Saturday, July 30, 2005

tár og kvíði

Sit úti hérna í sólinni sem er mjög heit og varla hægt að sjá á kjöltutölvuna. Staðurinn er fullur af fólki. Karlarnir að horfa á rugby í sjónvarpinu og kellurnar í sólinni að þamba te. Gærdagurinn var ekki aðuveldur. Fékk SMS frá Lovísu um fjöguleitið. “Var verið að tæma lestarstöðina sem ég var á” Guð hvað ég varð hræddur. Sendi SMS um hæl. “Hvar ertu? Geturðu ekki komið þér út á Stanstead flugvöll?” Hún hringid skömmu seinna. Og allt var í lagi. Hún hafði farið í rútu frá Liverpool station á einhverja aðra lestrarstöð og það til Stanstead. Leið aðeins betur vitandi það. Svo kom SMS frá henni að það væri verið að tæma Stanstead flugvöll, Hún var úti. Hringid strax og þá var verið að hleypa inn aftur. Eins og ástandið hefur verið í London var ekki gott að vita af þeim að fara þar í gegn og þurfa að fara á milli Heathrow og Stanstead. Og eyða þar að auki heilum degi í London. Við vorum báðir að drepast úr áhyggjum. Get ekki ímyndað mér hvernig Lovísu leið. Allt gekk víst vel og Lovisa og Gabríel eru komin heim á landið Bláa. Guði sé lof! Hef sjaldan haft eins miklar áhyggjur.

Það er hópur hjá okkur núna að halda upp á eitthvað.
Veit ekki hvað, drekka alla vegna vel. Munur en þessi Klikk ráðstefna sem við vorum með. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá okkur að ég hef alveg gleymt að kynna nýja leikara í sápuóperunni : Greyton Lodge” Geri það seinna. Tekur því reyndar ekki að kynna annan, vegna þess að hún er hætt. Eða réttara sagt, við komum ekki til með að setja hana á vaktarplanið aftur. Of hæg! Hér gengur klukkan mun hraðar en í raunverulega lífinu, enda segjum við oft að við höfum lifað heila ævi síðan við komum, þannig að þá er ég 94 ára! Still going strong!

Thursday, July 28, 2005

Táradalur og Venusarhrap

Sit hérna einn úti og sakna mannsins míns, dóttur minnar og barnabarns. Bói fór í dag með Lovísu og Gabríel til Cape Town og svo á flugvöllin extra snemma. South Africans Airways er í verkfalli þannig að allur er varinn góður. Þau voru á flugvellinum um fjöguleitið þegar ég hringdi í Bóa. Flugið er ekki fyrr en um átta, þannig að þau geta þurft að bíða lengi. Vona samt að Bói sé ekki að keyra í myrkrinu, bæði er hann náttblindur og svo er hann ekkert mjög öruggur að keyra hérna. Ég hef víst látið hann sleppa allt of vel við að keyra.

Fékk bréf frá vinkonu okkar, henni Önnu Kristine áðan sem snerti mig mikið. Mátti nú eiginlega varla bæta á táradalinn sem er í gangi hjá mér eftir að hafa kvatt Lovísu og Gabríel. Venus (Örn Washington) er látinn. Hafði víst gengið í gegnum erfiða tíma og átt erfiða ævi. Aldrei veit maður neitt um fólk sem alltaf virðist vera glatt og í góðu lagi. Anna talaði um kynþáttarasismann á Íslandi. Fordómar eru nú ekki bara á Íslandinu góða. Þeir eru alls staðar og ekki síst hérna. Sjáið bara hvað aðskilnaðarstefnan gerði hérna. Og ekki er nú allt búið eins og þið hafið tekið eftir sem lesið bloggið hjá okkur. Hér tíðkast almennur dónaskapur í farð litaðra (barnabarnið mitt flokkast undir það) og þau eru mjög kúguð enn að mörgu leiti, þó það sé að sjálfsögðu erfitt að alhæfa. Maður hefur nú samt tekið eftir undirlægjuháttinum hjá mörgum lituðum sem vinna (eða hafa unnið hjá okkur) þau beigja höfuðið og taka nánast hvaða skít sem hent er í þau þegandi.

Ísland er land tækifaranna og land jafnræðis. Það er alla vegna það sem við höfum verið að kenna okkar starfsfólki. Allir eru jafnir, sama hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út og hvaða lit þeir hafa. Held að Gunnar í Krossinum ætti að vita það. Við eru jú öll fædd eins ber og allslaus og það er hann líka. Blessi minningu fallegs drengs. Sendum fjölskyldu hans og vinum okkar samúðarkveðjur um leið og ég geri orð Önnu Kristine að okkar. “Sál þin er björt, falleg og hrein” sama hvernig þú lítur út eða hver þú ert. Sérstakar samúðarkveðjur til Önnu Kristine og Lizellu.

Nei bara að djóka

Takk samt fyrir kommentin elsku besta systir, Hafdís, Anna Kristine og Jói. Hér hef maður bara ekki haft neinn tíma fyrir bloggið, enda er Lovísa og Gabríel hérna og ég er búin að vera að fara með þau í ferðir, til Barrydale, Swellendam, Hermanus, Somerset West, Stellenboch, Cape Town og fleira. Set inn myndir seinna. Svo er búin að vera ráðstefna hérna alla vikuna. Klikk lið enda kemur það frá fyrirtæki sem heitir Clicks. Við köllum það klikk, enda er þetta Halaal og no beef and no pork og svo drekkur það varla dropa á barnum, varla að þau fái sér vatn eða te. Hverslags lið er þetta eiginlega segi ég nú bara. Ekki gott fyrir businessinn. Svo eru búin að vera kokka vandamál. Systir hennar Louna dó og hún þurfti að fara til Cape town í flýti til að vera með fjölskyldunni. Þannig að þá er bara einn kokkur (sem er reyndar bakari í þjálfun) Bói er búin að vera að elda og Joy líka. Svo þurftum við að fá muslima til að elda fyrir Halaal liðið, þannig að þetta hefur nú ekki verið einfalt. Þetta hefur nú allt saman gengið mjög vel samt.

Í gær áttum við brúðkaupsafmæli. Búin að vera giftir í 6 ár. Farið í gegnum súrt og aðallega sætt. Hver hefði trúað því fyrir 7 árum þegar við kynntumst fyrst að við ættum eftir að giftast og enda í Suður Afríku sem blankir hótel eigendur sem eiga ekki bót fyrir rassinn á sér. Ég hefði alla vegna sagt að það væri útilokað. Erum nú samt mjög hamingjusamir og ástin blómstrar hjá okkur. Fórum til Marise og Neil í dinner í gærkvöldi. Þetta var svona einskonar kveðjuhóf fyrir Lovísu sem er að fara í dag. Áttum góða kvöldstund með þeim ásamt Jenny, Brian og Volga. Bói var því miður ekki með okkur nema rétt í byrjun. Þá var hringt frá hótelinu og sagt að þau væru tilbúin til að loka. Bói kvaddi staffið og ætlaði að fara að loka, þegar hann uppgötvaði að ráðstefnu gestirnir voru upp í bókasafninu að glápa á sjónvarp, þannig að hann komst ekki spönn frá rassi, þangað til hann rak þau út um hálf ellefu. Sátum svo aðeins heima að kjafta áður en við fórum í háttinn.

