Tuesday, May 31, 2005

Venjulegur dagur í lífi okkar

Ég vakna yfirleitt eða losa svefn uppúr fimm, Næ stundum að dotta aðeins til að ganga sjö. Um hálf átta fer ég að ná í staffið sem býr í þorpinu handan við hæðina eða í Genadendal sem er um 10 mínútur akstur í burtu. Þarf yfirleitt alltaf að bíða eftir Gleði og Frekju. Þær eru alltaf soldið seinar, laga á sér hárið eða eitthvað. Hvað veit ég. Hárið er allavegna mikð mál hjá þeim enda allar með mjög gróft hár og þær eyða miklum tíma í að slétta það.

Svo kemur maður hingað og byrjað að hjálpa þeim að undrbúa morgunmat eða maður hellir bara upp á kaffi fyrir sjalfan sig og kannski gestina lika, Svo fær maður kaffið sitt og nokkrar sígó með. Svo fer maður með að skrá hvað voru margir að borða í gær. Áríðandi að halda statistík! Svo tékkar maður á tölvupóstum og svarar ef eitthvað hefur komið. Þetta er nú ekki eins og á Tower þar sem 98 % af öllum fyrispurnum og bókunum komu í gegnum netið, Ætli það sé ekki ca 10% í gegnum netið hérna og samt er okkur sagt að heimasíðan okkar sé sú vinsælasta í Greyton.

Svo fer maður í bankaviðskiptin. Greiða reikninga og nóg er nú af þeim. Bíllinn var tilbúinn í dag: Vegna þess hvað það var dýrt að fá orginal varahluti, og ekki fannst notað, þá var hluturinn smíðaður fyrir okkur. Sluppum frekar ódýrt en samt var þetta dýrt fyrir blanka hóteleigendur. Þurfti svo að fara til Caledon, að ná í peninga fyrir launum. Gott að geta farið á okkar bíl og reykt á leiðinni. Skilaði í leiðinni gas brennara sem hefur verið notaður til að gera Creme Brulee (það besta sem er til í heiminum, homemade hjá okkur) Fékk nýjan og svo var hápúnkturinn að fara í bakaríið og kaupa sér nýtt rúnnstykki til að narta í á leiðinni heim.

Kom um eitt leitið heim og þá var Jóhanna í heimsókn. Mátti ekki vera að því að tala við hana lengi. Náðum samt að skoða Moggann saman með viðtalinu. Ingveldur sendi okkur eintak. Kærar þakkir. Fór svo í bókhaldið. Erum alltof langt á eftir og ég er núna á fullu að færa það inn, Tölvan sem við höfðum fært það inn á brann yfir og allt var glatað. Þurfti því að byrja upp á nýtt. Er langt kominn með mars. Og þegar hann er búinn getum við farið með allt draslið til endurskoðandans okkar sem gengur frá þessu fyrir okkur..

Vann til Þrjú,en þá var ég orðinn þreyttur. Bói hafði reyndar vaknað snemma líka, aldrei þessu vant. Við höfum skipt alveg um rithma. Ég vakna snemma og hann seint. Skrítið. Hann var búinn að vera sð dúlla í garðinum í allan dag. Jæja ég fór að leggja mig um þrjú leitið. Setti á spólu. Var einhvern tíma svo duglegur að taka upp sjónvarpið heima. Innsetningarræðan hana Óla forseta og svo einhver leiðinleg mynd. Var ekkert sifjaður svo ég dreif mig bara niður á hótel. Sat þá ekki Bói úti (ca. 6) í hífandi roki). Ég pantaði mér mat strax, enda mjög svangur eftir að hafa einungis fengið rúnnstykkið í Caledon. Horfði svo á Weakest Link með Anne Robertson. Uppáhaldsprógrammið mitt. Svo komu gestir og þá þurfti maður að flýja út. Svona er það nú að vera ennþá reykingarmaður. Það er reyndar ekkert svo kallt ennþá. Ca 18 gráður en frekar hvasst. Sit samt í skjóli.

Það eru tvö borð inni. Seinustu tvo daga hefur ekki verið einn einasti gestur þannig að við bjóðum þá velkomna. Bói er hlaupandi út og inn til þess að sjá til þess að allir séu ánægðir. Það er bara einn þjónn á vakt og það er nú svosem alveg nóg með einungis tvö borð. Svo keyri ég staffið heim á eftir og vonandi komust við nægilega snemma heim til þess að kveikja upp í arninum. Það er nefnilega farið að kólna aðeins og húsin héra eru nú ekki byggð eins og heima. Engin einangrun og fáir ofnar. Erum nú samt með tvo rafmagnsofna hjá okkur og arinn þannig að það verður nú ekki mjög kallt hjá okkur. Það var drullukuldi þegar ég vaknaði í morgun, en hitnaði mjög fljótt þegar sólin kom upp um hálf níu.

Við hittum ekki margt fólk hérna fyrir utan gesti. Eigum samt fullt af stuðningsfólki en því mður höfum við ekki mikinn tíma til að hitta aðra (eða þeir ekki okkur) Söknum þess soldið. Höfum það samt alveg yndislegt saman bara tveir og ástin blómstrar hjá okkur.

Jæja, held að borðin séu að verða búin að borða og staffið fer að bíða fljótlega. Ætla því að drífa mig að hlaða þessu til ykkar (og það telkur nú tímann sinn með einföldum símalínum hérna), áður en ég tek staffið heim.

Love and leave you

Monday, May 30, 2005

Bóa blogg

Jæja,þetta er nú svo að ef maður byrjar, þá einhvern veginn heldur maður áfram.... Fyrst kvörtunardeildin ;mamma og pabbi, þið ætluðuð að hringja næst, heyrði síðast í ykkur 2 mars..., Súsanna og Bylgja, ég hringdi um áramótin.... vonandi er allt gott að frétta af ykkur öllum ? Sakna þess að heyra ekkert í neinum ykkar.Var Moggaviðtalið o.k.? Takk til allra sem nenna að “kommentera” á síðuna.Pabbi , reikna með símtali fljótlega...

Það var eins og við manninn mælt, eftir bloggið í gær (Takk Hafdís) mætti ekki bara Jenny í dag í Jennypú, mikið hefur þessi kona stórt hjarta. Villi er að hvíla sig fyrir kvöldið og ég í “eftirliti”. Gærkvöldið á veitingastaðnum var ótrúlegt. Fröken frekja var í því líkum ham að ég held að lengsta biðin eftir mat hafi nánast verið 15 mínútur. Stundum er þetta í ökkla eða eyra. Öll borð upptekin nema eitt 4 manna borð sem pantað var af hvítri enskri kerlingu sem var hér á föstudagskvöld líka, fyrrverandi framkvæmdastjóra á hótelinu okkar. Hún kom á tónleikana, varð full, fór á veitingastaðinn og var í lagi þar til vínið steig henni til höfuðs og öskraði á Anne þjóninn okkar að hún ætti að druslast til að sinna starfinu sínu, ÞIÐ (í meiningunni, LITAÐA PAKK) eruð þvílíkt ömurleg, vitið ekkert um þjónustu og bla, bla, bla..Hefði ekkert skipt mér af þessu, nema af því að hún öskraði svo allir gætu heyrt (...og allt snérist þetta um EINA súpuskeið sem ekki var fjarlægð fra borðinu...!!!!) Allt annað var óaðfinnanlegt, matur o.sv.frv.. Endaði á því að ég kom að borðinu, spurði hvort allt væri í sómanum, hún sagði mér þá að við yrðum að “þjálfa” starfsfólk okkar betur. Ég svarað henni þá að samkvæmt minni ensku kunnáttu þjálfaði maður dýr sbr.hunda og hesta, Anne væri einn af okkar bestu þjónum en hún væri velkomin að degi til ef hún hefði metnað fyrir okkar hönd til að mennta starfsfólk okkar betur en við hefðum gert. Vissi alltaf að kella myndi ekki koma aftur, enda höfum við ekkert við svona gesti að gera.. Skrítið hvað áfengi gerir sumum. Fékk afsökunarbeiðni í morgun frá fólki sem sat við sama borð og hún...og skammaðist sín fyrir hennar hönd. Varð glaður að heyra að til er fólk hér með blygðunarkennd.

Hér gisti einn þekktasti salli Suður Afríku (sálfræðingur) um helgina og Ragna mín því líkt frík... endaði ásamt Gulltönn við “Tékk át” á því að þurfa að hlusta á hann syngja söng um páskaliljur og annað, vissi ekki hvert Gulltönn ætlaði, en við létum okkur hafa þetta. Grenjuðum svo úr hlátri þegar hann var farinn.

