Tuesday, January 31, 2006

Henríetta Vlugter (ekki Heineken)

Hæ essgunar allar

Gullið mitt er lent heima og endilega passið vel upp á hann. Sakna hans mikið og Það er ekki auðvelt að sinna starfinu hans og Gleði og líka mínu, EN ég er sterkur og mun standa vaktina eins og kafteinn með stóran kjaft. Talandi um kjaft. Henrietta Vlugter kom hérna um daginn og vildi tala við Bóa sem var því miður ekki við þannig að hún þurfti að spjalla við mig. Og Pollýanna var í sjoppunni eða á barnum, ekki alveg viss. Þannig að mín mætti með rúllurnar í hárinu og sagði henni að ég hefði ekkert við hana að ræða og hún gæti bara hipjað sig út. Ég væri að nota minn rétt “rights of admission” og hún væri ekki velkomin hérna. Hefði ekkert við hana að ræða og hurðin er þarna og benti. Hún var í sjokki yfir þessar framkomu minni og sagði að hún vildi bara aðeins ræða við okkur um eitthvað. Ég sagði henni að ég hefði engan áhuga á að ræða við hana eftir allt vesinið sem húmn olli okkur í nóvember 2004 rétt eftir að við tókum við hérna.

Við vorum með stórt brúðkaup hérna í november 2004, 150 manns og dansað í garðinum. DJ sem spilaði full hátt fyrir okkar smekk og við áttum fullt að vandam´lum með, enm löggan kom hérna klukkan 20;30 og kvartaði undan hávaða. Þau voru eiginlega hlægandi, en sögðust því miður þurfa að sinna öllum kvörtunum og við þyrftum að vita að það hefði verið kvartað. Við hömuðumst á DJ´inum og hann lækkaði með þjósti eftir nokkrar uppákomur.

Partýið hélt áfram til rúmlega 2 og þá næstum því hentum við seinustu gestum út. Allt í góðu samt. Morguninn eftir (þetta gerist alltaf á morgnanna) mætti Walter hérna og sagðist hafa kvartað yfir hávaða hérna í gær. Ég spurði hann hvort það væri eitthvað að heima hjá honum. Hann hefði kvartað um 20:30 og það væri brúkaup hérna og allt í góðu. Hvort hann hefði ekki vitað að hann hefði keypt hús nálæt hóteli og endaði á því að segja honum að hótelið hefði verið hérna í 20 ár og hann einungis mjög stutt og hann gæti bar hipjað sig út. Hann var mjög fúll og hótaði að koma með riffilinn sinn. Ég benti honum á dyrnar og bað hann að gjöra svo að hypja sig og aldrei koma aftur og þá opnaðist “helvíti”. Henríetta Vlugter kom daginn eftir og var ekki í góðu skapi. Hún var búin að taka fram allar reglugerðirnar um hávaða, veitingastaði, þorp, vínveitingaleyfi og hávaðamengun. Ég var næstum því búin að henda henni út líka þegar Bói stoppaði mig. Við sátum með henni í 1 og hálfan tíma að ræða um hávaða. Bói endaði á að segja við hana (eftir að hafa stoppað mig ég veit ekki hvað oft frá því að kyrkja hana) að hún gæti bara flutt aftur þangað sem hún kæmi frá eða upp á toppinn á Vatnajökli þar sem, enginn myndi trufla hana.

Vínveitingaleyfið okkar var í mikilli hættu eftir þetta. Löggan kom hérna á hverjum einasta föstudagi til að skoða leyfið og sjá til þess að við værum að framfylgja öllum lögum og reglugerðum. Vorum náttúrlega ekki með fullt leyfi þó svo að vissum náttúrlega ekki af því vegna þess að við héldum að við hefðum keypt staðinn með öllum leyfum, en fyrrverandi eigendur voru einungis með VÍN leyfi og enga sterka drykki og ekkert í garðinum. Við erum komnir með fullt leyfi núna sem betur fer.