Jæja, elskurnar, má ekki vera að þessu lengur. Blogga meira næsta. Love and leave you.

Monday, July 25, 2005

Engin komment? Ekkert blogg!

Svo einfalt er tad......

Thursday, July 21, 2005

komment á komment

Takk Esther fyrir kommentið. Gaman að heyra að Vinirnir eru samir við sig ennþá. Skilaðu góðri kveðju til allra sem þekkja mig þarna.

Og takk Hafdís fyrir hvað þú ert rosalega dugleg að kommenta (þið hin mættuð taka hana til fyrirmyndar) gaman að fá kveðjuna frá Gitte þó leiðinlegt sé að heyra hvað hún er lúin til heilsunnar. Skemmtið ykkur vel í Köben og takið einn "gráan" fyrir okkur og gjarnan líka 5 röde pölser, 2 bröd og kun ketchup, tak ska i ha.

Bóa blogg

Tíminn líður...

Jaahh, ef sumrin á Landinu Bláa væru eitthvað lík vetrunum hér þá myndi landinn nú vera hamingjusamur. Hitinn í garðinum fór í 26 gráður ( í skugga!!! og núna klukkan hálf átta að kvöldi er enn 18 stiga hiti. Sit hér úti með Lovísu og Gabríel (sem eignaðist vin í dag “Mattheuw” sem er 3 árum eldri). (eru búnir að vera að skemmta sér við að slökkva á öllum kertunum á veitingastaðnum) Það hefur ýmislegt ÁDUNIÐ eins og sagt er frá síðasta bloggi. Sylvía kokkur og Smjörlíki eru hættar... án fyrirvara eftir sunnudagsbloggið hans Villa. “Farið hefur fé betra” var viðkvæðið mitt.!!!

Kominn tími á nýja hreinsun hér. Það er góður starfsmórall eftir þessa hreinsun eins einkennilega og það kann að hljóma. Talaði við Amie (viðgerðarmanninn) einslega vegna þess að fjölskylda hans ( 3 fyrrverandi starfsmenn hér eru hættir) hefur orðiði dálítið fyrir barðinu á Víkingakröfunum. Hann var rólegur yfir þessu. Og sagði að fólk sitt ákvæði sjáft hvar það væri. Hann væri ákveðinn í því að vera með okkur Villa í öllum framkvæmdum og áformum um að gera þetta að langflottasta hótelinu á Cape svæðinu.

Fórum til Hermanus í gær öll fjögur. Sáum hvalina, fullt af þeim, kálfa og stóra í hundraða tali, bara alveg við sjávarmálið. Komum til baka í yndilegu veðri og sátum úti langt fram á nótt. Lovísa fór í bar vinnu og halaði inn þjórfénu. Ég lét mig hverfa um ellefuleytið til að passa Gabriel sem var sofnaður. Lovísa kom víst 20 mínutum síðar en að hennar sögn hrutum við Gabriel báðir í kór. Villi var- bar stúlka til rúmlega eitt (man ekki eftir að hann kom heim).

Dagurinn í dag byrjaði snemma hjá mér. Það var mikið fjör í bílnum og mér var sagt að munurinn á mér og Villa á morgnanna væri sá að það væri engin tónlist í bílnum og engir töluðu í bílnum hjá honum. Þarf að tala við hann um þetta. Að lokum, smá gróður lýsing. Vegna hitans í vetur eru öll ávaxtatrén byrjuð að blómgast. Galleríið er núna skreytt með greinum af möndlutrénu okkar. Veitingastaðurinn er skreyttur með “Blossom” greinum. Rosafallegt, aldrei séð það áður.

Brjálast ef engin komment koma á þetta blogg mítt núna – Já Palli, ALLIR sem heimsækja okkur vinna með okkur vegna þess hve gaman það er. Lof end líf jú. Búið bless.

Wednesday, July 20, 2005

Í gær var rólegt sem betur fer, þannig að ég þurfti bara að elda fyrir tvö borð. Þetta var þvílíkur munur eftir að Bói var búinn að endurskipuleggja allt. Núna var nóg að kíkja á tékklistann til þess að sjá hvað vantaði og hvað væri tilbúið. Yfirleitt hefur maður þurft að byrja á því að taka allt útur ísskápunum til þess að vita hvað væri til. þetta var alla vegna miklu auðveldara.

Takk fyrir kommentið Anna Kristine, þið hin mættuð nú alveg vera aðeins duglegri. Knús og kossar.

Í dag er svona hálfskýjað og smá rigning annað slagið. Er samt hlýtt. Við ætlum að fara til Hermanus í dag að skoða hvalina. Þar koma þeir upp að ströndinn, þannig að maður þarf ekki að fara í neinar hvalaskoðunarferð á bát. Hermanus er í 45 mínútna fjarlægð frá okkur er þekkt fyrir hvalina sem koma þar til þess að eiga afkvæmin sín.

Tuesday, July 19, 2005

Tveimur börnum færra

Jæja, það kostaði þetta bræðiskast mitt. Silvia og Smjörlíki eru báðar hættar. Og við segjum nú bara, farið hefur fé betra! Erum fegnir að vera lausir við þær báðar. Kölluðum Lounu a vakt þrátt fyrir að hún ætti að vera í fríi í gærkvöldi. Hún varð fjúkandi íll þegar hún sá kjötbollu/hamaborgara bréfið frá mér. Ég sagði henni að ég væri ekki að kvarta yfir henni. Ég hefði skrifað þessi bréf til þess að lýsa því hvernig mér leið að geta ekki fengid rétta hádegismat og ekki heldur réttan kvöldmat samkvæmt seðli. Hún róaðist við það og sagði mér að hún hefði haldið að við værum búnir að breyta stærðinni á kjötbollunum og þar af leiðandi taldi hún að þetta væru kjötbollur en ekki hamborgarar. Ég sagði henni að þetta væru mjög eðlileg mistök, sérstaklega vegna þess að hún vissi ekki að Lovísa hefði verið að kenna hinum kokkunum að búa til hamborgara sem væru forsteiktir og geymdir í frysti. Hún var alveg sátt við mig og allir voru vinir. Hversu lengi sem það nú varir.

Sendiherra Afríku, Benedikt Ásgeirsson kom í heimsókn til okkar í gær. Það er gaur hérna sem er æstur í að verða ræðismaður og Benedikt var hérna að hitta hann. Alltaf gaman að hitta landa, þó svo að hann stoppaði ekki nema í 2 tíma.

