Wednesday, August 31, 2005


Gulltonn (Charlene) med litla 2 vikna drenginn sinn. Er hann ekki saetur???? Hun aetlar ad koma til vinnu eftir helgi. Dugnadur i henni! Segist ekki hafa efni a tvi ad vera lengur heima, enda tarf hun ad sja fyrir heimilinu, foreldrum sinum, systkinum, dottir og fraenda og fraenku. Hun er eina fyrirvinnan. Posted by Picasa

Sossa, Oli, Larus og eg i Hermanus Posted by Picasa

Okkur var ollum bodid i Braai (grill a Sudur Afriskan mata) heima hja Jenny. Volga, Sossa og Oli. Posted by Picasa

Larus, Noelle og Jenny Posted by Picasa

Larus Palmason Posted by Picasa

I grilli hja Jenny sem vildi ekki vera med a mynd Posted by Picasa

Sossa og Oli Posted by Picasa

Góðir dagar

Búnir að vera góðir dagar hérna, engar krísur og gott að hafa Sossu, Óla og Lárus hérna. Við fórum til Cape Town á mánudaginn og vorum þar eina nótt. Upp á Table Mountain og markaðinn og fleira og fleira. Var virkilega huggulegt. Allt gekk vel hérna, kom okkur á óvart. Engar uppákomur og búið að setja nýjar blómaskreitingar útum allt. Æðislega flottar með blómstrandi ferskjugreinum og plómugreinum. Þetta er allt í blóma núna og er svakalega flott. Óli og Lárus fóru svo til Saldano til að halda áfram með námskeiðið sem þeir eru að halda þar fyrir Sea Harwest um veiðarfæri. Sossa kom með okkur hingað heim.

Howard, (nýji garðyrkjumaðurinn) er hættur. Hann var búin að vera mikið lasinn, þó hann hafi alltaf mætt til vinnu. Kom víst í ljós það sem okkur hafði grunað, að hann væri með berkla (TB). Þetta er víst frekar algengur sjúkdómur hérna. Hann var sendur af lækninum til heimahaganna sinna þar sem hann verður undir meðferð og eftirliti í einhverja mánuði. Vill koma aftur eftir 3-4 mánuði. Vitum ekki alv eg hvort það gengur. Verðum að hafa garðyrkjumann. Ami og Bói eru á fullu núna að færa til plöntur og planta fyrir framan aðalbygginguna. Vorum með rósarunna þar sem okkur fannst ekkert flottir. Svo að núna er verið að setja Day Lily og Agapantus, sem við eigum í massavís hérna um allan garðinn hjá okkur. Verður mikil breyting þegar það er búið. Í dag er svo bókhaldsdagur eina ferðina enn hjá mér. Gengur hægt, en gengur þó.

Stebbi, sendu okkur e-mail á greytonlodge@kingsley.co.za Við sækjum þig að sjálfsögðu. Jæja, áfram með smjörið, má ekki vera að þessu drolli. Love and leave you.

Sunday, August 28, 2005


Oli og Sossa Posted by Picasa

Gl Korinn med Ferdi a pianoinu Posted by Picasa

Tetta voru daudustu tonleikar EVER hja okkur a fostudaginn. 1 gestur. Djisus. Vid skemmtum okkur alla vegna vel og tad var stofnadur nyr kor. GL korinn. Allt staffid kom og song fyrir okkur, Diana, Loana Margret og Anne Posted by Picasa

Eg, bara svona svo tid gleymid ekki hvernig eg lit ut Posted by Picasa

Nicklas, Indy med okkur Boa a godri stundu Posted by Picasa

Indy (nadum tvi midur ekki neinni mynd af henni med opin augu) id godum felagskap, Gina Eg, Diana, Anne og Margret Posted by Picasa

Thursday, August 25, 2005

Sorrý hvað ég hef verið latur að blogga.

Sossa er mætt og lífið hefur bara verið svo skemmtilegt. Er reyndar búin að vera að bókast, ekki það skemmtilegasta, en þetta mjakast áfram. Okkur var boðið í Braai (Barbecue=grill) til Jenný í gær. Hún reyndar hafði steingleymt því þannig að við fórum þangað í “Jenny poo” (sterkir drykkir) og svo fórum við á Rosies að borða. Kominn tími til að við sýndum okkur á einhverju öðrum veitingastað en okkar eigin. Þetta var bara Volga, Jenný, Sossa og við. Var mjög skemmtilegt kvöld. Soldið blautt,l en skemmtilegt. Gleði var á vaktinni þannig að við gátum slappað alveg af með akstur, gesti og að loka. Frábært, held þetta sé í fyrsta sinn í marga mánuði sem við förum út og þurfum ekki að skreppa á veitingastaðinn okkar til að tékka, loka og keyra staffið heim.

Nýr kokkur er byrjaður, Rachel. Lofar góður, þroskuð kona sem gefur af sér góðan þokka og vantaði desperat að fá vinnu. Sjáum til hvernig það gengur. Við segjum eins og alkarnir, einn klukkutíma í eina, einn dag í einu og vonandi komust við á stigið að geta sagt eina viku, einn mánuð, eitt ár, heila ævi. Jæja, veit svosem ekki hvort það verður, en maður má nú láta sér dreyma.

