Thursday, December 30, 2004

Tower er "gone"

Loksins og mikið var. Loksins er Tower endanlega selt. gengið var frá samningum í dag. Mikill léttir. Nú getum við vonandi farið að einbeita okkur enn meira að rekstrinum hérna. Það er mikil gleði og smá söknður í hjarta okkar. En, þegar einn gluggi lokast, þá opnast tíu aðrir gluggar.

Fórum til Caledon í dag að ná í meiri pening. Erum að klára að borga seinustu endurbæturnar og eigum nú bara eftir að endurgera herbergin sem láku og skemmdust við seinustu rigningar.

er búinn að vera svo þreyttur, en mikill léttir að salan gekk eftir og kvöldið er búið að ganga mjög vel. Nú eru bara´lætin eftir með gamlárskvöld. er ekki alveg viss hvort "aðstoðarkokkarnir" í eldhúisinu séu búnir að undirbúa sig nógu vel. tökum á því á morgun. Það er alla vegna búin að vera gleði í eldhúsinu í kvöld. Karen er búin að slétta á sér hárið og lítur betur út en hún hefur gert um langan tíma. er ólétt greyið og trúlega eru hormónarnir að angra hana.

´Dawn, sem átti að vera í uppvaskinu í kvöld mætti ekki. Bói heldur að það sé vegna þess að það var rigning. trúlega er það rétt hjá honum. Fengu Lenie, dóttir hans Nassim (sá sem keyrir fyrir okkur). Hún var reynar að vaska upp í morgun líka. Mikið er hún búin að vera dugleg og létt á aðstoðarkokknum og mér. Næstum því rifið af okur áhöldin til að vaska þau upp og oft hefur hún séð fyrir hvað við höfum þurft til að létta á okkur. Verst að hún er í skólafríi og getur ekki orðið fastráðin hjá okkur. Hún er nú samt búin að vera engillinn sem einhver sendi til okkar og hefur gert þetta kvöld léttara, enda búið að vera slatti að gera. engar kvartanir og allur matur farið út á tima.

erum búnir að fá einhvern á morgun til að koma með "DJ" græjur svo það ætti að geta endað í góðu partíi á morgun. Vona bara að frú Fluctzher kvarti ekki yfir hávaða, aftur, þrátt fyrir að hún sé erlendis eða einhverstaðar annar staðar en í greyton. Það var hún sem setti allt í uppnám hjá okkur með vínveitingaleyfið. Kvartaði yfir hávaða og var í cape town. Löggan kemur núna vikulega og tékkar á okkur til málamynda. Mjög næs lögga og ekkert vesen.

Wednesday, December 29, 2004

Nú er ég þreyttur

Hér er búið að vera mjög mikið að gera. 10 til 15 borð á hverju kvöldi og slatti líka í hádegismat. Eldhúið er komið á ystu nöf og getur ekki höndlað þetta. Þrátt fyrir að ég sé þar og Bói að þjóna. Réttirnir geta tekið rúman klukkutíma að koma og þá verða gestirnir óánægðir og Bói er á fullu að reyna að tala þá til. Flestir gestirnir eru nú samt mjög ánægðir og við erum að fá mjög jákvæð ummæli frá mörgum.

Jafnvel talað um endurreysn staðarins sem var þekktur fyrir rúmum tíu árum sem besti veitingastaður á svæðinu þótt víðar væri leitað. Þetta er samt að verða of mikið. Við erum báðir orðnir mjög þreyttir, þrátt fyrir að við höfum gaman a þessu. Þetta er bara ....jæja besta að hætta þessu tuði.

Jóhanna og vinkona hennar koma um miðja janúar og þá minnkar nú aðeins álagið á okkur. svo kemur Ragna vinkona í janúar líka og tekur alla starfsmennina okkar í sálfræðitíma til að þjappa þeim enn betur saman. vonandi tekur hún okkur líka á bekkinn. Hlökkum mikið til að fá hana.

fórum með Þrumu til dýralæknis í dag. Bói hafði áhyggjur af því að hún væri komin með "tick fever" Þetta eru lítil skorkvikindi sem leggjast á menn og dýr og gera mann mjög alveralega veikan og drepa oft hunda ef þeim er ekki sinnt. Við erum búnir að vera á fullu að taka "tick" af henni. Mjög erfitt þar sem þær fara undir húðina ef þær eru ekki teknar strax af. Búnir að banna Þrumu að fara í garðinn hjá okkur á Park Street þar sem hann er fullur af ticks. Þetta virðist vera árstími þar sem þær eru að klekjast út og ráðast á allt.

