Thursday, April 28, 2005

Sannleikur, Kærleikur, Friður

Þetta eru einkunnarorð okkar Bóa. Og Gvöð hvað það er stundum erfitt að lifa samkvæmt þeim. Það tekur á að lifa í sannleika og án kærleika verður aldrei friður.

Það tekur á stundum að segja allan sannleikann, en ef maður elskar einhvern eins og ég elska manninn minn, þá verður ástin einskins virði ef sannleikur er ekki til staðar. Og þú getur gleymt frið vegna þess að án sannleika og kærleiks verður aldrei friður. Það vildi ég óska að allir gætu leitað inn á við og kyngt stoltinu sínu í nafni kærleika vegna þess að ef það gerðist, þá yrði friður. Þegar maður getur loksins sagt allan sannleikann verður ástin hrein og friður kemur sem er sterkari en nokkurt afl. Við höfum varla átt stund þar sem við höfum þráttað eða orðið á síðan við komum hingað og GVÖÐ það vita allir sem lesa þetta hvað lífið hefur verið erfitt á stundum hjá okkur.

Lífið er stundum erfitt, en ef maður er elskaður þá verður maður að horfast inn á við og líta á sannleikann í eigin barmi. Það er erfitt, en hver sagði að lífið væri auðvelt. Ef maður elskar einhvern nógu mikið til að geta kyngt stolti, lítið yfir farinn veg og sagt: Ég er ekki fullkominn, ég er enn að læra í skóla lífsins, en ég elska þenna mann (konu) og er tilbúinn til þess að leita inn á við og viðkenna sannleikann. Án hans verður aldrei sönn ást og aldrei friður.

Sé ekki fyrir mér að án SANNLEIKA, KÆRLEIKA OG FRIÐS að við Bói hefðum nokkurn tíma komist í gegnum það sem við höfum gengið í gegnu um eftir að við komum hérna. Guði sé lof fyrir að ég hitti þennan mann og að ég gat kyngt stoltinu mínu og opnað hugann í leit að kærleik. Takk elsku maðurinn minn, Elska þig meira en nokkur orð geta tjáð.

Ég er ekki á leiðinni í einhverja viteysu eins og einhver gæti haldið sem les þetta. Ég er bara svo fullur af ást og hamingju og stolti í garðs mannsins míns.

Sérstakar kveðjur til allra ITC félaga sem eru að fara á Landsþing. Ég verð með ykkur í huga og sendi ykkur bestu kveðjur frá Suður Afríku.

Wednesday, April 27, 2005

Til hamingju með afmælið, elsku Gabriel Temitayo

Afmælisdagurinn minn var mjög góður. Ekki að ég hefði ætlað að gera neitt úr honum. Ætlaði ekki að halda neitt upp á hann og bara eiga rólegan dag. Bað Bóa um að gefa mér bara ást og frið, vildi engar gjafir. Mætti snemma til vinnu og var svo orðinn þreyttur um tíu leitið og fór heim að lesa og reyna að leggja mig. Ekki séns að ég sofnaði. Er farinn að sofa alltof lítið. Dreif mig svo á fætur um eitt leitið og þá kom Bói með Volgu og marise og Neil sem færðu gjafir. Djókgjafir sem betur fer. Sátum með þeim í klukkutíma og höfðum það notarlegt með göfugum rauðvínum. Fórum síðan á Driefontain í lunch með Gunna og Jóhönnu. Hittum Hermann og Philipus, Lindu og Jenny Debello og Coinie. Þetta var frábært. Drifum okkur svo hingað um 6 leitið til að vera til staðar. Kvöldið var rólegt.

Mánudagurinn var mikil skrifstofuvinna, ekki það skemmtilegasta sem ég geri, en einhver þarf að gera það. Svo var undirbúningur fyrir þriðjudaginn sem varð mjög busy. Við keyptum 7 miða á tónleikana með 3 tons of fun og buðum Gunna og Jóhönnu, Gússý, Joy og Gabriel. Tónleikarnir voru geggjaðir. Þvílílkt stuð og stemming. Vid drifum okkur svo hingað á hótelið áður en tónleikarnir vour búnir vegna þess að við vissum að það yrði allt brjálað hjá okkur að gera. Allir myndu drífa sig hinað eftir tónleikana í mat eða drykki. Vorum á handahlaupum strax þegar við komum. Allt gersamlega brjálað. 43 í mat. Allir vildu náttúrlega koma vegna þess að þessi þrjú tonn gistu hjá okkur og borðuðu eftir tónleikana. Í öllum látunum mundum við svo (allt of seint) að við hefðum gleymt að hringa í litla gullið okkar, hann Gabríel (barnabarnið okkar) og óska honum til hamingju með daginn. Hann varð nefnilega þriggja ára í gær. Til hamingju elsku Gabríel. Við hringjum á eftir og syngjum fyrir þig.

