Sunday, November 22, 2009

Langir dagar og góðir gestir

Hér hefur verið ansi mikið álag á okkur. Þvottakonan hefur ekki mætt í vinnu í nokkra daga og skapað auka álag á okkur, eins og það sé nú ekki óg fyrir. Hér þarf maður að ganga í öll störf, við erum eldabuskur, herbergisþernur, barþjónn, þvottakonur, uppvaskarar, garðyrkumenn, viðgerðarmenn o.s.frv. til viðbótar við okkur venjulegu störf. Erum eiginlega orðnir svolítið langþreyttir. Vonandi fer þetta nú að ganga betur þannig að við getum verið fullmannaðir af starfsfólki. Lokum líklega bara alveg á þriðjudaginn, til þess að ná að hlaða batteríin aftur.




Annars höfum við verið nokkuð duglegir að sósilera þrátt fyrir annríkið. Fórum í vikunni út að borða í hádegismat með Jenny og Brian. Mjög gaman eins og alltaf með þeim. Við fórum að veitingastað sem er tiltölulega nýr hérna og sem við höfum aldrei farið á og mikið assgoti var maturinn vondur. Eiginlega bara óætur. Vorum í mesta basli með að éta eitthvað af honum. Við höfum það fyrir reglu að kvarta aldrei á öðrum veitingarstöðum í bænum. Hælum matinn alltaf í hástert, sem var ansi erfitt. Afsökuðum okkur með að við hefður fengið stóran morgunverð og hefðum þess vegna ekki mikla matarlyst og báðum svo um „doggie bag“.

Hingað komu góðir gestir seinasta laugardag. Það voru landsmennir, þau Geir Gunnlaugson og Jónina kona hans. Það hafði verið mælt með okkur af fólki í Cape Town sem kemur hingað nokkuð reglulega. Geir og Jónina eru í fríi hér og enda svo bæði á einhverjum ráðstefnum hérna. Eru bæði prófessorar í háskólanum. Mjög skemmtilegt fólk. Við fórum til Doru (í fátæktarhverfinu hérna) í hádegismat í gær. Alltaf gaman að koma til Doru og það er mikil upplifum að koma til hennar. Hún sest alltaf með okkur og fær sér í glas með okkur og svo segir hún frá lífinu í hverfinu og sögur af fólkinu sínu.

Thursday, November 12, 2009

Hér er allt við það sama.

Við erum rétt að ná okkur eftir áfallið vegna innbrotsins sem kom mjög illa við peninga punginn okkar í miðri kreppu. Vorum með fund um daginn með starfsfólkinu þar sem við tilkynntum frekari niðurskurð. Nú eru þau nánast einungis að vinna um helgar. Við lögðum jafnframt til að þau skyldu fara að svipast um eftir annari vinnu. Við myndum skilja það ef þau fengu meiri vinnu annars staðar. Þau virtust taka þessu vel og mið skilning, en þetta er mikið áfall fyrir þau og fjölskyldu þeirra. Nú eru það einungis ég og Guðmundur sem höldum veitingstaðnum opnum með okkar eigin matseðli, sem er bara það sem okkur dettur í hug þá og þegar með það samt í huga að nýta allar birgðir okkar af mat. Er þreyttur núna, Vorum báðir bundinn í eldhúsinu meginhlutan í gær við undirbúning. Fékk smá pásu og svo var ég fastur við eldavélina frá 6 til 11 um kvöldið. Mikið að gera og það var á mörkunum að við hefðum það. Vinsælasti rétturinn á þessum kvöldum hefur verið íslenskar kjötbollur. Er búinn að ná að gera mjög gott kjötfars og það leggst mjög vel í fólkið hér. Það kláraðist eiginlega allt nema kjötbollurnar. Þurfti að sjóða meiri kartöflur fyrir seinasta borðið, lambið kláraðist, steikurnar kláruðust, Grænmetið kláraðist, þetta var semsagt allt mjög tæpt en gekk samt mjög vel. Allir í skýjunum yfir matnum, en djísus hvað maður er búinn eftir svona kvöld. Þetta bætist nefnilega ofan á allt annað sem maður þarf að gera hérna. Er samt ekki að kvarta, veitir ekki af hverri krónu sem kemur í kassann. Ætla að leggja til við Guðmund að við lokum í kvöld og förum út að borða. Veit ekki hvað það er langt síðan við höfum farið út að borða. Sjáum til. Nú þetta bréf er nú eiginlega orðið einskonar blogg. Kannski ég byrji aftur með bloggið