Við erum núna að ganga frá og förum vonandi heim fljótlega. Höfum ekki borðan enn, en eldum okkur núðlur þegar við komum og hrinjum svo í rúmið. Góða nótt

Sunday, December 26, 2004


Loahna og Kahlína (herbergisþernan, sem við köllum Afrísku drottninguna, vegna þess hvað hún er tignarleg. aldrei séð hana svona fína og reynar aldrei séð hárið á henni.  Posted by Hello

Karen og René (einn af nýrri þjónunum okkar, og þær hafa verið margar) Það er Janice, Cristoline (eins og vaselín, hvernig ætli Kristalettunni lítist á það. hún stoppaði nú bara í einn dag og svo man ég ekki nöfnin á öllum hinum. Posted by Hello

Bói ætlaði helst ekki að sleppa henna heim, en hún tókst að sleppa, blessunin Posted by Hello

frú Gleði (Joy) gaf okkur svo jólagjöf og hélt ofboðslega fallega ræðu til okkar fyrir hönd síns og starfsmannanna. við klökknuðum báðir af gleði og þakklæti. hún er alger perla og svo mikil gleði. Posted by Hello

Allir voru leystir út með gjöfum. Unnur vinkona okkar af Grettisgötunni var búin að safna allskona barnadóti og við höfðum sett þetta í poka fyrir alla miðað við aldur barna, barnabarna eða vina þeirra. vakti mikla lukku. Svo fengu þau gjafir frá Greyton Lodge og aðra frá okkur persónulega. Þetta er hún frú Gleði að fá sína gjöf. Posted by Hello

bumpið eer enn á lífi hérna Posted by Hello

Myrtle (þvottahúsið) Bói og Aunt Ellen (aðstoðarkokkur sem sér um uppvaskið að auki þangað til það kemur uppþvottavél) Þær voru að fullu í "bumpinu" Aldrei séð neinn dansa eins vel "bumpið" eins og Aunt Ellen. Hún er yndisleg og Myrtle er þvílíkur partí animal !! Posted by Hello

Karen (hinn aðstoðarkokkurinn) og Neil Posted by Hello

Anne og Frú Gulltönn (Charlene) Posted by Hello

Og Haraldur (garðyrkjumaðurinn) að kveðja  Posted by Hello

loksins koma svo myndir úr jólapartíunu. Hér er hún Loahna (aðstoðarkokkur í essinu sínum með Bóa. Posted by Hello

Jóla hvað?

Hæ kæru vinir

Ekki verið mikil jól hjá okkur ennþá. vorum med dinner á aðfangadag þar sem allt gekk upp. Morgunmat daginn eftir fyrir hótelgesti og svo hlaðborð í hádeginu sem var fullbókað og reyndar yfirbókað. Djísus, hvað við hlupum og redduðum hlutum. Allmennt álit allra var að þetta hefði verið meira en super. Meira að segja einn af ritsjórum eins þekktasta matartimarits var hérna í mat og átti ekki til orði yfir hvað þetta var glæsilegt og gott og "good value" eða mikið fyrir peninginn. Þetta var Skandinavísk hlaðborð með ég veit ekki hvað mörgum réttum. Ekki viss um að okkur hefði þótt þetta mjög skandinavískt, en þetta var nýtt hérna og sló svona rækilega í gegn.

Við Bói stálumst í burtu um fimm leitið til Jenny í einn drykk, sem urðu reyndar tveir. Mikið var það gott fyrir okkur aðeins að komast héðan af hótelinu. Þetta var næstum eins og tveggja vikna frí þótt þetta hafi bara orðið tæpir tveir tímar. Þegar við komum til baka var allt orðið fullt af gestum og alls kona krísur í gangi. Okkur tókst nú samt að leysa úr öllu og allir voru ánægðir.

Við höfðum verið að láta okkur dreyma um að komast niður að á til að eiga jólastund tveir saman, en það var strax augljóst að ekki yrði af því. Ég ætlaði þá að koma Bóa á óvart með því að láta dúka borð lengst upp í garðinum okkar og fá leyfar af hlaðborðinu og góða flösku af víni. Því miður gleymdi ég því í öllum látunum og við fórum heim um miðnætti úrvinda úr þreytu.

Vöknuðum snemma í morgun. 'i morgun, djísus hvað tíminn líður hratt. Vorum með mjög áriðandi gest hérna sem er forystumaður fyrir stjórnarandstöðuna í suður Afríku. ekki búið að vera neitt nema vesen með hann. ætli hann sé ekki soldið Össur Skarphéðins...... Nei segi bara svona. Þau alla vegna tékkuðu út í morgun og voru mjög ánægð. Meira segi gamli pabbi hans sem var búin að öskra á Bóa að hann hefði eyðilagt jólin fyrir honum þegar hann bauð honum betra og stærra herbergi. hann gaf mjög gott þjórfé, þannig að líklega hefur hann orðið ánægður á endanum.