Jæja, Henríetta kom um daginn og ég henti henni út án þess að hlusta á hana. Núna er hún að hefna sín. Við vorum með tónleikana ´föstudaginn eins og alltaf. Löggan mætir, 4 í einkennisbúning og tilkynntu að það hefði komið skrifleg kvörtun sem þeir þurftu að sinna. Bói bauð þeim út í garðinn svo að allir 100 gestirnir gætu séð þau, sem þeir svo sannarlega gerðu. David sem var að syngja varð frekar fúll og Hófý var næstum því búin að “kyrkja” þá. Þegar ég kom og sá þetta bað ég þá vinsamlega um að fara inn í móttöku til að ræða hlutina. Sem tókst meðan að ég var að ýta Hófý og David í burtu og sannfæra Bóa um að það væri betra að gera þetta prívat. Við áttum langt spjall við lögguna sem sagði að því miður þyrftu þau að mæta þegar svona kvartanir kæmu, þói svo að þau vissu að þetta væri ekki réttmætt enda engir hátalarar eða neitt. Bara Píanó og David að góla.

Við fórum svo á markaðinn daginn eftir og gáfum í skyn að við gætum þurft að hætta þessum tónleikum vegna þess að við værum að hætta vínveitingarleyfinu okkar við nokkra útvalda þorpsbúa og það fór allt af stað. Val Turner hringdi strax og sagði að þetta væri nú ekki allveg í lagi. Þessi kélling gæti bara komið sér aftur þangað sem hún kom frá. Veit ekki hversu margir þorpsbúar komu hingað að bjóða okkur stuðning og að bija okkur um að halda áfram með tónleikana. Við hefðum gert svo mikið fyrir Greyton og sjálfsagt hefðum við ekki hugmynd um hvað þetta hefði breytt miklu og þetta mætti bara ekki stoppa. Derreck Turner kom svo í gær og sagðist vera búinn að skrifa bréf í lókal blaðið okkar, annað bréf til Henríettu sem hann ætlaði að fá alla þorpsbúa að skrifa undir til að sýna okkur stuðning. Ég hugsa að það sé kjarni upp á ca250 þorpsbúa sem koma reglulega hérna á tónleikana og njóta, og það er meira en helmingur þorpsbúa sem búa hérna fast, plús svo alla helgar íbúanna.. Það er búið að vera yndislegt að finna allan þennan stuðning.

Þetta er ekki búinn að vera auðveldur dagur. Jagúar var hérna og ég þurfti að gera mánaðarlaunin ásamt því að græja allan undirbúning. Allt gekk vel og ég fór til Jennýar um 4 leitið enda átti hún afmæli ídag. Var hjá henni í 2 tíma og það var mjög gott að komast aðeins í burtu og hitta góðan vin. Hef það gott þó svo að ég sakni Gullsins míns. Lekker slap!

Thursday, January 26, 2006

Börnin heim !

Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar. Heilsan misgóð hjá Bóa, þannig að við tókum ákvörðun um að senda hann heim í óákveðinn tíma. Við náðum að bóka flug með Hófý þannig að hann hefur fylgdarmann með sér. Hann hefði varla treyst sér einn í þetta langa flug. Foreldrar hans eru búnir að bóka tíma fyrir hann hjá hjartalækni þegar hann kemur og vonandi er þetta allt í lagi. Bói fer héðan á mánudaginn og kemur heim á þriðjudags eftirmiðdag. Elskurnar mínar, verið dugleg að passa hann fyrir mig og sjáið til þess að hann fari ekki á fullt í vinnu. Hann þarf að passa sig.

Bói talaði við hjartalækninn sinn í gær og er núna á leiðinni til hans í viðtal og til að fá öll gögnin sín. Læknirinn sagði honum að það væri mjög ósennilegt að eitthvað væri að vegna þess að aðgerðin hefði gengið mjög vel og mjög óalgengt að eitthvað kæmi uppá. Það væri líklegra að þetta væru aukaverkanir af lyfjunum og það getur svosem verið alveg rétt. Hann var svona lélegur líka fyrst eftir fyrri aðgerðina. Það er sérstaklega þetta lyf sem er til að fyrirbyggja höfnun í líkamanum. Hann var á því í mánuð eftir fyrri aðgerðina og lagaðist eftir að hann hætti á því. Núna þarf hann að vera á því í hálft ár, þannig að það getur orðið erfiður tími, nema þeir geti eitthvað stillt lyfjagjöfina. Sjáum til og vonum það besta.

