Meiri staffa fréttir
Það eru búin að vera mikil leiðindi í gangi útaf vaktlistanum. Anne hafði breytt honum og það ruglaði alla og pirraði. Sumir notuðu tækifærið og breyttu sínum eigin vöktum. Jocko fékk sér einn auka frídag. Anne var að springa útaf þessu, en við sögðum henni að þetta væri soldið hættulegt, vegna þess að staffið kenndi henni um að hafa breytt vöktunum. Undirbúningur fyrir föstudagskvöldið hafði verið frekar slakur og Bói var búin að ítreka við hana trekk í trekk að sjá til þess að það væri salt og pipar, kerti og blóm á öllum borðum. Endaði með því að Bói náði að redda þessu á seinust mínútu. Ég var læstur á barnum þegar Gina kom og sagði mér að Anne hefði labbað út. Ég setti hana á barinn og fór strax á eftir Anne, hélt ég myndi ná henni á leiðinni heim, en hún var komin heim til sín þegar kom þangað. Hún sagði að Bói hefði verið á eftir henni allan daginn, með tuð og allt staffið líka útaf vöktunum og að hún væri búin að fá nóg af þessu. Vildi ekki vera Vaktstjóri lengur. Við spjölluðum smá stund og mér tókst að fá hana til að koma aftur. Við ákváðum að ræða þetta eftir helgina og sjá hvernig við getum leist þetta. Á meðan var Bói hlaupandi að tékka inn gesti, vera á barnum og að þjóna. Ég gleymdi alveg í látunum að láta hann vita. Jæja það féll allt í ljúfa löð og allt gekk vel.
Bói fór með Jocko til Caldon með bílana í viðgerð í seinustu viku. Þeir komu við hjá foreldrum Jocko og fengu kaffi. Pabbi hans Jocko varaði Bóa við að láta Jocko keyra vegna þess að hann væri ekki með bílpróf. Jocko hafði logið að okkur að hann væri með bílpróf, en hefði týnt skírteininu. Við vorum nú ekki ánægðir með þetta. Við höfum látið hann keyra annað slagið fyrir okkur, en nú er það búið. Jocko var gerð grein fyrir því að hann hefði logið að okkur og þetta væri mjög alvarlegt, vegna þess að bílarnir okkar og farþegar væru ekki tryggðir ef eitthvað kæmi fyrir, ef maður væri að keyra án þess að hafa bílpróf.
Bói er búinn að vera með flensu, eins og líklega flest ykkar. Ég hef reyndar ekki (7-9-13) fengið flensu síðan ég flutti til SA. Ég var farinn að hafa ansi miklar áhyggjur af heilsunni hans og sagði honum loksins að ef hann færi ekki til læknis, þá myndi ég handjárna hann og fara með hann sjálfur til læknis. Hann alla vegna fór og það voru teknar blóðprufur og niðurstaðan var að hann væri bara með flensu. Hann sagði lækninum að vera ekkert að hringja í hann með niðurstöður úr blóðprufunum, vegna þess að hann hefði engaqnn áhuga á að vita þær ef allt væri í lagi. Hann sagði lækninum meira að segja að hann hefði aldrei ætlað að borga 180 rönd bara til þess að fá að vita að hann væri með flensu (sem hann vissi mjög vel). Læknirinn hringdi í dag og sagði að allt væri í fína með blóðið, kólestreólið væri komið í mjög gott lag og hann væri eins og “fit as a fiddle” eins og ungur maður í góðu formi. Bói var ekki ánægður með að hann hefði eytt tímanum sínum í að hringja til að segja honum það sem hann vissi sjálfur. Djísuss hvað hann getur verið kaldhæðinn stundum.