Lovísa fór svo inn í eldhús að kenna Loana að gera þessa "Burger King" hamborgara. Loana er nú alltaf til í að læra og var alveg sammála því að þetta væru miklu betri borgarar. Það virðist vera mjög erfitt að fá almennilega hamborgara hérna og sama hvað við höfum reynt að kenna þeim að gera þá, hefur það bara ekki tekist sem skyldi. Lovísa er mjög vön að kenna starfsfólkinu sínu og hefur náð að kenna öllu okkar eldhússtaffi að gera bestu hamborgara í SA.

Bói er búinn að vera inn í eldhúsi í allan dag. Endurskipuleggja ísskápana og frystana. Merkja allt og telja skv. tékklistum sem við Lovísa útbjuggum. Nú ætti að verða auðveldara að finna hlutina. Fórnuðum litla ísskápnum okkar og hann er núna notaður undir sósur í eldhúsinu. Við notuðum hann nú eiginlega einungis fyrir gos og klaka fyrir vodka drykkina okkar. Verðum líklega bara að bera með okkur jafnóðum, það sm við ætlum að drekka. Þetta er nú ekki stór fórn ef það hjálpar til að skipuleggja eldhúsið betur. Ég er búinn að vera að laga til á skrifstofunni minni. Það var allt fullt af víni útum allt og maður átti erfitt með að komast inn á skrifstofuna. Ótrúlegt hvað mér tókst að koma þessu öllu snyrtilega fyrir.

Eldhúshlekkirnir skella svo á mér í kvöld, þar sem við erum einum kokki færra. Hef svosem ekki miklar áhyggjur. Maður er orðinn svellkaldur að kokka. Aðalatriðið er UNDIRBÚNINGUR OG SKIPULAGNING. Eins og Bói hefur verið að vinna í dag, hef ég ekki miklar áhyggjur af því.

Monday, July 18, 2005

A day in my life

Í gær skrifaði ég eftirfarandi bréf til starfsfólksins okkar:

A Day in my life

Today we decided to treat ourselves and go to the Greyton Lodge as guests for lunch. First I talked to the waitron and told her that we where going to be guests for lunch and that we wanted service like any other guest. I asked her also to first ensure all the tablecloths in the garden or remove them because the wind was getting very strong and some of the table cloths where already half blown of some of the tables.

We sat down outside, even though the wind was blowing strong. Out came the waitron 5 minutes later with the menu. I asked what was the pasta of the day and she said it was a creamy something pasta. I asked here what does that mean? She went into the kitchen to check and came back with the information that it was Al Fredo pasta. What is that? Creamy pasta with mushroom and something. Wasn’t very impressed with her response, but let it pass. We ordered our drinks and food. Lovisa and Gabriel went for the pasta and Boi for the Danish meat fricadellas and me for the Icelandic fish fricadellas.
Lesion 1. Know what the specials of today are and know the menu so that you can explain to the guests all the dishes.

Drinks came quickly but it took a long time for the food to come out. Almost to long because we needed to drive the early shift home. Out came the food. Pasta looked nice even though it was not a correct Al Fredo, but nice pasta anyhow. Boi´s meat fricadellas where only two (should be 3) and 3 very small potatoes, Red cabbage and corn. The jam was missing. Boi sent it back into the kitchen and asked the staff to figure out what was wrong with the dish. My fish fricadellas where also only two, 3 small potatoes, red cabbage, corn and the remolade sauce was missing. The waitron told me that they could not find the remolade sauce in the kitchen, but she would bring it out as soon as they had found it. I took the plate into the kitchen and told the chef that it should be 3 fricadellas on both plates, the jam was missing on the meat fricadellas and with the fish fricadellas there should not be any red cabbage or corn. Please read the menu and make sure the plates are made according to the menu. She informed me that she could not find the remolade sauce and it was probably finished. I informed her that Boi had made a big portion of remolade Friday evening after all the dishes had gone out and there had not been that many dishes with remolade served after that, so it should be somewhere in the fridges. Look again.

Boi took his plate out himself when he got jam and my plate came out a bit later with 3 fricadellas and roasted veggies and the sauce came a bit later. It wasn’t remolade, it was maynaise. I went into the kitchen and met the waitron on the way. Told the waitron that it wasn’t remolade and I wanted remolade. She was informed by the chef that it is remolade and out she came with the sauce again. I got very cross. Was already half way through the fricadellas without the remolade. Took the plate into the kitchen Told the chef to please do the dishes according to the menu.
Lesion 2. If you don’t have all the ingrediance that are supposed to be on the dishes according to the menu, tell the waitron and she will inform the guest, offer a different sauce or what ever or offer the guest to order something else.
Lesion 3. If the food is delayed, please tell the waitron and she will inform the guest. It is much better for the guest to know rather than just sitting and waiting and getting impatient.

While all this was happening, I could not see the waitron. Our table had empty glasses and our ashtray was dirty. The wind was getting stronger and I noticed that one of the chairs had been blown over and one table cloth had been blown away. I ran into the garden and rescued all the table cloths, turned over all the tables and chairs. This was to be our little time off where we would be treated as guests after a busy weekend. If I had been an outside guest having lunch at this restaurant, I would think twice before coming again for lunch.

Late addition
I went home to take a rest and came late back. It was very slow and the last guests where about to leave after early dinner. Boi had ordered the Danish meat fricadellas for me as a takeaway. I decided to eat it just after the staff went home so I went into the kitchen and heated the food. Started eating, the fricadellas looked strange in shape. It wasn’t meat fricadellas, it was hamburgers served as meat fricadellas. I got very disappointed and returned the plate into the kitchen. Made myself a sandwich. Why do I bother to eat at this restaurant and more important why do the guests come back again if they are getting the same kind of food as I, the owner is getting? WHAT ARE YOU GOING TO DO ABOUT IT?

Ps. At 6 o’clock in the afternoon, the remolade sauce was found in the store room, in the window.

Þetta var nú það sem ég skrifaði til starfsfólksins okkar og hengdi upp í eldhús. En, það var nú meira en þetta get ég sagt ykkur vegna þess að ég átti mjög erfid orðaskipti við kokkinn (Silvíu) og endaði á því að segja við hana að ef hún gæti ekki eldað mat eins og hann á að vera samkvæmt uppskriftum og samkvæmt matseðli þá skildi hún hugsa sig um hvort hún ætti ekki bara að leita sér að annarri vinnu.

Talaði svo við þjóninn. Spurði hana hvort hún hefði ekki skilið mig þegar ég sagði henni að við ætluðum að vera gestir í 2 tíma og vildum fá þjónustu og að ég hefði beðið hana um að taka dúkana af útiborðunum. Sagði henni að ég hefði tekið þá og snúið borðum og stólum á hvolf vegna þess að þeir væru að fjúka. Það var fátt um svör. Ég spurði hana hvort hún hefði gleymt þessu, nennti ekki að gera það sem hún væri beðin um eða langaði ekki til þess. Það var fátt um svör. Ég sagði henni að við hefðum ekkert við starfsfólk að gera sem gæti ekki sinnt vinnunni sinni. Ef ég þyrfti að gera allt sjálfur, þá gæti ég gert það, en henni væri borgað fyrir að vinna hérna.

