Tuesday, November 27, 2007

Er ypsilon í skreitingum???

Ekki slæmt. Rabbarbarablóm og nílarsef með Bouganvilla, ha?????

blóma skreitingar


Blómaskreitingar


Monday, November 26, 2007

Slóðir á fréttir

Sunday, November 25, 2007

Eftir flóðið

Ja hérna, segi nú ekki meir. Þvílík törn og þvílíkt flóð. 1500 manns hefur verið bjargað hérna með þyrlum, bátum og jeppum og 2 drukknuðu. Nokkur hús meira að segja í Greyton. Greyton komst á forsíðuna í einu stærsta dagblaðinum hérna, með mynd að konu sem var bjargað af þaki í húsi sem er ekki nema ca 500-600 metra frá mér. Húsið hennar er horfið. Sem betur fer skemmdist ekkert hérna. Komu upp lekar í nokkrum herbergjum, en ekkert varanlegt tjón.

Var með ráðstefnu allan þenna tíma og um tíma þegar við höfðum ekkert rafmagn, engan síma og ekkert vatn voru þau að husa um að fara. Ég talaði þau inn á að sjá til aðeins, bíða fram að kaffi, bíða fram að hádegismat og þegar síminn og rafmagnið kom ákváðu þau að vera áfram. Fengum vatn úr tankbíl sem keyrði hérna um göturnar. Vatnið kom svo á daginn eftir og ég hef aldrei séð ógeðslegra vatn. Það var dekkra en Kóka Kóla og leðja sem fylgdi því mjög sýnileg. Þurftum að taka allar sýjur úr sambandi vegna þess að leðjan bara stíflaði allt. Þurfti að loka báðum salernunum í veitingasalnum vegna þess að rotþróin er full og það bara flæðir upp um klósettin. Erum með eitt salernig á barnum sem virkar þegar það er nægilegur þrýstingur á vatninu sem er ekki alltaf. Setti inn nokkrar fötur með vatni ssvo fólk getur skolað niður og fyllti nokkrar tómar vínflöskur með vatni sem fólk getur notað til þess að þvo sér.

Þetta er ekki búið að vera gaman og ég hef verið að fara yfirum á taugum og svefnleysi út af þessu öllu saman. Gvöð hvað ég var fegin þegar ráðstefnugestirnir fóru seinni partinn á föstudaginn. Hringdi í alla gesti sem voru með bókað herbergi hjá okkur og útskýrði hvernig ástandið var. Flestir afbókuðu þannig að þetta varð róleg helgi í gistingu. Það var slatti að gera á ressanum sem er gott. Alla vegna einhver innkoma og ekki bara endurgreiðslur vegna afbókana.

Fór og tékkaði á Noelle og Jenny. Það er stór á fyrir aftan húsið hennar Noelle sem hefur oft flætt yfir. Sem betur fer var allt í lagi hjá henni. Jenny þurfti að keyra á jeppanum sínum (í fysta sinn í fjórhjóladrifi á fjórum árum) 20 centimetra djúp vatn sem lá yfir öllu hjá henni. Var skíthrædd en allt í lagi hjá henni. Fór svo og tékkaði á Marise og Neil. Þau höfðu misst stóran hluta af lóðinni sinni útaf á sem varð allt í einu að fljóti. 25 metra breið og 4-5 metrar djúp ef ekki meir. Það var svakalegt að sjá, en sem betur fer skemmdist ekkert hjá þeim.

Ég hef annars bara verið duglegur að hvíla mig og reyna að ná svefni, sem var ekki mikill meðan þetta allt saman gekk á. Það er allt orðið nokkurn vegin normal aftur fyrir utan kóka kóla vatnið með leðjunni og alltof litlum þrýsting á vatninu. Þarf ennþá að hafa fötur af vatni inn á salerninu. Myrtle hefur ekki geta þvegið neitt vegna þess að línið kemur óhreinna úr þvottavélinni en það var áður en það fór í vélina. Hún er núna byrjuð að handþvo allt. Mjög tímafrekt, en eina leiðin til að ná öllu hreinu. Blessunin! Sagði mér í dag að hún gæti ekki tekið frídag þessa vikuna vegna þess að hún þyrfti að þvo línið sem er í hrúgum upp í þvottahúsi. Hér hafa allir unnið yfirvinnu og sumir hafa ekki fengið einn einasta frídag alla vikuna út af ráðstefnunni og svo flóðunum. Staffið er búið að vera algert æði. Þau hafa staðið sem klettur á bakvið mig og stutt mig eins mikið og þau hafa mögulega getað. Er stoltur af þeim......

