Friday, May 26, 2006

Part 6 never ending.....

Hæ essgunar

Hér er búin að vera dama í ganga. Held að sápuóperna sé að breytast in hriyllingsmyndi ef ekki hasa mynd. Nágrannarinr frá helvíti komu hérna á sunnudaginn efir að hafa verið allan dagin á Drie Fontain sem er staðurinn sem Hermann og Philippus reka hérna á sunnudögum fyrir utan bæjin. Þar voru þau búin að vera allan liðlangan daginn og hagað sér frekar illa. Þóttust ekki eiga peninga þegar þau fóru en Hermann sagði þeim að þau færu ekki fet fyrrr en þau væru búin að greiða sem þau gerðu á endandum, Komu svo hingað blindfull og vildu fá að snæða og búsa hjá okkur. Ég sagði þeim strax að þau væru ekki velkomin og vísaði þeim út. Hann lét öllum lillum látum og hótað ýmsu. Ég hélt mér bara rólegur og sagði Mr. Otto, please leave, thje gate is over there, Náði þeim út fyrir hliðið og sagði þeim að þau væru ennþá á minni lóð og bað þau að fara. Þá snéri hann sér við og hótaði að lemja mig. Ég missti þá útúr mér; Hversvegna lemurðu ekki konuna þína frekar, þú ert vanur því. Þá braust út stríðsástand. Hún kom hlaupandi til mín með dagblað sem hún var búin ða snúa saman og barði mig með því í andlitið nokkrum sinnum þangað til ég reif það af henni. Þá kom hann hlaupandi og kýldi mig í andlitið þannig að ég steinlá. Komst fljótt á lappir bara til að vera kýuldur niður aftur. Þá kom Bói og hann náði að kýla mig einu sinni aftur og reyndi að kýla Bói en hitti því miður mjög illa. Bóa tókst að koma mér í burtu og loka hliðinu. Fyrst sagði nágranninn samt að hann myndi gera útaf við okkur og ða hann myndi drepa okkur. Þreifaði bak fyrri sig eins og hann væri með byssu og tilbúinn til að skjóta. Við forðuðum okkur í burtu. Ég fór beint inn og hringdi í lögguna sem kom fljótlega. Hann var ennþá hérna fyrir utan og reif kjaft við þá og hótaði þeim öllu illu og lét mjög ófriðlega.. Við vorum í svo miklu uppnámi eftir þetta að við fórum til Marise og Neil strax þegar gestirnir voru búnir að snæða (sem betur fer sá enginn þetta af þeim) Richard van Geasau sá þetta reyndar að hluta til og heyrði allt þannig að við höfum “vitni”.

Löggan gat því miður ekki handtekið hann, en tók skýrslu. Ég er búinn að leggja fram formlega skýrslu og kæra hann. Svo fáum við “letter of peace” sem tryggjir okkur að hann má ekki koma nálægt okkur og ef hann gerir það þá verður löggan komin innan 2 mínútna. Ég fór til læknis sem gaf mér áverkavottorð og skirfaðu út fyrir mig róandi töflur. Ég er búinn að vera í svo miklu upp námi útaf þessu og við vitum varla hvað við getum gert. Ég hringdi í alla ressa í Greyton og sagði þeim hvað hefði gerst og varaði ´þau við. Það er reyndar nú þegar búin að reka þau út af flestum stöðum núþegar. Það eru tveir hádegisverðar staðir ennþá sem þau geta farið á, en ef eitthvað kemur uppá, verður þeim ekki vísað út. Það verður hringt á lögguna sem vísaðþeim út.

Bærinn er í sjokki yfir þessu og ég veit ekki hversu margir hafa ekki komið og sýnt samúð og stuðning. Það hjálpar mikið, Núna er ég bara að reyna að taka þessu eins rólega og ég mögulega get. Við ætlum að reyna að komast í burtu miðvikudag og fimmtudag í næstu viku til að ná aðeins áttum. Annars hafa Volga, Marise og Neil, Noelle verið hérna mikið með okkur að sýna okkur stuðning og boðist til að hjálpa okkur á allan þann veg sem þau geta. Sjáum til. Love and leave!

