Saturday, June 03, 2006

Spjallrásin.....

Takk fyrir öll kommentin og stuðninginn. Sannar sögur, sápuópera, hryllingsmynd, nei þetta er nú bara lífið okkar hérna, því miður og það er ekki mikið sem við getum gert í því. Ég hef tekið eftir því að sumir halda að ég sé bara að kvarta og kveina, en ég er alls ekki að það. Ég er bara hreinskilinn og ef einhverjir eiga erfitt með að taka því þá er það bara þeirra mál. Finnst hugmyndinn hennar AK sú allra besta sem ég hef heyrt lengi og aldrei að vita nema við tökum hana á orðinu. Nágrannarnir hafa ekki sést síðan. Þau fóru til Cape Town daginn eftir og komu aftur í gær. Vonandi lendum við ekki í meira veseni með þau. Það verður ekki auðvelt fyrir þau að halda höfði hátt hérna vegna þess að það vita allir hérna hvað gerðist og fólk er í sjokki yfir þessu

Bloggið getur verið mjög skemmtilegt þegar það eru svona margir sem taka þátt í því. Þetta er nánast að verða eins og spjallrás. Finnst mjög gaman af því að fá svona fréttir úr öllum áttum. Endilega höldum þessu áfram. Merkilegt að Maggi, Birna, Skúli, og Halla, Jói, Halli og Þráinn skuli öll vera í Sverge að skoða Saab verksmiðjunar. Það var nú ekki alveg skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ætli þau hafi öll hittst þarna?

Hér hefur maður verið að reyna að ná sér á strik aftur. Þetta fór ansi illa með mig. Fékk róandi töflur hjá lækninum, en get ekki tekið þær vegna þess að þær gera mig svo sljóan og svo tapaði ég bara algerlega minninu og mundi ekki aukatekið orð. Þannig að ég bara hætti á þeim alveg. Hef það svona misgott, þó að það sé mikill kvíði og óróleiki í mér. Hef átt erfitt með svefn, sem er mjög óvanalegt hjá mér. Hef alltaf getað sofið, sama hvað gengur á og svo er ég að drepast í bakinu. Hef líklega tognað við þessi átök við nágrannana.

Við höfum ekki komist í frí ennþá, þrátt fyrir að við séum með lokað á miðvikudögum og fimmtudögum. Búnir að vera í bílaveseni. Bimminn er búinn að vera inn og út af verkstæði og það er bara eins og þeir geti aldrei fundið almennilega út hvað er að bílnum. Er orðinn mjög þreyttur á þessu og þarf að fara með hann aftur á mánudaginn. Bimminn er að verða efni í alveg sér blogg. Skrifa kannski um það seinna. Lovísa og Gabríel eru komin aftur og verða hérna trúlega í rúman mánuð. Það er gott að fá þau aftur og vonandi getur Lovísa létt eitthvað á okkur.

Hér verður mjög mikið að gera um helgina. Hótelið er vel bókað, þó það sé ekki alveg fullt. Svo er stór afmælisveisla hérna á laugardaginn með dans og det hele. Það má búast við því að það verði mikið að gera. Megan er búin að segja upp. Gott að losna við hana. Hún var að gera okkur vitlausa með því hvað hún er einföld greyið og stundum utan við sig. Mirchel er líka búin að segja upp og það er reyndar ekki eins gott, vegna þess að hún er mjög góður þjónn. Þær eru báðar að fara að vinna á nýjum ressa sem opnar um helgina. Verður víst mjög flottur og með 6 herbergi að auki, þannig að það má búast við því að þau taki einhver viðskipti frá okkur, sem er ekki eins gott.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Miðnæturhimininn er bleikur og blár, á sjónum hafa tugir fugla komið sér fyrir til næturgistingar. Sjálf dansa ég um íbúðina syngjandi ógeðslega væmin ástarlög frá 1962, Why must I be a teenager in love og Rainbows! Mér er slétt sama þótt fólkið í blokkinni viti að það hafi fengið kolbrjálaða kerlingu í húsið! Allavega er ég bara að bilast af hamingju, hvað sem það stendur nú lengi, en ég held að hún muni standa MJÖG lengi, það get ég sagt ykkur! Hafdís! Ef þú sérð þetta blogg, viltu þá hringja í mig í 866 7513 vegna líkanna í Sævargörðum. Annaðhvort þarf að grafa þau eða henda þeim...!!!!!!!!!!! Ekki láta lögguna heyra. Hræðilegt Villi minn að þetta nágrannafífl hafi farið svona illa með þig. Það er alveg skelfilega vont að missa svefn. Æi, ég vona að þetta fari að lagast elskan mín. syngið bara "On the Sunny side of the street" og þá verður allt gott. Knús og kossar, Anna Kristine. PS Hér má bara reykja á svölunum og þar sem það var sól og hiti í dag var ég ansi mikið úti að reykja. Litarháttur minn í sumar mun því fara eftir því hvort ég verði enn að reykja hm hm hm!

12:37 am  
Anonymous Anonymous said...