Þetta varð mjög seint kvöld. Við komust ekki í háttinn fyrr en um þrjúleitið. Vöknuðum svo fyrir klukkan sjö í morgun til að undirbúa morgunmatinn fyrir þrjú tonninn sem ætluðu að leggja af stað heim snemma. Allt gekk vel. Var svo þreyttur eftir törnina að ég fór inn í eitt herbergið hérna og ætlaði að leggja mig. Var reyndar að lesa. Frábær bók sem Hrefna vinkona skyldi eftir sig hérna fyrir okkur (Takk Hrefna). Englar og Djöflar sem er beint framhald af DaVinci lyklinum. Varla hægt að leggja hana frá sér, svo spennandi er hún. Jæja ég sofnaði ekkert. Bói náði svo í mig um eitt leitið og þá vour Jenny og Pamela, vinkonur okkar mættar í smá drinkie poo. Alltaf jafn gott að hitta þær. Dagurinn hefur annars verið bara rólegur.

Einn gestur kom inn á bar áðan og spurði hver væri íslendingur þar. Ég, sagði ég og þá rétti hann mér farsímann sínn og sagði að það væri landsmaður á línunni. Þar var þá Jói, sem er flugvirki, en vinnur sem nuddari í Johannesarborg og er nuddari þessa gests. Hann er búinn að búa þar í 9 ár og er giftur Suður Afrískri konu. Við skiptumst á símanúmerum og vonandi verðum við í einhverju sambandi. Alltaf gaman að heyra í landsmönnum.

Takk fyrir allar afmæliskveðjur. Alltaf gaman að fá kveðjur. Annars er ég að hugsa um að gera eins og Gulli vinur. Bara gefa afmælisdaginn minn. Er hvort eð er búin að eiga svo marga.

Sunday, April 24, 2005


Skvísa, Silvía og Dína í eldhúsinu Posted by Hello

Jóhanna inn í þjóðgarðinum Posted by Hello

Hilca-Ann (nýr þjónn, dóttir hennar Frekju í eldhúsinu), Bói og Silvia (nýji kokkurinn) Posted by Hello

Jóhanna og Gússý í eldhúsinu Posted by Hello

barflugur Posted by Hello

ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag!

Þetta var mjög sérstakt að hitta Lauren Flanigan í Cape Town og að fara í óperuna. Maður hefur verið eitthvað svo “einangraður” hérna og að koma í stóru borgina og upplifa smá list var frábært. Og Nabucco var sko engin smá list. Rosalega flott uppfærsla og Lauren var alveg frábær. Fórum með henni í dinner á eftir. Klukkan var reyndar að verða miðnætti svo að kvöldið var óvenju seint hjá okkur. Komum ekki upp á gistiheimilið fyrr en klukkan var farin að ganga 3. Nýtt met hjá okkur. Hérna er maður yfirleitt kominn í rúmið löngu fyrir miðnætti.

Fórum svo daginn eftir að rölta um Waterfront og miðbæ Cape Town með Hófý og Lauren. Vorum með smá móra yfir að hafa varla komist spönn frá rassi með Hófý. Búið að vera of mikið í gangi hérna, til að maður hafi komist frá. Kvöddum Hófý á flugvellinum og drifum okkur heim. Mikið rosalega var annars gott að hafa Hófý hérna. Hún gaf mér alveg nýjar víddir í eldhúsinu og við enduðum náttúrulega á því að gefa henni eldhúsið. Takk fyrir vináttuna Hófý og komdu fljótt áftur. Eldhúsið bíður eftir þér og við líka.

Hrefna og Gerður fóru svo daginn eftir. Claes keyrði þær á flugvöllinn. Hann er Svisslendingur sem býr hérna heitustu mánuðina og stelpurnar kynntust honum hérna. Hann var mjög duglegur að fara með þær útum allt að sýna þeim landið. Við vorum mjög fegnir vegna þess að við hefðum varla haft tækifæri til þess að komast neitt með þeim og þær keyra ekki sjálfar. Voru reyndar mjög duglegar í göngutúrum og þess háttar, enda er mikið hægt að ganga hérna um fjöllin og þjóðgarðinn. Mikið af fuglalífi, fallegum gróðri og fallegu landslagi.

Þegar einn fer, kemur annar í staðin. Gunni kom í gær. Jóhanna fór að ná í hann og þau gistu eina nótt í Hout Bay (rétt hjá Cape Town) til að rækta ástina. Þetta hefur verið erfiður aðskilnaður hjá þeim, enda bæði ung og ástin ung líka. Dáist nú samt að því hvernig þau hafa þolað aðskilnaðinn. Gott að fá Gunna aftur. Þau verða nú eitthvað takmarkað að vinna með okkur, en vonandi gista þau sem lengst hjá okkur. Þau ætla að skoða tækifæri hérna fyrir framtíðina í viðskiptum.

Ég á afmæli í dag. Ekki að það sé nú eitthvað merkilegt, búin að eiga svo mörg! Bað Bóa um að gefa mér fullt af ást og friði í afmælisgjöf. Ætlum að fara á Drie Fontain í hádegismat (hjá Hermann og Philipus). Búnir að reyna að fara þangað í 3 vikur, en alltaf verið fullbókað. Tókst alla vegna að bóka borð núna og förum öll 5. Ættum kannski að fara að kalla okkur hina fimm fræknu? Eða fimm frænkur? Nei, ég segji nú bara svona.

