Sunday, February 26, 2006

Erfið helgi

Lovísa og Gabrél eru mætt og Lovísa er þegar byrjuð að taka verkefni frá mér sem er æðislegt og mikill léttir fyrir mig. Það er nú samt ekki alltaf auðvelt að afhenda ábyrgð og verkefni en ég treysti henni og hún er svo ofboðlega ábyrg og klár. Gabríel er að skemmta sér mjög vel hérna og Waný er orðinn besti vinur hans. Gabríel er samt soldið krefjandi og getur verið erfiður þótt hann sé nú yfirleitt mjög góður. Erum að skoða núna skólana hérna til þess að hugsanlega setja hann í skóla hérna þannig að hann hitti önnur börn. Hugsa hann hefði gott af því og við Lovísa að fá smá frið, ekki hann sé nú erfiður samt, vegna þess að það er hann alls ekki. Hann er bara sætur og svooooo mikiðð krúúútt.

Þetta er búin að vera mjög annasöm helgi. Næstum fullbókuð sem er náttúrlega mjög gott, Tónleikarnir gengu vel á föstudaginn og Jenný, Pamela og Noelle mættu þannig að ég sat með þeim og svo kom Volga seinna og við snæddum saman öll. Allt í einu tók eg eftir því að það var eitthvað í gangi. Einhver óróleiki þannig að ég fór inn í eldhús og það var allt í steik þar. Einhvern veginn hafði Penný og Karen náð að klúðra öllu og gestir voru búnir að bíða næstum því í klukkutíma eftir matnum sínum. Eitt 12 manna borð var orðið mjög pirrað. Ég fór alla vegna í verkstjórn og var mjög pirraður og sár. Þetta hefur ekki gerst hérna í marga mánuði og við höfum verið að fá geðbiluð komment á matinn og þjónustuna. Líklega var kokkurinn á túr, veit ekki meir. Við rétt náðum að rúlla þessu upp og það voru allir gestir óánægðir. Það var ekki gaman að tékka þá út um morguninn vegna þess að einhvern veginn náðu þau líka að “klúðra” honum. Held reyndar að gestirnir hafi verið svo pirraðir frá kvöldinu á undan að það var bara ekki séns að redda því.

Ég átti fund með öllu eldhússtaffinu og fór yfir stöðuna, án þess þó að vera reiður. EN, eins stoltur og ég hef verið þá er þetta bara ekki ásættanlegt. Það þarf að undirbúa betur og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Lærum af þessu og látum þetta ekki gerast aftur. Kvöldið í gær gekk eins og í sögu og líka í kvöld.

Þessi helgi setti mikla þreytu í mig og það var nú ekki eins og ég mætti við því. Er samt eiginlega búinn að vera í “fríi” í dag og eiginlega ekki gert neitt. Finnst það æðislegt, en það kostar að ég þarf að vinna vel á morgun. Jagúar er að koma í seinasta skipti á morgun og ég get varla lýst því hvað ég er feginn (veit það er ekki rétt, en ég er þreyttur). Þarf að fara að finna Pollýönnu. Held hún hafi verið í “Beauty treatment” alla helgina, hún er alla vegna ekki búin að vera með mér

Thursday, February 23, 2006

Lovísa og Gabríel eru mætt

Hér er búið að vera mikið að gera allt gengið vel.
Staffið hefur staðið sig eins o hetjur og ég er svo stoltu að ég er að springa. Ég kallaði þau öll saman og saggði þeim hversu stoltu og ánægður ég væri með framstöðu þeirra og hvað liðsheildin væri sterk hjá okkur. Meira að segja Ami og Jacko hefðu unnið sem þjónar.

Daginn eftir mættu hvorki Ami né Jacko og ég varð mjög vonsvikinn og lét alla vita af því. Þau höfðu nú samt bæði gildar ástæður sem ég vissi ekki um enda létu þau ekki vita. Hélt kanski að þau væru að hafa eitthvað ævintýri saman, en maður má víst ekki láta ímyndunaraflið taka völdin. Fannst það samt soldið fyndið ákkúrat þá, sem það náttúrulega var ekki.