Strákarnir mínir
Vonandi fer þetta allt á besta veg. Gott að Lovísa og lilli mann eru komin aftur til ykkar.
Kveðja
Systir Sigurjón

12:45 pm  
Anonymous Anonymous said...

halló, halló elskurnar mínar
þarna hinumegin á jarðmöndlinum. Það er allt í þvílíkri himaníkisblíðu hérna á Hraunteignum, það hálfa væri nóg...Var með skemmtilega vini í heimsokn og mat í kvöld (ég borðaði þó ekki vinina)....
Á matseðlinum var blinis með laxa kavíar og reyktum lax, hver útbjó fyrir sig, í drykk var S-Afrískt hvítvín, bæja lekkerrrrrr. Síðan var fiskur a la Hófý (og Jamie Oliver)í bananablöðum, með hvítlauk, lime, kókosmjólk, engifer, chillie og allskonar gúmmelaði svo ég segi ekki meir....og í eftirrétt var frönsk súkkulaðukaka með súkkulaði
jarðaberjum og grilluðum fíkjum, ummmmmm og auðvita var líkjör að eigin vali með eða limonchellla,,, þ.e. sumar og sól. um um um um.
Eins og þið sjáið þá er ég í matargír eins og vanalega, finnstg svolítið á það skorta hjá oðrum sem á ykkur blogga.... hefur þetta fólk ekki áhuga á mat eða hvað !!!!!!
Sakna ykkar elskurnar, bara smá, það er rigningarsúld í henni Reykjavík í kvöld en það góða við það er að þá ylmar allt svo vel, ekki satt.
Mínar bestu kveðjur til allra, langar til að sjá myndin af öllum framkvæmdunum..... Ykkar Hófý ( í sumarskapi, ætla t.d. í Hveragerði á morgun að kaupa blóm á svalirnar)..... Luv ja (og hringi flótlega)

12:53 am  
Anonymous Anonymous said...

Hæ öllsömul
jú jú hér er matargírinn alveg í góðu lagi, var með fjölskylduna í mat í gær, jukk úr basilikum gúmmelaði sem ég kaupi í vinnunni minni, blandað með pístacíuhnetum, hunangi og olíu, sett á laxasneiðar og grillað, meðlætið kartöflur og sætar kartöflur, velt upp úr kryddi og olíu, stórir bitar og í ofninn,maísstönglar og gotta salat, hvítvín og freyðivín..
nammi namm og með sínum nánustu besta sem ég veit...
Annars er bara allt þetta fína að frétta héðan, mikið framundan um helgina, 4o ára afmæli hjá Gumma, stórveisla annað kveld..og svo erum við mútta að sjá um brúðkaup á laugardaginn...vöndinn og det hele...
Skrifa betur seinna, farið vel með ykkur elskurnar...
luv Hafdís

8:52 am  
Anonymous Anonymous said...

Það er nú orðið hart þegar maður þekkir fólk ekki lengur í síma, heldur bara í gegnum bloggið YKKAR! Þannig fékk ég símtal frá Hafdísi, sem ég bara kannaðist ekkert við þangað til hún sagðist vera að hringja út af LÍKINU!!!!!!!!!!!!!!! Óborganlega fyndin elsku Hafdís mín!!! Sé engan bleikan himinn eins og er, bara einhverja karla í vinnugöllum sem eru að brjóta upp svalirnar. Maður getur ekki einu sinni reykt lengur sjáiði til. Er að fara í fullt starf hjá DV/Hér og nú, hætti á heilsugæslunni 30.júní. Mikið fjör og mikið gaman. Get ekki gefið neina mataruppskrift þar sem ég hef lifað á samlokum í 2 vikur. Ef einhver les þetta sem hefur mikinn áhuga á að fá mig í grillveislu, þá er ég alltaf laus :) Margir kossar og mikið knús,Anna Kr.

2:40 pm  
Anonymous Anonymous said...

já djeskoti væri gaman að snakka við svona margfróða manneskju eins og þig Anna K. Þú ert velkomin til Norge í grill og det hele. Við gætum rætt td. um Villa þegar hann var lítill og óspjallaður eða watt ever!!! Það má reyka úti á palli og það er alltaf gott veður þar. Erum til í að veita Tékkum aðstoð með því að borga upp í flugfar fyrir þig hingað, dekur með rauðum dregli og allur pakkinn. Það er svo falleg í þér röddin. Nei nú fer mín kona að verða abbó.... annars allt gott héðan frá Norge vona að veturinn leggist bara vel í strákana í Afríku þegar sumarið er að byrja hér. kveðja maggi

8:05 pm  
Blogger Ása Hildur said...

Var að spá hvort Villi minn væri að bíða eftir að allir kommentuðu áður en hann skrifar nýjan þátt í sápuóperuna? Elsku Villi, Guðmundur, Lovísa og Gabríel ástarkveðjur frá Fróni í roki og blíðu. Er á leið á reunion að Reykjaskóla. Já það eru víst komin 30 ár síðan þú stóðst í stórfelldum pakkasendingum .....
Takk fyrir það bjargaði vetrinum.

9:22 am  

Post a Comment

<< Home