Loahna er að gera kraftaverk þessa dagana. Það er engu líkara en hún hafi lifnað við þegar hún var lækkuð úr tign úr yfir kokki í aðstoðarkokk. Hún er með nýja matseðla. er að passa upp á hráefni og hún kallar í mann þegar hana vantar hjálp og segir þá Villi viltu gjöra svo vel að hjálpa mér. og brosir meira að segja. Búinn að henda nokkrum þjónum útur eldhúsina þegar ég hef staðið þá að því að gera forrétti eða eftirrétti. Skylaboðin eru núna að ég kem til með að sparka í rassinn á þeim ef ég stend þá að því aftur. Hlakka til að sparka í þá.......

Það er slatti að gera núna í hádeginu og við Bói ætlum á eftir að búa til smá tilbeiðslu horn upp lengst upp í garðinum okkar. þar ætlum við að koma fyrir alls konar trúartáknum (ótrúlegt hvað við eigum af alls konar dóti sem hægt er að nota). Þetta á að vera staður þar sem maður getur beðið, eða hugleitt eða bara átt gæðastund í friði og ró. Þar ætlum við að strá öskunni hennar Mörtu í kringum svo hún geti vaktað svæðið.

Vona að jólin hafi verið góð hjá ykkur. Við ætlum að halda upp á okkar jól seinna. Sagan er svo ranglega skráð hvort eð er að hver veit hvort jesús hafi virkilega fæðst 24 desember?. Við finnum okkur einhvern annan dag sem hentar okkur.

Thursday, December 23, 2004

Besti megrunarkurinn ever !

Veistu hvad er besti megrunarkurinn. Gleymdu Atkins. Besti megrunarkurinn er ad koma hingad og vinna i nokkra manudi. Eg er buinn ad tapa og tapa eg veit ekki hvad miklu. Fyrir tveim manudum steig eg a vigt og ta hafdi eg tapad 5 kiloum. Hef grennst mikid sidan, og tad er varla synileg bumban a mer lengur. Eg er nu svosem anaegdur med ad hafa misst vigt, en ......

Madur er svo gersamlega otengdur vid umheiminn herna. For i budina ad versla um daginn og eigandinn spurdi mig hvort eg hefdi verid erlendis. Hann hafdi ekki sed mig svo lengi ad hann helt ad eg hefdi verid erlendis. Djisus, svona hefur madur nu verid einangradur ad vinna herna a hotelinu.

Vorum med starfsmanna partiid i gaer og tad gekk mjog vel. Budum upp a lambalaeri og sykurbrunadar kartoflu. Nammi, namm. Og svo vin og bjor. Tetta var besta party sem eg hef verid i lengi. Svo leystum vid starfsfolkid ut med gjofum og sma personulegri raedu til ad takka teim fyrir. Tau voru oll i skyjunum. Set myndir inn a bloggid seinna.

Nuna er allt nefnilega ad verda vitlaust herna. Gestir ad koma og fullbokad i jolahladbordid okkar a joladag. Mikid bokad a adfangadag. svo eru tonleikarnir a morgun i gardinum, svo nuna er madur a fullu ad undirbua allt. Og svo tarf madur ad vera i eldhusinu ad auki. Tetta er nu eiginlega too much, verd eg ad segja. Veit vel ad vid getum verid duglegir tegar vid turfum, en tetta er nu ad verda of mikid. Hofum samt gaman ad tessu enn sem komid er tratt fyrir allar uppakomurnar.

Erum ekki i miklu jolaskapi. Vid komum ekki til med ad gefa hvor odrum neinar jolagjafir tessi jol og Gudmundur er i skyjunum yfir tvi. Er ad reyna ad koma tvi fyrir tannig ad vid getum farid a joladag nidur ad a (e.t.v. med Marise og Neil) og att rolega jolastund tar med picknic. Tad er buinn ad vera draumurinn okkar sidan vid akvadum ad flytja hingad og vonandi faum vid taekifaeri til tess. Elsku vinir, nu verid tid ad fara a hnen og bidja um ad tessum eylifu uppakomum fari ad linna svo vid getum latid drauminn okkar raetast.

Tetta er nu buid ad vera lokal brandari hja okkur. Alltaf tegar eitthvad vesen hefur verid med bankamal, innflytjendaleyfi, kaupin og eg veit ekki hvad hefur Jenny vinkona okkar farid a hnen og bedid fyrir okkur. Hun er kominn med svo mikid sigg a hnen ad nu verda einhverjir ad leysa hana af. Meira ad segja Fru Gledi hefur farid nokkrum sinnum a hnen til ad bidja fyrir okkur. Vid eigum goda vini herna sem hjalpa okkur eins mikid og tau geta. Gudi se lof fyrir tad.

