Kokkurinn á spítala
Blessunin hún fröken Frekja (sem er hreint hjartagull, bara seintekin...) kom í vinnu í kvöld, ráðstefna í gangi en kerla var ekki alveg í formi, tók um vinstra brjóstið á sér en kvartaði ekkert fyrr en hún var spurð um heilsu ástandið. Þá sagðist hún hafa haft mikinn brjóstverk alla helgina, og vildi að ég fengi tíma í fyrramálið fyrir sig, ég gaf henni todd af Jagermeister og hún skánaði, klukkutíma síðar spurði hún um annan (hún drekkur ekki) og þá spurði ég hana að því hvort hún vildi ekki frekar að við keyrðum hana á spítala í kvöld. HÚN sem er eins og klettur svaraði “assablief” eða please... sem sýnir hörkuna í henni. Villi fór með hana fyrir 2 klst síðan til Caledon og ég vona bara það besta, hún er ómissandi hér fyrir utan hvað hún er erfið í skapinu og skemmtilegur karakter.
Ég sendi starfsfólkið heim og er einn hér á barnum, að “díla” við partýglatt fólk allt Afrikaans. Þau eru eiginlega ofboðslega íslenzk í hegðun, mikill hlátur og mikið drukkið, þau eru með eigin tónlist sem fyrir mér er “djöflarokk” kvelst hérna á barnum að hlusta á þennan hávaða. Veit ekki hvað klukkan er enda ekki átt klukku síðan í apríl en þá dó klukkan sem Jóhanna gaf mér í Valentínusargjöf í Febrúar. Gæti svo sem alveg fundið gemsann til að tékka á því en hér er ´timinn þanning að maður fer að sofa þegar hægt er (dag eða nótt) og vaknar með fuglunum. Villi er kominn og bloggar framhald um líðan Louna
Villi að skrifa:
Keyrði með Louna á spítalann. Náðum fyrst í Hilca-Ann, dóttur hennar. Fannst betra að hún væri líka með til að gefa mömmu sinni stuðning. Inn fór Loana og var rannsökuð. Fékk einhver lyf og fyrirmæli um að fara í rannsókn hérna í Greyton eða Genadendal. Leið eitthvað betur. Við Hilca-Ann biðum frammi á gangi og GUÐ hvað það var kallt þar. Ég var að kálast. Eftir að hafa beðið þrjú kortér gafst ég upp og fór út í bíl að fá smá hlýju. Þær komu stuttu seinna út. Loana (Frekjan) á að vera heima á morgun og fara til læknis. Verðum kokkalausir í fyrramálið og ég verð einn með Dianah, nýja kokknum. Hef ekki miklar áhyggjur af því. Það er samt verra að það tekur tíma frá öðrum verkefnum þegar fólk er svona mikið í burtu vegna veikinda. Er búinn að vera að vinna verkin hennar Joy í allan dag og svo eru það verkin hennar Loana á morgun. Svona er nú lífið hérna. Vona samt að Loana verði betri á morgun. Höfðum miklar áhyggjur af henni. Alveg eins og Joy, hún hringdi í dag og sagðist ætla að koma til vinnu á morgun. Er búin að vera í burtu í næstum tvær vikur. Heyrði samt að hún er enn andstutt, greyjið. Sagði henni að vera heima enda er hún sjúkraskrifuð fram á fimmtudag, en ónei, hún vill endilega koma til vinnu sem allra fyrst.
Heilsufarsvandamál starfsfólksins er mikið áhyggjuefni. Mikil veikindi og þetta eru ekki nein plat veikindi yfirleitt. Mikið um asthma, bronkítis og þess háttar veikindi sem stafa oft af bágum húsakosti með litla kyndingu. Virðist nú reyndar ekki vera mikið skárra hjá hvíta fólkinu hérna sem týmir ekki að kynda og þegar það kemst á hótel eins og okkar þá er aldrei nægilega hlýtt. Ráðstefnuhaldarinn var með lofkælinguna stillta á 30 gráður og tvo gas ofna að auki í gangi. Það var eins og að ganga inn í gufubað að koma þar inn. Kéllingin er ekki með neinn innri hita og kyndir því upp úr öllu valdi. Held að ráðstefnugestirnir hafi næstum farið í yfirlið yfir þessar hitasvækju.
Bói aftur...
Sendi Villa út í kuldan að reykja...svona vinnum við saman. Hjónabandið okkar hefur sýnt ótrúlegan styrk að þola álagið sem öllum vandamálunum hefur fylgt. Ef Villi er vakandi, verð ég syfjaður of öfugt. Ryþminn er orðinn samhaæfður og samt eigum við okkur okkar gæðastundir yfir videói eða með vinum eða bara í garðinum að stúdera fuglana og blómin. Villi kominn aftur...inn úr kuldanum tekur núna við.SAKNA ykkar allra elsku góðu vinir og fjölskylda.
Villi aftur:
Bói farinn heim og ég einn eftir á vaktinni. Gestirnir eru enn í góðu stuði, drekkandi kampavín og rauðvín og hafa það gott við arininn. Er enn hálfkalt og treysti mér varla úr jakkanum hérna fyrir aftan barinn. Kannski er maður að verða eins kellinginn sem vill 30 gráður. Segji ekki að mér finnist ekki gott að fara í gufubað, en að vera að hlusta á fyrirlestra þar, held ekki.! Er þreyttur en það er víst ekki mikið val. Gestirnir ganga fyrir. Ekki eins og þau séu nú mikið að bögga mann hérna á barnum. Mjög þægilegir gestir og skemmtileg tónlist sem þau spila. Slade og þess háttar góða tónlist. Veit ekki hvað Bói var að kvarta yfir þessu. Rosaleg er tæknin orðin fín. Þau komu með eitthvað pínulítið tæki sem var sett við hliðin á græjunum okkar. Útvarpið stillt á einhverja bylgjulengd og náði þá sendingu frá tækinu, sem hefur rúmlega 4500 lög í minni. Þurfum að fá svona græju, svo maður sé ekki að hlaupa hérna og skipta um diska að sparka þeim í gang þegar þeir byrja að hakka.
Jæja er kominn úr jakkanum og bíð eftir að heyra gestina fara að tala um að fara í háttinn. Heyrði eina áðan, en hún var kæfð. Þar fór einn, og vonandi fara hinir út fljótt líka. Þau virðast vera hætt að versla þannig að mér finnst þau geta alveg farið að koma sér. Já, þar fóru allar konurnar, vonandi fara kallarnir að koma sér. Út ruku þau öll, gvöði sé lof þannig að vonandi næ ég Bóa áður en hann sofnar. Lekker Slap