Monday, January 31, 2005

Karmellur og tækisfærissinnar

Sunnudaga hlaðborðið var nú ekki mjög vel heppnað. Jú, reyndar var það mjög flott hjá kokkunum okkar. Málið var bara að það kom ekki einn einasti gestur. Djísus og þetta var í fyrsta sinn sem við auglýstum það. Ekki einn einasti. Mikil vonbrigði. Okkur datt í hug að allir í Greyton væru e.t.v. í afmælinu hjá henni Jenny. Við alla vegna drifum okkur öll í afmælið um tvö leytið. ´Mæting var um 12 þannig að við vorum frekar sein. Þruma kom með að sjálfsögðu til að hitta vini sína, Hermann og Philipus o g hundana þeirra, þær Sally og Mollý. Hún var mjög ánægð. Merkilegt að sjá hvað Þruma er orðin stór miðað við þær. Hún var minni þegar hún gisti þar og gat næstum labbað undir þær. Núna er hún talsvert stærri.

Þarna voru rúmlega þrjátíu manns og allir þar með allt aðal liðið í Greyton. Maturinn var mjög góður og ekki laust við að það væri smá öfund í manni hvað hlaðborðið þeirra var lekkert. Við alla vegna skemmtum okkur þar til klukkan var farin að ganga 7. Þá drifum við okkur hingað til að sinna kvöldverðagestunum. Það var frekar rólegt. Einhver sagði okkur að þetta væri nú bara svona á þessum tíma ársins. Allir blankir eftir að hafa keypt nýtt unifrom á börnin, greitt skólagjöldin og það væri þá ekki mikið afgangs. Hljómar þetta ekki bara eins og heima þegar allir Visa reikningarnir koma eftir jólin?

Við komumst svo tiltölulega snemma heim og þar eldaði ég mjög góðan núðlurétt. Allir fóru að sofa snemma það kvöldið. Vakaði svo með Bóa rétt fyrir sjö í morgun. Þurfti að undirbúa bókhaldið áður en nýji bókarinn kæmi að ná í það. Svo áttum við fund með súkkulaði framleiðanda sem býr til ofboðslega gott súkkulaði hérna í Greyton. Pöntuðum slatta til að setja á koddana í herbergjunum fyrir gesti (ekki að ég skylji nú alveg hvers vegna. Hver borðar súkkulaði þegar maður er búin að tannsbursta sig og fer að sofa. Ekki ég alla vegna) Þetta er víst standard hérna.

Komumst að svolitlu skrýtnu í sambandi við þetta. Bói náði nefnilega í Suður Afrísku drottninguna okkar, hana Kahlinu sem er herbergisþerna. Hún sagði að eldhúsið hefði alltaf gert karmellur sem hefðu verið settar á koddana hjá gestum, en eldhúsið hefði hætt því þegar við tókum við. Alltaf er maður að komast að því hvernig þau nota sér tækifærið ef þau geta sleppt einhverju. Ja, aðstoðarkokkarnir fá nú heldur betur að byrja að gera þessar karmellur aftur.

Sunday, January 30, 2005

Sunndagur og afmæli

Við snæddum heima í gær í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Þegar seinustu gestirnir fóru drifum við okkur heim og Bói grillaði kjúkling og sykurbrúnaði kartöflu og með þessu höfðum við kokteilsósu og maís. Þetta var geggjað. Besti matur sem ég hef fengið í langan tíma, enda heimagerður. Þetta var gott kvöld þar við snæddum með íslensku valkyrjunum hérna. Fórum snemma að sofa samt.

Í dag skín sólin og þetta er mjög fallegur dagur. Við erum með sunnudaga hlaðborðið og vonumst til að fá slatta af gestum þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höfum auglýst hann. Greyton Sentinel kom út í gær (fréttablaðið sem kemur út einu sinni í mánuði). Þar var fullt af myndum af tónleikunum í garðinum. Vorum mjög stolt.

Svo er þetta stóri dagurinn hennar Jenny. Hún er sextug í dag og hefur boðið okkur í teiti. Við förum í seinna fallinu þegar hlaðborðið er búið þannig að við komum svolítið seint en komu samt. Hlökkum mikið til.

Nýr þjónn að byrja í dag. Hef ekki enn náð nafninu hennar. Kannski er það bara komið upp í vana hjá manni að vera ekki að læra nöfn þeirra vegna þess að maður veit ekki hvort það tekur því. Hún leggst nú samt vel í okkur. Segjum meira af henni seinna.

Saturday, January 29, 2005

Barrydale

Stundum er mjög erfitt að blogga hérna. Var búinn að skrifa langan pistil í gær og var að fara að setja hann á netið þegar rafmagnið fór eitt andartak og allt fór út. Svona getur nú lífið í Greyton verið stundum. Nú skrifa ég pistilinn fyrst í word og skeyti honum svo inn á bloggið.

Líðanin er farin að vera betri og kæra Hrund, baráttuandinn er að koma aftur. Held bara að þreytan hafi verið farin að segja til sín all verulega og er að brjótast út núna.

Við fórum til Barrydale með Rögnu á þriðjudag eftirmiðdag. Það var yndilegt að komast aðeins út úr þessu hóteli og að hitta vini okkar í Barrydale. Skapköstin mín komu smá út en annars var þetta bara “geðbilað” frí. Í fyrsta skipti hafði maður almennilega matarlist og át og át. Steikurnar eru reyndar þær allra bestu þarna og ssvo tapas réttirnir hennar Terry æðislegir. Hún rekur þarna lítinn matsölustað og sérhæfir sig í spænskum mat. Við náðum að semja við hana um að koma í byrjun apríl hingað til Greyton og að vera með spænska daga hjá okkur. Í leiðinni ætlar hún svo að þjálfa kokkana okkar. Hlökkum mikið til. Jóhanna er byrjuð að æfa flammengo dansa og eitthvað var Frú Gleði að tala um að dansa með henni. Á nú samt ekki von á því að hún geri það.

Við komum svo tilbaka hingað fimmtudaginn seinnipartinn. Við Ragna fengum okkur nokkrar vodka blöndur á leiðinni og skemmtum okkur konunglega. Langt síðan að ég hef fíflast svona eins og við gerðum. Finnst ég endurnærður.

Það gekk allt mjög vel hjá Jóhönnu og Gússý. Jæja, Frú Gulltönn notaði reyndar tækifærið þegar Jóhanna fór heim aðeins að skipta um föt og sagðist vera lasin og að hún væri búin að tala við Jóhönnu og fór heim. Hún hafði nátturlega ekkert talað við Jóhönnu um þetta og var bara að skrópa. Þurfum að taka hana á alvarlegt samtal þegar hún kemur aftur í vinnu. Við Bói vorum mjög stoltir af Jóhönnu og Gússý og hvað allt hafði gengið vel hjá þeim.

Ragna er búin að vera á fullu að taka viðtöl við starfsfólkið og það gengur bara mjög vel. Ekkert samt að koma fram sem kemur okkur á óvart og fólk er almennt ánægt í vinnunni. Það verður samt spennandi að fara yfir öll viðtölin og ákveða hvernig við tökum á framhaldinu.

Það voru teknar nokkrar ákvarðanir í Barrydale. Og lykil orðið er “delegation” eða hvað það er nú á íslensku? Sem sagt að afhenda verkefni til annarra svo þau séu ekki að drepa okkur. Hef ekkert á móti því að elda annað slagið þegar einhver kokkurinn er lasinn eða eitthvað svoleiðið, hef heldur ekkert á móti því að strauja ef það vantar einhvern í þvottahúsið, eða að sjá um bókhaldið. En það er bara ekki það sem ég er bestur í og því er best að fá rétta fókið til að gera þessa hluti svo maður geti farið að einbeita sér að því sem maður er bestur í. Sem sagt markaðsetning. Hef ekki sinnt henni sem skyldi sökum annarra verkefna sem bara hlaðast á mann.

Fékk konu í viðtal á föstudaginnn sem ætlar að taka að sér að gera upp bókhaldið fyrir fyrstu þrjá mánuðina, gera upp VSK og launagjöld sem hafa gersamlega setið á hakanum og hafa valdið mér þungum áhyggjum. Því miður kann hún ekkert á tölvur og því get ég ekki ráðið hana í vinnu nema bara til að gera upp þessa fyrstu þrjá mánuði. Svo kemur önnur kona í viðtal á miðvikudaginn og vonandi getur hún svo komið einu sinni eða tvisvar í viku og fært bókhaldið inn í tölvu frá og með janúar. Þá verður nú einn hausverkurinn búinn. Vonandi gengur þetta nú allt eftir sem skyldi.

