Thursday, July 31, 2008

Erum lent

Mikið var þetta nú æðisleg ferð heim. Louna er í skýjunum ennþá og ég er ekki viss hvort hún sé lent alveg. Hún bauð okkur í heimkomu partý til sín í gærkvöldi. Þar fengu allir gjafir og ég er viss um að allt þorpið hennar er komið með smink og varaliti til næsta áratugar. Hún gekk um með bala þar sem allir gátu fengið sér eitthvað smink. Takk elsku Anna fyrir að hafa reddað henni þessu og skilaðu þakklæti til heildsölunnar. Verð nú eiginlega að þakka Ásu systir sérstaklega fyrir hvað þú varst dugleg að fara með hana útum allt, Önnu Þ fyrir að hafa reddað öllu sminkinu og bjóða henni heim að elda sem birtist vonandi í Gestgjafanum, Önnu K fyrir að koma henni í sjónvarpið (tölum ekki meia um það), Dóru fyrir að redda hárinu á henni, Eddu Gardine fyrir að bjóða henni heim að snæða og í partý, Kalla kokk fyrir að bjóða okkur heim og fara með hana í göngutúr og síst en ekki minnst Kristalettunni fyrir gestrisni og höfingjaskap í öllu svo ég tali nú ekki um alla aðra sem buðu okkur heim og hittu okkur hér og þar. Og kærar þakkir allir sem gáfu henni gjafir og peninga. Nei nú verð ég að hætta, annars fer ég að gráta.

Nú er daglega lífið tekið við aftur. Veðrið er fínt, en náttúrlega ekki eins hlýtt og heima. Eyddi deginum í gær að taka til á barnum. Það var komið soldið rugl á hann en ekkert alvarlegt. Þau hafa staðið sig mjög vel hérna meðan ég var í burtu og sama sem ekkert uppsafnað sem beið mín.

Sunday, July 13, 2008

Símanúmerið mitt heima

Ég kem heim á þriðjudaginn rétt fyrir miðnætti. Verð með sama númer og seinast 894 2836. Sjáumst öll.......

Thursday, July 10, 2008

Ég er á leiðinni..........

Nú er heldur betur farið að styttast í að við Louna komum heim. Við leggjum af stað á mánudaginn og lendum seint á þriðjudagskvöldinu heima. Komum til með að eiga heilan dag í Londun sem við notum í útsýnisferð. Verðum eins og alvöru túristar og skoðum allt. Ekki að mig langi, en það verður mikil upplifun fyrir lounu sem hefur aldrei ferðast erlendis og ekki einu sinni á ævinni komið í flugvél. Hún er að springa af tilhlökkun og kvíða. Segist varla geta sofið. Bói er búinn að gera lista fyrir hana yfir hvað hún á að taka með sér svo hún sé nú ekki með 14 “outfit” með sér. Það eru til þvottavélar á klakanum!

Hér hefur gengið ágætlega að hafa lokað þrjú kvöld í viku. Höfum nú samt verið sveiganlegir og ef við höfum haft gesti hjá okkur, eða bara haft á tilfinningunni að það yrði eitthvað að gera þá höfum við opnað. Við fórum með allt staffið í smá ferðalag. Fórum til Oewerzicht sem er bara nokkra km fyrir utan Greyton. Áttum góða kvöldstund með grilli og svo gistum við nóttina. Mjög gaman, myndin hér að neðan var tekin þar. Þetta var óvænt uppákoma sem Bói og Petro D höfðu ákveðið. Það var bundið fyrir augun á henni og hún var klædd upp í íslenskan fatnað.

Við vorum með starfsmannasjóð sem við höfum borgað í og staffið kaus sér nefnd sem átti að skipuleggja eitthvað ferðalag. Gekk ágætlega þangað til núna. Sumir vildu bara fá greitt út og höfðu engan áhuga eða komust ekki einhverra hluta vegna. Nefndi endaði á að skipuleggja ferð í verslunarmiðstöð þar sem þau ætluðu að eyða deginum. Sumir ætluðu að fara að heimsækja fjölskyldu eða vini og þetta stefndi allt í að þetta væri ekkert sem þau myndu gera saman, heldur öll í sitt hvoru lagi. Það var aldrei tilgangurinn með þessum sjóði. Eftir miklar pælingar ákváðum við að leggja niður lýðræðið og koma á einræði. Þ.e.a.s við ákveðum héðan í frá hvað á að gera og hvert á að fara og borgum fyrir 2-3 ferðir á ári úr eigin vasa og sjóðurinn lagður niður. Það datt allt í dúnalogn og allir voru sáttir. Merkilegt! Það var svo mikið nöldur og vesen út af þessum sjóð og þau gátu aldrei verið sammála um hvað ætti að gera. Núna er þeim bara tilkynnt og ef eihverjir vilja ekki koma með eða komast ekki, þá er það bara þeirra mál.

Jæja essgunar, sé ykkur í næstu viku. Við komum til með að gista hjá Kristjáni (Humarhúsinu) þannig að þið getið ná í mig í gegnum hann. Ég set inn símanúmerið mitt seinna ef ég finn íslenska sim kortið okkar.

Louna er á leiðinni

Louna komin í íslenska lopapeysu og til í að koma heim með mér.