Saturday, December 31, 2005

Gleðilegt nýtt ár

Og megi nýja árið færa okkur öllum mikla hamingu og frið. Ég var nú kannski í of mikilli fílu þegar ég skrifaði seinasta blogg. Auðvitað hata ég ekkert jólin og mér finnst vænt um jólahyskið (Eins og Bára mútta kallar jesúsbarnið í jötunni og co). Ætla að athuga þetta með krulljárn og Pollyönnu. Er alltaf mikill skaphundur til að taka á svona pakki.

Það er búið að vera mjög mikið að gera áfram og ekkert lát á því. Allt gengið mjög vel, maður hefur rétt verið inn í eldhúsi meðan mesta törnin gengur yfir og svo hefur maður bara getað slakað aðeins á, en svo sem enginn friður til þess. Við fengum okkur hangikjet sem eg eldaði í fyrradag, en það var nú ekki einu sinni friður til að borða það. Það eru eilífar truflanir, annað hvort frá gestum eða starfsfólki. Stundum finnst mér eins og ég búi í raunveruleika sjónvarpi og það sé fylgst með hverri einustu hreifingu hjá manni. Maður á sama og ekkert prívat líf.

Haldið að við höfum ekki fengið kaup tilboð í hótelið allt í einu upp úr þurru. Munaði litlu að við segðum bara já strax og byrjuðum að pakka, en þetta var alltof lágt og við hefðum tapað alltof miklu á því. Þau eru nú samt ansi ýtinn þannig að það er aldrei að vita hvað kemur út úr þessu. Við reyndar sögðum að við værum ekki í neinum sölu hugleiðingum og ættum fullt eftir að gera hérna. Eigum von á öðru tilboði frá þeim og þá er aldrei að vita hvað við gerum..........Það væri nú geggjað ef þetta gengi eftir!

Jæja, essgunar, má ekki vera að þessu. Erum með rúmlega 50 manns (það er met hjá okkur) í gala dinner í kvöld hérna og það á eftir að undirbúa fullt. Megi Guð og góðir vættir gefa ykkur gott nýtt ár. Skemmtið ykkur vel í kvöld, við ætlum að reyna það alla vegna með allskonar fíflaskap. Bói er búinn að taka fram sprengjurnar og ætlar að vera á fullu að henda kínverjum inn á ressanum. Love and leave you

Ps. Takk fyrir öll commentin, lá við að ég skammaðist mín fyrir hvað ég var neikvæður. Ætla að vera í Pollíönnu leik restina af árinu og ég er viss um að nýja árið verður mun betra.

Wednesday, December 28, 2005

Ég hata jólin !

Og hana nú

Það er búið að vera alltof mikið að gera og við erum þreyttir, bæði andlega og líkamlega. Það er búið að vera klikkað að gera á ressanum, en því miður ekki eins mikið í gistingu eins og við vonuðum.

Höfum haft erfiða gesti og svo vegna þess að Gleði er í veikindafríi þá er maður bara læstur í skrifstofuvinnu allan daginn og fer svo inn í eldhús að kvöldin að redda, Búinn að fá nóg og veit ekki alveg hvernig við komum til með að vinna úr þessu. Ætlum að reyna að sigla í gegnum þessa vertíð og sjá svo til.

Í gær mætti ég hérna með rúllurnar í hárinu. Var ekki í góðu skapi og reyndar eiginlega búinn að ákveða það fyrirfram. Ami (viðgerðarmaðurinn) hafði skilið lestina fyrir utan ráðstefnusalinn og aðra borðplötuna og það rigndi og allt hefði getað skemmst ef við hefðum ekki sjálfir (eins og alltaf) tekið þetta inn. Byrjaði á að ræða við hann. Hvað er eiginlega að þér? Er ekki hægt að treysta neinu. Lestin sem þú eyddir 2 dögum í að gera skilin eftir úti í rigningunni og borðplata. Erum að finna verkfæri eftir þig útum allt. Er þér alveg sama eða hvað. Þegar klukan slær 5 ertu bara farinn og hvað með allt? Það var fullt af öðrum hlutum sem ég tók upp, og þetta var ekki þægilegt. Bað hann bara að hugsa um hvað hann væri að gera hérna og að klára það sem hann byrjaði á.