Ég fór út og beið í 2-3 mínútur. Heyrði að hún fór inn í bakherbergi og var að kjafta við Gulltönn. Þá fór ég inn aftur og spurði hana höstuglega hvort hún skyldi ekki að ég hefði beðið hana um að taka dúkana af útiborðunum. Jú sagði hún. Og hvað, ætlarðu þá ekki að taka seinustu 3 dúkana af, eða þarf ég að gera það líka. Viltu gjöra svo vel að taka þá af núna strax. Ef þú getur ekki sinnt vinnunni þinni þá ættirðu e.t.v. að fara að leita þér að annarri vinnu. Hef ekki þörf fyrir fólk sem getur ekki sinnt verkefnunum.

Trúlega erum við núna án eins kokks og eins þjóns. Varð kannski aðeins of bráður, en þetta var allt rétt samt. Við Bói ræddum þetta mikið og tókum ákvörðum um að stokka soldið rækilega upp hjá okkur, án þess að láta staffið vita af því. Bói tekur yfir eldhúsið og ég tek yfir þjonana. Lovísa er búin að hjálpa okkur að gera tékklista fyrir eldhúsið eins og er gert á Burger King. Við ætlum að gera þessa tékklista í dag og að endurskipuleggja eldhúsið, svo maður lendi nú ekki í því að geta ekki fundið eitthvað, eða taka óvart hamborgara í staðinn fyrir kjötbollur.

fjölskyldu blogg

Boa blogg :

Hva engin komment á fjölskyldubloggið !


“AHRRRGGGGG, blogga aldrei aftur, erum búin að kíkja á 5 mínútna fresti og hvað ? EKKERT, búið , bless !”

Lovísu blogg:

AAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGHHHHHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

kærri kveðju eða hitt þið haldið.

Sunday, July 17, 2005


og ad sjalfsogdu apar i Monkey Town Posted by Picasa

Tessar "drottningar" seint i drykki og skemmtu ser vel med ollum kollunum sem voru hja okkur um helgina. Eru vist "heimsfraegar" i Sudur Afriku og voru i Greyton vid opnun a gallerii/antik/drasl bud. Posted by Picasa

Tar sem tad var stutfullt hja okkur hotelid um helgina, flutti Lovisa inn med Gabriel til okkar. Tetta var mjog notarlegt, oll fjolskyldan i sama herbergi Posted by Picasa

Nú er ró og friður hérna

Þetta varð mjög seint kvold i gær aftur. Karlarnir sem gistu hja okkur um helgina eru vist allir multi millar og voru i skotveiði ferð sem endaði svo i golfi a einum dyrasta og flottasta golfvelli i Suður Afríku i dag. Þeir voru allir mjog þægilegir og þetta var eiginlega með bestu hópum sem við höfum haft hérna (-1 kall). Gabriel (maðurinn hennar Joy) var úti að grilla fyrir þá og maturinn var víst mjög góður. Veit ekki sjálfur vegna þess að það var hver einasta arða etin. Þeir fóru í morgun snemma eftir morgunmat sem var klukkan 7 og voru í skýjunum yfir því hvað allt hefði verið æðislegt. Nú reikna ég með að við notum daginn til hvíldar eftir annasama helgi. Það er mjög heitt í dag og (engar) smá vindhvidur. Búið að vera mjög hlýtt um helgina. Fór upp í 27 stig í gær og verður trúlega hlýrra í dag.

Lovisa og Gabriel i Tradauw pass sem er eitt fallegasta fjallskard i Sudur Afriku. Vegurinn var lagdur 1876 af fongum. Posted by Picasa

Pafagaukar i Monkey town Posted by Picasa

Kindur i Monkey town Posted by Picasa

Gabriel barfluga Posted by Picasa

Barrydale hotel

Saturday, July 16, 2005

Barrydale hotel

Barrydale hotel

Hópblogg

Góðan daginn Landsmenn allir, fjölskylda, vinir og vandamenn !!!

Já, klukkan er nú ekki margt (06.30 að morgni) en allt komið á fullt hér. Erum með fullt hús plús 4 herbergi til viðbótar bókuð annars staðr. Hér eru Afrikaans karlrembur úr skotveiðiklúbbi (allir multimiljónerar að því mér er tjáð). Komu í gær og borðuðu hér þríréttað ásamt því að nánast tæma barinn. Eru að fara að skjóta upp úr 8 hvað sem þeir hitta svo sem því klukkan var að ganga 2 í nótt þegar síðustu fóru í rúmið. Eldhúsið gekk eins og klukka í gær og Oliver garðyrkjumaður blómstraði í sínu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður allra. Hef aldrei séð hann brosa eins mikið og í gærkvöld. Hann vinnur alltaf dagvaktir og þekkir ekki staðinn að kvöldi eins og svo margt af staffinu sem sinnir sínum daglegu störfum hér hótelmeginn.

Við Villi töluðum um að það væri nauðsynlegt að dagstaffið kynntist kvöldryþmanum líka. Hann sagðist aldrei hefði trúað hvað það væri mikið af fólki hér á kvöldin , né heldur hraðan á öllu. Starfsfólkið stóð sig allt með mikilli prýði og vann mjög skipulega. 29 nestispakkar voru gerði með allskonar gúmmilaði innanborðs fyrir gæjana að taka með sér.

Annars er það einna helst að frétta af okkur 4 að Lovísa og Gabríel fluttu til okkkar í gær enda hótelið yfirfullt og sváfum við 3 (ég ,Lovísa og Gabríel) í rúminu í nótt (þessa 4 tíma sem maður fékk...) og Villi í sófanum. Mjög kósí og notalegt. Gabríel fór í Apaland í gær og það er ótrúlegt að fylgjast með framförum hjá honum í töluðu máli. Feimnin er farin og hann er orðinn uppáhald allra hér. Hann er alveg ótrúlega vel uppalinn, þó hann hafi erfitt skap (bæði skapstór og fer í fýlu...). Alla vega þá er hann búinn að ákveða að Óliver sé bróðir sinn og fylgir honum um allt. Lovísa þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af honum hér, berfættum og svo greinilega á heimaslóðum hér. Þetta er enda algjör paradís fyrir börn að alast upp við, bæði loftslagið og svo öryggið hér.

Jæja Villi bloggar restina, það hafa að sjálfsögðu verið drama hér í vikunni, en þar sem ég er mjög hægvirkur á græjunum læt ég honum eftir að greina frá því. Vil bara segja að lokum að Gulli vinur hringdi í vikunni og spjallaði í næstum klukkutíma, það var yndislegt að heyra í honum, hressum og kátum, en eins og flestir vita fékk hann smá blæðingu inn á heila síðasta vetur og hefur verið að berjast við jafnvægisröskun sem nú er búin að jafna sig.

