Brjálað að gera
Sorry hvað ég hef verið slappur að blogga. Það er bara allt búið að vera á haus hérna. Vetrarhátíðin gekk þrusu vel. Það var troðið hérna og færri komust að en vildu. Opnunin á listasýningunni gekk mjög vel og það var stappað hérna inn á tónleikana. Höfum aldrei haft fleiri gesti. Ég var læstur á barnum og komst ekki út vegna þess að það var svo mikið fólk. Afgreiddi drykki í gegnum rimlana og bað gesti um að fara út og inn í garð. Það var ekki séns að komast í gegn öðru vísi. Við reiknum með að það hafi komið á milli 300-400 manns. Tónleikarnir voru frábærir og verða endurteknir í júlí.
Svo var slegið met á ressanum á föstudeginum í fjölda gesta og það var slegið aftur á laugadeginum. Þvílík helgi. Þetta var bara eins og 17 júní skrúðgangan færi hérna í gegn. Við vorum ansi lúnir eftir þessa helgi og höfum verið að alla vikuna að jafna okkur. NFH hafa ekki sést hérna ennþá, sem betur fer. Orðrómur um að þau komi jafnvel ekki aftur, en hvað veit maður. Ég er alla vegna búinn að jafna mig alveg á þessu núna. Þetta var ekki auðvelt, en ég er til í “slaginn” aftur.
Fasteignasalinn er búinn að vera í sambandi aftur og segir að þessir hugsanlegu kaupendur séu ennþá með áhuga. Hafa bara verið of upptekin við aðra hluti. Sjáum til hvernig þetta fer og krossum fingur.
Lovísa og Gabríel eru farin heim, þannig að það er frekar tómlegt í kofanum hjá okkur. Sendiherra Íslands, Benedikt Ásgeirsson er hérna núna gestur hjá okkur og hefur áhuga á að kaupa einhver verk henna Volga White. Áttum mjög notarlega stund með honum og Volga í gærkvöldi. Ég meira segja snæddi kvöldmat með þeim inn á ressanum. Veit ekki hvað það er langt síðan ég hef gert það. Þ.e.a.s verið gestur á mínum eigin ressa. Ég fer með honum og Volga til Hermanus á eftir að skoða sýningu sem hún er með þar. Og vonandi getum við Volga farið í hádegismat þar. Gott að komast í burtu aðeins.
Vorum með fundi með öllu staffinu í seinustu viku. Fyrst einstaklings viðtöl, svo deildir og að lokum allir saman. Vorum með hópefli að lokum til að byggja upp liðsheildina. Búið að vera langt síðan við höfum gert þetta og það er alltaf mun betri liðsandi eftir svona fundi og hópefli
Svo var slegið met á ressanum á föstudeginum í fjölda gesta og það var slegið aftur á laugadeginum. Þvílík helgi. Þetta var bara eins og 17 júní skrúðgangan færi hérna í gegn. Við vorum ansi lúnir eftir þessa helgi og höfum verið að alla vikuna að jafna okkur. NFH hafa ekki sést hérna ennþá, sem betur fer. Orðrómur um að þau komi jafnvel ekki aftur, en hvað veit maður. Ég er alla vegna búinn að jafna mig alveg á þessu núna. Þetta var ekki auðvelt, en ég er til í “slaginn” aftur.
Fasteignasalinn er búinn að vera í sambandi aftur og segir að þessir hugsanlegu kaupendur séu ennþá með áhuga. Hafa bara verið of upptekin við aðra hluti. Sjáum til hvernig þetta fer og krossum fingur.
Lovísa og Gabríel eru farin heim, þannig að það er frekar tómlegt í kofanum hjá okkur. Sendiherra Íslands, Benedikt Ásgeirsson er hérna núna gestur hjá okkur og hefur áhuga á að kaupa einhver verk henna Volga White. Áttum mjög notarlega stund með honum og Volga í gærkvöldi. Ég meira segja snæddi kvöldmat með þeim inn á ressanum. Veit ekki hvað það er langt síðan ég hef gert það. Þ.e.a.s verið gestur á mínum eigin ressa. Ég fer með honum og Volga til Hermanus á eftir að skoða sýningu sem hún er með þar. Og vonandi getum við Volga farið í hádegismat þar. Gott að komast í burtu aðeins.
Vorum með fundi með öllu staffinu í seinustu viku. Fyrst einstaklings viðtöl, svo deildir og að lokum allir saman. Vorum með hópefli að lokum til að byggja upp liðsheildina. Búið að vera langt síðan við höfum gert þetta og það er alltaf mun betri liðsandi eftir svona fundi og hópefli