Erum við að verða óþarfir hérna?
Búið að vera rólegt að gera hérna þangað til þessa helgi sem var fullbókuð. Hér eru hlutirnir farnir að ganga svo vel (7,9,13) að við erum bara næstum óþarfir, sem er gott. Ekki verið neinar krísur í langan tíma og allt gengur mjög vel. Við erum farnir að slaka soldið á og farnir að umgangast fólk aftur. Við fórum varla útaf hótelinu í langan tíma og alltaf á vaktinni að passa upp á allt.
Við vorum að fá hund sem við skirðum Happy. Þetta er hvolpur sem fannst nær dauða en lífi í Cape Town ásamt bróður sínum. Þeir voru í 10 daga á dýraspítala með næringu í æð. Bróðirinn hafði það ekki af en Happy er allur að koma til þó hann sé skinnhoraður. Þetta er einhver blendingur og hann er mjög vel gefinn. hann er búnn að læra að hann má ekki fara inn á hótelið og er næstum hættur að urra eða gelta á starfsfólk og gesti. Hann er soldið nervös, enda átt erfiða ævi sem er nú aðeins ca 3 mánuðir. Við fílum hann í tætlur og hann okkur. Fylgir okkur eins og skuggi út um allt. Er hann ekki sætur? Annars er nú bara lítið að frétta af okkur. Þess vegna hefur bloggið verið svona lélegt hjá mér undanfarið.
Við vorum að fá hund sem við skirðum Happy. Þetta er hvolpur sem fannst nær dauða en lífi í Cape Town ásamt bróður sínum. Þeir voru í 10 daga á dýraspítala með næringu í æð. Bróðirinn hafði það ekki af en Happy er allur að koma til þó hann sé skinnhoraður. Þetta er einhver blendingur og hann er mjög vel gefinn. hann er búnn að læra að hann má ekki fara inn á hótelið og er næstum hættur að urra eða gelta á starfsfólk og gesti. Hann er soldið nervös, enda átt erfiða ævi sem er nú aðeins ca 3 mánuðir. Við fílum hann í tætlur og hann okkur. Fylgir okkur eins og skuggi út um allt. Er hann ekki sætur? Annars er nú bara lítið að frétta af okkur. Þess vegna hefur bloggið verið svona lélegt hjá mér undanfarið.