Monday, October 30, 2006
Smá slúður
Á laugardaginn um sex leitið mætti frú Alexis Otto (NFH= Nágranni frá helvíti). Hún kom inn um hliðið á garðinum og ég sat einn úti. Ég stóð upp strax og sagði stopp, hingað og ekki lengra. Hún sagðist vera að koma til þess að gera frið með okkur og ég sagði henni að hún væri ekki velkomin. Sem betur fer heyrði Anne þetta og kallaði í Bóa sem kom hlaupandi út eftir að hafa beðið hana að hringja í lögguna.. Hann kom með logandi kerti út ( við höfum sett logandi kerti út í garð á hverju einasta kvöldi til að blessa þau), setti það á sinn stað, ýtti mér inn, hundsaði hana, og byrjaði að loka öllum dyrum.
Hún lét sig hverfa, sem betur fer. Löggan mætti stuttu seinna og tók skýrslu af okkur og fór svo yfir til þeirra, Við heyrðum bara öskrin frá þeim á lögguna, sem voru langt í frá að vera kurteis. Í dag kom svo Gabríel (sem er lögga og er giftur Gleði) og sagði okkur að herra Otto hefði verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald seinasta Lagardag, fyrir Kókaínneyslu, Heyrðum svo í fréttunum í dag að eitthvað hafði gerst á Barnards (nýjasta samkeppnisaðilanum). Orðrómuir segir sð þar hafi verið gerð rassía og fundist mikið af Kókaínu (ekki hafa þetta eftir mér).
Þetta gerist víst á Laugardaginn, sama dag og frúin kom hingað. Gabríel sagði okkur að hún væri komin með lífvörð og Herra Otto væri ekki velkominn nálægt húsinu þeirra (og okkar í leiðinni) Frú Alexis Otto er vít komin með lífvörð og var með lásasmið í dag að skipta um lása á húsinu.
Ekki nóg með það. Á laugardaginn var uppákoma á Barnards. Það var rósahelgi í Greyton (Bói vann frumlegustu skreytinguna – global þema – hann notaði bómull (ís) sem hann hafði sáð grasfræjum í) ljósaseríu (norðurljósin) mosa, steina og blóm sem gætu hugsanlega hafa verið íslensk. Mjög flott! Charlene í eldhúsinu aðstoðaði hann svona rétt eins og Bára mútta gerði alltaf á Íslalandinu bláa. Þegar rósardrottningin kom í skrúðgöngunni (Dóttir eins kokksins á Barnards), fór allt staffið þar út að fylgjast með, Ernest (sem var þjónn hérna þegar við tókum við og er núna Manager þarna.), var víst orðinn fullur og hótaði öllum ef þau hypjuðu sig ekki inn þá væri það skriflega viðvörun á alla. Allt staffið labbaði út (nema Megan, sem vann hérna líka) Þvílík krísa. Svo var eitthvað í fréttunum um Peter Barnard í dag sem við náðum aldrei, Vonadi ekki um Kókaínið í Greyton!.
Erum að fara til Volga á morgun þannig að þið heyrið ekkert frá okkur í smá tíma. Velkomin Herdís á bloggið og takk fyrir kommentin Anna Kr, Hafdís, Lovísa J, Ása, Hófý, Stjáni (á Jommunni), Sigrún og hin sem ég hef gleymt að nefna.. Luv and lív jú.
Hún lét sig hverfa, sem betur fer. Löggan mætti stuttu seinna og tók skýrslu af okkur og fór svo yfir til þeirra, Við heyrðum bara öskrin frá þeim á lögguna, sem voru langt í frá að vera kurteis. Í dag kom svo Gabríel (sem er lögga og er giftur Gleði) og sagði okkur að herra Otto hefði verið handtekinn og settur í gæsluvarðhald seinasta Lagardag, fyrir Kókaínneyslu, Heyrðum svo í fréttunum í dag að eitthvað hafði gerst á Barnards (nýjasta samkeppnisaðilanum). Orðrómuir segir sð þar hafi verið gerð rassía og fundist mikið af Kókaínu (ekki hafa þetta eftir mér).