Jæja elsku öll þið sem hafið hringt (Kristján, Hófý og Ragna ) TAKK. Þið sem eigið eftir að hringja (00 27 28 254 9800 ) hlakka til að heyra í ykkur. Lof and líf jú.Guðmundur.

Voðalega var þetta stutt blogg eins og ég er búinn að vera lengi að þessu....komment sérlega vel þegin...

Saturday, May 28, 2005


Það er oft mikil stemming á tónleikunum. Þetta er reyndar tekið um kvöldið þegar allir voru farnir að borða. Tónlistamennirnir héldu bara áfram og þetta par kom á milli rétta til að fá sér snúning. Posted by Hello

Föstudags tónleikarnir ganga vel og eru oftast vel sóttir. Hér er Paul að spila á Klarinett (oftast soldið falskur, en við getum ekki losað okkur við hann vegna þess að hann á píanóið og við höfum ekki efni á að kaupa okkur sjálfir ennþá), Ferdi á píanóinu og svo er Valerí að syngja. Posted by Hello

Ég, Hófý, Bói og Lauren úti að borða í Cape Town Posted by Hello

Lauren að bjóða Bóa appelsínu úr garðinum okkar Posted by Hello

Ég, Lauren Flanigan og Bói Posted by Hello

Hér kemur stundum "Fínt" fólk á fínum bílum. Posted by Hello

Gilitrutt og Bói Posted by Hello

Silvía, Margret, Dina og dóttirin (Hilca Ann) Posted by Hello

Gulltönn, Kahleena, Le-ann, Smjörlíki og Frekjan. Bæði Frekjan og Kahleena komu sérstaklega þrátt fyrir að þær væru ekki að vinna. Frekjan þar að auki í sínu fínasta pússi. Það er góður andi hjá þeim og mikil gleði. Posted by Hello

Oliver (nýji garðyrkjumaðurinn) og Ami með nýju tennurnar. Hann yngdist um mörg ár eftir að hann fékk tennur. Núna eru allir okkar starfsmenn með tennur Posted by Hello

Kveðjuhófið hennar Gússý þar sem staffið leysti hana út með gjöfum Posted by Hello

Strelitzia í garðinum okkar Posted by Hello

Bóa blogg

Jæja,essskudnar mínar;

Ætla að blogga aðeins núna í morgunsárið...langt síðan ég nennti á netið. Eins og alþjóð veit erum við fluttir hingað á hótelið. Það var eins og koma heim eftir 8 mánaða fjarveru. Æðisleg tilfinning. Er meira að segja mjög heimakær og reyni að stelast nokkru sinnum á dag, bara til að lesa eða gera ekkert. Þessi tími í öllum byrjanda erfiðleikunum hefur tekið sinn toll, er að grána í hári mjög snögglega. En hver sagði að þetta yrði auðvelt. Á margan hátt er þessi tími búinn að vera mjög lærdómsríkur á allan hátt, sérstaklega í mannlegum samskiptum. Hef átt mínar efasemda stundir þar sem hugsunin ”Guð minn góður, hvað höfum við gert?” hefur skotið upp kollinum. En á hinn mátan vildi ég ekki hafa misst af þessu. Maður er á einhvern undarlegan hátt svo miklu meira á lífi hér en á Íslandi. Enda höfum við báðir tilfinninguna af því að hafa lifað heilt æfiskeið á þessu tæpa ári í reynslu,og hvað er svo sem meira virði hér í lífinu.

Hitt er svo annað að fegurðin hér og garðurinn og fuglalífið heldur mér gangandi. Fæ aldrei leið á að skoða garðinn og uppgötva nýjar plöntur. Hef áform um að breyta honum í grasagarð enda er fjölbreytnin í plöntum einstök. Eftir að fór að hausta og kólna hafa ótrúlegustu plöntur farið að blómstra,t´d. Strelitzian, hvítu köllurnar, allar tegundir af próteum , næstum allir þykkblöðungarnir og kaktusarnir sem við plöntuðum í sumar, ásamt því að ég tíni daglega 20-30 appelsínur sem eru þær ALLRA bestu sem ég hef bragðað, svo ég tali nú ekki um allar sítrónurnar. Ilmbaunirnar sem sáð var fyrir um 2 mánuðum eru núna að byrja að blómstra. Og Bára mín ,ég sáði lúpínum, RAUÐUM valmúum, riddarasporum, stokkrósum, morgunfrúm og fleiru. Þetta er allt að skjóta upp kollinum og þarf að fara að grysja bráðlega.

Við Villi eigum yndislegar stundir saman, höfum verið mjög samtaka í öllu sem á hefur dunið, eða eins og Villi sagði í gær, það hlýtur eitthvað að fara að ganga vel núna... En stundum er svo auðvelt að gleyma eða sjá það sem vel hefur tekist til. OFBOÐSLEGA margt hefur gengið betur og hraðar en við reiknuðum með, t.d. er dagleg rútína starfsfólksins orðin þannig að maður þarf ekki að hugsa um það. Öll þrif, þjónarnir þrífa salernin á 2 tíma fresti og kvitta fyrir, ísskápar eru afþýddir og kokkar panta matarbirgðir. Ferðunum upp í Zippies (matarbúðina) hefur fækkað eftir að skrúfað var fyrir að Amie væri beðinn, enda hefur hann báðar hendur fullar í viðgerðum, endurbótum og flutningum. Breytingarnar sem við áformuðum hafa líka gengið hraðar en við héldum þrátt fyrir öll dýru mistökin í upphafi.

Eitt er þó mjög öðruvísi hér en heima. Heimilið okkar Villa var alltaf fullt af vinum og vandamönnum sem komu og fóru allan daginn, en hér eru það einhvern veginn bara við 2, við erum í raun vinafærri hér núna en þegar við komum. Noel, Brian og Jenny koma aldrei, en Volga (listmálarinn) er hér auðfúsu gestur og við hana getum við spjallað um allt og ekkert. hún er alveg ótrúleg.

Hvíta fólkið sem býr hér finnst mér einstaklega lítið áhugavert...Greyton er einhvern veginn ofboðslega breskt samfélag með öll eikartréin sín en vantar samt þessa siðfágun sem maður einhvern veginn tengir við Breta. Þetta samfélag virkar oft á mig eins og samsafn snobbaðra, nýríkra vonnabís þar sem sýndarmennskan er aðal málið og allir sem mig þekkja vita hve illa ég þoli slíkt, enda er garðurinn og fuglarnir mínir bestu vinir, ásamt Gleði. Við erum mjög hrekkjótt saman og höfum líkan húmor. Við förum oft upp í leynihornið og tölum við Guð um heima og geima. Starfsfólkið er dálitið óöruggt í návist okkar, það veit ekki alltaf hvort okkur sé alvara eða ekki, Við vorum tildæmis með skriflega könnun núna í vikunnni á því hver gerði besta staffamatinn...bara djók en neyddum alla til að taka þátt, svo erum við enn þá að ítreka við þjónana að muna að setja kaffibollana fyrir örfhenda vinstra meginn og rétthenda hægra meginn í skápinn. Þau hjónin hafa líka verið okkur ótrúlega hjálpleg bæði í bílamálum og öðru. Gleði er reyndar dálitið rasistísk. Setur oft upp svip ef henni finnst fram hjá gengið og er stundum of snögg að kenna kynþáttahatri um. En hún er ótrúlega skörp, og ómetanlegt að hafa hana hér. Jæja,krúttin mín er þetta ekki orðið dálítið langt...bið að heilsa öllum á landinu bláa. Eru lúpínurnar farnar að blómstra ?
Komment vel þegin....Ástarkveðjur úr gerfisnobbinu í Greyton.
Lof end líf jú,Guðmundur.

Thursday, May 26, 2005

Sorry hvað´það er langt síðan ég hef skrifað

Þetta er búin að vera mjög annaríkur tími. Ekki útaf gestum eða veitingastaðnum, heldur útaf þessum geymslu málum. Húsið kom ekki fyrr en á þriðjudaginn og þá var Ami búinn að vera á fullu að búa til herbergið innaf eldhúsinu. Þeir byrjuðu svo að brjóta sig inn í geymsluna okkar á þriðjudagsmorgun og á sama tíma var byrjað að smíða húsið. Þannig að það var hlaupið með allt dótið í “Ami Suite” eins og við köllum húsið, og svo með allt eldhúsdótið inn í hitt nýja herbergið. Þetta var alveg á mörkunum, en náðist. Guði sé lof!