Tuesday, December 21, 2004


Þetta eru Myrtle og Kahlina með Jóhönnu á milli sín. Kahlina verður sextug í næsta mánuði og fer þá á eftirlaun. Hún hefur þvílíka tign og reysn að við tölum um hana sem drottningu (í raunverulegri merkingu orðsins) Posted by Hello

Þetta er hún Louhna okkar. Mjög stutt og þykk og erfitt að ná mynd framan af henni.  Posted by Hello

Ekkert gekk upp....

Hæ kæru vinir

Í gær var versti dagurinn okkar síðan við tókum við. Jæja kannski ekki versti en okkur leið alla vegna þannig. Það var ekkert að ganga upp í eldhúsinum hjá henni Louhna sem er yfirkokkur hérna. Maturinn var að koma út tveim til þremur tímum og seint og það vantað smjör, brauð, lax, og ég veit ekki hvað. Endaði á að ég sprakk við hana eftir að einn gestur sem hafði fengið grænmetisúpu "ældi". Fullyrtii að það væri eitthvað kjöt í súpunni. Spurði Louhnu hvort það gæti verið. Nei, Karen gerði súpuna í gær og hafði sagt Louhnu að þetta væri grænmetissúpa. Í GÆR, öskraði ég á hana. er þetta ekki súpa dagsins. það voru einungis tvö borð sem voru ánægð í gær, restinn var hundóánægð og við þurftum að taka matinn af reikningnum þeirra. Höfum tapa ca 2000 Rand í gærkvöldi á þessu og ekki bara það, heldur hefur orðspor okkar beðið alvarlegan hnekk. ég helti mér yfir Louhnu. Fór svo yfir það með henni hvort allt væri til í morgunmatinn. NEI, þá vantaði appelsínusafa og hitt og þetta. Og ekki hafði hún athugað að biðja neinn um að kaupa þetta. Fyrstu gestir í morgunmat klukkan sjö og vantar fullt til að gefa þeim morgunmat og allar búðir lokaðar til 8.

Jæja morgunmaturinn reddaðist nú allveg. Við áttum fund með Louhnu í morgun þar sem hún var lækkuð í tign úr yfirkokki í aðstoðarkokk og Karen fær sömu meðferð þegar hún kemur á morgun. Þetta er bara ekki hægt. Ég fór yfir lagerstöðunu með henni og ruglið sem hefur átt sér í innkaupum er þvílíkt mess. Ohh, liggur við að maður fari bara að gráta. Henni var tilkynnt það að við treystum henni og okkur líkaði ekki "attitudið" hennar. Alltaf í fílu, ókurteis við þjónana og hún hefði ekkert frumkvæði þótt það væri búið að gefa henni allt frelsi í heiminum til að kaupa hvað sem hún vildi i hráefnum, bókum og að gera nýja matseðla. Jæja ég er búinn að vera með henni í allan dag að undibúa kvöldið, sjá til þess að nóg sé til af öllu. Súpa og pasta kvöldsins sé skrifuð þar sem þjónarnir geta lesið það. Svo er ég búinn að vera með henni að undirbúa matinn. Sjá til þess að allt sé gert rétt. Þetta hefur gegnið svo vel og Louhna hefur jafnvel virkað ánægðari en ég hef séð hana áður. E.t.v þurfti þetta til þess að ná virðingu hennar. Hún er búinn að vera spyrja mig er þetta í lagi, viltu að gera þetta öðruvísi og svo framvegis. hef trú á að þetta komi allt til með að ganga upp. Verst bara að þetta tekur tíma af mér á skrifstofunni sem ég hafði nú alls ekki of mikið af. Alla vegna hafa allir gestir verið í skýjunum í kvöld með matinn og þjónustuna. Held jafnvel að eina vandamálið hafi verið að Louhna vann of hratt. réttirnir voru til á 10 - 25 mínutum frá því að pöntunin kom inn í eldhús. Merkilegt samt að þessi tvö borð sem voru ánægð gáfu ekkert þjórfé, en flestir þessara óánægðu gesta gáfu þjónunum þjórfé með þeim orðum að það væri fyrir þau og ekki eldhúsið.

það var nú ekki nóg með að eldhúsið virkaði ekki. Einn gestur kvartaði yfir fúkkalykt í herberginu þannig að ég færði hann í annað herbergi. Þar var ekkert heitt vatn þannig að ég þurfti að ræsa út Piparann okkar sem kom strax og lagaði þetta. Þá virkaði ekki kaffivélin í herberginu, það vantað borðlampana (höfðu verið teknir inn á veitingastaðinni og hafði nátturlega gleymt því) og svo vantaði ruslafötu líka. Oh boy, þetta er never ending story.

Góðar fréttir
Í gær réðum við loksins bílstjóra til að keyra og hann kemur til með að keyra allar ferðir nema tvo eftirmiðdaga í viku sem kemur til með að gefa okkur þvílíkt frelsi.

