Sunday, October 23, 2005

Myndir

Set hér með inn myndir sem hafa beðið birtingar frá því að Stefán bróðir og Kristján voru hérna. Myndirnir hér fyrir neðan eru frá lautar ferð sem við fórum í niður að á, með Jenny, Brian, Noelle og Volga og svo þar fyrir neðan frá ferð okkar til Suurbrak.

Kristjan, Stefan og Boi Posted by Picasa

Jenny og Brian Posted by Picasa

Stefan og Boi nidur vid a Posted by Picasa

Boi, Kristjan og Stefan i Suurbrak  Posted by Picasa

Saturday, October 22, 2005

Litla ljúfa syndin - ökuskírteini

Er búinn að vera svolítið viðkvæmur í gær og í dag. Lífið er einkennlegt stundum og ekki alltaf gott. Bói hefur verið þreyttur, þreyttur og þreyttur. Samt svo duglegur að hvíla sig og taka þessu rólega. Tónleikarnir gengu fínt í gær. Ég reyndar endaði inn í eldhúsi að rembast við nýja framsetningu á diskana, gekk bara vel. Litla ljúfa syndin er reyndar í hættu að detta út af seðli. Var þokkaleg í gær, en í dag erum við búin að reyna 3 að gera hana og allt endað í klessu, kögli eða súkkulaði útum allt. Ætlum að prófa uppskriftina á morgun og sjá svo til. Aunty Kristjan, heiður þinn er í veði........... Segja stelpurnar í eldhúsinu.

Ég endaði hérna einn eftir að hafa sent allt staffið heim í gær og sá einn um seinustu gestina, veit ég á ekki að gera það en samt... Þetta varð nú ekkert mjög seint en samt. Verð að finna einhverja leið til þess að enda ekki í þessari stöðu aftur og aftur. Búin að segja Gulltönn að drífa sig í ökuskóla og meira segja boðist til að borga það fyrir hana. Þá myndi Gleði, Ami og Gulltönn hafa ökuskírteini og getað þess vegna séð um allan akstur á okkar bílum. Það myndi létta mikið og þá þyrfti maður ekki að hanga einn yfir seinustu gestunum. Gulltönn gæti keyrt sjálf heim eftir að hún væri búin að loka.

Fyrir þau ykkar sem hafið týnt símanúmerunum okkar eru þau birt hér með. Síminn okkar er +27 (0) 28 354 9800 (9876) GSM hjá Bóa er +27 83 861 3155 og hjá mér +27 83 861 3220 (get verið úrillur stundum þegar maður er búinn að vinna mikið og svarar símanum hálfsofandi og ekki alveg í þessu heimi (Sorry tengdo og fjölskylda Bóa) og e-mailinn er greytonlodge@kingsley.co.za

Thursday, October 20, 2005

hann á afmæli hann Abraham.....

Þetta er nú meira lífið. Loana þarf að vera eina nótt í viðbót á spítalanum í Caledon, og sem betur fer er hann mun ódýrari en spítalinn sem Bói fór á. Hún er með of háan blóðþrýsting og eitthvað fleira. Vonandi finna þeir út úr því og ná að kippa þessu í lag með réttum lyfjum. Hún fær ekki að vinna meira hérna næstu vikur. Verður rekin í frí hvort sem hún vill eða ekki. Þetta er einkennlegt með lífið og heilsuna. Maður tekur þessu alltaf sem sjálfsögðum hlut að maður sé bara í lagi en svo koma svona hlutir upp á og maður er bara eins og allir aðrir. Aðeins heppnari reyndar.

Ég er búinn að ákveða að ég ætla ekki að skrifa meira um hvernig Bóa líður. (ekki ritskoðun í gangi ef þið haldið það) Ef þið hafið áhuga þá getið þið bara hringt í hann. Þýðir ekkert að senda honum e-mail eða SMS. Hann kemur ekki nálægt tölvunni og SMS kemur stundum en oftast ekki, því miður. Síminn hans er +27 83 861 3155 og hótel síminn er +´27 28 254 9800 (eða 9876) Nú ætla ég að skrifa um mig og Greyton Lodge ásamt vinum okkur hérna. Takk fyrir