Gleði kom hérna um daginn og afhenti uppsagnarbréf. Hún hafði farið til læknisins aftur og hann sjúkraskrifaði hana aftur vegna stress einkenna. Hún sagði að hún gæti ekki höndlað álagið hérna lengur og treysti sér ekki til að vinna hér áfram. Við sögðum henni að við tækjum við þessu með fyrirvara um að hún gæti dregið hana tilbaka hvenær sem hún vildi. E.t.v. gæti hún unnið minna, hálfan dag eða tvo daga í viku eða eitthvað. Hún skyldi einbeita sér að því að ná bata og svo gæti hún séð til. Við reyndar vitum alveg hvað er í gangi hjá henni. Hún er skítnervös um að við höfum komist að því hvernig hún hefur dregið sér fé héðan. Við vitum um það og nokkurn vegin hvað mikið og höfum ákveðið að gera ekkert í því. Hún hefur séð hvað það er orðið strangt eftirlit með fjármálum og það er eiginlega útilokað að stela lengur og varð hrædd. Við allavegna ætlum ekkert að gera í þessu og komum ekki til með að ýta á hana að koma aftur. Hún er samt velkomin tilbaka ef hún vill.

Við erum búin að eiga fund með öllu starfsfólkinu okkar og segja fá því að Gleði sé búin að segja upp vegna heilsufars vandamála og að Bói sé að fara til Íslands í óákveðinn tíma. Höfðuðum til þeirra um að styðja mig, vegna þess að það verður töff að reka þetta einn. Pené (nýji kokkurinn) kom með mat til mín um tíu leitið í gærmorgun. Ég var upptekinn á skrifstofunni þannig að ég bað hana bara um að setja þetta út á borð og ég myndi borða þetta á eftir. Þetta er farið að gerast oftar og oftar að þau eru að passa upp á að við borðum. Hún var búin að skrifa mjög fallegt bréf til mín á servettuna:
“Being a boss is not easy and we will support you in every way we can. I have made it my mission til feed you every day. Enjoy your food.”
Ég fór næstum því að grenja þegar ég las þetta. Svona geta þau nú verið góð stundum við okkur.

Ég er búinn að vera á fullu að vinna í nýrri heimasíðu og nýjum bæklingi. Bæklingurinn er tilbúinn og á leiðinni í prentun. Því miður verður hann ekki til þannig að Bói geti tekið hann með sér til Íslands, en ég mun prenta nokkra hérna sem hann tekur með sér. Nýja heimasíðan er næstum því tilbúin líka. Slóðin er www.greytonlodge.co.za Við komum til með að halda gömlu heimasíðunni www.greytonlodge.com úti líka á sama tíma. Er reyndar ekkert sérlega ánægður með hana og þarf að fara í það að taka til á henni og skipta út myndum.

Takk öll sem hafa verið dugleg að setja inn komment, Það vermir alltaf hjartað.
Maggi: Tékkland er yndislegt land, njóttu frísins.
Jóhanna: Enginn pakki kominn ennþá, það er mikill hægagangur í póstþjónustunni hérna.
Anna Kristine: Engin hætta á því að ég byrgji neitt inni. Hér hafa allir vinir okkar boðið fram aðstoð og ég mun nýta mér það þegar á þarf að halda.
Hafdís: Vildi að ég gæti komist í kjötsúpu veisluna, hjá ykkur, en það verður víst að bíða betri tíma. Ég er sterkur og hef líka lært að vera heiðarlegur og biðja um aðstoð þegar ég þarf. Lovísa kemur í lok Febrúar til að vinna, þannig að það verður mikill stuðningur í henni.
Inga: Pollýanna hefur verið slöpp að setja í sig slöngulokkana og hefur mætt nokkra daga með rúllurnar í hárinu. Hún myndi aldrei leyfa sér það í París, vildi að ég gæti verið þar líka.

Það er bara eins og allir séu í fríi. Veit varla hvað það orð þýðir lengur. Hér er bara unnið 24 tíma 7 daga vikunnar. Við höfum ákveðið að setja slotið hérna á sölu. Þetta er orðið gott. Töluðum við fasteignasala í gær og það koma einhverjir hótel spesjalista fasteignasalar hingað fljótlega til að meta. Við báðum að þetta yrði allt gert í leyni, Engar auglýsingar með nafninu á slotinu og engin skylti. “Low profile, confidental” assablief! Við erum nú samt ekkert hættir að gera það sem við ætluðum okkur. Við komum til með að byrja að mála aðalbygginguna í næstu viku og komum til með að halda áfram að gera upp herbergin eftir því sem tími vinnst til. Sama gildir um markaðssetninguna, komum til með að halda áfram að koma þessu á kortið almennilega.

