Thursday, September 29, 2005

Þjóna og eldhússkóli Kritalalettunnar

Hæ essgunar

Búið að vera allt á haus hérna. Afmæli Bóa sem var vinsamlega beðið um (af honum að engir gerðu neitt) Staffið söng fyrir hann, Lyfja (phyzer) og Baugur (Woolworths) söng fyrir hann afmælisönginn. Komin ný tjörn fyrir er komin fyrir nýja Koi fiska sem eru mjög stóri gullfiskar sem Ami ætlar að veiða hérna í ánni fyrir okkur í tjörnina. Hin tjörnin lekur því miður (já Sossa, ekki vel hannað, eða ekki vel byggt) Allir fiskarnir eru því miður dánir nema e.t.v einn sem er frekar slappur. Annað hvort hafa Þrestirnir komist í þá (já, við höfum séð þá sitja fyrir þeim) að vegna þess að hún lekur og við erum alltaf að bæta vatni í hana (og vatnið í Greyton er ekki drykkjarhæft)

Svo kom Vínheildsalan ehf (Distell) með nýjar sólhlífar í dag sem afmælisgjöf handa Bóa. Mikið vorum við stoltir og ánægðir með þær. Ákkúrat það sem við þurftum. Núna er garðurinn orðinn mjög “inviting”

Bóa blogg:
Elsku mamma og pabbi, Lovísa, Abraham og Gabríel, Abba og Rós, Ása og Palli, Hófý, Anna Kristine, Elín í Noregi, Hafdís og Bára að sjálfsögðu, elskurnar mínar allar, búandi í SA svona langt frá ykkur, mikið vermdi það hjarta mitt að þið skylduð muna eftir mér.

Stjána blogg:
Gleðlegt sumar í Afríku. Er ekki búinn að ná lit á kroppinn, en er búinn að vera soldið busy í þjónustu- og eldhússkóla Kristaletturnar. Sé ekki fram á að ég nái lit, né flugi fyrir áttunda október. Þarf að hjálpa aðeins meira til. Viljið þið vera svo væn að senda meðeigendum mínum SMS, Guðmundi, Tyrfingi og Ottó að mér seinki um óákveðin tíma.
Ps. Sendið mér sólarvörn númer 26 ef ske kynni að ég kæmist í sól í kaffihléinu mínu.
Pps. Fjólublái rostungurinn minn (sem er ferðaveskan mín), við erum á vergangi í nótt og erum heimilslausar sökum mikilla anna á hótelinu, og þá spyr maður sig, “Hvar sefur maður í nótt? Óþarfa áhyggjur, sundlaugin er laus og þar eru fjórar vindsængur. (Ég nota eina og rostungurinn þrjár)......Knús, knús, koss koss til Lúlu

Baugur er í stuði og eru með ball. Mikill hávaði og stuð á grúppunni. Allir hafa verið svakalega ánægir með mat, þjónustu, ambiance o.s.frv.

Wednesday, September 28, 2005

Breytingar og meiri breytingar (og afmæli)

Hæ essgunar

Hef því miður ekki komist í bloggið vegna þess að Stína stöng er búin að vera að píska okkur Áfram með að breytingar á ressanum (restaurant). Allt að gerast... ný skipulagning, nýjir réttir, ný framsetning og betri þjónusta. Mjög skemmtilegir tímar og gefandi. Stjúpdóttirin er að gefa okkur mikla orku og nýjar hugmyndir. Svei mér þá ef ég er ekki bara smá stoltur af henni......

Hlutirnir eru farnir að ganga mun betur ....með smá hikkuppum samt. Eldhúsið hefur ekki farið yfir tékklistana í nokkra daga og ískáparnir eru komnir í alger rugl. Veit ekki hvað við henntum miklu grænmeit vegna þess að það hafði verið hrúgað þungu hlassi að kjöti ofan á. Kristján Frænka (Auntie Kristjan, eins og staffið kallar hann) (er reynar virðingartitill, sem fólk fær þegar það er að standa sig og fólk vill sýna því virðingu. Reynar aldrei heyrt karlamann kallaðan þetta, en hún er jú gay.) er búin að vera á fullu í dag að endurskipleggja eldhúsið. Núna er komið sér þjónasvæði. Morgunverðardótið er allt komið á einn stað og þjónarnir þurfa ekki að fara inn í búr að ná í sultu o.s.frv. Frábært.