Howard, nýji garðyrkumaðurinn er búinn að vera lasinn. Ami var reyndar búin að segja okkur að hann héldi að hann væri með berkla. TB, er alvarlegur sjúkdómur hérna og er að leggjast á ungt fólk. Veit einhver hernig hann smitast. Hann fór til æknis í gær og aftur í gær en mætir trúlega til vinnu á morgun. Heilsufarsvandamál starfsfólksins er vandamál. Margrét úr lið eftir heimilisofbeldi, Gilitrutt með vöðvabólgu, Gleði með astma og þunglyndi, Ami með nýrnavandamál, Dina með krabbamein (vill ekki meðhöndlun), Loana með bjúg og jafnvægisvandamál (innra eyra eitthvað) og Gina (nýji þjónninn að fara að gifta sig. Æji, blessuð börnin okkar.. Jæja essgunnar, má ekki vera að þessu. Love and leave you.

Ps. Gússý, viltu senda okkur e-mail addressuna þína.h

Sunday, August 21, 2005

heimilsfang

Já það var víst einhver að spyrja um e-mail addressu og þess háttar. Hér kemur það ef einhver hefur áhuga á að hafa samskipti við okkur í gegnum e-mail, sniglapóst, skipapóst, síma o.s.frv.

Greyton Lodge
46 Main street
7233 Greyton
South Africa
Sími; +27 28 254 9800
Fax: +27 28 254 9672
E-mail: greytonlodge@kingsley.co.za
Heimasíða: www.greytonlodge.com (er mjög úrelt og vonandi kemur ný í loftið innan tveggja vikna)

Komment

vegna ítrekaðra áskoranna set ég hér inn leiðbeiningar um hvernig á að setja komment. Madur klikkar bara á "comments" Það stendur yfirleitt á nýju bloggi "0 comments" og ef einhver er búinn að setja comment stendur hversu mörg. Þá opnast ný síða og þar klikkar maður á "Post a comment" Þá opnast ný síðan með ramma þar sem maður getur skrifað. Þar undir er val um hvort maður sé Blog member, eða anonoumus. Maður hakar við anannoumus, nema maður sé member. Svo þegar maður er búin að skrifa, setur maður nafnið sitt undir, svo maður viti nú frá hverjum þetta kemur, þá klikkar maður á "login and preview". Þá fer commentid inn sjálfkrafa. yfirleitt getur maður ekki séð það strax, það er einhver smá bið á að það fari í loftið. Jæja, nú er engin afsökun fyrir því að commenta ekki. Það gleður okkur ótrúlega mikið að fá komment. Manni finns maður einhvern vegin vera í smá sambandi við vini og vandamenn.

Takk fyrir kommentið Lovísa. Bæði Anne og Charlene bíða spenntar eftir pakkanu og það var mikið hlegið yfir kommentunum hans Gabríels um Oliver og Louna

Takk Jói fyrir hvað þú ert duglegur að kommenta. Já, það eru rasistafordómar hérna. "Hvíta" fólkið heldur að enginn geti eldað betur en "hvítt" fólk. Veit ekki hvað við höfum oft heyrt þetta, með að við ættum að ráða okkur hvítt starfsfólk. Við gefum nú bara skít í þetta, lókal fólk skal það vera, hvítt eða svart, konur eða karlar, hýrar eða streit. Get ekki verið meira sama, svo lengi sem það gerir vinnuna sína vel. Set inn matseðilinn við tækifæri aftur.

Og Anna Kristine, Takk fyrir uppskriftina af glögginu. Setjum þetta kannsi á vínlistann, hahaha. erum annars með aðra betri uppskrift frá þér á borðinu af þínum fræga kjúklingarétti. er að vonast til að fá hann í kvöld.

Jæja, essgunnar, má ekki vera að þessu. Þarf að fara að brosa framan í gestina og spyrja hvernig þeir hafi sofið........

Saturday, August 20, 2005

er bara ég....

Þetta er búinn að vera góður dagur í dag. Vöknuðum snemma (missnemma náttúrlega, vegna þessa að Bói sækir staffið yfirleitt á morgnanna), fórum á markaðinn að versla. Þurftum osta og blóm. Því miður voru öll blómin búin, eru það svosem alltaf 5 yfir tíu, markaðurinn opnar 10. það er aldrei neitt til í þessum bæ. Svona er það bara.

Fórum svo að vinna smá og svo til Jenny. Kenndum henni og vinkonu hennar að spila gúrku. Tókum nokkra slagi. Var virkilega gaman. Gott að Jenný sé búin að læra Gúrku áður en Kristalettan kemur.

Við erum víst búin að fá viðurnefni í bænum. Bói er ekkert of ánægður með það en mér finnst þaðbara fínt. Erum kallaði “Snjódrottningarnar”. Er það ekki smart? Honum var sagt af Garðyrkjukonunni, henni Wendy að þetta þýddi að bærinn væri búin að taka okkur sem einum af Greytonians, sem er víst mjög gott merki.