Krisstaletta dóttir mín frá rækjukofanum er búin að vera mjög dugleg á símanum og er ég mjög vel inni í öllu slúðri núna. Veit t.d um nýjustu borðsiði Helgu Thor, haft eftir Djonns og ÞÁ er það pottþétt ásamt því að vita um veður (-leysi) o.sv.frv... Júlli Agnars hringdi líka í vikunni (reyndar ½ fimm að morgni) svo ég man ekki mikið af því samtali...Lof end líf jú ol.

Lovísu Blogg

Góðann dag, klukkan er að verða 9 að morgni og ég og Gabríel erum komin á fætur. Yndislegur dagur sólin skín og fuglarnir syngja. Ég og Bói sitjum hér úti í garði og dáumst að fuglunum. Gabríel er búinn að eignast annann vin, núna er það einn þjóninn. Gabríel eltir hann út um allt. Ég og pabbi fórum í gær til Sommerset West í mollið og versluðum alveg heilann helling fyrir hótelið. Svo fórum við í Monkey Town að skoða apana. Þessi síðasta vika er búin að vera alveg dásamleg, Garðurinn hér við hótelið er algjör paradís þegar það er gott veður. Það er ekki hægt annað en að dást að Pabba og Bóa fyrir hvað þeir eru ofboðslega duglegir Mikið sem þeir eru búnir að þurfa að díla við, og eru ennþá að díla við. Jæja ég læt þetta duga núna.
Bestu kveðjur heim á klakann.

Gabríel Blogg
Fewthyjuoklpfthhhtswwaswhugvggftvf.
HFXX dhk
Kveðja Gabríel Temitayo

Villa blogg
Hæ, hæ. Þetta er semsagt hópblogg! Fórum í fyrradag til Swellendam með bókhaldið. Það var mikill léttir að koma því loksins til endurskoðandans, enda höfum við ekki gert VSK skýrslur, greitt skatta eða neitt síðan við komum vegna þess hvað það gekk illa með bókhaldið og eins hvað það hefur verið brjálað að gera í alls konar málum hérna. Fórum svo til Barrydale þar sem ég sýndi Lovísu og Gabríel hótelið sem kveikti hugmyndina að því að við fluttum hingað. Hann var búinn að mála það að utan að hluta til rauðbleikt og fjólublátt. Ger nú ekki sagt að þetta hafi verið gott val af litum, en alla vegna fallegir kontrastar. Hótelið var nú samt fallegt eins og alltaf að innan. Set inn myndir við tækifæri. Svo fórum við og keyptum vín á vínbúgörðunum þarna. Þurfti að nota ferðina, eins og alltaf.

Lovísa skrifaði um ferðina til Somerset West hér á undan þannig að ég þarf engu að bæta við það. Bíllinn var svo drekkhlaðinn af vínum og öðrum birgðum að hann botnaði fjöðrunina oft á leiðinni. Ekki vanþörf á að birgja sig vel þegar svona eyðsluklær gista hjá okkur. Rétt náðum hingað fyrir fimmleitið, en þá byrja tónleikarnir. Beint út í búð aftur að kaupa ís og klaka. Rétt náði að afferma bílinn og hlaupa inn á barinn að afgreiða. Þurfti að fara í miðju kafi útí vínbúð að kaupa meira af dýrum viskíum og bjórum sem hreifast aldrei hjá okkur vegna þess hvað þau eru dýr og lókal fólkið hérna nískt. Maður þarf að pikka snöggt upp hvað svona lið er aðallega að drekka og vera tilbúin með aukabirgðir af því. Reynum að halda lager í lágmarki og það þýðir fleiri aukaferðir í vínbúðina.

Kvöldið gekk mjög vel í alla staði og það voru stoltir eigendur (og þreyttir) sem skriðu heim seint eftir miðnætti.

Wednesday, July 13, 2005


Lovisa og Gabriel Posted by Picasa

Betra ad hafa það stutt en ekkert

Fór með Lovísu og Gabríel i smá skoðunarferð um næsta nágrennið okkar hérna. Fórum í "þjóðgarðinn" (nature reserve) að skoða og tó myndirnar hér að neðan. Ætlum til Swellendam á morgun að skoða (og að fara með bókhaldið í leiðinni). Svo verður það Somerset West og jafnvel Cape town á föstudaginn. Allt vinnutengt að einhverju leiti því miður.

Hér er í uppsiglingu mikil þjóna vandræði. Tveir þjónar ætla að hætta á föstudaginn vegna þess að gulltönn hefur verið gerð að vaktstjóra (duty manager). Þeim finnst henni hafa verið hampað full mikið. Þær eru báðar búnar að vera undarlegar í morgun í vinnunni. Hringdu í Gulltönn og sögðu henni þetta. hafa ekki haft kjark til að segja okkur það þó að við höfum verið hérna allan tímann. Jæja sjáum til. Lengi getur maður störfunum á sig bætt. Höfum það annars gott og njótum samvistanna með Lovísu og Gabríel.

tad er fallegt i tjodgardinum herna. Allt fullt af Proteum sem eru um tad bil ad fara ad blomstra Posted by Picasa

Gabriel i skoginum Posted by Picasa

Tuesday, July 12, 2005

Lovísa og Gabríel

Lovísa og Gabríel komu á fimmtudaginn og því miður hefur maður bara ekkert bloggað síðan. Þau voru ótrúlega heppin að lenda ekki í þessum sprengjum í London, enda rétt um degi á undan á ferðinni í gegnum London frá Stanstead til Heathrow. Svo bætist þetta morð hérna í Johannesarborg ofan á allt saman. Hringdi einhver blaðamaður áðan til að kanna hvort við þekktum einhverja þar, sem við gerum ekki.

Það er búið að vera mjög gott að hafa Lovísu og Gabríel hérna og ótrúlega gaman að hitta þau aftur. Hef jú ekki séð þau síðan í september, þannig að það hefur liðið langur tíma síðan við hittumst. Höfum því miður ekkert komist í burtu ennþá, en það verður vonandi bætt fyrir það í vikunni. Bílinn okkar bilaði aftur, held það hafi verið það sama og seinast, eitthvað í drifskaftinu. Þannig að við þorðum ekkert að nota hann um helgina. Fór í viðgerð í gær og tilbúin í dag. Veit ekkert hvað var að honum, vegna þess að eigandi verkstæðisins var ekki við og bensín guttinn bara rétti mér lykilinn. Tékka á því á morgun.

