Sunday, June 17, 2007

Erum við að verða óþarfir hérna?

Búið að vera rólegt að gera hérna þangað til þessa helgi sem var fullbókuð. Hér eru hlutirnir farnir að ganga svo vel (7,9,13) að við erum bara næstum óþarfir, sem er gott. Ekki verið neinar krísur í langan tíma og allt gengur mjög vel. Við erum farnir að slaka soldið á og farnir að umgangast fólk aftur. Við fórum varla útaf hótelinu í langan tíma og alltaf á vaktinni að passa upp á allt.

Við vorum að fá hund sem við skirðum Happy. Þetta er hvolpur sem fannst nær dauða en lífi í Cape Town ásamt bróður sínum. Þeir voru í 10 daga á dýraspítala með næringu í æð. Bróðirinn hafði það ekki af en Happy er allur að koma til þó hann sé skinnhoraður. Þetta er einhver blendingur og hann er mjög vel gefinn. hann er búnn að læra að hann má ekki fara inn á hótelið og er næstum hættur að urra eða gelta á starfsfólk og gesti. Hann er soldið nervös, enda átt erfiða ævi sem er nú aðeins ca 3 mánuðir. Við fílum hann í tætlur og hann okkur. Fylgir okkur eins og skuggi út um allt. Er hann ekki sætur? Annars er nú bara lítið að frétta af okkur. Þess vegna hefur bloggið verið svona lélegt hjá mér undanfarið.

Happy


Happy


Happy


Friday, June 08, 2007

Meiri orka og Puppy

Hér gengur lífið sinn vanagang. Hef haft mjög mikla orku eftir að hafa hætt allveg á lyfjunum og minnkað drykkjuna þar að auki. Bói er ekki alveg orðinn nógu góður, virðist sem þessi lyfjakúr hafi ekki virkað eins vel á hann og mig. Hann neitar að sjálfsögðu að fara til læknis og biður mig meira að segja að fara fyrir hann sem ég neita alfarið. Fór nú samt í apótekið og keypti einhver lyf sem hjálpa eitthvað aðeins og svo acedofilus eitthvað sem á að hjálpa líka.

Við vorum í 3 daga hjá Volga upp í DeRust. Yndislegt að geta slakað algerlega af og ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af rekstrinum. Anna bjó hérna með fjölskyldunni sinni og sá um reksturinn. Svo var ég búinn að þjálfa Ginu upp í að svara tölvupóstum þannig að við þurftum ekki einu sinni að hafa neinar áhyggjur af því. Volga hefur það mjög gott og er búin að koma sér vel fyrir. Hún er búin að breyta bílskúrnum sínum í stúdío og ætlar að fara að byrja aftur að mála, sem er mjög gott, enda hefur ekki varla málað neitt seinustu 3 ár.

Hér er búið að vera mjög rólegt að gera, enda vetur skollinn á. Það er nú samt varla hægt að kalla þetta vetur á íslenskan mælikvarða. Fer oftast upp fyrir 20 gráður á daginn og niður í svona 4-10 gráður á nóttunni. Veturinn er eiginlega fallegasti árstíminn hérna. Allt svo grænt og öll blómin í fullum blóma. Þetta er alger paradís

Lítur út fyrir að við séum loksins að fá hund. Höfum sagt allan þennan tíma sem við höfum verið hérna að einhver hundur myndi finna okkur. Það hefur nú tekið 3 ár, en nú virðist hann vera að koma inní líf okkar. Það var gestur sem gisti hérna hjá okkur fyrir viku síðan sem hringdi og sagðist vera með hund sem hún þyrfti að losna við enda ætti hún 6 hunda fyrir. Þessi hundur fannst einhverstaðar úti ásamt bróður sínum, mjög illa haldnir og vannærðir báðir. Þeir voru inn á dýraspítala í 10 daga, í ormahreinsun og fleiru og á drippi beint í æð. Bróðurinn hafði það ekki af, en þessi gerði það. Er bara 3 mánaða, en er víst mjög góður og stilltur hundur, þannig að við ákváðum að gefa honum séns. Það verður komið með hann til okkar á sunnudaginn. Það verður spennandi að sjá hvernig það fer........