Það er mikið slúðrað í þessum bæ. Eitt slúðrið er að við þurfum að komast út af hótelinu okkar. Það veit víst allur bærinn. Ég alla vegna fór á markaðinn í fyrsta sinn í 2-3 mánuði og það var eftir því tekið. Þoli ekki þennan helv... markað. Maður þarf að brosa til allra og vera næs og spjalla og og og. Á ekki alveg við mig. Jæja, en maður lætur sig hafa það. Fáum kannsi einhver viðskipti til baka frá þeim sem við versluðum við. Virkar víst að hluta til þannig, að þeir sem maður nennir að tjatta við og versla, þeir versla við okkur. Eru víst stuðningsaðilar. Djísus, getur þetta lið ekki bara verslað þar sem það vill versla í stað þess að styðja einhverja. Hvað eru margir sem styðja Bónus, og versla þess vegna þar, eða Hagkaup eða Baug. Hverslags er þetta allt saman?

Debet og kredit, hvað veit ég. Er bara búin með debit. Og það er ekki það sama og við vorum búnir að reikna út. Líklega er heildarsumman svipuð en það er mikill munur á milli mánuða. Gleði verður í því næstu viku að finna út hvers vegna. Á meðan verð ég í kreditinum. Anna Kristine, á hann að vera lágur eða hár? Bókhald er ekki alveg mín sterkasta hlið. Getur þú ekki bara komið og gert það sama og þú gerðir fyrir Eimskip. Heitir það annars Eimskip lengur? Er ekki viss, það er allt að breytast.

Komu hérna tvær drottningar áðan, frekar miklar DROTTNINGAR og eiginlega þolum við þær ekki. Önnur á veitingastað hérna (er “silent partner”) Önnur á afmæli á morgun og verður “32” Djísus, ekki 29 spurði ég. Hún sagðist þá vera á svipuðum aldri og ég. 47???. Já En ég er 94 ( búin að vera heila ævi hérna) Þú ert aldrei eldri en þér líður. Jæja, góurinn, getur verið að ég líti út fyrir að vera 19 og sé 94, en mér liður eins og Million dollars. Hvernig líður annars 94 ára manni? Sem lítur út eins og 19.

Segi bara svona. Fannst gott að vera með smá drottningastæla, hef ekki oft tækifæri til þess þess hérna, fyrir utan þegar maður hittir einstaka týska kellingu frá ferðamálaráði sem koma og bögga mann. Getur verið stundum erfitt að búa á hóteli og þurfa að brosa sínu breiðasta á morgnanna og spyrja hvernig fólk hafi sofið. Best að vera bara maður sjálfur, alltaf, ekki satt? Gef alla vegna skít í hvað fólki finnst. Snjódrottning eða ekki, ég er bara ég og finnst það alls ekki slæmt slæmt!!! Eiginlega bara frábært............

Friday, August 19, 2005

Týsk besservisser

Vorum með starfsfólk ferðamálaráðs (tourist info) í dinner í gær í okkar boði okkar. Þetta var hræðlegt kvöld. Gleði kom og sat með okkur. Fengum okkur dykk fyrst og svo forrétt, fórum svo að skoða herbergin. Ein kéllingin sem er nýbyrjuð á ferðamálaráði (eða byrjar réttara sagt á morgun) var að drepa mig allt kvöldið. Ég var nú reynar búin að undirbúa mig og klæða mig í Össurar Business fötin mín og tilbúin á hvað sem er, meira að segja vera bara flaskur og brosa, en þessi kélling setti út á allt og ráðlagði okkur um hina og þessa hluti í herbergjunum þegar við skoðuðum þau. Lýsinguna utan dyra og til að toppa það byrjaði hún að tala um hvað við þyrftum að fá “HVÍTAN” KOKK. Djísus, hún hafði ekki heyrt neitt af þvi sem við höfðum verið að segja. Við viljum hafa loka kokka sem eru hérna ALLTAF, ekki bara í nokkra mánuði svo maður verði einhver tískubóla sem gufar upp alltof fljótt. Ég var næstum búin að bíta hausinn af henni. Týsk kélling, Besservisser og bara verið í Greyton álíka lengi og við. Sem betur fer stoppaði Bói mig. Gleði var að drepast við borðið þegar hún byrjaði að monta sig með Africans kunnáttunni sinni og sagði við hana, Fyrirgefði, svona segir þú ekki þegar við erum að snæða. Hlev kelling. Jæja nóg um það.

Dagurinn er búinn að vera nokkuð normal annars. Ég í bókhaldinu, og Bói fór til Caledon að kaupa grænmeit og ná í pening fyrir laununum. Svo voru tónleikarnir áðan. Mjög góðir og fjölbreyttir. Get ekki talið hvað það voru margir lókal listamenn sem tróðu upp. Þetta voru alla vegna mjög góðir tónleikar. Sat reyndar fyrir utan með Volga að hlusta. Höfðum það huggulegt og nutum.

Búið að vera mikið að gera. Eldhúsið var á kantinum að klikka, en allt gekk nú vel upp þegar ég og Bói steppuðum inn og aðstoðuðum. Held það sé ekkert að grinnast á bókhaldinum, en þetta bara heldur áfram á sniglahraða. Einhvern tíma tekur þetta enda. Get ekki alveg gert eins og þú, Anna Kristine, sem sást um bókhaldið hjá Eimskip og komst þeim í múlti gróða. Gengur víst ekki herna, þurfum að vera í tapi svo að skattmenn taki ekki allt af okkur.Það er víst nýjasta tíska í dag, að vera í tapi það er að segja. Jæja, essgunnar, heyrumst seinna.