Þetta gerist víst á Laugardaginn, sama dag og frúin kom hingað. Gabríel sagði okkur að hún væri komin með lífvörð og Herra Otto væri ekki velkominn nálægt húsinu þeirra (og okkar í leiðinni) Frú Alexis Otto er vít komin með lífvörð og var með lásasmið í dag að skipta um lása á húsinu.
Ekki nóg með það. Á laugardaginn var uppákoma á Barnards. Það var rósahelgi í Greyton (Bói vann frumlegustu skreytinguna – global þema – hann notaði bómull (ís) sem hann hafði sáð grasfræjum í) ljósaseríu (norðurljósin) mosa, steina og blóm sem gætu hugsanlega hafa verið íslensk. Mjög flott! Charlene í eldhúsinu aðstoðaði hann svona rétt eins og Bára mútta gerði alltaf á Íslalandinu bláa. Þegar rósardrottningin kom í skrúðgöngunni (Dóttir eins kokksins á Barnards), fór allt staffið þar út að fylgjast með, Ernest (sem var þjónn hérna þegar við tókum við og er núna Manager þarna.), var víst orðinn fullur og hótaði öllum ef þau hypjuðu sig ekki inn þá væri það skriflega viðvörun á alla. Allt staffið labbaði út (nema Megan, sem vann hérna líka) Þvílík krísa. Svo var eitthvað í fréttunum um Peter Barnard í dag sem við náðum aldrei, Vonadi ekki um Kókaínið í Greyton!.
Erum að fara til Volga á morgun þannig að þið heyrið ekkert frá okkur í smá tíma. Velkomin Herdís á bloggið og takk fyrir kommentin Anna Kr, Hafdís, Lovísa J, Ása, Hófý, Stjáni (á Jommunni), Sigrún og hin sem ég hef gleymt að nefna.. Luv and lív jú.
Sunday, October 29, 2006
Villa blogg
Hæ essgunar
Búinn að vera slappur að blogga upp á síðkastið. Feginn að Bói hefur verið duglegri en en ég. Hér hefur bara verið mikið að gera síðan ég kom. Brúðkaup, afmælispartý, ráðstefnur og ég veit ekki hvað. Núna um helgina er Rósa helgi. Mikið að gestum og rósakeppni (því miður unnum við ekki) Bói var með skreytingu í themanu sem var “Global” þannig að hann gerði skreytingu sem var með íslensku thema. Ætlaði að nota lúpínu, en því miður var hún rétt búin að blómstra hérna. Þannig það það var notaður mosi, steinar. Bómull með grasfræjum (Ís) sem var farið að spíra og ljósasería (norðurljósin). Og einhver blóm sem hugsanlega gætu verið íslensk. Mjög flott skreiting sem Charlene hjálpaði honum með.
Bói er enn mikð að kljást við sorgina og það er ekki auðvelt. Hann er samt enn við sama heygarðshornið. Alltaf að stríða staffinu, mér og á fullu að sinna gestum og skapa fegurð hérna. Hér er búið að vera mála aðalbyggingu og við komum til með að halda áfram að mála og gera þetta fallegra. Því miður höfum við ekki getað lagað sundlaugina eftir flóðin ennþá. 4 sérfræðingar frá Cape Town hafa komið og skoðað hana og bara sagt NEI. Viljum ekki koma nálægt þessu. Endum líklega í því að gera þetta sjálfir.