Það er búin að vera ótrúleg frjósemi hérna eftir að við tókum við: Love is in the air, getur það verið? Karen (aðstoðarkokkur) er komin einhverja fimm mánuði á leið og svo er Frú Gulltönn komin einn eða tvo mánuði á leið líka. René hélt að hún væri annað hvort ólétt eða með krabbamein. Hefur fengið krabbamein og það náðist að fjarlægja það fyrir einhverjum tíma síðan og svo er hún að rembast við að verða ólétt. Er búin að hafa einhverja kviðarverki og ógleði, en þorði ekki til Læknis. Jóhanna (Florance Nightingale) fór með henni til læknisis og sem betur fer er hún ekki ólett og ekki heldur með krabbamein. Þetta var bara einhver vírus sem hún fékk lyf við. Núna finnst henni svo ofboðslega vænt um Jóhönnu, eins og reyndar allt starfsfólkið okkar. Karen og Frú Gulltönn eru farnar að deila um það hvor þeirri getir skírt barnið sitt Jóhanna Maggý í höfuðið á henni. Og ef það verður drengur þá verður það Jóhann Magnús. Þetta segir nú svolítið mikið um það hvað þeim finnst vænt um hana. Við elskum hana líka og dáum.

Ég var í fríi í gær heima. Einn. Drakk hvítvín og glápti á sjónvarp. Ohh það var geðbilað gott og manni fannst maður næstum því eiga normal líf. Það var meira að segja gleði í mér og ég hló einn yfir “Weakest link” (sem var eitt af uppáhalds þáttunum mínum heima). Ann Robertson er nú algert bitch, en fyndin er hún!

Það var hellirigning í gær og við vorum að spá í að aflýsa tónleikunum. Bói ákvað svo að við skyldum bara halda tónleikan og fólk gæti setið í skjóli upp við húsið eða inni. Það komu um 30 manns sem er ótrúlega gott miðað við veðrið. Hér fer fólk varla út úr húsi ef það rignir.

Ég kom svo þegar tónleikarnir voru búnir. Þá var Neil og Marise hérna. Tók Marise á eintal og sagði henni hvað ég væri þakklátur fyrir allan stuðningin og hjálpina. Væri samt ótrúlega þreyttur og nú vildi ég taka frí frá öllum endurbótum, viðgerðum og fúski í einhvern tíma. Bói er búinn að vera brjálaður úti hana vegna þess hvað mikið fúsk hefur verið gert og kennir henni um. Er að hluta til sammála honum en ekki að öllu leiti. En ég náði að segja að nú væri komið nóg í bili og við skyldum taka okkur hvíld frá þessu. Hún samþykkti það. Svo komum við til með að láta Ami gera þetta allt sjálfan. Hann er miklu betri en allir þessir fúskarar sem hafa verið að vinna hérna. En ég sagði henni nátturlega ekki frá því. Finnst nefnilega vænt um hana og vil frekar eiga vináttuna hennar, heldur en að lenda í leiðinda málum útaf einhverju viðgerðum.

Þegar við komum svo heim fór Bói snemma að sofa, Jóhanna og Gússý fóru inn í herbergi sitt að horfa á “Sex in the city” sem er nú reyndar líka einn af uppáhalds sjónvarps þáttunum mínu. Fæ að horfa seinna á það hjá þeim. Við Ragna voru svo að kjafta saman langt fram yfir miðnætti.

Vöknuðum snemma og drifum okkur á markaðinn. Mjög áríðandi að sýna sig þar og versla soldið. Höfum tekið eftir því að fólkið sem við verslum við það kemur og snæðir hjá okkur. Virðist vera einhver taktík í því. Vöruskipti?, hvað veit ég, en við höfum alla vega tekið eftir því. Ég ætla að vera í fríi líka í dag, alla vegna hluta úr degi og bara eiga normal líf. Sakna þess reyndar að við getum ekki gert það saman, en svona er þetta hérna bara og verður víst í einhvern tíma áfram. Annar okkar þarf helst að vera á staðnum.

Tuesday, January 25, 2005

Breytingar og þreyta

Þetta eru búnir að vera skrítnir dagar hérna. Er búinn að vera skapstyggur og ekki liðið vel. Held að þreytan sé að koma út núna þegar Jóhanna, Gússý og Ragna eru komnar. Var mjög grumpy fyrir tónleikana. Gekk um með fýlusvip og hreytti ónotum í alla. Bói varð mjög fúll og þeg róaðist ekki fyrr en hann átti við mig samtal. Ég var búinn að vera þá lokaður inn á skrifstofu (nýju, en sá ekki alveg fegurðina í því) að undirbúa tölvuna og allt áður en endurskoðandinn kæmi að setja upp bókhaldskerfið. Ég alla vegna róaðist.

Var ekki mikið betri á laugadaginn. Tók mér samt róandi til að ráða aðeins betur við þetta, sem hjálpaði. Var með endurskoðandanum allad daginn að setja upp þetta #$$%%& bókhaldskerfi sem hann kenndi mér svo á (man ekkert lengur). Við gátum svo farið snemma heim um kvöldið vegna þess að jóhanna og Gússy myndu ganga frá og loka. Við ætluðum að hafa huggulega kvöldstund með Rögnu sem ég náttulega eyðilaggði með fýlukasti. Skellti á eftir mér og fór að sofa grenjandi.

Vaknað ekki þegar Bói kom upp í þannig að ég veit ekkert hvað þau voru lengi að spjalla. Vaknaði svo um tvöleitið um nóttina. Leið illa, var með mikinn kvíða og örann hjartslátt. Fór fram úr og fékk mér róandi töflu. Leið fljótlega betur. Og allt í eins sá ég hlutina skýrar. Nú var kominn tími til aðgerða. Eyddi allri nóttinni í að gera lista yfir verkefnin sem þyrfti að gera. Lista yfir veitingastaðinn og barinn yfir það sem Jóhanna gæti gert og svo lista yfir eldhúsið sem Gússý gæti gert. Nú væri kominn tími til að delegera (eða hvað það nú heitir á íslensku). Það væri kominn tími til að þær tæku yfir ábyrgðina af okkar herðum.

Vaknaðu rúmlega eitt á sunnudeginum (aldrei sofið svona lengi síðan ég kom) Bói hringdi og vakti mig, veit ekki hvað ég hefði sofið lengi annars. Spurði hvort ég ætlaði ekki að koma í sunnudaga hlaðborðið, íslensku síldinni sem Ragna kom með og Jager meister og det hele. Ég nátturulega dreif mig á fætur. Leið betur en mér hefur liðið í langan tíma. Sunnudaga hlaðborðið kom verulega á óvart. Greinilegt að kokkarnir hafa lagt sig alla fram við að gera það eins glæsilegt og mögulegt var. Fékk svo bjór og jagermeister. Þetta var yndislegt. Sagði svo víkingunum frá nóttinni minni og hvað við þyrftum að gera. Þau tóku öll vel í það. Hjúkk

Við vorum svo með starfsmannafundi í gær þar sem við byrjuðum á því að þakka þeim öllum fyrir hvað þau hafa unnið vel og hvað margt hefur breyst síðan við tókum við í október (fyrir 100 árum síðan). Sögðum svo frá því hvernig við Bói höfum verið að vinna frá því eldsnemma um morguninn fram á rauða nótt dag eftir dag og nú værum við bara hreinlega orðnir mjög þreyttir. Þreytan gæti komið út í kvörtunum yfir minnstu mistökum og jafnvel að við henntum kartöflum í kokkana eða að ég gengi um með fýlusvip allann daginn. Ekki mjög skemmtilegt. Kynntum svo Jóhönnu og Gússý og sögðum að þær myndu núna taka yfir veitingastaðinn, barinn og eldhúsið. Báðum starfsfólkið okkar um að styðja þær við þessi verkefni. Það kæmi til með að taka þær tíma til að læra á allt þetta, en við yrðum nú líka með og myndum reyna að styðja þær eins vel og við gætum.

Síðan kynntum við Rögnu vinkonu okkar er sem er einn besti sálfræðingur á Íslandi (þótt víðar væri leitað). Hún væri ekki kominn hingað bara til að sólbaða sig drekka rauðvín. Hún ætlaði að hjálpa okkur með starfsmannamálin og til þess að geta gert það, þá þyrfti hún að eiga viðtal við þau öll. Hluti af viðtalinu yrði á persónulegum nótum og í fullum trúnaði og það sem tengdist vinnunni yrði svo tekið áfram. Báðum starfsfólkið um að vera heiðarlegt við hana og minntum á spurninguna sem við vörpuðum fram á fyrsta starfmannafundinum. Hvað get ég gert til að gera Greyton Lodge að betri stað. Báðum þau öll um að hugsa það og einnig hvernig getur GL gert mig að betri starfsmanni.

Enduðum svo fundinn með því að segja frá því hvað Jóhanna hafði séð þegar hún kom eftir að hafa verið í burtu í tvo mánuði. Gríðarlegar breytingar og ekki bara í öllum sem hefur verið breytt í salarkynnunum, heldur hvernig andinn í starfsfólkinum hefði breyst. Nún væru þjónar að syngja (ekki að við séum að hvetja til þess), Kokkarnir væru blístrandi (nema þegar Bói hendir kartöflum í þær), Frú Gleði væri á fullu að stríða Bóa og það væri kominn svo miklu betri andi í allt hér og greinlegt að fólki líður vel í vinnunni sinni. Það er mikil breyting frá því sem áður var.