Staffið hefur verið alveg til friðs síðan við áttum seinasta fund með þeim. Ég hef varla þurft að fara inn í eldhús. Verið góð stemming þar (mínus Skvísuna reyndar) og þær hafa meira að segja sýnt meira frumkvæði en maður hefur séð áður. Koma út með bækur til að spjalla um uppskriftir og koma með uppástungur um breytingar og nýja rétti. Frábært. Er á meðan er. Erum samt farnir að sjá minstrið. Eftir svona átök er yfirleitt allt í friði og gleði í nokkrar vikur. Svo kemur eitthvað annað uppá og við tökum bara á því þegar það kemur. Erum orðnir ansi sjóaðir í því.

Reiknum með annasamri viku. “3 tons of fun” eru að koma til að halda tónleika hérna á þriðjudaginn. Við fórum á tónleika með þeim hérna í fyrra. Það var afmælisgjöfin mín, enda voru þær með tónleikana 24 apríl í fyrra. Þetta eru 3 mjög ýturvaxnar blökkusöngkonur og eru alveg geggjaðar. Þær munu gista hjá okkur og borða svo eftir tónleikana. Ef þetta verður eitthvað eins og í fyrra, þá verður allt fullt og þær koma til með að troða upp á milli rétta. Þær gerðu það í fyrra og það er sjaldan sem maður hefur skemmt sér eins vel. Svo kemur Lauren með konsertmeistara Cape town óperunnar og treður upp á föstudaginn. Hlökkum mikið til.

Friday, April 22, 2005

Gaman að lifa

Fórum með Hófý til Cape Town til að fara í óperuna. Það var gegggggjjjjjjaaaaað. Fórum í Cape Town Opera og sáum Nabucco. Þar var í aðalhlutverki (Abigail) lauren Flanigan. Vinkona okkar sem gisti hja okkur á tower ot kláraði öll vínföngin með okkur og horfði á Norðurljósin með okkur í ágúst. Mjög óvenjulegt. Hún hafði þá verið að koma úr skemmtisiglingu þar sem hún hafði verið að singja og skemmta. Og kom með þær þungust töskur sem einhver hafði komið með.. jæja. Hún bauð okkur í óperuna í Cape town og kemur hérna næsta fostudag að syngja. Má ekki vera að þessu, Tónleikarnir varla búnir og allir að eta ennþá. Skrifa meira á morgun. Love and leve u.

Monday, April 18, 2005


Hrefna, Bói, Volga, Marise, Neil og ég, í matarboði hjá Marise og Neil í gær Posted by Hello

Fallegi maðurinn minn! Posted by Hello

Bói og Hófý við sundlaugina Posted by Hello

Bói og Hófý með Lions Head í bakgrunn (við Table Mountain) Posted by Hello

Hrefna og Gerður á Brandy kynningu hjá Christen frá Distell Posted by Hello

Hæ hæ

Brandy kvöldið gekk svona brilliant vel. 32 í mat. Ekki slæmt og brandýið flóði og var svo gott. Þá loksins maður fékk að smakka, seint og síðar meir.

Heyrðum frá Lauren Flanegan um daginn. Hún gisti hjá okkur á Tower í fyrra og af því að hún var með svo þungan farangur og Bói treysti sér ekki til að bera hann allan upp á fjórðu hæð og ákvað að geyma hluta af honum í kjallaranum. Hún alla vegna bauð okkur í drykki, sem endaði reyndar upp á svölum á 4 hæð á Grettó. Horfðum á norðurljósin fram eftir nóttu og áttum yndislegt kvöld með henni og vinkonu hennar sem ég man ekki hvað heitir. E.t.v. of margir drykkir, hvað veit ég? Við alla vegna spurðum hana þarna um nóttina hvort hún vissi hver Julia Styles væri og hvort hún væri fræg. Hún hélt það nú og vildi vita hvers vegna við værum að spyrja. Sagði meira að segja að hún væri ríkari og frægari en hún. Við sögðum henni að Julia gisti hjá okkur í íbúðinni fyrir neðan hana. Þá sagðist hún nú vera fræg líka, óperusöngkona frá USA. Fór og náði í tölvuna og sló henni upp á internetinu. Upp komu ca 300 síðurr með hennar nafni. Sem sagt talsvert fræg og ekkert smá skemmtileg. Hún alla vegna fékk addressuna okkar hérna og lofaði að vera í sambandi.

Lengi beið og ekkert heyrðist. Loksins fyrir 3 vikum heyrðist frá henni. Hún var þá að syngja fyrir óperuna í Cape Town í Nabucco og bauð okkur að koma á sýningu, sem við náttúrlega þáðum. Spurðum svo bara rétt svona í framhjáhaldi hvort hún væri e.t.v. til í að koma til Greyton og syngja smá á tónleikum í garðinum hjá okkur. Ekki málið, kemur með píanistann sinn 29 þessa mánaðar og ætlar að syngja. 99% staðfest. Við ætlum alla vegna í óperuna að hlusta á hana á morgun (í hennar boði) með Hófý og vonandi getur hún þá staðfest þetta eina % sem vantar. Hlökkum mikið til. Stelpurnar eru reyndar enn í frí og hefur ekkert heyrst frá þeim, þrátt fyrir að þær lofuðu að hringja daglega. Jæja, við höfum svo sem ekkert hringt heldur í þær. Þetta er ungt og leikur sér. Louhna er á vakt annað kvöld svo að það verður nú ekki málið með elshúsið.

