Sannleikur, Kærleikur, Friður
Það tekur á stundum að segja allan sannleikann, en ef maður elskar einhvern eins og ég elska manninn minn, þá verður ástin einskins virði ef sannleikur er ekki til staðar. Og þú getur gleymt frið vegna þess að án sannleika og kærleiks verður aldrei friður. Það vildi ég óska að allir gætu leitað inn á við og kyngt stoltinu sínu í nafni kærleika vegna þess að ef það gerðist, þá yrði friður. Þegar maður getur loksins sagt allan sannleikann verður ástin hrein og friður kemur sem er sterkari en nokkurt afl. Við höfum varla átt stund þar sem við höfum þráttað eða orðið á síðan við komum hingað og GVÖÐ það vita allir sem lesa þetta hvað lífið hefur verið erfitt á stundum hjá okkur.
Lífið er stundum erfitt, en ef maður er elskaður þá verður maður að horfast inn á við og líta á sannleikann í eigin barmi. Það er erfitt, en hver sagði að lífið væri auðvelt. Ef maður elskar einhvern nógu mikið til að geta kyngt stolti, lítið yfir farinn veg og sagt: Ég er ekki fullkominn, ég er enn að læra í skóla lífsins, en ég elska þenna mann (konu) og er tilbúinn til þess að leita inn á við og viðkenna sannleikann. Án hans verður aldrei sönn ást og aldrei friður.
Sé ekki fyrir mér að án SANNLEIKA, KÆRLEIKA OG FRIÐS að við Bói hefðum nokkurn tíma komist í gegnum það sem við höfum gengið í gegnu um eftir að við komum hérna. Guði sé lof fyrir að ég hitti þennan mann og að ég gat kyngt stoltinu mínu og opnað hugann í leit að kærleik. Takk elsku maðurinn minn, Elska þig meira en nokkur orð geta tjáð.
Ég er ekki á leiðinni í einhverja viteysu eins og einhver gæti haldið sem les þetta. Ég er bara svo fullur af ást og hamingju og stolti í garðs mannsins míns.
Sérstakar kveðjur til allra ITC félaga sem eru að fara á Landsþing. Ég verð með ykkur í huga og sendi ykkur bestu kveðjur frá Suður Afríku.