Búið að vera ömurlegir tímar hérna.
Allt gengið á afturfótunum. Byrjaði með því að Louna varð lasin, fékk bronkítis og þurfti að vera frá vinnu í næstum því viku. Endilega þurfti þetta að gerast meðan Ruwayda (hinn kokkurinn) var í sumarfríi. Ég þurfti náttúrlega að fara í eldhúsið og aðstoða. Gekk reyndar ágætlega með stelpunum í eldhúsinu og við rúlluðum þessu upp. Land roverinn gaf upp öndina og viðgerðarmaðurinn hérna í Greyton eyddi næstum því mánuði íí að reyna að finna út hvað væri að honum. Gafst upp á endanum og við þurftum að láta draga hann til Somerset West þar sem hann er búinn sð vera í rúmar þrjár vikur. Þurfti að taka upp vélina og endurbyggja hana (hvað sem það nú þýðir) fyrir utan hvað þetta er dýrt og máttum ekki við auka útgjöldum enda hefur þessi vetur verið okkur mjög erfiður. Já það er kreppa hérna líka og það þýðir að fólk er að spara og sparar fyrst á því að fara út að borða og að gista á hótelum.
Vorum að fá eftirfarandi bréf rétt í þessu. Hef ekki hugmynd um hver þetta er, enda höfum við staðið í skilum við alla okkar birgja:
Hi guys,
Having heard of the economy in Iceland , I take it that you have been asked to repatriate SA investments ( serves you right for selecting the UK HIGH Street for your investments)
How can our best customer owe us some money, (no big deal but at the moment our office desperately need all payments on time) we are hanging on by the skin of our teeth.
Your urgent help is requested.
In anticipation of your understanding and kind response.
Thanks Cecil.
Já íslenska bankakreppan er að teygja arma sína hinga til Afríku......
BMW’inn bilaði á sama tíma. Rafmagnið í sætunum gaf sig og það var ekki hægt að fá bakið upp nema öðru megin. Ég þurfti að keyra þannig til Somerset West til að láta laga þetta. Hefði kostað hvítuna úr augunum að gera við þetta, en þeir gátu komið bakinu upp í eðlilega stöðu og tekið svo allar þessar rafmagnstillingar úr sambandi, þannig að BMW’nn er nú búinn að vera til friðs síðan.
Svo var það nýji þjóninn, hann Lucin. Ungur maður sem hafði enga reynslu en kom mjög vel fyrir og var fljótur að læra. Svo kom hann einn daginn of seint í vinnu í annarlegu ástandi. Var á einhverjum andskk dópi. Hann fékk alvarlega viðvörun. Fullyrti reyndar að þetta hefðu bara verið restar úr partýinu sem hann hafði verið í kvöldið áður. Veit ekki meir. Hann alla vegna tók sig á og stóð sig ágætlega, fyrir utan að koma full oft seint til vinnu. Endaði svo með því að hann bara hvarf alveg. Fór til Cape Town og hefur ekki sést síðan. Við erum búnir að vera að keyra þetta með einungis þrem þjónum þangað til í kvöld. Búið að vera skólafrí seinustu tvær vikur og brjálað að gera. Fatta eiginlega ekki hvernig við gátum þetta með einungis þrem þjónum og okkur, en það gekk allt saman vel. Núna eru skólarnir byrjaðir aftur og eins og alltaf dettur allt niður og sama eg ekkert að gera, Vorum með hótelið tómt seinustu helgi. Þetta gerist reyndar alltaf þegar skólarnir byrja aftur eftir frí og verður mjög rólegt í svona tvær vikur og svo byrjar það að pikka upp.
Svo var það hún Ruwayda sem er orðin svo mikill “rastafari” og grænmetisæta að hún getur ekki lengur smakkað á sósunum sem eru með einhverjum kjötkrafti í. Hún sagði upp, sagðist ekki geta unnið svona. Eftir nokkur samtöl við Bóa dró hún uppsögnina tilbaka. Bói sagði henni að hún væri að henda mjög góðum starfsframa, enda væri hún mjög góður kokkur og ætti eftir að verða frábær kokkur ef hún héldi áfram á þessari braut. Ég segi nú bara hjúkkit.
Veðrið er búið að vera ömurlegt líka seinustu tvo mánuði. Við byrjuðum að gera við sundlaugina fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum, en höfum ekkert komist áfram með það sökum veðurs, of miklar rigningar og steypan nær aldrei að þorna. Lítur nú reyndar betur út með veðrið framundan. Svo hafa tæki verið að gefa sig í eldhúsin vegna þess hve rafmagnið er óstöðugt og endarlausar skammtanir. Það er þó ekki það versta, það versta er þegar spennan dettur niður og þá fara tækin okkar í klessu.