Það á ekki af unfu ekkjunni að ganga, Hún hafði samband í dag og núna var það pabbi hennar sem var alvarlega veikur og ekki hugað mikið lengri tím, Hún bað um að við myndum finna einhvern í staðinn fyrir hana vegna þess að hún myndi ekki koma tilbaka að vinna með okkur,

Jacko greyið lenti í soldið öðruvísi málum. Hann var að ganga fram hjá flöskubúðiinn (Ríkinu) sem er rétt hjá honum og kom að innbrotsþjófun sem höfðu verið að hreinsa búðina og spurði þá hvað þeir væru að gera? Þeir réðust á hann og lúbörðu og notðuðu hníf að auki þannig að ég veit ekki hvað hann var saumaður mörg spor í andlitið. Hann lítur ekki vel út og fær einungis einn veikindadag skv. lækninum hans. Þetta var mikið áfall fyrir hann bæði líkamlega og andlega.

Hugsanlegir kaupendur komu hérna í fyrradag og ég varð svo nervös að vcra hérna einn að ég sndi út neyðarkall og Volga, Marise og Neil komu og sátu með mér hérna allt kvöldið. Ég bara gat ekki setið einn hérna úti. Átti svo fund með þeim daginn eftir þar sem ég sýndi þeim allt slotið og þau báðum um tölur eftir tölur. Ég hafði látið allt staffið vita að þau væru að skipuleggja uppákomu sem gæti verið stærri en jagúar dæmið.

Mér fannst þetta nú eiginlega soldið mikið ungar uppar eða “Össurar” lið. Þ.E.A.S. ungt fólk sem hefur yfir allt of miklum peningum að ráða. Þau ætla ekki að reka þetta sjálf, heldur ætla þau að fá inn eitthvað lið til þess að sjá um þetta fyrir sig.. Það leggst nú ekki vel í mig, en ef að sölu verður, hvað kemur mér það við? Sjáum til hverning allt þetta fer.

Rooi Rose (Damernas) eru búin að vera hérna að taka myndir á fullu og nærfatalínan fyrir Jockeys var tekin upp í einu herberginu hérna. Ekki slæmt, og fyrirsætan var gullfalleg og sexy. Þetta kemur til með að gefa okkur mjög góða umfjöllun

Erum að fara að byrja á fyrsta baðherberginu hérna. Nú er allt komið sem þarf til þess að fara að byrja. Get ekki beðið eftir að sjá breytinguna. Og svo er Lovísa og Gabríel komin. Mikið er það búið að vera gaman að fá þau. Lovísa er nú þegar komin með verkefni og byrjar að vinna á morgun. Gabríel er orðinn svo stór og er eiginlega bara mjög stilltur..... ENNÞÁ!

JÆJA ESSGUNAR, MÁ EKKI VERA AÐ ÞESSU. Kvöldmaturinn er kominn á borðið.

Ps. Anne biður að heilsa Rögnu. Varð allt í einu svo sterkt hugsað til hennar.

Saturday, February 18, 2006

Tvö blogg á sama degi - Vá

Hvernig líður mér? Ég skrifaði í skjóðuna mína fyrir nokkrum mánuðum og þá leið mér alls ekki vel, en núna líður mér ofboðslega vel – Reyndar soldið einmana og sakna Gullsins míns, en ég veit að hann kemur fljótt aftur.

En, svakalega stoltur af staffinu okkar. Þau eru þvílíkt að sýna sínar bestu hliðar og liðsandinn er STERKUR og góður.

Ég er líka stoltur af sjálfum mér. Hefur ekki liðið svona vel í langan tíma. Eins mikið og ég elska manninn minn og sakna, þá vil ég alls ekki fán hann fyrr en eitthvað jafnvægi er komið á heilsuna hans.

Svölurnar fljúga og þær eru gilltar þegar sólin skín undir þær.

AF HVERJU ÆTTUM VIÐ AÐ SELJA?

Stuðningur fólksins í bænum er ofboðslegur og staffið er bara VÁ! Val Turner kom í dag með þær fréttir að Einhver hefði farið tiL Henríettu og komist að samkomulagi við hana um að kvarta ekki milli 5-7 meðan tónleikarnir væru í gangi svo lengi sem það væru engir magnarar eða þess háttar. Fari hún til fjandas (þ.e.a.s. Henrietta) Vorum með Dj í garðinum meðan brúðkaupið var og allt í fína.