Saturday, May 20, 2006

part 5 - vonandi final episode.......

Hæ essgunar

Takk AK fyrir allar fréttirnar og stuðninginn. Já þetta kemur til með að taka tíma. Gott að heyra að þið hafið gott saman.

Hér er búið að vera slatti að geta í dag. Nágrannarnir frá helvíti komu um níuleitið í morgun og það er í seinasta skipti sem þau fá að koma hingað. Þau voru til klukkan 6 í kampavíni og ég veit ekki hvað. Bói var að gefast upp þegar ég kom eftir að hafa verið í pásu. Var búinn að pirra þau og ég veit ekki hvað. Það var komin einhver illska í þau (aftur). Ég alla vegna náði að fá af þeim R2000 og Bói náði R1000 í viðbót plús reikninginn þeirra í dag. Við komum til með að afskrifa restina og svo geta þau bara átt sig. Assgotans pakk. Ekki velkomin hingað aftur “never again”

Friday, May 19, 2006

part 4 - Róm var ekki byggð á ......

Mæðradagur gekk mjög vel. Nágrannarnir frá helvíti komu líka og það er í seinasta skipti sem þau fá að koma hingað. Fólk sem sat á næsta borði við þau flutti sig inn vegna þess að þau notuðu svo ruddalegt málsfar. Þau eru hræðileg! Ég náði í manninn á mánudaginn og sagði honum (ekki til syndanna, eins og ég hefði átt að gera) að koma vinsamlega og borga reikninginn. Hef hitt hann tvisvar eftir það og hann segist ætla að koma á sunnudag/mánudag og gera upp. Þegar hann er búinn að greiða þá mun ég hringja í alla ressa í Greyton og alla sem ég veit að hafa unnið fyrir þau og vara við. Formaður Rauða krossins kom vegna þess að litaða fólkið hafið tilkynnt heimilisofbeldi sem er mjög sjaldgæft að gerist og eiginlega varla gerst áður. Hún ætlar að heimsækja frúna og ræða við hana. Við erum á svo þunnun ís að við eiginlega viljum ekki gera neitt fyrr en við höfum fengið greitt. Og þá leggst ég í símann og við lokum fyrir klóakið þeirra sem liggur í okkst tánk sem við þurfum að láta losa alla vegna einu sinni í viku.

Við áttum frí á miðvikudag og fimmtudag enda ressinn lokaður. Þurftum að vera hérna samt að taka símann og tölvupóst frá 8 til 5. Svo var bara hurðinni lokað. Æðislegt. Þurftum ekki að keyra eða sækja neitt starfsfólk sem er alltaf auka álag. Á Miðvikudaginn var enginn hérna nema við og Margrét sem er herbergisþerna. Ég eldaði hádegismat fyrir okkur 3 sem var mjög gott. Á fimmtuaginn var Ami, Margrét og Anne á vakt. Samt lokað, við fórum út að borða í hádeginu sem við höfum ekki gert í háu herrans tíð. Maturinn var ekki góður en hvítvínið þeim mun betra. Buðum svo Volga í mat með okkur í mat sem ég eldaði um kvöldið. Reykt svínarif með sveppasósu og bökuðum kartöflum. Nammi-namm. Við áttum mjög gott kvöld saman og þetta var frábært. Ekkert starfsfólk og bara við 3 að snæða saman og fíflast.. Svona kvöld gefa orku og því miður höfum við átt alltof fá svona kvöld.

Svo er törnin byrjuð aftur. Það er Motzart festival í Greyton um helgana og tónleikar í öllum kirkjum. Komust því miður ekki á einn einasta, enda koma allir hingað eftir tónleikana að snæða og drekka. Eigum von á holskeflu af gestum eftir sirka 15 mínútur. Öll borð bókuð og allir á sama tíma. Gvöð má vita hvernig við komust í gegnum þetta kvöld. Loana er reyndar í fínu skapi, en Karen er hálflasin, þannig að maður þarf bara að vona það besta og drífa sig inn í eldhús.