Já, Bói talaði við Skvísuna í dag. Hún ætlar að vera áfram, því miður. Sjáum til hvernig sú sápuópera gengur? Varð brjálaður út í hana í gær þegar hún bauð upp á rosemary sósu með engu Rosemary. Hellti mér yfir hana og fór síðan í ham upp á Park street og stal Rosemary runnanum sem var þar. Setti jurtina fyrir utan eldhúsið og bað hana að gjöra svo vel að nota hana.

Hrefna og Gerður fóru með Claes (nýja vininum þeirra!) til Worcester í Safari park. Ætla að vera þar yfir nótt. Vonum að þetta verði mjög skemmtilegt hjá þeim. Claes hefur verið alveg yndislegur að keyra þær um allt hérna.

Í kvöld ætlum við Hófý svo til Volga White í dinner og Bói kemur svo vonadi seinna þegar veitingastaðurinn okkar er að fara að loka. Lítur út fyrir að ætla að verða rólegt kvöld. Oh, já, í dag réðum við píanista til að spila live á mánudagskvöldum. Byrjar í kvold. Verst að ég og Hófý erum upptekin með Volgu.

Saturday, April 16, 2005

Brandy kvöld

Vorum með sérstakt brandy kvöld núna, þar sem fallegar stúkur löbbuðu á milli borða á milli rétta og buðu upp á mismunandi tegundir af brandy og útskýrðu í leiðinni brandýin. Vorum búnir að auglýsa með löngum fyrivara. Engar bókanir og við héldum að þetta yrði alger bömmer.

Kvöldið byrjaði nú ekki vel. Skvísa mætti ekki til vinnu og þega Bói spurði staffið hvar hún væri vöru svörin loðin. Á endanum komst hann að því að hún væri heima og það næðist ekki í hana í síma. Jæja, við vorum svo sem með annan kokk líka á vakt en maður veit aldrei hvort það verður mikið að gera eða ekki. Bói alla vegna fór að ná í hana.

Barði húsið hennar að utan og enginn svaraði. Kom tilbaka og náði í Silvíu sem fór með honum að ná í Skvísuna. Barði húsið aftur að utan og loksins kom svar. Þá var maðurinn hennar dáinn áfengisdauða og hún sagðis vera illt í bakinu og gæti ekki mætt til vinnu. Silvía fór inn og eitthvað rifust þær.

Svo kom Skvísan loksins út og sagðist ekki –geta mætt til vinnu, Bói sagði henni að það væru 4 þjónar á vakt og hann myndi .á tilkynna þeim að þeir hefðu ekki vinnu í kvöld og hann myndi standa út á tröpp þegar gestirinir kæmu og segja þeim að Skvísa væri ekki í stuði og þess vegna væri enginn matur í kvöld. Hún sagði þá að maðurinn hennar væri ekki ánægður með að hún væri að vinna hja okkur og að hún vildi hætta. Nei, sagði Bói. Þú kemur núna eða aldrei aftur. Hún loksins samþykkti að koma og þau lögðu af stað á hótelið.

Þa sagði Skvísan að hana vantaði uniformið sitt. Svo Bói snéri við og keyrði hana heim aftur og sagðist ætla að bíða í 5 mínútur. 5 mínutum seinna kom nágranni hennar og sagði að Skvísa ætlaði að labba í vinnuna. Nei, Bói sagðist ætla að bíða og beið í 10 mínutur þangað til hún kom. Hún mætti semsagt til vinnu og er búin að vera í fílu í kvöld. Gleymdi að segja að Bói fór með hana upp í trúarhorn og spjallaði við hana í 40 minutur áður en törnin byrjaði. Minnti hana á allt hópeflið etc.

Jæja, kvöldið hefur gengið mjög ve og brjálað að geral. Maturinn æðislegur (enda var ég líka í eldhúsinu í allt kvöld) og allt gekk upp með baraminni háttar vandamálum.

Friday, April 15, 2005

Rólegheit

Hér hefur verið mjög rólegt eftir annasama páskatörn. Stelpurnar fóru með Hrefnu og Gerði til Cape Town og gistu þar eina nótt. Fóru upp á Table Mountain, Waterfront og fleira. Var víst mjög gaman hjá þeim. Stelpurnar fóru svo aftur í frí um leið og þær komu tilbaka með hrefnu og Gerði. Þetta er ungt og leikur sér.