Ég átti fund með öllu eldhússtaffinu í dag. Vorum búnir að biðja Loana um að halda fundi fyir 3 vikum sem hefur ekki verið hægt ( að hennar sögn). Bói píndi hana í gærkvöldi til þess að halda fundinn í dag. Ég byrjaði á því að þakka þeim fyrir það sem þær væru að gera vegna þess að það væri kraftaverk miðað við tæki og tól. Svo tók ég fyrir tékklistann sem hefur ekki verið gerður síðan 22 þessa mánaðar og allir tékklista hafa einungis verið gerðir af Loana. Hvað eruð þið að hugsa. Hver ber ábyrgð eiginlega......? Vildi ekki svar. Í gærkvöldi korter í sjö sagði Loana mér að það væri ekki til Reyktur lax sem átti að vera fyrir ráðstefnugestina sem eru hérna og hafði verið skipulagt af eldhúsinu fyrir meira en viku síðan, ég fór til samkeppnisaðila og fékk lánaðan reyktan lax. Kom með hann og rétt Loana en sleppti ekki. Sagði við hana að ef hún hefði gert tékklistann þá hefði ég ekki þurft að fara á seinustu stundu að fá lánaðan lax. Og ef að samskiptin væru að virka þá hefði hún vitað það löngu áður og við hefðum getað keypt laxinn þegar við fórum í kaupstaðarferð fyrr í dag. Never mind.

Svo er það virðing fyrir hráefninu og sérstaklega grænmetinu sem hefði verið eyðilagt með því að hrúga kjöti ofan á það. (Við settum nýja hyllu inn í ískápinn sem hefði átt að vera komin upp fyrir löngu síðan, ef þær hefðu hugsað fyrir utan boxið). Stelpur takið á skipulagi, hreinlæti, og haldið ykkur við það.

Svo fór ég yfir í það jákvæða. Lærði það í ITC (International Training in Communication). Þið eruð að gera kraftaverk miðað við tækjakost og þekkingu. Við komum til með að skaffa ykkur tæki sem létta vinnuna, setja ykkur á námskeið til að bæta þekkingu ykkar og þannig ættum við að geta annað mun meira á léttari hátt en í dag. Svo förum við í nýja matseðil. Tökum út tvo forrétti og setjum inn einn nýjan. Sama með aðalrétti og eftirrétti. Minnkum matseðilinn og endurnýjum hann oftar. Petto di Pollo er að koma inn á morgum (Takk Anna Kristine, hann er alger winner). Svo skyldi ég þær eftir til að fara ofan í smáatriði og til þess að ræða málin. Held þetta hafi verið góður fundur hjá þeim, þó svo að engin þeirra vilji segja okkur eitthvað af honum. Allt í lagi, við þurfum ekki að vita allt. Snöpum (er þetta góð íslenska) það upp hvort eð er.

Það eru tvær ráðstefnur í gangi hjá okkur núna Phizer og Woolworths sem er svona eins og Pharmaco og Baugur, eða hvað þau heita nú þessi íslensku fyrirtæki. Þetta er alla vegna stærsta lyfjafyrirtækið hérna og stærsta og besta matvöru/tísku/og ég veit ekki hvað verslun hérna. Og þetta eru allt Senior Management sem þýðir að ef vel gengur þá fáum við fleiri ráðstefnur frá þessum fyrirtækjum. Hefur alltaf virkað þannig að ef við höfum staðið okkur á fyrstu ráðstefnunni sem við hölfum fyrir svona fyrirtæki, þá færist það niður stigann og það verða margar ráðstefnur frá þeim. Og allt hefur gengið frábærlega vel og þau eru öll í skýjunum.

Vorum að taka niður málverkasýninguna hennar Volga White. Mikil eftirsjá enda sköpuðu málverkin hennar mikið af andrúmsloftinu hennar hérna. Kristalettan er reyndar búin að vera að breyta ressanum mikið með Bóa og þetta er mun flottara, og við erum ekki búnir. Sófinn hennar Hönnu frænku (heitinnar) er kominn í Galleríið ásamt ruggustólnum hennar mömmu (heitinnar). Gott að fá hlutina sína á stað þar sem þeir njóta sín og aðrir geta líka notið þeirra. Ruggustóllin er við arinninn og er vinsælasta sætið! Svo er Gert Naudie búin að vera að negla upp málverkin sín í dag. Mjög ólík Volga, en samt mjög flott og hann er lokal líka.