Nú ætla ég að fara að vekja hann Bóa og segja honum góðar fréttir. Við getum nefnilega farið núna strax í smá frí með henn Rögnu okkar. Við ætlum að fara upp til Barrydale þar sem ævintýrið okkar byrjaði nú eiginlega. Við gistum þar í nóvember í hittifyrra. Sátum á svölunum á Barrydale hotel og Bói spurði hvort ég gæti hugsað mér að búa þar. NEI sagði ég strax. Eitthvað gerðist samt um nóttina og þá gat ég vel hugsað mér það. Við reyndum seinna að kaupa það hótel en það gekk nú ekki eftir. Þannig að við enduðum hér í Greyton. OG MIKIÐ HLAKKA ÉG TIL AÐ KOMAST AÐEINS Í BURTU FRA GREYTON OG UPPLIFA EITTHVAÐ NYTT.

Saturday, January 22, 2005

Öðruvísi dagar

Hæ kæru vinir

Búnir ad vera öðruvísi dagar hérna undanfarið og því miður ekki verið neinn tími til að blogga. Sit núna á nýju skrifstofunni okkar. Já loksins kominn með almennilega skrifstofu og þvílíkur munur frá því að hýrast í litlu loflausu kompunni og eins að geta tryggt að engu sé stolið frá manni. Og takk Palli fyrir nýju (gömlu) tölvuna. Þetta gengur miklu hraðar núna.

Sótti Jóhönnu og Gússý á þriðjudaginn og svo sóttum við Rögnu á miðvikudaginn. Það voru rólegir dagar hérna á hótelinu. Næstum því bara steindautt. Skólarnir voru að byrja aftur eftir jóla og nýarsleyfi og það er víst allt dautt þá í veitingabusinessinum.

Vorum með tónleika í gær sem voru líklega þeir best sóttu ever. Allt gekk vel upp og engin meiri háttar vandamál. Við tryggðum að Frú Gulltönn kæmist ekki nálægt neinum peningum eða reikningum. Það var nefnilega stolið 200 rand af gömlu skrifstofunni og það er enginn sem hefði getað gert það nema hún. Búinn að fá nóg af þessum þjófnaði hennar. Því miður höfum við ekki getað staðið hana að verki og því ekki margt sem við getum gert núna, nema bara að sjá til þess að hún komi ekki nálægt peningum.

Ruben hætti á mánudaginn. Hann sem var búinn að vera besti þjóninn okkar. Hann labbaði út eftir að hafa hreitt skít í Frú Gulltönn og einhverjum dónaskap í frú Gleði. Ég segji nú bara farið hefur fé betra. Nenni ekki að hafa starfsfólk með attitude lengur. Jæja, þarf kannski að þola það aðeins lengur. Lenkie er nefnilega mætt aftur. Það var þjóninn sem labbaði út vegna þess að hún vildi ekki þrífa eða taka til þegar ekkert var að gera. Vil losna líka við hana og líklegum biðjum við hana bara að taka pokann sinn á eftir. Hún var leiðinleg í gær og lítur ekki betur út í dag. Svona er þetta bara. Jóhanna og Gússý stóðu sig mjög vel í gær á barnum og það léttir nú heilmiklum áhyggjum af okkur

Já, gleymdi að segja að Loahna var veik á miðvikudaginn þannig að ég þurfti að elda. Sem betur fer, voru engir gestir nema víkingarnir. Þeim var ekki boðið upp á a´la cart menu, heldur bara lamb eins og gert er á íslandi með sykurbrúnuðum kartöflum, nammi, namm.

Ellen frænka var svo kokkur á fimmtudaginn. Mætti í nýjum uniform og var mjög stolt og ákveðin í því að þetta myndi nú allt ganga vel. Búin að vera að spyrja Karen og Louhnu endalaust út i allt mögulegt varðandi mat og tilbúin til að taka stjórn. Hún bar Frú Gleði um að tala við mig og segja mér að vera ekki inn í eldhúsinu allt kvöldið. Hún gæti reddað þessu sjálf. Sem hún og gerði. Ég fór bara inn nokkrum sinnum til að fylgjast með því að allt væri nú að ganga og réttirnir væru réttir o.s.frv. Engar kvartanir af minni hálfu. Hún stóð sig vel og er öll að koma til.

Búið að vera gott að fá Jóhönnu og vinkonu hennar, Gússý (Guðrún Halla), ásamt Rögnu. Loksins fannst okkur Bóa við geta talað við almennilegt fólk og venjuleg málefni. Dásamlegt

Núna erum við bara að reyna eins og við getum að setja þær inn í hlutina svo þær geti tekið við veitingastaðnum. Vonandi getum við svo farið í smá frí með Rögnu í næstu viku. Erum að spá í að fara upp til Barrydale.

Bói bjó til nýja tjörn hérna í gær með gullfiskum. Marise var nú ekki ánægð með að hann skyldi gera hana án þess að hanna hana fyrst og bla, bla, bla. Bóa finnst hún einum og stjórnsöm og var ákveðinn í því að gera þetta bara sjálfur með Ami og Harold. Hún er öll að koma til tjörnin og á ábyggilega eftir að verða mjög falleg.

Er búinn að sitja hér inn á nýju skrifstofunni minni í allan gærdag að setja upp tölvuna og svo í allan dag með endurskoðandum okkar sem kom í morgun og setti upp bókhaldskerfi fyrir okkur. Já núna er maður orðinn bókari líka. Endalaust bætast nú titlarnir á okkur.

Lofa að verða aðeins duglegri að blogga núna þegar ég er kominn með nýja tölvu og nýja almennilega þjófahelda skrifstofu.

Sunday, January 16, 2005

Hver er ad lesa tetta

Endilega skrifid comment tannig ad vitum ad tad se einhver ad lesa tetta. Vitum um slatta af folki sem les tetta reglulega en, endilega latid okkur vita hvort tid seud ad lesa tetta. Farid i Post comment og post it Animously og etjid svo nafnid ykkar undir.

Goda kvoeldid,kaeru vinir;

Ja,ef madur byrjar ad blogga tha verdur madur bara hukkt a thad. ENGIN sundlaud i dag. Martroedin byrjadi med Villa sem leyfdi “lunnsjgestum” ad nota laugina (Ekki mitt samthykki) svo vid tokum okkur sumarfri i 1 og halfan tima,forum heim a Parkstreet og SVAFUM. Viti menn,thegar vid komum til baka var tha ekki HEIL fjoelskylda,mamma,pabbi,boern og bu i sundlauginni og eg missti mig (var buinn ad plana ad nota hana sjalfur). Thetta var apotekarinn her asamt oellum fylgifiskum. Tok a mig roegg (islenzkar reglur gylda her a lodsinu). Sagdi theim ad vid gaetum ekki borid abyrgd a oeryggi barna theirra OG sundlaugin vaeri bara fyrir hotelgesti (og okkur). Nenni ekki lengur thessum mismun a hver er hvad-----verdur oerugglega refsad illilega sidar fyrir thetta en eins og adur skrifad ENOUGH IS ENOUGH. Nennum ekki thessu djoefulls bulli lengur. Hvitt er hvitt, litad er litad og svart er svart,er andskotans sama svo lengi sem reglur ISLANDS eru virtar. Nog um thettal;.


Var ad hitta Louhnu ( …adstodarkokk…) I fyrsta skipti I kvoeld eftir ad eg fleygdi koeldu froenskunum I hana. Thetta er alveg otrulegt. ALDREI sed hana anaegdari eda kurteisari vid mig eda starfsfolkid. Hjalpadi mer meira ad segja vid ad gera “chicken Thai rettinn----nei,nei gerdi hann sjalfur, hjalpaadi sagdi eg….) nenni ekki ad fara heim svangur I kvoeld. Villi er gladari i dag en eg hef sed hann lengi, ofbodslegur lettir, hef haft verulegar ahyggjur af honum og gedheilsunni hans,serstaklega sidustu daga thegar MIN gedheilsa hefur verid eins og konu a verulegum blaedingum. Alla vega, Vid hoefum att yndislegan dag. Held ad kvoeldid verdi rolegt, ef ekki tha er eg I sidbuxum og skyrtu,tilbuinn sem “yfirthjonn”.

I lokin gardurinn okkar med oellum avoextunum og blomunum, OHHH tvilik fegurd. Vonandi lesa Ragna,Johanna og Gudrun Halla ekki thetta. Rosa plaga af engisprettum er buin ad vera her i viku (er ad hjadna…) staerdin a vid Lulu (hundinn hans Kristjans---o.k. sma ykjur) Hata thaer, en Thruma elskar ad “leika” vid thaer a kvoeldin. ENGIN sleppur fram hja henni lifandi. Hun er betri en oell skordyraeitur til samans. Adalahyggjyefnid vid engispretturnar er ad thaer eta efni eins og foet og gardinur o.sv.frv.