Stressið var alveg að drepa okkur út af þessu. Það fyrsta sem Ami setti inn í húsið (Ami´s suite) var gamla útileguborðið okkar og stóll. Þeir eru nefnilega altaf útaf fyrir sig í pásu, Ami og Oliver. Oliver hefur reynst vel sem nýji garðyrkjuaður, en því miður hefur hann verið svo upptekinn að hjálpa Ami með allar breytingarnar að allur garðurinn hefur verið í steik. Ekki verið tími til að lagfæra og saga brotin tré, eð hirða laufin sem liggja hérna um allt.

Heimilið okkar er orðið flott. Bói náði að pakka upp úr öllum kössum og koma öllu fyrir eins og bara hann getur. Erum orðnir mjög heimakærir eftir að hafa verið “heimilislausir” síðan við komum hingað. Park street var aldrei heimili fyrir okkur. Vourm með fyrsta matarboðið á þriðjudaginn. Buðum David og snobbhænunni, henni Margreti konunni hans, æji ég má vist ekki segja svona. Hún er ekkert svo slæm, bara ekki okkar týpa. David er samt ágætur og hefur verið ótrúlega mikill stuðningsmaður. Kvöldið var ágætt. Buðum upp á Spanakopota sem Louhna eldaði og svo kjúkling a´la Bói með sykurbrúnuðum kartöflum og kokteilsósu. Þau komu með geggjaðan eftirrétt. Bói var á hlaupum fram og tilbaka að tékka á veitingastaðnum og elda fyrir okkur í eldhúsinu, og svo að keyra staffið heim. Þetta varð seint kvöld. Gestirnir fóru um hálf eitt heim og þetta var mjög gott kvöld. Fyrsta kvöldið sem við bjóðum gestum heim. Heimilið er orðið svo fallegt að við njótum þess að skjótast heim eins oft og við getum til að slappa af og jafnvel til að vinna smá tölvuvinnu. Er jú á fullu með heimsíðuna og gengur bara vel.

Slæmar fréttir. Fórum til Jenny á sunnudaginn í smá drinkie poo. Hún fékk símtal þar sem henni var sagt að bróðir hennar sem er búinn að vera veikur mjög lengi hefði verið tekinn inn á spítala. Jóhanna kom svo í morgun og sagði okkur að hann hefði andast sunnudagsnóttina. Hringdi í Jenny og vottaði henni samúð okkar, Hún var í Cape Town að undirbúa jarðarförina sem verður á morgun. Hún var búin að segja okkur að það væri best að hann fengi að fara vegna þess að lífsgæðin hans væru engin lengur, en það er nú alltaf erfitt þegar manns nánustu fara.

Ferdi er að spila núna og Paul er að æfa sig með honum. David var líka hérna áðan að æfa sig með þeim, en er farinn núna. Ekkert bókað í kvöld og lítur út fyrir rólegt kvöld. Horfði á kastljós síðan 2002 í gærkvöldi, viðtal við Þórhildi, x-leikhússtjóra og svo milli Himins og Jarðar með Steinunni. Fannst bara gaman af því og verð að segja að ég sakna Íslands smá. Ef einhver nennti nú að taka upp eina kvöldstund úr RUV og senda okkur, þá væri það mikil gjöf.

Bílinn enn á verkstæði og lítur ekk vel út. Svakalega dýrt ef honum tekst ekki að finna notaða varahluti. Jæja kvörtunadeildinni er lokað.

Love and leave you

Sunday, May 22, 2005

Kampavín og koníak og hitabylgja

Búið að vera brjálað að gera, loksins eftir rólegan tíma. Náðum að hlaða smá orku í okkur, sem var virkilega þörf á. Yndislegt að vera fluttir hingað loksins. Líður mjög vel í nýja heimilinu okkur. Set inn myndir vid fyrsta tækifæri. Herbergid okkar er staðsett við hliðina á ráðstefnusalnum og nýja þvottahúsið er við hliðina. Er eiginlega mest prívat herbergið hérna. Er eiginlega svolítið bakatil á lóðinni og ekki í aðalbyggingunni. Stefnum samt á að búa til íbúð fyrir okkur á loftinu í aðalbyggingunni þegar við höfum efni á því og tíma til að gera það. Loftið er núna óeinangrað og bara notað sem geymsla. Ekki hægt að geyma samt allt þar vegna þess að það verður svo ofboðslega heitt þar þegar sólin skín og svo lekur þakið líka smá í verstu veðrum. Byggingin er síðan 1882 þannig að þetta er mjög gamalt hús og stöðugt viðhald á því.

Það var pakkað hérna á föstudaginn á tónleikunum sem eru haldnir inn í galleríinu. Erum búnir að gera breytingar á því þannig að nú geta ca 35 manns setið þar inni. Getum samt varla haft hádegismat þar inni ennþá vegna þess að við erum með svo marga sófa þar núna og höfum því miður ekki efni á að skipta um húsgögn þar strax. Stefnum samt á að gera það við fyrsta tækifæri. Þá getum við haft morgunmat og hádegismat þar sem auðveldar okkur með kvöldmatinn sem getur orðið mjög busy stundum.

Vorum með kampavíns og koníaks kvöld seinustu helgi. Tvær stúlkur frá vínframleiðanda gengu á milli borða meðan gestir voru að snæða og gáfu fólki nokkrar tegundir af kampavíni og koníaki að smakka með matnum. Gekk mjög vel. Fröken Frekja í eldhúsinu kom okkur rækilega á óvart með því að búa til geggjaðan matseðil þar sem allt var eldað með koníaki eða kampavíni. Hún kann sitt fag þegar hún nennir. Matseðillinn var:

Starters

Spanakopita
Filled with onion and Feta cheese and served with Cognac creamy sauce
or
Mushroom terrine
Served with champagne Hollandaise sauce and, red and black caviar

Main

Deboned leg of lamb
Filled with herbs, served with potato wedges, roasted vegetables and minted Champagne sauce
or
Roasted beef fillet
Served with potato wedges, roasted vegetable and gravy cognac sauce
or
Poached fresh hake in Champagne
Served with rice, roasted vegetable and yogurt fennel dressing

Desserts

Layered Meringues
With cream Sherry and Cognac sauce and flaked almonds
or
Short Bread biscuits
Served with cream, mixed berries and Cognac berries sauce

Kemur ekki vatn í munninn? Þetta var algert sælgæti allt saman og kommentin frá gestunum voru “out of this world”.

Fröken Frekja átti langt samtal við Bóa þegar hann keyrði staffið heim um daginn. Aldrei þessu vant talaði hún og talaði. Hún er nú ekki vön að vera mjög ræðin. Hún var að segja honum hvernig henni finndist að vinna fyrir okkur miðað við fyrri eigendur. Sagðist hafa verið lengi að átta sig á því hvernig við ynnum. Að við værum að hjálpa staffinu endalaust, bæði í vinnu og heima fyrir. Og að við meintum það sem við segðum. Það var víst ekki þannig með fyrri eigendur. Það var gott að heyra hvað hún var orðin ánægð að vinna með okkur og gæfi sér tíma til að segja okkur það. Staffið hérna er yfirleitt ekki mikið að tjá sig á þennan hátt við okkur að Gleði undanskilið. Það er ákveðinn undirlægjuháttur eða undirgefni í litaða fólkinu gagnvart hvítu fólki. Leyfar af aðskilaðarstefnunni og tekur ábyggilega nokkrar kynslóðir að breyta því. Við höfum nú samt verið mjög ákveðnir í því að vinna með staffinu sem jafningjar og hömrum á því stanslaust við þau. Sú vinna er e.t.v. að skila sér að einhverju leiti núna.

Ami er búinn að vera á fullu að brjóta niður vegg í eldhúsinu inn í litla skrifstofu sem var innaf móttökunni. Þar ætlum við að búa til kæliherbergi og svo búum við til þurrgeymslu í öðrum hluta eldhússins. Höfum verið með geymslur í húsi hérna við hliðina sem er núna verið að gera upp og því þurfum við að tæma allt þaðan ekki seinna en um miðja næstu viku. Keyptum okkur lítið timburhús (skúr) sem verður settur fyrir aftan ráðstefnusalinn. Þar ætlum við að hafa geymslu og viðhaldsherbergi. Bílskúrinn á Park Street er ennþá fullur af gömlum mublum sem við höfum tekið útúr hótelinu hérna. Rauði krossinn ætlar að hjálpa okkur að selja þau gegn smá hluta í ágóðanum. Þurfum að losa bílskúrinn fyrir lok þessa mánaðar þannig að það er ekki mikill tími til stefnu.