OK, fáir eða engir vinir, en þegar maður hefur ástina – hvað þarf maður meir?

Það sem við sáum fyrir okkur þegar við keyptum þetta pleis, er meira og minna það sem hefur verið að gerast eftir að við settum okkar kraft og hugsjónir í framkvæmd.

Þarf eiginlega að segja TAKK fyrir allt sem ég fékk frá ITC. Og vegna þess að án þess sem ég fékk hjá ITC (International training in Communication) hefði ég aldrei boðið Pollýönnu í heimsókn. “Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku” var mottóið okkar í ITC. (Held það hafi komið frá Hjördísi vinkonu)

Merkilegt hvað fortíðin kemur oft tilbaka og styrkjir okkur og byggir okkur upp fyrir hlutina sem gerast í aunablikinu.

Voðalegt bull er þetta eða???

Ps. Gleymdi næstum ví nýjasta slúðrinu. Við Bói erum skildir::::: Gleymdi næstum því líka að nefna að það eru bara 4 fleir svefnar þangað til Lovísa og Gabríel koma, Get ekki beðið!

Hæ essgunar

Hér sit ég í miðju 50 brúðkaup og með 12 manna ráðstefnu í gangi á sama tíma og er bara sali rólegur, enda er allt að ganga vel upp. Við erum búin að vera á haus hérna. Brjálað að gera. Meira að segja bæði Ami (viðgerðarmaðurinn) og Jacko (garðyrkjumaðurinn) eru á vakt líka og eru búnir að vera á hlaupum í allan morgun. Þurftum að fá lánaða stóla og diska á Pósthúsinu (samkeppnisaðili okkar) og borð hjá Marise. Þetta er búið að vera gersamlega brjálað, en núna er maturinn kominn út, Ráðstefna búin að fá sitt og allt er að ganga upp.

Tónleikarnir í gær voru einir þeir fjölmennustu sem við höfum haft hérna. Það var setið á hverjum einasta stól og við hvert einasta borð. Það er gaman þegar mikið er að gera, en ég er nú orðinn soldið þreyttur. Svo var líka mikið að gera í dinner í gærkvöldi. Staffið er orðið soldið þreytt líka enda eru þau að vinna tvöfaldar vaktir og það tekur toll. Þau eru nú samt að standa sig eins og hetjur og ég er mjög stoltur af þeim. Þau eru líka dugleg að passa upp á mig, sem betur fer, vegna þess að ég er nú ekki nógu duglegur sjálfur. Gleymdi að borða kvöldmat í gærkveldi og fattaði það ekki fyrr en ég fór að sofa, þreyttur eftir langan dag og seint kvöld. Ráðstefnugestirnir voru duglegir á barnum.

Erum vel bókaðir í kvöld þannig að það má búast við því að þetta verði annasamt kvöld, aftur. Svo er klikkað hérna í hádeginu líka á morgun. Erum með ráðstefnuna og tvö partý á sama tíma. Maður einhvern vegin venst þessu bara og eldhúsið hefur batnað þvílíkt og eru farin að höndla svona stóra hópa án þess að vera að kvarta eða fara í fílu.

Jæja, essgunar, ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, enda vissara að vera á vaktinni.

Thursday, February 16, 2006

Helsufarsvandamál - ekki mitt!

Já það eru fleiri en Bói sem eru að berjast við heilsuna. Ekki gott þegar heilsan klikkar. Jenny er búin að vera svo slæm að hún getur varla gengið. Hnén og mjaðmirnar eru að gefa sig enda er hún alltof þung. Noelle er búin að vera að eiga við sömu hluti, og gæti reyndar verið mun verra enda segja læknarnir að þetta geti verið beinþynning og að bakið sé að gefa sig. Hún hefur varla komist úr húsi nema með staf. Svo slæm hefur hún verið og Jenny´hefur þurft næstum kortér til að komast upp úr stólnum. Obsada. Það er ekki auðvelt að eldast svona. Noelle er að pæla því að flytja til að komast nær sjúkrahúsi og heilbrigiðisgæslu. Ég fór rúntinn í dag, vegna þess að ég þurfti að komast héðan aðeins. Jenný var ekki heima, Brian ekki heldur, Noelle var með píparann hjá sér þannig að ég endaði heima hjá Volga. Sem var ekki góð til heilsunnar heldur. Eitthvað kvef eða ofnæmi.

