Ákvarðanir teknar
Já það er kominn mánuður, en er það ekki að verða standardinn á þessu lélega bloggi?
Never mind. Hér er búið að vera óveður og Greyton komst enn og aftur á forsíðuna á Cape Times (SA mogginn) Voru miklir vindar hér, já meiri en þeir gerast á Kjalarnesi. Tré brotnuðu, þök fuku, eldar herjuðu, bændabýli brunnu og fólk þurfti að fara í ána til að bjarga sér meðan eldurinn fór hjá. Sem betur fer skemmdist ekkert hér nema girðinging féll (til nágranna frá helvíti sem betur fer hafa ekki komið hingað á annað ár) og nokkur tré brotnuðu. Meðan allt þetta gekk á, náði ég að reka einn þjón, Roseline, synd vegna þess að hún er góð, en hún var búin að vera erfið og með kjaft og stæla. Ég stóð hana að því að stara á tóma diska í eldhúsinu að bíða eftir að Louna setti mat á þá fyrir gesti og á meðan þurfti ég að sinna gestum sem er það sem ég fíla sýst (er ypsilon í þessu?) Hún svaraði mér fullum hálsi og ég sagði henni að kokkarnir hringdu bjöllu þegar maturinn væri til og hún þyrfti ekki að horfa á diskana. Ég sagði henni að ef henni líkaði ekki reglurnar hérna, þá vissi hún hvar hurðin væri. Hún gekk út þá og þegar og eiginlega erum við báðir fegnir þrátt fyrir að það sé eftirsjá í henni.
Við fórum aftur í sumarbústaðarferð um daginn. Fórum á Oewerzicht sem er vínbúgarður hérna rétt fyrir utan Greyton (svo ég gæti keyrt inn og gert upp kassan og tékkað á e-mail) Þar tókum við ákvarðanir, kominn tími til, enda erum við ekki að verða ríkir á þessum reksti. Ákváðum að loka alla vegna þrjá daga í viku. Hafa samt opið, en bara með okkur og einum þjóni ásamt kannski einum aðstoðarkokki og loka svo um kvöldið, enda mjög lítið að gera. Nýr staður opnaði fyrir nokkrum vikum og hefur náð að stela aðeins frá okkur. Gerist alltaf, en við höfum séð þá koma fara þessi 4 ár sem við höfum verið hérna. Sumir hafa meira að segja haft fleiri en 3 eigendur´á þessum tíma. Erum enn að vinna í því hvernig við gerum þetta nákvæmlega vegna þess að við viljum ekki missa gott starfsfólk. Meira um það seinna.
Takk öll fyrir góðar kveðjur - Villi
Ps. Ég skal ýta þessu að Guðmundi, en það verður ekki auðvelt. Hann nefnilega þykist ekki kunna á tölvur og heldur því fram að hann sé með tölvufælni. Getur samt alveg skrifað tölvupósta og fleira......
Never mind. Hér er búið að vera óveður og Greyton komst enn og aftur á forsíðuna á Cape Times (SA mogginn) Voru miklir vindar hér, já meiri en þeir gerast á Kjalarnesi. Tré brotnuðu, þök fuku, eldar herjuðu, bændabýli brunnu og fólk þurfti að fara í ána til að bjarga sér meðan eldurinn fór hjá. Sem betur fer skemmdist ekkert hér nema girðinging féll (til nágranna frá helvíti sem betur fer hafa ekki komið hingað á annað ár) og nokkur tré brotnuðu. Meðan allt þetta gekk á, náði ég að reka einn þjón, Roseline, synd vegna þess að hún er góð, en hún var búin að vera erfið og með kjaft og stæla. Ég stóð hana að því að stara á tóma diska í eldhúsinu að bíða eftir að Louna setti mat á þá fyrir gesti og á meðan þurfti ég að sinna gestum sem er það sem ég fíla sýst (er ypsilon í þessu?) Hún svaraði mér fullum hálsi og ég sagði henni að kokkarnir hringdu bjöllu þegar maturinn væri til og hún þyrfti ekki að horfa á diskana. Ég sagði henni að ef henni líkaði ekki reglurnar hérna, þá vissi hún hvar hurðin væri. Hún gekk út þá og þegar og eiginlega erum við báðir fegnir þrátt fyrir að það sé eftirsjá í henni.
Við fórum aftur í sumarbústaðarferð um daginn. Fórum á Oewerzicht sem er vínbúgarður hérna rétt fyrir utan Greyton (svo ég gæti keyrt inn og gert upp kassan og tékkað á e-mail) Þar tókum við ákvarðanir, kominn tími til, enda erum við ekki að verða ríkir á þessum reksti. Ákváðum að loka alla vegna þrjá daga í viku. Hafa samt opið, en bara með okkur og einum þjóni ásamt kannski einum aðstoðarkokki og loka svo um kvöldið, enda mjög lítið að gera. Nýr staður opnaði fyrir nokkrum vikum og hefur náð að stela aðeins frá okkur. Gerist alltaf, en við höfum séð þá koma fara þessi 4 ár sem við höfum verið hérna. Sumir hafa meira að segja haft fleiri en 3 eigendur´á þessum tíma. Erum enn að vinna í því hvernig við gerum þetta nákvæmlega vegna þess að við viljum ekki missa gott starfsfólk. Meira um það seinna.
Takk öll fyrir góðar kveðjur - Villi
Ps. Ég skal ýta þessu að Guðmundi, en það verður ekki auðvelt. Hann nefnilega þykist ekki kunna á tölvur og heldur því fram að hann sé með tölvufælni. Getur samt alveg skrifað tölvupósta og fleira......