Monday, November 28, 2005

bæjarslúður

Árshátíðin gekk mjög vel og við fengum geðveik ummæli frá þeim sem skipulögðu hana í tölvupósti í dag. Maturinn var “Wow” og Gulltönn fékk mjög gott hrós frá þeim um skipulagningu og sama fékk allt staffið okkar. Það gladdi mikið að fá svona klapp á bakið, sérstakalega þeagar maður veit að þetta hefði ekki gengið án okkar og að Bói hefði svarað fullt af tölvupóstum í nafni Gulltannar. Hún var náttúrlega ekki látin vita af því en hún sagði i morgun að þetta hefði verið fyrsta skiptið sem hún hefði verið ánægð þegar hún opnaði tölvupóstinn.

Smá bæjaslúður:
Hér var opnaður nýr veitingastaður fyrir tæplega tveimur vikum. Terrace er orðið a Pipartrénu, og hafa verið fullbókuð síðan þau opnuðu. Staffið þar er Smjörlíki sem yfirþjónn, Oliver (fyrrverandi garðyrkjumaður okkar) og í eldhúsinu er Ellen og Silvía sem voru báðar hjá okkur í eldhúsinu og voru öll rekin frá okkur, eða þannig. Fólk hefur verið með svolítið skiptar skoðanir á því hvernig gengur hjá þeim. Ekki mjög góð ummæli um matinn, en þau hafa greinilega lagað staðinn og hann er huggulegri. Þau hafa tekið svolítið viðskipti frá okkur en þetta virðist vera bóla sem hjaðnar.

Frímerkja húsið (Posthouse) er í alvarlegum málum. Enginn framkvæmdarstjóri lengur og enginn eigandi heldur. Það komu gestir til okkar í morgun sem hafa verið þar í tvær nætur, gátu ekki fengið neina drykki (misstu leyfið), gátu ekki notað sundlaugina vegna þess að hún var of skítug. Þau fóru út að borða í gærkvöldi á Rosies. Inn stormaði Keith (bókarinn þeirra sem rekur Frímerkið. Eigendurnir eru í dómstólum að rífast um það hver á hvað eftir erfiðan skilnað og staffið og gestirnir eru þeir sem líða fyrir það) henti lyklunum að herberginu þeirra á borðið þeirra og sagðist hafa leitað að þeim allt kvöldið og rauk út. Það fauk svo í þau að þau ákváðu að flytja til okkar. Hafa notað sundlaugina okkar í dag og notið þess að vera hjá okkur og fá drykki og góða þjónustu, eins og maður vill hafa þegar maður er í fríi.

David Aldern er að skipuleggja jólatónleika hjá okkur sem verða spes þann 16 des og svo er hann að skipuleggja Nat King Cole tónleika í feb/mars sem verða auglýstir sérstaklega bæði lókal og eins í Cape Town. Gæti orðið spennandi.

Verð eiginlega að segja það, Kristján, Sinful temptation (Litla ljúfa syndin) er orðin þvílíkt vinsæl hjá okkur og ummælin sem við erum að fá um þennan eftirrétt eru svakaleg. Þetta er bara ekki úr þessum heim. Sama með Laxa forréttinn sem þú komst með. Hann er þvílíkt vinsæll. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og komdu fljótt aftur.

Komst aðeins í herbergin í dag. Ami er á fullu í herbegi 15 herbergið sem Lovísa og Gabríel voru í og var eiginlega bara ágætt og fallegt eins og það var) erum að setja nýjar innstungur og nóg af þeim, ný ljós og viftu. Og svo á að mála, Inn er komið “four poster” rúm sem er mjög fallegt. Þetta á eftir að verða eitt fallegasta herbergið okkar þegar við erum búnir með það. Hef lagt ríka áherslu á það við Ami að gera allt vel og helst betur en það, vegna þess að ég vil ekki koma inn þarna aftur til að gera það upp aftur eða að uppgötva að eitthvað sé að því. Þetta er mjög spennandi og mér finnst þetta æðislega gaman þó svo að ég hafi því miður ekki haft allan þann tíma sem ég þarf til að skipuleggja þetta eða kaupa inn hluti til að gera þetta eins fallegt og hægt er, en koma tímar og koma ráð.

Ps. Takk Árni frændi fyrir falleg orð. Takk líka Hafdís fyrir þitt komment, held þetta sé rétt hjá þér, þetta er prógramm í ákveðinn tíma og svo tekur maður stöðuna aftur. Takk líka Inga fyrir að vera dugleg að hvetja okkur, það gleður og hvetur okkur til að halda áfram með þetta blogg. Einhvern veginn finnst manni maður vera í einhverju sambandi við fólk sem manni finnst vænt um og þekkir. Hef því miður ekki tíma til að vera í persónulegu e-mail sambandi við alla og hef ekki efni heldur á því að hringja í alla vini og vandamenn. Finnst samt vænt um kommentin og símtölin. Gleður meira en ég get sagt.

Saturday, November 26, 2005

Betri heilsa og endalaus drama

Hæ essgunar

Sorry hvað ég hef verið lélegur að blogga undanfarið. Það er ekkert grín að líða eins og mér hefur liðið og svo hefur verið fullt af meiri drama þar að auki. Varðandi kommentin, þá eiginlega fauk í mig. Ég er löngu hættur að reyna að vera einhver annar en ég er, og ef einhverjum finnst það vera kerlingavæl, þá er það ekki mitt vandamál. Nóg um það, ætlaði að ekki að byrja á svona neikvæðum nótum.

Líðanin er farin að verða betri og greinilegt að þessi lyf eru að virka. Ég hafði ekki hugsað mér að verða einhver lyfjasjúklingur, en ég hef unnið með líkamlega og andlega veiku fólki í meira en 20 ár og veit hvenær maður á að biðja um hjálp og hvenær maður getur “stillt sál og ...” Mér líður alla vegna miklu betur og takk fyrir umhyggjuna. (vel meint).

Seinasta föstudag, fyrir viku síðan kom kærasti listamanns, Gert Naude sem er með málverkasýninguna hjá okkur og sagðist vera leiður yfir stuttum fyrirvara en hann þyrfti því miður að taka niður einhverjar af myndunum vegna sýningar sem hann er með í Cape Town og annarrar sem hann er að opna hjá samkeppnisaðila okkar hérna í bænum. Við vorum búnir að taka eftir því að hann ætlaði að opna aðra sýningu þar 1 desember og urðum eiginlega svolítið fúlir vegna þess að samningurinn var að hann væri með sýningu hjá okkur út desember. Einkennlegt að hafa tvær sýningar á sama tíma plús það að hann er með opið galleríið sitt. Þrjár listasýningar eftir sama listamann í þessu litla þorpi. Ég varð svo fúll að ég sagði honum að hann væri að koma mér í mikið uppnám og þetta gerði mig verulega fúlan og hann gæti bara hipjað sig með allar myndirnar strax og svo labbaði ég í burtu. Hann tók allar myndirnar og skyldi eftir 2 þar af aðra sem við höfðum tekið frá fyrir okkur plús 3 aðrar sem voru seldar. Mér var skapi næst að setja allar þessar myndir út á stétt út fyrir lóðarmörkin okkar, gerði það nú sem betur fer ekki. Við fórum svo bara í að setja upp okkar eigin myndir og staðurinn var orðinn mjög fínn seinnipartinn.