Það er búið að vera mikið að gera hérna um helgina og því miður vorum við undirmannaðir, eins og svo oft áður. Allt gekk nú vel upp samt. Silvía kokkur var lasin á sunnudaginn þannig að ég var í eldhúsinu með Diana. Það gekk pokkalega. Alla vegna engar kvartanir, nema bara yfir seinagangi frá okkur. Fann ekki Engifer/hvílaukssósuna sem fer með reykta dádýrinu, þannig að ég þurfti að gera hana snöggvast sem seinkað öllu. Gestirnir sögðu að það hefði verið þess virði að bíða eftir sósunni. Nammi.

Lovísa er búin að vera að steikja hamborgara í dag í eldhúsinu a´la Burger King. Mjög gott. Þarf að kenna kokkunum okkar að gera almennilega hamborgara. Virðist vera svipuð mál sem er verið að glíma við í eldhúsinu á Burger King og hjá okkur, þannig að trúlega getur Lovísa kennt okkur eitt og annað um skipulagningu og fleira í þessum rekstri.

Gabríel fór heim áðan með afa Gumma að glápa á sjónvarp og fara að sofa. Við Lovísa sitjum fyrir framan arininn og njótum hitans. Það er bara eitt 4 manna borð í mat í kvöld þannig að það er nú ekki mikið að gera núna. Komust vonandi snemma heim.

Hér var fundur ferðamálaráðs í gær hjá okkur. Bói var kosinn í nefndina og verður vonandi mjög virkur þar. Ekki þörf á að hrista aðeins upp í þessu liði og koma með ferska vinda inn. Virðist reyndar vera ágæt nefnd sem var kosin. Allt nýtt fólk nema Charlotte sem er víst búin að vera að drepa alla sem voru í seinustu nefnd ásamt starfsfólkinu. Hún var kosin formaður þannig að það verður gaman að sjá hvernig samstarfið á eftir að ganga í þessari nefnd.

Jæja elskurnar, skrifa meira seinna. Love and leave you.

Wednesday, July 06, 2005

Bóa blogg

Lovísa og Gabríel á leiðinni og afmælisdagur Hafdísar !!!!

Já margt að hugsa um á stóru heimili... Sit hér í síðdegissólinni (17:45) og ætla að reyna að vera duglegur að “blogga”. Villi í pásunni sinni, vonandi í fasta svefni, þarf að vakna snemma til að sækja Lovísu og Gabríel sem koma með morgunfluginu í fyrramálið, getum ekki lýst því hvað við höfum hlakkað til LENGI, nánast eins og jólin séu komin. Hér hefur anzi margt á dagana drifið síðan síðustu skrif hjá mér.

Veikindi og fjarverur starfsfólks eru alvarlegt vandamál hér á veturna.. Frú Gleði hefur ekki verið hér í nálega mánuð, fyrst 2 vikna veikindafrí og síðan vetrarfrí núna í 1 og ½ viku í viðbót. Gulltönn veik held hún sé með mjaðmabotnagliðnun enda komin rúma 7 mánuði áleiðis, Margrét í herbergjunum veikindaskrifuð í 1 og ½ mánuð vegna að því er ég held, heimilisofbeldis, Amie í viðhaldinu í vetrarfríi í 1 og ½ viku til viðbótar og hin öll að taka 2 til 3 daga af fríinu sínu þannig að það hefur mikið mætt á okkur “strákunum” að halda þessu á réttu róli.

Anzi margt hefur verið að gerjast meðal starfsfólksins að undanförnu. Fyrst af öllu var sunnudagurin erfiður því 2 af aðalhetjunum okkar brustu í grát og það þarf anzi mikið til að þær sýni veikleika. Ég sótti Margréti í eldhúsinu um 7 leytið um morguninn, mér sýndist hún vera kvefuð því hún hélt vasaklúti að vitum sér , ég spurði hvort allt væri í lagi og þá bara sprautuðust tárin. Maðurinn hennar hafði verið heima um helgina og hún hafði komist að því að hann heldur fram hjá henni. Ég spjallaði við hana á leiðinni í vinnu og því lík hetja, hún labbaði inn dyrnar í vinnu og byrjaði sitt starf. 3 tímum síðar spurði ég hana afsíðis hvernig henni liði. Hún svaraði “Takk, Boi ,after you told me how much you care for me, I feel much better, I know how to handle this now!”
Síðan er hún búin að vera í fríi þar til núna. Hún er búin að klippa sig og er orðin skvísa.Síðar sama dag kom fröken Frekja (Lounah) á kvöldvakt og ef einhver hefur styrk þá er það hún (hún er sú sem ég fleygði kartöflum í fyrir nokkrum mánuðum...ó boj... hvað maður var grimmur... og illa upplýstur,,,).

Hún var reyndar búin að biðja mig og Villa að hitta sig 3 dögum fyrr, en á sama tíma sagði hún alltaf “Not now”. Á sunnudeginum fannst okkur nóg komið vegna þess að við sáum að eitthvað mikið var að. Ég skutlaði mér inn í eldhús og sagði við hana “eigum við að hitta þig núna. “Not now”. Þá sagði ég henni “yes Loana, now”. Allt í einu hágrét sú gamla við vaskinn. Þjónn kom inn með óhreint leirtau sem ég reif af henni svo hún sæji hana ekki gráta. Þegar þjónninn var farinn út úr eldhúsinu, endurtók ég, “yes Loana, NOW is the time”. Hún samþykkti að hitta mig eftir korter. Þegar korterið var liðið og hún sást ekki fór ég í eldhúsið og var sagt að Loana hefði farið að versla. Ég vissi að allar búðir væru lokaðar, þannig að ég sagði við Villa að ég ætlaði að leita að henni. Fann þá gömlu ofar í götunni og varð að skipa henni inni bílinn. Keyrði hana heim. Og tók hana inn til okkar. Þá byrjaði sú gamla að hágráta aftur.Eftir löng samtöl kom í ljós að hún var að missa berskuheimilið sitt útaf erfða uppgjöri. Ég sagði henni að við Villi myndum hjálpa henni til að kaupa þetta bernskuheimili sitt vegna þess að hún væri ein lykilmanneskjan hennar. Allt annað og léttara yfirbragð hefur verið yfir henni síðan. Þetta er sú sama og Villi keyrði á spítlala í seinustu viku og spái nú hver í hvernig manni líður þegar maður er að missa húsið sitt.

Um daginn komu skilaboð frá skvísu sem var kokkerskan okkar um svaka blankheit , svengd og rafmagnsleysi. Við sendum henni mat í dollu ásamt pening fyrir rafmagni. Svona er nú lífið í Suður Afríku. Ein fyrirvinna fyrir nokkrum kynslóðum af ættingjum og spái nú hver í afleiðingarnar ef fyrirvinnan dettur út.

Karen (Ólétta sem stal gardínunum), eignaðist risa stóran strák, ljóshærðan og bláeigðan, að sögn, (ekki á ég hann). Heyrist á staffinu að hún stefni í endurkomu til okkar. Við eigum eftir að taka á því þegar þar að kemur, en hún hefur ennþá starfstitil hérn, því miður!