Svo er einn skolptankurinn búinn að vera stíflaður og það flæðir upp úr honum tvisvar í viku ef hann er ekki tæmdur þeim mun oftar. Já, við búum í sveitinni og það er ekkert skolpkerfi hérna. Hér þurfa allir að hafa tanka og láta tæma þá reglulega. Var verið að grafa upp við tankinn í dag og þá kom í ljós annar tankur sem við höfðum ekki hugmynd um að væri þarna. Vonandi er þetta bara einhver stífla og ekki of mikil útgjöld, búinn að fá nóg af þeim.
Nágranni frá helvíti hefur verið handtekinn og er í gæsluvarðhaldi þangað til dómurinn verði tekinn fyrir. Bíðum eftir að verða kvaddir fyrir dóm aftur í sjötta skipti. Ekki gaman. Kellingin hans er flutt inn hérna við hliðina með nýjan kærasta sem er nú ekki mikið skárri. Hann kom hérna í gær og sagðist vera að sækja skápa sem hún hafði gefið okkur. Kjaftæði, þau létu okkur fá tvo skápa upp í greiðlu fyrir gistingu og mat og aðallega bús. Ég svaraði honum, vísaði honum bara á dyr og sagði honum að hann væri ekki velkomin hér aftur. Hann fór með þvílíkum fúkkayrðum og hótunum að okkur stóð nú ekki á sama. Vona bara að þetta sé ekki upphafið að nýju drama. Já svona er þetta nú búið að vera leiðinlegt og alveg tekið mig úr stuði að blogga.
Jæja, best að snúa sér nú að einhverju jákvæðu. Við höfum verið með fullt af góðum uppákomum. Erum búnir að hafa nokkra tónleika í leikhúsinu okkar. Tónlistamenn úr bænum hafa troðið upp með hippakvöld tvisvar þar sem allir mættu í hippafötum. Voru mjög vel sóttir og mikið fjör. Svo vorum aðrir tónlistamenn með klassiska gítar sem voru með tónleika fyrir fullu húsi. Blues tónleikar næstu helgi og svo er “Rose Fair” að koma upp í lok mánaðarins þar sem við verðum með tvo tónleika. Opnum hátíðina með raggie tónleikum og svo endum við hátíðina á sunnudeginum með tónleikum Steve Newman og Jane Gaisford (vel þekkt í Suður Afríku).
Opnuðum nýja málverkasýningu seinustu helgi með Ken Law sem eftirlaunaþegi hérna og málar í frístundum. Var vel sótt og hann seldi alla vega þrjár myndir sem er ágætt. Svo verðum við með opnum á nýrri ljósmyndasýningu eftir Tertius Meintjes sem er mjög frægur leikari og rithöfundur sem hefur nú skapað sér nýja frama með ljósmyndum. Meiri upplýsiongar á www.tertius-gallery.com Já það er allt að gerast.
Ríkissjónvarpið (SABC2) var hérna á fimmtudaginn og tók upp tónleika í leikhúsinu okkar. Fáum væntanlega góða umfjöllun þar. Svo var útvarpið að taka viðtal við Louna á laugardaginn sem verður úrvarpað viku fyrir rósa hátíðina. Ríkisjónvarpið kemur svo til með að fjalla um Greyton næstu þrjár vikur fyrir hátíðina. Gott mál, veitir ekki af meiri umfjöllun um Greyton.
Vorum að fá eftirfarandi bréf rétt í þessu. Hef ekki hugmynd um hver þetta er, enda höfum við staðið í skilum við alla okkar birgja:
Hi guys,
Having heard of the economy in Iceland , I take it that you have been asked to repatriate SA investments ( serves you right for selecting the UK HIGH Street for your investments)
How can our best customer owe us some money, (no big deal but at the moment our office desperately need all payments on time) we are hanging on by the skin of our teeth.
Your urgent help is requested.
In anticipation of your understanding and kind response.
Thanks Cecil.
Já íslenska bankakreppan er að teygja arma sína hinga til Afríku......
BMW’inn bilaði á sama tíma. Rafmagnið í sætunum gaf sig og það var ekki hægt að fá bakið upp nema öðru megin. Ég þurfti að keyra þannig til Somerset West til að láta laga þetta. Hefði kostað hvítuna úr augunum að gera við þetta, en þeir gátu komið bakinu upp í eðlilega stöðu og tekið svo allar þessar rafmagnstillingar úr sambandi, þannig að BMW’nn er nú búinn að vera til friðs síðan.
Svo var það nýji þjóninn, hann Lucin. Ungur maður sem hafði enga reynslu en kom mjög vel fyrir og var fljótur að læra. Svo kom hann einn daginn of seint í vinnu í annarlegu ástandi. Var á einhverjum andskk dópi. Hann fékk alvarlega viðvörun. Fullyrti reyndar að þetta hefðu bara verið restar úr partýinu sem hann hafði verið í kvöldið áður. Veit ekki meir. Hann alla vegna tók sig á og stóð sig ágætlega, fyrir utan að koma full oft seint til vinnu. Endaði svo með því að hann bara hvarf alveg. Fór til Cape Town og hefur ekki sést síðan. Við erum búnir að vera að keyra þetta með einungis þrem þjónum þangað til í kvöld. Búið að vera skólafrí seinustu tvær vikur og brjálað að gera. Fatta eiginlega ekki hvernig við gátum þetta með einungis þrem þjónum og okkur, en það gekk allt saman vel. Núna eru skólarnir byrjaðir aftur og eins og alltaf dettur allt niður og sama eg ekkert að gera, Vorum með hótelið tómt seinustu helgi. Þetta gerist reyndar alltaf þegar skólarnir byrja aftur eftir frí og verður mjög rólegt í svona tvær vikur og svo byrjar það að pikka upp.