Takk fyrir öll kommentin og fréttirnar af heiman. Takk líka fyrir allar hvatningarnar að selja og drífa sig bara héðan. Því miður er þetta bara ekki svona einfalt. Endilega verið ekki að reka á eftir okkur. Þetta bara tekur sinn tíma. Róm var ekki byggð á einum degi og það á eftir að taka tíma að selja. Höfum ekkert heyrt frá þessu fólki sem hafði áhuga á að kaupa og trúlega eru þau bara hætt við (þrátt fyrir að fasteignasölukonan segi að þau séu ekki hætt við). Það er þessi Ameríkani að koma í Júní þannig að endilega farið öll á hnén og biðjið fyrir því að það gangi upp.

Aðeins seinna
Allt er að ganga upp. Halarófan er komin og flestir búnir að fá matinn sinn. Allt í góðu og allir allir ánægðir. Hjúkkit

Saturday, May 13, 2006

part 3

Lovísa og Gabríel eru farin og það er tómlegt í kofanum. Þau eru komin til London og ferðin gekk vel. Ég fór með þeim til Cape Town sama dag og þau flugu. Því miður var ekki hægt að fara fyrr vegna þess að Bimminn er búinn að vera í yfirhalningu hjá BMW í Somerset West (efni í aðra sögu) og Land Roverinn var með bilaðar bremsur, sem var gert við í Greyton, en tók nokkra daga meira en það átti að gera (African time). Við áttum alla vegna mjög góðan dag í Cape Town og það var ekki auðvelt að kveðja þau. Bói var hérna einn á meðan og var með Volga þegar ég kom aftur seint og síðarmeir. Við snæddum saman McDonald og KFC sem ég kom með frá borginni og áttum gott kvöld saman.

Það er stórt afmæli hérna með ca 30 manns með börnum sem eru ansi mörg. Þetta eru svo mikil control frík að við erum að verða brjálaðir. Bói gat ekki farið í hvíld og ég ekki heldur, of stressaðir. Því miður. Nágrannarnir frá helvítu voru hérna í hádegismat. Herrann (ef það er hægt að kalla hann það) hringdi og spurði hvort þau væru velkomin. Ég þurfti að segja “Augnablik” meðan ég spurði Bóa hvort þau væru velkomin og svo sagði ég við hann að þau væru að sjálfsögðu velkonin ef þau bara höguðu sér vel og svo myndi ég vilja að hann borgaði reikninginn sinn áður.

Einhvern vegin tókst þeim að komast frá því að borga reikninginn sinn, en borguðu þau fyrir það sem þau fengu. Svo kom kallinn hérna aftur og fékk nokkra drykki og fór án þess að borga þá. Eða suma af þeim.

Veislan er að ganga mjög vel, þrátt fyrir stressið í okkur. Erum líka með nokkur borð sem tilheyra ekki veislunni og allt er að ganga ve. Ég er búinn að vera á barnum og í eldhúsinu. Bói að þjóna og skipuleggja þjónustuna. Er eiginlega vara soldið stoltur þrátt fyrir að ég hefði fundið fyrir því að vera ekki í friði. Fannst eiginlega eins go ég væri í veislu sem mér hefði ekki verið boðið í og við vorum ekki látnir í friði á borðinu okkar. Fólk allt í kringum okkar sem hafði það gott, og notað öskubakkann okkar, stal eldspítunum okkar og skildi eftir pela á borðinu. Djísus......

Má ekki vera að þessu, Mæðradagur á morgun og allt fullbókað á ressanum í hádegismat. Veit ekki hvernig við náum að gera morgunmat og sveifla okkur svo yfir í þrí réttaðan mæðradags lunch. Þetta kemur til með að ganga einhvern vegin. Er búinn að reyna að ná sambandi við Pollýönnu og verð vonandi jákvæðari á morgun.