Svona er nú lífið hérna. Maður vaknar eldsnemma á morgnanna við fuglasöng. Svo röltir maður niður á hótel og heldur að allt sé í lagi þanngað til einhver krísan byrjar. Við erum nú samt að verða betri og betri að leysa þessar krísur án þess að taka það of mikið inn á okkur. Erum alla vegna báðir aftur mjög stoltir af hótelinu okkar og veitingastaðnum. á morgun verðum við með jólamat heima fyrir allt starfsfólkið okkar. það verður spennandi að sjá hvernig það fer.....

Monday, December 20, 2004

Sunday, December 19, 2004

kokkur í víking

Ég missti þolinmæðina í gær við kokkinn okkar, hana Karen og las yfir henni all alvarlega. Hún gleymdi að gera hvítlauksbrauðið sem átti að fara með pasta rétt og var að skipa þjóni að gera það þegar ég kom inn í eldhús. Ég bara sprakk og það varð dýrkeypt fyrir mig. Hún var nefnilega á tvöfaldri vakt sem þýðir að hún er að vinna til klukkan tvö, fer svo heim og kemur aftur um sex. Ég keyrði hana heim (eins og allt annað starfsfólk sem maður þarf að keyra mörgum sinnum á dag. Meira um það seinna) ég spurði hana á leiðinni hvort hún héldi að gestirnir væru ánægðir með að fá brauðið þegar þeir værum meira en hálfnaðir með pastað. NEI. Svo spurði ég hana hvort hún héldi að gestirnir myndu panta þennan rétt aftur eða yfirleitt vilja koma hingað aftur. NEI Og svo spurði ég hana hvort hún héldi að hún fengi eitthvað þjórfé. NEI

Hún hringdi svo um fjögur leitið og lagði inn skilaboð um að hún væri veik. Djísus kræst. Ég fór heim til hennar um sex leitið. Barði á dyr og glugga og beið þar svo í 15 mínutur og ekki sást hún. Hitti bróðir hennar sem vissi ekkert um hana.

Jæja, hún kom ekki, og þá voru góð ráð dýr. Enginn kokkur í eldhúsinu og hinn kokkurinn ekki einu sinn í bænum. Ég gerði smá lagfæringar á matseðlinum, tók út fiskinn og bernaissósuna og svo bara lét ég vaða í þetta. Það hefur aldrei verið eins fullt hjá okkur og þetta kvöld. Var meira sega dúkað upp borð í bókasafninu okkar (já það er komið bókasafn og setustofa þar sem gamli Royal barinn var). Ég eldaði, strút og steikur og hamborgara (sem átti ekki að gera) fyllt lamb, blinis med laxi og ég veit ekki hvað. Fékk einn þjóninn, Rene til að vera aðstoðarmaður og hún var góð. sem betur fer, veit ekki hvernig þetta hefði getað gengið annars. Hún gerði meira segja einn grænmetisrétt (sem átti ekki að gera heldur) fyrir einn gest og allt gekk þetta upp, svei mér þá. Maturinn passadi kannski ekki alveg við matseðilinn en flestir voru mjög ánægðir og hrósuðu matnum. Þetta var nú eldskírnin mín í víkingaeldhúsinu.

Ekki var það nú auðveldara hjá Bóa. Allt í einu bilaði vatnslögn í einu herberginu og gestirnir voru ekki ánægðir (endalaus vandamál með rafmagn og pípulagnir sem er vonandi að leysast, enda er pípari búinn að vera að vinna hérna í rúman mánuð) Svo kláraðist klakinn (frú Gulltönn gleymdi að undirbúa barinn, blessunin. Hún fékk yfirhalningu líka) Þannig að Bói þurfti að fara að keyra eftir klökum. Svo var alls konar annað vesen í gangi að auki sem er of langt mál að segja frá, þannig að hann var alveg búinn eftir kvöldið.

Karen (kokkurinn) kom svo í morgun og vildi vita hvort hún ynni ennþá hjá okkur. Baðst afsökunar en sagðist hafa verið veik. Haugalygi, sögðum við. Við spurðum hana hvað væri eiginlega að og hún sagði að við værum svo kröfuharðir og alltaf að kvarta. Við sögðum henni að vissulega værum við kröfuharðir, en þess þarf líka. erum búnir að bíða eftir frumkvæði frá kokkunum allt of lengi. Þær hefðu aldrei verið eins vel borgaðar (þjórfé hefur aldrei verið eins ´hátt og í þessum mánuði), fengu frelsi til að kaupa hvað sem er, bækur og ég ég veit ekki hvað, sen svo kemur ekkert frumkvæði frá þeim. Bla. bla. bla já ég get haldið endalaust áfram. Hún alla vegna lofaði bót og betrum ef hún gæti haldið starfinu sínu. Þannig að nú er hún á fullu að undirbúa kvöldið. Hjúkk !