VILLI að fara yfirummm....

Jæja er ekki búinn að lesa bloggið

Bói mátti víst ekki vera að því að blogga meir. Segji því Love and leave you.

Wednesday, August 17, 2005

Kjötbollur, snjór og ungabarn

Her er maður búin að vera á fullu í bókhaldinu og lítill tími fyrir neitt annað. Kokkaði reyndar eitt kvöld, en ekki svo sem mikið að gera annars. Bókhaldið er ekki það skemmtilegasta verð ég að segja, en þetta mjakast áfram.

Allt hefur nú gengið sinn vanagang hérna og lítið um uppákomur. Það snjóaði í fjöllin í gær eða var það í fyrradag......Var mjög hlýtt í gær en skítakuldi og rigning í dag. Indý og Nicklas voru hérna í tvo daga. Mjög skemmtilegt fólk og gaf okkur mikla nærinugu. Þau héldu svo af stað í gærmorgun til Hermanus og Stellenboch. Indy er bara í eina viku i SA, en Nicklas fer til Johannesarborgar á ráðstefnu að vinna.

Svo er innrásin að byrja hjá víkingunum. Sossa að koma 23 þessa mánaðar, Kristján að koma 4 september og Stebbi bróðir 7 September. Hlökkum mikið til. Vonandi verður bókhaldið búið áður en þau koma svo maður hafi nú einhvern tíma með þeim.

Já, stærstu fréttirnar í dag eru þær að Gulltönn eignaðist lítinn dreng í dag um þrjú leitið. Gaman að allt gekk vel og að hún hafði fyrir því að láta okkur vita. Karen kokkur var nú ekki neitt að hafa fyrir því að láta okkur vita, en hún eignaðsit dreng fyrir ca mánuði síðan.

Pantaði mér kjötbollur í kvöldmat. Týpískar íslenskar (Danskar) kjötbollur skv. uppskrift tengdó. Þegar ég setti gaffalinn í þær hrundu þær í sundur og urðu að kássu. Veit ekki alveg hvað gerðist en ég fór inn í eldhús með þetta. Bæði Loana og Diana eru að vinna og ég sýndi þeim þetta. Þær voru báðar hálf kindalegar. Jæja ég fékk kjötbollur 20 mínútum seinna sem voru bara í góðu lagi. Þegar ég kom svo með diskinn inn í eldhús þá voru þær eitt spurningarmerki og vildu vita hvort þetta hefði verið í lagi. Sem það var. Svo byrjaði Loana að tala um að fyrri skamturinn hefði ekki verið gerður rétt, það hefði verið notað brauð í farsið (sem á ekki að vera skv. tengdó). Ég sagði já, en hver gerði þetta. Það eru bara tveir kokkar að vinna hjá okkur núna og þær eru báðar á vakt núna. Önnur þeirra gerði þessar bollur og hún heitir annað hvort Loana eða Diana. Finnið bara útúr því sjálfar. Finnst þið hafa reddað þessu fljótt og fegin að ég fékk þetta en ekki gestur hjá okkur. Held ég fari að panta svona óvænta rétti bara til að tékka á því að allt sé gert rétt.

Setti heimasíðuna í gang í dag með graphískum hönnuði. Vonandi geta þau unnið soldið hratt til þess að koma þessu í loftið. Hún er svo innilega úrelt heimasíðan okkar. Það er vonlaust að sýna meira að segja bæklingana okkar gömlu, það er ekkert eins og þegar við tókum við. Staðurinn þekkist hreinlega ekki.

Jæja, essgunar, lífið er nú annars bara gott þessa dagana hérna og sem betur fer lítið af óvæntum uppákomum. Er á meðan er. 7-9-13 og bank bank undir borð. Love and leave you.

Saturday, August 13, 2005

Sorry essgunar

Búin að vera alltof upptekinn til ad blogga. Bókahaldshelkkirnir eru komir á og nú að loksins að drífa í að gera allt. Ekki auðvelt, þarf að slá inn alla reikninga og öll útgjöld síðan í Október. Mikið vatn hefur nú runið til sjávar síðan þá og margir af reikningunum orðnir ósýnilegir. Jæja, ætla ekki að kvart svosem mikið meir yfir því, þó ég hafi alls ekki gaman af því og skrifstofan er ísköld, og blessaða dádýrið (uppstoppaður haus) starir á allan tíman og spyr; hvernig lennti ég hérna. Ég spyr nú svosem sömu spurninga.

Jæja, nýjir leikarar í Greyton Lodge sápuóperunni. Howard er byrjaður sem garðyrkjumaður. Veit ekki hvort hann endist. Margrét í elshúsinu spurði mig um daginn hvernig mér litist á hann. Sagðist ekki vita mikið um hvernig hann væri enda væri ég lokaður inn á skifstofu með dádýrinu. Hún sagði þá að það væri ekki nóg að hafa flottann rass ef manni væri skítsama um vinnuna og vildi bara djamma. Vinnan kemur fyrst. Hún er nú líklega af öllu okkar starfsfólki sú allra duglegasta og skemmtilegsta líka.

