Þetta er einn þreyttur sem skrifar þetta. Vorum með 90 manna brúðkaup í gær sem gekk mjög vel, hjúkkit. Var nú ekki alveg vandræðalaust, nokkrir hnökrar, en afskaplega lítið sem gestir tóku eftir. Ég var um morguninn að tæma barinn af víninu okkar og fylla á vínin sem þau komu með sjálf. Þvílíkur burður og allt var fullt af mat, klaka, sterkum drykkjum, gosi, creme brulee, súkkulaði kökum (sinful temtation) og það var bara ekki pláss fyrir neitt. Ég sett lofkælingu inn á skrifstofuna okkar, en því miður gerði hún meira ógagn en gagn. Þetta voru endalaus hlaup út í gegn allan daginn og enginn tími fyrir neitt. Staffið var Ohhhh, en stóð sig nú samt vel. Sumir voru orðnir svo þreyttir þegar þeir fóru heim að þeir voru að sofna fram á borðið. Hef smá skilning með þeim, en...... ég er búinn að vera á rúmlega tvöfaldri vakt seinasta árið og var ekki eins sýnilega þreyttur og flest af þeim.
Það var sett upp tjald í garðinum og dansgólf. Við vorum reyndar búnir að leggja áherslu á að þau myndu dansa inni en nei, á seinustu stundu ákváðu brúðhjónin að diskóið skyldi vera úti og gestirnir ráða, er það ekki? Við höfðum miklar áhyggjur vegna þess að seinast þegar við vorum með dansleik úti þá misstum við næstum því vínveitingaleyfið vegna kvartana frá nágrönnum. Þessi plötusnúður hafði alla vegna meiri skilning á því en flestir að stilla niður bassan og lækka tónlista þega það voru róleg lög. Hann alla vegna spilaði til eitt og við eiginlega bara biðum eftir löggunni sem kom aldrei. Þau tjúttuðu þvílíkt hérna úti í garði og mikil og góð stemming.
Geðveik ummæli um matinn, þrátt fyrir smá hikk up í eldhúsinu. Kjúklingurinn kláraðist en það náðist að gera meira og bæta á nokkrum mínutum seinna. Allir voru ánægðir og við enduðum um 3 og þá voru bara brúðhjónin eftir með einni vinkonu. Gáfum þeim kerti svo þau gætu setið áfram í garðinum og lokuðum. Vöknuðum svo um 7, Djísus ég var svo þreyttur að ég bara komst ekki á fætur og sagði Bóa að ég kæmi aðeins seinna. Hann hringdi 5 mínútum seinna og sagði að staffið væri ekki komið inn ennþá fyrir utan Karen og Mir, sem löbbuðu báðar. Wany sem átti að koma með staffið hafði sofið aðeins of lengi og þar af leiðandi komu allir aðeins of seint. Þannig að maður bara dró sig upp á hárunum og dreif sig af stað í vinnu. Allt gekk vel um morguninn og allir ótrúlega hressir, meira að segja þeir sem höfðu verið hvað drukknastir á barnum. Held meira að segja að sumir af þeim hafi litið betur út en maður sjálfur, og ég get nú sagt það að maður leit betur út en flest staffið sem var að sofna, eða leit alla vegna út fyrir það.
Það voru tveir stoltir sveinar sem röltu heim um miðja nótt í gær eftir að hafa lokað. Það voru geðveik ummæli um matinn og þjónustuna frá næstum öllum sem við ræddum við og gott ef við ræddum ekki aðeins við alla. Ég var á barnum, í eldhúsinu, með þjónunum upp við borðin, opnandi vínflöskur og að bera í þá. Það er gaman þega vel gengur en því miður vitum við að þetta myndi aldrei ganga svona vel án okkar. Við náðum nú samt smá pásum inn á milli (úti á bílastæði, enda fólk alls staðar). Borðuðum kvöldmat inn í eldhúsi seint og illa. Ekki að maður hefði lyst, en maður verður jú víst að borða. Andinn var góður hjá staffinu. Mörg af þeim unnu tvöfalda vakt, og höfðu bara nokkurra klukkustuna hvíld um miðjan daginn. Get nú samt ekki haft mikla samúð með þeim þegar þau kvarta og rak þau af stað þegar ég sá þau sitja og hvíla sig. Mitt líf hefur verið tvöföld vakt síðan við komum hingað hvern einasta dag. Kannski smá ósanngjarnt, en.....
Jæja, never mind. Við vorum stoltir þegar við röltum heim og eins þegar við tékkuðum út gestina í morgun. Það er nú alltaf besti hlutinn þegar gestirnir tékka út, eru ánægðir og við fáum aurana okkar....... sem eru nú ekkert of miklir.
Það er gæðastund þegar allir eru farnir og við sitjum einir úti í garði. Ég alla vegna opnaði hvítvín um eitt leitið og heimtaði að fara til Jenny í smá drinkie poo, Við keyrðum þangað um tvöleitið en því miður var enginn heima þannig að við komum bara aftur hingað, einn hvítvín í viðbót ég var búinn. Fór heim að sofa og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir sjö. Var talsvert átak að koma sér á fætur, enda mikil uppsöfnuð þreyta, en komst samt. Það eru ca 5 borð og eldhúsið er í slow motion í kvöld og alla vegna tvö borðin eru mjög erfið. Vona bara að þetta gangi allt vel. Það eru tveir kokkar á vakt, e.t.v. þreyttir frá því í gær, en það er ég líka.........