Wednesday, November 21, 2007

Flóð

Hér hefur rign út fötum (eða ætti ég kannski að segja sundlaugum). Það fór allt á flot hérna og það var og er ennþá vatn útum allt. Það eru flóð hérna útum allt á svæðinu sem við búum á. Þurft að rýma hús, vegir ófærir og ég veit ekki hvað. Ég var að fara yfir um á taugum í morgun, vegna þess að þetta leit svo illa út. Vatn um það bil að fara að renna inn í herbergi, rotþróin full (og reyndar komin á kaf í vatni sem lekur inn í hana og aftur úr henni) og lyktin eftir því. Lekar inn á veitingarsalnum (ekkert mjög alvarlegt samt) og upp í bókasafni ásamt herbergi 16. Svo er byrjað núna að leka inn í ráðstefnusalinn smá. Jocko er búinn að vera á fullu að reyna að stoppa þessa leka, en það er ekki auðvelt með alla þessa rigningu. Þurftum að rýma tvö herbergi út að klóakinu og eins að það gæti farið að leka inn í þau. Jocko þurfti að fara heim vegna þess að það var allt komið á flot heima hjá honum, (kom aftur), Jakobus þurfti að fara heim líka vegna þess að allt var komið á flot hjá honum. Í bænum sem hann býr í var búið að þurfa að rýma 3 hús vegna flóða. Vegir komnir í sundur og ég veit ekki hvað. Ég kallaði út Marius (maðurinn hennar Önnu, hann er pípari) og Bradley til þess að grafa skurði og gera verndarveggi til þess að leiða vatnið í burtu frá okkur. Merkilegt að þetta skuli gerast einmitt þegar Bói er heima a Íslandi. Þetta gerðist nefnilega líka hérna þegar ég var heima í Ágúst í fyrra. Reyndar talsvert verra vegna þess að það byrjaði allt þá um miðja nótt og það urðu þess vegna miklu meiri skemmdir. Reikna ekki með því að það verði neina alvarlegar skemmdir núna, en maður veit aldrei. Keypti sterkasta vasaljós sem fannst og setti alla á bakvakt, ef eitthvað gerist. Svo verð ég á vaktinni sjálfur í alla nótt.

Elsku Anna Kristine mín, vonandi fara nú meðölin að slá á þetta og þú átt eftir að lifa margar aðventur. Ég mun alla vegna fara á hnén og biðja fyrir góðri heilsu handa þér. Sakna þín líka, en vonandi færðu tækifæri til að hitta hann Bóa. Símanúmerið hans er 894 2836 ef ég man rétt.

Flóið


Fyrir framan herbergi 6 og 7 var allt á floti í morgun. Eftir að hafa grafið rennur og hreinsað stíflur lítur þetta svona út. Mun betra þó svo að það sé ekki hægt að ganga þarna án þess að vera í stígvélum. Þar sem rotþróin er full, rennur vatn úr henni og það er ekki mjög góð lykt þarna.

Flóð


´Hótelið séð frá garðinum. Vantar ekki mikið upp á að það flæði inn.... Lucky finnst þetta bara gaman og er búinn að vera að busla í vatninu..

Flóð


Komnir sandpokar fyrir framan herbergi 4 og 5. Vantar rúman sentimeter upp á að vatn flæði þar inn. Þurftum að færa gestina sem voru þar í önnur herbergi. Ekki hægt að nota salernin þar vegna þess að rotþróin er orðin full og þessi herbergi eru á lægsta púnkt í garðinum.

Flóð


Garðurinn okkar orðinn að sundlaug, endurnar voru mjög ánægðar.

Flóð

Svona er aðkoman að hótelinu okkar. Tveggja metra breið á sem þarf að vaða til að komast inn.

Flóð


Svona er aðalstrætið í Greyton

Monday, November 19, 2007

Mikið að gera

Jú, það er skrítið að vera allt í einu einn hérna eftir allan þennan gestagang og hafa ekki einu sinni Bóa minn hjá mér. Ég held mér nú samt við efnið og vinn bara aðeins meira. Farinn að gera blómaskreitingar meira að segja, það er nú svosem nóg úrvalið af blómum hérna í garðinum. Hér er búin að vera frekar róleg helgi en, það er fullbókað upp í topp þessa vikuna. Erum með ráðstefnu og það er allt að ganga mjög vel. Þessi ráðstefna verður út vikuna og mér sýnist helgin ætla að verða fullbókuð líka. Getur þetta fólk ekki verið heima hjá sér???? Nei, nei, segji nú bara svona.