Á laugardaginn höldum við upp á eins árs afmæli okkar hérna í rekstri og 20 ára afmæli hótelsins. Þá verður formleg opnun á listasýningu Gert Naudie og afmælisveisla þar sem öllu þorpsbúum er boðið. The Brass band frá Genadendal kemu og treður upp (Genadendal er elsta trúboðstöð í SA og flest starfsfólkið okkar býr þar) Verður ábyggilega mjög gaman. Jæja, seinust gestir voru að fara. Ég sat hérna vaktina meðan að Bói og Stjúpdóttirin fóru með staffið heim. Love and Leave you......

Ps. Þorvaldur á afmæli í dag. Bestu hamingjuóskir.

Saturday, September 24, 2005

Breytingar

Búið að vera mikið að gera hjá okkur og lítill tími í blogg. Fórum með Stefán til Cape Town og gistum nóttina. Skoðuðum Waterfront og áttum notarlegan dag áður en Stefán flaug heim um miðnætti. Það var gott að hafa hann hérna og hans er saknað. Erum smá vonsviknir að draumurinn hans Kristjáns rættist ekki, en...... Stefán kemur aftur og hver veit þá hvað gerist.......

Notuðum ferðina og skoðuðum heildsalana. Kominn tími á að fara að endurnýja borðbúnað, glös og bæta við tækjum í eldhúsið. Tækjabúnaðurinn þar er nú ekki upp á marga fiska. Matvinnsluvélin búin að vera biluð í rúmlega 2 mánuði eftir að Loana braut lokið af henni. Þær hafa nú bjargað sér samt, sem er alveg ótrúlegt. Kom að Diana í gær þar sem hún var búin að setja brauðskorpur í poka og var að berja það með buffhamri til að gera rasp. Hún hafði ekki uppgötvað að matvinnsluvélin var komin í lag. Þær hafa meira að segja hakkað fiskinn í fiskibollurnar með hníf. Þær redda sér stelpurnar.........

Settum upp nýjan snakk matseðil í gær. Smá fingramatur fyrir fólk með drykkjunum. Heppnaðist svona ljómandi vel. Litlar fiskibollur, kjúklinga strimlar í kókos og litlar kjötbollur með sterkum sósum til að dýfa í. Gestgjafinn er að gefa okkur nýjar hugmyndir. Liggjum yfir þessum blöðum þessa dagana, enda er kominn tími á að breyta matseðli hérna. Erum komnir með nokkra nýja rétti sem eru tilbúnir til að fara á seðil. Við erum búnir að vera í miklum tilraunum með Kristjáni í eldhúsinu og það hefur verið mjög gaman. Eiginlega má segja að Kristján hafi gefið okkur orku til að fara að endurnýja okkur. Það er líka búið að vera að breyta uppröðun á borðum og Kristján hefur verið duglegur að kenna þjónunum að selja. Nú er ekki spurt hvort vilji fá vatn (þegar þjonarnir mundu eftir því), nei nú er spurt hvort þau vilji “Still or Sparkling”. Þetta byrjaði í gærkvöldi og allir fengu sér vatn. Það þarf að selja og þetta er tækni. Áríðandi að selja sem mest og við græðum mest á vatninu.

Bói og Kristján fóru til Somerset West í gær og versluðu fullt af fallegum hlutum á veitingastaðinn. Þannig að þetta er allt að verða fallegra og fallegra, og það er nú ekki eins og veitingastaðurinn hafi ekki verið fallegur fyrir. Stundum er gott að fá utanaðkomandi til að hjálpa, vegna þess að maður á það jú til að staðna ef maður er ekki stöðugt að endurnýja sig.

Það voru keyptir fleiri gullfiskar í nýju tjörnina sem Sossa og Bói bjuggu til. Hún er mjög falleg, en því miður þá lekur hún núna og við þurfum því að taka hana upp aftur og laga lekann. Það er líka kominn vatnsdæla sem dælir vatni upp í gegnum hvalbeinið sem við fengum úr garðinum hennar Öllu í Hólminum og endaði hérna í gullfiskatjörninn sem gosbrunnur. Það held að hún Alla heitin hefði aldrei getað ímyndað sér það.