Svo var það kokkurinn, hún Karen. Hún var búin að suða og suða um að fá frí alla helgina og við höfðum sagt nei og aftur nei. Það yrði mikið að gera og við gætum ekki misst hana. Lofuðum að keyra hana snemma heim á laugardeginum og hún gæti svo fengið frí á sunnudeginum. Hún mætti ekki á laugardeginum og kom með ótrúlega sögu um hvað sonur hennar hefði gert ........ og stungið svo af og væri horfinn Get ekki sagt þetta. Hún alla vegna mætti ekki þannig að við vorum á haus. Hún er mætt aftur til vinnu og fullyrðir að hún hafi ekki verið að búa þessa sögu til bara til að komast í frí. Það má eiginlega segja að kokkarnir okkar hafi sjálfir ákveðið að við skyldum loka í hádeginu í miðri viku, Diana með illa tímasettu andláti eiginmannsins og Karen með þessa líka sögu og að mæta ekki. Við vorum svosem búnir að ákveða þetta, en vorum bara ekki búnir að tilkynna það ennþá.

Svo var það hún Gleði sem er heima núna og sjúkraskrifuð út þennan mánuð í taugaáfalli. Við erum búnir að hafa eina ráðstefnu þessa viku og mjög stóran hóp með árshátíð. Þegar við fórum að skoða pappírana og allan undirbúninginn fyrir ráðstefnuna kom í ljós að það var eiginlega ekkert undirbúið og allt í steik, ekkert skrifað niður, engin fyrirframgreiðsla o.s.frv. Bói hringdi þá um kvöldið í Gleði frekar fúll og spurði um pappírana og hvernig undirbúningurinn væri. Hún gat litlu svarað, þannig að við fórum í það að leita að samskiptum á tölvupóstum, en því miður var fullt af þessum undirbúning gert í gegnum síma og ekkert skráð eins og reglan er að sé gert. Hún kom daginn eftir til vinnu í uppnámi, skellti skápum og hurðum, fór svo til læknis og fékk vottorð um að vera frá vinnu út þennan mánuð vegna stress einkenna. Gabriel maðurinn hennar kom hingað og sótti hana. Hafði haft áhyggjur af því að hún myndi fyrirfara sér (Hann var á leiðinni til Paarl þar sem hann er á þriggja mánaða námskeiði, en kemur heim um helgar) og hætti við að fara á námskeiðið. Hann var titrandi reiður og að sagði að enginn kæmi svona fram við konuna hans. Bói var bara rólegur og sagði að því miður hefði Gleði bara ekki gert vinnuna sína og þetta væri hótelið okkar og við hefðum áhyggjur ef hlutir væru ekki skipulagðir eins og vera ber. Ég fór inn svo og átti smá samtal við Gleði, finnst vænt um hana og sagði henni að drífa sig bara heim og vera ekkert að hugsa um GL. Bara hvíla sig og slaka á. Höfum verið á fullu í tiltekt hérna á skrifstofunni og að pikka upp þræði sem, bókunum sem hefur ekki verið sinnt, ráðstefnum sem hafa ekki verið undirbúnar og fleira og fleira. Eiginlega bara fínt að hún sé í burtu vegna þess að við þurftum að ná þessari skrifstofu í lag og erum langt komnir með stóran hluta af því.

Hér var svo árshátíð í gær sem tók meira og minna yfir allt hótelið. Við vorum með tónleikana og árshátiðargestirnir voru að spila Bulls (stálkúlum sem er kastað eitthvað). Virkaði ágætlega saman, þó svo að við sæjum fílusvipinn á nokkrum pipruðum kellingum yfir hávaða pg truflunum. Við höfðum nú ekki miklar áhyggjur af því, enda erum við ekki að græða neitt á þessum tónleikum, en innkoman okkar er miklu meira frá svona veislum og ráðstefnum. Eldhúsið var ekkert sérlega vel undirbúið, og eiginlega bara frekar illa. Kokkarnir höfðu ekki fengið réttan matseðil einu sinni þannig að það var svosem varla hægt að kenna þeim algerlega um þetta. Þetta kostaði það að við báðir þurftum að vera inni í eldhúsi að hjálpa til og reyna að flýta öllu eins og hægt var. Það gekk allt meira og minna bara vel upp. Svo var disko á eftir sem Oliver (fyrrverandi garðyrkjumaður okkar) var með. Hann var með einhverja tvo vini sína með sér og þeir drukku held ég fyrir meira en þeim var borgað fyrir að þeyta plötum. Þetta varð seint kvöld, ég gafst upp um eitt leitið en Bói var afram til 3 þegar við lokuðum.

Allur gærdagurinn fór í akstur hjá mér. Lagði snemma af stað til Somerset West og Stellenboch. Ástæðan var sú að þessir ráðstefnu gestir höfðu sagt að þeir vildu ekki Hake (ýsu), heldur Kingklip og hann þurtum við að panta frá Stellenboch og hann átti að sendast til Hermanus þar sem grænmetis dreifiaðilinn okkar myndir taka hann og koma honum til okkar. Því miður var grænmetiskallinn of snemma á ferðinni eða fiskikallinn of seint þannig að ég þurfti að sækja fiskinn sjálfur. Til að toppa þetta þá kom svo í ljós þegar ég kom með fiskinn heim að þetta var frosinn fiskur, sem við hefðum alveg eins getað keypt í næstu búð og svo var þetta yellow tale en ekki Kingklip, og eins og það sé nú ekki nóg þá voru bara 4 árshátíðargestir sem vildu fisk. Fannst þetta vera frekar mikið haft fyrir þessu, en þetta hafði nú hún Gleði okkar skipulagt svona. Átti svo sem erindi líka svo að ferðin var notuð. Keypti eina nýja útihurð í Somerset West, nokkrar gardínur, lampaskerma og fleira smátt ásamt því að fara í banka að taka út peninga fyrir launum. Ég er að fullu að undirbúa breytingar á herbergjunum en hef því miður ekkert komist í þau ennþá, vegna starfsmanna vandamála og eins hvað það hefur verið mikið að gera. Er samt búinn að vera að versla og málningin er komin, ein ný hurð ásamt fleiru smáu þannig að þegar við byrjum getum við vonandi unnið hratt.