Bíllinn er ennþá bilaður á verkstæðinu hérna. Virðist vera erfitt að fá þessa varahluti sem vantar. Eru enn á bílnum þeirra Gleði og Gabriels. Vonandi tekst þeim að finna þessa varahluti og fara að koma bílnum í lag aftur. Okkur finnst það eiginlega svolitið vandræðalegt að fá lánaðan bílinn þeirra vegna þess að Gabriel sá um allan akstur fyrir okkur, en vegna þess að við höfum verið að spara, þá höfum við séð um næstum allan akstur í rúman mánuð núna. Þeim munar um peningana sem hann fékk fyrir aksturinn, en svona er þetta bara. Reksturinn er í járnum og því þurfum við að spara eins mikið og við getum.

Það var 26 stiga hiti þegar við fórum á fætur í gærmorgun. Mjög óvanalegt vegna þess að það hefur verið frekar kallt eftir óveðrið sem var hérna um daginn. Mun heitar úti en inni. Fór svo alveg upp í 30 gráður í gær og var svo hlítt að flestir gestir sátu út í garði í kvöldmat í gær. Allt í einu heyrði ég hljóð úr garðinum eins og einhver væri að poppa. Þá voru þetta fræbelgir af wisteriunni sem voru að springa. Gera það víst á haustin þegar það verður mjög hlýtt. Þetta gekk yfir á svona ca klukkutíma og það var eins og sprengjuárás hefði átt sér stað þarna. Allt í fræjum og sprungnum fræbelgum.

Jæja elskurnar, virðist ætla að vera mjög hlýtt í dag. Flestir gestir að tékka sig út núna eftir morgunmatinn. Vonandi getum við Bói gert eitthvað skemmtilegt í dag. Þetta er nefnilega búin að vera mjög annasöm helgi (enn og aftur) og erum soldið lúnir (enn og aftur). Hlutirnir eru nú farnir að ganga mjög vel hérna og vonandi er þessum uppákomum nú farið að linna. Erum með mikið kontoll á öllu nú orðið, staffinu, peningum og birgðum. Er víst nauðsynlegt og Fröken Frekja segir að þetta sé það eina sem dugi til að fyrirbyggja svona uppákomur eins og hafi verið hérna hjá okkur. Hún staðhæfir að við séum að ná þessu undir kontoll, en að við þurfum bara að halda áfram eins og við höfum verið að gera. Merkilegt að fá svona hlý orð frá henni og svona mikinn stuðning. Hún reyndist okkur nefnilega ansi erfið í upphafi. Ég vildi eiginlega varla koma inn í eldhús þegar hún var þar. Þoldi hana ekki, en hún er ein af þessum manneskjum sem er seintekin. Hún fór meira að segja í verkfall þegar við breyttum matseðlinum fyrst. Veit ekki hvað honum hefur verið breytt oft síðan þá. Er farið að líka betur og betur við hana, þó hún sé nú ekki allra og alls ekki sú auðveldasta. Hún sagði meira að segja um daginn þegar Ami var að byrja að brjóta niður vegginn og allt var fullt af ryki í eldhúsinu að hún gæti allt eins bara farið heim. Það væri ekki hægt að vinna við svona aðstæður. Við héldum að hún væri að meina þetta, en hún var víst bara að grínast og segir núna að við misskiljum hana oft, þegar hún er að djóka. Hún er nefnilega svo kaldhæðin og alvarleg stundum að maður veit eiginlega ekki hvort henni sé alvara eða hvort hún sé að djóka. Erum alla vegna farnir að átta okkur á þvi að það er mikill fjársjóður í þessari konu.

Tuesday, May 17, 2005

Brjálað veður og nýtt heimili

Erum loksins fluttir. Herbergið er ekki mikid stærra en verbúðin (eins og við kölluðum hana) sem við bjuggum í um tíma á Grettó, en þvílíkt miklu huggulegri. Erum með borðstofu, stofu og svefnherbergi, allt í einu opnu rými. Okkur á eftir að líða mjög vel þarna. Mun heimislegra og hlutirnir okkar njóta sín mjög vel. Fyrsta nóttin var nú samt ekki glæsileg. Það er búið að vera svo svakalega hvasst og Kári á fullu að rífa og tæta. Það er mjög stórt pálmatré fyrir aftan herbergið okkar og Kári náði að rífa af því gamlar greinar sem hrundu niður á bárujárnsþakið með þvílíkum hávaða og svo fukur þær fram og til baka þannig að þessi hávaði hélt nú eiginlega vöku fyrir manni.

Um 3 leitið um nóttina, hringdi svo Öryggisgæslan okkar og tilkynnti okkur að það væru opnir gluggar á nokkrum herbergjum hjá okkur. Ég rauk á fætur til að loka gluggunum. Var í brjáluðu skapi, úrillur og illa sofin. Gekk um blótandi herbergisþernunni í sand og ösku meðan ég þreifaði mig áfram á milli húsa í þvílíku myrkri. Náði svo að sofna aðeins aftur. Fór svo á fætur að ná í staffið. Las yfir Gilitrutt alla leiðina hingað aftur. Hvort hún gerði sér grein fyrir því hvað við ynnum mikið, frá 7 á morgnanna þangað til seinasti gestur fer. Og hvað maður þyrfti nú mikið á svefninum sínum stutta að halda og hefði ekki þörf fyrir að Öryggisgæslan vekti mann upp um miðjar nætur vegna þess að hún hefði ekki gert vinnuna sína almennilega. Sama gerðist fyrir tæpri viku síðan, en þá var það Ami sem hafði gleymt að loka og læsa einu herberginu. Þá var ég ræstur út um miðja nótt líka. Las yfir honum þá líka. Í gær gleymdi svo hin herbergisþernan að loka tveim gluggum. Við fórum í eftirlitsferð eftir að þær voru farnar heim til að tryggja að maður yrði nú ekki ræstur út aftur um miðja nótt.

Fór svo í eftirlitsferð um svæðið til að sja´hvort það hefðu orðið einhverjar skemmdir. Hurð hafði fokið upp á einu herberginu og gluggar í henni brotnað ásamt því sem hurðin var löskuð. Allir stólar, sólhífar og borð í garðinum var á hvolfi dreifð um allt. Alla vegna þrjú tré brotnuðu, þar af eitt Jakarandatré sem var fyrir framan bygginguna. Vorum nú eiginlega samt bara fegnir að það hefði brotnað. Fannst það alltaf vera á vitlausum stað og skyggði á hótelið. Jæja, Ami er búinn að vera á fullu í viðgerðum í gær og í dag. Það var talsverður hávaði í veðrinu í nótt líka, en samt ekkert á við fyrri nóttina, þannig að við sváfum bara mjög vel.

Það er búið að vera mjög rólegt hérna og lítið að gera. Erum að spara og því með lágmarksmannskap. Engan kokk á morgunvaktinni. Þeir koma ekki fyrr en klukkan 3 í vinnu, þannig að maður þarf að kokka mat fyrir staffið og ef svo ólíklega skyldi nú vilja til að einhver gestur druslaðist inn. Þetta er víst mjög rólegur tími hérna er okkur sagt. Vetrarveðrin geta víst verið svona hérna með alveg hífandi roki. Staffið okkar segir að þetta veit á slæman vetur hérna. Veit ekki hvort eitthvað sé til í því. Það er alla vegna hlýtt núna. Var 18 gráður í morgun og fer hlýnandi. Sólin skín og það verður sjálfsagt mjög hlýtt í dag þegar vindurinn fer að róast.

Í dag er skrifstofudagur, ekki það skemmtilegasta sem ég geri. Ætlum svo að fara seinni partinn til hennar Jenny í “drinky poo”. Höfum ekki komist spönn frá rassi í langan tíma og hlökkum því mikið til að komast til hennar, þótt það verði bara í einn eða tvo klukkutíma. Finnst við vera í fríi þegar maður kemst svona aðeins út af hótelinu.

Lovísa, dóttir mín er að koma í júlí í frí til okkar með barnabarnið okkar. Get ekki lýst því hvað við hlökkum mikið til. Höfum saknað þeirra svo ótrúlega mikið, þá sjaldan maður hefur yfirleitt tíma til að hugsa heim. Það er yfirleitt aldrei tími til að hugsa um neitt annað en reksturinn hérna.

