Gleðileg jól
Hér er búið að vera ansi mikið að gera og verður mjög annríkt núna yfir hátíðarnar. Hér er þetta nefnilega ekki eins og heima. Hér fer fólk mikið út að borða og skemmta sér um jólin. 25 Desember er aðaldagurinn, Mjög margir fara út að borða í hádeginu með fjölskyldu og vinum. Við erum alltaf fullbókaðir þá. Louna er búin að vera í rúma viku að undirbúa matinn. Sérstaklega eftirréttina, mjög áríðandi að það séu hefðbundnir eftirréttir svos sem Mince pies, Christmas pudding, Truffle, brandy pudding svo eitthvað sé nefnt. Svo er náttúrlega fylltur kalkúnn og hamborgarahryggur í aðalrétti.
Jólagjöfin okkar til hvor annars í ár var að bjóða yngstu bekkjunum í skólanum að koma og leika sér í sundlauginn og fá svo pylsur, kók og ís. Bói fór í jólasveina búninginn og talaði við krakkan um tilgang jólanna og las sögur af íslensku jólasveinunum. Þarna voru margir krakkar sem voru með Gabríel í leikskóla þegar hann var hérna og einn af kennaranum mundi eftir honum og bað fyrir kveðju til hans. Kennarinn sagði að þetta skipti ótrúlega miklu máli fyrir börnin vegna þess að hátíðarna væru oft erfiður tími fyrir þau. Engir peningar til á heimilunum og lítill matur. Þess vegna hefðu verið miklar eftirvæntingar hjá þeim og ótrúlega gaman. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 2009 will be fine...
Jólagjöfin okkar til hvor annars í ár var að bjóða yngstu bekkjunum í skólanum að koma og leika sér í sundlauginn og fá svo pylsur, kók og ís. Bói fór í jólasveina búninginn og talaði við krakkan um tilgang jólanna og las sögur af íslensku jólasveinunum. Þarna voru margir krakkar sem voru með Gabríel í leikskóla þegar hann var hérna og einn af kennaranum mundi eftir honum og bað fyrir kveðju til hans. Kennarinn sagði að þetta skipti ótrúlega miklu máli fyrir börnin vegna þess að hátíðarna væru oft erfiður tími fyrir þau. Engir peningar til á heimilunum og lítill matur. Þess vegna hefðu verið miklar eftirvæntingar hjá þeim og ótrúlega gaman. Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. 2009 will be fine...