Svo var það hún Ruwayda sem er orðin svo mikill “rastafari” og grænmetisæta að hún getur ekki lengur smakkað á sósunum sem eru með einhverjum kjötkrafti í. Hún sagði upp, sagðist ekki geta unnið svona. Eftir nokkur samtöl við Bóa dró hún uppsögnina tilbaka. Bói sagði henni að hún væri að henda mjög góðum starfsframa, enda væri hún mjög góður kokkur og ætti eftir að verða frábær kokkur ef hún héldi áfram á þessari braut. Ég segi nú bara hjúkkit.
Veðrið er búið að vera ömurlegt líka seinustu tvo mánuði. Við byrjuðum að gera við sundlaugina fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum, en höfum ekkert komist áfram með það sökum veðurs, of miklar rigningar og steypan nær aldrei að þorna. Lítur nú reyndar betur út með veðrið framundan. Svo hafa tæki verið að gefa sig í eldhúsin vegna þess hve rafmagnið er óstöðugt og endarlausar skammtanir. Það er þó ekki það versta, það versta er þegar spennan dettur niður og þá fara tækin okkar í klessu.
Svo er einn skolptankurinn búinn að vera stíflaður og það flæðir upp úr honum tvisvar í viku ef hann er ekki tæmdur þeim mun oftar. Já, við búum í sveitinni og það er ekkert skolpkerfi hérna. Hér þurfa allir að hafa tanka og láta tæma þá reglulega. Var verið að grafa upp við tankinn í dag og þá kom í ljós annar tankur sem við höfðum ekki hugmynd um að væri þarna. Vonandi er þetta bara einhver stífla og ekki of mikil útgjöld, búinn að fá nóg af þeim.
Nágranni frá helvíti hefur verið handtekinn og er í gæsluvarðhaldi þangað til dómurinn verði tekinn fyrir. Bíðum eftir að verða kvaddir fyrir dóm aftur í sjötta skipti. Ekki gaman. Kellingin hans er flutt inn hérna við hliðina með nýjan kærasta sem er nú ekki mikið skárri. Hann kom hérna í gær og sagðist vera að sækja skápa sem hún hafði gefið okkur. Kjaftæði, þau létu okkur fá tvo skápa upp í greiðlu fyrir gistingu og mat og aðallega bús. Ég svaraði honum, vísaði honum bara á dyr og sagði honum að hann væri ekki velkomin hér aftur. Hann fór með þvílíkum fúkkayrðum og hótunum að okkur stóð nú ekki á sama. Vona bara að þetta sé ekki upphafið að nýju drama. Já svona er þetta nú búið að vera leiðinlegt og alveg tekið mig úr stuði að blogga.
Jæja, best að snúa sér nú að einhverju jákvæðu. Við höfum verið með fullt af góðum uppákomum. Erum búnir að hafa nokkra tónleika í leikhúsinu okkar. Tónlistamenn úr bænum hafa troðið upp með hippakvöld tvisvar þar sem allir mættu í hippafötum. Voru mjög vel sóttir og mikið fjör. Svo vorum aðrir tónlistamenn með klassiska gítar sem voru með tónleika fyrir fullu húsi. Blues tónleikar næstu helgi og svo er “Rose Fair” að koma upp í lok mánaðarins þar sem við verðum með tvo tónleika. Opnum hátíðina með raggie tónleikum og svo endum við hátíðina á sunnudeginum með tónleikum Steve Newman og Jane Gaisford (vel þekkt í Suður Afríku).
Opnuðum nýja málverkasýningu seinustu helgi með Ken Law sem eftirlaunaþegi hérna og málar í frístundum. Var vel sótt og hann seldi alla vega þrjár myndir sem er ágætt. Svo verðum við með opnum á nýrri ljósmyndasýningu eftir Tertius Meintjes sem er mjög frægur leikari og rithöfundur sem hefur nú skapað sér nýja frama með ljósmyndum. Meiri upplýsiongar á www.tertius-gallery.com Já það er allt að gerast.
Ríkissjónvarpið (SABC2) var hérna á fimmtudaginn og tók upp tónleika í leikhúsinu okkar. Fáum væntanlega góða umfjöllun þar. Svo var útvarpið að taka viðtal við Louna á laugardaginn sem verður úrvarpað viku fyrir rósa hátíðina. Ríkisjónvarpið kemur svo til með að fjalla um Greyton næstu þrjár vikur fyrir hátíðina. Gott mál, veitir ekki af meiri umfjöllun um Greyton.