Thursday, November 17, 2005

Frí - ákvarðanir - drama

Fórum til Cape town á sunnudaginn. Hittum alla íslensku lögfræðingana. Fórum í dinner með þeim á Cafe Africa em er SA túrista staður. Var mjög gaman og áhugaverður matur sem var sambland af Afrískum mat. Okkur fannst þetta æði, soldið eins og að koma á venjulegum ráðstefnu dinner, þar sem maður þekkir engann. Þekktum reyndar suma mög vel og hafa verið örlagavaldar í okkar lífi, sbr. Kristján Andri. Fórum með litlum hluta af hópnum á diskó á eftir “gay”stað . Var mjög gaman, en svolítið hávaðasamt. Erum kannski að verða of gamlir!......

Þetta varð seint kvöld. Held við höfum tekið taxa heim um þrjúleitið. Sváfum og sváfum lang fram eftir. Enduðum á GAY gistiheimili sem er einungis fyrir karlmenn. Það var allt fullt í CT og engin herbergi að fá þar sem við erum vanir að gista. Daginn eftir hittum við þau aftur, ekki öll, bara 7 manns og fórum á Soho sem er geðbilaður veitingastaður. Thai matur, umhhhh.... Var geggjað kvöld, og enduðum svo á litlum bar þar sem við hittum eina af “Three tons of fun” (lesið eldra blogg). Var svo gaman! Kvöldið varð ekki eins seint og fyrra kvöldið en samt alveg nógu seint fyrir okkur. Við kisstum þau öll bless og fórum beint heim og sváfum og sváfum. Yndislegt..og ákkúrat það sem við þurftum. Skemmtilegt fólk og islenskt.

Daginn eftir var fundur með sölumanni sem vildi selja okkur fullkomið tölvukerfi og allt fyrir ressann. Nei takk, erum ekki alveg tilbúnir, rafmagnið er að fara af lon o don í Greyton og við höfum ekkert við fullkomið tölvukerfi að gera. Bara notaðar sjóðsvélar sem geta dugað okkur í 1-2 ár bara til að ná control. Jú eitthvað hafði hann en vissi ekki alveg verðin og hann hamaðist við að reyna að selja okkur þennan fullkomna búnað. Nei, nei og aftur nei. Hann endaði á því að koma með tilboð sem leit vel út.

Ég hringdi í alla aðra sem voru á gulu síðunum en þetta var allt það sama, alls staðar einhverjir sölumenn sem vorum með farsíma og ekkert til sýnis. Einkennlegt kerfi, en SA er það líka. Nokkrir hafa hringt og boðið okkur einhverjar vélar, en ég veit ekki hvaða vélar þetta eru. Sjáum til hvernig þetta fer, en við þurfum að ná yfirliti á fjármálin okkar ekki seinna en strax, skv endurskoðandanum okkar sem við hittum um daginn. Hér eru peningarnir að flæða út og eftirlitið er allt of lítið.

Nóg um það.. þetta var eitthvað það besta frí sem ég hef farið í í langan tíma. Svo lítið vinnutengt eins og þau hafa oftast verið.

Komum tilbaka á þriðjudagseftirmiðdegi, þurftum að greiða út þjórfé. Við lokuðum bókasafninu og lágum þar yfir TV og höfðum það notarlegt. Dagurinn á eftir fór í að endurskipuleggja. Við tókum ákvarðanir í fríinu. Núna fer ég í herbergin að gera þau upp og Bói tekur yfir skrifstofuna og ressan allan, tímabundið reyndar. Ég er strax búinn að einfalda verðskrána okkar sem var alltof flókin. Núna er bara 3 verð Double, de-luxe (með “ four poster” rúmum og svítur. Rúm voru færð á milli herbergja og allt er í gangi með breytingar. Mér finnnst þetta geggjað!

Mér hefur liðið mjög vel seinustu daga, fórum samt til læknis í dag. Bói til að athuga blóðþrýsting og kólesterol og ég með andlegu heilsuna mína. Bói er í svakalega góðum málum með blóðþrýsting (115-75) Kólesterolið verður athugað á morgun. Ég opnaði mig bara hvernig mér líður. Uppstökkur, kvíðinn, angist, hræddur, fælinn og ég veit ekki hvað. Hef reyndar ekkert fundið fyrir þessu seinustu daga. Fékk gleðipillur sem eiga að ná mér útúr þessu. Vitum ekki fyrr en eftir alla vegna 10 daga hvort þetta virkar, en é g er til í að reyna næstum hvað sem er til að líða betur.

Fórum svo til Volga (eftir að ég hafði eytt meira en 2 tímum með Gulltönn að fara yfir birgðarstöðu á búsinu) Hún gaf okkur mat sem hún var búin að eyða dögum í að matreiða fyrir okkur.

Óh já og dramað í gær. Veit ekki alveg hvernig það endar. Einhver annar en við skrifaði handritið af GL sápunni í gær. Það var smá fundur hérna í gær þar sem einhver bankinn var að kynna fyrir eftirlaunþegum hvernig þeir gætu ávaxtað peningana sína. Höfðu pantað ráðstefnusalinn, og Scones og Muffins fyrir ca 50 manns. Karen var á morgunvaktinninn daginn áður og hún bakað rúmlega 50 muffins og 2 brauð. Diana kom svo inn seinni partinn og bakaði 50 Scones og 3 brauð. Ég hafði spurt Karen hvað hún ætlaði að baka mikið og hún sagði mér að hún ætlaði að baka ca 30 muffins.. Bói fór inn í eldhús seinni partinn og þá var búið að baka 58 muffins og Diana var búin að baka rúmlega 50 Scones og 3 brauð til viðbótar. Djísus, hvað er þetta fólk að hugsa? Og ekkert að gera.....

Þegar Bói kom út til mín og sagði mér “reyndar bara helminginn af þessu” sagði ég við hann klukkan hálf sjö, LOKUM NÚNA. Og það gerðum við. Létum staffið okkar vita að svona vitleysu fíluðum við ekki og þetta væri orðið nóg. Hefðum ekki efni á því að henda hráefninu okkar útum gluggann eins og hefði verið gert þetta kvöld. Lokuðum hálf sjö og ég keyrði staffið heim. Þetta var allt Diana að kenna og við vorum reyndar búnir að eiga fund með Gulltönn og Gleði fyrr um daginn þar sem við höföum ákveðið að þetta væri orðið gott, hún þyrfti að fara. Hún væri búin sð vera með okkur í 7 mánuði og kynni ekki ennþá einfalda rétti og það væri verið að henda hráefni aftur og aftur vegna þess að hún væri ekki allveg í sambandi.

