Tuesday, June 28, 2005

Kokkurinn á spítala

Louna á spítala

Blessunin hún fröken Frekja (sem er hreint hjartagull, bara seintekin...) kom í vinnu í kvöld, ráðstefna í gangi en kerla var ekki alveg í formi, tók um vinstra brjóstið á sér en kvartaði ekkert fyrr en hún var spurð um heilsu ástandið. Þá sagðist hún hafa haft mikinn brjóstverk alla helgina, og vildi að ég fengi tíma í fyrramálið fyrir sig, ég gaf henni todd af Jagermeister og hún skánaði, klukkutíma síðar spurði hún um annan (hún drekkur ekki) og þá spurði ég hana að því hvort hún vildi ekki frekar að við keyrðum hana á spítala í kvöld. HÚN sem er eins og klettur svaraði “assablief” eða please... sem sýnir hörkuna í henni. Villi fór með hana fyrir 2 klst síðan til Caledon og ég vona bara það besta, hún er ómissandi hér fyrir utan hvað hún er erfið í skapinu og skemmtilegur karakter.

Ég sendi starfsfólkið heim og er einn hér á barnum, að “díla” við partýglatt fólk allt Afrikaans. Þau eru eiginlega ofboðslega íslenzk í hegðun, mikill hlátur og mikið drukkið, þau eru með eigin tónlist sem fyrir mér er “djöflarokk” kvelst hérna á barnum að hlusta á þennan hávaða. Veit ekki hvað klukkan er enda ekki átt klukku síðan í apríl en þá dó klukkan sem Jóhanna gaf mér í Valentínusargjöf í Febrúar. Gæti svo sem alveg fundið gemsann til að tékka á því en hér er ´timinn þanning að maður fer að sofa þegar hægt er (dag eða nótt) og vaknar með fuglunum. Villi er kominn og bloggar framhald um líðan Louna

Villi að skrifa:
Keyrði með Louna á spítalann. Náðum fyrst í Hilca-Ann, dóttur hennar. Fannst betra að hún væri líka með til að gefa mömmu sinni stuðning. Inn fór Loana og var rannsökuð. Fékk einhver lyf og fyrirmæli um að fara í rannsókn hérna í Greyton eða Genadendal. Leið eitthvað betur. Við Hilca-Ann biðum frammi á gangi og GUÐ hvað það var kallt þar. Ég var að kálast. Eftir að hafa beðið þrjú kortér gafst ég upp og fór út í bíl að fá smá hlýju. Þær komu stuttu seinna út. Loana (Frekjan) á að vera heima á morgun og fara til læknis. Verðum kokkalausir í fyrramálið og ég verð einn með Dianah, nýja kokknum. Hef ekki miklar áhyggjur af því. Það er samt verra að það tekur tíma frá öðrum verkefnum þegar fólk er svona mikið í burtu vegna veikinda. Er búinn að vera að vinna verkin hennar Joy í allan dag og svo eru það verkin hennar Loana á morgun. Svona er nú lífið hérna. Vona samt að Loana verði betri á morgun. Höfðum miklar áhyggjur af henni. Alveg eins og Joy, hún hringdi í dag og sagðist ætla að koma til vinnu á morgun. Er búin að vera í burtu í næstum tvær vikur. Heyrði samt að hún er enn andstutt, greyjið. Sagði henni að vera heima enda er hún sjúkraskrifuð fram á fimmtudag, en ónei, hún vill endilega koma til vinnu sem allra fyrst.

Heilsufarsvandamál starfsfólksins er mikið áhyggjuefni. Mikil veikindi og þetta eru ekki nein plat veikindi yfirleitt. Mikið um asthma, bronkítis og þess háttar veikindi sem stafa oft af bágum húsakosti með litla kyndingu. Virðist nú reyndar ekki vera mikið skárra hjá hvíta fólkinu hérna sem týmir ekki að kynda og þegar það kemst á hótel eins og okkar þá er aldrei nægilega hlýtt. Ráðstefnuhaldarinn var með lofkælinguna stillta á 30 gráður og tvo gas ofna að auki í gangi. Það var eins og að ganga inn í gufubað að koma þar inn. Kéllingin er ekki með neinn innri hita og kyndir því upp úr öllu valdi. Held að ráðstefnugestirnir hafi næstum farið í yfirlið yfir þessar hitasvækju.


Bói aftur...
Sendi Villa út í kuldan að reykja...svona vinnum við saman. Hjónabandið okkar hefur sýnt ótrúlegan styrk að þola álagið sem öllum vandamálunum hefur fylgt. Ef Villi er vakandi, verð ég syfjaður of öfugt. Ryþminn er orðinn samhaæfður og samt eigum við okkur okkar gæðastundir yfir videói eða með vinum eða bara í garðinum að stúdera fuglana og blómin. Villi kominn aftur...inn úr kuldanum tekur núna við.SAKNA ykkar allra elsku góðu vinir og fjölskylda.

Villi aftur:
Bói farinn heim og ég einn eftir á vaktinni. Gestirnir eru enn í góðu stuði, drekkandi kampavín og rauðvín og hafa það gott við arininn. Er enn hálfkalt og treysti mér varla úr jakkanum hérna fyrir aftan barinn. Kannski er maður að verða eins kellinginn sem vill 30 gráður. Segji ekki að mér finnist ekki gott að fara í gufubað, en að vera að hlusta á fyrirlestra þar, held ekki.! Er þreyttur en það er víst ekki mikið val. Gestirnir ganga fyrir. Ekki eins og þau séu nú mikið að bögga mann hérna á barnum. Mjög þægilegir gestir og skemmtileg tónlist sem þau spila. Slade og þess háttar góða tónlist. Veit ekki hvað Bói var að kvarta yfir þessu. Rosaleg er tæknin orðin fín. Þau komu með eitthvað pínulítið tæki sem var sett við hliðin á græjunum okkar. Útvarpið stillt á einhverja bylgjulengd og náði þá sendingu frá tækinu, sem hefur rúmlega 4500 lög í minni. Þurfum að fá svona græju, svo maður sé ekki að hlaupa hérna og skipta um diska að sparka þeim í gang þegar þeir byrja að hakka.

Jæja er kominn úr jakkanum og bíð eftir að heyra gestina fara að tala um að fara í háttinn. Heyrði eina áðan, en hún var kæfð. Þar fór einn, og vonandi fara hinir út fljótt líka. Þau virðast vera hætt að versla þannig að mér finnst þau geta alveg farið að koma sér. Já, þar fóru allar konurnar, vonandi fara kallarnir að koma sér. Út ruku þau öll, gvöði sé lof þannig að vonandi næ ég Bóa áður en hann sofnar. Lekker Slap

Monday, June 27, 2005

pirringur og næring

Sit við arininn í Galleríinu. Brjálæðislega heitt. Reyndar ekki svo ofboðslega heitt á öllum veitingastaðnum. Vetur er kominn og maður finnur fyrir því. Mjöt tæpt að það dugi að kynda vel upp í arinn til að halda hita. Bói setti gas hitara inn í matsalinn, vegna þess að það var varla nógu hlýtt þar. Er pokkalega hýtt núna þar. Þarf að snúa rauðvínsglasinu mínu annað slagið svo það verði ekki of heitt örðu megin. Hef reyndar varla drukkið rauðvín í einhvern tíma undanfarið vegna þess að mér hefur alltaf þótt það of kallt og þess vegna ekki notið þess sem skildi. Er gott núna við arininn.