Volga hafði lofað Jenny og Noelle að elda fyrir þær en þar sem hún var svo slæm ákvað ég að GL elhúsið sæi um sína. Og lofað að senda Þetta nýja 3 osta Lasagna til þeirra allra, sem ég og gerði og þvílík lukka. Þær voru allar í skýjum og ég fékk eitthvað sem er ekki á matseðli hérna, elska það. Jaa, eldhúsið á GL sér um sína!

Auður Eir er búin að vera hérna með mér ásamt vinkonu hennar, henni GUÐ. Við fengum tvær bækur frá Ásu og Báru. Er bara búinn að lesa aðra. En þvílík upplifun, Gvöð hvað þessi kona hefur reynt og hvað hún er sterk, djúp og UMHYGGJAN. Hún hefur gefið mér nýjar víddir, sem ég met mikils. Þessi bók er þvílík hvatning, að ég mæli með því að allir lesi hana. Ég er alla vegna um það bil að fara inn í GULA herbergið með henni.

Það eru tónleikar á morgun og mikill óróleiki í loftinu hjá Prímadonnunum sem eru þar venjulega. David er búinn að koma og vara mig við og Paul kom í dag til að tryggja að David myndi ekki syngja of mikið. Ég sagði við báða að ég myndi sitja á sviðinu eins og seinast, með henni Volga minni og tryggja að allir fengu sitt, eða þannig. Eru þessar Prímadonnur e.t.v fyrirmyndin af drottningunum? Hvað veit ér? Ég segji bara eins og pabbi (blessi minnunga hans) maður eða kona, hvað veit ég. Bara að þeir séu hamingjsamir. Og ég held að það segji allt. Ég er alla vegna brynjaður jákvæðni og Pollýanna er með mér.

Hér er brjáluð helgi framundan. Ég er eiginlega búin að yfirbóka. Það er ráðstefna í gnagi alla helgina, Brúðkaup á laugardaginn, Kveðjupartý á sunnudaginn og ég veit ekki hvað, eigum ekkinóg af diskum, stólum en við finnum út úr því einhvern veginn á þennan íslenska hátt

Wednesday, February 15, 2006

Hæ essgunar

Hér er búið að vera mikið að gera og þegar maður er bara einn er ekki mikill tími til að gera neitt nema vinna, borða og sofa, sem ég er að reyna að passa upp á eins vel og ég get með góðri aðstoð staffsins, sem er alltaf að koma mér meira og meira á óvart með umhyggju sinni. Þau eru stanslaust að spyrja um Bóa og biðja mig að senda honum kveðjur sínar og að láta hann vita að þau biðji fyrir góðri heilsu hans.

Ég keyrði staffið heim um daginn og unga ekkjan varð seinust og við byrjuðum að spjalla. Veit það hefur verið mjög erfitt hjá henni eftir að hún missti manninn sinn og son sinn 2 vikum seinna. Hún byrjaði að spjalla um hvernig það væri að vera ekkja og ég væri trúlega að upplifa svipaða hluti þegar Bói væri í burtu. Auðvitað er ég einmana stundum en Bói á eftir að koma aftur en maðurinn hennar og sonur þeir koma koma ekki aftur svo það er nú varla hægt að líkja því saman. Hún var glöð í bragði og sagði mér að hún ætlaði að byrja nýtt líf og hún ætlar að finna sér elskhuga. Mér fannst vænt um að hún skyldi deila þessu með mér. Loana er víst komin með kærasta líka. Hún hefur verið brosandi seinustu vikur og það er greinilegt að hún er farin að fá það reglulega, blessunin.

Myndin sem ég setti inn af Bóa kemur frá Kristjáni á Jommunni. Takk Kristján, myndin er komin upp á vegg í eldhúsinu og staffinu finnst vænt um að sjá að hann hefur það gott. Einhvern vegin komst sú saga af stað að þetta væri mamma hans sem væri með honum á myndinni. Veit ekki hvers vegna, en það er svipur, eða hvað? Það eru alla vegna bestu kveður og bataóskir til þín Bói minn frá öllu staffinu.