Svo var það Gilitrutt og Margret. Herbergi 10 færði Ami og Jaco skáp og lokuðu hurðinni innan úr húsinu og opnuðu sér inngang inn í herbergið. Því miður gleymdist að þrífa þykkt ryklag fyrir aftan þar sem skápurinn var. Hvað er eiginlega að ykkur. Það eru þrjár manneskur sem bera ábyrgði á þessu og hvað ég er fegin að herbergið var afpantað. Það hefði verið neyðarlegt að fá gesti í það svoan. Finnið útúr því sjálf hver ber ábyrgð á því en það er alla vegna ekki ég.

Hárið var farið að þorna og rúllurnar farnar að taka í þegar gestir komu sem höfðu verið í dinner kvöldið áður. Ekki mjög ánægðir og höfðu alvarlegar kvartanir. Þegar þau voru að gera upp reikninginn hafði þjóninn komið á borðið þeirra og beðið um PIN númerið á gullkortinu og þeim brá svo að sú gamla lét þjóninn fá númerið og núna hafði hún áhyggjur af því að við myndum misnota þessar upplýsingar. Sonur hennar hótaði mér hernum í SA ef eitthvað kæmi upp á. Mér leið ekki vel með þetta en sagði þeim að þetta væru mjög alvarleg mistök frá þjóninum okkar og ég myndi eiga alvarlegt samtal við þá alla um þetta. Bað afsökunar aftur og aftur. Þegar þau loksins fóru kom næsta holskefla!

Hollensk kona sem var búin að gista hjá okkur í 4 nætur. Verið í skýjunum yfir öllu. Staffið hafði verið svo yndislegt, maturinn svo góður og allt æðislegt. (Hún var reyndar búin að vera erfið með fullt af sérþörfum, en við erum vanir því). Hún var æst og og virkilega reið. Sagðist vera í uppnámi vegna þess að við værum að svindla á henni. Herbergið væri skítugt og ógeðslegt og hún ehefði fengið versta herbergið hérna og hún ætlaði sko ekki að borga fullt verð. Ég sagði henni að hún væri búin að gista hérna í 4 nætur og að hún skyldi vera að kvarta núna þegar hún væri að tékka út segði mér að hún væri bara að reyna að fá afslátt, sem hún fengi ekki. Ef hún borgaði ekki reikninginn þá myndi ég ná í lögregluna. Hún var svo hávær að ég endaði á að fara með hana í herbergið og biðja hana um að sýna mér hversu skítugt þetta var. Þetta var orðið mjög vandræðalegt enda allir aðrir hótelgestir í morgunmat. Hún var svo æst og hávær að ég endaði á að sleppa mér og hækkaði röddina. Ég öskraði á hana að ég myndi ná í lögguna og hún gæti bara hipjað sig vegna þess að við þyrftum ekki á svona gestum að halda.

Þetta voru erfið orðaskipti og hún var brjáluð. Ég endaði á að fara heim að gráta og biðja Bóa um að koma á fætur og taka á þessu. Ég bara gæti ekki meir (hugsa að ég hætti að nota rúllur í hárið). Þegar hann kom þá var hún farinn. Hún fór upp á Tourist info og kvartaði. Nicky (formaður) endaði með því að fara með hana til læknis vegna þess að blóðþrýstingurinn var kominn upp úr öllu valdi og hún var í uppnámi. Nicky kom svo seinna hingað og bað okkur um að taka þetta ekki útaf kortin hennar vegna þess að það gætu orðið málaferli útaf þessu. Djísus kræst... Sjáum til hvernig þetta fer.

Pipartréð (nýr samkeppnisaðili) er búið að vera lokað síðan fyrir jól. Eigandinn og kokkurinn (ein og sú sama) lést í bílslysi á þorláksmessu) Við höfum því fengið alla gesti þaðan að auki við allt annað. Ég hata jólin og get ekki beðið eftir því að þeim ljúki og þessu ári sem hefur verið Annum Horribles fyrir okkur.

Við erum þreyttir og þreyttir og þreyttir og erum bara að reyna að sigla í gegnum þessa vertíð án þess að drepa okkur...... En ég hata jólin og get ekki beðið eftir að þeim ljúki ásamt þessu ári. Er viss um að nýja árið verður betra við okkur......