Ég var svo þreyttur þegar ég kom heim eftir að hafa keyrt starfsfólkið heim, að ég grét og grét. Fannst þetta allt í einu vera bara "to much" og svo kveið mér fyrir morgundeginum að auki. Hvort ég yrði nú hlekkjaður við potta og pönnur það sem eftir er. Hef svo sem ekkrt á móti því að elda og reyndar bara gaman af því, en þá er það líka mínir réttir a´la Villi og það er mikill munur á því.

Byrjaði í morgun á því að gráta svolítið meira og vorkenna mér. Tók mig svo saman og við Bói fórum að leita að öllum kokkabókunum okkar og svo ætlaði ég að fara að útbúa nýjan matseðil fyrir kvöldið. Karen kom ákkurat þegar við vorum að þessu þannig að við þurftum ekki að halda áfram með þetta. Gvöð hvað ég er feginn. Nú ætlum við Bói að fara og fá okkur drinky poo og slaka á svolítið og reyna að losa þessu spennu sem byggðist upp í gær. erum búnir að redda manni til að keyra starfsfólkið okkar í dag, þannig að vonandi getum við verið í fríi allan seinnipartinn.

Fyrsta málverkið hennar Volga White seldist í gær í galleríinu okkar. Litirnir koma því miður ekki rétt fram á myndinni, en það verður bara að hafa það. Verð 11.400 Rand eða ca 130.000 ISK. Ekki eru þau ódýr, en þau eru ofboðslega falleg og hverrar krónu virði. Posted by Hello

Og hvar geymir jólasveinninn fötin sín. Að sjálfsögð við arininn ! Posted by Hello

Klassíkski konsertinn sem er a föstudögum er orðinn mjög vinsæll og vel sóttur. Bói fór í jólasveinabúninginn í hlénu og sagði gestum frá íslensku jólasveinunum og Grýlu og Leppalúða við mikla hrifningu gestanna. Posted by Hello

Thursday, December 16, 2004


Og svona lítur það út núna. Enginn smá munur. Það finnst okkur alla vegna. Húsið hefur allt opnast miklu meira. Ljónin eru komin út í garð á minna áberandi stað. Posted by Hello

Svona leit andyrið út með ljónunum.... Posted by Hello

Og hér féll allað ljónið sem er mjög táknrænt. Bæjarbúar hér hafa hlegið árum samam að fyrri eigendum fyriri að hafa sett þau upp. Hótelið hérna var enskara en allt England samanlagt segja þau gjarnar. Andyrið á hótelinu opnaðist allt saman og varð allt annað eftir að þau fóru. Posted by Hello

Hér eru Haraldur og Ami að taka niður ljónin sem voru fyrir framan hótelið. Haraldur er garðyrkjumaðurinn okkar og er mjög iðinn. Hann er með tattóveraða slaufu á hálsinn. Hann var lengi í fangelsi á yngri árum vegna maríuna neyslu (segir hann) Við treystum honum alla vegna fyrir lífinu okkar ef þyrfti. Mjög góður maður, enda er hann með henni Myrtle sem sér um þvottahúsið og passar upp á allt þar. Posted by Hello

hér kemur svo loksins Þruma. Hún er að stækka mjög hratt. Maður getur næstum horft á hana stækka. Enda er hún af "Grate Dane" hundakyni sem er víst stærsta í heimi. Hún er nú yfirleitt mjög þæg, en engu að síður er kominn smá unglingaveiki í hana sem endist vonandi ekki lengi. Er hún ekki sæt? Posted by Hello

Þetta er úr 110 manna brúðkaupinu sem var hér fyrir nokkrum vikum. Geggjað tjald og fallega dúkað, ekki satt? Posted by Hello

Og hér koma brúðhjónin i hlaðið á hótelinu eftir athöfnina sem var fyrir framan eina af kirkjunum hérna, á hestvagni. Er það ekki rómó? Posted by Hello

Wednesday, December 15, 2004

Heimilid okkar

Heimilid okkar er ordid mjog fallegt nuna. Budum Hermann og Philipus, Marise og Neil, Brian og Jenny og Volgu i mat i gaerkvoldi. Tad var mjog god tilfinning ad fa vini i matarbod og eiga loksins fallegt heimili. Eldudum tvo af okkar fraegustu retti sem eiga vaentanlega eftir ad koma a matsedil herna. Lifur a'la Villi og Chicken Thai a'la Gudmundur. Gerdi mikla lukku. Hermann reyndi ad analysera lifra rettinn. Honum fannst hann svo godur ad hann vildi setja hann a matsedil hja ser. Hann hefur adur tekid einn rett sem eg gerdi og sett a matsedil hja ser. Tess vegna gaf eg honum ekki uppskriftina nuna, sama hvad hann spurdi.