Við komum til með að verða mjög busy í næstu viku. Tvær ráðstefnur á sama tíma og allt stútfullt og meira til. Þurftum meira að segja að bóka nokkur herbergi á öðrum gistiheimilinum. Systir hennar Loana var að deyja og Loana er í fríi þessa helgi til þess að fara í útförina. Hún er búin að vera soldið utanvið sig blessunin. Átti samt fund með henni í gær þar sem við fórum aðeins yfir stöðuna á málum í eldhúsinu og hvert við værum að stefna með það. Rachel er búin að vera frá vinnu í rúma viku vegna ofnæmis. Hún bólgnaði svo svakalega upp í augunum að það var skelfilegt að sjá hana. Hún mætti til vinnu í gær og lítur nú svosem ekki vel út, en er að lagast. Karen kemur svo úr barnseignafríinu um mánaðarmótin og mætir þá í nýtt eldhús með nýjum vinnubrögðum. Þetta er ekki sama eldhúsið og var áður en hún fór í barnseignafrí. Okkur kvíðir soldið fyrir því að fá hana aftur í vinnu, vegna þess að hún var svo skelfilega erfið með hormónasveiflur. Vonandi er það nú bara vegna þess að hún var ólétt..... Sjáum til hvernig það fer.

Í dag skín sólin og það stefnir í heitan dag. Við erum þokkalega bókaðir um helgina sem er gott. Veitir ekki af meiri innkomu. Við erum illa mannaðir núna á morgunvaktinn. Það er bara Gulltönn sem er að þjona og elda morgunmatinn, Dina í eldhúsinu að aðstoða og þrífa og Gilitrutt í herbergjunum. Þurfum því líklega að grípa aðeins til hendinn í dag. Verðum samt betur mannaðir á seinni vaktinni og Rachel kemur um 12, þannig að þá þarf ég vonandi ekki að fara inn í eldhús að kokka, bara að fara inn og aðstoða og leiðbeina henni. Hún er jú alveg ný og þarf stuðning, sem er alveg sjálfsagt og eiginlega bara gaman.

Tuesday, September 20, 2005

Hóp blogg

Hingað komu óvæntir gestir í gæri. Hulda frá Akureyri, Gréta dóttir hennar og Pétur maðurinn hennar. Þau eru búin að vera á 3 vikna feðalagi hér. Gréta hringid fyrir nokkrum vikum. Sagðist þekkja Ásu Hildi (systir mína) og hefði verið ráðlagt að koma við hérna. Og í gær komu þau.

Stebba blogg:

Rosalega happy mitt í Afrika. Vinalegasta fólk sem ég hef kynnst á ævi minni. Allir brosa og eru vinalegir. Búinn að prófa alla matsölustaði í Greyton og búinn að opna reikning á lókal pubbnum. Æðislega góður matur allstaðar. Sjaldan verið eins vel nærður. Bæði líkamlega og andlega. Bara slæmt að þurfa að fara heim aftur. Coming again aftur!!! Búin að sjá Southern tip of Africa, Cape town og “Table Mountain” og legg af stað á morgun aftur heim. Skoða Cape town á morgun “See the town”. Kem til með að sakna stafssins. Stelpnanna, Hilky eins og ég kalla hana...... Gulltannar og Ginu og sérstaklega Gleði sem kann að bjóða manni GÓÐAN DAGINN á góðri íslensku. Ég vann aðeins, en just for the fun of it (Taktu eftir því Páll (Villi) Búið að vera æðislegt. Gaman að hitta þettta fólk, Jenny, Noell, Brian, Volga, o.s.frv. niður við á í dag. Stólarnir eru í góður lagi loksins...... Sé ykkur seinna...........

Kristal blogg:

Við ætlum að byrja á því! Mæli ekki með..... 14 Black Russian, náði ekki að telja White russinainunu. Uhh... Gleði sá í morgun að ég hafði fengið góða afgreiðslu á barnum í gær og sagði “herfa herfa, láttu þig hverfa” á góðri íslenzku. “Farðu núna straxxxxx” Fórum í gær að borða hjá Dora á Jam Tin í blökkuhverfinu
( heima hjá henni) og ég í svörtu rússa hamingjukasti verzzzzzzzlaaaaasðððði eitthvað teppi. Og bauð Dora í Kampavínslunchhh í dag. Djísus. Var dýrt....... Ætlaði að reyna að ljúga mig úr essu, en fékk litinn stuðning frá múttu og stjúpu. Fórum samt og allt fór vel. Kem heim með silki rúmteppi. Og Dora sagðist vera að selja hluta af hvarta sínu, þannig að ég og Lúlú komum til með að sofa hjá Dora í framtíðinni.

Bóa blogg:

Bylgja systir: Til hamingju með daginn. Bestu kveðjur frá Kristján og Stefáni, Villa og öllu staffinu......