Við fórum svo með Hófý í smá frí í gær. Fórum til Hermanus, aðeins að versla og svo á ströndina. Hittum Jenny og Noelle þar. Þær voru í tárum vegna þess að það hafði þurft að láta svæfa Rupert, hundinn hennar Jenny. Hann var víst kominn með mjög slæman krabba í munninn og því þurfti að láta svæfa hann. Við vorum alla vegna í líkvökunni með þeim og náðum að hressa þær aðeins við. Fórum svo á ströndina eftir að hafa fengið okkur mat. Sofnuðum þar öll. Yndisleg afslöppun og gott að komast aðeins í burtu með Hófý. höfum ekki haft tækifæri til að fara neitt með henni þar sem stelpurnar hafa meira og minna verið í fríi síðan Hófý kom.

Við versluðum hamborgahrygg kótelettur sem við ætlum að bjóða upp á í kvöld eftir tónleikana með rauðkáli. nammi namm. Vorum við Íslenskar kjötbollur seinasta föstudag, uppskrift frá mömmu hans Bóa. Takk Lillian, þær slógu í gegn.

Vorum svo með Hrefni og Gerði í mat í gærkvöldi. Gátum því miður ekki boðið þeim heim í mat eins og við ætluðum. Elduðum þess vegna hér á hótelinu og vorum með lambakótellettur a´la Nigela Lawson. Geggjaðar. Fituhreinsið þær og veltið upp úr eggjum sem er búið að spica upp með miklum pipar og salti. Veltið síðan upp úr 60% raspi og 40% parmasan osti og steikið á pönnu. Setjið ca 1 cm af olíu á pönnuna og hitið vel. Setjið síðan kótelletturnar á pönnunna og snöggsteikið. Olían á næstum því að flæða yfir þær. Þarf ekki að steikja meira en rúma mínútu á hvorri hlið. Þær eru þær stökkar að utan og hálfbleikar að innan. Þetta er geggjað gott.

Núna erum við að fara að undirbúa tónleikana í kvöld. Reiknum með slatta af fólki, vegna þess að núna er gula fíflið byrjað að skína aftur eftir þessi óveður sem hafa gengið yfir hérna.

Magnús Jóhansson, vinur í Noregi átti afmæli í gær. Til hamingju Maggi.

Tuesday, April 12, 2005

Matseðillinn okkar

bara svona af því að Hafdís vinkona var að tala um að koma alla vegna einni uppskrift frá sér inn á matseðilinn okkar, þá ákvað ég að birta kvöld matseðilinn bara eins og hann er núna hjá okkur. Ef þið viljið vita verðin þá eru þau þarna í suður Afríkum röndum. Þið bara bætið við einu núlli og þá eru þetta nokkurn vegin íslenskar krónur. Er einhver staður heima með betri verð en þetta?

Dinner menu

Starters

Special Soup of the Day R22
Please ask the waitron
Served with a home made bread

Deep-Fried Camembert R25
Three pieces of deep fried Camembert, served with a toast and strawberry jam

Cream onion and celery Phyllo parcel R25
Served with buerre blanc sauce

Smoked Springbock Carpaccio R30
Served with Spanspek (melon) and yogurt and horseradish sauce

Smoked Salmon Carpaccio R30
Blinis with smoked salmon carpaccio with cream cheese, fried mushroom
and onion and black and red caviar

Main Courses

Deboned leg of Lamb R65
Filled with spinach and feta cheese, served with potato wedges
Julienne style vegetable and rosemary sauce or a sauce of your own choice

Roasted Chicken R60
Served with potato wedges, Julienne style vegetable and sweet chili sauce

Grilled Pork Tenderloin R75
Served with baby potatoes, Julienne style vegetable and port and raisin sauce
or asauce of your own choice

Pork Schnitzel R60
Served with fries and bérnaise sauce or a sauce of your own choice

Beef Fillet R75
Served with potato wedges, Julienne style vegetable and a pepper and mushroom sauce or a sauce of your own choice

Roasted Ostrich R80
Served with baby potatoes, Julienne style wedges and a port and raisin sauce or a sauce of your own choice

Panfried Hake
Served with rice, Julienne style vegetablsde, Hollandaise sauce with almonds and walnuts

The choice is yours

Béarnaise sauce, Pepper and mushroom sauce, port and raisin sauce and Rosemary sauce

Potato wedges, Baby potatoes, Rice, French Fries or mashed potatoes

Vegetarian

Stuffed butternut R45
With mushroom and onion. Served with rice

Phyllo Parcel R39
Filled with various kinds of roasted vegetables and beurre blanc sauce

Salad of the day R35
Please aske the waitron

Desserts

Cremé Bruleé R23
Small, but scrumpious

Brandy Snaps Basket R25
Served with vanilla ice-cream and mixed berries

Berry and Almond Tart R25
Served with cream and mixed berries

Apple Crumble R25
Served with vanilla ice-cream

Special Cake of the day R20
Please ask the waitron

Don Pedro (or whatever you like to call it!) R30
Ice-cream mixed with liqueur of your own choice

Náttúruhamfarir

Hér hefur rignt og rignt og rignt og það virðist ekkert lát ætla að verða þar á. Á seinustu tveim sólahringum hefur rignt meira en 20 cm. Garðurinn er búinn að vera allur á floti. Leit meira segja út fyrir að við hefðum fengið nýja sundlaug á flötina fyrir framan veitingastaðinn. Þar var allt undir vatni og grasið allt á kafi. Það hafa komið upp lekar í tveim herbergjum hjá okkur. Þykir víst ekki mikið hérna í svona veðri.