Truma vex og dafnar vel. Madur getur naestum tvi horft a hana staekka. Hun verdur eins og kalfur fullvaxin, blessud. Er med sma exem vandamal eftir ad hafa verid hja Hermann og Philipus vegna tess ad tar fekk hun flaer. Hun er nuna laus vid flaernar, en hefur klorad ser svo mikid ad hun hun er med utbrot. Fengum aburd fyrir hana i dag tannig ad vonandi fer tetta ad lagast. Erum bunir ad akveda ad fa okkur PUG hund sem fyrst. Sem kemur til med ad heita Lulu. Ta er ein Lulu i Astraliu hja Harvey vini okkar, onnur hja Kristjani a Islandi og svo verdur su tridja her i Afriku.

Loggan kom i dag aftur vegna kvartanna sem vid fengum fra nagronnum okkar. Er buin ad svara teim og tetta kemur ekki til med ad hafa nein ahrif a vinveitingaleyfid okkar. Hjukk, vorum bunir ad hafa sma ahyggjur af tvi.

Monday, December 13, 2004

Hvad er tad kallad....?

Hvad er tad kallad, tegar madur a heima alltaf a sama stad, fer aldrei utaf honum, bordar allar maltidir tar, alla drykki (faum reyndar Vodka stundum) (okey, oftast), faum tvottinn okkar tveginn og eg veit ekki hvad. Alla ta tjonustu sem menn fa a Litla Hrauni. Never mind, vid hofum alla vegna gaman af tessu ennta.

Vorum mjog busy a fostudaginn, medan concertinn var i gardinum. Allt in einu tokum vid eftir tvi ad enginn tjonn sast og gardurinn var naestum fullur af folki. Eg for a barinn og rak fru Gulltonn ut ad tjona, Blandadi sjalfur alla drykkini (og einn fyrir mig sem eg faldi) og Gudmundur for ad tjona. Tetta var alger krisa. Tjonarnir voru samt a fullu, en tvi midur svo illa skipulagdir ad tetta for allt i steik hja teim. Held ad vid hofum nad ad redda tessu. A laugardaginn kom loggan i heimsokn, vegna skriflegra kvartana sem nagrannar okkar sem bua tvaer gotur i burtu hefdu lagt inn vegna havada fra brudkaupinu sem var herna fyrir rumum tveim vikum. Annar tessara nagranna hafdi reyndar ekki verid i Greyton tessa helgi en akvad samt ad kvarta fyrir hond nagrannanna. Djisus. Hinn nagrannanninn kom og eg naestum rak hann ut vegna tess ad eg nennti ekki ad hlusta a kvartanir fra honum, enda byr hann tvaer gotur i burtu. Tad fauk svo mikid i hann ad hann akvad ad gera tetta skriflega nuna. Slaemt vegna tess ad akkurat nuna er verid ad medhondla vinveitingaleyfid okkar hja loggunni. Oh Boy. Er buinn ad vera i sambandi vid logfraedinginn okkar i dag og vonandi kemur eitthvad gott utur tvi.

I kvold er rigning, en samt eru buin ad vera trju bord hja okkur, sem er ekki slaemt a manudegi. Kom ad henni Louhnu uppi i gamla tvottahusi sofandi i dag. Greyijid, hun er buinn ad vera eitthvad slaem i hofdinu. Eg sagdi henni ad hvila sig afram tar sem tad var ekkert ad gera, en nei tad vildi hun ekki. Held ad hun hafi haft slaema samvisku ad eg skyldi koma ad henni. Gudmundur for med hana a Oak and Vigne sem er vinsaell dags matsolustadur (Einskonar Jomfru) bara miklu ..... jaeja best ad segja ekkert. Loahna fekka ser tar vofflu, langadi ekki i neitt enda er allt tarna tilbuid og adkeypt eins og hun sagdi. Hun er stundum svolidit erfid. Gudmundur atti mjog erfitt samtal vid hana um helgina tar sem hun sneri baki i hann i midjum samraedum og hann aepti a hana ad hun skyldi ekki voga ser ad snua baki i hann tegar hann vaeri ad tala vid hana. Jaeja, tad er allt ordid gott aftur.

Vonumst til tess ad geta lokad snemma i kvold og farid heim i fallega heimilid okkar. Sett a video og poppad. Hef ekki horft a sjonvarp i meira en tvo manudi nuna og ekki fengid popp heldur. Hlakka til.

