Monday, August 06, 2007

Meira slúður

Það er mikið að krauma hérna í staffamálunum. Svo virðist sem meiri vandræði séu í uppsiglingu á milli Virginia og Jocko. Jocko kom hérna um seinustu helgi og fékk sér nokkra drykki með vinum sínum. Hann sagði Bóa í óspurðum fréttum að hann væri “gay” og væri með kærasta í Caledon. Núna um helgina kom hann ekki heim á laugardagsnóttinni og Virginia kom of seint til vinnu vegna þess að hún hafði ekki pössun og vissi ekkert hvar hann var. Djísus kræst, þetta lítur ekki vel út. Held að við komum til með að halda stíft í prinsípið okkar um að ráða ekki fjölskyldu meðlimi. Það er alltaf eitthvað vesen og Guð má vita hver hættir vegna innbirðis fjölskyldu vandamála.

Bói og Carmen eru búin að vera að plotta um það hvernig við getum aukið viðskiptin hérna. Hún stakk upp á því að við hefðum bikinidag þar sem allt staffið væri í bikiníi. Þau hófust strax handa og byrjuðu að taka mál af öllu staffinu og spurði í leiðinni hvort fólk vildi hafa G streng eða venjulegt. Sumir tóku þessu ekki vel meðan aðrir spiluðu með og höfðu gaman af. Myrtle flúði og neitaði að leyfa þeim að taka mál. Louna varð alveg brjáluð útaf þessu og neitaði að lofa þeim að taka mál af sér. Hún var hundfúl þegar hún kom til vinnu í gær og sagðist vera komin með háan blóðþrýsting útaf þessu og væri með höfuðverk. Hún fékk verkjalyf og þá sagðist hún að hún færi heim klukkan 6 ef hún væri ekki orðin betri. Henn fannst þetta ekki fyndið og svei mér þá ef hún hefur ekki trúað þessu plotti. Bói þurfti að eiga alvarlegt samtal við hana til að róa hana niður. Hún sagði að þetta væri ekkert fyndið og þar að auki þá hlægi hún bara einu sinni á ári! Bói bað hana um að finna barnið í sér og hætta þessari fílu. Þetta væri jú bara gert til þess að hafa gaman af. Bói er alltaf að gera svona skammarstrik annað slagið og það er orðið frægt þegar hann hefur beðið staffið um að sortera kaffibollana fyrir rétthenta og örvhenta. Sumir hafa flaskað á því og reynt að sortera bollana. Við höfum öll haft mikið gaman af þessum uppákomum.

Hér er búið að vera mjög mikið að gera sem er óvanalegt á þessum tíma ársins og lítur út fyrir að það verði svona áfram. Það er fullbókað allar helgar í Ágúst. Höfum ekki hafat svona flotta bókunarstöðu síðan við tókum við hérna, þannig að trúlega erum við að gera eitthvað rétt