Ég er búinn að hafa það gott í þrjá daga núna með næstum engu kvíðakasti sem mér finnst frábært. Ekki þar með sagt að mér líði svaka vel en hef það gott samt. Kvöldið í gær var erfitt, en náði að leysa það án þess að Bói færi að keyra Loana til Caledon á spítalann og ég að elda. Frábært og staffið er svo með okkur. Það varð allt í einu svo svakalega mikið að gera sem er óvanalegt á miðvikudegi. Ég sagði Gulltönn einhvern tímann á milli 10 og 11 að ég ætlaði að taka allt staffið heim nema hana. Fínt sagði hún þannig að ég kom þeim öllum í háttinn. Náði að koma Bóa í rúmið miklu fyrr reyndar. Svo sat ég aðeins hérna þangað til Gulltönn sagði mér að hún gæti útvegað sér far með einni löggunni (löggustöðin er hérna við hliðina) og að ég gæti bara farið heim. Hún myndi sjá um að hella í þau víninu og koma gestunum í bólið eftir að þau væru búin að eyða hvítunni úr augunum á barnum (jæja hún orðaði þetta ekki alveg svona, en ég skyldi það þannig).

Bói fór í morgun að ná í staffið og ég svaf aðeins lengur. Ég fór strax að tékka á fyrirspurnum og þess háttar, borga nokkra reikninga og svo dreif ég mig til Caledon, ná í launin fyrir morgundaginn, ná í bús fyrir helgina, fá ný númer á Land Roverinn og endurnýja skráninguna á Bimmanum. Svo að versla grænmeti og fleira. Kom til baka um hálf þrjú og þá voru Ami og Jacko (nýji garðyrkjumaðurinn) að tala um að það væri verið að stela af viðnum sem Jacko hefur verið að saga útí skógi fyrir grindverkið sem þeir hafa verið að smíða hérna. Bói hefur alltaf sagt að þessi Land Rover (LV) væri nýja leikfangið mitt. Ó nei, sagði þeim að þetta væri ekki leikfang og við skyldum bara drífa okkur útí skóg að ná í allan þennan við. Gætum vel hrúgað þessu inn í LV, sem við og gerðum og drusluðum þessu öllu heim.

Ferdi var hérna í dag að æfa með einhverju fólki sem ég þekki ekki. Hljómaði mjög vel og hlakka til að heyra í þeim á morgun á tónleikunum. Ritstjórinn sendi mér uppkast af auglýsingunni sem var næstum fín. Hringdi í hana og tjattaði og náðum að laga þetta. Á nú svosem ekki von á að hún geri þetta eins og um var rætt, en þett er eitthvað í áttina. Marise (sem hefur búin í þessum bæ í 17 ár) sagði mér að það hefði enginn verið dónalegri við hana en hún, en það sem ég hefði sag hefði slegið allt. (Sama þótt þú hafir verið skólastjóri í kvennaskóla, þú notar ekki reglustrikuna á mig.) Vonandi er þetta bara frá. Það er víst nóg af öðrum hlutum að glíma við.

Hann á afmæli hann Abraham, tengdasonur okkur. Til lukku með daginn..

Wednesday, October 19, 2005

Ritstjórinn og reglustrikan

Þetta er nú búinn að vera meiri dagurinn. Ég vaknaði snemma (alltof snemma, eða löngu áður en birti. Var með kvíða tilfinningu og leið ekki vel. Hlít að hafa sofnað aftur, en vaknaði samt um hálf átta leitið. Byrjaði á því að fá mér eina róandi. Kveið svolítið fyrir fundinum með ritstjóranum sem við hottum um hálf ellefu í dag. Hún kom og var strax með stæla. Byrjaði á því að henda kvittanabókinni sinni á borðið og kvarta yfir því að við hefðum ekki greitt nokkra mánuði þangaði til fyrir mánuði síðan og þess vegna hefði hún ályktað að við vildum ekki blaðið. Ég sagði henni að hún hefði ályktað rangt og við hefðum orðið mjög fúlir. Hún byrjaði srax að malda í móin og þá skellti ég á hana að þrátt fyrir það að hún hefði verið skólastjóri í kvennaskóla, þá gæti hún ekki notað reglustrikuna á okkur og slegið okkur á hendina. Þá byrjaði hú að segja okkur hvað hún væri gömul (70+) og að þetta væri nú eins manns fyrirtæki og að maðurinn hennar væri svo lasinn að hún gæti ekkert gert og ekkert farið. Ég sagði henni strax að mér væri alveg sama hvað hún væri gömul, hversu veikur maðurinn hennar væri og hvað þetta væri erfitt. ÞÚ NOTAR EKKI REGLUSTRIKUNA Á OKKUR.