Já, það var Vlentínusar dagur í gær. Við vorum með mjög rómantískan og sexy matseðil. Það var þemað í eldhúsinu, allt ætti að vera sexy og það var það svo sannarlega. Ég bauð Volga vinkonu á “date” og sagði staffinu að ég væri gestur og væri með “date”. Þau voru nú ekki alveg ánægð með fyrr en þau sáu hver það var. Volga mætti með hárkolluna sína, þessa rauðu og var svo skemmtileg. Þetta var yndislegt kvöld.

Kvöldið á undan hafði ég lokað upp í bókasafn með hlera eins og við höfum gert stundum þegar við viljum bara frið. Ég gat heyrt allt sem gerðist í matsalnum og þegar seinasti gestu var að fara, ákvað hann allt í einu að hann vildi tékka á sjónvarpinu. Hann ýtti svo fast á hlerann að hann datt næstum því á mig. Ég stökk upp úr sófanum og ýtti hleranum upp að vegg en því miður lenti hann með höndina á milli. Ég stökk fram fyrir og spurði hvað hann væri að gera, þetta væri ekki hurð. Ég baðst afsökunar um leið og ég sá að ég hafði meitt hann. Benti honum á að e.t.v. hefði hann átt að biðja þjónana að vísa sér veginn. Þjónarnir höfðu sagt honum að sjónvarpið væri bakatil en eigandi væri þar núna. Það urðu smá orðaskipti, en allt í góðu. Hann var frekar æstur þegar hann var að tékka út daginn efti, en ég mætti með Pollýönnu og Flórens Nighingale með mér og spurði hvernig hann væri í handleggnum og hvað ég væri leiður yfir þessu . ég hefði bara brugðist svona við vegna þess að ég var hræddur um að hlerinn dytti á mig. Bað hann afsökunar 100 sinnum og gaf honum góðan afslátt og þar með var málið dautt. Það er alltaf gott að hafa Pollýönnu með sér. Jóhanna, veist þú ekki hver hún er? Spurðu einhver eldri og þeir koma til með að upplýsa þig um það. Hún er fræg.

Það er komin froska plága hérna. Það hefur verið einn froskur í gullfiska tjörninni okkar sem Hófý kallaði prinsinn sinn. Held hún hafi ekki kisst hann, en hvað veit ég. Það eru alla vegna komin lítil froskabörn í hundraða tali í tjörnina. Hef smá áhyggjur vegna þess að froskar geta verið mjög hávaðasamir á kvöldin. Sjáum til hvernig þetta fer.

Það er mikið að gera framundan. Það bara hrúgast inn bókanir með ráðstefnur og brúðkaup, sem er náttúlega bara mjög gott mál. Ég gerði samning við Rooi Rose (Suður Afríska “Damernes magazine”). Þau eru að koma á mánudaginn að taka myndir af sinni Winter collection hérna og við komum til með að fá góða umfjöllun í blaðinu sem er mjög gott mál.

Gleði kom hérna í gær í heimsókn. Ég hafði reynt að hitta hana hjá lækninum þar sem hún vinnu þessa dagana, en hún var ekki við. Við alla vegna gerðum samning um að hún borgi ákveðna upphæð á mánuði þangað til hún væri búin að borga það sem hún skuldaði okkur. Gott mál og ég bara óskaði henni alls hins besta í framtíðinni á þessum nýja starfsvettvangi.

Núna eru bara 7 meiri svefnar þangað til Lovísa og Gabríel koma. Get ekki lýst því hvað mér hlakkar til.

Óskar og allir aðrir Leynilesarar, verið velkomin. Elska að fá comment. Velkomin í hópinn Hófý. Veit það hefur vafist fyrir sumum hvernig á að setja comment inn vegna þess að það er komin á “Word Verification” sem þýðir að maður þarf að klikka á að maður vilji commentera anonymous og svo þarf maður aðeins fyrir neðan að slá inn bókstafi sem koma soldið einkennilega upp. Og það kemst maður inn. Þetta er gert til að fyrirbyggja að rusl póstur komist þarna inn sem hefur verið smá vandamál.