Nomal blogg: Fórum niður að á. Mjög næssss. Dora vann hérna í mörg ár í þvottahúsinu og þurfti að hætta (vegna fyrri eiganda) þegar hún varð 60. Núna er hún að hanna og gera textíl. MJÖG FLOTT flest af því. Og rekur veitingastað heim hjá sér sem er Sveitaheimili með góðum SA sveitamat...... Við alla vegna nutum þess í gær og vonandi njóta Hulda, Gréta og Pétur þess í kvöld.

Love and leave you.

Monday, September 19, 2005

Ónýtt vín

Brúðkaupið gekk svona ljómandi vel. Hádegismaturinn varð að kvöldmat og þau voru í skýjunum. Þau höfðu komið með sitt eigið vín og við rukkuðum tappagjald. Nokkuð algengt hérna. Nema, allt hvítvínið þeirra hafði verið sett í frystikistuna til að kæla það. Þau skyldu eftir allt vínið og ætluðu að sækja það daginn eftir. Þjónarnir gleymdu hins vegar að taka það úr frystikistinnu þannig að þegar það fannst daginn eftir voru allir tapparnir komnir langleiðina út. Magga í eldhúsinu minnti Ginu og Hilca-Ann á vínið tvisvar, en samt tóku þær það ekki úr frystinum. Gulltönn var á vakt og hún gleymdi því líka. Þetta var dýrkeypt vegna þess að verðið á þessu víni er meira en öll veislan þeirra kostaði. Ég var svo reiður að ég eiginlega jafnaði mig ekki allan daginn og treysti mér varla til að ræða við staffið. Þegar þau komu að ná í vínið útskýrði Bói fyrir þeim hvað hafði gerst og bauðst til að borga þeim vínið. Þau tóku þessu mjög vel og hlógu bara. Báðu um gistingu út á þetta eina helgi, sem var nú bara sjálfsagt. Þurfum að ræða betur við Gulltönn og þessa tvo þjóna um þetta og fyrirbyggja að svona lagað gerist aftur.

Við fórum til Jenny í gær í drinkie poo, sem er alltaf jafn notarlegt. Svo var þetta bara rólegt kvöld. Við erum búnir að vera að vinna í matseðlinum með Kristjáni og ætlum okkur að breyta honum öllum. Hann er orðinn og langur og það er kominn tími á breytingar. Smá bókhaldsvinna í dag og svo vonandi eitthvað meira uppbyggjandi og skemmtilegt. Bói og Kristján fóru í bæjarferð að kaupa nýjan bakaraofn. Gekk ekki nógu vel að baka nýjar kökur sem við vorum að prófa í ofninum okkar, enda er hann mjög lúinn. Ekki séns að vita hvað hann er heitur og það eru engar stillingar lengur á honum. Veit ekki hvernig kokkarnir okkar hafa farið að því að baka í honum, en þær hafa getað það. Virðast reyndar geta allt með þessum tækjabúnaði sem er hérna.

Gaman að heyra að Þruma er komin úr einangrunni og hefur aðlagast. Það er mikið spurt um hana og hvernig þetta hefur allt gengið. Jenny og Hermann senda kveðjur til ykkar, Jóhanna og Gunnar.

Saturday, September 17, 2005

Suurbrak

Hæ essgunar

Fórum til Swellendam i fyrradag með bókhaldið til endurskoðandans. Notuðum ferðina í leiðinni og fórum til Suurbrak sem er önnur elsta trúboðsstöðin í SA á eftir Genadendal (þar sem meiri hluti starffólksins okkar býr). Leigðum okkur hús rétt fyrir utan bæinn. Mjög fallegt þarna, húsið var við á og ekki hús nálægt. Næstum eins og Heiðarhvammur, en að sjálfsögðu með öllum þægindum fyrir utan rafmagn. Fórum á eina veitingastaðinn sem er þarna. Joy var búin að bóka borð fyrir okkur. Fengum okkur Booboeti, sem er SA réttur, mjög gott. Það var búið að setja þessa einu rauðvínsflösku sem var til á staðnum í kæli þannig að við fengum ískallt rauðvín með matnum. Nammi, namm........