Var búinn að vera úrillur og leiðinlegur í nokkra daga og skyldi eiginlega ekki hvers vegna. Fórum svo í heimsókn til Volga White í gær og maður hreinlega endurnærðist. Skyldi þá hvað maður hefur saknað þess að hitta almennilegt fólk, þ.e.a.s. vini sem maður getur spjallað við um hvað sem er. Jafnast ekkert á við það og ég hef saknað þess. Fór um daginn á Oak and Vigne, einn,,,,, vegna þess að Bói þurfti að hvíla sig. Við erum næstum því á vaktarskiptum hérna og eigum því ekki mikinn tíma fyrir hvorn annan. Ekki hjálpar það nú!. Höfum það samt yndislegt saman þegar við gefum hvor öðrum tíma.

Hitti ekki Lindu, en við hittum hana hérna fyrir utan í dag. Bói sagði henni kjaftasöguna sem væri að koma fra henni. Þvílíkt kjaftæði, ekki frá mér, þessi bær er fullur af kjaftasögum sagði hún, og við trúðum henni. Linda er soldið bitur kona, en hún er oftast heiðarleg. Jenny og Noelle komu í hádeginu í smá drinkie poo. Gott að hitta þær. Höfum varla séð Noelle í heila eilífð og Jenny höfum við ekki hitt í smá tíma núna. Hún hefur verið lasin og haft gesti o.s.frv. Þetta eru góðar konur og miklir vinir. Við erum núna að skipuleggja að halda upp á jól. Það er mjög oft gert hérna í lok júní og við ætlum líka að sla saman og vera með. Bið Bóa trúlega um að fara í jólasveinabúninginn og svo eldum við öll saman kalkún og hamborgarhrygg og s.frv. Hlakka til. Er búinn að vera á haus í dag í pappírsvinnu. Maður finnur fyrir því að Gleði hefur ekki verið í vinnu í tæpar tvær vikur. Það bara staflast upp pappírsvinnan. Hún er búin að vera svo lasin i slæmu asthma kasti greyjið. Er eitthvað að lagast samt og vonandi fer hún að koma aftur til vinnu. Hún segir að þetta sé bara þessi tími af árinu. Það er kallt og þá kemur þetta.

Á morgun er önnur ráðstefna hjá okkur þannig að það er eins gott að maður undirbúi allt vel. Eldhúsið er til og bara smá undirbúningur eftir sem verður hægt að gera snemma í fyrramálið. Reiknuðum með að loka um átta í kvöld vegna þess að það var ekkert að gera, en þá strunsuðu inn tvö “borð” sem eru að snæða núna. Við ætluðum að panta okkur pitsu, já það er hægt hérna. Jafnast náttúrlega ekkert við pitsurnar á Horninu, en það eru nú samt pitsur. Jæja þau voru búin að loka, vegna þess að það er ekkert að gera. Svona er þetta hér í Greyton. Mjög lítið að gera á þessum tíma og þess vegna sérlega ánægjulegt hvað það hefur verið gott að gera hjá okkur. Okkur finns að það sé að skila sér að einhverju leiti það sem við höfum verið að gera hérna og það er meira og meira af “lokal” fólki sem kemur hérna í dinner. Gott !

Saturday, June 25, 2005

Gróa á Leiti

Erum búnir að vera að nota vikuna til að enduhlaða orkuna sem var orðin ansi lítil eftir þessa annasömu helgi og svo aðra ráðstefnu sem er búin að vera alla vikuna. Fór til Somerset West á mánudaginn að skila borðbúnaði sem við leigðum. Gleði og Hilca-Ann höfðu tekið allt saman og talið, þannig að ég treysti því að það væri rétt. Daginn eftir var hringt frá leigunni og þá vantaði slatta af borðbúnaði. Hilca-Ann hafði sem sagt ekki talið rétt, ótrúlegt þar sem þar vantaði 22 diska m.a. Veit ekki hvernig þetta er hægt. Þetta kostaði mig aðra ferð til Somerset West og það er nú ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Þetta er eins og að keyra í Hólminn frá Reykjavík, þannig að það fór rúmlega hálfur dagur í þetta. Var ekki mjög ánægður og las yfir stúlku kindinni. Ef maður getur ekki treyst því að þau geri það sem ætlast er til af þeim, þá höfum við enga þörf fyrir að hafa þau á launaskrá. Það eru reyndar ansi margir starfsmenn búnir að vera að fá svipaðan fyrirlestur.

Bói er búinn að vera á eftir garðyrkjumanninum í rúmar tvær vikur og hamra á því við hann að nota augun og halda garðinum við. Hann hefur verið að gleyma verkfærum útum allt og gleymir að tæma ruslafötur og fleira. Þetta er soldið pirrandi, en svona er þetta bara. Við erum með mjög strangt eftirlit með öllu nú orðið og það hefur áhrif. Hér er allt farið að ganga mun betur.

Mamma hennar Jóhönnu kom með manninum sínum og vinum á miðvikudagsmorgun. Þá var ég því miður í Somerset West, vegna þess að Hilca-Ann vann ekki vinnuna sína (ókei, ég er hættur að kvarta). Þau voru mjög hrifin af hótelinu okkur. Þau gista hjá Hermanni með Jóhönnu og hún er víst búin að skipuleggja mikil ferðalög með þau út um alla Afríku.

Hér eru búnir að vera rafvirkjar að vinna við lagfæringar á rafmagnsmálum. Ýmislegt búið að vera að, en vonandi er þetta komið í pokkalegt lag núna í bili alla vegna. Það eru takmarkanir fyrir því hvað við getum gert vegna þess að það er enn ekki búið að gefa út rafmagnsvottorð. Þess vegna er sumt hálfgerðar skítareddingar.

Búið að vera hlýtt og notarlegt undanfarið. Farið upp í rúmar 22 gráður á daginn, en verður ansi skarpt á kvöldin. Hér er kveikt upp í tveim arinum alltaf á kvöldin, þannig að það er hlýtt og notarlegt og mjög rómantískt á kvöldin inni. Vorum með tónleika í gær, eins og alltaf á föstudögum. Það voru nú ekkert mjög fjölmennt, enda er það alltaf eins hérna. Eftir svona viðburðaríka helgi þá dettur allt niður í smá tíma á eftir.

Keypti mér úr um daginn á 99 rönd (rúmlega þúsund kall). Það gekk ágætlega í eina viku. Þá datt einn takkinn af og það byrjaði að ganga vitlaust. Trúlega hefði maður bara hent því ef þetta hefði gerst á Íslandi. Hérna notaði ég Africaans attitude og fór í búðina og sagðist vera mjög óánægður með þetta úr, sem væri algert drasl. Gengi vitlaust og takkinn dottinn af. Heimtaði annað úr og spurði hann hvort þetta væri áræðanlegt merki. Ódýr Cartier eftirlíking sem heitir Cawelon. Úr fjarlægð gæti það litið út fyrir að vera Cartier, og var reyndar spurður af gesti hérna hvort þetta væri Cartier úr. Nei sagði ég enda eins og flestir vita, þá erum við nú ekki uppteknir af einhverjum merkjum. Hann fullyrti að þetta væri mjög gott merki og þetta væri alger undantekning. Ég sagðist þá ætla að þiggja annað úr, sem ég fékk. Þetta hefði maður aldrei gert áður en maður flutti hingað.