Það var erfitt að keyra þau heim. Hilca-Ann og Anne fóru saman heim til Hilca-Ann til að ræða málin, Diana var keyrð heim til sín og svo Margret. Átti mjög gott spjall við hana þar sem hún bauð fram alla sína aðstoð sem hún hefur reyndar alltaf gert, þessi elska. Ég grét á leiðinni heim........ Hryggur yfir því að þetta skyldi þurfa að ganga svona yfir starfsfólkið okkar sem hefur verið að standa sig og átti engan þátt í þessari vitleysu sem hefur verið í eldhúsinu hjá okkur. Við vorum staðráðnir í því að láta Diana fara, ekki að segja henni upp, bara setja hana á færri og færri vaktir þangað til við gætum losnað við hana alveg.

I morgun vaknaði ég á undan Bóa og mætti hérna rétt á eftir staffinu. Gleði tilkynnti mér að maðurinn hennar Diana hefði látist um nóttina. (hann var rúmlega 75 og hún er yngri en við)...(taktu eftir því AK)

Fann til með henni og mér hefur reyndar alltaf fundist vænt um hana. Hef mikla samúð með henni og veit ekki alveg hvernig við komum til með að höndla þetta núna. Bói er aðeins búinn að ræða við Karen um þennan bakstur allan, en það eru engar útskýringar. Hvað á maður að gera? Ekki getum við rekið ekkjuna?........eða hvað?

Við erum alla vegna búnir að ákveða að loka þessum ressa í hádeginu alla vegna í miðri viku og eigum eftir að taka ákvörðun með helgarnar hvort við lokum ekki bara líka í hádeginu. Það er hvort eð er svo lítið að gera að trúlega getum við sparar mikið í starfsmanna kostnaði og eins í hráefniskostnaði með því að loka. Endanleg ákvörðun verður tekin á þriðjudaginn.

Sunday, November 13, 2005

Frídagar

Fórum í burtu í þrjá daga í byrjun vikunnar. Fyrst eina nótt í Swellendam þar sem við eyddum deginum með bókaranum okkar. Erum að gera upp fyrsta árið okkar hérna og VSK´inn. Höfum ekki gert upp VSK síðan við tókum við og erum þar af leiðandi allt of seinir og búnir að vera á undanþágu eftir undanþágum. Gekk allt saman vel upp. Síðan fórum við upp til George til að hitta nýjan vefstjóra. Hann hannaði vefsíðu fyrir súkkulaðiverksmiðju sem er hérna í þorpinu og sú síða hefur víst unnið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir hönnun. Slóðin er www.vgchocolate.co.za Mér fannst hún alla vegna það vel hönnuð að ég dró Bóa með mér alla leiðina upp til George til að hitta hönnuðinn.

Þegar við komum til George rétt fyrir 7 o keyrðum inn í bæinn, byrjuðu viðvörunarljós að blikka og æpa. Bílinn hafði þá ofhitaði sig (BMW) Við keyrðum inn á fyrsta bílastæði og ég opnaði húddið, þýddi ekkert að opna fyrir vatnið til að tékka vegna þess að það bara sauð upp úr. Svo það var ekkert hægt að gera nema bíða. Þá allt í einu kom maður útúr næsta húsi og horfði eitthvað á okkur og spurði hvort við værum í vandræðum, Það vildi svo til að þetta var eigandi BMW umboðsins sem við vorum staddir fyrir utan. Hann bað okkur um að keyra bílinn inn á verkstæðið þar sem verkstæðisformaðurinn bauðst til að laga bílinn daginn eftir. Eigandinn keyrði okkur svo á hótelið þar sem við ætluðum að gista “French Lodge” (heimasíðan þeirra er hönnuð líka af sama fyrirtæki, reyndar ekkert spes að mínu mati, en þjónar sínum tilgangi). Þar var full bókað þessa nóttina en laust næstu svo við bókuðum hana alla vegna. Eigum minningar frá þessu hóteli þar sem við vorum fyrstu gestirnir þeirra og gistum þá í næstum viku hjá þeim. Okkur var svo keyrt á annað gistiheimili þar sem var laust herbergi. Vorum reyndar bíllausir sem er slæmt vegna þess að leigubílaþjónusta hérna er afleit ef hún yfirleitt er til staðar og rándýr þar að auki. Þarna var reyndar leigubílaþjónusta sem virkaði ágætlega þannig að þetta var ekkert vandamál.

Daginn eftir fórum við svo og hittum vefstjórann. Hann kom vel fyrir og talaði tungumál sem ég skyldi og greinilegt að hann kunni mun meira en ég um vefsíðu hönnun. Eitthvað annað en þetta fyrirtæki sem hannaði síðuna okkar sem virkar mjög illa. Við alla vegna tókum ákvörðun um að láta þetta í hans hendur ásamt því að hanna bækling handa okkur. Höfum haft úrelta bæklinga frá fyrri eigendum og það er ekkert lengur eins og myndirnar í bæklingnum sýna. Þetta verður trúlega tveggja vikna vinna, þannig að ég læt ykkur vita þegar ný síða fer í loftið.

Seinni partinn fórum við svo og sóttum bílinn sem var kominn í fínt lag aftur. Vorum mjög þakklátir fyrir þessa góðu þjónustu og eiginlega vorum við fullvissir um að loksins væri “heppnin” komin til okkar aftur, Daginn eftir fórum við svo að hitta Allan Oates (dreifiaðila Össurar hf í SA). Ég vann mikið með honum áður en ég hætti hjá Össuri, enda var Afríka einn af mínum mörkuðum. Gaman að hitta hann og heyra sögur af Össuri. Hef ekkert verið í sambandi við neinn frá Össuri nema Kollu, (þ.e.a.s. ef hún vinnur þar ennþá) Hann var einmitt að koma frá Ástralíu þar sem hann hafði hitt Harvey Blackney (sem er dreifiaðili Össurar í Ástralíu og ég vann líka mikið með). Fékk allar sögurnar af honum líka. Svo bauð hann mér að koma á námskeið sem Össur ætlar að halda í byrjun Desember, þar sem kemur m.a. Marlo Ortiz (dreifiaðili Össurar í Mexico, sem var líka minn markaður), Richard Hirons og Toby Carlson sem vinna báðir hjá Össuri. Ég hugsa að ég skelli mér, ekki á námskeiðið heldur til að hitta þá yfir dinner. Held það verði gaman að hitta gamla félaga aftur.