Jæja essgunar, staffið er farið heim og seinustu gestir líka. Og ég er á leiðinni líka. Love and leave you.


Til hamingju Gyða og Bóbó með hana Örnu Rún. Er hún ekki krútt?


Boi og Gulli á Jommunni. Það er nú ekki að sjá að það sé neitt að honum.

Saturday, February 11, 2006

Útvarp Greyton. Gott kvöld. Pollíanna les fréttirnar

Í frettum er þetta helst:

Ég er búin að vera hérna með Villa og við höfum það bara fínt. Sofum með rúllurnar og er svo bara sæt og fín þegar við vöknum með slöngulokka og det hele og svo bara brosum við og tökum verkefnum dagsins eins og þau koma. Mér finnst eiginlega bara ótrúlegt hvað þetta gengur vel þó svo að Villi sé á hlaupum meira og minna allan daginn. Það hafa eiginlega engin átök verið með staffið og það er greinilegt að þau eru mikið að passa upp á strákinn. Villi er búinn að vera að vinna í bókhaldinu á fullu og er núna búinn að klára bæði Desember og Januar ásamt VSK. Það var launadagur í gær þannig að hann sendi Wany til Caledon til að ná í peninga, Þetta er orðin ný rútína, Villi fer ekki neitt, en er duglegur að senda aðra. Hann er bara hérna á skrifstofunni, í garðinum eða í gestamóttöku bæði á hótelinu og ressanum. Svo þurfti að reikna út launin og passa upp á að allt væri rétt, svo eru taldir peningar ofan í umslögin eins og gert var á landinu góða fyrir áratugum síðan. Hér eru fáir með bankareikninga og eyða trúlega öllu jafnóðum, enda eru launin nú svo sem ekki há.

David Alder (Söngvari) er búinn að vera hérna eins og grár köttur. Hann þarf sinn tíma svo hann geti sagt frægðarsögur af sér og hvað hann sé nú klár. Við bara brosum og hlustum með þolinmæði og leggjum svo eitthvað lítið til málanna. Hann var eitthvað að tala um viðhald og einhver baðherbergi sem hann hafði gert þegar Villi missti útúr sér að það væru nú 15 baðherbergi hérna sem þyrfti að gera upp. Villi hafði nefnilega verið að skoða eitt herbergið og var ekki hrifinn af baðherberginu vegna þess að það bara ekki nógu gott, dúkurinn slitinn, flísar brotnar, vaskurinn sprunginn, ljótt silikonfix á klósettinu og fleira og fleira. Jæja, hann alla vegna réð David í vinnu til að taka þetta eina baðherbergi í gegn og svo sjáum við bara til. Marise er komin á fullt að finna nýjan vask, málningu og gólfefni svo hægt sé nú að gera þetta á hagkvæman en fallegan hátt.

Hér var ráðstefna sem gekk bara mjög vel. Allir voru í skýjunum. Voru reyndar ekki öll mjög ánægð eftir fyrstu nóttina vegna þess að það var ekkert heitt vatn og ekki hægt að fara í sturtu. Við Villi brostum bara og opnuðum önnur herbergi fyrir þau til þess að fara í sturtu. Því miður tókst ekki að laga þetta daginn eftir þannig að við þurftu að flytja nokkur herbergi á milli sem gekk bara vel, enda vorum við sæt og brostum útí eitt. Það voru mjög ánægðir ráðstefnu gestir sem kvöddu okkur í gær, og sögðust öll ætla að koma aftur við fyrsta tækifæri með maka sínum. Það væri svo fallegt hérna og andrúmsloftið og fegurðin hjá okkur ásamt matnum sem væri svo GÓÐUR! Þarf að skipta út tveimur vatnshiturum í húsinu sem verður ekki ódýrt, en það verður víst að hafa það. Getum ekki verið heita vatns laus.