Margrét í hreingerningunum er búin að vera frá vinnu i nokkrar vikur. Maðurinn hennar kyppti olnboganum úr lið á henni, það er víst heimilisofbeldi þar og hún verður í burtu í nokkrar vikur á meðan. Gilitrutt er alls ekki að standa sig. Rita systir hennar er búin að vera með henni og var reyndar í staðin fyrir hana þegar hún var í sumarfríi. Rita stóð sig mjög vel og var önnum kafin við strauborðið allan daginn. Núna þegar Gilitrutt systir er mætt, höfum við staðið hana trekk í trekk að því að vera í pásu fyrir utan herbergin að reykja. Já þetta er bara svona. Gina (Virginia) er að standa sig mjög vel og fékk eitt af hæsta þjórfénu sem hefur fengist hérna af einu borði 333 rand, sem var næstum 40% af reikningum. Þetta er mjög óvanalegt. Ef eitthvad þjórfé er gefið þá er það kannski 5 % og þykir bara fínt.

Staffið er mjög duglegt að spyrjast fyrir um vini okkar og fjölskyldu sem hafa verið hérna hjá okkur. Þótti vænt um kveðjurnar frá Hófý, Lovísu og Hrefnu. Eru alltaf að spyrja hvenær Lovísa og Reyndar Hófý líka komi. Er ekki viss um að þeim hlakki til að fá Kristalettuna. Gætum verið búnir að hræða þjónana með því að hann ætli að kenna þeim alvöru þjonustu. Þær segja nú samt að þeim hlakki til, en hvað veit ég?

Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur þessa helgi. Appletiser er búinn að vera með ráðstefnu sem endaði í gær. Guði sé lof fyrir allar þessar ráðstefnur sem ég hef farið á. Veit nákvæmlega hvernig fólk vill hafa það á ráðstefnum. Svo er þetta annasöm helgi hjá okkur í bókunum. Indy (skólasystir Bóa úr Hólminum) er að koma á morgun með manninum sínum. Svo kemur Sossa 23 ágúst og Kristalettan 4 Sept. Hlökkum mikið til að hitta venjulegt fólk, sem við getum spallað við um heima og geima.

Vorum með vínsmökkun um daginn heima og buðum Marise og Neil og Volga. Höfðum 12 flöskur að smakka. Þetta var nú ekki bara dykkja, Þetta var vinna. Maður þarf jú að þekkja vínin sem maður er að bjóða gestum hérna. Já ég meina það. Hef þurft að fara á borð eftir borð að útskýra hvernig vínin eru (takk, Kristján fyrir allan fróðleikin um vín) og hjálpa þeim að velja.

Takk Anna Kristine fyrir að senda okkur ræðuna um Venus. Snerti okkur mikið og þótti vænt um að þú skildir senda hana. Gvöð, verð víst að hlaupa í eldhúsið, það er allt á haus.

Tuesday, August 09, 2005


Gabriel lagdi sig i veislunni Posted by Picasa

Gabriel med afa Gumma Posted by Picasa

Brian, Boi og Volga Posted by Picasa

Gabriel undi ser vel a bokasafninu okkar. Posted by Picasa

Gabriel fekk pakka med allskonar doti til ad leika ser med i fluginu a leidinni heim. Posted by Picasa

Eru tau ekki saet? Posted by Picasa

Gabriel, eg og Lovisa i veislu hja Marise og Neil Posted by Picasa

Lovisa og Gabriel a Table mountain med Cape Town i bakgrunni Posted by Picasa

Gabriel med Simba a Waterfront i hadegismat Posted by Picasa

Lovisa og Gabriel a markadnum i Cape Town Posted by Picasa

Lovisa og Gabriel a Drie Fontain i hadegismat Posted by Picasa

Monday, August 08, 2005

Jæja esskurnar

Í dag er búið að vera gott að gera.. Samantha var eini þjónninni í vakt og stóð sig með prýði. Fékk sma angistarkast í gær í hádeginu. Diana kom og sagði mér að hún hefði fengið símhringingu að heiman. Maðuirinn hennar sem er 75+ hafði fengið eitthvað slag eða aðsvif eða hvað veit ég. Ég alla vegna spurði hana hvort allir réttirnir væru farnir út. Bara til að athuga hvort ég þyrfti að fara elda og Bói að keyra hana heim. Allt farið út þannig að ég keyrði hana heim. Hún er á okkar aldri og á svona gamlan mann. Dáist að henni fyrir hugrekkið. Sagði henni að hringja ef hún þyrfti peninga eða einhverja aðstoð. Hún hringdi aldrei. Ég baktryggði mig með Louna fyrir ráðstefnuna sem var að klára á dag. Hefði getað eldað allt oní liðið, en þurfti þess sem betur fer ekki, vegna þess að Diana mætti í morgun. Maðurinn henna vill frekar deyja heima ef hænn er að fara að deya á annað borð. Hún fékk alla vegna hjúkku heim sem sagði að hann ætti að fara á spítala, en það kom víst ekki til greina. Hann er alla vegna lifandi ennþá og Díana frekar róleg yfir þessu öllu saman.