Sunday, December 25, 2005

Gleðileg Jól

Hér hafa nú svosem ekki verið mikil jól hjá okkur. Við erum líklega eini staðurinn í Greyton sem er eitthvað jólalegur, enda höfum við skreitt mikið að íslenskum sið. Það var pakkað í mat hérna í gærkvöldi. Ég fékk þessa geggjuðu hugmynd um að smíða lest og láta lestina koma fulla af mat í stað þess að vera með hlaðborð. Ami var í 2 daga að smíða lestina og Wany var svo einn dag að mála hana. Þetta voru nú bara þrjú borð á hjólum sem var smíðað utan um þannig að leit út eins og lest. Svo keyrðu kokkarnir lestina út úr eldhúsinu með matinn. Þetta var mjög skemmtilegt og gerði mikla stemmingu. Við vorum bunir að gera fólk í Greyton mjög forvitið. Við auglýstum í blaðinu hérna “kemur jólalestin til Greyton? Allt getur gerst á GL!” Það var búið að spyrja okkur og allt starfsfólkið í þaula, en við höfum verið þögulir sem gröfin og sagt fólki að það þarf bara að koma og sjá hvað gerist hérna.

Svo kom Greyton Band, með trompeta, harmonikkur, gítara og ég veit ekki hvað. Mikil stemming og maturinn var mjög góður. Allt saman gekk vel upp og Bói fór í jólasveina búninginn og sagði sögur af íslensku jólasveinunum. Ferdi spilaði og Karen tróð upp og söng. Það voru tveir voða stoltir sem fóru í háttinn um miðnætti í gær. Svo er núna aðal dagurinn. Hádegismatur verður fullur staður hjá okkur, lestin mun keyra aftur, hattar og sprengjur og væntanlega mikil stemming.

Takk öll sem hafa hringt. Hef því miður ekki haft tíma til að svara öllum tölvupóstum, en Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

jolasveinninn i Greyton sendir ollum jolakvedjur og bestu oskir um nyja arid, med tokk fyrir tad lidna.. Posted by Picasa

Karen og Margret bunar ad finna pakkana sina. Allir voru mjog anaegdir med gjafirnar. Posted by Picasa

Fullt af pokkum undir jolatrenu Posted by Picasa

Greyton band kom og fyllti stadinn af jolatonlist Posted by Picasa

Jola lestin kom til okkar, full af mat og godgaeti Posted by Picasa

Monday, December 19, 2005


David Alder og Valery a tonleikunum seinasta fostudag Posted by Picasa

Pamela Duff (ritstjorinn af local bladinu herna, greinilega buin ad taka okkur i satt) var herna med systir herna. Posted by Picasa

Dansad a bordunum Posted by Picasa

Anne med modur tilfinningua........... asamt Mir Posted by Picasa

Boi i kosakkadansi med Gilitrutt Posted by Picasa

and hotter - Gulltonn og Ami Posted by Picasa

Mir og Anne i godum filing Posted by Picasa

Vangadans - margaret og eg Posted by Picasa

Nu veit eg hvers vegna Boi er buinn ad vera ad drepast i bakinu..... Posted by Picasa

Petro togadi Ami yfir audveldlega Posted by Picasa

leikir sem Loana stjornadi Posted by Picasa

Wany og Loana Posted by Picasa

Jaco, Gulltonn og Ami Posted by Picasa

tjuttad og trallad Posted by Picasa

Oewerzicht, tar sem vid heldurm arshatidina Posted by Picasa

Tveir voða þreyttir

Þetta er einn þreyttur sem skrifar þetta. Vorum með 90 manna brúðkaup í gær sem gekk mjög vel, hjúkkit. Var nú ekki alveg vandræðalaust, nokkrir hnökrar, en afskaplega lítið sem gestir tóku eftir. Ég var um morguninn að tæma barinn af víninu okkar og fylla á vínin sem þau komu með sjálf. Þvílíkur burður og allt var fullt af mat, klaka, sterkum drykkjum, gosi, creme brulee, súkkulaði kökum (sinful temtation) og það var bara ekki pláss fyrir neitt. Ég sett lofkælingu inn á skrifstofuna okkar, en því miður gerði hún meira ógagn en gagn. Þetta voru endalaus hlaup út í gegn allan daginn og enginn tími fyrir neitt. Staffið var Ohhhh, en stóð sig nú samt vel. Sumir voru orðnir svo þreyttir þegar þeir fóru heim að þeir voru að sofna fram á borðið. Hef smá skilning með þeim, en...... ég er búinn að vera á rúmlega tvöfaldri vakt seinasta árið og var ekki eins sýnilega þreyttur og flest af þeim.

