Monday, February 12, 2007
Saturday, February 10, 2007
Fastagestur datt af snúrunni......
Við höfum haft fastagest, Húbert frá miðjum desember. Hann dettur inn um dyrnar á morgnanna um leið og við opnum og drekkur rauðvín í flöskuvís. Hann gerði þetta líka í hittifyrra frá miðjum desember fram undir lok janúar, fór svo á snúruna. Hann gerir nú engum neinn harm, enda er hann mjög þögull og situr bara einsamall og þambar rauðvínið og slagar svo út um tíuleitið. Þjónarnir okkar hafa verið góðar við hann og hvatt hann til að borða líka sem hann byrjaði að gera. Það þýðir reyndar að hann getur drukkið meira. Hann er farinn að borða morgunmat og jafnvel hádegismat líka. Þá situr hann hérna frá 8 á morgnanna frum undir hádegi. Stundum kemur hann líka síðdegis og situr þá í 2-3 tíma. Fyrst þegar hann byrjaði að koma var hann oft ill lyktandi og í óhreinum fötum og almennt illa til hafður. Bói hafði orð við hann og núna er hann þokkalega hreinn alltaf. Húbert var orðinn frekar illa á sig kominn um lok janúar og slagaði illa út. Datt meira að segja og braut gleraugun sín. Hann fór í meðferð fyrir viku síðan, en hefur greinilega dottið af snúrunni, vegna þess að hann er kominn aftur. Grey kallinn........
Hér er búið að vera brjálæðislega heitt, fór upp í 44°C . Það er erfitt að þola þennan hita. Maður er löðrandi sveittur allan daginn og svo hefur maður enga matarlyst. Líkamlega vinna er þannig að maður er bara dauðuppgefinn strax. Það reyndar kólnaði í fyrradag og byrjaði að rigna. Datt niður í 14°C. Það er æðislegt að fá þessa rigningu vegna þess að það hefur ekki komið dropi úr lofti síðan í byrjun desember. Allt að þorna og svo er vatnsskömmtun og bannað að nota kranavatn til að vökva. Við höfum nú samt stolist til þess vegna þess að garðurinn verður að eyðimörk í þessum hita á nó tæm. Vatnsástandið er búið að vera svo slæmt að það hefur ekki verið nægur þrýstingur á vatninu fyrir sum herbergin til þess að fara í sturtu. Við fengum menn frá bæjarfélaginu til að skoða þetta og það kom í ljós að einhver hafði fiktað í krana hjá okkur sem truflaði þrýstinginn á vatninu. Það var auðleyst og núna er nægur þrýstingur.
Karen kokkur bað um að fá leyfi í 3 mánuði vegna þess að hana langaði til þess að fá meiri þjálfun á einhverjum veitingastað í Cape Town. Við enduðum með því að bjóða henni leyfi í einn mánuð. Svo varð hún veik. Týpískt hún, verður alltaf veik þegar hún er að gera eitthvað af sér. Hún hafði talað við Mark á Barnards hóteli (samkeppnisaðili okkar) og beðið um vinnu. Hann kom til að fá það staðfest að hún hefði sagt upp hjá okkur og myndi hætta um miðjan þennan mánuð. Við sögðum honum að við kæmum nú af fjöllum með þetta og þetta væri ekki í samráði við það sem við hefðum rætt við hana. Bói átti fund með Karen í gær og spurði hana hvað væri eiginlega í gangi. Hún sagðist hafa talað við mig og sagt upp munnlega frá og með miðjum þessum mánuði. Djöv... lygalaupur. Hún hefur ekkert talað við mig um þetta, enda sér Bói um starfsmannamálin. Hún er ótrúleg að þora að ljúga svona, en kemur ekkert á óvart. Við komum til með að hafa annan fund með henni á mánudaginn, til að koma hlutum á hreint og ef hún vill hætta, þá hún um það, en hún mun þurfa að vinna út uppsagnarfrestinn og segja upp skriflega. Þetta setur okkur í smá vandamál með eldhúsið, en koma tímar, koma ráð.
Leitt að heyra Jóhanna mín með Þrumu. Sendum okkar samúðarkveðjur.
Hér er búið að vera brjálæðislega heitt, fór upp í 44°C . Það er erfitt að þola þennan hita. Maður er löðrandi sveittur allan daginn og svo hefur maður enga matarlyst. Líkamlega vinna er þannig að maður er bara dauðuppgefinn strax. Það reyndar kólnaði í fyrradag og byrjaði að rigna. Datt niður í 14°C. Það er æðislegt að fá þessa rigningu vegna þess að það hefur ekki komið dropi úr lofti síðan í byrjun desember. Allt að þorna og svo er vatnsskömmtun og bannað að nota kranavatn til að vökva. Við höfum nú samt stolist til þess vegna þess að garðurinn verður að eyðimörk í þessum hita á nó tæm. Vatnsástandið er búið að vera svo slæmt að það hefur ekki verið nægur þrýstingur á vatninu fyrir sum herbergin til þess að fara í sturtu. Við fengum menn frá bæjarfélaginu til að skoða þetta og það kom í ljós að einhver hafði fiktað í krana hjá okkur sem truflaði þrýstinginn á vatninu. Það var auðleyst og núna er nægur þrýstingur.
Karen kokkur bað um að fá leyfi í 3 mánuði vegna þess að hana langaði til þess að fá meiri þjálfun á einhverjum veitingastað í Cape Town. Við enduðum með því að bjóða henni leyfi í einn mánuð. Svo varð hún veik. Týpískt hún, verður alltaf veik þegar hún er að gera eitthvað af sér. Hún hafði talað við Mark á Barnards hóteli (samkeppnisaðili okkar) og beðið um vinnu. Hann kom til að fá það staðfest að hún hefði sagt upp hjá okkur og myndi hætta um miðjan þennan mánuð. Við sögðum honum að við kæmum nú af fjöllum með þetta og þetta væri ekki í samráði við það sem við hefðum rætt við hana. Bói átti fund með Karen í gær og spurði hana hvað væri eiginlega í gangi. Hún sagðist hafa talað við mig og sagt upp munnlega frá og með miðjum þessum mánuði. Djöv... lygalaupur. Hún hefur ekkert talað við mig um þetta, enda sér Bói um starfsmannamálin. Hún er ótrúleg að þora að ljúga svona, en kemur ekkert á óvart. Við komum til með að hafa annan fund með henni á mánudaginn, til að koma hlutum á hreint og ef hún vill hætta, þá hún um það, en hún mun þurfa að vinna út uppsagnarfrestinn og segja upp skriflega. Þetta setur okkur í smá vandamál með eldhúsið, en koma tímar, koma ráð.
Leitt að heyra Jóhanna mín með Þrumu. Sendum okkar samúðarkveðjur.