Herbergin voru ekki í nægilega góðu ástandi í gær. Gilitrutt er ekki alveg að standa sig eftir fríið sitt. Bói kom að henni sofandi í þvottahúsinu í dag. Hrjótandi í vinnunni. Á launum. Sveiattann. Vantaði handklæði i nokkur herbergi og ekki nógu vel þrifið. Því miður virkar ryksugan ekki lengur vegna þess að þær sprengju pokann. Tæmdu hann ekki nógu oft. Svona er nú lífið hjá okkur OFTAST. Bói náði líka Ritu (systur Giltruttar) fyrir utan alla vegna tvö herbergi að reykja. Djísus, hún sem stóð sig svo vel meðan gilitrutt var í fríi. Æji þetta endar aldrei.

Alla vegna ætla ég að þakka ástkæru systur minni, Kristjáni á Jommunni og Palla bróður fyrir allar myndirnar af Gay Pride. Mikið var gaman að sjá þær. Fannst ég næstum vera með. Var meira að segja að spá í gær að hringja í Jommunna (eftir einn eða tvo jagermeister) bara svona til að heyra hvaða homsur hefðu verið á bömmer, með hverjum og hvernig það hefði allt “æxlast”. Lét það ekki eftir mér. Hefði trúlega verið of erfitt að finna númerið. Veit að það tók mig heila eilífð að finna fax númerið hennar Hrefnu á A Smith þvottahúsi sem sendi okkur fax í dag. Takk eskkannnn. Netið er svo svo svvvvoooooooooo hræðilega hægt hérna. Jæja esskurnar, það er farið að rigna hérna og mig langar inn. Klukkan er að ganga ellefu og það eru ennþá gestir í dinner hjá okkur. Love and leave u!

Bóa blogg líka ;

Já svona er þetta hér...heyrði reyndar óvart tal tveggja borðatal í kvöld. Átsæders, eins og það er orðað hér ef matargestirnir gista ekki hjá okkur. Tvenn hjón á sitt hvoru borðinu . Bó lennti í kúnnakjaftæði eina ferðina enn. Læt mér leiðast einum hérna úti. Nenni þessu ekki. Best að setja þetta á netið.

Friday, August 05, 2005

Hæ esskunnar

Enn einn dýrðardagurinn i Greyton, sólin skín og það lítur út fyrir að verða heitur dagur. Erum fulluir bjartsýni með staffið okkar núna. Finnst við hafa verið að gera góða hluti með stöðuhækkunum og ein þessi persónulegu viðtöl sem Bói hefur verið að eiga við staffið eitt og eitt. Útskýrt fyrir þeim hvað við erum að fara í gegnum. Það hefur ýmislegt komið í ljós sem varpar ljósi á hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Í fyrsta lagi er eðlislæg andúð á hvítu fólki, sem við höfum fundið frá sumu starfsfólki, án þess samt að það sé augljóst eða sýnilegt. Það hefur bara verið eitthvað sem maður hefur ekki getað fest hönd á. Hilca-Ann sagði það og það er kannski fyrst of fremst hún sem við höfum fundið fyrir að hún fíli okkur ekki. Höfum svo sem verið sama um það vegna þess að hún vinnur vinnuna sína vel og er aldrei til vandræða. Svo hefur hún líka verið hrædd við okkur vegna þess að við drekkum áfengi. (þá sjaldan maður lyftir glasi).

Bói útskýrði fyrir henni í fyrsta lagi að við bærum ekki ábyrgð á því hvað hvíta fólkið í SA hefði gert gagnvart lituðum og svörtum. Við værum íslenskir sem þýddi að við kæmum frá menningu þar sem allir væru jafnir. Ísland hefi líka verið eitt af fyrstu löndunum til að hjálpa lituðum og svörtum í SA með viðskiptabanni þegar aðskilnaðarstefnan var. Svo ættum við svartan tengdason frá Nígeríu og litað barnabarn, þannig að við værum nú alls ekki með neina fordóma gagnvart litarhætti og okkur væri nú bara alveg sama hvað lit fólk hefði á húðinni, tækum eiginlega ekki eftir því. Svo þetta með drykkjuna, þá spurði Bói hvort hún hefði einhvern tíma séð einhverja karakterbreytingu á okkur þegar við fengjum okkur í glas. Nei, ekki gat hún sagt það. Málið er að við drekkum ekki til að verða fullir og hvað hún hefði reynt eða lennt í í sínu uppeldi að sjá fólk verða ölvað, ofbeldisfullt og þess háttar ætti alls ekki við okkur. Það var eins og það opnaðist ljós hjá henni. Hún virtis fatta allt í einu hvernig fólk við værum. Hún hefur verið allt önnur í framkomu við okkur síðan, meira að segja vingjarnleg og beðið um aðstoð þegar þurft hefur. Það gerði hún aldrei áður, og eiginlega enginn heldur. Maður þurfti alltaf að fylgjast með og hoppa inn til að fyrirbyggja mistökin áður en þau gerðust. Vonandi er það breytt núna.