Svo var keyrt í einum strekk heim aftur. Komum rétt um 7 leitið tilbaka. Þetta er langur akstur. Heilsan hefur verið góð hjá Bóa, en ekki alveg eins góð hjá mér. Geðheilsa mín er bara alls ekki góð. Ég er uppstökkur, viðkvæmur, kvíðinn og eiginlega manna fælinn. Bói setti mig í straff um helgina og bannaði mér að vinna. Ég sat heima alla tónleikana sem voru á föstudaginn. Þetta voru víst frábærir tónleikar. Það byrjaði að hellirigna á þeim miðjum. Það var ekki eins og það kæmu nokkrir dropar til að vara fólk við, nei það var bara hellt úr fötum án viðvörunar.

Bói sagði fólki bara að taka stólana með sér inn í Gallerí og það héldu tónleikarnir áfram. Það var ekki auðvelt að sitja heima og vita af þessu. Svo var fullbókað í mat bæði á föstudag og laugadag. Ég fór út nokkrum sinnum til að tékka á því hvort það væri ennþá fólk fyrir utan við borðið okkar, vildi ekki hitta neinn. Um 9 leitið voru allir farnir svo að ég skrölti þá og sat hérna fyrir utan restina af kvöldinu. Sama í gær, ég sat reyndar fyrir utan allt kvöldið og var ekkert að forðast fólk, en vann ekki neitt. Fer til læknis við fyrsta tækifæri og athuga hvort það sé ekki hægt að fá einhver lyf til að lyfta mér aðeins út úr þessu.

Þessir dagar sem við vorum í burtu voru mjög góðir fyrir okkur þrátt fyrir að þetta hafi verið svona mikið vinnutengt. Við náðum að ræða mikið saman og skoða hlutina úr fjarlægð. Skemmtum okkur vel við að fara út að borða og fylgjast með því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á öðrum stöðum. Gestirnir voru alveg jafn dónalegir og við höfum séð hjá okkur og það voru allskonar mistök að gerast sem við sáum, enda fylgdumst við með næstum því eins og við gerum hérna á hverju kvöldi. Tókum eiginlega ákvörðun um að loka veitingastaðnum fyrir hádegismat í miðri viku, til að létta álagið á eldhúsið og eins á okkur. Erum samt aðeins að melta þessa ákvörðun áður en við hrindum henni í framkvæmd. Svo er ég kominn með nýtt starf hérna. Þarf reyndar samt að eyða 1-2 klst á dag í tölvu og bókhald alla vegna næstu tvo mánuðina. Nýja starfið mitt verður að taka herbergin í gegn. Ætla að taka þau fyrir eitt og eitt, mála og endurraða og gera þau smart. Strax búinn að taka ákvörðun um að breyta verðskránni okkar sem enginn skilur, enda eru flest herbergin svipuð að stærð. Það verða þrjú verð, eitt fyrir tveggja manna herbergi, annað fyrir De-luxe herbergi sem verða öll með “four poster” (himnasæng?) rúmi og svo það þriðja sem verður fyrir svítu. Í leiðinn hækkum við svo verðin. Höfum tekið eftir því að eftir því sem herbergin eru ódýrari þeim mun erfiðari (leiðinlegri og dónalegri) gesti fáum við. Þetta er svolítil áhætta en við verðum bara að sjá til hvernig það gengur. Ég alla vegna hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni.

Það eru búin að vera mikil rafmagns vandamál hérna á öllu Cape svæðinu. Rafmagnið fór af öllum Cape Town og stóru svæði í kring, reyndar lengra en Greyton. Það fór allt í hnút, enda engin umferðaljós og umferðin er svakaleg seinnipartinn á föstudögum í CT. Rafmagnið fór svo aftur í gærmorgun í Greyton og það var rafmagnslaust til klukkan níu um kvöldið. Kom ekki mikið að sök, enda eldað með gasi, fullt af kertum og Ferdi var á píanóinu. Þetta var bara ennþá meira rómó. Tókum varla eftir því þegar rafmagnið kom aftur, enda var slökkt á öllum ljósum.

Núna er sunnudagsmorgunn og ég bauðst til að fara og opna og undirbúa kaffi fyrir gesti sem ætluðu að tékka snemma út, þannig að Bói gæti sofið út. Hann er þreyttur eftir helgina, enda staðið einn í þessum rekstri. Þannig að núna sit ég hérna og brosi og spyr hvort gestir hafi ekki sofið vel. Ekki það skemmtilegsta sem ég geri.

Við erum að fara til CP á eftir og ætlum að gista þar í tvær nætur. Það er stór hópur lögfræðinga sem vinna í stjórnsýslunni á Íslandi í heimsókn í SA. Búinn að ferðast um allt og þau buðu okkur að koma í loka dinnerinn þeirra sem verður haldinn í kvöld í CT. Hlökkum mikið til, enda verða þar gamlir kunningjar og það er jú alltaf gaman að hitta landa. Verður reyndar smá vinnuferð líka, enda þurfum við nauðsynlega að kaupa okkur sjóðsvélar. Hér hefur allt verið handskrifað, sem er víst ekki nógu gott skv. endurskoðandanum okkar. En að mestu leiti verður þetta frí hjá okkur. Erum staðráðnir í því að taka okkur 1-3 daga frí vikulega í einhvern tíma. Ætlum ekki að láta þetta hótel drepa okkur.

Staffið hefur staðið sig vel þegar við höfum verið í burtu og eiginlega getum við bara slakað aðeins á með því að fara í burtu nokkra daga í miðri viku þegar lítið er að gera. Gaman að sjá hvað stelpurnar eru fínar eftir að hafa farið með Gleði til Somerset West til að dressa sig upp. Þær eru alltaf núna að mæta í ei hverju nýju og virkilega smart oftast.

Ps. Kristján, Litla ljúfa syndin er komin í lag aftur. Kom í ljós að Diana hafði svindlað á uppskriftinni og ekki notað ekta súkkulaði. Þessi eftirréttur er geggjaður.......

Sunday, November 06, 2005

Brúðkaup

Hér búin að vera annasöm helgi eina ferðina enn. Vorum með 50 manna brúðkaup í garðinum hjá okkur. Helmingur gestanna mætti á föstudaginn og voru með grill hérna í garðinum hjá okkur. Ami sá um að grilla fyrir þau. Svo var náttúrulega fullt af utanaðkomandi gestum. Allt gekk vel upp. Svo var það brúðkaupið í gær. Dagurinn byrjaði vel, sólin skein, það var hlýtt. Upp úr hádegi byrjaði að rigna og það var eins og hellt úr fötum. Við vorum tilbúnir með B plan ef það myndi ekki stytta upp. Ætluðum þá að flytja athöfnina inn í galleríið. Rétt rúmlega þrjú, byrjaði að stytta upp. Við fórum öll og hlupum með stóla og púða og undirbjuggum allt á örfáum mínútum. Það var tekið eftir því og haft á orði hvað við hefðum verið snögg og samhennt öllsömul.