Maður er farinn að nota þessa Africaans hegðun við ýmislegt annað. Það er einn birgir búin að vera að hringja hingað nokkrum sinnum, yfirleitt eftir að Gleði er farin og þau segja hverjum sem er að það eigi að fara að loka reikningum okkar og senda allt í innheimtu. Við vorum smá á eftir með greiðslu, en við verslum líka mikið við þá, þannig að manni fannst þeir ættu að hafa smá þolinmæði. Ég alla vegna hringdi í sölou svæðisstjórann og sagði honum að þetta væri óþolandi. Það væri alltaf hringt eftir skrifstofutíma hjá okkur, þau væru dónaleg og skiluðu hótunum til þess sem svaraði í símann hverju sinni. Hélt að við værum góðir kúnnar, sem væru alltaf í skilum og versluðum mikið, værum því miður smá á eftir núna, en það yrði gert upp mjög strax. Hann baðst afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Maður þarf að vera soldið mikið upptekinn af sjálfum sér og ekki að líða neinn skít. Þetta Africaan fólk sem getur verið svo dónalegt limpast yfirleitt niður um leið og maður byrjar að svara þeim fullum hálsi, á rólegan og kurteisan hátt. Virðist vera það eina sem þau skilja.

Það var slatti að gera í kvöldmat í gær og allt gekk mjög vel. Frekjan var í stuði í eldhúsinu. Gestir sem hafa komið hérna frekar oft töluðu heillengi við Bóa við borðið og voru að segja hvað það væri ótrúlegt að sjá allar breytingarnar sem við höfum gert. Maturinn og þjónustan væri til fyrirmyndar að öllu leiti. Sögðu líka hvað það væri gaman að sjá hvað við værum að gera mikið fyrir Greyton. Gaman að sjá hvað það væri mikið af fólki á staðnum og tónlistina á föstudögum. Sögðu að það væri mikið talað um Greyton Lodge og hvað við værum að gera góða hluti, heyrðu bara jákvæða hluti.

Það er nú samt ekki allt svona jákvætt í bæjarslúðrinu. Heyrðum um daginn að það það hefði verið hérna 4 manna borð að snæða kvöldmat hjá okkur. Það hefði verið eina borðið og þeim hefði verið sagt að það væri ekki til steik. Þvílíkt kjaftæði. Það var eitt 5 manna borð (ráðstefnugestir) og tvo 2 manna borð og nóg til af steik þar að auki. Þetta gátum við rakið til Lindu “vinkonu” okkar sem er stjóri á Oak and Vigne, sem er mjög vinsælt kaffihús hérna. Ætla að reka þetta ofan í hana, við fyrsta tækifæri. Það kemur svona slúður alltaf annað slagið og yfirleitt ber einhver það í okkur. Erum orðnir vanir þessu og getum yfirleitt alltaf rakið það til einhvers. Erum farnir að þekkja þessar “Gróur á Leiti” í Greyton. Heyrum minna af þessu jákvæða slúðri þannig að yljar hjartað að heyra svona jákvæða hluti um okkur.

Ætli maður skreppi ekki bara í lunch á eftir á Oak and Vigne og láti “einhvern” heyra það. Alltaf gott að losa sig við neikvæða orku þannig. Tek það ekki út á Bóa eða staffinu á meðan. Maður er svosem ekki með neina neikvæða orku þannig séð enda er mjög bjart yfir okkur, fullir bjartsýni þrátt fyrir ýmislegt sem gæti verið betra.

Thursday, June 23, 2005


flottir? Posted by Hello

Og ein mariuerla Posted by Hello

Teir elska avextina af morgunverdarhladborinu Posted by Hello

tessir gulu eru Vefarar, tessir graenu/grau eru kanari og tessir blau eru starrar Posted by Hello

her koma loksins fuglarnir Posted by Hello

Wednesday, June 22, 2005

GULLBRUDKAUP MÖMMU OG PABBA

Fyrst af öllu til mömmu og pabba, til hamingju !!!!!!!! með 50 árin 17 Júní. Það var alltaf ætlunin að hringja,en . . . . . með öllu sem á gekk þann dag leið dagurinn og nóttin...Vonandi áttuð þið fjölskyldan hamingjuríkan dag.
Jæja, héðan er fullt frétta. Eiginlega svo mikið að Villi verður að blogga líka, ég er svo hægvirkur á þessar græjur.

Fyrst það leiðinlega (smá af því). Kokkarnir voru nálægt því að koksa Þjóðhátíðardaginn vegna skipulagsleysis, þrátt fyrir undirbúningsfundi og undirbúning, reyndar var matseðillinn erfiður því að það voru tæplega 50 manns hér í mat á íslenzkum a´la carte, að sjálfsögðu á NÁKVÆMLEGA sama tíma. Við breyttum galleríinu í veitingastað þanning að það var viðbót við daglegan rekstur.

H a f ð i s t að lokum og allir ánægðir með matinn. Laugardagurinn var mun skárri eftir alvarleg samtöl við kokkana, skárri...? Nei, hann gekk frábærlega í alla staði. Barinn var opinn til 02.30 um nóttina, þá settum við niður fæturnar, gátum hreinlega ekki meir enda vinnudauginn orðinn 20 klst daglega í 3 sólarhringa. Gestirnir mótmæltu, vildu vita hvar “næturklúbbarnir væru”!!! Ég svaraði þeim til þá að þeir væru búnir að vera á þeim eina í Greyton ALLT kvöldið, glætan að halda að “Búðardalur eða Hvanneyri” sé með næturklúbb eða klúbbi. Gestirnir mættu síðan í morgunmat og þökkuðu okkur sérstaklega að hafa endað partíið hjá þeim, sumir voru mjög veiklulegir.

Jæja, svo “týndust” 500 sprittkerti í anzi marga daga, eftir einstaklingsviðtöl við alla “fundust” þau í dag...Guði sé lof og prís!!!!

Jæja, þá er það í jákvæða tóninn. Starfsfólkið hérna er með samskotavikur. Hver og einn leggur í pott vikulega 100 Rönd ( 25 % af launum sumra!!!). Og eitt þeirra fær allan pottinn. Mér finnst þetta frábært, sýnir samhug og gerir “potthafanum” kleift að fjárfesta í hvort sem er ofni, fötum eða öðru sem launin hrökkva ekki fyrir. Áherzlurnar eru reyndar dálítið undarlegar, sum þeirra eiga ekkert af mublum, EN nýjustu sjónvarpsgræjurnar og steríótækin standa á gólfinu.SAMT finnst mér þessi pottur lýsa smá árangri í hópeflisvinnunni hér (Takk RAGNA).

Hér er hávetur, styttsti dagurinn var í gær, 22 stiga hiti og 6 kg af appelsínum plús 2 kg af sítrónum voru tínd af trjánum. Blómahafið er mun meir en að sumri (allar próteurnar og köllurnar+++++++), samt segja þau að ágúst sé blómamesti mánuðurinn...hlakka til!

Jæja Villi er búinn að gera athugasemd við hversu slóv ég sé. Hann bloggar einhverju áhugaverðara.
Lov end líf jú. Bói.

P.s. Hlakka alveg rosalega til að hitta Lovísu og Gabríel bráðum.