Hér hafa vegir farið í sundur. Sumir bæjir hérna nálægt eru einangraðir og aðrir hafa verið tæmdir af fólki til að fyrirbyggja að fólk hreinlega drukkni. Vegurinn heim til Gulltannar er í sundur vegna vatnavaxta í ánni. Gerir svo sem ekki mikið til þar sem hún er hvort eð er veik heima hjá sér. Svo sér maður nýjar ár hafa myndast í fjallinu og maður bara vonar að það komi nú ekki einhverjar aurskriður. Það hefur víst gerst áður fyrir löngu síðan.

Jóhanna og Gússý fóru með þær Hrefnu og Gerði til Cape Town til að fara upp á Table Mountain og Waterfront og svo að sjoppa smá. Það tilheyrir víst. Var að tala við Jóhönnu í símann áðan og þar er sól en frekar kallt samt. Þær ætla svo að gista einhvers staðar í Cape Town í nótt og koma seinni partinn á morgunn.

Maður hefur eiginlega bara verið hálfdofinn af leti í allri þessari rigninu. Maður nennir varla að gera neitt. Við Hófý ætlum nú samt að elda fyrir okkur í kvöld Kótelettur a´la Nigella Lawson. (Kristján, viljum ekki þína uppskrift!) Og svo ætlum við að leika okkur svolítið með grænmetið og framsetningu á réttunum í eldhúsinu í kvöld. Ætlum að hafa gaman að. Skvísa er að vinna í kvöld og vonandi truflum við hana ekki of mikið. Hún er búin að vera búin að vera í burtu í tvo þrjá daga vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Höfum grun um að kallinn hafi barið hana. Þetta er mjög –erfitt líf hjá henni. Maðurinn ofbeldisfullur og báðir drengirnir hennar í afbrotum. Hún á það ekki auðvelt en hún elskar nú samt manninn sinn og vill vera eins falleg og hún getur fyrir hann. Hún sagði okkur í “trúnaði” að maðurinn þyrfti að fá það allt að 6 sinnum á hverri nóttu. Henni fyndist það æðislegt og liði eins og “Spring Chicken”. Hún er nú stundum með svolítið magnaðar sögur. Mjög skemmtileg kona þegar hún er í ham

Monday, April 11, 2005

Allt á floti

Búin að vera rigning síðan á föstudag kl. 18:30. Þá voru tónleikar úti í garði og talsvert af fólki. Tókst samt að koma öllum í skjól og tónleikarnir héldu áfram fram til átta. Þá flyktist fólk í kjötbollur með lauksósu og rauðkáli og mais og sultu. Við Hófý vorum búin að vera sveitt að elda allan dagainn. Vinnu búðirnar! Frjálst val samt. Uppskrift ftá mömmu hans Bóa sló í gegn eina ferðina enn. Takk Lilliann

Hrefna og Gerður hafa ekki lent í vinnubúðunum. Þær fór með Claes í skoðunaferð í dag. Búin að vera svo mikil rigning að flestir vegir voru í sundur. Sáu samt margt og nutu ferðarinnar með honumj. Hann er Svissi og einmanna og hafði greinlega mjög gaman af því að sýna þeim landið. Hér er annars allt á flot og ný sundlaug komin í garðinn. Það hefur rignt meira ein 10 cm síðan í gær.

Stelpurnar komu í dag tilbaka úr fríi. Gott að fá þær til baka báðar tvær. Þær ætla svo með Hrefnu og Gerði í túr á morgun. Við ætlum bara að tjilla hérna með Hófý. Förum svo með hana í einhverja ferð seinna í vikunni.

Thursday, April 07, 2005

Nýtt upphaf

Í dag byrjaði nýtt tímabil hjá okkur á Greyton Lodge. Við boðuðum alla starfsmenn á fund og vorum með hópefli. Við lístum því hvernig það hefði verið fyrir okkur að ganga í gegnum þetta erfiða tímabil þar sem allir hefðu verið grunaðir um þjófnað. Tveir starfsmenn voru látnir fara og annar í lögreglufylgd. Það hefði reynt mikið á okkur að þurfa að bregðast svona hart við gagnvart starfsfólk sem okkur þótti vænt um. Vissum líka að þetta hefði haft mikil áhrif á allt starfsfókið okkar og að þetta hefði verið erfitt fyrir þau. Ekki bara í vinnunni, heldur líka heima og gangvart vinum og fjölskyldu. Við hefðu alla vegna ákveðið núna að loka þessu máli og byrja nýja framtíð með þeim öllum.