Klukkan korter yfir þrjú þegar brúðurin gekk upp að altarinu sem við höfðum undirbúið efst í garðinum okkar (set inn myndir seinna) kom sólin fram og þetta var yndisleg athöfn. Ég stóð allan tímann til hliðar og hlustaði og fylgdist með. Tárin runnu, þetta var svo fallegt. Það hefur engin prestur snert mig eins mikið með fallegum orðum (og á mannamáli) fyrir utan vinkonu okkar, hana Auði Eir. Fallegasta brúðkaup sem ég hef verið í. Það var allt vel undirbúið og skipulagt fyrir utan nokkur smá atriði sem ég nenni ekki að tala um. Maturinn var góður, borðsalurinn fallega skreittur, Tónlistin skemmtileg og þetta voru yndislegir gestir. Eiginlega nutum við dagsins þrátt fyrir að hafa verið uppteknir. Uppteknir ekki í beinni vinnu, heldur meira að fylgjast með og leiðbeina og þess háttar. Svo var dansað og djammað fram yfir miðnætti. Við Bói vorum meira segja svo kaldir að við skruppum til Marise og Neil um eftirmiðdaginn og fórum heim í klukkutíma pásu þegar gestirnir voru búnir að borða. Þetta hefðum við ALDREI gert áður, en núna erum við virkilega að passa okkur á því að ofkeyra okkur ekki á vinnu.

Gulltönn vann tvöfalda vakt í gær og mætti svo snemma í morgun. Hún sagði að nú loksins væri hún farin að skilja hverskonar vinnuálagi við værum undir. Þótti vænt um þessi orð hennar.

Nýji barþjóninn, Wany okkar er svolítið dularfullur. Hefur þægilega framkomu og virðist vera að læra fljótt. Bóa finnst hann reyndar vera hægur og latur, ég er ekki svo viss. Hann mætti til vinnu á föstudaginn á eftirmiðdagsvakt. Sagði Gulltönn að bróðir hans hefði verið skotin eftir “messu” í Cape Town og að hann vildi frá frí og vantaði þar að auki far. Hann er múslimi og það eru víst “jól” hjá þeim þessa dagana. Ég sagði Gulltönn þegar hún sagði mér þetta að ég héldi að staffið væri að reyna að drepa okkur á annan hátt, heldur en bróðir hans Wany. Hann gæti ekki fengið frí nema hún fyndi einhvern í hans stað og ef hann færi án þess að það fyndist einhver, þá þyrfti hann ekki að koma aftur. Jæja, Gulltönn tókst að fá Anne til að koma og vinna tvöfalda vakt, þannig að ég fór þá og sagði Gulltönn að hann gæti farið og ég myndi lána honum peninga fyrir fari til Cape Town. Spjallaði svo aðeins við Wany sem sagði mér að bróðir hans hefði verið myrtur fyrir utan moskuna eftir “messu”, skotin í hálsinn af einhverju glæpa gengi. Etthvað breyttist svo sagan vegna þess að hann lifði þetta af. Ekkert kom í fréttum og ég veit ekki nema þetta hafi bara verið einhver afsökun og lygi til þess að fá frí. Svo getur þetta verið allt saman “tungumála misskilningur”, það væri nú ekki í fyrsta skipti. Skiptir ekki máli, en hann er undir smásjá hjá okkur. Erum orðnir mjög kaldir við starfsfólkið þegar það “lætur” okkur gera vinnuna sína.

Núna eru flestir gestirnir búnir að tékka út, nema brúðkaupsparið sem ætlar að gista eina nótt til viðbótar hjá okkur. Við ætlum til Volga á eftir að fá okkur síðbúin hádegismat og eiga gæðastund með bara henni. Hún er besta vinkona okkar hérna og við getum rætt hvað sem er við hana og ekki hakkað á því að tala um GL sápuóperuna, heldur bara libbuna og tibbuna.

Wednesday, November 02, 2005

Brjálað veður.

Brjálað veður.

Það er búið að vera þvílíkt óveður hérna að hann KÁRI gæti skammast sín með vor og haustveðrin heima. Rafmagnið fór í gærkvöldi og það var kolniðarmyrkur alls staðar í Greyton nema á Löggustöðinni sem hefur sína eigin rafmagnsstöð. Það voru tvö borð í dinner og allt gekk vel. Reyndar vorum við fyrsta borðið og maturinn okkar var ekki “up to standard” þannig að Bói fót inn í eldhús að sjá til þess að allt gengi vel. Ég hafði ekki orku í það. Verst náttúrlega þegar rafmagnið fór að það var erfitt að sjá hvort steikin var medium, well eða bara kolamolar. Einhvern vegin tókst honum þetta samt. Kvöldið gekk vel. Ég fór að ná í lítið útvarp með battiríi sem setti alla vegna smá músík inn á ressann

Gafst upp á að sitja úti enda of hvasst. Nætum eins og á Kjalanesinu þegar bíllinn hennar Lóu vinkonu (og Þráins) var á hvolfi þegar vaktin hennar var búin. Við réttum nýja barþjóninum lyklana af BMW þegar við fórum heim og báðum hann að keyra. Hann hefur víst unnið sem bílstjóri. Vildum ekki fara á Land roverinum vegna þess hvað það var hvasst. Hann keyrði eins og herforingngji með okkur. Það voru skógareldar, miklir. Litu næstum því út eins og að það væri eldgos í gangi. Vindurinn brjálaður og eldar alls staðar.

Þegar við komum til baka var fullt af húsgögnunum úr garðinum útum allt. Höfðu fokið, einn sólstóll útí sundlaug, nokkrir gluggar opnir. Góð ráð dýr, Tók kennaratyggjó og settum alls staðar og lokuðum öllu eins vel og við gátum áður en við fórum að sofa. Áttum reyndar gæða stund áður, baara við tveir.

Þetta var hræðilegt nótt. Ég reyndar sofði. Fylgdi ráði þínu Ragna og það hjálpaði. Takk fyrir samtalið í gær!. Vindurinn öskraði og það voru þvílík læti. Nokkur þak fuku af húsum í genadendal og alla vegna einn maður dó, og annar slasaðist illa. Tré brotnuðu og þar á meðal Weeping Willow (Pílutrén okkar við sundlaugina) uppi við sundlaugina. Báðir topparnir fóru og eikartrén brotnuðu.