Monday, June 20, 2005

Þreyttir og úrvinda

Þetta er búin að vera svakleg helgi. Með ráðstefnuna, tónleikana, Winter festival, 17 júní og ég veit ekki hvað. Rafmagnið búið að vera að fara trekk í trekk. Sem betur fer var Ami hérna í gærkvöldi til að sjá um viðhaldamálin og redda rafmagninu. Hann kom til mín á barnum og sagði: vá þetta er svakalegt. Þá var hann búinn að setja rafmagnið á aftur ég veit ekki hvað oft. Búin að taka alla vatnshitara úr sambandi og alla ísskápa ásamt fleiri tækjum sem taka slatt af rafmagni. Ég sagð við hann: Velkominn í okkar heim! Svona er þetta búið að vera hérna. Bærinn hreinlega þolir ekki þegar það koma svona margir gestir og allir eru með rafmagnsofna, hitateppi, hárblásara, sléttujárn og fara í sturtu á sama tíma. Það er hreinlega ekki nóg rafmagn í Greyton fyrir þetta. Við ætlum á bæjarskrifstofuna á morgun að kvarta og heimta meira rafmagn. Við héldum fyrst að þetta væri bara útaf öllu rafmagnsklúðrinu sem er hérna, en ó nei. Það hafa öll gistiheimili og allir veitingastaðir verið að glíma við þetta. Sem betur fer er allt eldað hérna á gasi þannig að eldhúsið gengur, og svo eru bara kertaljós og rómantík.

Þetta var mjög seint kvöld í gær. Allt gekk eins og í lygasögu. Engin vandamál, enda svosem nóg búið að lesa yfir staffiun um skort á undirbúning og skipulagninu. Ráðstefnu gestirnir voru með diskó og karókei í gærkvöldi. Allir í gala klæðnaði og mjög smart. Hef samt aldrei séð aðra eins drykkju. Gott fyrir innkomuna en Vá!. Voru samt engin vandamál. Klukkan tvö tilkynntum við þeim að nú væri tími fyrir seinasta umgang á barnum. Sögðum þeim svo um hálf þrjú að við þyrftum að loka. Þá spurðu nokkrir: hvar er næturklúbburinn? Við sögðum; þetta er næturklúbburinn, þið hafið breytt þessum stað í næturklúbb. Þau villud meira,e en þeim var þá sagt að við værum að hætta leyfinu okkar ef við leyfðum þessu að halda áfram. Þau keyptu 3 flöskur af sterku, fullt af gosi og klökum. Keyrðu út fyrir bæjinn og slógu upp partýi. Vonandi nógu langt frá okkur þannig að við fáum ekki kvartanir.. Báðust svo öll afsökunar í morgun á því hvað þetta hefði verið seint. Bói sagði þeim að því miður mættum við ekki afgreiða áfengi svona seint en þau hefðu verið svo þægileg og skemmtileg og greinilega að skemmta sér svo vel, að þetta hefði ekki verið neitt mál

Við hrundum í rúmið um 3, og svo á fætur um 7. Ekki mikill svefn, enda vorum við gersamlega búnir á limminu. Morgunmatur gekk vel. Ég var inn í eldhúsi að steikja egg og beikon með Silvíu. Þegar þau voru búin fór ég heim að hvíla mig. Gat ekki sofnað, var alltof mikil spenna í gangi. Hvíldist samt til hádegis, og var eiginlega bara endurnærður, ótrúlegt! Bói hafði verið miklu þreyttari en ég. Hann hafði þurft að fá sér jagermeister til að róa sig. Var á eftir staffinu um allt að sjá til þess að þau væru að vinna verkin sín. Ekki vanþörf á stundum, eða oftast, eða þannig. Hann hefur breytt fuglabaðinu í matsölustað fyrir fuglana. Hefur sett þar afganga af morgunverðarhlaðborðinu og fuglarnir eru brjálaðir í það. Höfum aldrei séð svona marga ólíka fugla í garðum áður og það í návígi. Ótrúlegt litadýrð í þeim. Set inn myndir seinna. Við alla vegna eyddum eftirmiðdaginum í að horfa á fuglana, þangað til Bói fór að hvíla sig. Núna er byrjuð ráðstefna númer tvö. Reyndar bara mjög lítil, en samt. Það kallar á undirbúning og skiplagninu. Er búin að vera að skipuleggja matseðlana þeirra allan tímann sem þau verða hérna. Allt eins vel undirbúið og hægt er.

Frekjan stóð sig vel í kvöld. Reynar ekker mikið að gera en þó. Svo kom ég inn í eldhús þegar húnvar búin með allar pantanir og þá var hún að byrja að steikja þrjú fiskflök. Spurði hana hvað hún væri að gera Hún hafði þá tekið upp hjá sér sjálfri að gera mat handa okkur og Ferdi (píanó spilaranum). Hafði áhyggjur af því að við værum ekki að borða. Fallega hugsað hjá henni og sýnir kannski hvað hún er farin að hugsa vel til okkar. Ég sagði henni að við gætum ekki borðað fisk eins og hann er eldaður hérna og svo er fiskurinn bara ekki eins góður og á klakanum. Ég tók mig til strax og eldaði fisk líka eins og maður gerir heima, ýsu í raspi. Vá hvað það’ kom á óvart. Hann var bara eins góður og góð steikt ýsa getur verið. Lét alla smakka og það voru allir sammála að okkar aðferð að elda fisk væri betri þannig að núna verður besti fiskur í Suður Afríku hjá okkur.

Náði því miður ekki að setja þetta á netið í gær. Varð allt í einu bara of mikið að gera. Ég var svo þreyttur þegar við komum heim í gærkvöldi að maður bara lognaðist útaf. Þegar klukkan hringdi í morgun gat ég bara ekki vaknað, þannig að Bói bauð mér að sofa út. Ég steinrotaðist aftur, sem er mjög óvanalegt, vegna þess að yfirleitt vakna ég bara og get ekki sofnað. Svaf ekki lengi. Djö... síminn hringdi. Það var einn af gestunum. Rafmagnið farið hjá þeim. Þetta er þvílíkt ástand hérna með rafmagnið. Dreif mig á fætur og fór með rúllurnar í hárinu og setti rafmagnið á. Þurfti að vera við rafmagnstöfluna til þess að setja það á aftur og aftur. Ekki gaman, og svo bara var maður glaðvaknaður og ekki séns að fara að leggja sig aftur. Sendi því Bóa í rúmið og er á vaktinn. Í dag er sól og heiðskírt. Verður mjög hlýtt í dag. Gott þegar gula fíflið nennir að skína á okkur. Ráðstefna í gangi aftur. Mjög þægilegur hópur og verður lítið vesen á þeim.

Ætla inn í eldhús á eftir að kenna Silvíu að elda fisk á íslenskan hátt. Þoli ekki hvernig fiskur er eldaður hérna með roðinu, í olíu og eldaður til dauðans þannig að hann verður ofeldaður og þurr. Þetta er gegnum gangandi hérna alls staðar. Fiskur er bara næstum óætur að okkar mati hérna vegna þess hvernig hann er ofeldaður. Verður gaman að sjá hvernig þetta fer í gesti. Steikt ýsa með fullt af steiktum lauk og remolaði. Nammi namm. Remolaði þekkist ekki hérna, en við höfum gefið nokkrum gestum það með Fish and Chips og allir hafa hælt þessari sósu mikið.

