![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhNczNZC71EfRb3c4ZIsQMNaC6tZkdnXTEeu89vfBtpDLT9PNbytloZilicIdyFOaFm-QrjF6BIWWEBGmUmCOwVxzUD2hESFH62viF-YWyY-J0vEzemb2xNf6dqDPNWdGGlxgKevg/s320/December+2007+083.jpg)
Fórum í afmælið hennar Louna um daginn. Þetta var mjög óvanalegt afmæli fyrir okkur. Hún mætti ekki fyrr en allir voru komnir. Þegar allir voru sestir var sett á tónlist og inn kom hún í fylgd með systursyni sínum. Þetta var næstum eins og brúðkaup. Svo komu litlu prinsessurnar með blóm sem þau gáfu henni. Síðan voru haldnar ræður og farið með bænir. Veislustjórinn vitnaði´sí og æ í Biblíuna. Þau eru mjög trúuð. Síðan var borinn fram þessi fíni matur og svo var dansað og tjúttað. Mjög skemmtilegt afmæli!