Síðan vorum með yndislega slökun/hugleiðslu þar sem við lokuðum öll augunum og hugsuðum um einhvern sem við þekktum og hefði látið okkur líða vel, Verið til staðar fyrir okkur og styrkt okkur. Varðveitttum þessa góðu tilfinningu og munum alltaf eiga hana öllsömul. Getum svo alltaf sótt hana aftur og aftur þegar við viljum. Síðan fórum við öll útí garð þar sem slegið var upp veislu til heiðurs Kahleenu sem var að fara á eftirlaun. Hún ætlar nú samt að koma annað slagið og hjálpa til og svo þrífur hún að auki húsið okkar á Park Street. Gússý var búin að baka Hnallþórur sem voru innbirtar af mikilli ánægju. Svo var sungið fyrir Gulltönn sem á afmæli í dag. Þetta var mjög gott hópefli og hefur ábyggilega byggt upp móralinn að miklu leiti aftur. Kærar þakkir enn og aftur kæra vinkona, Ragna, fyrir öll góðu ráðin. Veit ekki hvernig við hefðum getað komist í gegnum þetta án þinnar hjálpar. Söknum þín og starfsfólkið okkar sendir kveðju.

Fór í morgun að sækja Hrefnu og Gerði sem ætla að vera hérna hjá okkur í 3 vikur. Það kemur svo bara í ljós hvort þær verða setta í vinnubúðir eins og flestir sem koma hingað. Það var alla vegna gott að fá þær hingað og allar góðu kveðjurnar sem þær komu með að heiman, svo maður tali nú ekki um Moggann, harðfiskinn og fleira. Og takk Magga fyrir Lýsið. Bói er búinn að setja það á barinn.

Wednesday, April 06, 2005

Rólegir dagar

Núna er skólafríið búið og farið að hægast um hjá okkur. Þetta er búin að vera ansi mikil törn og sérstaklega að ganga í gegnum þessi leiðindamál hérna á sama tíma. Óléttan kom í gær. Ég var inn í eldhúsi þegar hún kom og mér brá svo að ég rak han út. Sagði henni að ég vildi ekki fá hana inn þar sem hún væri ekki búin að skila gardínunum og að kærastinn hennar hefði þar að auki hótað ad drepa Bóa. Hún sagðist vilja ræða við okkur þannig að við tókum hana á eintal. Hún var mjög sár yfir þessum þjófnaðarásökunum og sagðist vera heiðarleg og hefði engu stolið. Hún vildi fá að vita hverjir hefðu ásakað hana um þetta, vegna þess að hún þyrfti að hreinsa nafnið sitt. Við sögðum henni að það væri fleiri en tveir sem hefðu nefnt hana og að öll viðtölin sem við hefðum átt við starfsfólkið hefðu verið í trúnaði og við hefðum ekki einu sinni skráð hjá okkur hver sagði hvað. Ef hún vildi taka þetta lengra þá væri það hennar mál. Af okkar hálfu væri málinu lokað og við ætluðum að setja þetta aftur fyrir okkur. Ráðlögðum henni að gera það sama. Við verðum með hópefli á fimmtudaginn þar sem við ætluðum að loka þessu endanlega og byrjað að byggja aftur upp liðsheildina. Ráðlögðum henni að gera það sama og að mæta á hópeflið þó hún væri í barnseignarfríi. Við trúðum henni eiginlega með að hún væri saklaus af þjófnaði, en hvað veit maður svo sem. Svo margt hefur verið sagt og erfitt að vita hvað er satt og hvað ekki. Málinu verður alla vegna lokað af okkar hálfu.

Olafur (sem heitir reyndar Oliver) er að sanna sig sem garðyrkjumaður. Virðist vera mjög iðinn og duglegur. Hann kemur frá fátækri fjölskyldu í Riviersonderend þar sem móðirin er veik og hann er núna eina fyrirvinnan í fjölskyldunni. Þetta er frekar algengt hérna og því mikil ábyrgð sem fylgir því að ráða svona fólk í vinnu. Maður þarf að hafa það í huga, hvað það hefur mikil áhrif á marga ef maður þarf að láta fólk fara. Hann býr núna heima hjá Ami, sem tók hann inn á sig til að hjálpa til. Mikil samhjálp þar.

Greta (eigandinn af Greyt-on-Main, veitingastaður og gistiheimili) kom í fyrradag og bauð okkur Love stól. Við Bói brenndum heim til hennar og þá kom í ljós að þetta er nýlegur og mjög fallegur stóll, eða reyndar tveir stólar sem eru fastir saman og snúa í sitt hvora áttina. Gullfalleg mubla sem hún gaf okkur. Hann fór að sjálfsögðu beint í brúðarsvítuna okkar og er mikil prýði þar. Fallega gert af þeim. Við alla vegna buðum þeim að koma í staðinn í dinner á veitingastaðnum okkar í boði hússins sem smá þakklætisvott.

Í gær var svo íslenskur dagur hjá okkur. Fengum okkur íslenska síld og íslensk brennivín sem Hófý kom með.. Nammi, namm. Borðuðum svo á veitinastaðnum okkar sem gestir um kvöldið og nutum þess mikið. Langt síðan við höfum hagað okkur sem gestir hérna og eiginlega kominn tími til þess. Þjónustan var góð (Buddan sá um okkur) og maturinn var mjög góður. Andrúmsloftið og tónlistin æðisleg. Getum vel mælt með veitingastaðnum okkar. Erum orðnir mjög stoltir.

