Hér hefur verið mikið líf í tuskunum. Karen (kokkur ákvað að hætta, eftir að við drógum af henni verðmæti 12 súpu skammta. Hún og Bradley (kokkur) höfðu í annað skipti gleymt að setja súpurnar inn í ísskáp eftir vaktina sína. ‘i fyrra skiptið varð Loana (yfir kokkur) brjáluð og sagði þeim að ef þetta kæmi fyrir aftur yrði það dregið af laununum þeirra. Nokkrum dögum seinna gerðist það aftur og það var karen og Bradley sem voru á vakt, þannig að við ákváðum að draga það af laununum þeirra. Bradley var mjög ósáttur en sætti sig við þetta, karen hins vegar sagði upp á staðnum og labbaði út. Kom daginn eftir og baðst afsökunar og kom svo degi seinna og bað um vinnuna sína aftur sem hún fékk. Vorum eiginlega hálf spældir vegna þess að helst hefðum við viljað losna við hana, en hún er góður kokkur, þrátt fyrir að hún hafi oft reynst okkur erfið. Er gott að hafa fengið hana aftur.
Ferðamálaráð Greyton hélt auka aðal fund hérna í vikunni. Fyrrverandi nefndin var þvinguð til að segja af sér eftir kvörtunarbréf okkar. Það var stofnuð nefnd sem á að vinna í hálft ár til þess að koma skrifstofunni í lag og að vinna að málum sem hefur ekki verið sinnt seinasta árið. Bói var búinn að undirbúa sig mikið og hafði margt að segja. Því miður hafði ritari nýju nefndarinnar (Pamaela Duff, fyrrverandi ritstjóri bæjarblaðsins)) og formaður ekki áhuga á því sem Bói hafði að segja og trufluðu hann ítrekað, þannig að hann gat ekki klárað það sem hann hafði að segja og endaði á því að hætta í miðri ræðu. Náði samt að bjóða gestum upp á veitingar í boði okkar. Svo strunsaði hann út. Daginn eftir sögðum við okkur úr FMR, með þeim orðum að við hefðum aldrei verið auðmýktir eins svakalega opinberlega með því að hafa sýnt Bóa vanvirðingu og með skort á fundarsköpum. Ég hringdi svo í þær degi seinna og sagði þeim að þær væru ekki velkomnar til okkar og við notuðum “rights of admission” á þær. Þær vildu báðar biðjast afsökunar, en ég sagði þeim að þær þyrftu ekki að biðja mig afsökunar, heldur Bóa og verið þið bless.....
Við vorum með árshátíð seinasta miðvikudag. Gina og Roseline skipulögðu sundlaugarparty og svo var “braai” (grill). Það var mikið fjör og mikið gaman. Svo sagði Bói jólasveinasögur og strippaði úr jólasveinabúningnum og hoppaði út í laugina. Flestir fóru útí og það var mikið fjör og busl.
Það er búið að vera fullbókað alla helgina og brjálað að gera. Allt gengið mjög vel. Hér er ekki mikil jólastemming. Maður heyrir varla eitt einasta jólalag í útvarpinu og það eru engir með skreitingar í Greyton fyrir utan okkur sem erum með allt hótelið skreitt á brjálað íslenskan hátt. Og svo spilum við næstum einungis jólatónlist, þannig að við erum nú komnir í smá jólafíling. Jól er talsvert öðruvísi hérna heldur en á klakanum.