Jaeja,Villi var ad koma og spyrja hvort thad yrdi matur I kvoeld fyrir okkur. Se um thad,hann er svo miklu skemmtilegri saddur.

Love and leave you,Gudmundur.

YNDISLEGUR SUNNUDAGUR, GAERDAGURINN GLEYMDUR !!!!!!!

Jaeja, komust heilskinnadir I gegnum gaerdaginn,verd ad vidurkenna ad reidin ut I eldhus-adstodar-kokkana I gaer var rettmaet. Stundum bara getur madur ekki meir.ENDURTEKNINGAR,VAKTA,ENDURTAKA,VAKTA,VERA TIL STADAR,EKKI GLEYMA SER OG ALLT THETTA,er stundum bara DALITID threytandi. EN I dag er nyr dagur og thad er alltaf jafn naerandi ad vakna a morgnana (ca 06.00) og horfa a fuglana og blomin og grodurinn. Klukkan er nuna korter I eitt a hadegi og thad er buffet I bodi fyrir hadegisgesti. Thad er eitt bord I augnablikinu (6 manna) og timi til ad slaka a. Hitinn er thegar ordin 31 grada svo sennilega verda thaer 34-5 adur en yfirlykur. Hitinn her er ekkert vandamal fyrir okkur Villa. Islendingar eru vanir oellum oefgum. Hitinn I nott for nidur I 12 gradur og thad elska eg.Saengin heima er SVO naudsynleg.

Er buin ad vera ad klippa rosirnar (veit ekki hversu margar tegundir 40?) I morgun, og ad fara yfir gardinn, verd ad passe ad kukurinn fra fru Thrumu (hundi Johoennu og Gunna) se tekinn burt thvi folk er berfaett I grasinu. Nuna eru bara 2 svefnar thar til Johanna og Gudrun Halla koma og 3 svefnar I Roegnu, HLOEKKUM thvi likt til ad hitta normal folk og geta hlegid og slappad af. Vid Villi erum reyndar mjoeg duglegir vid ad stydja hvorn annan og passa ad reyna ad senda thann I “1-3 klst FRI” sem mest tharf a thvi ad halda.

Fegurdin herna er bara thvi lik ad eg vildi oska thess ad thid oell gaetud sed thad,vid finnum enn mjoeg fyrir thakklaetinu ad hafa getad gert thetta. Thoekk se Islandsbankafolkinu I Laekjargoetu fyrir alla adstodina.

Aetla nuna ad fara ut I hitan og reyna ad dobla Villa til ad fa ser 1-2 klst sumarfri vid sundlaugina. Er sjalfur mjoeg hvitur,hef ekki haft tima eda uthald I solbad,hver veit,kannski verdur madur bara mjoeg BRENNDUR I kvoeld.

LOVE AND LEAVE YOU A ISLANDI (og takk mamma fyrir eggjahraeruuppskriftina I gaer,hun svinvirkadi) Kvedja,Gudmundur.

Saturday, January 15, 2005

gott og slaemt

Kvoldid i gaer var ekki mjog gott hja okkur. Reyndar gekk allt upp vardandi gestina. Konsertinn vel sottur tratt fyrir ad tad hafdi rignt og rett lett upp adur en hann hofst. 60-70 manns og allt klaradist. Vin hussins og vinsaelasta vinid okkar er er DurbanVille Hills Sauvignon Blanc klaradist tannig ad eg turftid ad drifa mig i midjum tonleikum i "bottle shop" ad kaupa meira. Djisus. aldrei er madur latinn vita fyrirfram og alltaf tarf madur ad tekka a ollu. jaeja, allt gekk upp og eg held meira ad segja ad allir (eda flestir) gestirnir hafi verid rukkadir um tad sem tau fengu. Kvoldmaturinn gekk vel og vid Boi pontudum okkar mat um half tiu leitid eftir ad allar pantanir voru farnar utur eldhusinu. Ta vorum vid ordnir mjog svangir og allir sem tekkja mig vita ad eg verd mjog "grumpy" ef eg verd svangur. Jaeja, eg pantadi steikarsamlokur (a'la Vegamot) sem er ekki a matsedli herna og Boi pantadi Snitzel sem er einn vinsaelasti retturinn herna. Loksins tegar maturinn kom seint og sidar meir var hann kaldur. Boi tok sinn inn i eldhus og skellti diskinum a bordid med havada og spurdi "adstodarkokkinn (Loahna) hvort hun vildi ad hann lettist meira. Nei sagdi hun og ta sleppti hann ser i eldhusinu. (gott ad tad var ekki eg i tetta skiptid). Hann hennti fronsku kartoflunum i hana og spurdi hana hvort henni taettu kaldar franskar godar. I midri raedunni hans missti eg tolimaedina. Var ta buinn ad hama i mig mat eins og fangi sem faer sjaldan ad borda en fannst kartoflunar og reyndar steikin lika kold, ta kom eg inn i eldhus og skellti matnum minum a bordind med miklum skelli a bordid og rauk ut an tess ad segja eitt einasta ord. Boi helt afram og sleppti ser. Vonandi er hun ennta ad vinna hja okkur.

Jaja, vid forum heim ad sofa frekar svangir (eins og svo oft adur). Horfdum samt adeins a video og letum eins og vid aettum venjulegt lif. og forum svo ad sofa ef bara rotudumst ekki bara eins og vanalega. Eg vaknadi upp um midja nott og gat ekki haett ad hugsa um hvad tyrfti ad gera i eldhusinu, med tjonana, mottokuna, endurbaeturnar og listinn vard bara lengri og lengri. Eg reyndi ad hugsa um jakvaeda hluti en tvi midur gat eg tad bara ekki. Sofnadi loksins aftur og vaknadi tegar Boi for i morgun nidur a hotel. Horfid adeins a video og reyndi ad sofna aftur. Hugsadi um ad taka roandi aftur. Leid ekki vel. Annad skipti sem eg hef haft kvida sidan eg kom hingad. Nei. For i sturtu, klaeddi mig og rolti nidur a hotel i filu. Var svo tungur i skapi ad eg treysti mer varla til ad hitta nokkurn mann.

Boi stakk strax upp a tvi ad vid faerum a markadinn sem er herna a hverjum laugadegi edea a Oak and Vigne. Nei langadi ekki ad hitta folk. Aji, vissi ad honum leid ekki vel heldur en stundum raedur madur bara ekki vid tetta. Loksins stakk hann upp a morgunmat hja Jenny. Leist vel a tad tannig ad vid forum i Zippis (supermarkadinn herna) keyptum morgunmat og keyrdum til Jenny sem var heima. (mikid elska eg tennan mann) Fengum morgunmat hja henni. Hun turfti svo ad fara a fund um 11 leitid, tannig ad vid akvadum ad bida eftir ad hun hun kaemi aftur. Ta hringdi siminn. Vinveitingalogfraedingurinn okkar var maettur og turfti ad hitta okkur. Vid brenndum hingad a hotelid og attum med honum fund. Erum komnir med fullt vinveitingaleyfi loksins svo allar Henriettur heimsins geta att sig. Alla vegna taer sem eiga heima a Kloofstreet.. Brenndum svo aftur til Jenny og fengum okkur nokkra graa. Komum svo aftur um 3 leitid og eg for ta heim ad leggja mig. Horfdi sma a "Interview with a Wampire" Reyndi svo ad leggja mig en ennta kom upp hvad tyrtid ad gera, vid hvada starfsamann tyrfti ad spjalla og hvad vaeri ad og hvad ekki. Gat ekki sofnad. Klaradi ad horfa a myndina og leid betur. Ekki af tvi ad tetta se eitthvad god eda uppliftandi mynd!.

