Saturday, June 24, 2006

Brjálað að gera

Sorry hvað ég hef verið slappur að blogga. Það er bara allt búið að vera á haus hérna. Vetrarhátíðin gekk þrusu vel. Það var troðið hérna og færri komust að en vildu. Opnunin á listasýningunni gekk mjög vel og það var stappað hérna inn á tónleikana. Höfum aldrei haft fleiri gesti. Ég var læstur á barnum og komst ekki út vegna þess að það var svo mikið fólk. Afgreiddi drykki í gegnum rimlana og bað gesti um að fara út og inn í garð. Það var ekki séns að komast í gegn öðru vísi. Við reiknum með að það hafi komið á milli 300-400 manns. Tónleikarnir voru frábærir og verða endurteknir í júlí.

Svo var slegið met á ressanum á föstudeginum í fjölda gesta og það var slegið aftur á laugadeginum. Þvílík helgi. Þetta var bara eins og 17 júní skrúðgangan færi hérna í gegn. Við vorum ansi lúnir eftir þessa helgi og höfum verið að alla vikuna að jafna okkur. NFH hafa ekki sést hérna ennþá, sem betur fer. Orðrómur um að þau komi jafnvel ekki aftur, en hvað veit maður. Ég er alla vegna búinn að jafna mig alveg á þessu núna. Þetta var ekki auðvelt, en ég er til í “slaginn” aftur.

Fasteignasalinn er búinn að vera í sambandi aftur og segir að þessir hugsanlegu kaupendur séu ennþá með áhuga. Hafa bara verið of upptekin við aðra hluti. Sjáum til hvernig þetta fer og krossum fingur.

Lovísa og Gabríel eru farin heim, þannig að það er frekar tómlegt í kofanum hjá okkur. Sendiherra Íslands, Benedikt Ásgeirsson er hérna núna gestur hjá okkur og hefur áhuga á að kaupa einhver verk henna Volga White. Áttum mjög notarlega stund með honum og Volga í gærkvöldi. Ég meira segja snæddi kvöldmat með þeim inn á ressanum. Veit ekki hvað það er langt síðan ég hef gert það. Þ.e.a.s verið gestur á mínum eigin ressa. Ég fer með honum og Volga til Hermanus á eftir að skoða sýningu sem hún er með þar. Og vonandi getum við Volga farið í hádegismat þar. Gott að komast í burtu aðeins.

Vorum með fundi með öllu staffinu í seinustu viku. Fyrst einstaklings viðtöl, svo deildir og að lokum allir saman. Vorum með hópefli að lokum til að byggja upp liðsheildina. Búið að vera langt síðan við höfum gert þetta og það er alltaf mun betri liðsandi eftir svona fundi og hópefli

Tuesday, June 13, 2006

Frí - NFH - Vetrar hátíð

Það var mikið að gera seinustu helgi og allt gekk vel. Mirchel er hætt við að hætta, sem betur fer. Wany sagði upp líka þannig að okkur hefur tekist að losna við verstu þjónana okkar. Þýðir reyndar að staðan er frekar tæp hjá okkur í bili en það er að koma vetur og það þá er mun minna að gera en vanalega, svo að þetta ætti að ganga upp.

Takk fyrir öll kommentin, vermir alltaf hjartað og það liggur við að maður slefi yfir öllu þessu tali um góðan mat. Við ætluðum út að borða á fimmtudaginn. Bói bókaði borð á Rosies sem er pizza staður hérna. Þegar við komum er okkur vísað til sætis og hvað haldið þið að ég hafi ekki heyrt. Nágrannarnir frá helvíti á næsta borði. Djöfulsins dóninn, hann Mark sem rekur staðinn. Búinn að segjast vera búinn að loka alveg á þau og svo setur hann okkur á næsta borð við hliðina á þeim. Reyndar var veggur á milli þannig að við þurftum ekki að sjá þau. Ég stóð upp á stundinni og labbaði út. Bói pantaði pizzur sem take away, sem Mark lofaði að koma með heim til okkar. Hann baðst afsökunar og kenndi nýjum þjóni um þetta. Við rukum heim og Mark kom hálf tíma seinna með pizzurnar. Bói rétti honum 180 Rönd sem er miklu meira en nóg fyrir þessum pizzum og svo sagði hann Mark að hann gæti tekið þessar pizzur og gefið staffinu sínu, hundum eða hann gæti hennt þeim vegna þess að við vildum ekki mat frá honum. Hann byrjaði að afsaka aftur, en Bói sagðist ekki vilja ræða þetta og labbaði í burtu frá honum.