Gunni og Jóhanna komu hérna í gær til að kveðja. Gunni er farinn heim og væntanlega að lenda á klakanum í skifuðum orðum. Jóhanna ætlar að vera hérna áfram. Býr hjá Hermann og Philipus og ætlar að vinna áfram í að byggja upp sambönd hérna við birgja. Þau stefna á innflutning á vörum héðan til Íslands.

Staffið er mikið að spyrja um Gússý. Greinilegt að þeim var mjög hlýtt til hennar. Endilega sendu þeim línu Gússý mín. Bara svo þau viti að þu hafir komist heim heil á höldnu

Sunday, May 15, 2005

Hiski og þjófabálkur - gott veður

Hér er allt búið að vera á haus. Þvottahúsið loksins orðið tilbúið, þannig að það er einu hausverknum færra. Erum búnir að kaupa lítið tréhús sem við ætlum að koma fyrir hérna á lóðinni og nota sem geymslu og viðhaldsherbergi. Húsið kemur vonandi á föstudaginn í seinasta lagi, tilbúið og hægt að byrja að nota strax.

Víngeymslan er komin inn á skrifstofu til mín og það er bara mesta furða hvað hún er samt snyrtileg og svo er auðvitað miklu skemmtilegra að vinna það núna með allt búsið í kringum sig.

Erum að flytja núna úr húsinu á Park Street sem við vorum með á leigu. Þurfum ekki á því að halda lengur eftir að Jóhanna er flutt og Gússý farin heim. David sem er mikill stuðningsmaður okkar og syngur hérna hvenær sem hann getur og einhver er á píanóinu ætlar að hjálpa Bóa við flutninginn ásamt Oliver (garðyrkjumanninum okkar). Flytjum inn í eitt af herbergjunum hérna og ætlum að reyna að gera það eins heimilislegt og við getum. Allt eldhúsdótið okkar fer bara inn í eldhús hérna. Við erum hvort eð er alltaf hérna þannig að í raun er hótelið heimilið okkar. Við erum svosem vanir því að búa þröngt þannig að okkur hlakkar í raun til þess að flytja hingað. Erum að flytja heim! Okkur hefur aldrei fundist Park Street vera heimilið okkar. Húsið er eitthvað svo skrítið í laginu, þannig að þótt við hefðum alla hlutina okkar þar, þá virkaði það aldrei eins og við vildum.

Bílinn bilaði um daginn. Eitthvað í drifskaftinu byrjaði að slást upp í gólfið á bílnum með hávaða og titring. Verkstæðið hérna, sem er náttúrulega ekki vant því að vinna við svona bíla er búið að vera í 5 daga að finna út hvað er að. Einhver lega eða hjöruliður er farinn. Enskukunnátta mín nær ekki yfir svona tæknilega hluti þannig að ég skil þetta varla. Orginal varahlutur kostar yfir 7000 Rand sem er ógeðslega dýrt og við höfum varla efni a að kaupa. Hann ætlar að reyna að fá notaðan hlut á 1300 rand, í staðinn, en þetta er flókið vegna þess að þetta þarf að vera réttur partur sem passar í þessa týpu af BMW. Vonandi reddast þetta án of mikilla útgjalda. Fengum lánaðan bílinn hennar Joy og Gabriel þannig að við er svo sem ekkert í of miklum vandræðm.

Vorum með Kampavíns og Koníaks kynningu í gær þar sem allur matur var í því þema. Fröken Frekja notað viskubrunninn sinn og bjó til geðbilaðan matseðil. Maturinn var alveg truflaður hjá henni og við fengum geðbiluð komment án matinn frá gestum. Tvær stúlkur frá vínbirgjanum okkr gengu á milli borða og gáfu gestum kampavín og koníak með matnum.

Stundum er maður alveg í sjokki yfir því hvað Suður Afríku búar geta verið dónalegir. Hef svosem skrifað um það áður og maður er svosem farinn að venjast því. Ég var að vinna á barnum í gærkvöldi og það var par þar sem sat soldið lengi þar að spjalla við mig. Forrétturinn þeirra var kominn á borðið þeirra soldið áður en þau loksins fóru á borðið sitt. Gestur af næsta borði hjálpaði sér sjálfur og stal öðrum forréttinum frá þeim áður en þau komu á borðið. Þjóninn lét okkur ekki vita af þessu og rukkaði þau heldur ekki fyrir þennan auka forrétt. Hún er í slæmum málum núna hjá okkur.

Ferdi og bróðir hans voru að spila á píanóið og David var að syngja með þeim (buðum honum og konunni hans í mat sem þakklætisvott fyrir allan stuðninginn). Bói fór með staffið heim þegar allir voru búnir að borða til að flýta fyrir. Þá kom gestur að tékka sig inn um ellefu leitið þannig að ég þurfti að fara af barnum og tékka hann inn. Ég rétt leit inn á barinn áður en ég fylgdi honum til herbergisins. Þá sé ég að þess gestur sem stal forréttinum (vissi það reyndar ekki þá) var kominn inn fyrir barinn og var að þjóna vinum sínum. Ég var mjög reiður og fór inn fyrir barinn og tók í dömuna og skutlaði henni út af barnum. Hér er ekki “hjálpaðu þér sjálf þjónusta” og gestir fara ekki inn fyrir barinn minn og hjálpa sér sjálfir. Hún varð fox ill. Þegar hún var að fara út með manninum sínum kallaði hún á mig og sagðist ekki vera hóra. Ég sagði það aldrei, en á mínum bar hjálpa gestir sér ekki sjálfir. Það væri eiginlega þjófnaður í mínum huga. Þá sagðist hún vera að vinna hjá Cape Argus (Suður Afríski Mogginn) og að hún myndi skrifa um þetta. Þá sagði ég henni “Piss off” og með það fór þau. Ég bað síðan David um að tryggja barinn með að ég fylgdi gestinum til herbergisins. Ekki málið fannst honum. Ég þurfti að spjalla soldið við gestinn til að útskyra fyrir honum og tryggja að þetta hefði ekki komið honum í uppnám. Ekki málið fyrir hann.

Við höfum séð svona framkomu áður hérna. Vorum með 30 manna afmæli hérna um daginn þar sem var hlaðborð. Jafnframt voru gestir í hádegismat úti í garði. Gestur sem var að borða úti í garði fór upp á hlaðborðið og stal sér köku. Þetta er alveg ótrúlegt lið. Kannski er þetta svona alstaðar í veitingabransanum, en þetta er nýtt fyrir okkur. Þetta afmælisboð sem var um daginn var óvart rukkað fyrir 75 rand á haus í staðinn fyrir 90 rand, eins og samið hafði verið um. Mistök hjá einum þjóninum. Það var hringt í konuna sem hafði pantað og borgað og útskýrt fyrir henni og beðið um að hún kæmi og gerði upp mismuninn. Hún sagðist vera í uppnámi yfir þessu og fanns ljóminn af veislunni vera farinn. Eftir langt samtal við hana þar sem þetta var útskýrt sagðist hún hafa tekið eftir þessu og fannst hún hafa dottið í lukkupottinn. Henni fannst það bara alveg sjálfsagt að hún myndi hagnast á þessum mistökum. Við spurðum hana þá hvort við ættum að láta þjóninn sem gerði mistökin greiða þetta. Þetta snérist um heiðarleika og við hefðum gert það sama ef hún hefði verið rukkuð um of mikið. Jæja, hún borgaði loksins og við buðum henni að koma með manninum sínum í drykk við tækifæri í boði hússins. Held hún hafi farið sátt með það. Ég veit ekki með ykkur, en ef við sjáum að það vantar eitthvað á reikninginn, þá bendum við á það. Þetta snýst um heiðarleika.

Í dag er sólin hátt á lofti og lítur út fyrir að þetta verði heitur dagur. Yndislegt, það er búið að vera frekar kallt hérna seinustu daga. Ég var skjálfandi úr kulda í gær. Þar sem húsin eru sama sem ekkert kynnt hérna þá getur orðið mjög kallt inni þegar maður þarf að vinna á skrifstofunni. Var kannski þreyta líka sem spilaði inn í. Ég alla vegna fór heim upp úr hádegi í gær og kveikti upp í arninum til að hita húsið. Við vorum með alla arnana í gangi í gærkvöld á veitingastaðum. Það eru þrír arnar þannig að þar var hlýtt og notarlegt hérna í gærkvöldi með bara kertaljós. Staðurinn er mjög notalegur og rómantískur á kvöldin, sérstaklega þegar það er verið að spila á píanóið. Það gerir svo flotta stemmingu.