Það er mikið að gera framundan. Jagúar fólkið er að koma hérna tvisvar þrisvar í viku og jafnvel tvisvar á dag og það verður áfram næstu 5 vikurnar. Það eru nokkrar ráðstefnur framundan og brúðkaup, þannig að businessin blómstrar og er alltaf að aukast. Vildi nú eiginlega óska þess að það væri minna að gera, en það er náttúrlega ekki hægt að leyfa sér það þegar maður er í business.

Sunday, January 22, 2006

Annað áfall

Hér hefur verið mikið að gera (eins og vanalega). Bói fékk hjartsláttartruflnir fyrir 4 dögum síðan um miðja nótt og ég fór í Sjúmakker uniformið og keyrði hann á spítalann í Somerset West. Vorum því miður ekki með neinn bíl enda Bimminn í yfirhalningu, Búinn að vera frekar bilaður og full þörf á almennilegri viðgerð. Ég hringi í Marise um miðja nótt og bað um bílinn þeirra sem þau komu með strax og svo var bara keyrt eins hratt og ég komst til Somerset West á Spítalann. Bói var lagður inn strax og fór í aðgerð daginn eftir. Það var þrætt og kom í ljós að það voru búnar að vera örvefja gróningar inn í leggnum sem var græddur inn seinast. Það var græddur annar minni leggur inn í hinn og blásið út úr annarri æð sem leit ekki vel út. Hann náði fljótt bata og leið strax betur. Var útskrifaður strax daginn eftir og kom heim. Þarf að vera á lyfjum sem fyrirbyggja höfnun næstu 6 mánuði og það voru lyfin sem hann varð svo veikur af. (engin orka og ekkert úthald). Hann hefur verið mun betri en heilsan er ekki góð. Ætla að reyna að senda hann til Íslands. Þetta er ekki bara erfitt tilfinningarlega, heldur andlega og sérstaklega fyrir hann. Hófý er sem betur fer hérna sem hefur verið mikill stuðningur. Stefnum á að hann fari heim með henni. Lovísa er að koma og verður hérna í 3 mánuði þannig að það verður góður stuðningur fyrir mig. Ég hef það reynar ótrúlega gott, er góður til heilsunnar og líður eiginlega bara ágætlega, þrátt fyrir allt. Hef samt svo miklar áhyggjur af ástinni minni að eiginlega vil ég bara að hann komi sér á klakann og inn í íslenska heilbrigðiskerfið. Höfum ekki efni á fleiri aðgerðum.

Afsakið allar matar myndirnar sem ég setti inn. Er á fullu að hanna nýjan bækling fyrir hótelið og þetta var auðveldasta leiðin til að koma myndum til hans. Jagúar er hérna á fullu og allt er að ganga súper vel 7-9-13. Ráðstefnur framundan og mikið að gera.

Gleði er mætt til vinnu, búin að vera skrítin, enda margt breyst síðan hún var hérna áður en hún veiktist. Átti samtal við hana tveim dögum eftir að hún mætti til vinnu þar sem hún sagði að henni fyndist hún ekki vera velkomin. Ég sagði henni að það væri kjaftæði, enda átti ég starfsmannafund eftir að Bói fór á spítalann og byrjaði á að bjóða hana velkomna og að GL hefði ekki verið sami staður án hennar. Ætlaði ekki að taka þátt í meðvirkni með henni aftur. Gert það alltof oft áður. Hún grét, en ég sagði henni að hún væri velkomin aftur, en ekki sem stjóri. Skrifastofan var öll verið í rugli þegar hún veiktist og að hún skyldi hafa fengið taugaáfall þegar Bói hringdi í hana útaf ráðstefnu sem átti að vera daginn eftir og það var ekki til pappír um hana og að hún skyldi hafa hugleitt sjálfsvíg og að maðurinn hennar kæmi og hótaði Bóa vegna þess að hún væri með allar upplýsingar í höfðinu, en ekkert á pappír væri bara ekki nógu gott. Allt er gott sem endar vel. Hún alla vegna verður ekki stjóri hér lengur og lækkar í launum. Vil samt halda henni hérna enda er hún mjög góð, bara höndlar ekki alla þessa ábyrgð