Sem betur fer eru þessir ráðstefnu gestir ekki að hanga uppi á barnum langt fram eftir eins og gerist svo oft. Þetta er fjárfestingarbanki sem hefur haldið ráðstefnur hérna mánaðarlega og eru búin að bóka líka í desember og janúar. Þessi banki er svo nískur, ber enga virðingu fyrir mannauðnum (annað en Landsbankinn, Anna mín). Þeim er skammtaður einn líter af flösku vatni á dag og fá að panta sér einn gosdrykk eða ávaxtarsafa með hádegis- og kvöldmatnum. Það sem kannski verra er að vatnið hér í Greyton er ekki mjög gott að við getum ekki drukkið það, verðum veikir af því. Bæjarbúar sem hafa búið hér lengi drekka það, en við mælum ekki með því og ráðleggjum fólki alltaf að drekka flösku vatn sem við seljum á næstum því kostnaðarverði. Svo sem kannski ekki slæmt fyrirkomulag að það sé ekki splæst áfengi á þau, þau eru jú hérna til að vinna og læra.

Takk fyrir öll kommentin, Anna Kristine, Hafdís og Gússý, gleður alltaf.

Saturday, November 17, 2007

Afmælisveislan


Svo var sest að snæðing og borðaður grill matur. Allir með hatta eins og í barna afmæli

Afmælisveislan


Bylgja og Abba að tjútta

Afmælisveislan


En Bóa tókst að drösla henni út á dansgólfið.....

Afmælisveislan


Það var ekki auðvelt að koma Louna (yfirkokkur) út á dansgólfið!!

Afmælisveislan


Petró (aðstoðarkokkur) kominn með Bóa á bakið....

Afmælisveislan


Allir farnir að dansa

Afmælisveislan


Margrét (herbergisþerna, 50 ára. Kom reyndar í ljós að hún er bara 49, en hvað með það' Þetta var gott partý!

Afmælisveislan


Myrtle (herbergisþerna) alltaf fyst að byrja að dansa

Thursday, November 15, 2007

Nú er ég einn í kotinu

Nú eru systurnar, Abba og Bylgja farnar. Fóru eftir hádegi í gær með Bóa og gistu eina nótt í Cape Town. Bói er á leiðinni heim með þeim og verður í tæpar tvær vikur. Þarf að endurnýja vegabréfið sitt og fara í heilsutékk. Það er búið að vera alveg frábært að hafa þær hérna. Við erum búin að skemmta okkur alveg konunglega. Ég fór með þær til Cape Town einn daginn svo þær gátu nú sjoppað soldið, svo leigðu þær sér hestakerru og fóru í ferð um bæinn. Við leigðum okkur líka hesta og fórum í útreiðatúr, mjög gaman.

Þær ásamt Bóa hafa líka vakið mikla athygli hérna fyrir að vera á línuskautum á aðalstrætinu hérna. Man ekki eftir að hafa séð neinn á línuskautum hérna í þorpinu okkar. Í fyrradag fórum við til Dora í mat. Dora var þvottakona hérna á Greyton Lodge áður fyrr og lífið hennar byrjaði nú eigilega varla fyrr en hún varð sextug og var þá pínd af fyrrverandi eigendum að fara á eftirlaun. Núna er hún með saumastofu og rekur veitingastað heima hjá sér. Aðeins eitt borð, en það er mikil upplifun að koma inn á heimili hennar í fátæktarhverfinu hérna. Svo er hún bara svo skemmtileg líka og full af sögum.

Við vorum lika með party hérna fyrir hana Margréti sem er herbergisþerna hjá okkur. Hún varð fimmtug um daginn og við ákváðum að boða hana á starfsmannafund. Staffið hafði skipurlagt supræs party fyrir hana og grill og diskó. Það var mikið fjör og gaman. Já það er búið að vera fullt að gerast hérna. Bara alltof lítill tími til að blogga.