Fórum svo daginn eftir til Barrydale í morgunmat, og héldum svo heim á leið. Enda margt að gera, tónleikar o.s.frv. Það var nú ekki mikil mæting og kvöldið var rólegt. Svo rólegt að við ákváðum að tékka á samkeppninni og fórum á Greyt-on-Main að snæða. Það er nú alltaf gaman að sjá hvernig er að ganga annars staðar. Það voru engir gestir. Urðum fyrir miklum vonbrigðum með matinn. Hann var mjög góður. Shit, áttum ekki von á þvi.

Í dag er enn einn dýrðardagurinn í Greyton. Sólin skín og þægilegt hitastig. Erum með brúðkaup í garðinum á eftir. Reyndar bara 10 manns, en það er alltaf gaman að fá brúðkaup. Athöfnin fer fram í garðinum undir Wisteriunni sem er kominn í blóma. Verður mjög fallegt og svo snæða þau úti. Það er reyndar enginn kokkur á vakt núna, Rachel er lasin, en Loana kemur um 2 þannig að þetta ætti nú að vera í lagi. Hún var búin að undirbúa flest í gær.

Komment á komment:

Takk Gússý fyrir myndirnar og bréfin. Við höfðum öll mjög gaman af þessu og staffið sendir bestu þakkir og kveðjur. Þú ert alltaf velkominn að sitja með okkur hérna í garðinum.

Palli minn; ef þú ert vinnufælinn þá er það allt í lagi. Allir aðrir sem hafa komið hingað hafa tekið aðeinst til hendinni vegna þess að þá hefur langað til þess. Þetta eru ekki þrælabúðir ef þú heldur það og að sjálfsögðu má borga og sleppa því að vinna, þó okkur finnist betra að fá borgað og vinnuna líka. Stefán er búin að vera mjög duglegur og á núna bara eftir ca 15 stóla. Þá eru allir stólarnir orðnir eins og nýir. Stefan keyrði staffið um daginn. Þau voru frekar óörugg vegna þess að hann var ekki alveg með það á hreinu að vera vinstra megin. Það kemur angistarsvipu á þau ef þeim er sagt að hann ætli að keyra, veit ekki alveg hvers vegna........Reyndar miklu meiri angistarsvipur þegar Kristalettan segist ætla að keyra.

Námskeiðin hans Kristjáns ganga mjög vel og allir þjónarnir eru í skýjunum yfir því. Þau eru þyrst í fróðleikinn og vilja læra og læra. Sjáum framfarir nú þegar hjá þeim.

Thursday, September 15, 2005


Sossa og Boi a tonleikunum i gardinum. Takid eftir Plomutrjanum sem eru i bloma! Posted by Picasa

Kristalettan a Table Mountain med Cape Town i bakgrunn Posted by Picasa

Stefan og Kristjan med Lions Head i bakgrunni Posted by Picasa

billinn ad sjalfsogdu skreittur med blomum ur gardinum okkar Posted by Picasa

Takid eftir brudarvendinum sem Boi gerdi med blomum ur gardinum okkar Posted by Picasa

