Wednesday, July 25, 2007


Staffa slúður

Það hefur heilmikið verið að gerast í staffamálunum hér. Ýmislegt gerðist í ferðalaginu þeirra til Cape Town. Það varð einhver ágreiningur um það hvenær þau vildu fara heim og allt fór í bál og brand á milli Anne og Ginu og Jocko og Jakobus. Þau eru öll skyld þannig að þetta varð ekki gott. Anne vildi fara heim fyrr, en Gina vildi vildi vera lengur eða öfugt. Jakobus varð fúll út í Gina og hvatti son sinn (Jocko) til að slá hana til hlýðni sem hann gerði. Gina kom grátandi hingað daginn eftir. Anne kom og sagðist ekki vilja vinna með Gina. Jakobus sem bjó heima hjá Jocko og Gina á virkum dögum vildi ekki lengur búa hjá þeim. Gina og Jocko náðu sáttum mjög fljótt og voru bæði sammála um að það væri ekki gott fyrir sambandið þeirra að hafa kallinn búandi hjá þeim.

Jakobus spurði hvort hann mætti ekki sofa í bílnum sínum fyrir utan hótelið okkar. Það vildum við ekki og þá spurði hvort hann mætti ekki sofa í verkfæraskúrnum okkar. Við samþykktum það til reynslu í eina viku. Verkfæraskúrinn hefur aldrei verið eins fínn og hann er núna og Jakobus er í skýjunum yfir þessu fyrirkomulagi. Núna er bara að sjá til hvort Anne og Gina ná ekki sáttum. Við höfum reynt að setja þær á sitthvora vaktina svo þær þurfi ekki að vinna saman. Held nú að þetta sé að verða búið.

Bradley er orðinn pabbi. Guð sé lof. Hann var að gera okkur vitlausa með allskonar rugli og kæruleysi. Held hann hafi verið meira óléttur en konan hans. Það var undir lokin ekki hægt að treysta á neitt sem hann gerði og maður þurfti að smakka allt. Súpur óætar, brauðið annað hvort brennt eða hrátt, eplatertan brend að ofan og hrá að neðan, Dukkah allt einu komið með sterkt karrí bragð og ég veit ekki hvað og hvað. Maður gat orðið ekki einu sinni fengið ætan bita frá honum á þess að eitthvað væri að. Hann er núna í sumarfríi og var beðinn um að hugsa alvarlega hvort hann vildi vinna áfram með okkur og hvort hann virkilega hefði metnað til þess að vera kokkur. Vonandi verður hann hrokkinn aftur í góðan gír þegar hann kemur tilbaka.

Tuesday, July 10, 2007

Bóa blogg

Í dag er eitt ár liðið síðan mamma dó og óneitanlega er hugur minn upptekinn af því sem gerst hefur á þessu árinu sem er liðið nfrá þessum sterkun persónuleikum. Fyrst af öllu, tíminn hefur liðið mjög hratt, mjög hratt. Ég hugsa til fjölskyldunnar heima á Íslandi. Sem örugglega hefur uplifað þetta ár á allt annan hátt en ég. Þarf eð Dalbrauton var alltaf miðstöð systranna og barnabarnanna. Á einu ári hafa 5 nánir vinir og ættingjar hvatt n, mamma. Pabbi, Gyða, Róbert og Hallur. Flóðin hér í Greyton í Ágúst koma líka upp í huga minn.

En þrátt fyrir allt þetta er lífið e-n vegin þannig að maður þakkar fyrir því að lokum fyrir það fallega nsem maðurn upplifir. N(oj, væminn) en samt er það satt. Sit hér fyrir utan hótelið og horfi á öll fallegu Blómin og fuglana og spái í hvað ég er heppinn í lífinu og hvað ég hef fengið að upplifa margt. Allar 100 stjúpurnar sen var plantað í haust eru í blóma núna sem og strellurnar ogh köllurnar, kamelíurnar, sítrónurnar og appelsínurnar sem rigna niður. Við erum komnir með hund og endur endur sen hafa verpr 7 eggjum, það er búið að gera tjörn fyrir gullfiska sem bara fjölga sér.

