Gleðileg jól
Hér hefur verið ansi mikið að gera síðan ég bloggaði seinast. Um miðjan desember héldum við árshátíð með staffinu og fórum til Hermanus. Fórum á ströndina og höfðum það gott þar (við Bói brunnum ansi illa, enda orðnir óvanir sólinni. Höldum okkur alltaf í skugga eins og Suður Afríku búar flestir gera). Fórum síðan í hádegismat á veitingastað og það var mikið fjör. Gáfum öllum peninga í jólagjöf og allir fóru að versla fyrir jólin. Héldum síðan heim á leið og enduðum hérna í garðinum þar sem við dönsuðum og skemmtum okkur áður en allir fóru heim. Eftir þetta er búið að vera tjúllað að gera, sérstaklega á ressanum.
Hér hafa jólin farið gersamlega framhjá okkur sökum annríkis. Það er mjög algengt hérna að fólk fari út að borða á jólunum, sérstaklega á jóladag sem er aðal málið hérna, þannig að þessi jól hafa verið eilíf hlaup hjá okkur. Margir veitingastaðanna hérna hafa lokað á þessum tillidögum og suma dagana höfum við verið eini staðurinn sem er opinn sem þýðir náttúrulega að það er mikið að gera sem er að sjálfsögðu gott fyrir bissnissinn. Við komum til með að halda upp á jólin um miðjan janúar. Förum líklega í picknik niður að á með SOS hópnum okkar (Spontanious Organized Sosializing).
Við opnuðum svo pakka á jóladag. Við gefum staffinu alltaf einhverja litla gjöf auk peninganna. Í ár skipulagði Hilca-Ann gjafaleik. Allir áttu að kaupa gjöf sem mátti ekki kosta meira en 50 rönd (500 ISK). Við drógum okkur hverjum við áttum að gefa. Ruwayda átti að gefa mér og ég átti að gefa Margréti í eldhúsinu. Fann fína skyrtu handa henni. Þetta var mjög skemmtilegt og í fyrsta skipti í nokkur ár fékk ég jólagjöf. Við Bói erum alveg hættir að gefa hvor öðrum gjafir, fæ bara koss, sem er svo sem ágætt. Sleppum alla vegna við stressið sem fylgir því að vera að hlaupa útum allt að finna gjafir.
Við erum búnir að losa okkur við andarungana. Þeir voru að gera mig tjúllaðann. Mamman öskrandi allan liðlangan dagin að reyna að halda hópinn. Svo voru þær orðnar desperat að reyna að stinga af. Veit ekki hvað ég þurfti oft að hlaupa útá götu vegna þess að einhver gestanna lokaði ekki hliðinu og þær sluppu út. Þær voru meira að segja farnar að reyna að komast í gegnum ressann og út þá leiðina. Þurfti oft á dag að stökkva út af skrifstofunni og reka þær tilbaka. Gestir hjálpuðu oft til að reka þær inn aftur. Þetta var orðin alger martröð. Við Gáfum Jenný þær og sögðum henni að við værum að skila öndunum með vöxtum. Jenný gaf Bóa þær í jólagjöf í fyrra. Það var móttöku hátíð í ellismella þorpinu þegar við komum með þær. 20-30 manns komnir til að fylgjast með þegar þeim var sleppt. Skálað í víni, haldnar ræður og ég veit ekki hvað. Ungarnir una sér vel þar alla vegna. Það er lítil tjörn þar með smá eyju sem þær geta notað sem náttstað og ættu að vera alveg öruggar þó svo að það sé ekkert hús fyrir þær.
Áramótin verða annarík líka, þrátt fyrir að við séum ekki fullbókaðir. Við ákváðum að verðleggja okkur soldið í hærri kantinum. Fjórir aðrir staðir eru líka opnir á gamlárskvöld þannig að það er hart barist um kúnnana. Við erum þess vegna með færri gesti en vanalega á gamlárskvöld, en okkur er alveg sama. Getum þá bara sinnt gestunum okkar betur. Bói er búin að kaupa fullt af allskonar sprengjum, kínverjum og fleiru og kemur til með að hrekkja gesti allt kvöldið til að halda uppi stemmingu og svo verðum við með flugeldasýningu um miðnætti.