Þetta er búin að vera ansi mikil törn af gestum hjá okkur. Fyrst Kristján, svo Ása og svo þrjár víkingakonur frá Noregi og loksins Abba og Bylgja. Það hefur nú ýmislegt þurft að vera á hakanum vegna tímaskorts. Maður hefur nú frekar viljað gera eitthvað með gestunum en að kúra inn á skrifstofu allan liðlangan daginn. En nú er kominn tími til þess að bretta upp ermarnar og sinna þeim verkefnum sem hafa þurft að bíða. Ég set inn myndir í vikunni (vonandi ef ég hef tíma)……. Veit nú ekki hvernig það verður, þar sem ég er einn hérna að gera bæði störfin okkar. Held samt að það komi bara til með að ganga mjög vel. Bói átti fund með flestum starfsmönnum áður en hann fór og biðlaði til þeirra að styðja vel við bakið á mér. Svo hefur maður alltaf hana Noelle vinkonu að hlaupa upp á ef þörf krefur...........

Sunday, November 04, 2007

Brúðkaup



Hér eru þau nýgift með svaramenn og brúðameyjar, hringbera og ég veit ekki hvað


Athöfnin fór fram í garðinum undir Whysteri'unni

Brúðkaup


Carmen með föður sínum að mæta. Er hún ekki flott? Bói gerði blómin fyrir hana.

Brúðkaup

Brúðurin mætti í þessum líka flotta Ford sem vinur okkar, hann Herman á.

Brúðkaup

Vorum með brúðkaup í garðinum í gær. Carmen sem er þjónnn hérna hjá okkur gifti sig hérna. Þetta var mjög litríkt of fallegt brúðkaup. Roseline sem er þjónn hérna líka var ein að brúðarmeyjunum, þannig að það voru ekki margir þjónar að vinna. Það var ég, Bói, Abba og Bylgja, Hilca-Ann og ein sem er splunku ný og óreynd. Gina er hætt, þannig að við erum mjög tæpir með þjónamálin í augnablikinu. Allt gekk nú samt mjög vel og systrunum fannst gaman að sjá hvernig brúðkaup litaða fólksins eru. Það áttu að vera 80 gestir, en þeir hafa verið rúmlega 150 allt í allt. Við skruppum svo aðeins í veisluna sem var haldin annarstaðar um kvöldið, svona bara rétt til að sýna okkur og sjá hvernig allt var. Ótrúlegt hvað þau leggja mikið í brúðkaupið, eins litlar tekjur og þau hafa. Það eru nokkrar myndir hér að neðan úr brúðkaupinu. Yndislegt að vera búnir að fá systurnar í heimsókn, þær eru fullar af orku og eru að næra okkur mikið

Systurnar

Abba og Bylgja með Marius á milli sín

Friday, November 02, 2007

Hæ essgunar

Hér hefur verið mikið að gera með gesti, Fyrst var það Kristján með hringavitleysuna, Svo kom Ása systir og Tore, Tone og Bryndís frá Noregi. Þetta hefur náttúrulega tekið sinn tíma að sinna þessum gestum ásamt því að reka hótelið sem hefur verið ansi bissý á sama tíma. Nú eru þau öll farin og Bói er núna í Cape Town að sækja systur sínar, Öbbu og Bylgju sem ætla að vera hjá okkur í 2 vikur. Þetta er eiginlega fullmikið þegar það koma gestir eftir gesti með svona stuttu millibili. En það er nú samt alltaf gott að fá góða gesti og Jú Anna Kristine mín, við hoppum hæð okkar af gleði þegar landar koma í heimsókn, þó það sé fólk sem maður þekkir ekkert. Ég man vel eftir þessum konum. Það var allt á fullu hjá mér þegar þær komu, að tékka út gesti þannig að ég hafði nú ekki mikinn tíma til að spjalla við þær. En þær voru á einhverri hraðferð og vildu bara koma inn og segja hæ þegar þær sáu íslenska fánnann. Ég spjallað aðeins við þær eins og maður gerir alltaf þegar gestir koma, en þær máttu ekkert vera að því að stoppa í kaffi eða eitthvað þannig að svona var nú það.

Við erum orðnir afar aftur. Daisy kom með fjóra litla andarunga fyrir 3 dögum síðan. Þeir líta frískari og sprækari út en ungarnir sem hún kom með seinast og dóu allir. Við vonum að hún nái að koma þeim almennilega á legg í þetta skipti. Donald er í stofu fangelsi meðan þeir eru svona litlir vegna þess að hann reynir að drepa þá. Það fer lítið fyrir föðurkærleika hjá honum.

Hafið þið eitthvað fylgst með ferðasögunni hennar Ásu systir? Hún er ansi góður penni og upplifði margt hérna og það var æðislegt að hafa hana hérna. Gaf okkur mikla og góða orku.