Er að vinna á fullu í heimasíðunni okkar. www.greytonlodge.com Hún er svo úrelt að staðurinn þekkist varla lengur eftir allar breytingarnar sem viðhöfum gert. Svo er hún með allt of miklum texta og eiginlega bara ruglingsleg eins og hún er núna. Vonast til að geta klárað hana í vikunni sem er að koma. Svo er það bókhaldið, djísus það er allt í steik. Ein tölvan gaf upp öndina og við höfðum skráð í hana alla reikningana og vorum náttúrlega ekki með neitt backup af þeim upplýsingum, þannig að Gleði og Gulltönn eru búnar að vera á fullu í rúma viku að skrá þetta aftur. Ekki tókst að ráða bókara þrátt fyrir miklar tilraunir. Þurfum því að fara með allt bókhaldið upp til Swellendam þar sem endurskoðandinn okkar ætlar að græja þetta. Erum langt á eftir með VSK, launatengd gjöld og fleira og fleira. Þurfum líka að hitta lögfræðinginn okkar. Það eru enn ófrágengin ýmis mál við fólkið sem við keyptum af. Helv#$% skítapakk og þjófabálkur. Þetta er allt í lögfræðingum og lítil von til þess að þau efni skriflega samninga. Jæja, þetta er dýrðardagur í Greyton og ég ætla að njóta hans á jákvæðan hátt. Legg til að þið gerið það sama. Óh, meðan ég man. Það birtist líklega viðtal við okkur í Mogganum núna um helgina eða í vikunni. Endilega tékkið á því.

Smá viðbót

Erum loksins fluttir (að mestu leiti) inn í herbergi 20. Yndisleg tilfinning og svo notarlegt. Svipað að stærð og verbúðin okkar á Íslandi en virkar samt svo milu stærra. Erum með svefnherbergi, stofu og borðstofu, allt í sama ríminu. Erum mjög hamingjusamir með að vera fluttir hingað. Jóhanna og Gunni eru mætt hingað og ætla að eyða kvöldinu með okkur. Hlökkum til góðs kvölds með þeim. Svo fer Gunni til Íslands á morgun.
Love and leave you!

Wednesday, May 11, 2005

Einum starfsmanni færra

Hér er búið að vera mikið í gangi bæði í gær og í dag. Það er nefnilega verið að rífa viðbyggingar í húsinu þar sem við geymum matvæli og áfengi. Erum alveg á nálum vegna þess hve margir verkamenn eru að vinna þarna. Þurfum að passa að þeir komist ekki að því að við erum með víngeymsluna þarna, þannig að maður læðist til að ná í búsið.

Ellen kom í gær loksins. Gat ekki komið í fyrradag vegna þess að hún var með syni sínum í réttarsal. Allir þrír strákarnir hennar eru smá krimmar og inn og útúr fangelsi allan tímann. Ég tók hana á fund og hafði Gleði með til að túlka, vegna þess að ensku kunnátta Skvísunnar er takmörkuð. Las yfir henni hvernig hún hefði bakað okkur vandræði aftur og aftur með því að mæta ekki eða að vera með attitude og fýlu sem hefur áhrif á alla í kringum hana. Hún mætti ekki til vinnu þrjár helgar í röð núna. Við hefðum þurft að kalla út aðra kokka og borga þeim yfirvinnu. Silvía hefur ekki fengið frídag í tæpan mánuð út af þessu og þetta er ekki hægt að líða. Við höfum oft átt alvarleg samtöl við hana og hún hefur fengið skriflega viðvörun áður. Samt er ekkert að breytast hjá henni. Ég sagði henni að við hefðum ekkert annað ráð en að losa okkur við hana. Hún hefði val og svo rétti ég henni uppsagnarbréf þar sem hún sagði sjálf upp. Bað hana að lesa það og spurði svo hvort hún skyldi innhaldið. Hún sagðist gera það. Þá rétti ég henni penna og bað hana að skrifa undir það, sem hún og gerði. Þá bað ég hana um að láta okkur fá nafnskiltið sitt og ef hún væri með eitthvað annað sem tilheyrði okkur. Þá fyrst fattaði hún hvað hún hafði gert með því að skrifa undir þetta og fór að gráta. Ég sagði henni að því miður hefði hún ekki gefið mér neitt val. Skyldi hana svo eftir með Gleði til að róa hana.

Gleði kom stuttu seinna og sagði að Skvísan vildi tala við mig aftur. Hún baðst þá afsökunar á þessu og bað um að fá vinnuna sína aftur. Sagði mér hvað það væri erfitt heima hjá henni o.s.frv. Þetta tók á andlega, en ég sagði að hér væri enginn meira áríðandi en annar og við værum ein keðja. Ef einn hlekkur er veikur hefur það áhrif á alla keðjuna og hún væri veikasti hlekkurinn. Því miður. Hún var mjög leið þannig að ég sagði henni þá að hún hefði eitt tækifæri. Hún gæti prófað að tala við Bóa, en það væri ekki sennilegt að hann myndi skipta um skoðun. Ég myndi alla vegna samþykkja hans ákvörðun ef svo ólíklega myndi vilja til að hann skipti um skoðun. Það var nú mikil heppni að hún skyldi skrifa undir uppsagnarbréfið vegna þess að annars hefðu við ekki getað losnað við hana. Vinnulöggjöfin er svo ströng hérna. Þarf 3 skriflegar viðvaranir og svo yfirheyrslu með vitnaleiðslum eftir það til að hægt sé að reka. Mér fanns ég hafa platað hana og leið ekkert sérlega vel yfir því Gleði var í smá sjokki yfir að ég skyldi hafa gert þetta svona, en ég bara hafði ekki val ef ég vildi losna við hana.

Hún kom svo aftur og hitti Bóa, en hann var staðfastur og sagði bara því miður. Hún hefði verið of dýr fyrir okkur með öllum þessum uppákomum, henni hefði verið gefin tækifæri, stöðuhækkanir, launahækkanir og fleira. Hún hefði ekki sýnt neinn lit í að bæta sig og því miður myndum við standa við ákvörðun okkar. Fínt að vera laus við hana. Nú þurfum við bara að finna annan kokk, annars skella eldhúshlekkirnir á mig

Við erum búnir að vera að vinna í breytingum á þvottahúsinu svo þær þurfi ekki að vera að vinna í ráðstefnusalnum. Brtum niður veggi og fleira og núna er komið þetta fína þvottahús. Svo ætlum við að panta tilbúið tréhús sem við getum sett niður hérna á lóðina og verið með geymslur þar og viðhaldsherbergi. Vínið verður allt flutt niður á skrifstofu til mín. Þá verður kannski skemmtilegra að vinna þar. Svo ráðumst við í breytingar á elshúsinu í næstu viku. Ætlum að brjóta inn í litla skrifstofu sem er í móttökunni og gera þar geymslu, svo breytum við hluta af eldhúsinu í kæligeymslu. Þá eru geymslumálin leyst í bili alla vegna. Þurfum reyndar að losa bílsskúrinn á Park street sem er fullur af gömlum húsgögnum héðan og finna einhvern stað fyrir það eða jafnvel að biðja Rauða krossinn um að selja þetta allt saman gegn því að þau fái prósentur af sölunni í góðgerðarmál. Sjáum til hvernig það fer. Svo er bara eftir að finna geymslu fyrir búslóðina okkar þegar við flytjum niður á hótelið. Nóg að gera semsagt.

Örn Sigurðsson mágur á afmæli í dag. Kemst því miður ekki í boðið sem ég reikna með að sé, en við sendum þér hamingjuóskir með daginn.

Monday, May 09, 2005

Kveðju boð Gússýar

Sit hérna á hótelinu, klukkan er að ganga átta. Ferdi er að spila á píanóið og David er að syngja. David er mikill stuðningsmaður okkar og kemur við hjá okkur næstum því daglega og hefur svo gaman að því að syngja að það er unun að heyra. Var að klára Eidelveis og er núna í einhverju gömlum slagörum. Kéllingin hans er reyndar hundleiðinleg snobbkélling sem kaupir alltaf ódýrasta vínið sem er á listanum. Þoli hana ekki. Hófý lenti í henni eitt kvöldið og það þurfti að redda henni frá kéllingunni. Þetta setur þvílíka stemmingu hjá gestunum okkar. Ekki að það séu nú margir gestir í kvöld, en það skiptir máli að þeim líði vel.

Fór með bílinn á verkstæðið hérna í Greyton í morgun. Bifvélavirkinn var ekki við, svo ég bara henti lyklunum inn og lagði bílnum og bað þá um að hafa samband. Hann var í Cape Town þannig að væntanlega heyri ég ekkert frá þeim fyrr en á morgun. Erum á bílnum hennar Joy og Gabríel þannig að það er allt í lagi.