Saturday, June 18, 2005

Radstefna og hlaup

Her er allt buid ad vera a haus. Enginn kokkur a fimmtudaginn tannig ad eg var med eldhushlekkina og kokkadi fyrir gesti og gangandi asamt tvi ad undirbua fyrir radstefnuna sem er buin ad vera um helgina. Silvia var I frii og tar sem hun hefur verid buin ad vinna svo mikid med faa fridaga vildum vid ekki kalla hana inn. Frekja turfti ad fara til Cape Town vegna veikinda I fjolskyldunni. Tetta var hid versta mal enda fengum vid tad I hausinn.
Vorum a hlaupum fra tvi eldsnemma i gaer til midnaetur. Ta hofdum vid ekki fengid matarbita fra hadegi tegar vid fengum okkur eitt runnstykki med kaefu. Tad var bara ekki timi. Staffid fekk ekkert ad borda heldur tvi midur. Tad gekk allt a afturfotunum og vid vorum i eilifum skitareddingum. Rett nadum ad redda flestu fyrir horn tannig ad gestir urdu litid varir vid tetta. Vid erum alla vegna urvinda.
Heldum fund med ollu staffinu eftir ad vid lokudum i gaerkvoldi og vonandi er buid ad tryggja ad hlutirnir gangi betur. Svo voru 17 juni tonleikar hja okkur ad auki i gardinum tar sem ca 100 manns (radstefnu gestir ekki taldir med) komu. Tonlistin var frabaer tott tad vaeri soldid kalt undir lokin. Ferdi spiladi, Dave song og Val og svo kom kor. Mjog flott, en tvi midur sa eg ekki midid af tonleikunum, enda laestur fyrir aftan barinn efir ad hafa verid med elshushlekkina fra tvi um morguninn. Islenskur matur fyrir alla radstefnugestina og nokkur utanadkomandi bord ad auki. Hangikjot med Rucola sem kom aldrei og uppgotvadist ekki fyrr en tad atti ad setja tad a diskana. Notudum kal I stadinn, svo fanns ekki parmasan osturinn, tannig ad madur var um tad bil ad fara ad grata, tegar hann loksins fanns nedst I einni frystikystunni. Var sem betur fer buinn ad gera aedsilega saeta, sterka engifer sosu sem var med. Sjavarretta supan a’al Hofy var geggjud. Svo var lambalaeri med sykurbrunudum kartoflum, hamborgarhryggur med raudkali (sem Boi gerdi skv. Uppskrift fra mommu hans) og svo var steikt ysa med lauk og remoladi (sem Boi gerdi). Svo voru ponnukokur med rjoma og sulut og skyr kaka. Tokst reyndar ekki ad gera skyrid. Fengum ekki nogu godan jogurt (lifandi) tannig ad Frekja gerdi ostakoku sem vid kolludum skyr koku. Maturinn var mjog godur og fell I godan farveg med miklu hrosi fra gestum
Tar sem tad hafdi ekki verid gerur naegilega mikill undirbuningur, ta voru tetta svakaleg hlaup. Mikil hlaup med bord og stola og brjalad ad gera a barnum. Rafmagnid slo ut itrekad tangad til vid tokum alla vatnshitara ur sambandi. Uppvaskadomurnar gerdu kraftaverk ad vaska upp ur koldu vatni og tvi litla sem timi var til ad hita a gasinu, Svo stifladist klosett i tveim herbergjum og kukurinn flaut um allt. Turftum ad kalla Ami ut til ad laga tetta. Stifla einhvers stadar I leidslunum. Djisus, tetta var svakalegt og er ekki buid enn! Settum Ami a vakt fra 6 I kvold til 10 tannig ad vonandi getur hann sinnt ollum tessum malum jafn odum og tau koma upp.
Voknudum fyrir klukkan 6 i morgun til ad byrja undirbuning. Rafmagninu slo ut adur en eg var buinn ad klaeda mig tannig ad tad var hlaupid til ad sla rafmagnid aftur a. Morgunmatur byrjadi 7 og ta var allt a haus aftur. Svo byrjadi rafmagnid ad sla aftur aut a adalbyggingunni. Tetta er ekki normal, frettum ad tetta hefdi gerst a fleir veitingastodum I Greyton I gaer. Liklega er tetta eitthvad med lelega spennu, spennufall eda eitthvad a rafmagninu I baenum. Allar leidslur gamlar og hanga is staurum vid goturnar. Tetta er ekki gaman. Hjalpadi Frekju med morgunmatinn. Tad er slatti ad steikja egg og beikon, omelettur og eggjahraerur og eg veit ekki hvad fyrir 30 manns tar sem allir vilja fa tetta a sama tima. Allt gekk mjog vel. Svo er gala dinner hja teim i kvold med dansleik og det hele. Reiknum med frekar seinu kvoldi. Tetta eru ekki taegilegir gestir, flestir africaans og tad er ruddalegasta og havaerasta folkid herna. Naestum eins og islenskir togarsjomenn tegar teir koma I land og detta I tad.
Jaja ma ekki vera ad tessu, tarf ad hlaupa. Tad er ad koma kaffihle hja teim.

Hildur Armannsdottir atti afmaeli i gaer a tjodhatidardeginum. Til hamingju med daginn Hildur min. Alltaf gaman ad tjodin skuli halda svona vel upp a afmaelid titt.

Wednesday, June 15, 2005

Undirbúningur, undirbúningur og enn meiri undibúningur

Erum búnir að vera á fullu að undirbúa ráðstefnunar báðar. Ráðstefnusalurinn er tilbúinn. Ami og Oliver eru búnir að vera að snyrta þar fyrir framan, mála og þrifa og gera snyrtilegt. Svo er búið að vera að þétta hurðir og glugga. Þetta er allt svo gamalt hérna að það er allt óþétt og næðir inn þegar það blæs og trúið mér hér getur blásið hressilega rétt eins og klakanum. Búið að breyta arninum í galleríinu. Hann hafði alltaf verið til vandræða og mjög erfitt að kveikja upp í honum og halda við eldnum. Kom í ljós að það var feik “antik” hlíf framan á og þegar hún var tekin í burtu, kom í ljós stórt eldstæði og nú er ekkert mál að hafa stóra brennu þar. Við erum með þrjá arina i aðalbyggingunni og það er nú eina kyndingin sem við höfum, þannig að það er kveikt upp í þeim öllum stórir eldar sem gerir þetta mjög huggulegt og rómanstísk á kvöldin.

Fórum til Sommerset West í dag til þess að leiga borðbúnað og kaupa glös. Þetta er svo stór hópur sem verður hjá okkur um helgina og ef eitthvað utanaðkomandi koma í dinner þá vantar ýmislegt. Þess vegna þurftum við að leiga þetta dót. Kaupum að sjálfsögðu meiri borðbúnað þegar við höfum betri tíma. Held að við séum bara nokkuð vel undirbúnir líka. Óvanalega snemma. En það eru alltaf einhverjar sérþarfir hjá gestum sem kalla á hlaup á seinustu stundu.

Vorum í dinner hjá David og Margaret í gær. Var bara nokkuð huggulegt þó að kellingin sé nú ekki sú skemmtilegasta. Bói þurfti að fara útaf gestum sem létu ófriðlega og voru með dónaskap við eina þjóninn (Hilca-Ann) sem var á vakt. Ótrúlegt hvað sumt af þessu hvíta hyski getur verið dónalegt við litað fólk. Þau lifa hreinlega enn í gamla aðskilnaðartímanum þegar þau gátu komið fram við litaða eins og þræla. Sorglegt að sjá þetta. Erum farnir að þekkja týpuna langar leiðir. Yfirleitt heilsa þau ekki, þó að maður heilsi þeim og ef maður segir eitthvað þá næstum því hunsa þau mann. Ótrúlega dónalegar og leiðinlegar týpur. Tekur líklega margar kynslóðir að hreinsa afleiðingar aðskilnaðarstefnunnar hérna. Vorum til tæplega miðnætur hjá þeim. Góður matur og góð vín. Þau eru bæði bresk og fluttu hingað fyrir 5 árum til að vera nær dóttir sinni og barnabörnum, en hún giftist SA manni og flutti hingað. David og Margaret eru samt ótrúlega einangruð hérna þá að þetta sé besta fólk. Það er bara soldið erfitt að aðlagast kúlturnum hérna. David sagði að það hefði breytt lífi sínu þegar við fluttum hingað. Þau eru nefnilega bæði hætt að vinna og hann nýtur þess í botn að koma hingað á hótelið og hjálpa okkur að skipuleggja tónleikana og svo að syngja. Hann er mjög góður söngvari og eiginlega er maður bara hissa að hann skuli ekki hafa lagt þetta fyrir sig. Margir gestir hjá okkur spyrja mikið um það hver þessi frábæri söngvari sé. Halda sjálfsagt að hann se einhver svo frægur að maður ætti að vita hver hann er.