Það bókstaflega iðar allt af lífi hér, ég nefni ekki einu sinni umferðaröngþveitið í fugla ressanum (tveim) o g blómaskreitingunum (fuglarnir elska berin í þeim) og fuglabarinn.. Já það er líf um allt. Erum farnir að hoakka til. Að Jasmínurnar fari að blómstra, sé knúppa nú þegar.

Annars er lífið hérna bara jóllý good orðið. Við fáum 3 kvenna víkingasveit frá Noregi í heimsókn til okkar. Binna, Tora og Tony, allt góðir og gamlir vinir frá Noregs árunum. Hafa ákveðið að heimsækja Afríku, hlakka til......!

Við hjónakorninn verðum hér í fyrramálið því staffið er að fara til Keip Town í skemmtiferð. Ressinn verður samt opinn annað kvöld því einn kokkurn mog einn þjónnn ákváðu sjálf að fara ekki. Held þetta verði öðruvísi daga hér í Greyton fyrir okkur Villa, plús að okkur finnst við reka nútímalegri vinnustað þar sem starfsfólkið hefur möguleika á ferðum að upplifa aðra staði en bara okkar. Alla vegana ( Alla vegna, eins og Villi skrifar). Vonumst til að sjá sem flest ykkar á komandi vetri á Íslandi.

Ps. Í minningu mömmu er ég búinn að vera í eldhúsinu (hún var besti kokkur sem hugsast getur, enda Dönsk), að búa til rauðkál og kjötbollur.

Monday, July 02, 2007

Bóa blogg

JÆJA. Kominn tími á að blogga duldíð ;

Hér er vetur, svona 16-20 gráður á daginn en alveg niður í mínus 1 til 2 gráður á næturnar.Vonandi setur Villi inn myndir sem ég tók í dag í garðinum af blómum sem elslka hitastigið hér að vetri jafn mikið og ég. JÁ JÁ enga öfundsýki... svona lítur nú miðvetur út í okkar heimshorni.

Daisy (önd) þurfti að fara á krísusenter eftir að Dónald reyndi bæði að nauðga henni og drepa og er núna í öryggi hjá Bradley kokkinum okkar og mér tókst m.a.s. að finna karl handa henni, og unir hún sér vel á nýja athvarfinu.Fyrstu dagana heyrðum við öskrin í henni ( hún býr í næstu götu við okkur) en eftir að karlinn kom er hún ánægð og til friðs. Dónald og Daffy er hins vegar hins ánægðustu og gerðu hreiður í búrinu sínu á mánudag.Daffý verpir einu eggi á nóttunni og eggin eru orpin 4 en ég held að hún komi til með að verpa allt upp í 12-13 egg áður en hún fer að liggja á.

Hvolpurinn er kominn með nýtt nafn “ LUCKY”, hann vex ótrúlega hratt og ég held að hann verði STÓR að lokum. Hann er þrælvel gefinn, lærir fljótt en er farinn að verða óþekkur, treystir orðið fólki en passar vel upp á að missa ekki sjónar á mér. Hann er morgunsvæfur, er samt neyddur til að opna með Villa á morgnana en hleypur svo eins og raketta sé í rassgatinu á honum heim til að lúra lengur enda eru morgnarnir hér kaldir á þessum árstíma.

Við erum búnir að fá 2 bréf frá Rögnu ásamt tímaritum og nýtt bréf frá Báru Múttu. Það lífgar óneitanlega upp á hvunndaginn að fá svona sendingar !!

Hótelreksturinn er farinn að ganga mun betur, bæði fjárhagslega og starfsmannalega séð. Sumarfríin (Vetrarfríin...) eru byrjuð. Anna byrjaði í dag og Lóna kokkur fer á sunnudag. Mórallinn er bara nokkuð góður. Starfsfólkið er búið að munda starfsmannafélag og er að plana “átíng” í Keip Távn í næsta mánuði. Þau eru nokkuð efnuð, ætla að eyða hátt í 80.000 ískr. í þessa ferð.

Ps. Bói skrifaði þetta á föstudaginn, en ég er búinn að liggja í flensu með hita og því hefur þetta fengið að bíða þangað til núna. Villi