Gússý var með kveðjuboð í dag fyrir starfsfólkið og bakaði í fimm tíma í gær afa pönnsur rúllaður upp með sykri. Féll í mj0g góðar jarðveg. Fröken Frekja sem var í fríi mætti meira að segja í sínu fínasta pússi ásamt Kahleenu sem er hætt að vinna hérna. Smjörlíki kom líka þrátt fyrir að hún væri í fríi í dag. Starfsfólkið hafði allt slegið saman í gjöf handa henni og gáfu henni pils og peysu. Svo höfðu þau líka skrifað mjög fallegt persónlegt kort til hennar. Gússý hefur eignast mikla vini og aðdáendur hérna hjá starfsfólki og reyndar okkur líka. Eigum eftir að sakna hennar þegar hún heldur heim á leið á morgun.

Það var enginn kokkur á vakt í morgun, þannig að ég var í eldhúsinu á fyrri vaktinni. Ekki að það væri svosem eitthvað að gera. Ég alla vegna gerði súpuna í dag sem ég er mjög stoltur af. “Cream of Vild Mushroom”. Ég fékk mér hana áðan þegar ég var búinn að spyrja Hilce-Ann hvaða súpa væri. Geggjuð, fór svo inn í eldhús og spurði Silvíu (kokk) hvort hún væri búin að smakka. Hún sagði þá að Bói hefði sagt að staffa maturinn sem ég gerði (bixie matur) hefði verið ógeðslegur. Hún trúði honum og vildi ekki smakka. Ég sagði henni að hann hefði verið að djóka. Staffið er svo oft óöruggt á því hvort Bói og Gleði séu að grínast eða ekki. Svo spurði hún hvort hún mætti smakka. Kokkur sem smakkar ekki á matnum er í slæmum málum. Þau eru samt greyjin svo óörugg eftir öll þessi mál sem hafa komið upp á að þau þora ekki að taka neitt sem ekki tilheyrir þeim. Skil það vel og virði. Sagði henn að smakka. Hún kom svo stuttu seinna til mín og sagði að þetta væri besta súpa sem hún hefði fengið á ævinni. Vermid hjartað mitt mikið.

Ég var reyndar orðinn svo úrvinda eftir kaffiboðið hennar Gússý að ég dreif mig heim eftit að hafa keyra gestina heim aftur. Glápti aðeins á sjónvarp og fór svo inn og lagði mig. Gat ekki sofnað. Ekkert nýtt svosem. Höfuðið fer alltaf á fullt yfir hlutum sem á eftir að gera eða liggja fyrir, áætlanir mótaðar o.s.frv. Fanns ég allt í einu svo ofboðslega ljótur að ég dreif mig á fætur, náði mér í skæri og greiðu og klippti mig. Hef ekki gert það sjálfur síðan ég bjó í Svíþjóð fyrir 25 árum síðan. Gekk svona brilljant vel og mikið fannst mér ég líta vel út. Endurnærðist við þetta og var bara allt annar maður. Klæddi mig svo upp og dreif mig niður á hótel. Það er lítið að gera en áríðandi gestir sem eru að reka ferðaskrifstofu í Þýskalandi og hafa komið hingað 12 sinnum áður. Við erum að reyna að traktera þau eins vel og við getum og sem betur fer er Ferdi að spila og David að syngja. Bói reyndar fór og söng líka með þeim eitt lag. Þeir hafa mjög líka raddir og þetta hljómaði mjög vel.

Hafdís okkar, takk fyrir öll kommentin. Mikil hvatning í þeim að halda þessu áfram. Þiið hin, megið alveg vera duglegri í kommentum. Love and Leave you.

Sunday, May 08, 2005

Til hamingju allar mæður med mæðradaginn

Hér er búið að vera mjög mikið að gera. Við Bói erum orðnir mjög þreyttir, ekki bara líkamlega, heldur líka andlega. Svo margt hefur gengið á og svo margt sem ég hef ekki skrifað umm. Er eiginlega búin að vera undir ritskoðun. Bói segir að ég eig ekki að vera að skrifa um allt sem gangi hér á. Það getur skaðað okkur í markaðssetningu heiman frá. Gott og vel, segji ég. Veit þá ekki hvort ég nenni þessu bloggi. Ég byrjaði að skrifa vegna þess að það var enginn tími til að skrifast á við alla vinini og fjöldskylduna. Þessi síða var aldrei hugsuð sem markaðs tól og alls ekki til að markaðssetja hótelið okkar. Ég er alla vegna kominn með rit leyfi aftur og get því skrifað hvað sem mér dettur í hug.

Skvísan (Ellen) hringi um þrjú leitið í gær (átti að mæta til vinnu þá) og sagðist vera í Caledon hjá veikri frænku og kæmist ekki. Trúlegt eða hitt þó heldur. Hún var bara á fylliríi og nennti ekki til vinnu. Við vorum fullbókaðir um kvöldið þannig að þetta kom sér illa. Kölluðum Silvíu út þannig að það yrðu nú alla vegna 2 kokkar, Gússý í eldhúsinu og ég á barnum. Þetta var kleppur, það var svo mikið að gera. Allt gekk nú samt upp.

Ég vaknaði fyrir allar aldir og náði í staffið. Gússý og Bói voru búin að segja mér að það væri eitthvað að bílnum þannig að ég vildi sannreina það. Það er eitthvað alvarlegt að honum og því var honum lagt þangað til við komumst með hann í viðgerð, vonandi á morgun. Gabriel og Joy lánuðu okkur bílinn sinn þannig að við getum alla vegna komist leiða okkar á meðan. Þau eru alveg ótrúleg í greiðvikni. Við reyndar gáfum þeim 2 gamla sófa á föstudaginn. Þau búa ekkert of vel. Fátækt þar eins og víða hjá litaða fólkinu. Samt eru þau bæði með háar tekjur miðað við litað fólk almennt. Þau áttu einn slitinn sófa, það eru engar myndir á veggjum hjá þeim, enginn eldhússkápur, ekkert heitt vatn og svona gæti ég lengi talið. Þau eiga nú samt tvo bíla (gamla), nýlegt sjónvarp og Video og DVD, sem er mikil auðævi hjá þeim.

Fröken Frekja (Louhna) var í vandræðum með bakhurðina hjá sér og við sendum Ami á vettfang til að reyna að hjálpa henni. Ekki auðvelt að vera einstæð móðir. Hún segjir reyndar að karlmenn séu bara til vandræða.

Anyhow, Bói dreif sig hingað niður eftir til að taka á móti Skvísu. Erum búnir að fá nóg af henni og viljum nú losna við hana. Tóm vandræði og við vitum ekki nema hún hafi stolið hérna og þar að auki leikur grunur um að hún hafi verið að drekka í vinnunni. Bói sagði henni að hún gæti komið sér heim aftur vegna þess að við þyrftum ekki á henni að halda. Bað hana svo um að koma á morgun í viðtal við okkur þar sem við ætlum að freista þess að fá hana til að segja upp. Vinnulöggjöfin er svo ströng hérna að það er varla hægt að reka fólk. Sjáum til hvernig það gengur.

Þar sem það er mæðradagur, þá er búið að vera stjörnuvitlaust að gera í allan dag. Vorum með tæplega 30 manns í afmælisveislu í hádeginu ásamt ca 30 manns utanaðkomandi í hádegismat. Við vorum öll á hlaupum. Gekk samt alveg til fyrirmyndar. Eldhúsið var eins og rústir einar þegar kom að vaktaskiptunum um þrjúleitið. Fröken Frekja sagðist þá ætla að vinna lengur. Silvía fór heim að hvíla sig áður en hún kæmi svo á kvöldvaktina. Ég rétt náði með frekju að troða mér inn í Lokal búðina (sem var búið að loka) og fá þar nokkur lambalæri (sem höfðu klárast hjá okkur). Þvílík heppni.

Kvöldið er svo búið að vera mjög mikið að gera líka. Við erum mjög stoltir af því að litað lókal fólk sé farið að koma til okkar. Afmælisveislan í dag var eingöngu litað fólk og í kvöld var eitt fimm manna borð með lituðum. Hvítt “Africans” fólk lítur það ennþá hornauga og maður tók eftir smá augngotum og svip. Veit samt ekki hvort það er rétt. Ekki er maður nú vanur að horfa á litarhátt fólks, þannig að það er eiginlega nýtt fyrir manni að vera yfirleitt að spá í þetta.