Þakka ykkur öllum sem hafa sent “comment” og takk fyrir jólakveðjurnar. Vonandi hafið þið öll átt góð jól. Við óskum ykkur allra frábærs nýs árs um leið og við þökkum fyrir hið liðna.
Ps. Hver er e-mail addressan þín Anna Kristine?
Hér hafa jólin farið gersamlega framhjá okkur sökum annríkis. Það er mjög algengt hérna að fólk fari út að borða á jólunum, sérstaklega á jóladag sem er aðal málið hérna, þannig að þessi jól hafa verið eilíf hlaup hjá okkur. Margir veitingastaðanna hérna hafa lokað á þessum tillidögum og suma dagana höfum við verið eini staðurinn sem er opinn sem þýðir náttúrulega að það er mikið að gera sem er að sjálfsögðu gott fyrir bissnissinn. Við komum til með að halda upp á jólin um miðjan janúar. Förum líklega í picknik niður að á með SOS hópnum okkar (Spontanious Organized Sosializing).
Við opnuðum svo pakka á jóladag. Við gefum staffinu alltaf einhverja litla gjöf auk peninganna. Í ár skipulagði Hilca-Ann gjafaleik. Allir áttu að kaupa gjöf sem mátti ekki kosta meira en 50 rönd (500 ISK). Við drógum okkur hverjum við áttum að gefa. Ruwayda átti að gefa mér og ég átti að gefa Margréti í eldhúsinu. Fann fína skyrtu handa henni. Þetta var mjög skemmtilegt og í fyrsta skipti í nokkur ár fékk ég jólagjöf. Við Bói erum alveg hættir að gefa hvor öðrum gjafir, fæ bara koss, sem er svo sem ágætt. Sleppum alla vegna við stressið sem fylgir því að vera að hlaupa útum allt að finna gjafir.
Við erum búnir að losa okkur við andarungana. Þeir voru að gera mig tjúllaðann. Mamman öskrandi allan liðlangan dagin að reyna að halda hópinn. Svo voru þær orðnar desperat að reyna að stinga af. Veit ekki hvað ég þurfti oft að hlaupa útá götu vegna þess að einhver gestanna lokaði ekki hliðinu og þær sluppu út. Þær voru meira að segja farnar að reyna að komast í gegnum ressann og út þá leiðina. Þurfti oft á dag að stökkva út af skrifstofunni og reka þær tilbaka. Gestir hjálpuðu oft til að reka þær inn aftur. Þetta var orðin alger martröð. Við Gáfum Jenný þær og sögðum henni að við værum að skila öndunum með vöxtum. Jenný gaf Bóa þær í jólagjöf í fyrra. Það var móttöku hátíð í ellismella þorpinu þegar við komum með þær. 20-30 manns komnir til að fylgjast með þegar þeim var sleppt. Skálað í víni, haldnar ræður og ég veit ekki hvað. Ungarnir una sér vel þar alla vegna. Það er lítil tjörn þar með smá eyju sem þær geta notað sem náttstað og ættu að vera alveg öruggar þó svo að það sé ekkert hús fyrir þær.
Áramótin verða annarík líka, þrátt fyrir að við séum ekki fullbókaðir. Við ákváðum að verðleggja okkur soldið í hærri kantinum. Fjórir aðrir staðir eru líka opnir á gamlárskvöld þannig að það er hart barist um kúnnana. Við erum þess vegna með færri gesti en vanalega á gamlárskvöld, en okkur er alveg sama. Getum þá bara sinnt gestunum okkar betur. Bói er búin að kaupa fullt af allskonar sprengjum, kínverjum og fleiru og kemur til með að hrekkja gesti allt kvöldið til að halda uppi stemmingu og svo verðum við með flugeldasýningu um miðnætti.
Þakka ykkur öllum sem hafa sent “comment” og takk fyrir jólakveðjurnar. Vonandi hafið þið öll átt góð jól. Við óskum ykkur allra frábærs nýs árs um leið og við þökkum fyrir hið liðna.
Ps. Hver er e-mail addressan þín Anna Kristine?