Rolti svo hingad aftur. Raeddi vid annan adstodarkokkinn (Karen) tangad til hun for ad grata. Greyjid, hun er svo vidkvaem ut af hormonunum og olettunni. Var samt ekkert osanngjarn og tok meira ad segja utan um hana. Tegar allir gestirnir voru bunir ad fa matinn sinn pontudum vid matinn okkar. Sama og i gaer. Mitt var mjog gott og heitt. Boa Snitzel var minna en snitzelid a Jommunni. Djisus, hann slepptid ser aftur i eldhusinum, Liklega for adstodarkokkurinn aftur ad grata, greyjid. Vona samt ekki. Alla vegna var tad gott og minn matur lika. Boi var ordinn svo treyttur greyjid ad eg sendi hann heim. Hann er buinn ad taka a sig ansi mig mikid. Hann vill svo innilega ad hlutirnir fari ad ganga upp. Fullt af hlutum eru farnir ad ganga betur, en tad er alltaf eitthvad samt. (elska hann meira en eg a ord til ad segja).

jaeja elskurnar, er ordinn treyttur aftur og tarf vist ad tekka a ad gestum se sinnt, undirbuningur fyrir morgunmatinn se ad virka, verid se ad dekka fyrir morgunmat, o.s.frv. Love and leave you
Ps. Heyri ad Kirsuberjagardurinn verdi mega HIT hja Holunum. Aetla ad reyna ad senda Halaleikhopnum kirsuberjarunna i gegnum e-mailid skv. osk fra formanni. Get ekki lofad tvi frekar en ad allt gangi vel herna bara einu sinni. Maeli samt med tvi ad tid bokid mida. Siminn er... aiji, man hann ekki, en Asa Hildur Gudjonsdottir, elsku besta systir min, getur hjalpad ykkur. Hun er i skranni (vonadi)

Thursday, January 13, 2005

annarikir dagar

hae elskurnar okkar

Her hafa verid margir annarikir dagar. Forum til Swellendam i gaer a fund med bokaranum okkar og logfraeding. Nadum ad leysa marga hluti, en tvi midur tok tetta heilan dag og tad er nu ekki eins og vid hofum of mikin auka tima. Jaja tad gekk nu allt vel herna. Var mjog mikid ad gera i gaerkvoldi a vitingastadnum og allt gekk upp. Ein af fraegustu leikurum (ma madur segja leikkonum?) gisti hja okkur og var yfir sig anaegd med matinn. Allt gekk vel. Boi var ordinn svo treyttur ad hann var kominn ad nidurlotum um tiu leytid tannig ad hann for ta heim med boku. Tad var nu dinnerinn hanns i gaer. Stundum er bara ekki timi til ad borda vegna tess ad allt i einu fyllist allt af gestum og ta stekk eg inn i eldhus og Boi fer ad taka a moti gestum. Hann atti 5 klst fri i dag sem er lengsta friid hans sidan hann kom. Hann og eg reyndar lika erum ordnir svolitid langtreyttir en tetta er allt saman ad koma. Erum ad verda svolitid stoltir af veitingastadnum okkar og erum ad fa otrulega jakvaed ummaeli.

For til tannlaeknis i morgun i Caledon. Var buid ad kvida mikid fyrir en tad var maelt med tessum tannsa af Brian svo ef var nu frekar rolegur. Tegar hann byrjadi ad bora og setja nyja fyllingu fekk eg allt i einu kvidakast. Sa fyrir mer ad hann myndi setja gull og eg yrdi eins og Fru Gulltonn. Gat ekkert sagt vegna tess ad tad var allt fullt af taekjum upp i kjaftinum a mer. Sem betur fer setti hann bara venjulegar plast fyllingar. Var mjog rolegur tegar hann retti mer spegil a eftir svo eg gat fulvissad mig um ad eg vaeri ekki ad breytast i Fru Gulltonn. Nogu slaemt ad hafa verid skradur Fru Reykjavik i skjolum fra Bankanum sem sa um vidskipti okkar i upphafi.

Buid ad vera rolegt i kvold, Okey dautt. Bara eitt bord og tad var brunahaettan sem gistir hja okkur. Var eg ekki buinn ad segja fra tvi? Gestir sem eru ad gista hja okkur i viku vildu fa ad grilla matinn sinn a uti grillinu okkar. Gekk eitthvad illa enda voru teir ordnir blind hauga fullir eftir ad hafa verid ad djusa upp i vid sundalaug allan daginn. teir fundu bensin brusa (sem Harold gleymdi ad taka inn. hann er i slaemum malum). Helltu ur honum a eldinn og tad kveiknadi i brusanum. Vid reyndum ad henda teim utaf hotelinu eftir tetta en teir lofudu bot og betrun og vid letum tad eiga sig, Teir hafa alla vegna verid til frids sidan og reyndar bara nokkud huggulegir.

Lokum snemma i kvold vegna tess hvad tad hefur verid rolegt. Kannski verdur video heima og popp. Hver veit, tad er tad naesta sem madur kemst venjulegu heimilislifi. Love and leave you.

Buid ad leidretta

Boi er buinn ad leidretta nofnin a plontunum sem hann tekkjir. Tetta er bara litid brot af ollum grodrinum sem vex her i gardinum hja okkur. Engin torf a ad kaupa blom til ad setja a bordin. Her er nog af ollu!

Monday, January 10, 2005


Höfum ekki hugmynd um hvad þetta er.....JAPANSKAR KEISARALUKTIR ? Posted by Hello

Veit ekki hvað þetta er og hef reyndar ekki séð þetta ennþá. Það er svo ótrúlega mikið af alls konar gróðri hérna og Bói er enn að uppgötva nýjar plöntur Posted by Hello

Og þetta er stofninn af hinum pálmanum okkar. Ekkert smá tré. Sýni ykkur efri hlutann seinna HAWAI PALMIR Posted by Hello

Risa kaktus sem er stórhættulegur ef maður rekst utan í hann. Nálarnar eru svo fínar að maður sér þær varla en þær meiða illilega. Það vex á þessu ávöxtur sem er mjög bragðgóður. Posted by Hello

Þetta er eitthvað tré sem Bói þarf að segja ykkur hvað heitir. CYPRUS TRE Posted by Hello

Yuakka tréð okkar.  Posted by Hello

Þessu sáði Bói líka Posted by Hello

Þetta myndi Helga Blómálfur greiða slatta fyrir. Vex hérna út um allt og kostar ekkert ASPARGES PLUMOSUS Posted by Hello

Svona hreiður hafa einhverjir fuglar gert við innganginn inn í eitt af húsunum okkar. Þetta er efst upp í loftinu Posted by Hello

Bói sáði þessu. PHLOX? Posted by Hello

Lónið okkar, þar sem við söfnum vatni til að vökva garðinn okkar.  Posted by Hello

Nílarsef og ég veit ekki hitt. Bói þarf að segja ykk Posted by Hello

CHERRY GUAVA TRE  Posted by Hello

Ferskju tré Posted by Hello

GRASKER SEM BOI SADI SJALFUR Posted by Hello

Eplatré Posted by Hello

Þetta er hawai rósar tréð okkar. Eitt af mörgum Posted by Hello

STRELITZIA PLANTA (RISA UTGAFA) Posted by Hello

Vínberin, já hér er nóg af öllu. Posted by Hello

Eitt af mörgum sítrónutrjánum okkar er núna að bera ávöxt í annað sinn síðan í október. Hér þarf ekki að fara út í búð að kaupa sítrónur! Posted by Hello

Wistery tré í garðinum okkar er núna búið að blómstra og fræbelgirnir hanga niður úr því ásamt Norskum jólasveinum. Posted by Hello

Já það er mikil ró og friður í garðinum okkar. þessi herramaður ákvað að fá sér smá leggju eftir jólahlaðborðið hjá okkur. Frú Gulltönn hélt á tímabili að hann væri látinn, en hann var bara að leggja sig aðeins. Posted by Hello

Hvalbein frá Hafdísi í Hólminum og Mjólkurbrúsi sem Þráinn og Lóa gáfu okkur í brúðkaupsgjöf. Svona eru nú hlutirnir okkar út um allt hérna og vekja mikla athygli. Posted by Hello

Góður dagur

Gærdagurinn var góður. Bói vaknaði snemma að venju og fór niður á hótel til að vera viss um að allt væri í lagi með morgunmatinn. Ég kom aðeins seinna, jæja slatta seinna. vel úthvíldur og leið bara vel. Betur en mér hefur liðið í langan tíma. Bói var búin að undirbúa hlaðborð með eldhúsinu fyrir hádegið þannig að við fengum mat svona til tilbreytingar einu sinni. Það var rólegt í hádeginu, aðeins eitt borð. Fannst það æði! Bói stakk svo upp á að við færum bara upp að sundlauginni okkar sem við höfum aldrei notað síðan við tókum yfir hérna. Þar lágum við og lásum, í sólbaði og í lauginni til að kæla okkur. Ég sofnaði og brann frekar illa. Þetta var samt alveg æðislegt. Fannst manni næstum eiga líf og geta slappað aðeins af. Ég tók svo smá kast og fór að saga niður tré. Jakarandatréð fyrir framan hótelið hefur vaxið svo að það var farið að skyggja á hótelið. Ég sagaði vel af því og var kominn í ham. Ákvað því að fara með sögina og stigann í garðinn og ráðast á gömul hálfdauð tré sem ég og gerði. Það var svo þungt að þegar það datt, þá braut það tvær greinar af öðru tré. það var svo þrautinni þyngra að koma þessu dauða tré í burtu sökum þyngdar og hvernig önnur tré voru flækt inn í það. Bói kom og aðstoðaði mig. Sagði að ég væri brjálaður að vera að klifra svona upp í trén og saga. Það væri fólk í vinnu hjá okkur sem ætti að gera þetta. Stundum þarf maður bara að taka á einhverju líkamlegu og sleppa villimanninum í sér út. Það var ákkurat það sem ég gerði. Var allur hruflaður eftir þessi átök og svei mér þá ef ég hafði ekki ofreynt mig. Maður er jú að vinna á lánaðri orku hérna og vill stundum gleyma því. Ég alla vegna varð að koma mér heim og hvíla mig. Var skjálfandi og titrandi af ofreynslu. Var samt frekar fljótur að jafna mig þegar ég kom heim. Kom svo aftur hingað um hálf sjö leitið. Aðeins tvö 6 manna borð bókuð og það var nú allt of sumt. Bói tók á móti þeim sem yfirþjónn og bað gestina um að láta þjóninn kalla á sig ef við gætum gert eitthvað betra fyrir þau. Þetta svínvirkaði vegna þess að hann fékk algeran frið fyrir gestunum, sem voru í skýjunum yfir þjónustunni og matnum. Við vorum sem sagt búnir um tíu leitið og gátum lokað og farið heim. Þvílíkur lúxus að komast svona snemma heim. Horfðum á Toy Story 2, eða réttara sagt +ég horfði og Bói dottaði. Yndislegur dagur og kvöld.