Enda þetta á því að bjóða öllum mæðrum til hamingju með daginn, sérstaklega dóttir minni, henni Lovísu (takk fyrir fallega bréfið sem ég fékk frá þér í dag) og svo að sjálfsögðu tengdamóðir minni. Bói sendi þér sínar bestu kveðjur.

Friday, May 06, 2005


Má til með að senda eina mynd af barnabarninu, honum Gabriel Temitayo sem átti afmæli um daginn. Hann er með heimasíðu á Barnaland.is Slóðin er: www.barnaland.is/barn/20691 Posted by Hello

Annríki

Hérna er búið að vera brjálað að gera fram á þriðjudag og síðan höfum við bara verið svo þreyttir að við höfum ekki átt orku í neitt. Það er nú ástæðan fyrir því að við höfum ekki skrifað neitt síðan á laugadag. Lauren Flanigan kom á sunnudaginn og það var yndislegt að hitta hana. Við smöluðum nokkrum vinum í dinner til að hitta hana og svo tók hún lagið fyrir okkur við undirleik Ferdi. (Ferdi kemur hérna alltaf á mánudögum og spilar og yfirleitt kemur hann nokkur önnur kvöld að eigin frumkvæði) Lauren er með alveg svakalega flotta rödd og það var dásamlegt að hlusta á hana. Hún gat því miður ekki stoppað neitt, vegna þess að hún þurfti að kenna daginn eftir. Ég keyrði hana því til Cape Town morguninn eftir.

Verslaði svo eins og vanalega þegar maður kemst í almennilegar búðir, þ.e.a.s. grænmeti og þess háttar. Ekki eins og maður sé nú að versla eitthvað fyrir sig persónulega.

Það róaðist svo hérna á þriðjudaginn, eftir að allt hafði verið stútfullt á hótelinu og ný met slegin í fjölda gesta á veitingastaðnum. Allt gekk vel upp, og eiginlega getur maður verið mjög stoltur af því hversu langt við erum komnir með starfsfólkið okkar sem er farið að gera hlutina sjálfvirkt án þess að maður sé hreinlega yfir þeim allan tíman að tékka á öllu mögulegu og passa uppá að allt sé nú gert tímalega og rétt.

Jóhanna og Gunni eru farin í ferðalag, og líklega flutt frá okkur. Gússý er enn hérna hjá okkur og sér um allan akstur ásamt því að hjálpa til í eldhúsinu. Það hefur verið mikil hjálp í henni.

Hér er farið að hausta og maður finnur fyrir því að það er farið að kólna á kvöldin. Mörg tré eru farin að fella lauf, annars er allt ótrúlega grænt hérna ennþá. Appelsínutrén eru hlaðin af appelsínum sem eru mjög ljúffengar. Sítrónutrén eru líka hlaðin af annarri uppskeru af sítrónum. Svo eru guava trén líka að koma með uppskeru. Það er alltaf eitthvað að gerast í garðinum hjá okkur

Erum í smá vandræðum núna vegna þess að við erum að missa geymslurnar okkar þar sem við geymum áfengi og mat. Geymslurnar eru í húsi sem við eigum ekki, og húsið var nýlega selt og það er byrjað að gera það upp. Við þurfum því að fara að byggja mjög fljótt húsnæði fyrir geymslur, þvottahús og viðhald. Vonum að við náum að gera það tímalega vegna þess að þetta er tikkandi tímasprengja sbr. innbrotið sem varð þar um daginn. Þetta var víst einn af mönnunum sem hafa verið að vinna þar við húsið.

Í kvöld eru tónleikar eins og vanalega. Vonum bara að það verði nógu hlítt til að við getum haft þá úti. Nú verð ég víst að fara að fylla á barinn, prenta matseðla og sjá til þess að nóg sé til af öllu. Bói og Gússý ætla að skella sér til Sommerset West til að ná í áfengi fyrir okkur. Það eru endalaus vandræði að fá birgjana til þess að senda þetta hingað upp í sveitina til okkar og því afhenda þeir þetta í einhverjum af þessum stóru bæjum sem eru nálægt.

Súsanna mágkona á afmæli í dag. Til hamingju með daginn!

Sunday, May 01, 2005

Góðvinir lögreglunnar

Það er nú búin að vera meiri lætin hérna. Hótelið er búið að vera pakkfullt og brjálað að gera á veitingastaðnum. Föstudagstónleikarnir voru mjög góðir, þrátt fyrir að vinkona okkar, Lauren Flanigan gat ekki komið. Fullt af fólki og flestir fóru í hlaðborðið eftir tónleikana. Í fyrsta sinn kláraðist allt og færri komust að en vildu. Restin þurfti bara að fara á a´la cart sem er náttúrulega miklu betra fyrir innkomuna okkar. Allt gekk pokkalega upp, en mikil svaka törn var það. Við vorum báðir alveg uppgefnir, enda varð þetta seint kvöld og snemma á fætur daginn eftir.

Laugardagskvöldið var svo ekkert betri. Brjálað að gera. Ég fór heim í leggju um 3 leitið. Var ekki búinn að sofna þegar Gússý kemur og vekur mig. Það var búið að brjótast inn í matargeymsluna okkar og búið að ræna kjöti. Silvía kokkur hafði komist að því þegar henni var boðið í þorpinu sínu þar sem hún býr að kaupa kjöt sem var í pökkum merkt Greyton Lodge. Hún náði að taka af honum einn pakka af beikoni og hringdi svo hingað í miklu uppnámi. Bói talaði við hana og hringdi svo strax í lögguna, sem kom strax og vildi fara að taka skýrslu. Bói rak þær út til að þær gætu reynt að hafa upp á þessum náunga. Löggan og allir vita hvað hann heitir. Hann hefur verið að vinna fyrir verktakann í húsinu þar sem við höfum geymslurnar. Hafði ekki upp á honum og kom aftur. Ég gaf skýrslu og kærði þetta. Löggan virtist ekki hafa neinn áhuga á að gera neitt nema bara fylla út einhverja pappíra. Veit ekki hvort við höldum þessu til streytu vegna þess að það getur komið sér illa fyrir Silvíu og annað starfsfólk okkar.

Ég hringdi svo strax í öryggisgæslu fyrirtækið sem vaktar hjá okkur og bað þá um extra gæslu, sérstaklega þar sem við erum með geymslurnar. Það leit ekki vel út með kvöldið. Enginn strútur, ekkert lamb og ekkert nautakjöt til. Gátum reddað lambinu og nautinu í búðinni hérna og strúturinn var bara ekki til. Við vorum mjög slegnir eftir þetta og það kom eiginlega smá uppgjöf í okkur. Hvar á þetta að enda. Eilífir þjófnaðir og vandamál. Jæja, við höfðum nú ekki tíma til að vera að velta þessu mikið fyrir okkur, enda troðfullt hótel og brjálað að gera í mat og drykkjum allan daginn.

Við skiptum liði. Gússý fór inn í eldhús til að gera forrétti og eftirrétti, ég á barinn og Bói að sinna gestum. Gestir hérna geta verið alveg ótrúlega ruddalegir, sérstaklega fólk af afrískum uppruna (Africans) og þá sérstaklega við litaða starfsfólkið okkar. Það breytir yfirleitt miklu þegar hvítur maður kemur og spjallar við starfsfólkið. Bói segist reyndar alrei hafa fengið eins mikin skít og dónaskap yfir sig eins og frá gestum. Veit ekki hvort þetta er sér “Suður Afrískt” fyrirbrigði eða hvort þetta er svona alls staðar. Hérna étur fólk upp allt af disknum sínum og kvartar, klárar vínið sitt og kvartar svo yfir því að það hafi verið skemmt. Manni er ekki gefinn séns að lagfæra. Höfum reyndar komist að því að þetta virðist vera leikur til að fá afslátt. Erum næstum hættir að falla í þá gildru.

Kvöldið gekk mjög vel. Slógum nýtt met í fjölda gesta sem voru yfir 50. Ferdi kom og spilaði á píanóið og tók með sér óperusöngkonu sem tók nokkur lög með honum. Þetta var alveg frábært. Mikil stemming og fólk almennt mjög hrifið. Og viti menn, nautakjötið sem við fengum hérna úr lokal búðinni var það besta ever. Gaucho, sem er uppáhalds steikar staðurinn okkar í Amsterdam getur farið að passa sig!

Hótelið er enn fullt og mikið bókað fyrir kvöldið. Reiknum með öðru eins kvöldi og VIÐ ERUM TIL!