Monday, May 08, 2006

Nágrannar frá helvíti.... part 2

Veislan hans David gekk mjög vel og allir voru í skýjunum yfir matnum og hvað þetta var fín veisla. Frúin (Nágranninn frá helvíti) var þarna og varð mjög drukkinn (aftur). Hún endaði með því að sitja hérna með perranum og einhverri annarri konu sem slagaði út þegar ég bað þau um að setjast við annað borð um átta leitið. Eiginmaðurinn kom hérna tvisvar um daginn og sat á barnum og lapti upplýsingar frá staffinu um frúna og okkur. Hann kom svo aftur um 9 leitið og var þá orðinn reiður og skammaðist út í okkur. Við báðum hann um að gjöra svo vel að fara. Menn sem berja konurnar sínar og eru með hávaða og læti og koma öðrum gestum í uppnám, eru ekki velkomnir hérna. Hann var snældu vitlaus og hótaði öllu illu. Frúin var orðin svo full að hún vissi varla hvað hún hét og gat tæplega staðið óstudd. Við enduðum með því að segja henni að hún gæti ekki gist hjá okkur vegna þess að við gætum ekki tryggt öryggi hennar. Bókaði hana inn á annað gistiheimili þar sem ég útskýrði aðstæður hennar og bað þær um að reyna að tryggja öryggi hennar.

Þær hringdu svo frá gistiheimilinu í morgun og sögðu mér að hún væri búin að hringja í manninn sinn og segja honum hvar hún væri. Djísus, hvað hún getur verið vitlaus. Það er eins og hún hreinlega kalli þetta yfir sig sjálf. Jæja, kallinn kom, en honum var ekki hleypt inn. Frúnni hafði verið sagt að þetta væri öruggur staður og þær vildu ekki fá hann inn á lóðina með eitthvað vesen. Hún yrði að gjöra svo vel að hitta hann annars staðar. Svo sáum við hana labba með kallinum heim áðan. Garðyrkjumanninu okkar var bannað að taka vatnsslönguna í gegnum lóðina þeirra í morgun. Við erum með vatnsból á lóðinni fyrir ofan þau þar sem við fáum vatn til að vökva garðinn. Þurfum að fara með slönguna núna útá götu og aftur inn í garðinn okkar. Hann á trúlega eftir að gera okkur lífið mjög erfitt. Það er nú ekki gott fyrir hótel að hafa svona nágranna. Vonandi sættast þau eða hann hreinlega hipjar sig í burtu. Best væri ef þau hreinlega bara flyttu og seldu húsið. Við erum alla vegna búnir að fá meira en nóg af þeim og hvorugt þeirra er velkomið hingað.

Sunday, May 07, 2006

Nágrannar frá helvíti....

Nágrannarnir frá helvíti eru búin að vera að gera okkur klikkaða. Fyrir viku síðan voru þessi líka svaka læti og hávaði frá þeim að við vorum skíthræddir um að þau mundu halda vöku fyrir gestunum okkar. Þau öskruðu á hvort annað út í garði, svo var sparkað í hurðina, brotinn gluggi og ég veit ekki hvað. Við voru soldið óöruggir með hvað við ættum að gera svo við gerðum ekkert. Ekki gott að byrja samlíf með nýjum grönnum með því að hringja á lögguna. Hann kom svo hérna um morguninn daginn eftir að baðst afsökunar á þessum látum og lofaði að það myndi ekki gerast aftur. Sagði að það hefði bara verið svo mikið stress og álag á þeim og þau mundu róast. Hann sagði að frúin væri í bænum. Við sáum frúna ekki í heila viku. Svo kom hún hingað, haltrandi fyrir 2 dögum síðan með glóðarauga, marbletti og axlarbrotin. Hún hafði flúið til einhverjar vinkonu sinnar í Franschouk og verið það í einhverja daga og svo kærði hún manninn sinn og setti nálgunarbann á hann. Við vorkennum henni heil ósköp. Hún gistir núna hjá okkur vegna þess að hún var óörugg að vera ein í húsinu. Hún er að gera okkur vitlausa. Hún drekkur allan daginn og situr yfir okkur og svo samkjaftar hún ekki allan tímann. Ég gafst upp í gærkvöldi þegar hún var búin að sitja við borðið okkar síðan klukkan 2 um daginn. Ég sagði henni að þetta væri orðið gott, ég hefði ekki fengið eina mínútu með manninum mínum og við værum þar að auki að vinna líka og þyrftum á okkar tíma saman að halda. Hún hipjaði sig strax inn á herbergi. Volga hafði komið um daginn og Bói læddist með hana upp í bókasafn til þess að forðast frúna. Marise og Neil voru hérna í dinner í gærkvöldi og eru nú vön að setjast með okkur í einn drykk eða svo, en vegna þess að frúin var þarna, létu þau ekki sjá sig. Þetta er akki auðvelt að hafa svona gesti.

