Erum lent
Mikið var þetta nú æðisleg ferð heim. Louna er í skýjunum ennþá og ég er ekki viss hvort hún sé lent alveg. Hún bauð okkur í heimkomu partý til sín í gærkvöldi. Þar fengu allir gjafir og ég er viss um að allt þorpið hennar er komið með smink og varaliti til næsta áratugar. Hún gekk um með bala þar sem allir gátu fengið sér eitthvað smink. Takk elsku Anna fyrir að hafa reddað henni þessu og skilaðu þakklæti til heildsölunnar. Verð nú eiginlega að þakka Ásu systir sérstaklega fyrir hvað þú varst dugleg að fara með hana útum allt, Önnu Þ fyrir að hafa reddað öllu sminkinu og bjóða henni heim að elda sem birtist vonandi í Gestgjafanum, Önnu K fyrir að koma henni í sjónvarpið (tölum ekki meia um það), Dóru fyrir að redda hárinu á henni, Eddu Gardine fyrir að bjóða henni heim að snæða og í partý, Kalla kokk fyrir að bjóða okkur heim og fara með hana í göngutúr og síst en ekki minnst Kristalettunni fyrir gestrisni og höfingjaskap í öllu svo ég tali nú ekki um alla aðra sem buðu okkur heim og hittu okkur hér og þar. Og kærar þakkir allir sem gáfu henni gjafir og peninga. Nei nú verð ég að hætta, annars fer ég að gráta.
Nú er daglega lífið tekið við aftur. Veðrið er fínt, en náttúrlega ekki eins hlýtt og heima. Eyddi deginum í gær að taka til á barnum. Það var komið soldið rugl á hann en ekkert alvarlegt. Þau hafa staðið sig mjög vel hérna meðan ég var í burtu og sama sem ekkert uppsafnað sem beið mín.
Nú er daglega lífið tekið við aftur. Veðrið er fínt, en náttúrlega ekki eins hlýtt og heima. Eyddi deginum í gær að taka til á barnum. Það var komið soldið rugl á hann en ekkert alvarlegt. Þau hafa staðið sig mjög vel hérna meðan ég var í burtu og sama sem ekkert uppsafnað sem beið mín.