Við höfum verið duglegir í því að taka okkur frídaga, sérstaklega ég. Og það hefur hjálpað mikið þó svo að maður hafi ekki gert neitt þessa daga nema vera sófus. Volga vinkona er flutt þannig að okkur finnst við vera soldið einir hérna ákkúrat núna, það breytist vonandi. Við ætlum að taka okkar fyrsta frí saman á þriðjudaginn. Ætlum að keyra upp til De Rust að hitta Volga og gista hjá henni í tvær nætur. Erum búnir að vera á fullu að planera þannig að allt gangi nú vel þegar við erum í burtu. Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en lofa að vera duglegri að skrifa reglulega. Takk öll fyrir kommentin, heldur þessu gangandi!
Búinn að vera slappur að blogga upp á síðkastið. Feginn að Bói hefur verið duglegri en en ég. Hér hefur bara verið mikið að gera síðan ég kom. Brúðkaup, afmælispartý, ráðstefnur og ég veit ekki hvað. Núna um helgina er Rósa helgi. Mikið að gestum og rósakeppni (því miður unnum við ekki) Bói var með skreytingu í themanu sem var “Global” þannig að hann gerði skreytingu sem var með íslensku thema. Ætlaði að nota lúpínu, en því miður var hún rétt búin að blómstra hérna. Þannig það það var notaður mosi, steinar. Bómull með grasfræjum (Ís) sem var farið að spíra og ljósasería (norðurljósin). Og einhver blóm sem hugsanlega gætu verið íslensk. Mjög flott skreiting sem Charlene hjálpaði honum með.
Bói er enn mikð að kljást við sorgina og það er ekki auðvelt. Hann er samt enn við sama heygarðshornið. Alltaf að stríða staffinu, mér og á fullu að sinna gestum og skapa fegurð hérna. Hér er búið að vera mála aðalbyggingu og við komum til með að halda áfram að mála og gera þetta fallegra. Því miður höfum við ekki getað lagað sundlaugina eftir flóðin ennþá. 4 sérfræðingar frá Cape Town hafa komið og skoðað hana og bara sagt NEI. Viljum ekki koma nálægt þessu. Endum líklega í því að gera þetta sjálfir.
Við höfum verið duglegir í því að taka okkur frídaga, sérstaklega ég. Og það hefur hjálpað mikið þó svo að maður hafi ekki gert neitt þessa daga nema vera sófus. Volga vinkona er flutt þannig að okkur finnst við vera soldið einir hérna ákkúrat núna, það breytist vonandi. Við ætlum að taka okkar fyrsta frí saman á þriðjudaginn. Ætlum að keyra upp til De Rust að hitta Volga og gista hjá henni í tvær nætur. Erum búnir að vera á fullu að planera þannig að allt gangi nú vel þegar við erum í burtu. Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en lofa að vera duglegri að skrifa reglulega. Takk öll fyrir kommentin, heldur þessu gangandi!
Thursday, October 19, 2006
Bóa blogg
Þriðjudagur, frídagur Villa, Kallt, (er í úlpu og peysu), og rigning. Vona að Villi setji myndir af blómum (sérstaklega Tillandsíunni sem ég fann blómstrandir í eikartrénu) með þessu bloggi mínu.
Villi er búinn að hegða sér eins og drottningin af Saba í dag. Hringir bara að pantar og pantar þjónustu sem ég má hlaupa með því heimilið okkar er prívat og starfsfólkinu er ekki leyft að koma þar inn. Hef notað mína 2 fyrstu miðvikudags frídaga í þrif og er að berjast við hann um að halda því snyrtilegu (er svo einstaklega mikill snyrtipinni sjálfur..... Ha, ha).
Skapið í mér er rokkandi, kveikjuþræðirnir einstaklega stuttir (sérstaklega við Villa greyið), en fékk staðfest hjá lækni að ég er við hestaheilsu. Aftur að fást við leiðindarmál með starfsfólkið (bara einn eða tveir) og nenni ekki að útlista hvað það er, en er að vona að einn af kokkunum (Karen) sé að hætta (að eigin vilja) fyrir helgi.
