Hér er búið að vera mikið að gera og þegar maður er bara einn er ekki mikill tími til að gera neitt nema vinna, borða og sofa, sem ég er að reyna að passa upp á eins vel og ég get með góðri aðstoð staffsins, sem er alltaf að koma mér meira og meira á óvart með umhyggju sinni. Þau eru stanslaust að spyrja um Bóa og biðja mig að senda honum kveðjur sínar og að láta hann vita að þau biðji fyrir góðri heilsu hans.
Ég keyrði staffið heim um daginn og unga ekkjan varð seinust og við byrjuðum að spjalla. Veit það hefur verið mjög erfitt hjá henni eftir að hún missti manninn sinn og son sinn 2 vikum seinna. Hún byrjaði að spjalla um hvernig það væri að vera ekkja og ég væri trúlega að upplifa svipaða hluti þegar Bói væri í burtu. Auðvitað er ég einmana stundum en Bói á eftir að koma aftur en maðurinn hennar og sonur þeir koma koma ekki aftur svo það er nú varla hægt að líkja því saman. Hún var glöð í bragði og sagði mér að hún ætlaði að byrja nýtt líf og hún ætlar að finna sér elskhuga. Mér fannst vænt um að hún skyldi deila þessu með mér. Loana er víst komin með kærasta líka. Hún hefur verið brosandi seinustu vikur og það er greinilegt að hún er farin að fá það reglulega, blessunin.
Myndin sem ég setti inn af Bóa kemur frá Kristjáni á Jommunni. Takk Kristján, myndin er komin upp á vegg í eldhúsinu og staffinu finnst vænt um að sjá að hann hefur það gott. Einhvern vegin komst sú saga af stað að þetta væri mamma hans sem væri með honum á myndinni. Veit ekki hvers vegna, en það er svipur, eða hvað? Það eru alla vegna bestu kveður og bataóskir til þín Bói minn frá öllu staffinu.
Já, það var Vlentínusar dagur í gær. Við vorum með mjög rómantískan og sexy matseðil. Það var þemað í eldhúsinu, allt ætti að vera sexy og það var það svo sannarlega. Ég bauð Volga vinkonu á “date” og sagði staffinu að ég væri gestur og væri með “date”. Þau voru nú ekki alveg ánægð með fyrr en þau sáu hver það var. Volga mætti með hárkolluna sína, þessa rauðu og var svo skemmtileg. Þetta var yndislegt kvöld.
Kvöldið á undan hafði ég lokað upp í bókasafn með hlera eins og við höfum gert stundum þegar við viljum bara frið. Ég gat heyrt allt sem gerðist í matsalnum og þegar seinasti gestu var að fara, ákvað hann allt í einu að hann vildi tékka á sjónvarpinu. Hann ýtti svo fast á hlerann að hann datt næstum því á mig. Ég stökk upp úr sófanum og ýtti hleranum upp að vegg en því miður lenti hann með höndina á milli. Ég stökk fram fyrir og spurði hvað hann væri að gera, þetta væri ekki hurð. Ég baðst afsökunar um leið og ég sá að ég hafði meitt hann. Benti honum á að e.t.v. hefði hann átt að biðja þjónana að vísa sér veginn. Þjónarnir höfðu sagt honum að sjónvarpið væri bakatil en eigandi væri þar núna. Það urðu smá orðaskipti, en allt í góðu. Hann var frekar æstur þegar hann var að tékka út daginn efti, en ég mætti með Pollýönnu og Flórens Nighingale með mér og spurði hvernig hann væri í handleggnum og hvað ég væri leiður yfir þessu . ég hefði bara brugðist svona við vegna þess að ég var hræddur um að hlerinn dytti á mig. Bað hann afsökunar 100 sinnum og gaf honum góðan afslátt og þar með var málið dautt. Það er alltaf gott að hafa Pollýönnu með sér. Jóhanna, veist þú ekki hver hún er? Spurðu einhver eldri og þeir koma til með að upplýsa þig um það. Hún er fræg.
Það er komin froska plága hérna. Það hefur verið einn froskur í gullfiska tjörninni okkar sem Hófý kallaði prinsinn sinn. Held hún hafi ekki kisst hann, en hvað veit ég. Það eru alla vegna komin lítil froskabörn í hundraða tali í tjörnina. Hef smá áhyggjur vegna þess að froskar geta verið mjög hávaðasamir á kvöldin. Sjáum til hvernig þetta fer.
Það er mikið að gera framundan. Það bara hrúgast inn bókanir með ráðstefnur og brúðkaup, sem er náttúlega bara mjög gott mál. Ég gerði samning við Rooi Rose (Suður Afríska “Damernes magazine”). Þau eru að koma á mánudaginn að taka myndir af sinni Winter collection hérna og við komum til með að fá góða umfjöllun í blaðinu sem er mjög gott mál.
Gleði kom hérna í gær í heimsókn. Ég hafði reynt að hitta hana hjá lækninum þar sem hún vinnu þessa dagana, en hún var ekki við. Við alla vegna gerðum samning um að hún borgi ákveðna upphæð á mánuði þangað til hún væri búin að borga það sem hún skuldaði okkur. Gott mál og ég bara óskaði henni alls hins besta í framtíðinni á þessum nýja starfsvettvangi.
Núna eru bara 7 meiri svefnar þangað til Lovísa og Gabríel koma. Get ekki lýst því hvað mér hlakkar til.
Óskar og allir aðrir Leynilesarar, verið velkomin. Elska að fá comment. Velkomin í hópinn Hófý. Veit það hefur vafist fyrir sumum hvernig á að setja comment inn vegna þess að það er komin á “Word Verification” sem þýðir að maður þarf að klikka á að maður vilji commentera anonymous og svo þarf maður aðeins fyrir neðan að slá inn bókstafi sem koma soldið einkennilega upp. Og það kemst maður inn. Þetta er gert til að fyrirbyggja að rusl póstur komist þarna inn sem hefur verið smá vandamál.
Jæja essgunar, staffið er farið heim og seinustu gestir líka. Og ég er á leiðinni líka. Love and leave you.