Fúrum til Volgu áðan, náðum henni í rúminni og að eigin sögn þurfti hún 7 tíma til að setja upp andlit. Var reyndar bara eins og íslensk víkingakona og bara falleg. Hver segir að maður þurfi alltaf að hafa varalit. Djísus. Það er ekkert eins og náttúruleg fegurð.. Hún alla vegna vildi ekki fara með okkur í hádegismat. Fórum á “Eikina og Vínið” fengum góðan mat. Og það besta var að Jenny hittum við fyrir utan og hún kom og snæddi með okkur. Var yndislegt og svo notarlegt. Bói fór að ná í og að keyra staffið þannig að við Jenny sátum aðeins lengur. Núna sitjum við hérna fyrir utan. David er mættur og Ferdi er mættur. Og það er endalaust kjaftæði um tónleikana. Nenni þessu ekki, er farinn í leggju. Set þetta reyndar fyrst á netið sama hvað þessir gaurar eru að gera.........

Tuesday, November 01, 2005

Við erum lifandi ennþá

Hæ essgunar

Búinn að vera latur, eða réttara sagt of upptekinn til að blogga. Bói var búinn að vera mjög slappur og það var alveg að fara með sálartetrið í mér. Hann reyndi eins og hann gat en úthaldið var bara mjög lítið. Hann var þreyttur og slappur, svaf illa og lítið (að hluta til vegna þess hvað ég hef sofið illa líka og talað og öskrað upp úr svefni) Álagið hefur tekið sinn toll. Fórum til Somerset West á fimmtudaginn í tékk á spítalanum. Aukaverkanir af lyfjunum hjá Bóa höfðu verið mjög slæmar, miklir vöðvaverkir, auka slög í hjartanu eða jafnvel sleppt úr slögum. Mikil hræðsla og órói sem fylgir þessu hjá báðum okkar.

Hann fór fyrst í tékk á öxlinni sem hefur verið að drepa hann seinustu 3 árin og bara ágerst. Það voru teknar myndir og ómskoðun þegar hann fékk slagið, en óvíst hvað kom útúr þeim og þær fundust ekki þegar hann fór í skoðunina. Never mind, Ortópedinn gaf honum kortesón sprautu og eitthvað annað í öxlina. Hann var eins og nýr á eftir, gat hreyft sig meira en hafði getað gert í langan tíma. Núna taka við teygjuæfingar. Þarf að teygja og strekkja á sinum og vðvum til að fá öxlina í gott stand aftur og lítur bara vel út með það.

Svo var farið til hjartalæknisins sem setti hann í test. Tengdi allskonar tæki við hann og setti hann svo á hlaupabretti þar sem hann hljóp í 12 mínútur á mismunandi hraða. Hann gerði þetta með stæl og skv. því sem læknirinn sagði þá eru ekki margir, eða réttara sagt mjög fáir sem geta klárað þetta test eftir svona alvarlegt hjartaslag. Hann stóð sig eins og hetja. Bóa létti mjög mikið við þetta, svo fór hann í ómskoðum á hjartanu þar sem í ljós kom að hluti af hjartavöðvanu er alveg óvirkur. (sögðu reyndar dáinn), en aðrir hlutar hefðu tekið mjög vel yfir starfseminni og allt liti mjög vel út. Við vorum kátir þegar við fórum af spítalanum og það var eins og þungu fargi hefði verið létt af okkur. Merkilegt hvað þetta gerði okkur gott andlega að fá þessar fréttir. Hér endar svo þessum sjúkrasögum. Bói hefur það fínt og líður mun betur og er að braggast með hverjum deginum sem líður.

Ég var búinn að “pína” Bóa til að gista eina nótt þarna, vegna þess að ég þurfti svo ynnilega að komast aðeins i burtu. Land Roverinn fór í viðgerð á meðan, Hann hafði verið að hita sig of mikið og fleira smátt hafði komið í ljós sem seljandi lagaði á sinn kostnað. Hluti af því var lagaður og annað þarf að bíða betri tíma. Á sama tíma var BMW í réttingu eftir að öll hliðin á honum hafði verið klesst fyrir mörgum mánuðum síðan og sá sem gerði það stakk af. Tryggingarnar borguðu það sem betur fer að mestu leiti.

Við versluðum heilmikið í Somerset West og fylltum Land Roverinn af nýjum sundlaugar húsgögnum og fleira dóti. Vorum búnir að skammast okkar mikið fyrir gömlu plast húsgögnin sem voru þar og orðin frekar sjúskuð. Jæja við rétt náðum hingað um fimm leitið, klst áður en tónleikarnir byrjuðu. Svo var þetta Rose Festival helgi og fullbókað hjá okkur, bæði á hótelinu og á ressanum. Við þurftu að borga hátt gjald fyrir að hafa verið í burtu. Það fór allt í steik. Veit varla hvernig þetta gat gerst, vegna þess að allt hafði verið undibúið og við vorum meira segja komir með barþjón, JIBBÝ, þannig að enginn þjónanna þurfti að vera þar. Það var einn nýr þjónn að auki og hún klúðraði næstum öllu sem hún gat. Pantanir voru óskýrar hjá henni og ekki á hreinu hvað voru forréttir og aðalrettir og svo tók hún rétti sem voru ekki fyrir hennar borð og Djísus, kræst. Það fór allt í klessu. Svo var einn þjóninn í einhverri svaka fýlu, reif kjaft á fullu í eldhúsinu. Ég bað hana tvisvar um að gjöra svo vel að vera kurteisa, maturinn kæmi ekkert fyrr þótt hún hækkaði röddina. Að lokum sagðist ég sparka hennu út úr eldhúsinu ef hún gæti ekki stillt sig. Hún tók sig aðeins saman eftir það. Eldhúsið var nú ekki að standa sig alveg heldur. Þjónunum tókst að rugla eldhúsið með því að stela réttum frá öðrum þjónum og vera með óskýrar pantanir. Eldhúsið hafði gleymt að undirbúa skreitingar á diskana, lambið var ofeldað og fl. og fl. Ég varð læstur inn í eldhúsi að redda því sem hægt var að redda. Bói var á fullu að reyna að redda þjonunum og að róa gesti sem sumir biðu alltof lengi eftir matnum sínum.. Allt í einu kemur einn gestur inn í eldhúsið og spyr hvort það sé einhver séns að fá eitthvað að borða. Hann væri svangur og búinn að bíða alltof lengi eftir matnum sínum. Ég bað hann um að gjöra svo vel að fara útúr eldhúsinu vegna þess að þetta svæði væri einungis fyrir starfsfólk. Hann hélt áfram, þá reyndi ég að ýta honum út,en það gekk ekki heldur. Ég ruddi honum þá útúr eldhúsinu og rétt náði að hnippa í einn þjón til að róa kallinn. Hann var mjög ánægður þegar hann loksins fékk matinn sinn. Þetta var erfitt kvöld og við höfðum ekki mikinn áhuga á því að endurtaka þetta daginn eftir. Vorum með þar að auki vínkynningu, Vorum með Rósa vín smökkun á tónleikunum og svo voru einhver hvítvín og rauðvín með matnum. Það voru tvær stúlkur frá vínheildsalanum sem sáu um það. Þær lenntu líka í allskonar uppákomum sem voru ekki allar skemmtilegar. Það var mikið reynt að fá þær til að þjóna og svo var einhver vínframleiðandi að drepa þær með spurningum um vínin og hvernig þau væru framleidd og hvað þau væru nú vond...... Djísus kræst.