Það var sett upp tjald í garðinum og dansgólf. Við vorum reyndar búnir að leggja áherslu á að þau myndu dansa inni en nei, á seinustu stundu ákváðu brúðhjónin að diskóið skyldi vera úti og gestirnir ráða, er það ekki? Við höfðum miklar áhyggjur vegna þess að seinast þegar við vorum með dansleik úti þá misstum við næstum því vínveitingaleyfið vegna kvartana frá nágrönnum. Þessi plötusnúður hafði alla vegna meiri skilning á því en flestir að stilla niður bassan og lækka tónlista þega það voru róleg lög. Hann alla vegna spilaði til eitt og við eiginlega bara biðum eftir löggunni sem kom aldrei. Þau tjúttuðu þvílíkt hérna úti í garði og mikil og góð stemming.

Geðveik ummæli um matinn, þrátt fyrir smá hikk up í eldhúsinu. Kjúklingurinn kláraðist en það náðist að gera meira og bæta á nokkrum mínutum seinna. Allir voru ánægðir og við enduðum um 3 og þá voru bara brúðhjónin eftir með einni vinkonu. Gáfum þeim kerti svo þau gætu setið áfram í garðinum og lokuðum. Vöknuðum svo um 7, Djísus ég var svo þreyttur að ég bara komst ekki á fætur og sagði Bóa að ég kæmi aðeins seinna. Hann hringdi 5 mínútum seinna og sagði að staffið væri ekki komið inn ennþá fyrir utan Karen og Mir, sem löbbuðu báðar. Wany sem átti að koma með staffið hafði sofið aðeins of lengi og þar af leiðandi komu allir aðeins of seint. Þannig að maður bara dró sig upp á hárunum og dreif sig af stað í vinnu. Allt gekk vel um morguninn og allir ótrúlega hressir, meira að segja þeir sem höfðu verið hvað drukknastir á barnum. Held meira að segja að sumir af þeim hafi litið betur út en maður sjálfur, og ég get nú sagt það að maður leit betur út en flest staffið sem var að sofna, eða leit alla vegna út fyrir það.

Það voru tveir stoltir sveinar sem röltu heim um miðja nótt í gær eftir að hafa lokað. Það voru geðveik ummæli um matinn og þjónustuna frá næstum öllum sem við ræddum við og gott ef við ræddum ekki aðeins við alla. Ég var á barnum, í eldhúsinu, með þjónunum upp við borðin, opnandi vínflöskur og að bera í þá. Það er gaman þega vel gengur en því miður vitum við að þetta myndi aldrei ganga svona vel án okkar. Við náðum nú samt smá pásum inn á milli (úti á bílastæði, enda fólk alls staðar). Borðuðum kvöldmat inn í eldhúsi seint og illa. Ekki að maður hefði lyst, en maður verður jú víst að borða. Andinn var góður hjá staffinu. Mörg af þeim unnu tvöfalda vakt, og höfðu bara nokkurra klukkustuna hvíld um miðjan daginn. Get nú samt ekki haft mikla samúð með þeim þegar þau kvarta og rak þau af stað þegar ég sá þau sitja og hvíla sig. Mitt líf hefur verið tvöföld vakt síðan við komum hingað hvern einasta dag. Kannski smá ósanngjarnt, en.....

Jæja, never mind. Við vorum stoltir þegar við röltum heim og eins þegar við tékkuðum út gestina í morgun. Það er nú alltaf besti hlutinn þegar gestirnir tékka út, eru ánægðir og við fáum aurana okkar....... sem eru nú ekkert of miklir.

Það er gæðastund þegar allir eru farnir og við sitjum einir úti í garði. Ég alla vegna opnaði hvítvín um eitt leitið og heimtaði að fara til Jenny í smá drinkie poo, Við keyrðum þangað um tvöleitið en því miður var enginn heima þannig að við komum bara aftur hingað, einn hvítvín í viðbót ég var búinn. Fór heim að sofa og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir sjö. Var talsvert átak að koma sér á fætur, enda mikil uppsöfnuð þreyta, en komst samt. Það eru ca 5 borð og eldhúsið er í slow motion í kvöld og alla vegna tvö borðin eru mjög erfið. Vona bara að þetta gangi allt vel. Það eru tveir kokkar á vakt, e.t.v. þreyttir frá því í gær, en það er ég líka.........