Bói hefur átt svipuð samtöl við flest starfsfólkið og það virðist vera að skila sér, sem betur fer. Ekki til frambúðar, því get ég lofað, en alla vegna í einhvern tíma. Bói er búinn að eyða miklum tíma í Ami, viðgerðarmanninn, sem hefur valdið okkur vonbrigðum trekk í trekk. Ætla ekki að lista það allt upp, en hann átti mjög alvarlegt samtal við hann í fyrradag með Joy. Hann varð svo reiður kallinn að hann kom ekki upp orði. Sagðist samt skilja okkar viðbrögð. Bói talaði aftur við hann í gær og þá náðu þeir betur saman, en gátu því miður ekki klárað samtalið vegna truflana. Ég er nú samt með miklar áhyggjur af honum, vegna þess að lásinn á skrifstofuna mína bilaði í gær og Ami þurfti að taka eina rúðu úr hurðinn til að komast inn og skipta unm lás. Í morgun þegar ég fór inn á skrifstofuna tók ég eftir því að það var ekki búið að setja rúðuna í aftur. Djísus, erum með allt vínið þarna, tölvuna, peninga og ég veit ekki hvað. Þvílíkt ábyrgðarleysi. Ég spjallaði við hann og hann sagðist hafa haft miklar áhyggjur af þessu. Ég sagði honum að það væri ekki nóg. Hann yrði að láta okkur vita ef hann gæti ekki klárað svona verkefni vegna þess að það er fullt af verðmætum þarna og við hefðum gert aðrar ráðstafanir ef við hefðum vitað af þessu. Hann bara baðst afsökunar og engar skýringar. Ég læt Bóa um að ræða betur við hann, hann sér núna um öll starfsmanna mál. Ég tók þetta of mikið inn á mig og varð í uppnámi þegar svona hlutir komu uppá, þannig að við ákváðum að hann myndi sjá um þessi mál í einhvern tíma.

Erum búnir að setja upp töflu inní eldhúsi með skilaboðum til starfsfólks um verkefni sem þarf að gera. Vonandi hjálpar það, vegna þess að maður gleymir þessum hlutum þegar það er mikið að gera og svo kemur alltaf eitthvað nýtt upp á. Erum t.d. oft búnir að biðja um að hurðin upp á loft verði löguð þannig að það sé hægt alla vegna að loka henni. Hún er búin að vera opin upp á gátt í marga mánuði eða kannski bara síðan við tókum við. Núna erum við komnir með öll afgangs húsgögnin þangað og það er slatti og talsverð verðmæti í þeim. Það er alla vegna komið á töfluna núna og ég ítrekaði það líka við Ami, þannig að vonandi verður það lagað.

Í dag er skrifstofudagur hjá mér. Fullt af verkefnum sem hafa verið á hakanum og maður hefur ekki komist í vegna annarra verkefna, eins og t.d. veikur kokkur og þá þarf maður að kokka, enginn garðyrkjumaður og þá þarf maður að vinna í garðinum (ég hef svosem ekki gert það, en Bói er búin að vera duglegur í garðinum), og svona getur maður talið lengi. Hlakka ekki til enda skítakuldi á skrifstofunni. Maður þarf að fara reglulega útí sólina til þess að krókna ekki. Svo eru tónleikar seinni partinn í dag eins og alla föstudaga, þannig að það verður nóg að gera. Never a dull moment!

Ps. Lovísa er búin að setja myndirnar sem hún tók þegar hún var hérna inn á heimasíðuna hans Gabríels. Endilega kíkjið á http://barnaland.is/barn/20691 Frábærar myndir (Lovísa, millistykkið þitt fannst. Kahlena hafði set það inn í litlu geymsluna í Húsinu, ekki spyrja mig hvers vegna. ég sendi það til þín)

Thursday, August 04, 2005

nýjir leikarar i sápunni

Hæ, það hefur fullt verið að gerast í starfsmanna málunum. Í fyrsta lagi er Oliver hættur, Veit að Gabríel verður ekki ánægður með það þegar hann kemur næst í heimsókn, vegna þess að hann var eins og skugginn hans Olivers. Það kemur nýr í viðtal í dag, sjáum til hvernig það fer.

Gulltönn er farin í barnseignarfrí og Smjörlíki hætt, þannig að það hefur verið soldið erfitt að manna þjóna vaktirnar. Fyrst kom Samantha sem hefur enga reynslu, ákv´´aðum að gefa henni séns. Hún þjonaði okkur fyrsta kvöldið. Bói pantaði steikta Ýsu (Pan-fried Hake), hún fór með pöntunina inn í eldhús og á henni stóð spælt egg (pan fried egg). Æji, greyjið, það var mikið hlegið af þessu. Hún á nú samt ekki eftir að endast lengi, er alltof hæg. Meira að segja Margrét í eldhúsinu hefur hótaði henni að sparka henni útúr eldhúsinu ef hún getur ekki unnið hraðar.

Svo komu tvær aðrar í viðtal sem vinna á Post House (samkeppnisaðili okkar sem er að fækka starfsfólki) Okkur leist vel á aðra og hún byrjaði í gær. Virgina, okkur líst bara nokkuð vel á hana, hún hefur reynslu og er ekkert að dóla. Höfum hina til vara.