Friday, January 20, 2006


Room 7 293 Posted by Picasa

Room 7 290 Posted by Picasa

Room 7 285 Posted by Picasa

Room 7 292 Posted by Picasa

Room 7 282 Posted by Picasa

Room 7 282 Posted by Picasa

Salmon 273 Posted by Picasa

Salmon 277 Posted by Picasa

Salmon 267 Posted by Picasa

Springbock 266 Posted by Picasa

Springbock 263 Posted by Picasa

Springbock 262 Posted by Picasa

Springbock 257 Posted by Picasa

Springbock 256 Posted by Picasa

Springbock 254 Posted by Picasa

Boi fell in love with the red one Posted by Picasa

Boi and Hofy picking their favorite colour Posted by Picasa

Hofy fell in love with the gold one Posted by Picasa

15 new Jaguars XK, each worth 1 million Rand Posted by Picasa

The New Jaguar XK in front of Greyton Lodge Posted by Picasa

Saturday, January 14, 2006

Óvæntar uppákomur

Hæ – komið soldið síðan ég bloggaði seinast, enda búið að vera mikið að gera (enn og aftur). Haf ekki verið mikil drama og þó. Wany fór til Cape Town að heimsækja afa sinn sem er lasinn. Lofaði að koma daginn eftir, en ekkert bólaði á honum og svo komu skilaboð um að hann kæmist ekki fyrr en daginn eftir, sem varð svo að öðrum degi til viðbótar. Hann vissi fyrirfram að hann kæmist ekki heim aftur daginn eftir vegna þess að það er engin rúta hingað á þeim degi (og það vita allir). Bói gaf honum yfirhalningu og er alveg að truflast þessa dagana þá honum. Traustið fór fyrir lítið út um gluggann og honum var skítsama hvaða áhrif þetta hefði á okkur eða liðsheildina hérna. Vonum að við getum sett þetta aftur fyrir bak og haldið áfram.

Við fórum á Eikina og Vínið um daginn, Diana (unga ekkjan) er komina aftur til vinnu eftir að hafa verið í burtu í rúman mánuð. Gekk ágætlega fyrstu 2-3 dagana en svo í fyrradag þegar við fórum á Eikina og Vínið í hádegismat, fékk hún einhverskonar hjartaáfall í eldhúsinu. Djísus kræst. Við alla vegna drifum okkur að borga og röltum heim. Þá var Ami búin að keyra hana til læknisins, þannig að Bói varð eftir með þeim og ég fór heim, enda matargestir og það meira að segja mjög áríðandi gestir.

Jagúar hefur nefnilega ákveðið að nota Greyton Lodge til að kynna nýja Jaguar XK bílinn sinn og hingað munu koma ca 650 alþjóðlegir blaðamenn í hádegismata og kaffi í ca 30 manna hópum næsta einn og hálfa mánuðinn. Fulltrúar frá Jagúar voru hérna að gera úttekt á staðnum og að prófa matinn, þannig að það voru 650 diskar sem héngu á línunni. Ég náttúrulega rúllaði þessu upp með góðri aðstoð Hófýar. Já, gestir fá að taka þátt í þessari aksjón með okkur. Þetta var nú sem betur fer ekki eins alvarlegt og á horfði með hana Diana. Hún var með alltof háan blóðþrýsting og fékk einhver lyf og skipun um hvíld. Heilsan er orðin mun betri hjá okkur og orkan er smá saman að koma tilbaka eftir þessa vertíð sem er búin að vera hérna. Bói er enn með smá flensu en ég er eiginlega bara orðinn góður. Hófý kom á þriðjudaginn og það er búið að vera mjög gaman hjá okkur. Því miður eru báðir bílarnir okkar í frekar döpru ástandi og ekki miklar líkur á að við komumst mikið í burtu. BMW er á verkstæði og núna á að taka hann alvarlega í gegn. Svo verður það Land Roverinn þegar Bimminn er til.