Frá einu í annað, Bára mútta sendi mér sendibréf skrifað á þann eina hátt sem hún getur. Var í krampa yfir mannlýsingum, veðurlýsingum og gróðurlýsingum sem voru skrifaðar eins og hún sæti fyrir framan mig og segði mér þetta. Og, orðfarið eins og andsk.... plönturnar þoldu ekki helv.... norðangarran og svo frv. O.s. frv. Ég var allt í einu staddur í garðinum hennar Báru múttu í 3 stiga hita og sól bölvandi og ragnandi með henni yfir helv.... veðurleysinu á landinu Bláa. Takk Bára mín. Skrifa þér eigin hendi sendibréf þegar “niggararnir” og hvíta pakkið láta okkur Villa nógu lengi í friði til að tími gefist til sendibréfaskrifa.

Gyða og Bóbó, baráttukveðjur og takk fyrir tölvupóstinn. Elsku, elsku Addú, hringi í þig við tækifæri. Er betri á þær græjur, en þessar.Baráttukveðjur til þín og Matta og fjölskyldu þinnar vegna veikinda mömmu þinnar. Já, hér er miður vetur. Hitastigið í gær 24 gráður og gróðurinn er ekki til að lýsa. Grænna en allt sem grænt er. Próteurnar í fullum blóma, strelitzian og köllurnar upp á sitt besta og geðveikar Bóa skreitinga á öllum borðum í veitingastasal og galleríi úr heimafengnum blómum. Myndu kosta 250 þúsund á Íslandi. Granatepplin, sítrónurnar og appelsínurnar eru að sliga trén. Höfum ekki undan að tína og fylla skálar á öll borð hér. Núna sitjum við Villi við arin eldinn í galleríun, hlustum á Youssi Kasimer sem Bára gaf okkur fyrir 5 árum í jólagjöf og bíðum eftir morgundeginum í ofvæni til að hitta Lovísu og Gabríel. Held að þetta sér lengsta bloggið mitt til þessa. Hugsa til ykkar allra, Abba, mamma og pabbi, systkyni, Ása og öddi, Palli og Frosti, Kristján, Gulli, Hófý, Ragna og Sammi, Árni og Siggi, Hafdís og Arnþóra í Hólminu, Guðrún á Hvanneyri sem ég þekkji ekki, Guðrún Djohns, Bóbó og Gyða, Anna Kristine, Helga thor (sem ég heyri aldrei í og les ekki bloggið okkar, þannig að það er allt í lagi að ég skrifi þetta) og Hafdís og Jói, Bára, Þráinn og Lóa og Rannveig, Anna Lilja og Gummi Rauði, og ALLIR óupptaldir. Hafið það gott og njótið miðsumarsins á Íslandi. Finnst ég eiga skilið mörg komment á þetta langa blogg.

Ps. Vonandi slæ ég Villa blogg út í lengd á bloggi....

Kallan hekk nidur. Var ekki anaegd med frostid. retti reyndar ur kutnum tegar tad for ad lida a daginn og solin ad skina. Tetta er staersta kalla sem vid hofum sed a aevinni og hun er i gardinum okkar! Posted by Picasa

Allt graent samt Posted by Picasa

uti bordin oll helud Posted by Picasa

Öðruvísi staffavandamál

Sorry hvad vid hofum verid lelegir ad blogga upp á síðkastið. Hér hefur nú ýmislegt verið gera, og ekki alltaf nægur tími. Gleði er í sumarfríi og Gulltönn sem átti að gera störfin hennar er í veikindafríi. Þannig að maður situr hér á móttökunni alla daga og svara í síma og gerir störfin þeirra. Á meðan eru náttúrlega störfin manns á hakanum því miður. Það góða er nú samt að maður lærir á öll störfin svona og þar með verður enginn ómissandi vegna þess að maður kann allt.

Loana var búin að vera einkennileg í nokkra daga. Bað um viðtal við okkur sem hún frestaði og frestaði. Um daginn tók Bói eftir því að hún var svo döpur. Spurði hana hvort eitthvad væri að og þá fór hún að gráta. Bói tók hana á eintal heim. Þá kom í ljós að húsið sem hún býr í og er foreldraheimili hennar. Foreldranir löngu dánir. Systkinin voru 15 (eru 14 núna) vilja núna selja húsið og þá á hún ekki í önnur hús að venda. Hún er búin að vera miður sín yfir þessu í langan tíma og líklega útskýrir það veikindin hennar þegar ég þurfti að fara með hana á spítalann um daginn. Hún hefur ekki efni á að kaupa húsið og veit ekkert hvað hún á að gera. Við alla vegna buðumst til þess að aðstoða hana við að kaupa húsið. Þetta er ekki dýrt, ca 200.000 íslenskar. Húsin þarna eru mjög ódýr og mjög oft í lélegu ástandi. Hennar hús er nú reyndar í þokkalegu lagi utan frá séð alla vegna. Veit ekki hvernig við förum að því að hjálpa henni, enda erum við staurblankir. Reksturinn er í járnum, enda er þetta rólegasti tími ársins. Koma tímar, koma ráð. Henni létti alla vegna mikið við þetta og maður hefur fundið ylinn og væntumþykjuna frá henni síðan. Vorum reyndar farnir að finna fyrir því áður. Við erum alla vegna staðráðnir í að hjálpa henni.

Það eru búnar að vera kaldar nætur hérna. Stundum er jafnvel allt frosið og hélað á morgnanna. Set inn myndir af því seinna. Hefur samt náð þokkalegum hita á daginn meðan sólin skín. Jafnvel farið upp í 22 gráður. Er samt frekar svalt í dag.

Nýja píanóið er komið á sinn stað og það er frábær hljómur í því. Miklu betra en píanoið hans Paul. Enda eyddi stillingarmaðurinn næstum 3 dögum í að tjúna það til. Hann sagði að þetta væri gott merki (Hamilton) og frábært hljóð í því. Sagði að þetta væri góð fjárfesting. Vonandi þurfum við ekki að selja það til að hjálpa Loana.

Lovísa og Gabríel eru núna í London á leiðinni hingað. Ég fer til Cape Town í fyrramálið að ná í þau. Get ekki beðið, er svo spenntur. Gabriel var varla byrjaður að tala þegar ég fór, en núna getur maður spjallað við hann í gegnum síma. Það eru svo miklar breytingar á þessum aldri. Hann er þriggja ára. Verður gaman að sjá starfsfólkið okkar með hann. Ég ætla að reyna að vera eins mikið með þeim og hægt er. Fara með þau í túra og sýna þeim þetta fallega land.

Hafdís vinkona á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elsku vinkona.

