Sunday, January 28, 2007

Heitt - heitt.........

3D (3 ducks) hafa það gott. Búnar að vera að kynnast garðinum okkar. Eru að verða frakkari og frakkari og við bíðum bara eftir að þær fari inn í eldhús að heimta mat. Loana er sannfærð um að þær eigi eftir að gera það. Staffið elskar þær og líta til þeirra þegar þau koma á morgnanna og reyndar oft á dag. Þegar maður kemur á morgnanna að opna kvaka, nei þær öskra á mann, “opnið, opnið, opnið”. Þegar búið er að dúka útiborðin, gefa fuglunum og fiskunum að borða og opna framdyrnar, þá hleypi ég þeim út og þær næstum því fljúga á mann, þeim liggur svo mikið á að komast út. Það er skylti fyrir utan hótelið sem segir: “GL hefur eignast nýja íbúa. Endurnar Daisy, Daff og Donald Duck. Vinsamlega hafið hundana ykkar í bandi”. Fólki hefur fundist þetta mjög fyndið en tekur nú samt tillit. 3D’s eru svo reknar inn í húsið þeirra á kvöldin og eins þegar það eru tónleikar í garðinum. Við höfum nú ekki miklar áhyggjur af fuglaflensunni, Systir Sigurjón. Það eru 32 tegundir af fuglum í garðinum okkar og við verðum bara að vona að enginn þeirra sé með þessa hræðilegur flensu sem heldur Pálínu og Hebbu frá Tjörninni.

Volga hringdi í gær. Hefur það pokkalegt. Búnir að vera alltof margir gestir og svo er magasárið að hrjá hana. Hún átti að fara í aðgerð en er nú komin á lyf sem eru eitthvað að slá á þetta. Jenny er farin að koma hingað annað slagið. Hún segir að ef Múhammeð komi ekki til hennar, þá verði fjallið að koma til okkar. Reyndar var það hún sem gaf Bóa 3D í jólagjöf, þannig að hún segist nú aðalega vera að fylgjast með því að þær hafi það gott. Það er skylda hennar sem guðmóður þeirra. Hún hefur það annars bara þokkalegt, ónýt hné að hrjá hana, á erfitt með að standa upp og ganga, en er að forðast að fara í aðgerð að fá ný hné. Hún nýtur samt lífins og okkur finnst alltaf gaman að hitta hana. Við erum reyndar alltof latir að heimsækja hana. Lífið okkar virðist vera einungis hérna í garðinum okkar og að taka á móti gestum og sinna þeim.

Hér er búið að vera hræðilega heitt, fór upp í 44° í fyrradag. Hitinn fer mjög illa í mig og gerir mig lasinn. Er búinn að vera með magakveisu og æli á morgnanna. Það skyldi þó aldrei vera að maður sé orðinn óléttur!. Það er komin skömmtun á vatni og nú megum við ekki þvo bílana okkar eða vökva garðinn. Grasið brennur upp á örfáum dögum ef við vökvum ekki, þannig að við bara stelumst til þess snemma á morgnanna.....

Wednesday, January 24, 2007

Nýjir íbúar á hótelinu

Bói fékk 3 ali endur gefnar frá Jenný sem jólagjöf. Jöcko er búinn að byggja hús fyrir þær og þær fluttu inn fyrir tæpri viku. Búið að vera haldið inni þangað til þær venjast nýju umhverfi, en var sleppt út í dag. Það hefur verið mikil tilhlökkun í Bóa útaf þessum öndum. Þær voru skírðar Daffie, Daisy og Donald Duck. Þeim líkar greinilega mjög vel hérna. Eru búnar að vera að skoða garðinn í allan dag, ekki mikið verið í tjörninni og ekki enn étið gullfiskana okkar, sem er gott. Eru mest að skoða alla hina fuglana í dag, þ.e. dúfurnar, vefarna, Cape Whiteeye og Sundbirds. Hafa haldið dúfunum til friðs. Þær eru alltaf að slást útaf matnum sem við gefum þeim. Jocko og Don eru byrjaðir að mála veröndina, enda kominn tími til.

Friday, January 19, 2007

Hæ essgunar

Búinn að vera latur að blogga, vegna mikilla anna og svo uppsafnaðar þreytu. Það er farið að hægast um núna og við notum tækifærið og hvílum okkur eins mikið og hægt er. Hér hefur ýmislegt verið í gangi.

Fengum loksins afsökunarbréf frá formanni ferðamálaráðs í gær þar sem hún bauðs til þess að biðjast afsökunar opinberlega. Vorum mjög fegnir og svöruðum að okkur þætti vænt um að hún gerði það opinberlega. Svo bíðum við bara spenntir eftir næstu útgáfu að bæjarblaðinu.

Við höfðum ætlað að hætta að keyra starfsfólkið okkar til og frá vinnu eftir áramótin, en því miður gekk það ekki. Fæstir gátu reddað sér fari og þessar buddur okkar treysta sér ekki til þess að ganga, eða hjóla í vinnuna. Við erum búnir að ráða bílstjóra þannig að nú þurfum við aðeins að keyra einn dag í viku.

Ýmsar breytingar hafa verið í starfsmanna málum. Fyrst er það hann Don sem sér um aksturinn og viðhald (maðurinn hennar Charlene). Svo er einn nýr þjónn byrjaður, Evangeline (sem við köllum Guðspjallakonuna). Hún er ekki mjög reynd, en við erum að reyna að þjálfa hana. Carmen er í barnseignarfríi til Apríl, hún eignaðist litla fallega stúlku sem fæddist fyrir tímann og er agnarsmá. Gina var hækkuð í tign og er núna “Front of house”. Það léttir aðeins á okkur vegna þess að núna ber hún ábyrgð á sinni vakt og að taka á móti gestum, svara í síma og fleira.