Besti vinur okkar hér, Volga flutti í gær. Táraðist þegar ég keyrði framhjá húsinu hennar í gær og sá flutningabílana. Hún hringdi í gærkvöld yfir sig ánægð með nýja heimilið og við Villi samgleðjumst henni, en SÖKNUÐURINN er sár (eins og það sé á það bætandi). Hún skildi eftir sig gjafir fyrir ALLT starfsfólkið okkar, enda hefur það séð um að elda fyrir hana daglega seinustu mánuði.
Ekkert að frétta af sölumálunum, enda er orkubúskapurinn okkar ekki í Toppi eftir seinustu mánuði. Súsanna og Bylgja (systur mínar) eru að standa einar í erfiðum skiptum með mig hérna í Greyton og Öbbu á Egilsstöðum. Hugsa til þeirra oft á dag og eins til ykkar allra hinna sem misstuðu kæran vin í Róberti. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni á fimmtudaginn klukkan 16:00. Komum til með að vera með fjölskyldu hans og vinum í huga þá.
Val Turner, nágranni okkar sem studdi okkur með undirskrftarlista af Hollensku kéllingunni og tónlistinni á föstudögum (sem hollenska kerlingin þoldi ekki) kom hér við og fór að gráta þegar ég sagði henni að Lodge’ið væri að fara á sölu. Við eigum kannski fleiri að hér í Greyton en mann grunaði?
Við Villi ætlum að taka okkur 2-3 daga frí á næstunni og heimsækja Volga (4-5 tíma akstur héðan) og SLAPPA af. Hlakka til eins og barn sem bíður jólanna. Eitt frábært! Fengum “séséað” lesendabréfi sem á að birtast í næstu útgáfu af bæjarblaðinu. Hún mætti hérna, án þess að hafa bókað herbergi, með tveim vinkonum sínum. Í þessu lesendabréfi segist hún hafa ferðast um allan heiminn, EN ALDREI upplifaði aðra eins þjónustu, fegurð hótelsins eða heiðarleika starfsfólksins eins og á hótelinu okkar, Hlakka til að sjá þetta “lesendabréf” um næstu mánaðarmót.
Hugsum til ykkar á fimmtudaginn, Púnktur, búið bless – Bói
Ps. Veit ekki alveg hvers vegna maður er að “blogga”, það nennir enginn að kommentera nema Hafdís, Anna K, Inga og Ása..........
Villi er búinn að hegða sér eins og drottningin af Saba í dag. Hringir bara að pantar og pantar þjónustu sem ég má hlaupa með því heimilið okkar er prívat og starfsfólkinu er ekki leyft að koma þar inn. Hef notað mína 2 fyrstu miðvikudags frídaga í þrif og er að berjast við hann um að halda því snyrtilegu (er svo einstaklega mikill snyrtipinni sjálfur..... Ha, ha).
Skapið í mér er rokkandi, kveikjuþræðirnir einstaklega stuttir (sérstaklega við Villa greyið), en fékk staðfest hjá lækni að ég er við hestaheilsu. Aftur að fást við leiðindarmál með starfsfólkið (bara einn eða tveir) og nenni ekki að útlista hvað það er, en er að vona að einn af kokkunum (Karen) sé að hætta (að eigin vilja) fyrir helgi.
Besti vinur okkar hér, Volga flutti í gær. Táraðist þegar ég keyrði framhjá húsinu hennar í gær og sá flutningabílana. Hún hringdi í gærkvöld yfir sig ánægð með nýja heimilið og við Villi samgleðjumst henni, en SÖKNUÐURINN er sár (eins og það sé á það bætandi). Hún skildi eftir sig gjafir fyrir ALLT starfsfólkið okkar, enda hefur það séð um að elda fyrir hana daglega seinustu mánuði.
