Saturday, January 26, 2008

Klikkuð vertíð

Hér er búið að vera svakalega mikið að gera og eiginlega of mikið. Sérstaklega þar sem við höfum einungis haft fjóra þjóna, sem hefur verið þrælað út í vinnu. Viðgerðamaðurinn hætti og garðyrkjumaðurinn hefur verið í fríi. Sumir birgjarnir okkar hafa verið lokaðir svo það hefur verið erfitt með aðföng. Einn kokkurinn sjúkraskrifuð í viku, þannig að maður hefur þurft að grípa inn í allstaðar. Engann rafvirkja að fá til að laga bilaða innstungu í eldhúsinu. Hurðin datt af eldavélinni og enginn sem gat lagað það. Sundlaugardælan og hreinisbúnaðurinn í lamasessi.

Bæjarskrifstofan lokuð og enginn komið til að tæma rotþróna hjá okkur svo við þurfum að loka tveimur salernum og hafa bara eitt klósett þegar það hafa verið hérna u.þ.b. 100 manns í hádegismat og kvöldmat. Æji þetta er búið að vera alveg nóg. Það er skólafrí þannig að það eru allir að ferðast. Skólarnir byrja aftur um miðjan mánuðinn og þá verður allt "normal" aftur. Pollýanna hefur verið ansi dugleg að hjálpa okkur og í raun má segja að allt hafi gengið ótrúlega vel.

Fórum í partý til Lounu um daginn. Henni var komið á óvart með þetta partý, en hún varð fimmtug 7 januar. Við mættum rétt fyrir miðnætti heima hjá henni og settum upp flugeldasýningu fyrir hafa. Héldum smá ræðu og ég sagði henni að ég væri að fara um mitt árið til Íslands og að ég ætlaði að taka hana með mér. Hún var í tárum, hún var svo glöð. Hana hefur alltaf langað til þess að fara eitthvað erlendis og hefur oft talað um að hún vilji fara til útlanda áður en hún deyr. Ekki að hún sé nú svosem að drepast, kerlingarrassgatið. Óska hér með eftir aðstoð til að hafa ofan af fyrir henni. Svo er afmælisveislan hennar í kvöld. Fjölskyldan er búin að bjóða 150 manns þannig að þetta verður mikil veisla. Bói er þarna núna að skreyta og svo ætlum við að reyna að komast í veisluna í kvöld. Verður ábyggilega mjög gaman.

Það er búið að vera svo klikkað að gera að maður gleymir ýmsu. Volga hringdi í mig um daginn og sagðist vera að fara í jarðaför og vildi gista hjá okkur í tvær nætur. Alveg sjálfsagt sagði ég og gleymdi nátturulega að skrifa það, enda var ég á hlaupum að sinna gestum. Guðmundur ákvað svo að hringja í hana með staffinu til þess að syngja afmælissönginn fyrir hana, þar sem hún átti afmæli. Enginn svaraði og þegar hann kom svo út í garð, hverjum mætir hann þá ekki nema henni Volga. Ég kom svo skömmu seinna og um leið og ég sá bílinn hennar mundi ég. Já svona er þetta nú búið að vera. Ég keyrði hana til Cape Town í útförina vegna þess að hún var í tilfinningarlegu uppnámi. Við alla vegna gátum spjallað um heima og geima á leiðinni. Alltaf svo góð nærvera hjá þessari vinkonu okkar.

Við Bói höfum það annars bara gott. Heilsan hans er alltaf að verða betri og betri og hann hefur mun meira úthald núna þó svo að hann sé ekki alveg kominn með sama úthald og hann hafði eftir þessi hjarta áföll Starfsfólk hefur hætt og byrjað og ég veit ekki hvað. Bói er búinn að vera í þvottahúinu vegna þess að þvottakona lennti í ansi slæmu heimilisofbeldi og það voru hrúgur af óhreinu líni og staflar af hreinu líni sem átti eftir að strauja. Svo gafst strauboltinn upp og það eina sem fæst í Greyton er gamaldags straujárn sem eru hituð á hellu. Og eins og það sé ekki nóg, þá er byrjuð rafmagnsskömmtun. Rafmagnið er tekið af tvisvar á dag í tvo til þrjá tíma í senn. Nýji viðgerðarmaðurinn ekki fyrr búin að laga hurðina á ofninum þegar ofninn í eldavélinni gafst upp vegna þess að það er ekki einungis rafmagns skömmtun þar sem þeir taka af rafmagnið, það er líka oft á tíðum of lág spenna sem fer alveg með öll rafmagnstæki. Ætla að kaupa olíurafal. Er búinn að fá nóg af þessu assgg.......

Allt þetta var nú skrifað fyrir nokkrum vikum og ég hef bara frestað því og frestað að setja þetta á bloggið. Það datt allt niður í dúnalogn um miðjan mánuðinn eins og við áttum von á. Gerist alltaf þegar skólarnir byrja. Verður rólegt í 3-4 vikur og svo verður allt normal aftur. Við erum búinir að nota tímann til að endurhlaða batteríin. Ekki auðvelt þegar maður er búinn að vera á adrenalín flippi vikum saman. Maður stekkur á fætur um leið og eitthvað gerist. Manni finnst það eiginlega skrítið að það sé allt í einu svona svakalega rólegt