Öll vilja þau koma aftur til okkar. Starfsfólkið sem hefur hætt af eigin vilja hafa flest verið í sambandi og beðið um vinnuna sína aftur. Wany, Megan, Freddeline og Margenique (Frú Smjörlíki). Þær 3 síðastnefndu hafa komið í viðtal v egna þess að okkur vantar einn nýjan þjón í viðbót. Þau hafa öll hætt vegn aþess að þau héldu að grasið væri grænna á öðrum ressum, en hafa nú fundið út að grasið er hvergi grænna ena hjá okkur.

Það er mjög góður liðsandi hjá okkur núna. Vorum með hópefli um daginn þar sem við ræddum um framtíðina og hvernig við getum haldið áfram að gera Greyton Lodge enn betra. Það komu ýmsar tillögur og greinilegt að staffið er allt mjög stolt af starfinu sínu. Svo horfðum við á myndband upptöku af sundlaugarpartýinu sem við vorum með fyrir jól. Það var mikið hlegið enda var þetta frábært partý. Svo gáfu þau okkur gjafir. Ég fékk bók (enda er ég alltaf að lesa eitthvað) og Bói fékk DVD disk með Il Divo á tónleikum. Þóttum vænt um þetta.

Sunday, January 07, 2007

Farwell two thousend and shit – welcome two thousend and heaven

Farwell two thousend and shit – welcome two thousend and heaven

Þetta er nú búið að vera meiri Kleppurinn hérna. Það hafa verið stanslaus hlaup frá miðjum desember. Það hefur verið gersamlega brjálað að gera yfir jólin og nýja árið. Slógum met á nýársdag með 95 manns í hádeginu. Vísuðum frá 30-40 manns vegna þess að við áttum ekki nóga stóla eða borðbúnað. Kom í ljós að allir aðrir ressar í Greyton voru lokaðir. Bæði við og starfsfólkið okkar er að niðurlotum komið eftir þessa törn. Það er farið að hægast aðeins núna og við erum að reyna að hvíla okkur eins mikið og við getum. Erum eins og tvö skip sem mætast í myrkrinu, vegna þess að annar okkar er alltaf í pásu meðan hinn er að vinna. Eina leiðin okkar til að komast yfir þetta án þess að drepa okkur.

Greyton Lodge var valið einn af 800 bestu veitingastöðum í Suður Afríku af “Eat Out magazine” (Suður Afríski Gestgjafinn). Þetta er mikill heiður og greinilegt að orðspor okkar sem góður ressi er orðið mjög sterkt. Charlene (aðstoðarkokkur) fór til Caledon um daginn að útrétta. Kom við í 2 bönkum og bifreiðaeftirlitinu. Þegar hún sagðist vera frá Greyton Lodge, var henni sagt á öllum þessum stöðum: “Vá, það er besti veitingastaðurinn í Overberg, númer 1 !”. Við erum hrikalega stoltir. Eat Out skrifaði eftirfarandi:

“Broadly classical with a sense of occasion, unashamedly luxurious and technically impressive from start to finish. Greyton Lodge’s menu ranges from the traditional to the boldly inventive. Enthusiastic staff serves Europian food enhanced with local ingredients. Service is attentive without beeing overbearing. In summer enjoy live music every Friday afternoon in the garden. In winter, curl up in front of the log fire. Wide selection of good local wines.”

Ekkert smá flott. Svo fengum við opnu umfjöllun í “Weekender” sem er mjög vinsælt blað sem fjallar um ferðamál. Þau skrifuðu m.a. eftirfarandi:

“Back at the Lodge we sit down for dinner near a crackling fire. Everything on the menu sounds deliciousStarters are a choice of butternut soup, spanakopita filled with onions and spinach or smoked springbock carpaccio with paw-paw and ginger garlic sauce. The main courses are mouthwatering; roasted Greek lamb filled with spinach and feta cheese, tender breast of chicken (Petto di Pollo, uppskrift frá Önnu K), Tiger prawns or pan-fried kingklip (fiskur). I decided on roasted ostrich (strútur), served with mashed potatoes, vegetable and a port & raisin sauce. The taste sensations blend together and the delecatable dish is the best ostrich I’ve ever tasted. Boi comes over to suggest dessert options. “Our speciality cremé brulee , which has been on the menu for 21 years, or our Sinful temtation, our delicious cake filled with melted dark chocolate, you won’t be dissapointed”.”

Ekkert smá flott heldur. Greinilega erum við á réttri leið og vonandi hefur þetta góð áhrif á sölumálin. Hefur svosem ekkert verið að gerast í þeim málum. Nokkrar fyrirspurnir, en ekkert að koma út úr þeim.

Hér hafa verið góðir gestir, landar. Hörður og Maggi (frá Noregi) gistu hérna yfir nýárið. Höfðum því miður ekki mikinn tíma til að sinna þeim mikið, en það var gaman að hitta þá. Svo kom Ásta Olga með fjölskylduna sína og kærasta, sem ég man því miður ekkert hvað þau heita. Ásta býr í Cape Town með kærarastanum sínum sem er Suður Afrískur. Hún er með blog síðu www.mangoland.blogspot.com Hef því miður ekki haft tíma til að skoða hana ennþá, en það verður ábyggilega gaman að skella sér til Cape Town og hitta hana síðar.