Wednesday, February 11, 2009

Draumur og góð heimsókn

Mig dreymdi að Jón Ásgeir kæmi hér og vantaði smá stuðning og skjól. Sem er jú alltaf sjálfsagt hjá okkur ef við getum. Ég sagði honum að hann þyrfti að gera svo vel að klippa sig. Gæti ekki verið hérna með þennan lubba og svo þyrfti hann að leggja sitt af mörkum, þ.e. þjóna, vera á barnum, en fyrst og fremst að koma vel fyrir og vera þægilegur við gestina. Enga stæla sem var svosem ekkert mál fyrir hann. Við höfum jú svo oft í gegnum tíðina hýst vini sem hafa verið á tímamótum í lífinu og þurft smá stuðning.

Um daginn komu hér tveir drengir (á besta aldri) sem höfðu séð íslenska fánan blakta við hún hér fyrir frman hótelið. Það voru þeir bræður Gulli og Daníel Thorarensenir, frá Selfossi. Daníel var að heimsækja Gulla bróir sinn sem býr í Hout Bay (Cape Town). Þeir voru að skoða hér gistiheimili sem er til sölu og höfðu áhuga á að kaupa það. Þeir voru hér í tvo daga og við skemmtum okkur konunglega saman. Jenny kom í heimsókn daginn sem þeir fóru. Hún var bara að koma til að staðfesta bókun sem hún hafði gert á veitingastaðnum okkar seinna um kvöldið. Þetta var afmælisdagur hennar og hún hafði boðið nokkrum vinum hingað í kvöldverð. Við fengum okkur að sjálfsögðu “Jenny poo” (G & T). Einn eftir annan. Um hálf sex leitið sló Bói í borðið og sagði Jenny sem var orðin vel tipsý að nú þyrfti hún að fara að koma sér heim og reyna að fríska sig upp fyrir kvöldið svo hún yrði nú ekki alveg á perunni þegar gestirnir hennar myndu mæta klukkustundu seinna. Systir hennar, Pamela var ekki par hrifin, enda hafði Jenný bara ætlað að skjótast í apótekið og staðfesta bókunina. Hún lætur stundum eins og hún sé mamma hennar og að Jenný sé óþekkur unglingur (sem hún reyndar er þrátt fyrir að vera 64 ára). Jennýy mætti svo klukkustundu seinna og tók á móti gestum sínum og það sá varla á henni að hún hafði setið að sumbli með okkur og Selfyssingunum í rúma 5 klst. Þeir lögðu ekki af stað fyrr en rétt fyrir sjö. Alltaf hressandi að fá landa í heimsókn, sérstaklega eins skemmtilega og þessa bræður.