Svo kom kokkurinn af Post House í viðtal. Gaf af sér ágætan þokka, en mér fannst hann full ungur (rétt rúmlega 20) og svo bað hann um alltof há laun. Svo kom Jack í viðtal, sem er frændi hennar Margrétar í eldhúsinu. Hann er 48 ára og hefur reynslu, reyndar ekki á svona fínum stað eins og okkar. Hann talar reyndar alltof mikið og erfitt að komast að. Við ákváðum að gefa honum séns. Gleði ætlar samt að vara hann við fyrst að tala ekki svona mikið. Getur verið erfitt ef maður kemst ekki að til að tala við hann um matinn. Sjáum til hvernig það fer.

Set inn myndir ef þetta lið endist eitthvað með okkur. Ekki fyrr!

Takk fyrir allar fréttirnar að heiman, Anna Kristine og góða skemmtun á gay Pride. Við höfum verið að ræða það hérna við nokkra aðila að halda kannski Gay Pride hérna. Það held ég að allt yrði nú vitlaust hérna í þessum fordóma fulla bæ. Hér eru sko fordómar sem rista djúpt og að sjálfsögðu sár ennþá frá aðskilnaðarstefnunni.

Gott að heyra Lovísa mín að lífið er komið í sinn vanagang aftur. Vona að hamborgararnir hafi ekki orðið of klesstir. Endilega flýttu þér að koma aftur, söknum þín mikið.

Wednesday, August 03, 2005

LONG TIME NO SEEN ...OR WRITTEN

Jæja elsku allir, vonandi allir komnir heim aftur með skuldahalana (tjaldvagnana) heila og haldna eftir Verzlósukkið. Það hefur verið heldur dauft hér eftir að Lovísa og Gabríel fóru. DAUFT í merkingunni “söknuður”. Annað heldur okkur alveg við efnið. Endalausar krísur með staffinu. Kominn tími á ALMENNILEGT HÓPEFLI---- með þeim sem eru enn að vinna hér. Nýjustu fréttir, Gulltönn (Charleen) er farin í barnsburðarfrí reyndar bara mánaðarlangt ( hún hefur ekki efni á lengra fríi greyið). Óliver síðasti “garðyrkjumaðurinn” okkar er hættur. Mætti ekki í vinnu á laugardag án leyfis. Er búinn að standa sig sérlega illa í garðinum og var á 1 mánaðar aukasjéns og átti að færa í viðhaldsdeildina til að tryggja honum eitthvað að gera... hringdi í hann á laugardag og sagði honum að mæta ef hann hefði einhvern áhuga á framtíð hér. Honum datt til hugar að mæta í gærmorgun. Ég sat úti og hann mætti brosandi eins og allt væri í þessu fína. Ég bað hann um að kíkja á vaktaplanið fyrir vikuna og athuga hvort eitthvað væri breytt (var búinn að stroka hann út af vaktaplaninu). Hann kom til baka og sagði “Bói , I´m fine with this”. Ég sagði honum þa að ég væri ekki að reka hann, heldur vildi ég að hann kæmi daginn eftir á fund kl 12.00 með niðurskrifaðar 3 GÓÐAR ástæður fyrir því að ég ætti að halda honum. Hann mætti að sjálfsögðu ekki !!! Thank Lord.

Joy fékk símtal í dag sem henni líkaði ekki frá fyrrverandi dutymanager “Mariusi” sem hætti fyrir 10 mánuðum síðan að eigin vilja (og hótaði mér lífláti út af Karenu kokki). Hann sagði henni að hann hefði heyrt um samsæri hjá henni Gulltönn og Amie um að við Villi myndum gera honum lífið svo erfitt að hann hætti. Hún var mjög reið (skiljanlega, því þetta er algjör þvæla). Hann hafði htrúlega heyrt um stöðuhækkun hennar (hún er orðin General manager) og svona er nú öfundsýkin. En frá dægurþrasi í huggulegri hluti.

Fékk nýtt bréf frá Báru múttu í dag með mynd af nýjasta íslendingnum í Brúarásinum. Til hamingju Jórunn og Helgi !!! – og þið öll í familíinu. Hló og hló, ég hef aldrei áður upplifað jafn fyndin bréf og frá Báru múttu. Hún skrifar eins og hún talar. Skuldahala nafnið á tjaldvagnana og kerrurnar er frá henni komið og því stolið hjá mér. Anna Kristíne hefur verið mjög duglega að skrifa okkur og við heyrðum frá henni að Venus hefði framið sjálfsvíg, mjög sorglegt, var alltaf svo stoltur af honum bæði útlitinu og uppruna og hugsaði að hann væri framtíðin á Íslandi eins og litli Gabíel okkar. Mamma Addúar var að deyja og verður jörðuð þann 4. Hugur okkar er með henni , Matta og fjölskyldunni.

Blómafréttir ; jasmínan er núna öll í blóma OG því líkur ilmur. Kemur mér á óvart hversu vel öll blómin endast í afskurði. Er enn með próteur í vasa sem ég týndi fyrir 4 vikum síðan. Kamelíurnar eru í blóma í öllum litabrigðum og möndlutréið gamla er bleikt ásýndar. Plómutréin eru komin með fyrstu blómin en eiga eftir að gera sig betur.Vefarafuglarnir eru á hreiðrum og sólin orðin dálítið MIKIÐ æst aftur. Jæja er að fara að keyra staffið heim. Kominn lokunartími...enginn gestur, svo lov end líf jú oll. Kveðjur úr svörtustu.