Jaco og Virgina Posted by Picasa

Sumir voru mjog frjalslega klaeddir, sonur hennar Anne Posted by Picasa

Diana (kokkurinn okkar) song eins og engill i brudkaupinu Posted by Picasa

Virgina og Jaco asamt vitnum og svaramonnum Posted by Picasa

Dottir hennar Virginia var brudarmeyja i brudkaupinu Posted by Picasa

Monday, September 12, 2005

Kreisý helgi

Hér er búið að vera brjálað að gera. Hótelið gersamlega fullt og veitingastaðurinn líka. Þetta gekk svona la la upp. Kristalettan sá ein um 23 manna hóp og Hilca-Ann um hinn hópinn sem var að grilla. Þessi 23 manna hópur sem Kristalettan sá um var einhver sá ruglingslegi hópur sem við höfum haft. Þau voru búin að prútta og prútta um verðin og þetta varð þess vegna eiginlega orðið frekar þunnur matseðill sem þau höfðu. Loana var lasin, svo að Diana var sett á splitt vakt. Hún var nú ekki alveg að standa sig. Ég sá um hádegismatinn og það gekk svona pokkalega upp allt saman. Loana hafði gefið Diana fyrirmæli um matinn, en hún ákvað að fara ekkert eftir því. Það var ekki gerð nein marinering fyrir grill matinn, hún kryddaði bara með salt og pipar þannig að þetta varð nú frekar þurrt. Hópurinn var samt mjög ánægður. Þegar Diana var spurð hvers vegna hún hefði ekki gert marineringa sagði hún að ég hefði gefið henni fyrirmæli um það. Haugalygi! Svo ákvað hún að setja blómkál og broccoli í grænmetið, en það var tekið út fyrir 3-4 vikum síðan og búið að banna það nema bara í súpur. Grænmetið sem hún notaði í gærkvöldi var þar að auki ofsoðið og leit hræðilega út. Bói náði að stoppa það áður en það fór út. Þegar hún var spurð hvers vegna Blómkálið og Broccolið væri komið aftur í grænmetið, sagði hún að Loana hefði sagt henni að nota það. Hún hafði sagt við Loana að það ætti ekki að vera en þá hafði Loana sagt henni að hún gæfi ekki fokk í hvað við vildum. Hún vildi að það væri, vegna þess að Suður Afríkubúar vilja hafa það. Það rétta er að við sögðum að við gæfum skít í hvað SA búar vildu. Við vildum það ekki. Bói talaði við Loana í morgun og hún var rasandi bit á þessu og sérstaklega því að hún ætti að hafa sagt fokk. Hún notar ekki svona tungumál og hefur aldrei sagt þetta. Diana er í slæmum málum núna. Við þurfum að sparka soldið fast í hana, til að koma henni í gírinn aftur. Soldið hissa á þessu en eldhúsið þarf að fara taka fastari tökum aftur. Við höfum aðeins slakað á eftirlitinu, en núna tökum við á því.

Við fórum annars í brúðkaup á laugardaginn. Virgina (Gina) var að gifta sig í kirkjunni hérna. Bói gerði brúðarvöndin fyrir hana og skreitti bílinn með blómum. Allt úr garðinum hjá okkur. Þetta var soldil upplyfun fyrir okkur. Athöfnin fór fram á Africans, þannig að við skyldum nú svosem ekki alveg allt. Gina var mjög falleg. Set inn myndir fljótlega. Diana tróð upp og söng einsöng í brúðkaupinu. Ofboðslega fallegt. Hún hefur svakalega flotta rödd og syngur eins og engill.

Í gær þegar seinustu gestir tékkuðu út mætti Jenny og þá var að sjálfsögðu farið í drinkie poo. Það dróst svo úr þessu og við ákvaðum að fara í síðbúinn hádegisverð hjá samkeppnisaðila. Það var ágætt og svo fórum við til Volga í smá meira drinkie poo. Volga var reyndar á fullu að undirbúa sýninguna sem hún er að fara að setja upp í Cape Town. Gaf sér nú samt tíma til setjast aðeins með okkur og spjalla. Það er alltaf gaman að koma til hennar, en við stoppuðum nú ekki lengi.

Í dag er vinnudagur aftur. Bókhaldshlekkirnir eru komnir á mig. Kristalettan er að endurskipuleggja þjónasvæðið í eldhúsinu og verður svo með námskeið fyrir þjónana á eftir. Stefán er byrjaður að bólstra stólana úr veitingasalnum. Ég hef því miður ekki haft tíma til að gera það og þeir eru margir orðnir mjög daprir, þannig að það er fínt að hann vildi fara í þetta.

Draumurinn hans Krisjáns hefur ekki ræst ennþá, því miður. Hann hefur eina viku til þess að gera eitthvað í þessu, þannig að nú er bara að bíða og vona.

Friday, September 09, 2005

Kristalettu draumur

Dreymdi ad Stefán og Hilca Ann gengu um garðinn hérna hönd í hönd. Hef nú svosem ekki tekið eftir því að Stefán sé eitthvað að skoða hana, né hún að skoða hann, en hvað veit ég.......

Mikið að gera núna og má ekkert vera að þessu, rétt skaust inn á skrifstofu að ná í sógó. Má ekki vera að þessu, enda hótelið fullt, Tónleikar í garðinum o.s.frv.

Tuesday, September 06, 2005

Elli kelling

Sóttum Kristalettuna í gær og notuðum ferðina að sjálfsögðu til erinda í kaupstaðnum. Keyptum okkur nýtt sjónvarp og DVD og heimabíó. Höfum verið að nota sjónvarpið okkar á hótelinu vegna þess að hitt var svo lélegt. Þannig að núna getir horft á Rugby og Crikket á almennilegu tæki og við fengið sjónvarpið okkar heim.