Svo er einhver perri farinn að venja komur sínar hérna og hangir upp á bókasafni allan daginn að glápa á svónvarpið. Hann er nú svosem að versla þannig að það er nú ekki mikið hægt að gera. Hann hefur verið að bjóða þjónunum að fá sér drykk með sér, sem þær hafna, náttúrlega. Enda er kallinn með lillann á sér úti og er að ögra stelpunum. Einhvern veginn tekst honum að koma lillanum inn alltaf þegar ég kem upp í bókasafn. Við höfum sagt stelpunum að fara ekki upp í bókasafn að bjóða honum eitthvað, hann verður bara að standa upp og fara á barinn ef hann vill eitthvað. Vonandi verður hann ekki daglegur fastagestur hérna.

Hér hefur verið ágætt að gera. Við höfum tekið ákvörðun um að loka ressanum miðvikudaga og fimmtudaga, vegna þess að það er svo lítið að gera á þessum dögum. Þetta er gert í sparnaðarskini og eins til þess að við getum fengið eitthvað smá frí. Verður reyndar ekki algert frí vegna þess að við þurfum að vera hérna og gera pantanir, taka símann og svara tölvupósti. Held það verði frábært að hafa ekki starfsfólk hérna þessa daga og geta átt kvöldin algerlega fyrir sig. Maður getur farið að elda fyrir sjálfan sig aftur. Höfum ekki getað gert það í langan tíma, vegna þess að það er alltaf eitthvað að gera í eldhúsinu og við höfum enga eldunaraðstöðu heima. Við hlökkum mjög mikið til.

Nú er farið að styttast í að Lovísa og Gabríel fari. Ég fer með þeim til Cape Town á miðvikudaginn og svo fljúga þau á fimmtudaginn til London. Það hefur verið yndislegt að hafa þau hérna og við eigum eftir að sakna þeirra mikið. Því miður hefur ekki verið mikill tími til að gera eitthvað með þeim vegna anna á hótelinu, en þau hafa nú samt haft það gott hérna. Gabríel er farinn að tala ensku sem á eftir að koma honum til góða þegar þau flytja til London.

David Alder (söngvarinn) á 70 ára afmæli í dag og verður með veislu hérna hjá okkur í hádeginu. Ca 60 gestir og við bjóðum upp á allan matinn og svo fær hann vínið á sérstökum afslætti. Hann hefur verið svo mikill stuðningur við okkur að þetta er það minnsta sem við getum gert fyrir hann. Vona að ég verði svona sprækur þegar ég verð sjötugur.

Monday, May 01, 2006

Hvernig á losna við leiðinda starfsfólk!

Já, ókei, ég er bara 47, en hver er svosem að telja. Mér finnst ég vera 94, enda finnst manni maður hafa verið hérna heila ævi. Hér er allt búið að vera á haus. Klikkað að gera, bæði á hótelinu og á ressanum. Gersamlega fullbókað og hvert metið slegið á fætur öðru í fjölda gesta á ressanum. Fullbókað meira að segja í hádeginu og fram eftir degi, þannig að þjónarnir hafa varla getað dúkað borðin fyrir kvöldmatinn. Svo hefur verið þéttsetið í galleríinu í drykkjum, spila, lesa og njóta þess að sitja fyrir framan arininn. Hér hefur verið kynnt upp í öllum arinum frá morgni til kvölds enda verið rigning og frekar svalt.