Wednesday, December 14, 2005

Annum horibles

Árshátíðin gekk vel. Það var farið í leiki, dansað, grillað, etið og drukkið. Þetta var frábært og mikill liðsandi í gangi. Við náðum að troða okkur öll 16 í báða bílana okkar. Fóru 8 mjónur í BMW og 8 fullvaxnar í Landroverinn. Var nú eiginlega bara mjög fyndið. Ég set inn myndir seinna.

Hér er búið að vera mikið að gera. Alltaf bætast á mann verkefnin, ekki nóg með að maður sé að vinna sitt eigið starf, heldur starfið hennar Gleði líka ásamt fleirum verkefnum sem bara hlaðast á mann. Það hringdi einhver fyrir hana Karen í gær og sagði að hún væri lasin og kæmi líklega ekki í vinnu fyrr en um helgi. Þetta klukkutíma áður en hún ætti að mæta í vinnu. Það þyrmdi yfir okkur og það fyrsta sem manni datt í hu7g var bara hreinlega að loka þessum ressa. Þessum manni var sagt að Karen þyrfti að hringja sjálf persónulega í mig eða Bóa til að tilkynna veikindi. Hún alla vegna hringdi ekkert. Veit ekki alveg hvað við gerum með hana. Allt í einu erum við bara með einn kokk. Loana sem er kletturinn í eldhúsinu og ekki alltaf sú auðveldasta. Hún vinnur núna tvöfaldar vaktir. Í gær kom svo símtal, það var Dora vinkona okkar að spyrja hvort okkur vantaði nokkuð lærðan kokk sem væri með reynslu, í vinnu. Já, að sjálfsögðu. Penny kom svo í viðtal í gær og starfsferilskráin hennar lítur mjög vel út. Við alla vegna ákváðum að taka hana til reynslu í 2-3 vikur. Hún er með talsvert hærri launakröfur en Loana þannig að það getur skapað vandamál, en við getum vonandi unnið úr því ef hún reynist vel.

Hér er ýmislegt að koma upp á yfirborðið og þeim mun dýpra sem við köfum í hérna á skrifstofunni kemur meira óhreint í ljós. Við erum búnir að vera að kafa ofan í launa útreikninga og komist að ýmsu þar. T.d. með lán eða fyrirfram greiðslur sem hafa verið dregin af sumum og öðrum ekki og hvergi skrifað niður. Virðist allt hafa verið í kollinum á Gleði og hún virðist vera með óhreint mjöl í pokanum. Vitum t.d. að það hefur verið dregið of mikið af sumum og eiginlega varla neitt af öðrum og virðist það fara eftir því hversu há greindar vísintölu fólk hefur, þeir sem eru “einfaldastastir” hefur verið dregið allt of mikið af og þeir sem eru “klárastir” of lítið, svona er þetta alla vegna skv. Bókhaldinu. Sumt af þessu var að koma upp á yfirborðið þegar Gleði fékk taugaáfallið sitt. Við alla vegna setjum sama sem merki þar á milli að við vorum að uppgötva ýmislegt og farnir að spyrja erfiðra spurninga. Veit ekki hvernig við höndlum það með Gleði þegar hún kemur tilbaka ef hún kemur þá yfirleitt einhvern tíma aftur.

Svo er það Gulltönn. Það er búið að þrengja netið gagnvart henni. Eftirlitið með peningum er orði svo strangt að hún hefur ekki getað stolið einum eyri héðan. En þá er áfengi byrjað að hverfa og einkennlegar tegundir sem hreifast varla. Dýr lokal vín, sígarettur og dýr innflutt vín eins Contrieau sem enginn SA búi pantar sér. Erum komnir mjög nálægt því að ná henni en ekki alveg. Hilca-Ann (dóttir Loana) ætlaði ekki að koma í árshátíðina og kona sem hún býr hjá kom útí bíl þegar Bói var að sækja liðið og sagði að einhver í bílnum væri að gera hluti sem væru ekki góðir. Bói alla vegna hitti konuna í dag og náði að spjalla við hana. Hilca Ann var þá að tala um Gulltönn og hafði einhverja vitneskju um að hún hefði verið að stela hérna. Við föttum svo sem ekki hvernig fjólskyldan hennar getur lifað eins og þau lifa. Þau hafa byggt við húsið sitt síðan við fluttum hingað og húsið þeirra er eitt það allra flottasta. Þau er með gervi hnatt sjónvarp, pabbinn á bíl. Foreldrar hennar reykja bæði 2-3 pakka á dag og Gulltönn sem á að vera eina fyrirvinnan er með um 20.000 ÍSK á mánuði. Þetta er ekki hægt og svo virðist sem allt staffið sé að benda á hana núna, en því miður er ekki alltaf hægt að stóla á að það sé rétt vegna þess að þau eru ekkert alltof góð hvort við annað.