Monday, April 04, 2005

Hreint skip - Gleðidagur

Núna erum vid búnir að loka þessu þjófnaðarmáli. Við fórum alla vegna 6 sinnum heim til Óléttu til að tala við hana og fá gardínurnar aftur. Aldrei var hún heima. Endaði með því að Bói hringdi í hana og sagði henni að við hefðum 3 vitni af því að hún væri með gardínurnar og að hún þyrfti að skila þeim fyrir hádegi daginn eftir. Hún hágrét og sór að hún hefði ekki tekið þær. Bói var harður og sagði að við myndum kæra hana til Lögreglunnar ef hún skilaði þeim ekki og skyldi við hana með því.

Nokkrum mínútum seinna hringir kærastinn hennar (Maríus sem var Duty manager hérna hjá okkur) og sagði að þetta væri í seinasta skipti sem við kæmum kærustunni hans í uppnám og hótaði að drepa Bóa. Hann endúrtók hótunina tvisvar í samtalinu þar til Bói sagði honum að hann væri ekki að eiga þetta samtal við hann og hann gæti þá bara komið ef hann vildi ræða þetta og kvaddi hann svo og skellti á.

Okkur var verulega brugðið og eiginlega bara skíthræddir. Hringdum í lögguna sem kom strax og sögðum þeim hver staðan væri og að við litum á þessa morðhótun sem mjög alvarlega. Þeir lofuðu að fara til Maríusar og tala við hann og vara hann við því að gera eitthvað í okkar hlut. Við fengum staðfest að þeir gerðu það. Fundu hann á einhverri krá og áttu við hann alvarlegt samtal. Við athuguðum hvort ekki væri hægt að fá nálgunarbann á hann. Töluðum við lögguna og saksóknara sem sögðu okkur að við þyrftum að kæra hann. Eftir miklar vangaveltur ákváðum við að láta þetta allt eiga sig og loka málinu. Gardínurnar komu aldrei og ef Óljéttan heldur að hún hafi vinnu hérna þegar hún er búin í barnseignarfríinu þá er hún að vaða í villu og svima.

Haraldur var í fangelsi í tvo daga, og sleppt síðan meðan málið er í rannsókn. Líklega drögum við kæruna tilbaka, erum samt ekki vissir. Hann fær hvort eð er bara skilorðisbundin dóm og væntanlega einhverja samfélagsþjónustu vinnu. Við erum alla vegna búnir að loka þessu máli og hreinsa skipið. Allt starfsfólkið okkar veit núna að við tökum ekki létt á svona málum og vonandi reynir það ekki þetta í bráð. Meðan að allt þetta hefur verið að ganga yfir hefur verið brjálað að gera á hótelinu og veitingastaðnum og Jóhanna og Gússý í fríi. Hófý hefur aldrei séð annað eins og við bara vonum að þetta hafi nú ekki alveg eyðilagt fríið hennar.

Stelpurnar eru komnar tilbaka, skipið hefur verið hreinsað og nú getum við farið að byggja upp starfsfólkið aftur. Þetta hefur tekið mikið á þau og í raun miklu meira en maður veit. Svísa kom með fílusvip til vinnu í fyrradag og Bói tók hana á eintal. Þá hafði maðurinn hennar verið að skamma hana fyrir að vera að kjafta og Fyndna hafði víst komið til þeirra með fjölskylduna sína og látið hana heyra það líka. Hún sá eftir því að hafa sagt okkut hvað hún hafði séð og heyrt. Bói sagði henni að vera ekki að hafa áhyggjur af þessu. Hún fengi laun fyrir að vinna hérna og þannig gæti hún framfleitt fjölskyldunni sinni. Og ef hún væri ekki heiðarleg í vinnunni og samvinnuþýð, þá væri ekki víst að hún hefði vinnu og gæti þá ekki framfleitt fjölskylduna sína. Hún varð miklu ánægðari eftir þetta samtal. Starfsfólkið okkar er nú bara eins og börn og það þarf að hlúa að þeim, aga þau og sína þeim ákveðni og væntumþykju. Jafnvel að útskýra fyrir þeim eins og maður gerir við börn sem maður er að ala upp.

Það kemur alltaf maður í manns stað. Það er kominn nýr þjónn sem við Köllum Buddu. Hún heitir Hilke Ann. Svo er kominn nýr garðyrkjumaður sem heitir Olafur. Hann var bara að byrja í morgun þannig að hann hefur ekki fengið íslenskt nafn ennþá.

Í gær lýstum við yfir gleðidegi og ákváðum að setja þetta aftur fyrir okkur. Loka málinu og halda áfram. Líklega verðum við með hópefli seinna í vikunni. Ragna vinkona hefur verið ómetanleg í góðum ráðum í gegnum þessa erfiðleika. Takk kæra vinkona. Okkur finnst mjög vænt um þig og söknum þín.

Lovísa Jónsdóttir á afmæli í dag. Til hamingju elsku Lovísa