Verðum með óvænt tónlistaratriði 17 júni. Ferdi, Paul, Val og David ætla að sjá um þetta og það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer. Erum að hugsa um að hafa tónleikana í garðinum þrátt fyrir að það sé farið að kólna. Fólk getur bara klætt sig vel og komið með teppi. Enda er ekkert pláss fyrir mikið meira en 35 gesti í galleríinu og við verðum með 30 ráðstefnugesti á tónleikunum, þannig að garðurinn er eini möguleikinn okkar.

Búið að vera mjög þægilegt veður í dag. Heiðskírt og þægilegt hitastig. Aðeins að verða skarpt núna um sjöleitið. Það eru nokkur herbergi bókuð og eins nokkur borð í dinner, en reiknum nú samt ekki með því að verða mjög busy eða seint kvöld, en maður veit aldrei

Annars er ég búinn að vera á fullu í pappírsvinnu. Erum að fara í hart við fólkið sem seldi okkur. Það er enn ekki búið að gefa út rafmagns vottorð og það hafa verið gerðar þvílíkar skítareddingar hérna í rafmagni að maður er eiginlega bara hissa að þetta hefur ekki brunnið yfir fyrir löngu síðan. Erum búin að vera í samskiptum í gegnum lögfræðinga síðan í desember og ekkert er að gerast. Erum komnir með nýjan lögfræðing er er harður nagli og vanur að eiga við svona mál og loka þeim. Hann ætlar að verða mjög harður við þau. Vonandi getum við bara lokað þessu máli sem allra fyrst vegna þess að við höfum ekki getað ráðist í endurbætur í neinum rafmagns málum vegna þess að vottorðið vantar. Þangað til það hefur verið gefið út getum við nefnilega lítið gert. Höfum nú samt gert meira en má, en það var af illir nauðsyn og hreinlega þoldi enga bið. Vonum alla vegna að það verði hægt að klára þetta sem allra fyrst vegna þess að við höfum miklar áhyggjur af þessum málum.

Sigurjón Guðmundsson í Íslandsbankanum í Lækjagötu, góður vinur okkur á afmæli í dag og við sendum honum okkar bestu kveðjur frá vetrinum í Suður Afríku.

Ps. Jói minn, skil það vel að maður á þínum aldri geti ekki alveg fótað sig í þessum flóknum tölvu málum. Bói neitar að koma nálægt e-mail meira að segja. E-mail addressan okkar er greytonlodge@kingsley.co.za

Anna Kristen. skv. Jóa þá býr maðurinn á hvíta hestinum með honum. e.t.v. ættir þú að setja þig í samband við hann. Nei það verðru bið á að við komum heim. Hvernig ættum við að geta það þegar við erum í krísustjórnun frá því snemma á morgnanna þangað til seint á kvöldin og höfum varla komist út af hótelinu í smastund. Njóttu frísins í Þýskalandi.

Saturday, June 11, 2005

Hlýtt og yndislegt

Nú er sumar og sól hérna. Var reyndar mjög kallt í morgun þegar eg for að ná í staffid. Datt niður í núll gráður í nótt, en það er heiðskírt og sólin skín og því orðið þægilega heitt. Það er slatti af gestum hjá okkur um helgina og búið að vera soldið að gera í hádeginu líka. Alltaf gott þegar eitthvað er að gera.

Fengum okkur “Jómfrúar” hádegismat. Þ.e.a.s. síld og rúgbrauð, bakaða lifrakæfu með sveppum og beikon, spægipylsu og fleira. Og svo náttúrulega bjór og snaps. Fannst við næstum vera á Jommunni, bara svo miklu fallegri staður og betri matur. Skemmtum okkur við að spauga um það hvernig næturlífið hefði verið. Hver var með hverjum. Voru nú svosem ekki áhugaverðar umræður, eins og þær voru oft á Jommunni um helgar.

Pantaði steikta ýsu í kvöldmat í gær. Fékk reyndar ekki ýsu, heldur Hake sem er svipaður fiskur. Hann var eldaður til dauðans og ekkert sérlega góður. Svo fengum sykurbrúnaðar kartöflur með, sem manni fannst nú ekki alveg passa. Kokkunum tókst samt að búa til remoladi og steikja lauk þannig að hluta til var þetta nú eins maður fær á Klakanum. Er að hugsa um að reyna aftur í kvöld. Þær eru alltaf að reyna að gera okkur ánægða og fara stundum skrítnar leiðir. Þar hafa svo oft gert sykurbrúnaðar kartöflur fyrir okkur að trúlega halda þær að það sé uppáhaldið okkar með öllum mat. Silvía var nú reyndar með þetta skrifað allt saman hvernig nákvæmlega þetta ætti að vera, en stundum (og reyndar frekar oft) lesa þær ekki og hugsa lítið um hvað þær eru að gera. Þær eru nú samt bestu skinn báðar og eru að reyna að gera sitt besta.

Verð með fund með þeim báðum á eftir til að skipuleggja fæðið fyrir báðar ráðstefnurnar sem eru fram undan. Önnur byrjar 17 júní og að sjálfsögðu verðum við bara með íslenskan mat. Lambalæri með sykurbrúnuðum, Hamborgarhrygg og steikta ýsu, þ.e.a.s. ef mér tekst að kenna þeim að gera hana almennilega. Í forrétt verður sjávarrétta súpa a´la Hófý og hrátt hangikjöt (reykt lamb) og í eftirrétt verður skyr kaka og pönnukökur með rjóma og sultu. Það verður gaman að sjá hvernig þessi matur fer í Suður Afríkubúa. Svo ætla ég að fá þær til að gera fiskibollur og kjötbollur a´la Lillian tengdamamma og setja á hádegismatseðilinn. Nammi, namm. Höfum prófað þetta flest allt á gesti hérna og þeir slefa yfir þessum mat. Finnst hann æðislegur. E.t.v. eru matarvenjur hérna ekkert svo ósvipaðar okkar. Verðum samt ekki með Þorrablót, hef ekki trú á að það gangi vel í fólk hérna.

Takk fyrir commentið Jói (Kokkur). Gaman að heyra frá þér.

Kanarí fuglarnir eru á fullu hérna í garðinum núna. Ofboðslega fallegir og mjög gaman að heyra í þeim. Þeir virðast vera á blindafylliríi af berjaáti og syngja mjög skemmtilega. Það er svakalega mikið fuglalíf hérna í garðinum hjá okkur og gaman að fylgjast með þeim. Jenny gaf mér bók um fugla Suður Afríku og hún hefur verið mikið notuð af okkur til að vita hvað þeir heita allir saman.