Er búið að vera mjög mikið álag á okkur með allt þetta vesen. Það er ekki nóg með að maður sé að gera sína eigin vinnu, vinnuna hennar, Gleði og svo allt þetta herta eftirlit. Það hreinlega þyrmir yfir mann stundum, eins vel og okkur fannst hlutirnir vera farnir að ganga hjá okkur. Svona er lífið í SA. Erum með 90 manna brúðkaup um helgina þannig að það er allt búið að vera á fullu í undirbúningi og líklega þurfum við að fara til Somerset West að versla ýmislegt sem vantar á morgun. Sumt höfum við getað leigt hérna en sumt er bara ekki fáanlegt. Svo eru jólin að koma og það er mikið bókað hjá okkur. Það eru sem sagt ekki rólegri tímar fram undan. Get ekki beðið eftir að þessi jól og nýjár séu búin. Við höfum verið að gantast með það að þetta ára hafi verið “Annum horiblas” (Eins og drottning Elísabet orðaði það), eða versta ár í lífi okkar. Hlökkum til þess að byrja nýtt ár sem getur varla orðið verra en þetta.

Sunday, December 11, 2005

Staffa vanda mál

Hér er allt búið að vera í uppnámi hjá staffinu vegna launa mála. Einhver hefur komið þeirri bólu inn hjá staffinu að það eigi að fá “13” mánuðinn borgaðan sem jóla bónus. Þau hafa verið að tuða og tuða um þetta í eldhúsinu og svo verður alveg dauðaþögn þegar maður kemur inn. Bói hringdi í “manpower” til að athuga hvað væri rétt og var sagt að þeir sem væru á samning ættu rétt á að fá þrettánda mánuðinn greiddan ef það væri skilgreint í samning. Annars ekki og þar sem enginn starfsmaður hérna er með samning við okkur þá á enginn rétt á þessum þrettánda mánuði. Bói er búinn að berja þetta inn í hausinn á þeim með mörgum samtölum, en þetta er nú kannski ekki búið ennþá. Ómögulegt að vita hverju þau taka upp á. Það var einn aðfangadag hérna hjá fyrrverandi eigendum sem allt staffið fór í verkfall vegna þess að þau voru ekki ánægð með jólabónusinn.. Eigum nú svosem ekki von á því, en........

Svo er búið að vera að tuða í hverju horni útaf árshátíðinni sem við verðum með á morgun. Einhver (Gulltönn) kom því inn í staffið að árshátíðin væri bara fyrir þá sem væru fastráðnir, og þar af leiðandi væri Diana (búin að vera meira en hálft ár hjá okkur í vinnu), Petro (búinn að vera í rúma 2 mánuði hjá okkur) og Wanie (sem er búinn að vera í rúma 2 mánuði) ekki boðið. Veit ekki hvernig hægt er að koma svona bulli af stað, en staffið er búið að vera í uppnámi útaf þessu. Við erum búnir að leiðrétta þetta og þurftum reyndar að taka Gulltönn fyrir og Anne kom og staðfesti að Gulltönn hefði komið þessu af stað. Árshátiðin verður alla vegna á morgun og við förum á Oewerzicht, sem er hérna rétt fyrir utan þorpið. Þetta er sveita gistiheimili með ráðstefnusal og tjöldum sem maður getur gist í. Við ætlum nú reyndar ekki að gista, heldur bara að nota aðstöðuna. Ætlum að grilla og skemmta okkur með staffinu.

Hér er búið að vera rólegt að gera eftir að ráðstefnunni lauk á föstudaginn. Tónleikarnir voru ekki mjög fjölmennir, ca 40 manns og aðeins eitt borð í dinner og í gær voru bara 2 borð. Finnum mikið fyrir því að Pipar tréð (nýr ressi) opnaði. Er að taka mikið frá okkur. Vonandi bara bóla sem gengur yfir.

Það á ekki af henni Diana að ganga. Missti manninn sinn fyrir 3 vikum og í morgun missti hún yngri son sinn. Hann lést í bílslysi í morgun. Það var nú ekki bætandi á hana meiru. Hún er búin að vera svo hrygg eftir að hafa misst manninn sinn að hún hefur varla getað unnið og svo þetta. Finn mikið til með henni.