Saturday, December 11, 2004

11 desember 2004

Loksins erum vid komnir med almennilegt heimili og tvilikur munur. Tad er algert aedi. Hofum ekki einu sinn haft isskap heima, bara tvo gamla og slitna stola af hotelinu og rum til ad sofa i. Vid hofum varla eldad tar og varla eytt nema rett blanottinni tar vegna anna herna a hotelinu. Nu verdur vonandi sma breyting tar a. Addressan er rett eins og hun er her ad nedan, nema tad vantar ad sjalfsogdu: South Africa.

Ekki hefur madur ordir mikid var vid ad tad seu ad koma jol, hvad ta ad madur se ad undirbua, skrifa kort og tess hattar. Nei, tad sem madur kemst naest er jolatonlistin sem er spilud her a hotelinu og svo matsedillinn sem vid erum ad undirbua fyrir jol og aramot. Meira er tad nu ekki, og to, Gudmundur hefur verid upptekinn ad klaeda hotelid i jolabuninginn med dotinu sem kom i gaer med gamnum.

Folk hefur verid ad spyrja okkur um heimilisfangid okkar og herna kemur tad:

Greyton Lodge
46 Main Street
PO Box 50
7233 Greyton
South Africa

Vid komum tvi midur ekki til med ad senda ut nein jolakort eda gjafir tetta arid, enda ekki neinn timi til tess. Gudmundur er i skyjunum yfir tvi ad tad verda ekki einu sinni jolagjafir tetta arid. Hann hefur sudad um tad jol eftir jol. Loksins let eg eftir, enda hofum vid engan tima til ad standa i tessu, tvi midur! Verdum samt med sma joladinner fyrir starfsfolkid okkar i naestu viku heima hja okkur.

Thursday, December 09, 2004

Aftur

Forum til Cape Town i gaer til ad leysa ut gaminn. Vorum bunir ad vera i simasambandi og tad var ekkert ad virka. Vid turftum ad koma til Cape Town me vegabrefin okkar, orginal farm pappirana (sem tyndust) og busetuleyfid okkar og svo tyrftum vid ad skrifa undir i eigin person, fara med skjolin i tollin og lata afgreida pappira tar og svo vaeri ta haegt ad senda gaminn til Greyton. Okkur kveid fyrir tessari ferd, vegna tess hvad tad er erfitt ad rata og eins hvort tetta myndi nu ganga upp. Fundum fyrirtaekid sem ser um ad leysa ut og flytja gaminn. Fylltum ut pappira tar sem vid forum sidan med a annan stad i Cape Town, i tollinn. Tollafgreidslan var otruleg. Teir litu a pappira og stimpludu an tess ad blikka, svo vid gatum farid med pappirana aftur til flutningafyrirtaekisins. Tar lofudum vid manninum sem ser um afgreidsluna okeypis gistingu ef hann gaeti reddad gamnum til Greyton a Fostudaginn og Dinner ad auki ef hann gaeti reddad honum i dag. Hann var frekar bjartsynn a tad, tannig ad nu er bara ad bida og vona. Truma var med okkur allan timann og tad gekk bara vel ad hafa han. Hun er ad staekka tvilkt ad tad er alveg otrulegt. Madur getur naestum sed hana staekka (Grate Dane hundurinn teirra Gunna og Johonnu).

Tad verdur gott ad fa allt dotid okkar svo vid getum farid ad bua okkur til almennilegt heimili og haetta ad lifa eins og hippar med lansmublur, engan iskap og gamlar afloga mublur af hotelinu. Eins er fullt af doti i gamnum sem a ad koma a hotelid, eins og t.d. jolalysing i gardinn og fleira.

9 desember

Hef heyrt ad folk eigi i vandraedum med ad setja comment inn a bloggid vegna tess ad tad er bedid um "Comment sign in" og svo "username og password".

Tetta er nu samt audveldara en tad, vegna tess ad tar fyrir nedan stendur med minna letri:

"Or post anonymously"

Tid veljid bara tann moguleika og ta getid tid skrifad eins og ykkur listir. Svo setjid tid nafnid ykkar undir tad sem tid skrifid svo madur viti fra hverjum tad er. Finnst mjog gaman ad sja comment fra ykkur, vegna tess ad tvi midur hefur madur ekki haft tima til ad eiga tolvusamband vid alla.

Tuesday, December 07, 2004

7. desember 2004

Ja, herna. Alltaf er madur ad laera eitthvad nytt. Komst ad tvi ad eg gat breyt stillingunum a blogginu tannig ad nu geta allir sett inn "comment" Endilega latid heyra i ykkur. Taetti mjog vaent um fa sma skilabod fra ykkur.

Svo var setið úti í garði langt fram eftir kvöldi. Posted by Hello

Þetta er listakonan, Volga White sem er búin að vera alveg sérstakur vinur okkar hérna. Hún færði okkur meira segja mat þegar við vorum öll hérna á fullu við breytingarnar. Posted by Hello