Ekkert að frétta af sölumálunum, enda er orkubúskapurinn okkar ekki í Toppi eftir seinustu mánuði. Súsanna og Bylgja (systur mínar) eru að standa einar í erfiðum skiptum með mig hérna í Greyton og Öbbu á Egilsstöðum. Hugsa til þeirra oft á dag og eins til ykkar allra hinna sem misstuðu kæran vin í Róberti. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni á fimmtudaginn klukkan 16:00. Komum til með að vera með fjölskyldu hans og vinum í huga þá.
Val Turner, nágranni okkar sem studdi okkur með undirskrftarlista af Hollensku kéllingunni og tónlistinni á föstudögum (sem hollenska kerlingin þoldi ekki) kom hér við og fór að gráta þegar ég sagði henni að Lodge’ið væri að fara á sölu. Við eigum kannski fleiri að hér í Greyton en mann grunaði?
Við Villi ætlum að taka okkur 2-3 daga frí á næstunni og heimsækja Volga (4-5 tíma akstur héðan) og SLAPPA af. Hlakka til eins og barn sem bíður jólanna. Eitt frábært! Fengum “séséað” lesendabréfi sem á að birtast í næstu útgáfu af bæjarblaðinu. Hún mætti hérna, án þess að hafa bókað herbergi, með tveim vinkonum sínum. Í þessu lesendabréfi segist hún hafa ferðast um allan heiminn, EN ALDREI upplifaði aðra eins þjónustu, fegurð hótelsins eða heiðarleika starfsfólksins eins og á hótelinu okkar, Hlakka til að sjá þetta “lesendabréf” um næstu mánaðarmót.
Hugsum til ykkar á fimmtudaginn, Púnktur, búið bless – Bói
Ps. Veit ekki alveg hvers vegna maður er að “blogga”, það nennir enginn að kommentera nema Hafdís, Anna K, Inga og Ása..........
Monday, October 09, 2006
Bóa blogg
Kæru landsmenn og vinir, ef þið haldið að Ísalandið góða sé eitt versta veðursvæði á plánetunni. Hugsið ykkur 2svar um. Hér gerði þvílíkan storm í gær (35°ógeðslegar gráður) og Lodgið leit út eins og hamfarasvæði í morgun. Brotin tré, greinar og blöð út um allt. Verst af öllu var að eitt af þessum aldargömlu eikartrjám brotnaði , (sjá myndir). Frá 35° gráðum í gær og í 14° og rigningu í dag. Arnarnir aftur á fullu eins og í vetur.....
Annars er búið að vera mjög gaman hjá mér í gær og í dag hjá Volga (og Villi í smá fýlu (stuttri)). Fór til hennar í gær eftirmiðdag á hjólinu hennar (bleiku) sem viðgerðarmaðurinn okkar gerði við. Hafði með mér 10 nýja kveikjara++++ eftir að hún hafði ásakað mig um að hafa stolið sínum. Hafði meðferðis bréf sem ég vildi að hún undirritaði til að lýsa sakleysi mínu (náði að stela 7 tilbaka aftur áður en ég fór heim án þess að hún tæki eftir því) Eins og áður greint frá á bloggi er heilsa hennar ekki góð og því sendum við henni mat daglega. Hún meira að segja dó ( í bókstaflegri merkingu) í höndunum á mér í nokkrar sekúndur á meðan Villi var heima. Nú jæja, á meðan við vorum að karpa um kvekjarana kom svaka vindhviða sem feykti framhurðinni hennar á húsinu hennar af hjörum. Mér tókst með erfiðsmunum að setja hurðina aftur í rammann og tryggja að Kári gæti ekki endurtekið þetta aftur. Í dag, Sunndudag ásakaði hún mig um bæði þjófnað, reyna að drepa sig og í hvert skipt sem hún hitti mig “gerðist” eitthvað dramatískt.