Við settumst hérna út þegar allt var komið í ró og fengum okkur nokkra stífa sjússa til að róa taugarnar. Daginn eftir vöknuðum við fyrir allar aldir, ætluðum okkur að sitja fyrir öllum gestunum og vorum undirbúnir í allar kvartanir sem gætu hugsanlega komið. Merkilegt nokk, komu eiginlega bara engar kvartanir. Við áttum svo fund með Joy og svo Gulltönn þar sem við fórum yfir hlutina og krufðum hvað hefði eiginlega gerst. Ætluðum ekki að eiga annað svona kvöld og það væri fullbókað aftur á ressanum. Tókum svo alla þjónana og fórum yfir þetta aftur, skipulögðum og reyndum eins og við gátum að girða fyrir öll göt og mistök sem höfðu gerst kvöldið áður. Ég tók svo eldhúsið fyrir og hélt að ég hefði nú komið í veg fyrir öll mistök. Ég ákvað samt að vera í eldhúsinu og Bói í gestgjafa hlutverkinu. Þetta var klikkað kvöld, en allt gekk vel. Einu mistökin voru frá eldhúsinu og þau voru reyndar frekar slæm. Þær höfðu ekki bakað nóg brauð og gleymdu að gera Dukkah (Egipst Dukkah og ólívu olía eru borin fram með brauðinu). Þetta reddaðist nú samt með bara venjulegu brauði og smjöri. Þetta var klikkað kvöld og við vissum það báðir að við værum að vinna með lánaða orku og myndum hrynja þegar helginni lyki.

Sunnudagurinn var rólegur og við enduðum sem einu matargestirnir um kvöldið ásamt stúlkunum tveimur sem höfðu verið með vínkynninguna á föstudaginn (þær voru með vínkynningu hjá öðrum ressa hérna í Greyton á Laugardaginn), voru þreyttar eftir erfiða vinnuviku og stranga helgi. Ég bauð þeim þess vegna að gista hjá okkur eina nótt svo þær gætu slakað á. Þetta var mjög skemmtilegt kvöld þar sem ræddum eiginlega bara ekkert um vín, veitingarstaðinn eða hótelið, heldur bara um libbuna og tibbuna (lífið og tilveruna). Við vorum svo búnir eftir þessi átök um helgina að við fórum snemma að sofa og reyndum að sofa út, sem gekk nú eiginlega ekki. Þreytan var mikil en streitan enn meiri og eiginlega getur maður aldrei kúpplað sig úr vinnu gírnum. Ég þurfti að fara í kaupstaðinn til að sækja peninga fyrir laununum og útrétta smá. Þegar ég kom til baka fórum við á Cafe Herbert í lunch. Gleði hringdi og sagði okkur að David Alder hefði hringt til að minna á matarboðið. Því höfðum við steingleymt, en þau buðu okkur víst í hádegismat um helgina. Eiginlega er helgin bara “black out” hjá mér fyrir utan bara það sem gekk á hérna á ressanum. Við alla vegna fórum þangað þó svo að ég væri eiginlega að hrynja af þreytu og þar að auki búinn að borða.

Þetta var nú bara frekar huggulegt þó svo að þau séu nú ekki alveg þau skemmtilegustu. Hann hefur verið einstakur stuðningsmaður okkar og syngur hérna flesta föstudaga á tónleikunum og hjálpar okkur við að undirbúa þá. Þetta er mikið áhugamál hjá honum og hann vill ekkert fá fyrir það nema kannski nokkra drykki, og hann drekkur nú ekki mikið, það er helst að frúin drekki soldið þegar það fer að líða á kvöldið og þá er hún komin í Brandýið.

Við sátum uppi við sundlaugina hjá þeim og sötruðum vín og ræddum málin. Ég leyfði mér nú bara hreinlega að leggjast útaf og fá mér smá kríu, enda var ég bara að hrynja úr þreytu. ´Það var lax með tómatasalati í matinn og það var nú frekar vandræðalegt, vegna þess að mér finnst lax (bleikur fiskur) ógeðslega vondur og tómata bara get ég ekki borðað. Þetta er nú eiginlega það eina sem ég borða bara alls ekki. Ég reyndi að kroppa aðeins í laxinn, en varð eiginlega bara flökurt af honum, finnst hann svo vondur. Ég endaði á að segja hreinlega að þetta væri bara það tvennt sem ég gæti alls ekki borðið og afsakaði mig. Drakk bara þeim mun meira. Var eiginlega bara blindfullur og ofur þreyttur þegar við skröltum heim. Bói sendi mig í rúmið strax svo að staffið sæi nú ekki hversu slompaður ég væri. Hann reyndi ítrekað að vekja mig til að fá mig í kvöldmat, en það var ekki séns. Ég skrölti hingað þegar það var búið að loka. Við áttum mikla gæðastund þetta kvöld þar sem við vorum bara einir. Ræddum um hræðsluna, kvíðann, heilsuna, álagið og ástina. Náðum að hreinsa sálartetrið mjög vel og nærðum ástina.

Í dag fór Gleði með alla þjónana nema þennan nýjasta til Somerset West til að dressa þær allar upp. Við ákváðum að gefa þeim öllum fata styrk í stað þess að fá einkennisföt. Þannig gætu þær allar valið sér föt sem passa vaxtalaginu þeirra og eru smart á þeim. Þær eiga að kaupa sér frjálslegan svartan og hvítan klæðnað til að nota á morgunvaktinni en formlegan svartan til að nota á kvöldvaktinni. Þetta hefur verið svolítið vandamál hérna, vegna þess að launin eru lág og þær eru að nota bestu fötin sín hérna í vinnunni og stundum hafa þær hreinlega ekki efni á því að kaupa sér góð föt. Við bíðum spenntir eftir því að sjá hvernig þetta fer.