Friday, June 10, 2005

Veturinn er að koma

Sit hérna úti rétt rúmlega klukkan átta að morgni. Skítkalt, það fór niður i núll gráður í nótt. Bíllinn var allur hrímaður og ég þurfti að skafa. Það er nú samt heiðskírt, þannig að þegar sólin kemur, þá hlýnar fljótt. Hilca-Ann er að dúka borðin í garðinum. Grasið er allt frosið, þannig að það er næstum eins og að labba á snjó. Hún þarf næstum að skafa af borðunum. Hún er ótrúlega dugleg oftast, en þetta fannst mér nú samt hámark dugnaðarins hjá henni, enda ekki mjög líklegt að einhver komi og vilji morgunmat úti núna. Núna er bara beðið eftir að snjórinn komi í fjöllin. Það er víst mikið aðdráttarafl í því, vegna þess að fólk sér ekki snjó hér oft. Því er reiknað með að fólk þyrpist hingað til að sjá hann þegar (og ef) hann kemur.

Það er búið að vera svakalega rólegt að gera hjá okkur. Varla sést gestur og við höfum lokað klukkan átta og keyrt staffið heim. Það verður nú samt eitthvað að gera um helgina en svo verður næsta vika mjög róleg líklega. Svo erum við með tvær ráðstefnum í röð þannig að þá verður mikið að gera. Hlakka til, vegna þess að það kemur svona einhver leti í mann (og staffið líka) þegar það er svona lítið að gera.

Búið að vera rottu og músa faraldur hérna. Það er eins og þær komist allsstaðar inn. Samt er búið að eitra og eitra og það eru gildrur útum allt. Það eru nú samt vísbendingar um að þessu sé að linna. Get ekki sagt hvaða, gæti fælt fólk frá þvi að koma. Við erum að hugsa um að fá okkur reykbombur og svæla restina út. Þurfum þá að loka í tvo daga. Gæti nú svosem verið ágætt fyrir okkur Bóa, vegna þess að þá komust við kannski í burtu í smá frí. Ætlum nú samt að sjá aðeins til í nokkra daga, áður en við ákveðum að gera það.

Erum á fullu að tæma ráðstefnu salinn, eina ferðina enn. Svo á að þrífa hann hátt og lágt. Höfum notað staffið í að þrífa mjög vel núna þegar svona rólegt er. Eldhúsið er allt að koma til. Það var nú ekki mjög gott ástand þar. Staffið virðist ekki hafa mikið frumkvæði að alvarlegum þrifum, nema því se sagt til.

Þarf líka að fara til Caledon að ná í peninga fyrir launum og versla inn fyrir eldhúsið. Höfum haft öll innkaup í lágmarki og því pantað lítið frá birgjunum okkar. Gleði er búin að vera veik alla vikuna. Er með slæmt asma kast. Asmi er ótrúlega algengur hérna, sérstaklega hjá litaða fólkinu. Ekki kannski skrítið miðað við hvernig þau búa. Fæst hafa þau heitt vatn eða einhverja ofna, þannig að það verður skítkalt inni hjá þeim. Oft á morgnanna þegar maður fer að ná í staffið, sér maður fólk fyrir utan hjá sér að kveikja upp eld til að hlýja sér. Það er sorglegt að sjá þessa fátækt hérna hjá þessu fólki. Þau eru á ótrúlega lágum launum og öll rafmagnstæki kosta það sama eða meira hérna en á Íslandi. Tókum eftir þessu þegar við byrjuðum að endurnýja öll rúmin og línið hjá okkur. Þetta var eiginlega allt dýrara en þegar við versluðum allt fyrir Tower á sínum tíma á Íslandi. Virðist vanta alla samkeppni á þessu hérna.

Er orðinn loppinn á höndunum og get því ekki skrifað meira í bili. Love and leave you.

Tuesday, June 07, 2005


Hér vex allt. Það má ekki spýta útúr sér ávaxtastein, þa vex upp tré. Þetta er gömul spíta sem var sett niður til að styðja við aðrar plöntur. Hún er allt í einu farinn að lifna við og sprotar að koma útúr henni. Þetta er land gnægtra! Posted by Hello

og móttakan okkar eftir ad henni var breytt. eins og þið sjáið eru mublurnar okkar komnar útum allt á hótelinu. Stóllinn hans Bóa fra Noregi, skennkurinn okkar og þar fyrir aftan er skrifborðið hans afa Posted by Hello

Man ekki hvad þetta heitir, en þetta er víst rándýrt á Íslandi. Vex hérna útum allt villt Posted by Hello

Bói er nú aðeins líka að leika sér með skreitingar hér og þar um hótelið. Í þessari skreitingu eru blóm úr garðinum, Rós, Lavender og einhverskonar sóley? Posted by Hello

Og þad eru alltaf einhver blóm úr garðinum eða úr náttúrunni notuð sem borðskreitingar inni Posted by Hello

Þykkblöðungarnir í blóma eru notaðir sem borðskreitingar á úti borðunum Posted by Hello

???? bæði í rauðu og appelsínugulu

Veit ekki hvað þetta er, en sykurfuglarnir (þessir sem eru eins og marglitu fuglarnir sem við setjum jólatré. Vissi ekki að þeir væru til fyrr en við sáum þá hérna i hundraðatali) er vitlausir í blómin. Posted by Hello

Laukerta ??? tré hlaðið ljúffengum ávöxtum Posted by Hello

Havai rósirnar hafa nú verið á fullu allan tímann síðan við komum Posted by Hello

Guava Posted by Hello

held þetta sé camelía líka Posted by Hello

Köllurnar eru líka byrjaður aftur Posted by Hello

Hortensían er byrjuð aftur Posted by Hello

Sunday, June 05, 2005

Bóa blogg

Jæja, kæru vinir og vandamenn, ætla að efna loforðið um “blogg” í dag. Sumarveður, hiti og sól hefur kætt mann. Er búinn að nota daginn eftir þrif með þjónum í morgun, í bókalestur. Sat í 4 tíma með blómabók sem ég fann í kistu hér, með sér áherzlu á Suður-Afríku. Hún var mér meiri hjálp en allar hinar bækurnar mínar að heiman og frá Noregi í að finna nöfn á það sem vex hér í garðinum....og það vex ALLT hér. Sat líka og stúderaði fuglabók til að reyna að finna ensk nöfn á allt fiðurféð hér í runnum og trjám.

Sit hér núna í síðdegissólinni og hlusta á fuglasöng og Ferdi og Paul vera að æfa sig. Það er hræðilegt að hlusta á Paul á klarinettunni, hann er svo hryllilega falskur, vildi óska að fuglarnir fengju að njóta sín. Capekanarífuglarnir eru alveg frábærir. Söngurinn í þeim er svo húmoristískur, það er eins og þeir séu bæði í hláturskasti og á fyllríi.

Það var mjög gott að gera í gær á veitingastaðnum og frábær kommment á matinn, enda halaði starfsfólkið inn tippi. Gott alltaf sem hvatning. Já, og eftir þrifin og endurskipulagningu í eldhúsinu okkar er allt staðsett nær kokkunum og þjónunum. Það er eins og þau vanti alla skipulagsgáfur svona burtséð frá Gleði og Gulltönn og stundum Amie. Gulltönn er ein á kvöldvaktinni núna, hringdi um hádegið og sagðist ekki koma vegna fótaþreytu. Ég lét hringja í hana aftur eftir að hafa fengið upplýsingar um að hún hefði planlagt þetta, kærastinn hennar er víst hér (Percy), og hún hafði sagt Smjörlíki að hún nennti ekki í . Fjölskyldan hennar sagði að hún kæmi þá vafinn um fætur og yrði að sitja í stól. Ég sótti kerlu og get hvorki séð bindin né heldur að hún haltri... svona er þetta bara.