Hér voru tónleikar að venju í gær og voru þeir vel sóttir. Lögreglan áætlaði að það hefðu verið u.þ.b. 70 gestir og var setið á öllum stólum. Við höfðum ákveðið að breyta svolítið uppröðun á borðunum og færa þau öll nær sviðinu og svo bæta við borðum á sviðið og við ákváðum svo sjálf að sitja á sviðinu við dyrnar og brosa sæt og fín og bjóða alla gesti velkomna. Okkur fannst frábært að vera þarna þó svo að maður væri ansi mikið í sviðsljósinu, en maður er það hvort eð er og þá hvers vegna ekki bara að sitja á sviðinu? Volga kom og sat með okkur. Hún hefur það ekki gott þessa dagana. Gæti stefnt í að salan á húsinu hennar gangi ekki eftir þrátt fyrir að það sé búið að greiða fyrstu greiðsluna. Eitthvað vesen útaf því hvort það séu business réttur á húsinu eða ekki.

Yvonne Nel kom hérna fyrr um daginn og afhenti Villa kort þar sem á stóð: Láttu þér batna sem allra fyrst og komdu heim til Greyton. Hún bað um að þetta kort yrði látið ganga á milli borða svo að sem flestir gætu skrifað á það. Kortið gekk á milli og er þétt skrifað á það góðar óskir um bata. Þetta er mikill stuðningur og við finnum mikið fyrir stuðning bæjarbúa sem spyrja um Bóa reglulega eða koma að bjóða stuðning sinn vegna Henríettu málsins.

Staffið hefur verið mjög duglegt að passa upp á Villa. Þau koma inn á skrifstofu á milli 12 og 1 og segja að það sé kominn matartími og hvað megi nú bjóða honum að snæða. Svo er hann minntur á milljón hluti sem þarf að gera og svo er passaðu upp á kvöld matinn líka og að hann fái sinn frið á milli 3-6 um eftirmiðdaginn þegar hann fer heim í bjútí svefninn sinn. Honum virðist líða mjög vel og vera í góðu jafnvægi. Hugsa að honum líði vel að vita af því að Bói sé heima og að það sé verið að vinna aktíft í því að stilla lyfjagjöfina hans þannig að hann þarf ekki að vera með miklar áhyggjur af honum.

Veðrið í Greyton er þægilegt í dag, en stefnir í heitan dag, líklega eitthvað yfir 30 stiga hita og það er heiðskírt og örlítil andvari sem nær varla að hreyfa fánana hér fyrir utan. Jagúar liðið er að koma á eftir. Eitthvað um 30 Japanskir blaðamenn. Þessar Jagúar uppákomur eru farnar að ganga svakalega vel. Við erum bara öll hérna eins og smurð vél og höfum eiginlega bara ekkert að gera meðan þau eru hérna, vegna þess hvað allt er vel skipulagt hérna og hvað það hefur verið mikill undirbúningur. Ég ætla að reyna að draga Villa með mér til Jennýar eða eitthvað um eftirmiðdaginn. Held hann hafi gott af því að hitta annað fólk, þó svo að hann staðhæfir brosandi með slöngulokkana sína að hann hafi það bara fínt og sé bara eiginlega ekkert einmana.

Monday, February 06, 2006

Henriettu framhaldsagan

Hér gengur lífið sinn vanagang, Jæja kannski ekki alveg enda er ég að vinna meira en ég hef gert nokkru sinnum áður´, eins og það hafi nú ekki verið nóg fyrir. Það er ekki auðvelt að sinna 3 störfum, en það er nú samt merkilegt hvað þetta gengur allt vel. Staffið er á fullu að sinna mér og passa upp á að ég éti og fari mér ekki að voða í of mikilli stjórnun og vinnu. Ég finn stuðningin þeirra á marga vegu og það eru litlu atriðin sem skipta svo miklu máli. Ég er búinn að vera á fullu í bókhaldinu þessa dagana og hef unnið langt fram á kvöld eins og tímar hafa leyft vegna annarra verkefna. Það er víst að koma að VSK uppgjöri fyrir des og jan og svo þarf ég víst hvort eð er að koma með þessar tölur fyrir fasteignasalana.