Það voru vel sóttir tónleikar hérna í gær og eiginlega alveg frábærir tónleikar. Það tróð upp bresk Sópran söngkona og rúllaði þessu upp með því að dansa um garðinn meðan hún söng og Ferdi spilaði. Svo tók hún nokkra dúetta með David Alder. Þetta var Margaret Preece sem hefur víst sungið í þessum stóru hlutverkum í Andrew Loyed Webber, sem sagt heimsfræg þó ég hafi aldrei heyrt talað um hana. Never mind. Má
Ekki vera að þessu, það er kominn hvítvínstími og Hófý bíður.

Saturday, January 07, 2006

Kleppur hraðferð 2

Halló

Hér er enn fullt að gera ennþá. Erum komnir langt fram út því sem var að gera í janúar í fyrra nú þegar. Erum þreyttir, og með flensu báðir. Bói fór til læknis meira að segja í gær vegna þess að hann er hóstandi alla nóttina og með hita af og til. Ég er aðeins skárri. Það eru allir ressa eigendur í Greyton uppgefnir og geta ekki beðið eftir að skólarnir byrji aftur og að ástandið verði normalt.

Hér hefur svosem ekki mikið verið að gerast fyrir utan annríkið á ressanum. Hótelið er næstum fullbókað í kvöld sem er ánægjulegt vegna þess að það hefur ekkert verið of mikið að gera á þeirri hliðinni. Pennelope (Penný, “Aurinn”), nýji kokkurinn okkar, sem er mjög góð og ólík öðrum, hún virðist þekkja orðið jafnræði og að allir séu jafnir, Orðið frumkvæði o.s.frv. Það er ferskur vindur sem kemur með henni. Hún alla vegna bað um að fá samning við okkur og vill vera áfram. Get ekki lýst því hvað það gleður okkur, enda er allt að virka í eldhúsinu þegar hún er og það er meira að segja gaman að vinna með henni.

Reykingarbindið gengur vel. Erum enn að tyggja þetta ógeðslega Nicorette tyggjó, en erum byrjaðir að trappa aðeins niður. Reyndar ekki vegna þess að við ákváðum það, heledur vegna þess að apótekið hérna ákvað að hafa ekki birgðir handa okkur. Ég kaupi alltaf allar birgðir þegar ég fer þangað, sem er yfirleitt einn og hálfur kassi. (fáeinar tyggjóplötur). Við fórum til Marise og Neil í fyrradag í rækjur og krabba, enduðum svo öll heima uppi í rúmi að horfa á Grinch (I hate Christmas!) Ég reyndar þurfti að fara á ressann til að hleypa staffinu heim og vera á barnum, enda ennþá gestir og staffið orðið þreytt. Marise og Neil voru farin þegar ég loksins komst heima aftur. Í gær var ég svo allan daginn að borga reikninga. Það hefur bara hlaðist upp pappírar og reikningar og enginn tími verið til að greiða neitt eða yfirleitt að opna póstinn. Þetta var Kleppur hraðferð eina ferðina enn í gær. Ég komst ekki útaf skrifstofunni fyrr en rúmlega fjögur og þá var allt á fullu að skipuleggja tónleikana. Ég festist í barþjónustu eina ferðin enn og var læstur þar til rúmlega tvö um nóttina þegar við hálfpartinn hentum út seinustu gestunum. Bói ákvað að leyfa staffinu að fara heim um 11 vegna þess að það var þreytt (eins og maður sé nú ekki nógu þreyttur sjálfur (Pollýanna var í fríi)) og allt í einu hrundi inn gestir sem vildu þrefalda hitt og þetta. Kláruður allt whisky og romm á barnum. Gott fyrir vasann en Djísus hvað ég var þreyttur. Þegar gestirnir voru farnir var ég svangur og ætlaði að fá mér matinn sem Loana skilur alltaf eftir handa okkur. Fann engann mat nema hálfétinn skammt í vaskinum. Varð brjálaður (Pollýanna sjálfsagt að setja slöngulokkana í sig). Fyrst að Bói skyldi hleypa staffinu heim, í öðru lagi að ég hafði ekki fengið neina pásu, og í þriðja lagi að einhver af staffinum hafði stolið matnum okkar. Ég vaknaði í morgun til að hleypa staffinu inn og var með rúllurnar í hárinu. Svangur og þreyttur í húsi fullu af mat. Louna baðst afsökunar og sagði að hún hefði haldið að við værum búnir að snæða. Svona gerist þetta því miður alltof oft. Maður er á hlaupum og gleymir að borða, það er ekki tími til að borða eða maður bara missir matarlistina. Höfum rætt þetta oft og Loana var farin að elda mat handa okkur um 5:30 sem er svo bara geymdur þangað til maður hefur tíma til að borða hann sem er stundum í hádeginum daginn eftir. Svona er þetta bara og lítið við því að gera. Ég er reyndar búin að koma mér upp varabirgðum af mat í frystinum sem ég get gripið til þegar ég verð mjög svangur. Nota það ekki oft, nema ég virkilega þurfi. Það er ekki auðvelt að lifa á ressa og að hafa ekki einu sinni eldhús heima hjá sér. Jæja essgunar, má ekki vera að þessu, ressinn fullur af fólki og barinn að fyllast. Love and leave you.