Tók annað kast á Wany. Lovísa sagði honum að hún hefði verið í vandræðum með að starta jeppanum. Hann spurði hana hvort að miðstöðin hefði verið á, sem hún og var. Þá sagði hann henni að þetta væri búið að vera svona í 3 mánuði að bíllinn neitar að starta ef miðstöðin væri á. Hún sagði Wany að segja mér þetta. Svo leið og beið og aldrei kom hann að segja mér þetta. Þegar hann var að fara með staffið heim, spurði ég hann hvort hann þyrfti ekki að segja mér eitthvað. Ha, hvað? Að bíllinn startaði ekki með miðstöðina í gangi, ég hefði aldrei tekið eftir því og af hverju í ósköpunum vartu ekki búinn að segja mér þetta. Við vorum að tala um þetta um daginn að þú myndir láta mig vita ef eitthvað væri að bílnum. Já, nei, er ekki alveg viss og ætla mér að testa þetta betur. Hvers vegna varstu þá að segja Lovísu þessa vitleysu? Það var fátt um svör. Hann alla vegna kom daginn eftir með veikinda vottorð og þarf að vera í burtu í 5 daga vegna stress einkenna (“burnt out”). Hann var víst búinn að segja einhverju af staffinu að hann væri hættur. Farið hefur fé betra og vona að hann komi ekki aftur. Þarna er víst komin aðferðin til að losna við staff sem ekki er hægt að reka. Taka þau á taugunum þangað til þau fara yfirum. Æji, það er ljótt að segja þetta, en ég er víst sekur um að hafa losað okkur við slæm eppli með reiði köstunum mínum. Vildi að ég hefði notað þessa aðferð á Gulltönn.......

Staffið er búið að vera frekar leiðinlegt alla helgina. Loana hálflasinn og það tók hana heila eilífð í gær að gera hamborgara fyrir okkur, sem komu út kaldir. Veit ekki hvað gengur af henni. Bói átti alvarlegt samtal við hana um skapið hennar og vinnubrögðin og það var nóg til þess að hún henti mér útúr eldhúsinu í gærkvöldi og sagðist ekki þurfa neina aðstoða og að hún myndi kalla á mig ef hún þyrfti á mér að halda. Ég kom á vaktina í seinna fallinu og Lovísa og Bói voru búin að borða. Fengu víst ógeðslegt pasta frá henni sem var skilað inn í eldhús aftur. Ég fékk mjög góðan pasta rétt frá henni þannig að ég hafði ekki undan neinu að kvarta. Ég er búinn að vera annars meira og minna inni í eldhúsi og ekki verið vanþörf á. Karen og Penny voru að hugsa um að labba út vegna þess að Loana hafði ekki undirbúið nægilega vel fyrir þær og Anne hafði verið ókurteis.

Svo er Charlene í eldhúsinu búinn að vera með halelúja kjaftæði og verið að hræða staffið með því að segja að það væru ljótir púkar hérna sem sköpuðu slæmt andrúmloft og það væri bölvun á hótelinu og svo væri andskotinn á vegunum um kvöldið og allir ættu að fara varlega. Djísus, þau er svo trúuð að þau trúa svona vitleysu og verða öll skíthrædd. Það get ég sagt að það er ekki einn einasti púki hérna eða draugur eða neitt slæmt. Ég er mjög næmur á það og hef oft verið hérna einn í myrkri og aldrei fundið neitt nema góða anda hérna. Það er búinn að vera svona leiðindamórall í gangi sem Bói er búin að vera að drepa í fæðingu hér og þar. Hann er ansi góður í að tala þau til.

Lovísa og Gabríel fóru til Cape Town í morgun í Tívólí. Hvorugur okkar hafði orku eða yfirleitt bara tækifæri til að fara með henni. Hún hringdi áðan og var komin í tívolíið sem verður ábyggilega mjög gaman fyrir Gabríel. Þau ætla að gista eina nótt þar og nota svo morgundaginn til að fara á markaðinn og versla smá.

Hér eru flestir búnir að tékka út og það eru ekki mörg herbergi að koma inn. Reiknum samt með því að það verði slatti að gera á ressanum í kvöld, enda 1 maí. Er að hugsa um að fara í kröfugöngu og heimta meiri vín, betri mat og einn frídag á ári.