Gilitrutt (þvottahúsið) var tekin á teppið í morgun, hafði ekki læst þvottahúsinu þegar hún fór í gær, hún er líka farin að hanga mikið í eldhúsinu, kemur að framan verðu svo við sjáum það ekki, er endalaust að sýna mig í kökkenið til að hræða hana. Hún hefur fitnað heil ósköp og því ekki vanþörf á hreyfingu. Amie er líka í klípu eftir að hann og Óliver fóru klukkutíma of snemma úr vinnunni á föstudag, skiljandi verkfæri eftir á glámbekk og millitengi sem hann hafði lánað ásamt okkar rafmagni að okkur óspurðum... oohhh þetta er svo vanalegt að þrýstingurinn fer ekki einu sinni upp við þetta lengur. Er smá saman að átta mig betur á þessu þorpi...

Henrietta Vlugter ( sú sem kærði okkur til lögreglu vegna hávaði í brúðkaupinu í nóvember virðist vera að angra fleiri hér í þorpinu. Í nýjasta tölublaði þorpblaðsins er hún með innleg í “Velvakanda”, þar sem hún greinilega er að verja sig vegna lögreglukæru á annað gistiheimili hér í bæ. Yndislegt að fylgjast með smáborgaraskapnum í þessu fisefine pakki. Nei takk, læt mér heldur líða vel í þessum garðaheimi mínum, get látið líða vikur milli ferðanna upp götuna.

Sakna alveg ofboðslega orðið eðlilegra samræðna við “normal” fólk... hlakka til að fá Lovísu og Gabríel í Júlí, Kristján í September og Gulla, hvenær sem hann nú kemur. Kristján Andri og Anna Fríða (Forsætisráðuneytinu) eru að skipuleggja ferð í Nóvember fyrir Lögfræðingafélagið (50 manna hópur), Vonandi tekst okkur að hitta þau, já og svo veit ég að Hófý kemur líka aftur einhverntíma í vor (sept/okt). Gússý mín þú ert svo líka velkomin hvenær sem er... Ragna þetta eru soddan nízkubrækur sem búa hér að við verðum að spara til að koma þér hingað aftur. Jæja, og hvernig er svo sumarið á landinu Bláa ? Heitt, kalt, rigning, sól, snjór ? Ástarkveðjur til allra, lov end líf jú, Guðmundur.

Saturday, June 04, 2005

Er Ofboðslega stoltur af veitingastaðnum okkur

Hér er allt á fullu. Stór hópur að halda upp á afmæli. Og svo fullt af utanaðkomandi fólki í dinner. Leit nú ekki vel út í upphafi. Fröken Frekja kom á vakt um tvö leitið og þá fyrst fattaði hún að það var ekki til blómkál, en það átti að vera Blómkálssúpa með Blue cheese, og ekki heldu til nóg lamb. Stundum er bara eins og þau hugsi ekki og skipuleggji ekkert fram í tímann. Bói fór með hana til Genadendal, en þar bý hún. Hún átti einn blómkálshaus heima, Kahleena (Afríkudrottningin) átti engan, og einn haus fanst í einni búðinni þar. Þar með reddaðist það.

Ekker lamb til og slátrarinn búinn að loka. Bói fór á hnén og gat grátið út tvö læri. Allt hráefni til sem sagt og allt leit út vel út. Bói var nú ekki í góðu skapi þegar ég kom úr pásunni minni sem ég hafi mili eitt og fimm. Enda búinn að standa í veseni og bara einn þjónn á vakt sem þurfti að sjá til þess að einhver væri sýnilegur ef gestir kæmu. Oft erfitt að stóla á það.

Allt er samt að ganga vel núna. Þarf að skreppa að syngja amælissönginn með staffinu fyrir afmælisbarnið

Kominn aftur. Þau eru í skýjunum yfir öllu. Ferdi er á píanóinu og lék undir. Smá fyndið, veit ég má ekki segja það, en samt, látum það flakka.......

Áðan var eitthvað uppnám inni á veitingastaðnum. Bói var að taka steppdans inni á veitingastaðnum. Vissi ekki hvað var í gangi. Þegar ég kom inn sagði Gulltönn mér að hann væri að reka mús út. Eitt borðið hafði sagt honum að það hefði verið mús undir borðinu þeirra. Og Bói var á fullu að stappa niður fótum í indíána dans og reyna að reka hana út. Ég byrjaði að taka þátt í þessu og allt í einu var ég kominn upp í herbergið með afmælisboðinu. Þau voru öll hlægjandi og spurðu hvort að ég væri að leita að forréttinum. Nei ég sagði þeim, lítil mús hefði komist inn. Þeim fannst það í góðu lagi og sögðu okkur að slaka á. Hérna væri fólk vant þessu. Það er að koma vetur og auðvitað leita þær inn í hitann. Hér eru þrír arinnar í gangi, Hlýtt og notalegt og kerti á öllum borðum ásamt blómum. Virklega rómatískt og notalegt.

Erum hægt og rólega að hlaða orkuna í okkur aftur. Greinilegt samt að staffið þarf rasskell aftur. Blessuð börnin okkar. Viröist þurfa reglulega. Undirbúningur fyrir þetta kvöld var fyrir neðan allar hellur og fullt annað í ólagi. Tökum á því á morgun.. Gekk samt allt upp á endanum.

Man ekki hvort ég sagði frá því að foreldrar Bóa hringdu. Gott að heyra í þeim. Upp í eldhúsi er núna listi frá Lillian (mömmu Bóa) um hreinlæti. Frekja þekkti sum ráðin, en ekki samt öll. Æji, ég er bara ofboðslega stoltur og ánægður og líka ákaflega mikið ástfanginn af manninum mínum. Endilega hringjið elsku vinirnir okkar eða sendið tölvupóst, comment eða SMS. Finnst alltaf vænt um það! GSM númerið er: +27 83 861 3220.. Árni það hefur ekkert heyrst frá þér síðan þú vakti mig upp um miðja nótt (rúmlega ellefu) Þætti vænt um að heyra frá þér.

Love and leave ú

Ps. Bói bloggar á morgun. Hann lofar því........................

Friday, June 03, 2005

Það er föstudagur

Og mikið að gera eftir mjög rólegan tíma. Herman og Philipus, Jenn Leauner, Jenny Debellow (eða hvernig það er nú stafað), Linda og Jóhanna eru hérna ásamt Volga. Hef því miður ekki haft mikinn tíma til að sjalla við þau. Ferdi er á píanóinu og David er að syngja. Flott tónlist og góð stemming. Tvö pör eru búin að vera að dansa í galleríinu og það er alltaf gott að sjá hvað það er góð stemming.


Er samt ekkert mikið bókað í kvöld í mat. 3 herbergi í gistingu og ekkert þeirra hefur tékkað inn ennþá. Fór og setti á ljós og þessháttar. Vonandi koma þau fljóttþannig að þau éti hér og drekki áður en þau fara að sofa.

Bói er búinn að vera upptekinnn í eldhúsinu að þrífa og breyta. Og svo réðst hann á móttökuna. Verð að segja að ég ég mjög stoltur af honum. Hann hefur endurheymt orkuna sína. E.t.v. vegna þess að Pabbi og mamma hringdu í hann í gærkvöldi. Alla vegna hefur hann afrekað mikið hér í dag. Ég hins vegar var í bókhaldi, e-mail og fór svo til Caledon til að ná í peninga til að borga launin.

Lífið er gott hérna. Erum farnir að hvílast betur og ná meiri orku. Verð víst að fara að tékka á eldhúsinu og tékka á gestunum

Love and leave u