Í dag er búið að vera rólegt líka og verður það væntanlega í kvöld líka. Samt veit maður aldrei, mánudagar hafa verið mjög busy hérna. Við erum alla vegna til í slaginn og líður betur (fyrir utan brunann) en manni hefur liðið lengi.

Saturday, January 08, 2005

betri lidan

Gaerdagurinn gekk bara nokkud vel. Adeins tvaer krisur, sem er bara ekki neitt a okkar maelikvarda. Fyrsta krisan var Fru Gledi sem vard veik og eg turfti ad fara med til laeknis og verdur fra vinnu i nokkra daga. Hin krisan er Fru Gulltonn sem er nuna i alvarlegum malum. Litur ut fyrir ad tad hafi ekki verid rukkad fyrir helminginn af ollum pontunum sem foru ut i gaer a konsertinum. Erum bunir ad vera ad fara yfir allar pantanir a barnum, eldhusinu og hja tjonunum og tad vantar reikninga fyrir slatta. Komum til med ad eiga mjog alvarlegt samtal vid hana.

Konsertinn gekk mjog vel annars og tjonarnir og eldhusid stod sig mjog vel. Tad hafa aldrei verid eins margir a tonleikunum. Liklega um 60 manns alla vegna. Eg taldi rumlega 30 bila fyrir utan. Hissa ad vid skyldum ekki hafa fengid neinar kvartanir vegna tess ad tad var varla haegt ad komast framhja hotelinu vegna tess hvad tad var mikid af bilum i gotunni.

Kvoldid gekk lika vel. Vaknadi i morgun og leid betur en mer hefur lidid i langan tima. Enginn kvidi eda oroleiki, bara sma treyta. Dagurinn lofar godu, en sem komid er. Mikid pantad fyrir kvoldid svo tad verdur mikid ad gera i kvold. Nu bidur madur bara eftir ad naesta krisan komi, eda kannski hafa einhverjir farid a hnen og bedid fyrir okkur, tannig ad tetta geti ordid godur dagur. Boi for heim ad leggja sig. Hann er mjog treyttur greyjid, eftir ad hafa stadid i strongu medan ad eg var ad hvila mig og reyna ad jafna mig a ollu tessu stressi herna. Nu aetla eg ad stinga af upp i litla hugleidsluhornid okkar og hugleida sma.

Friday, January 07, 2005

Tetta er ekki alltaf gaman - Jolin i gaer

Tetta er buid ad vera mjog erfidir dagar. Helt a timabili ad eg vaeri ad fara yfirum. Eg eldadi a tridjudag og gekk mjog vel. Lengsta pontunin tok 25 minutur sem er frekar gott. Daginn eftir fekk Ellen fraenka stoduhaekkun og er hun nuna ordinn kokkur. Eg adstodadi hana a midvikudaginn og tad gekk eiginlega frekar illa. Lengsta pontunin tok 75 minutur. Boi stod i strongu ad roa gestina. Maturinn var samt godur og engar kvartanir komu, bara jakvaed komment. Eg var hins vegar ordinn svo treyttur ad eg var tilbuinn til ad hlaupast a brott og skilja allt eftir. Raeddi tetta vid Boa og sagdi honum ad eg hreinlega gaeti ekki meira. Tetta vaeri buin ad vera su stifasta vinnutorn sem eg hef nokkurn tima lennt i plus allar krisurnar. Ef eg fengi ekki fri fljott, ta gaeti hann komid (tegar hann hefdi tima) a Klepp ad heimsaekja mig. Vid akvadum ad taka bodi Marise og Neil um ad leysa okkur af i tvo daga i naestu viku. Vid getum ta hitt logfraedinginn okkar og bokara og gengid fra teim malum og farid svo eitthvad og bara slakad a.

Boi gaf mer fri i gaer sem eg notadi til ad sofa. Svaf til um trju leitid og rolti ta hingad nidur eftir. Vid vorum bunir ad akveda ad halda upp a jolin med vinum okkar. Okkar draumur hefur verid sidan vid akvadum ad flytja hingad ad halda upp a jolin med vinum nidri vid a og hafa einhvern einfaldan mat med okkur. Tad var reyndar ekki haegt ad fara nidur ad a. Vorum tvi efst i hotelgardinum og Boi passadi upp a ad eg saeji ekki hotelid og ad vid raeddum tad ekki einu sinni. Marise og Neil, Jenny og Brian, Volga og Noelle komu og vid grilludum og spjolludum fram eftir kvoldi. Tetta var yndislegt. Besta jolagjofin min er su sem Boi gaf mer i gaer. Sma fri og ad lata drauminn okkar raetast. Mikid elska eg tennan mann!

I dag aetladi eg ad sofa lika. Vaknadi samt um atta leitid og var med mikinn kvida. Fekk mer eina roandi og for ad sofa aftur. Ta hringdi siminn og Tad bvar Boi. Joy var ordin alvarlega veik og turfti ad fara a spitalann i Caledon. Dreif mig a faetur og for med hana. Leid bara vel og vid attum gott spjall a leidinni. Joy er yndisleg manneskja. Litur ut fyrir ad tetta se eitthvad skjaldkyrtil vandamal. Fell lyf og a ad halda sig heima fram a tridjudag. Tannig ad ta baetist enn eitt starfid a okkur. Tetta er never ending, svei mer ta.

Svo er konsert i gardinum hja okkur a eftir, mikid bokad i dinner og ovist hvort Karen (adstodarkokkur) kemur til vinnu eda ekki. Ef ekki, ta er tad bara Ellen Fraenka og eg, og vid munum hafa gaman af tvi. E.t.v. tokum vid sma "Bump" sveiflu.

Tuesday, January 04, 2005

Frumraun Boa a blogginu

Elsku ALLIR,mamma,pabbi,vinir og vandamenn<

Gledilegt ar og innilegustu thakkir fyrir oll gomlu...Ja thetta eru bunir ad vera skrytnir timar.EKKI NOKKUR tilfinning fyrir jolum,bara hlaup og reddingar,fullt af skrauti alls stadar en thetta vard bara aldrei rett.Gamlarskvold var samt mjog i okkar anda,baedi hatidlegt og skemmtilegt med oellum flugeldunum sem Bobo hafdi gleymt a Gretto.
Ja, og eg ma ekki gleyma ad fra og med 1 januar erum vid ekki lengur "Turnpikurnar",Katla og Edda Hrafnhildur eru nu formlega "Turndrottningarnar" og oskum vid Villi theim alls hins besta a yndislegu Gretto (Fullt af tilfinningum,sem ekki er timi eda plass fyrir).Thetta hafa verid erfidir timar her fyrir okkur eins og lesa ma.Fekk sjalfur nog i fyrrakvoeld,tha fyrst kom husunin,hvad hoefum vid gert...? Tarin laku,Eg fekk NOG! NOG,
NO NOG NOG af djoefulsins veseni og fjarutlatum og staffavandamalum og folki sem oeskrar a okkur og loegreglu sem kemur hingad af minnsta tilefni,af endurbotum sem eru verri en fyrir,af vatni sem a ad vera filtrerad en er jafn brunt og adur,af verktoekum sem gera hlutina ekki eins og umbedid,af vinum sem eru stoekk i adskilnadartimanum,af seljendunum (Breskir) sem eru ekkert annad en glaepamenn,af thvi ad vera kokkur,thjonn,hreindyr,gardyrkjumadur,uppthvottadama,plus,plus,plus og allt thetta med 16-20 starfsmenn.Vid Villi eigum EKKERT privatlif,engan tima saman,lifid er lodin i kringum hotelid.