Ég var alveg í sjokki eftir þetta. Það er nú meiri andskotans stuðningurinn í bæjarbúum. Svei mér þá ef maður er ekki farinn að hata þennan bæ. Maður getur ekki einu sinni farið út lengur á aðra veitingastaði, vegna þess að Nágrannarnir frá Helvíti gætu verið þar. Það er nú ekki einu sinni eins og maður fari mikið út, en það er ágætt annað slagið að borða eitthvað annað en matinn hérna. Bói sendi okkur feðgin í frí sem við fórum í seinasta föstudag. Við fórum í “Heiðardal” eins og ég kalla það. Lítill sumarbústaður rétt fyrir utan Suurbrak. Við fórum þangað með Stebba og Kristjáni seinast þegar þeir voru hérna og þekktum því staðinn. Ekkert rafmagn og bara kyrrð. Þetta var yndislegt að komast svona í burtu og hvíla sig á þessu öllu hérna. Gistum þar í þrjár nætur og maður gerði gersamlega ekkert nema að borða, sofa, lesa, horfa á arin eldinn og hugleiða. Gvöð hvað þetta gerði mér gott.

Framhald af NFH (Nágrannar frá Helvíti). NFH urðu drukkin eins og vanalega og hávær. Það var fullt á Rosies og m.a. var þar Peter Barnard sem seldi þeim húsið og er að opna þennan fína ressa þar sem Megan og Wany er farin að vinna á. NFH byrjaði að tuða eitthvað í honum útaf einhverju veseni á húsinu þeirra. NFH er víst ekki ennþá búinn að borga allt sem hann átti að borga og hefur ekki getað komið með neinar tryggingar. Þetta endaði í einhverjum veseni og hávaða og það endaði með því að Mark henti NFH út. Vona bara að hann opni aldrei fyrir þeim aftur, enda búinn að henda þeim einu sinni áður út. Systir hennar Mirchel var þjónn þarna þegar þeim var hennt seinast út og hún sagði okkur að þau hefðu verið andstyggileg. Hann hefði verið að sparka í konuna sína undir borðið og slegið hana margoft í andlitið og svo hefði hann verið dónalegur við starfsfólkið þarna líka. Aðstoðarmaður Peter Barnards, John, sem er reglulegur gestur hérna, sagði Bóa að líklega yrði salan kölluð tilbaka. Vona ynnilega að það gerist, vegna þess að ég er búinn að fá meira en nóg af þeim.

Hér var brjálað veður í gær með helli rigningu og miklum vindi. Svokallaður “Bergwind”, sem eru ofsa vindhviður. Grindverkið okkar að NFH gaf sig og hrundi á einum stað, sem betur fer ekki nálægt okkur, en ég hafði varla orku til þess að fara þangað að skoða það. Langar ekki til að sjá NFH aftur. Á mándagsmorgni var svo “Sucking Susie” að tæma skolpið hjá okkur. Þetta er tank bíll sem kemur yfirleitt einu sinni í viku að tæma rotþróna hjá okkur. Það er ekkert skolpræsa kerfi hérna þannig að við erum með okkar eigið kerfi með nokkrum tönkum sem þarf að tæma reglulega. NFH mætti út um leið og þeir byrjuðu að dæla, öskrandi eitthvað á þá um leið og Bói mætti með staffið. Bói var fljótur að láta sig hverfa. Ætli NFH haldi ekki að við pöntum “Sucking Susie” bara til að pirra þau með hávaða og vondri lykt.