Skoðuðum leirtau, en fannst það full dýrt þannig að ákveðið var að salta það í bili, sem þýðir reyndar að við verðum að leiga borðbúnað næstu helgi vegna þess að við erum fullbókaðir með tvo stóra hópa. Fór líka og lét skoða sjónina hjá mér. Hún hefur versnað með öllu þessu bókhaldi og það er ekki aðuvelt að lesa gamlar nótur. Hef átt í miklum erfiðleikum með það. Jæja fjarsjónin mín er sú sama, en nærsjónin hefur verið að versna. Pantaði tvískiptar linsur og fékk lesgleraugu til að nota með linsunum sem ég er með núna, fyrir bókhaldið! Mér sagt að ég væri að eldast og mætti búast við því að nærsjónin versni um 5% á ári þangað til ég verð 65! Fjarsjónin breytist víst lítið úr þessu. Og svo var mér skipað að nota blá sólgleraugu í sólinni til aðp hlífa augunum við geislun. Jah hérna, farinn að eldast. Hef reyndar sagt að við höfum lifið heila ævi hérna og sé 92, en ekki 46, en mér finnst ég reyndar bara ungur enn. Var ekki alveg nógu ánægður með þetta.......

Hekla frænka á afmæli í dag. Til hamingju med daginn.

Saturday, September 03, 2005

Einn fer og annar kemur

Hæ esgunnara

Hér er lífið allt við það sama. Merkilega fáar krísur undanfarið. Kennum Sossu umm, held hún hafi haft góð áhrif á staffið. Erum búnir að hafa það ótrúelga gott með Sossu þennan tíma sem hún hefur verið hérna. Óli kom í gær aftur, án Lárusar. Gott að fá hann líka. Eigum eftir að sakna þeirra mikið, en þau koma aftur. Sossa er nú ekki búin að sitja auðum höndum. Hannaði og byggði nýja tjörn fyrir gullfiskana með Bóa. Var boðið í dinner með Volga, sem því miður “dumpaði” henni á seinustu stundu. Ekki mjög gaman að fara á “date” og vera dumpað. Henni var líka boðið í dinner heima hjá Ferdi sem var víst frábært. Æji þetta eru búnir að vera góðir dagar. En nú er Sossa og Óli farin tilbaka til Köben. Smá tómlegt en, þau koma aftur vonandi fljótt.

Volga kom í dag til að kveðja Sossu og Óla. Sátum soldið lengi (á hvítvínskúrnum) og höfðum það mjög gott. Þegar S&Ó fóru fór ég í smá leggju. Kom tilbaka og Bói sagði mér strax að við þyrftum að fara til Volga, Heimilið var víst alveg orðið þurrrt og hana vantaði Vodka, sem við náttúralega drifum okkur með til hennar, sem kallaði á einn drykk hjá henni. Hún er alltaf jafn yndisleg þó hún eigi við mikil heilsufarsvandamál að stríða. Alli sem koma hingað (já, drífið ykkur, öll þau sem ahafa ekki komið) verða ástfangin af henni, enda er hún besti8 vinur okkur hérna.

Eldhúsið klikkaði aðeins í dag. Diana var á vakt og leið ekki vel. Maðurinn hennar lasinn aftur (hann er 73 og ég heldu hún sé yngri en við) og neitar að fara til læknis. Ekki auðvelt, hann vill víst bara deyja heima, Maturinn var alla vegna ömugurlegur hjá henni og Bói er núna inni í eldhúsi að tala við Loana um þetta. Hann er búinn að fá 5 hamborgara í dag sem voru (3 ógeð) hinir 2 OK. Svo pantaði hann líka ýsuna sem var elduð til dauðans. Held hún ætti bara að halda sig heima ef henni líður ekki vel. Jæja, never mind. Höfum það bara gott annars, þrátt fyrir allt bókhaldið sem er reyndar að drepa mig. Kominn inn í Mars með debitið. Takk Inga mín fyrir góð ráð, en þetta er víst ekki svona einfalf. Það skiptir víst máli hvernig þetta er fært til bókar með tiliti til skattmanns. Stundum þarf nefnilega tap til að fá gróða (skv. taxman).

Jæja essgunar. Þurr dagur á morgun, enda engir landar hjá okkur. Svo kemur Kristalettan á mánudaginn og veit ekki hvað það verða margir þurrir dagar......... og Svo Stebbi bróðir........... Margt að hlakka til....

Love and leave you!!!!!!!!!!!!!!!!!

ps. tónleikarnir seinasta föstudag voru frábærir. Fyrstu i garðinum enda mjög hlýtt. Sumardagurinn fyrsti var einmitt þá og það var góður dagur, ekki norðangarri, bara sól og hlýtt.