhugsunar gæjar mínir....)
Litla frænka að verða 1.árs bráðum, hún er algjör nagli, löngu byrjuð að labba, komin með 16 tennur, vill bara vera úti, búin að fara í fyrstu útileguna,hún og amma dreki eru frábærar saman,
jæja best að fara að vinna aðeins fyrir laununum sínum, búin að reyna hringja 2-3 er svo óheppin að þið hafið eitthvað rétt skroppið eða eitthvða,, held áfram.
Sakna ykkar alltaf,
Hafdís

9:09 am  

Post a Comment

<< Home