Sunday, July 03, 2005


Þessar tvær ungu dömur tróðu upp með nokkur lög Posted by Picasa

David, Annika, Karen og Ferdi a píanóinu Posted by Picasa

Silvia og Hilca-Ann Posted by Picasa

Staffa vandamál

Loana er komin til vinnu aftur. Fór med hana til læknis daginn eftir ég fór með hana á spítalann. Læknirinn sagði henn að ef þetta hefði verið hjartað, þá væri hún löngu dáin. Þetta voru vöðvabólgur á milli rifja hjá henni og hún fékk bólgueyðandi og verkjalyf og er öll að koma til. Mætti til vinnu alla vegna í gær og var bara nokkuð hress. Staffamálin eru nú ekki alltaf auðveld. Silvía (kokkur) er búin að vera að gera okkur brjálaða með hegðun sinni sem er oft einkennileg. Stundum er hún svo ofboðslega kát og aðra daga er jarðarfarastemming á henni. Gleði sagði okkur að hún væri með mikið þunglyndi sem skýrir þessa hegðun kannski.

Átti alvarlegt samtal við hana fyrir tveim dögum, vegna þess að hún virðist hreinlega misskilja allt sem maður segir. Spurði hana hvort hún skyldi ekki enskuna mína, sem hún sagðist gera ágætlega. Þá spurði ég hvers vegna ég fengi samloku með skinku og tómat þegar ég bæði um samloku með skinku og osti. Óhh sorry, sagði hún. Það er ekki mikið svarað eða útskýrt hvers vegna svona misskilningur verður. Ég sagði henni að ég væri ekki reiður eða fúll, vildi bara vita hvers vegna þetta gerðist ítrekað. Ég bað hana um að gjöra svo vel að spyrja mig ef hún væri óviss um það hvort hún hefði skyldi mig og að endurtaka til þess að vera viss. Hún lofaði bót og betrun.

Í gær keyrði nú samt alveg um þverbak. Bói fór inn í eldhús um morguninn og var að skoða hvernig ástandið væri með kökur, brauð og þess háttar. Það vantað allt og hún var ekkert að byrja að undirbúa. Bói skrifaði þetta niður á miða og fór með til Gleði sem fór með miðann inn í eldhús og bað hana um að gera þetta allt saman fyrir klukkan þrjú. Á ég að gera þetta allt? Og þrífa ískápana líka? Já takk

Ég fór svo inn stuttu seinna og var að athuga ástandið með hádegismatinn. Hvort það væri búið að gera staffamat, kjötbollur, kássu og fleira. Nei, hún var ekki byrjuð á neinu af þessu. Ég minnti hana á samtalið okkarog bað hana um að gjöra svo vel að sinna starfinu sínu og sjá til þess að allt sem væri á matseðli væri til og undirbúið. Vað mjög fúll við hana, og hún fór að svara mér. Sagði að Diana sem er nýji kokkurinn okkar væri bakari og hún hefði átt að gera allan baksturinn. Ég leiðrétti hana. Jú, Diana er bakari, en hún er ráðinn til okkar sem aðstoðarkokkur sem ætti að þjálfa upp sem kokk. Jæja ég fór útur eldhúsinu í frekar fúlu skapi.

Fór aftur eftir hádegi til að ná mér í staffamat handa mér. Silvía sagði mér þá að hann væri búinn. Það hefði ekki verið til nóg. Þá sprakk ég. Sagði henni að þegar staffamatur væri gerður þá ætti að vera gert fyrir alla og ekki bara þá sem eru alltaf að hanga í eldhúsinu. Gilitrutt var að hanga þar eina ferðina enn. Hún lét sig hverfa þá. Hélt áfram að ræða við Silvíu um hennar ábyrgð á því að allt væri gert sem þyrfti í eldhúsinu. Hún snéri þá baki í mig og þá varð ég enn reiðari. Bað hana um að gjöra svo vel að sýna mér þá virðingu að snúa ekki baki í mig þegar við værum að tala saman. Jæja, þetta endaði á því að hún tók töskuna sína og ætlaði að fara. Ég sagði henni að ef hún færi núna þá þyrfti hún ekki að koma aftur. Ég tæki því sem uppsögn. Grey kellingin fór að gráta og bað um að fá að fara út fyrir til að jafna sig. Ég fór með henni út. Hún grét smá. Ég tók um hendurnar á henni og sagði henni að mér þætti vænt um hana og ég virti hana. Við værum jafningjar og hún þyrfti að láta okkur vita ef hún réði ekki við öll verkefnin. Við höfum margoft boðið fram aðstoð okkar, og við hefðum bara gaman af því að taka til hendinni í eldhúsinu. Talaði við hana á góðum nótum til að róa hana. Sagði henni svo að taka sér tíma og róa sig.

Hún kom út skömmu seinna og baðst afsökunar. Hún væri búin að vera lasin og liði ekki vel. Svo hefði hún fengið á tilfinninguna að allt sem hún gerði væri rangt. Jæja, við alla vegna ákváðum með henni að kokkarnir allir þrír, hefðu fund í næstu viku þar sem þær færu yfir verkefnin og skipulögðu hvernig best væri að standa að undirbúningi, svo sem hvenær og hver á að baka og undirbúa og fleira og fleira. Vonandi verður þetta í lagi, en við höfum áhyggjur af Silvíu. Vonandi verður þetta í lagi. Stundum er staffið okkar bara eins og börn sem þarf að rasskella til þess að þau taki sig á og hagi sér vel. Ég var alveg eftir mig eftir þessa uppákomur. Tek svona lagað allt of mikið inn á mig. Er samt farinn að verða sjóaður í svona uppákomum og tek þetta ekki næstum því eins mikið inn á mig og ég gerði áður.

Við fengum píanóið okkar í gær. Mjög flott mubla. Svo kom píanó stillingarmaður áðan og það þarf nú að gera slatta við það til þess að fá það í gott ástand. En það ætti að vera vel þess virði vegna þess að þetta er gott píanó. Hann verður alla vegna hérna í tvo daga að gera við það og þá verður það betra en nýtt. Frábært, getum ekki beðið eftir því að losna við hitt píanóið sem Paul (falski klarinettu spilarinn) á og við höfum ekki getað losnað við hann vegna þess að hann á píanóið og við þurftum á því að halda. Nú er alla vegna betri tíð með blóm í haga með nýja píanóinu.

Tónleikarnir í gær voru með þeim allra bestu sem við höfum haft. Það komu tvær konur (voru ekki saman) sem gestir og þær byrjuðu báðar að syngja með Ferdi á píanóinu. Önnur var frábær óperusöngkona og hin var jassari sem spilaði líka. Svo kom David og tók lagið og svo var þetta dúett og trio. Algerlega frábært að hlusta á þetta og enginn þeirra þekkti hvort annað og allt óæft. Vá, hvað þetta var gaman. Þetta varð mjög seint kvöld í gær og við skriðum upp í rúmið upp úr miðnætti.

Í dag skín sólin og það er að verða mjög hlýtt. Enn einn yndislegur dagur í Greyton!

Lára Sverridsdóttir á afmæli í dag. Til hamingju med daginn!