Aetla nuna ad baeta vid ad thetta var i fyrrakvoeld.Vid erum badir bunir ad jafne okkur,og njotum aftur lifsins i Greyton.Karen kokkurinn okkar er nuna i veikindafrii svo Villi tharf ad kokka.Aldrei verid eins flott komment a matinn okkar eins og i kvoeld.Thad er greinilegt ad vid erum ad omast thangad sem vid aetlum,haegt en oerugglega.thad veitir vissa fro og gledi og naeringu."Aunt Ellen" er loksins komin tilbaka ur jjjjaaardarfoer tangdemoemmu(tok 14 daga).Ohhh hvad thad var gott ad sja hana aftur.hun er algjoer perla.Tharf ad fara ad halda fund med staffinu adur en thad fer heim (23.15 nuna).Godu frettirnar,Ragna vinur okkar af Gretto og JOHANNAN okkar eru ad koma eftir 14 daga asamt vinkonu Johonnu ,thad a eftir ad letta mjoeg a okkur tha.Bestu kvedjur (og engir mega modgast...) til moemmu,pabba,Oebbu, Hafdisar og Baru (og Joa),Kalla, Kristjans, Asu og Oedda, Palla og frosta, GULLA, Systkina, Helgu, Thury, Sigurjons, Siggu og co, Bobo og Gydu, Roegnu og Samma, Hofyar, Gudrunar Johns, og allra i forsaetisraduneytinu,allra a forsetaskrifstofunni, julla, Arna og Sigga og allra,hef engum gleymt, en timi kominn a fundinn. Sakna ykkar allre.Love and leave you.

Adeins trettan meiri naetursvefnar

Ja, adeins trettan naetursvefnar til vidbotar adur en Johanna kemur. Hun var rett i tessu ad borga midann sinn. Med henni kemur vinkona hennar sem heitir ..... Halla. Man ekki alveg nafnid, en tad kemur. Ta geta taer tekid yfir veitingastadinn og vonandi getum vid ta fengid sma tima fyrir okkur.

Notum hugleidslu hornid okkar til ad hugleida eins mikid og oft og vid getum, sem er nu reyndar allt of sjaldan. Tad er farid ad roast adeins eftir hatidarnar, sem er gott ad morgu leiti. Erum ad fa sma eftirkost af stressinu sem hefur verid herna. Liklega hofum vid ofkeyrt okkur og erum nuna ad borga fyrir tad. Okkur lidur annars agaetlega fyrir utan streituna.

Heyri ad jola stressid hefur verid eins og alltaf a Islandi. Of mikid af ollu. Soknum tess ekki. Hofum reyndar varla haft tima til ad hugsa mikid heim, Vonandi kemur ad tvi ad vid faum meiri tima. Ragna (salfraedingur, fyrrverandi nagranni og mjog god vinkona okkar) kemur svo 19 januar og tekur ta okkur og starfsfolkid okkar a bekkinn. Tad verdur gaman ad sja hvad kemur ut ur tvi.

Ja, tetta er never ending story herna. Nuna er annar (adstodar)kokkurinn (Karen)liklega veikur og hinn (adstodar)kokkurinn er svo langtreytt ad hun treystir ser ekki til ad vinna meira. Syndi mer meira segja faeturna sina til ad eg gaeti sed hvad hun er med mikinn bjug. Blessunin. Hun aetlar samt ad undirbua allt fyrir mig fyrir kvoldid til ad gera tetta eins audvelt fyrir mig og haegt er.

Einhver var ad spyrja mid um starfsfolkid okkar, hvort einhver vaeri ad standa sig. Ja, tad er nu tad.

Karen (adstodar)kokkur, er oljett og a vid hormona vandamal ad stida og liklega lika tunglyndi. Hun ruglast a Hollandaise og Bearnese sosu og klikkar a ymislegu i eldhusi og skropad tar ad auki eitt kvoldid, tegar eg turfti ad fara oundirbuinn inn i eldhus og kokka fyrir fullt hus af gestum.

Ruben tjonn er besti tjoninn okkar nuna. Hann er tjonn ut i gegn og mjog vakandi yfir gestunum. Yfirleitt er haegt ad stola a ad hann geri tad sem hann er bedinn um. Ekki samt haegt ad stola a ad hann maeti a rettum tima i vinnu eda bara yfirleitt. Horfir of mikid a video fram eftir nottu og getur ekki vaknad a morgnanna. Sendum loggu (Gabriel, manninn hennar Fru Gledi) eftir honum einu sinni og ta kom hann til vinnu i logreglufylgd. Hann er nu samt besta skinn og er ad reyna ad standa sig.

Rene, er mjog godur tjonn lika. Hennar vandamal er samt ad hun er alltof von tvi ad redda ser med allt mogulegt. Hef sparkad henni ut ur eldhusinu nokkrum sinnum fyrir ad vera gera eftirretti. Hun maetir alltaf og er yfirleitt alltaf glod. Tad var hun sem var kokkur med mer tegar Karen skropadi og stod sig mjog vel. Vid hlogum mikid tad kvold alla vegna i ollum latunum, yfir tvi ad vera tessir fraegu kokkar ur tessu margverdlaunada veitingastad.

Fru Gledi (Joy) er nu best allra en hun er nu samt engan vegin fullkomin. Mikil tign yfir henni og mikil gledi. Hun hefur mjog svartan humor. Hun til daemis gaf okkur tvo bref daginn eftir ad Bangsi (Marius, hinn duty managerinn) sagdi upp. I fyrra brefinu stod ad henni taetti leitt ad gera tad sem hun vaeri ad gera en tvi midur hefdi hun turft ad gera tetta. Vid heldum ad hun vaeri lika ad segja upp. I hinu brefinu stod ad tetta vaeri yndislegur dagur og Gud vaeri med okkur. Hun lifnadi oll vid eftir ad Bangsi haetti og humorinn hennar og gledin kom margfold tilbaka.

Ellen fraenka, adstodarkokkur og uppvaskari er uppahaldid okkar. Mjog tilfinninganaem og hefur oft aetlad ad hlaupa ut og haetta vegna tess ad einhver hefdi sagt eitthvad ljott vid hana. Hun hvarf i ruma viku nuna til ad jarda (og safna peningum fyrir utforinni) Hun er kominn aftur og litur vel ut.

Svo hafa taer Dawn (sem kom ekki einn daginn vegna tess ad tad rigndi), Elize sem er treytt tessa dagana, Margret sem var mjog god og Linkie (sem var lika tjonn i einn dag og tad mjog godur tjonn, en hun filadi ekki ad trifa lika tegar litid vari ad gera og haetti) verid ad adstoda i eldhusinu. Madur hefur ekki kynnst teim mikid.

Svo er tad Fru gulltonn (Charlene) sem er erfitt ad treysta. Vitum ad hun hefur stolid peningum fra okkur, en gatum tvi midur ekki sannad tad nogu vel til ad taka hana a beinid. Hun er alla vegna oftast naer ad standa sig. Klikkadi samt illilega a tvi a gamlarskvold tegar hun gleymdi ad skifa upp drykkina a gestina sem eru i reikning. Vorum ekki anaegdir med tad.

Svo er tad Anne, sem er tjonn. Hun er ein af tessum osynilegu manneskjum. Hun er haeg en vinnur sin verk vel. Er samt ekki alveg nogu athugul og sinnir ekki gestunum alveg nogu vel. Hun er samt yndael og liklega faerum vid hana yfir i trifin a herbergjunum tegar Kahlina haettir.

Svo er tad Froken smjorliki (Margenique). Hun er ung og oreynd og vid myndum liklega ekki hafa hana i vinnu nema bara af tvi ad vid hofum ekki getad fundid betri tjona. Hun er samt ad laera en hun a lika margt eftir ad laera ennta.

Ef tad eru fleiri tjonar ta alla vegna man eg ekki eftir teim. Tad eru svo margir sem hafa stoppad stutt.

Gilitrutt (Myrtle) sem er i tvottahusinu er einn af okkar allra bestu og tryggustu starfsmonnum. Hun maetir alltaf, jafnvel tott hun se farveik. Tvotturinn hledst upp hja henni og tjonarnir turfa stundum ad hlaupa i tvottahusid og strauja vegna tess ad tad eru engir duka eda servettur til. Hun er i sambud med Harold sem ekki eins araedanlegur. Hann ser um gardinn hja okkur. Sat lengi i fangelsi a yngri arum fyrir ad selja og nota hass. Hann hverfur annad slagid og dettur i tad.

Ami, altmuglig madurinn okkar er alger engill. Alltaf ad laga eitthvad og listinn hans verdur bara lengri og lengri. Hann er samt ekki alveg heil til heilsu. Nyrnavandamal og blodtrystingur. Hann er tvi fra vinnu annad slagid vegna tess.

Afriska drottningin okkar sem er herbergisternan okkar er liklega flottust allra herna. Vinnur verkin sin i hljodi og tad eru aldrei nein vandamal hja henni.

ef eg hef gleymt einhverjum ta verdur tad bara svo ad vera. Tetta starfsfolk er naestum eins og tessi trettan islensku jolasveinar sem geta verid svo otekkir , en samt svo godir og saetir.