Ps. Ætla að reyna að finna Pollýönnu, finnst hún hafa verið lengi að gera slöngulokkana.

Monday, January 02, 2006

Kleppur hraðferð



Rússibaninn er ennþá á fullu og það er klikkað að gera. Búið að vera kvöld eftir kvöld, alltof mikið að gera. Erum orðnir frekar þreyttir (eiginlega lýsir það ekki ástandinu hjá okkur). Pollýanna mætti til vinnu og tók við öllu nöldrinu 1 janúar. Ég meira að segja stóð á barnum þegar einn gestur kom öskrandi þangað vegna þess að hann hafði beðið í hálftíma eftir matnum sínum og annan hálftíma eftir eftirréttinum og vildi fá reikninginn sinn strax. Ég bað hann strax afsökunar og sagðist skilja hann mjög vel (með tóm augu og eiginlega bara skítsama). Hann hækkaði sig og ég bað hann um að gjöra svo vel að lækka röddina sína. Hann hækkaði hana. Pollíanna var saliróleg og lét þetta ekki hafa nein áhrif á sig. Bói kom fljótt og skildi á milli og ég hélt áfram að kjafta við gestina á barnum. Kona þessa gests var að borga reikninginn þegar þetta gerðist. SA búar geta verið svo dónalegir , en vitið þið hvað. Mér er skítasama og Pollýannan í mér hefur tekið yfir. Var með flottar krullur í hárinu og fannst ég bara vera sæt!

Gamlárskvöld var mjög skemmtilegt og allt gekk upp. Við meira að segja skemmtum okkur mjög vel með gestunum. Bói var á fullu inn í matsal og henti kínverjum undir borðin. Skapaði mjög góða stemmingu og svo var dansað fram eftir nóttu. Við’ gáfum staffinu kampavín og fría drykki og það kom og tjúttaði með okkur. Mikið fjör og mikið gaman og mikil þynka hjá sumum daginn eftir og þurfti að keyra suma heim fyrr vegna slæmrar heilsu. Þetta var samt svo skemmtilegt að þetta var þess virði. Meira að segja Loana kom og tjúttaði.

Við fórum svo til Noelle daginn eftir í drinkie poo. Alltaf gott að komasta aðeins frá. Við reyndar vorum bíllausir þannig að Wany þurfti að keyra okkur og sækja. Ekkert bensín til í Greyton og ekki í fyrsta skipti. Það er ekkert brauð til heldur og engir sveppir eða grænmeti núna. Þetta er eins og á Flateyri þar sem báturinn kemur aðra hverja viku og allt tæmist á milli. Penný er að baka núna brauð fyrir morgunmatinn á morgunn og við þurfum að vaka yfir því og taka út úr ofninum þegar það er tilbúið.

Það var kleppur hraðferð í kvöld. Penný var í eldhúsinu og allt gekk vel. Ég var með henni og það kláraðist allt grænmetið og allar kartöflur. Við vorum farin að setja kartöflur í grænmetið í restina vegna þess að það var ekkert eftir í grænmetinu fyrir utan einn haus af rauðkáli. Segi bara eins og Stella Lövendal (Stella í orlofi), -salatið búið og mæjonesið orðið gult. Allt gekk vel upp. Spurði staffið hvort þessu færi ekki að ljúka. Nei, skólarnir byrja ekki aftur fyrr en 18 Janúar þannig að það er eins gott að brynja sig eða bara loka. Sjáum til.