Takk Hafdís fyrir hvað þú ert dugleg að skrifa á bloggið. Þetta eru nánast einu fréttirnar sem við fáum að heiman. Maður er nú stoltur yfir Frú heimi, enda ekkert smá falleg og virkar greind. Las viðtal við hana á www.missworld.tv Við fengum orkupakkann frá ykkur, með bókinni hennar Auðar Eir. Bói er að lesa hana og ég get ekki beðið eftir að komast í hana. Alltaf líka gaman að fá handskrifað bréf eins og við fáum frá henni Báru. Bói grenjaði úr hlátri þegar hann las það, húmorinn er svo góður. Bestu kveðjur og þakkir. Takk líka Jóhanna og hlökkum til að sjá þig aftur.

Thursday, December 08, 2005

Mikið að gera

Hér er allt búið að vera á haus. Klára herbergin, þrífa ráðstefnusalinn, undirbúa ráðstefnuna sem er í gangi núna. Allt hefur gegnið mjög vel og meira að segja halaal (múslimamatur, sem ég keypti í Somerset West) maturinn er að virka. Diskar og hnífapör hafa verið í saltbaði og beðið fyrir þeim og nýjar pönnur og pottar voru keyptir. Þetta er stórt mál hjá múslimum. Ekkert svínakjöt eða óhreinn matur má koma nálægt matnum þeirra. Loana var ekki mjög hrifin en Wanie sem er múslimi ráðlagði og allt er að ganga vel. Klukkan er að ganga tíu og þau eru núna fyrst að koma í kvöldmat. Verður sjálfsagt seint kvöld.....Gleði kom um sex leitið í dag með Gabriel og tilkynnti okkur ða hún væri á leiðina í aðgerð. Væri með æxsli við þvagblöðruna og það þyrfti að skera til að fjarlægja og rannsaka hvort það væri góðkynja eða illkynnja. Ekki góðar fréttir og hún var mjög döpur. Við alla vegna sögðum henni að slaka bara á og taka hvern dag eins og hann kæmi og ekki að ákveða neitt. Nú þyrfti maður bara að hafa opin huga og taka hlutum eins og þeir gerast. Á við fleiri......... Við alla vegna förum á hnén að biðja fyrir betri heilsu fyrir hana og fleiri.........

Erum búnir að vera í skrifstofu tiltekt í nokkra daga núna og erum að komast að ýmsu sem við vissum ekki, eins og t.d. hvað margir veikindadagar sumir hafa tekið, hversu mörg lán (fyrirfram greiðslur) hafa verið teknar og greiddar tilbaka o.s.frv. Þarna er margt óhreint korn í koddanum......... og mikil óreiða.

Fengum nýja símstöð í dag, er ekki alveg að virka ennþá, en símvirkinn kemur á morgun og vonandi lagar hann allt sem að er þá. Svo er það píanóið sem var orðið frekar falskt. Búið að vera að stilla það í dag, og svo átti að setja ný hjól undir það svo það yrði auðveldara að rúlla því út. Klukkan 5 í fimm var það á bakinu inn í Galleríi vegna þess að stillingarmaðurinn hafði ekki getað sett nýju hjólin á það og Ami og Jacko voru að fara. Ég dreif þá alla vegna að stað til að setja hjólin undir aftur og reisa það upp svo að hægt yrði að spila á það. Falski klarinettu spilarinn kemur svo seinna og setur önnur hjól (vonandi) undir það.

Set hérna inn nokkrar myndir af herbergjunum sem við höfum verið að vinna í. Erum ekki búnir og egium langt í land ennþá, en þetta er alla vegna byrjun. Hvað finnst ykkur?

herbergi 11 fyrir breytingar Posted by Picasa

herbergi 11 med nyju rumi Posted by Picasa

herbergi 10 fyrir breytingar. Var mjog fallegt, og var kallad Royal suite. Tetta er rum er mun minna og tess vegna settum vid tad i annad herbergi. Posted by Picasa

Svona leit tad ut i herbergi 6 (eins og skrimsli, tad er svo stort!) Posted by Picasa

Herbergi 10 me� nyju rumi (var i herbergi 6 en vid hofum haft tad i geymslu i marga manudi vegna tess ad vid fundum engan stad fyrir tad. Posted by Picasa