Aetli tad se ekki best ad madur fari nuna ad undirbua sig fyrir laetin i eldhusinu i kvold. Tarf ad tekka a tvi ad Loahna hafi nu gert allan undirbuning eins vel og haegt er.

Sunday, January 02, 2005

litli engillinn

Gleymdi ad segja fra litla englinum sem einhver sendi til okkar, henni Lenie. Hun sem var svo yndael i eldhusinu. Hun er dottir Nassim, bilstjorans sem haetti med sprengju i dag. Hun var buinn ad vinna i nokkra daga fyrir okkur, brosandi, athugul og snogg. Hun fekk launin sin i gaer og heimtadi ta ad fa 10 rand a timann i stadinn fyrir 7 eins og allir adrir fa. Frekjan i 17 ara skolastelpu. Hun hefdi fengid 10 rand ef hun hefdi ekki heimtad tad og ef hun hefdi stadid sig eins og allt leit ut fyrir. Fru Gledi sagdi henni ad hun myndi borga henni 7,50 rand sem vaeri meira en Ellen Fraenka fengi sem vari husbondaholl og alltaf haegt ad treysa a

(nema reyndar nuna, vegna tess ad tengdamamma hennar do i seinustu viku, og hun turfti ad fara til Stellenboch og safna tar peningum fyrir utforinni. Hofum ekki heyrt i henni marga daga nuna og hofum ekki hugmynd hvenaer hun kemur aftur. Hun gret og gret adur en hun for og ef madur bara nefndi ad madur hefdi samud med henni ta for hun ad hagrata)

Boi sagdi vid Nassim i tegar teir voru bunir ad handsala samkomulag numer tvo ad dottir hans hefdi verid med oraunhaefar launakrofur og liklega hefur tad sett allt i uppnam aftur. Jaeja, Nassim var alla vegna sagt ad vid vildum ekki sja dottir hans aftur. Farid hefur fe betra. og ef einhver ykkar hefur farid a hnen og sent tennan engil til okkar, ta skulid tid vanda ykkur betur vid baenirnar ykkar. Tetta var nefnilega litill frekur puki.

Talandi um puka. Hun Truma er buin ad vera otekk. Hun er ordin svo stor. Vid fengum okkur snitzel tegar allir gestirnir voru bunir ad borda i gaer. Eg hakkadi mitt i mig og for svo ad gera eitthvad. (eins og vanalega) Boi for lika ad sinna einhverjum gestum og klaradi ekki ad borda tratt fyrir ad hann vaeir ad drepast ur hungri. Truma fekk ser snitzelid hans og Boi rett nadi henni adur en hun klaradi tad. Hun er ad verda eins og kalfur i staerd og naer vel ad stela ser mat af bordum hja gestunum. Vona ad tetta hafi samt verid o fyrsta sinn og vonandi seinasta. Hun er bundin nuna medan ad gestir eru ad borda. Ekki haegt ad taka sens a tessu. Hun er nu samt voda saet og god, en risastor. Boi segir ad tad se soldid af Mortu i henni. Henni er nefnilega skitsama tott hun se skommud og er mjog trjosk og akvedin og heldur sinu striki. A ekki vona a ad Johanna og Gunni geti tekid hana til Islands aftur. Hun er ordin of von frelsinu herna og hitanum. Hun elskar gardinn og getur farid um hann allan eins og hana listr, bara medan hun stelur ekki steikum af bordum.

Bistjorinn haettur med latum

Alltaf er eitthvad ad gerast herna. Bilstjorinn okkar sem var svo mikil blessun haetti i gaer. Hann kom til ad fa greitt fyrir fyrsta manudinn og var mjog osattur vid greidsluna. Fru Gledi gafst upp a ad tala hann til tannig ad eg turfti ad raeda vid hann. Vid hofdum gert samkomulag vid hann um ad greida honum 1500 rand a manudi fyrir allan akstur starfsfolks og svo auka alag a helgidogum og fyrir aukaferdir. Nei ta vildi hann allt i einu fa miklu meira. Vid badum hann um ad koma a midvikudaginn a fund med okkur og ta skyldum vid raeda tetta og komast ad nyju samkomulagi. Med tad for hann.

Hringdi svo og lagdi skilabod um ad hann myndi ekki keyra starfsfolkid um sexleitid. Boi hringdi i hann og bad hann ad koma strax og vid skyldum klara tetta. Hann kom og eftir langar vidraedur tokust teir i hendur og var ta manadargreidslan komin upp i 2500 rand a manudi.

Allt i einu vard hann osattur vid tad og vildi fa 3600 rand. Ta fauk i Boa og hann sagdi honum ad teir vaeru tvisvar bunir ad handsala samkomulag og hann vaeri tvisvar buinn ad brjota tad. I okkar menningu tydir tad tegar menn hringja og segjast ekki aetla ad standa vid samkomulag ad samningurinn vaeri ur gildi. Ta vildi hann fa greitt fyrir seinustu turana sem var 120 rand. Boi sagdi honum ad koma a morgun tar sem gjaldkerinn vaeri ekki i vinnu um helgar.

Hann kom svo i dag og tad vard sprengja. Boi sagdi honum ad hann vaeri buinn ad brjota samninga tvisvar og tess vegna gaetum vid brotid samkomulagid lika og neitad ad greida honum. Hann hotadi loggunni og ta akvadum vid ad greida honum tessi 120 rand og koma tessu ut ur heiminum. Bad hann um ad bida fyrir utan medan vid gengum fra greidslunni. Hann rauk ut a loggustod a medan og kom aftur med loggu. Hann vildi ta fa greitt fyrir tvo seinustu tura ad auki 48 rand. Fekk avisun fyrir 120 rand (tarf ad bida i 7 daga eftir ad fa peningana, tannig er nu bankakerfid herna. Var gladur med tad i tetta sinn og akkurat tess vegna skrifadi eg avisun i stad thess ad greida med reidufe) Loggan var vitni af tvi ad hann tok vid greidslunni og vonandi er tetta nuna ur sogunni.

Vid hofum engan bilstjora nuna, tannig ad ta baetist enn eitt starfid a mann. Ekki nog med ad madur se kokkur, tjonn, herbergisterna, skrifstofublok, og eg veit ekki hvad. Vonandi finnum vid einhvern fljott sem getur keyrt fyrir okkur. Tad er svo ofsalega bindandi ad turfa alltaf ad keyra morgum sinnum a dag.

Saturday, January 01, 2005


Þetta er friðarstaðurinn okkar þar sem við getum hugleitt. Þennan stað blessuðum við í gær og þökkuðum almættinu fyrir ástina okkar og allan stuðninginn sem við höfum verið blessaðir með. Svo dreifðum við öskunni hennar Mörtu (hundin okkar) þarna í kring og báðum hana að vakta þennan stað fyrir okkur. Þarna var Bói búinn að setja alls konar trúartákn svo allir geti farið þarna og stundað bænir, hugleitt eða bara fundið friðinn þarna. Posted by Hello

Fílamaðurinn er með okkur

Stundum finnst okkur eins og við séum á frumsýningu fílamannsins (sem ég lék með Halaleikhópnum). Maður hefur ekki hugmynd fyrir sýninguna hvort allir kunni linurnar sínar og þess vegna þarf maður að læra öll hlutverkin. Svo bara bíður maður eftir að einhver gleymi línunum sínum eða standi á vitlausum stað, eða komi inn á vitlausum tíma. Svona er þetta hérna. Maður veit aldrei hvað fer úrskeiðis, en það er öruggt að eitthvað fer alltaf úrskeiðis. Í gær var gamlárskvöld og við vorum með Buffet sem var Fusion af íslenskum (skandinavískum) mat og afrískum. Tóks mjög vel og við gátum meira segja leyft okkur að sitja meirihlutann af kvöldinum með vinum okkar, Volga, Marise og Neil ásamt fleirum. Ég ætlaði að vera í mínu fínasta pússi, en þá kom í ljós að buxurnur voru of stuttar og þröngar. Fannst mér það mjög einkennilegt þar sem allar buxur eru að detta niður um mann. Mundi þá eftir að þessi föt voru notuð í Fílamanninum af Gunsó, og voru þá þrengd og stytt.

Þá allt í einu datt mér í hug að auðvitað ættum við að vera í afrísku búningunum okkar sem við og gerðum og vöktum mikla athygli fyrir. Blanda af Íslandi og Afríku eins og buffe´id var.

Kvöldið var langt í gær. Við fórum ekki heim fyrr en um þrjú eftir að hafa lokað og læst staðnum. Vorum mjög þreyttir og Bói vaknaði svo snemma til að tryggja að allt væri í lagi með morgunmatinn. Það var slatti af fólki sem hafði bókað sig í morgunmat hjá okkur þannig að það var fullt að gera í morgun. ég svaf aðeins lengur, þannig að nú er Bói heima að leggja sig. Við erum með hlaðborð aftur núna í hadeginu, en það virðist ekki ætla að vera mikið að gera. Trúlega eru allir að sofa þynnkuna úr sér og nenna ekki út.