Sendi Jocko (viðgerðarmanninn) okkar til hennar um 4 leitið til að gera við hurðina hennar. Hann kom tilbaka með svartan ruslapoka innsiglaðann með villtri gladíólu sem punt. Ég kallaði náttúrulega út sprgjusveit lögreglunnar og eftir að öryggi starfsfólksins og mitt hafði verið tryggt var pokinn opnaður. Hann innihélt 1 tóma klósettrúllu, 1 tóma vodka flösku ( Smirnoff að sjálfsögðu) og svínakjöt..... sem nú er í rannsókn (örugglega eitrað). Meira fjörið hjá okkur. Á eftir að sakna hennar SVAKALEGA, því hún flytur næstu helgi til De Rust, sem er 4 tíma akstur héðan.
Allt gott af staffinu. Búnir að segja þeim að við séum að hugsa um að selja. Finnum væntumhyggju þeirra og áhyggjum af framtíðinni, en liðsheildin er MJÖG góð. Sit hérna t.d. rétt fyrir rökkur og nýt fuglalífsins í garðinum. Villi er að hvíla sig. Þetta er rólegasta helgin lengi (sem betur fer því það var rafmagnslaust í allan gærdag út af rokinu). Sakna ykkar allra. Sérstaklega systra minna, Lovísu og Gabríels. Kannski hringið þið við tækifæri (sem og öll þið hin.....) Púnktur, búið, bless - Bói
Annars er búið að vera mjög gaman hjá mér í gær og í dag hjá Volga (og Villi í smá fýlu (stuttri)). Fór til hennar í gær eftirmiðdag á hjólinu hennar (bleiku) sem viðgerðarmaðurinn okkar gerði við. Hafði með mér 10 nýja kveikjara++++ eftir að hún hafði ásakað mig um að hafa stolið sínum. Hafði meðferðis bréf sem ég vildi að hún undirritaði til að lýsa sakleysi mínu (náði að stela 7 tilbaka aftur áður en ég fór heim án þess að hún tæki eftir því) Eins og áður greint frá á bloggi er heilsa hennar ekki góð og því sendum við henni mat daglega. Hún meira að segja dó ( í bókstaflegri merkingu) í höndunum á mér í nokkrar sekúndur á meðan Villi var heima. Nú jæja, á meðan við vorum að karpa um kvekjarana kom svaka vindhviða sem feykti framhurðinni hennar á húsinu hennar af hjörum. Mér tókst með erfiðsmunum að setja hurðina aftur í rammann og tryggja að Kári gæti ekki endurtekið þetta aftur. Í dag, Sunndudag ásakaði hún mig um bæði þjófnað, reyna að drepa sig og í hvert skipt sem hún hitti mig “gerðist” eitthvað dramatískt.
Sendi Jocko (viðgerðarmanninn) okkar til hennar um 4 leitið til að gera við hurðina hennar. Hann kom tilbaka með svartan ruslapoka innsiglaðann með villtri gladíólu sem punt. Ég kallaði náttúrulega út sprgjusveit lögreglunnar og eftir að öryggi starfsfólksins og mitt hafði verið tryggt var pokinn opnaður. Hann innihélt 1 tóma klósettrúllu, 1 tóma vodka flösku ( Smirnoff að sjálfsögðu) og svínakjöt..... sem nú er í rannsókn (örugglega eitrað). Meira fjörið hjá okkur. Á eftir að sakna hennar SVAKALEGA, því hún flytur næstu helgi til De Rust, sem er 4 tíma akstur héðan.
Allt gott af staffinu. Búnir að segja þeim að við séum að hugsa um að selja. Finnum væntumhyggju þeirra og áhyggjum af framtíðinni, en liðsheildin er MJÖG góð. Sit hérna t.d. rétt fyrir rökkur og nýt fuglalífsins í garðinum. Villi er að hvíla sig. Þetta er rólegasta helgin lengi (sem betur fer því það var rafmagnslaust í allan gærdag út af rokinu). Sakna ykkar allra. Sérstaklega systra minna, Lovísu og Gabríels. Kannski hringið þið við tækifæri (sem og öll þið hin.....) Púnktur, búið, bless - Bói