Fyrirgefið hvað ég hef verið lélegur að blogga. Búið að vera mikið að gera og svo er hún Hófý búin að vera hjá okkur núna á þriðju viku. Búið að vera yndislegt að hafa hana hérna. Við erum búin að vera að gera ýmislegt saman. Fórum upp til De Rust að heimsækja Volgu. Gistum þar í 3 nætur og skemmtum okkur mjög vel. Volga er búin að koma sér ágætlega fyrir. Heilsan er ekki góð á henni frekar en fyrri daginn, en hún lítur nú samt vel út og virðist hafa það bara ágætt miðað við allt.
Við Hófý erum búin að vera að endurgera eitt herbergið hérna. Skipt um allt á baðinu og flísalagt. Svo var herbergið náttúrulega málað upp á nýtt og húsgögnum og nýjum skrautmunum komið fyrir þannig að herbergið er stórglæsilegt núna. Er mjög stoltur af árangrinum. Erum byrjuð að skipuleggja tvö önnur herbergi sem fá sömu meðferð. Alltaf gaman að gera fallega hluti.
Svo fórum við til Cape Town á ráðstefnum sem útflutningsráð Íslands stóð fyrir. Þar hitti ég gamlan vinnuveitanda minn, hann Össur og konuna hans, Björg. Það var óvænt og ánægjulegt. Svo hittum við sendiherra (á það ekki að vera sendifrú?) Sigríði Dúnu og Friðrik, og Valgerði Sverrisdóttur og manninn hennar ásamt fullt af öðrum góðum löndum.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, gömul vinkona mín úr ITC var á ferðinni hérna með Önnu Þrúði (fyrrverandi formaður Rauða Krossins) ásamt Hansínu Ástu Björgvinsdóttur (líka fyrrverandi ITC) og Álfhildi Hallgrímsdóttur. Anna Þrúður er búin að vera að vinna að verkefni hérna í Bloemfontain og var að fylgja því eftir. Ég náttúrlega brunaði til CT til þess að hitta þær. Alltaf gaman að hitta gamla og góða vini.
Karen kokkur er að hætta (kannski) hún virðist vera að skilja loksins við Maríus og það er eitthvað óvissuástand á henni í augnablikinu. Það kemur bara í ljós. Mark sem kom hingað og spurði okkur um hana og upplýsti okkur um að hún hefði sagt upp og þar sem hann vildi ekki vera að “stela” starfsfólki frá öðrum ressum, var nú ekki alveg heiðarlegur. Það kom í ljóst að hann var búinn að ræða við Charlene og hafði meira að segja bankað upp á hjá Louna til að bjóða þeim vinnu. Við urðum brjálaðir þegar við fréttum þetta og strunsuðum beint á Barnards til að segja honum til syndanna. Hittum hann fyrir utan Zippy’s og þökkuðum honum fyrir “heiðarleikan” hans, sögðum ekki vilja meira af hans “heiðarleika”, vissum að hann var búinn að reyna að stela fleira starfsfólki frá okkur og héðan í frá væri hann ekki velkomin á hótelið okkar, Good bye.
Það hafa verið meiri vatnsvandamál hérna. Einhver er að vinna skemmdarverk hjá okkur. Fyrst var það þessi krani sem enginn vissi um, svo hefur einhver skrúfað vatnsfylterin af og troðið tusku upp í rörin sem ferðaðist eftir leiðslunum þangað til hún festist og stíflaði allt. Það tók 2 pípara heilan dag að finna þetta og þeir fullyrða að þetta sé hreint og klárt skemmdarverk. Veit ekki hver eða hversvegna. Vona bara að það gerist ekkert meira svona lagað.
Nú er að koma að lokum heimsóknar Hófý til okkar. Hún stefnir í að fara heim á miðvikudaginn. Við erum að spá í að fara til CT og lyfta okkur aðeins upp með henni áður en hún fer. Svo eru nú fleiri góðir landar á leiðinni. Sossa er að koma með fjölskylduna sína í lok mars. Alltaf gaman að hafa hana hérna. Svo eru fleiri og fleiri á leiðinni og kem að því seinna.........