Hún er búin að vera hérna nokkrum sinnum fasteignasalinn að lýsa yfir áhuga og alvöru þessara “tilvonandi” kaupanda. Hefur verið að þrýsta á mig að fá einhverjar tölur um veltu / kostnað og þ.h. sem ég hef nú ekkert verið of viljugur að gefa, enda erum við ekki að selja fyrirtæki sem er með einhvern gróða. Við höfum eytt öllum gróða í endurbætur og nýjan tækjabúnað, ásamt fl. Þannig að við myndum í raun og veru vera að selja möguleika, en ekki veltu tölur. Eins mikið og við höfum eytt í þetta í markaðsetningu og endurbætur, þá er þetta að sjálfsögðu bandvitlaus tími að selja á. Það hefur verið u.þ.b. 30 % aukning á mánuði seinustu 4 mánuði sem segir manni hversu mikið þessi fjárfesting getur átt eftir að skila sér.

Svo komu hinir fasteignasalarnir líka í dag að skoða pleisið. Ekki auðvelt að sýna þeim allt vegna þess að við viljum ekki láta það berast út að við séum að selja og alls ekki má staffið fá veður af þessu. Þeir voru nokkur bjartsýnir á að þeir myndu geta selt þetta á ca 6 mánuðum, en það er náttúrlega sölu kjaftæði, segja þeir þetta ekki allir. Þeir eru samt mjög faglegir og eru sérhæfðir í sölu á litlum hótelum og gistiheimilum, þannig að það er kannski bara eins gott að sjá til.

Henriettu Vlugter framhaldssagan:
Derreck Turner er búin að vera í reglulegu sambandi við mig til að láta mig vita hvernig málin þróast. Hann átti fund með ferðamálaráði þar sem hann sagði þeim hvað væri í gangi. Þau báðu hann um að bíða aðeins með þennan undirskrifarlista og í staðinn myndu þau senda einhvern til að reyna að koma vitinu fyrir Henríettu og útskýra fyrir henni hvað hún væri að koma sér í slæm mál með þessari framkomu og að hún gæti átt það á hættu að vera hrakin úr bænum. Hún var hrakin frá Franshoek þar sem hún bjó áður, vegna þess að hún hafði þar gert öllum lífið leitt með eilífum kvörtunum undan hávaða, kvartaði meira að segja yfir kirkjuklukkunum þar. Ég ætti að fara að heyra frá Derreck fljótlega um framhaldið.

Ég hef verið að reyna að vera duglegur að kýkja í heimsókn til vina okkar hérna í bænum og hef komist til Jennýar og Marisar. Ekki merkilegt afrek. Ætlaði að fara til Volgu í dag og halda upp á með henni að hún er búin að selja húsið sitt, en hún þurfti að afboða, þannig að ég fór bara í mína reglulegu leggju og svo beint í bókhaldið sem ég verð væntanlega í eitthvað fram eftir kvöld. Sakna Gullsins míns og er frekar einmana, en reyni að drekkja mér í vinnu svo ég sé nú ekki mikið að hugsa um það. Var ég búin að gefa ykkur símann hjá Bóa, ef ekki þá er númerið 846 2567. Love and leave you.

Thursday, February 02, 2006


Vala og Hordur Posted by Picasa

Godir gestir a godri stundu. Maggi, Unnur Asa, Eg, Vala og Hordur. Komu herna i gaer og aetla ad vera her i tvo daga adur en tau halda afram aleidis til Durban Posted by Picasa

Maggi og Unnur Asa Posted by Picasa

Forum upp a fjall og svona er Greyton sed ofan af fjallinu Posted by Picasa

Tetta er ekki eldgos. Daginn eftir brann �ll hlidin upp fjallid. Skogareldar eru algengir herna. Posted by Picasa

hvernig tokum vid okkur ut i nyja bilnum okkar? Forum i sma biltur, tok 15 minutur ad fara til Caledon (tekur yfirleitt halftima, en a 290 km a klst, er tetta nattulega ekkert mal Posted by Picasa

Nyja gullfiska tjornin okkar Posted by Picasa

L�till foss til ad halda vatninu a hreyfingu Posted by Picasa

Gullfiskar sem eru duglegir ad fj�lga ser. tad eru komnar 3 kynslodir. Posted by Picasa

prinsinn m�tir � hverju kv�ldi Posted by Picasa

Vatnaliliur Posted by Picasa

Gullfiska tj�rnin Posted by Picasa