Hér verður allt klikkað að gera næstu helgi, fullbókað, enda er þetta Vetrar hátíðin og fullt um að vera í bænum. Við komum til með að opna nýja lista sýningu með verkum Marina Aguiar sem hún nefnir “Variations of Nude” og eru skúlptúrar, brons styttur, teikningar og málverk. Ansi mikil og stór sýning sem verður útum allt á hótelinu, fyrir utan það og í garðinum. Svo erum við með smá kabarett líka sem David Alder er búinn að vera að setja saman með lögum úr söngleiknum “Me and My Girl”. Hann er búinn að vera að gera okkur gráhærða með undirbúningnum. Hann er hérna eins og grár köttur daglega og getur ekki stoppað að tala um þetta. Dóttir hans Sindi Harrison, sem er vel þekkt söngkona hér kemur til með að syngja með honum og við búumst við að það verði miklu meira en fullt á þetta show. Þetta verður ansi töff, opnun á sýningunni klukkan 4, kabarettinn klukkan 5 og svo er sýningin opin frá klukkan 6 og svo verður ressinn fullbókaður. Krossum bara fingur og vonum að allt gangi vel.

Saturday, June 03, 2006

Spjallrásin.....

Takk fyrir öll kommentin og stuðninginn. Sannar sögur, sápuópera, hryllingsmynd, nei þetta er nú bara lífið okkar hérna, því miður og það er ekki mikið sem við getum gert í því. Ég hef tekið eftir því að sumir halda að ég sé bara að kvarta og kveina, en ég er alls ekki að það. Ég er bara hreinskilinn og ef einhverjir eiga erfitt með að taka því þá er það bara þeirra mál. Finnst hugmyndinn hennar AK sú allra besta sem ég hef heyrt lengi og aldrei að vita nema við tökum hana á orðinu. Nágrannarnir hafa ekki sést síðan. Þau fóru til Cape Town daginn eftir og komu aftur í gær. Vonandi lendum við ekki í meira veseni með þau. Það verður ekki auðvelt fyrir þau að halda höfði hátt hérna vegna þess að það vita allir hérna hvað gerðist og fólk er í sjokki yfir þessu

Bloggið getur verið mjög skemmtilegt þegar það eru svona margir sem taka þátt í því. Þetta er nánast að verða eins og spjallrás. Finnst mjög gaman af því að fá svona fréttir úr öllum áttum. Endilega höldum þessu áfram. Merkilegt að Maggi, Birna, Skúli, og Halla, Jói, Halli og Þráinn skuli öll vera í Sverge að skoða Saab verksmiðjunar. Það var nú ekki alveg skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Ætli þau hafi öll hittst þarna?

Hér hefur maður verið að reyna að ná sér á strik aftur. Þetta fór ansi illa með mig. Fékk róandi töflur hjá lækninum, en get ekki tekið þær vegna þess að þær gera mig svo sljóan og svo tapaði ég bara algerlega minninu og mundi ekki aukatekið orð. Þannig að ég bara hætti á þeim alveg. Hef það svona misgott, þó að það sé mikill kvíði og óróleiki í mér. Hef átt erfitt með svefn, sem er mjög óvanalegt hjá mér. Hef alltaf getað sofið, sama hvað gengur á og svo er ég að drepast í bakinu. Hef líklega tognað við þessi átök við nágrannana.

Við höfum ekki komist í frí ennþá, þrátt fyrir að við séum með lokað á miðvikudögum og fimmtudögum. Búnir að vera í bílaveseni. Bimminn er búinn að vera inn og út af verkstæði og það er bara eins og þeir geti aldrei fundið almennilega út hvað er að bílnum. Er orðinn mjög þreyttur á þessu og þarf að fara með hann aftur á mánudaginn. Bimminn er að verða efni í alveg sér blogg. Skrifa kannski um það seinna. Lovísa og Gabríel eru komin aftur og verða hérna trúlega í rúman mánuð. Það er gott að fá þau aftur og vonandi getur Lovísa létt eitthvað á okkur.

Hér verður mjög mikið að gera um helgina. Hótelið er vel bókað, þó það sé ekki alveg fullt. Svo er stór afmælisveisla hérna á laugardaginn með dans og det hele. Það má búast við því að það verði mikið að gera. Megan er búin að segja upp. Gott að losna við hana. Hún var að gera okkur vitlausa með því hvað hún er einföld greyið og stundum utan við sig. Mirchel er líka búin að segja upp og það er reyndar ekki eins gott, vegna þess að hún er mjög góður þjónn. Þær eru báðar að fara að vinna á nýjum ressa sem opnar um helgina. Verður víst mjög flottur og með 6 herbergi að auki, þannig að það má búast við því að þau taki einhver viðskipti frá okkur, sem er ekki eins gott.