Hún varð eiginlega alveg brjáluð og ég reyndar líka, veit ekki hvernig þetta hefði farið ef Bói hefði ekki getað liðkað aðeins fyrir okkur báðum. Hún varð hvítari en barnapúður og ég skalf eins og hrísla. Þetta var ekki notarlegt. Náðum eins konar samkomulagi..... Svo sagðist hún vera að skrifa grein um afmælið okkar og það þyrfti að velja mynd. Vildi ekki að ég kæmi en Bói mætti koma og velja þessa mynd. Þá sagði ég henni að ef hún gæti ekki átt samskipti við mig þá þyrftum við bara alls ekki að eiga nein samskipti. Í fyrsta lagi þá mætti Bói ekki gera neitt og í öðru lagi þá væri þetta ekki hans deild, heldur mín. Fatta ekki alveg enn hverngi Bói náði að róa okkur bæði en honum tókst það.

Við röltum svo til ritstjórans seinna í dag til að velja mynd. Brosti og kjaftaði eins og ekkert hefði gerst (þetta er það sem ég á erfiðast með að þola og gera í SA). Gekk svakalega vel og það hefði enginn trúað því að við hefðum verið eins og stálin stinn fyrr um daginn. Hún náði meira að segja að brosa og segja okkur að hypja okkur út þegar við vorum búnir. Búið að taka soldið á.

Reyndum að ná í Jenný, Brian eða Volgu til að komast aðeins í burtu, en enginn heima. Enduðum heima hjá Marise og Neil sem var eiginlega bara fínt. Áttum mjög góða stund með með þeim. Var meira að segja boðið að borða með þeim. Grill í gangi og fleiri gestir að koma, þ.a.m Volga. Ákváðum nú samt að hypja okkur á hótelið okkar. Mikið búið að vera bókað og mikið að gera á miðvikudegi sem er óvanalegt.

Loana kallaði allt í einu á mig rétt um það bil sem fyrsti rétturinn var að fara út og sagðist vera veik og vildi fara á spítalann í Caledon. Sagðist vera með svipaða verki og seinast þegar ég keyrði hana þangað og þá var það bara milli rifja gigt. Bói var æstur í að keyra hana en ég sló á hendina á honum og sagði honum að það mætti hann ekki. Hringdi í Gleði sem kom með annan kokk stuttu seinna (ég reddaði hlutunum á meðan) og svo tók hún Loana og fór með hana á spítalann í Caledon. Gleði sleppti sér aðeins þar yfir því hvað þær þurftu að bíða lengi eftir þjónustu. Kom í ljós að Loana er með of háan blóðþrýsting og þarf að vera það yfir nótt. Búið að breyta vaktaplaninu á morgun og ég vona og elskurnar mínar, biðjið fyrir henni Loana um betri heilsa. Finnst svo vænt um þessa kellu, (eins mikið og eg hef hatað hana) Hún er frábær bara soldið seintekin.

Kvöldið hefur alla vegna gengið vel og eiginlega er ég bara hissa hvað það er búið að vera mikið að gera. Átti ekki von á því. Never mind. Sendi Bóa heim í háttinn áðan. Það er ennþá 8 manna borð sem er víst ekki auðvelt. Staffið er hérna ennþá og ég þarf að keyra það heim á eftir.

Hvernig er það annars, engin komment á heimasíðuna www.greytonlodge.com Ef ég fæ ekki komment.þá fer ég að rukka áskriftargjald af Greyton Lodge sápunni........

Tuesday, October 18, 2005

Staðreyndir fyrir allar Gróur á Leyti sem vitna í þessa síðu

Fórum upp á vestur ströndina til Veldrif (God´s Window) að vinna í heimasíðunni. Þetta var alveg fimm tíma akstur, þannig að ég var nú ansi lúinn þegar við komum þangað enda erfiðir vegir yfir fjöll, slæmir malarvegir og ég veit ekki hvað, og ekki læt ég Bóa keyra þessa dagana. Við alla vegna mættum þar um sex leitið og var boðið í dinner hjá Geraldine og Hr. Þetta var hræðilegt, sjaldan verið í leiðinlegra boði og ef ég hafði andúð á kellingunni áður en við komum þangað, þá keyrði það alveg um þverbak með kallinn hennar sem er eiginlega fimm sinnum verri en hún. Þau eru svo rík og montin að tekur út fyrir allt að hlusta á þetta kjaftæði allt saman í þeim. Við alla vegna héldum þetta út og sögðumst svo vera orðnir úrvinda áður en það kom að eftirréttinum. Ég hafði hafnað boði hennar um að gista hjá þeim. Sagði að við þyrftum á okkar prívat lífi að halda og gætum engan vegin búið inn á þeim.

Hún hafði bókað okkur inn á lítið gistiheimili sem var nú ekki það sem við þurftum fyrir prívat lífið okkar, einungis tvö herbergi og það inn á heimili hjá fullorðnum hjónum. Baðherbergið okkar var fram á gangi við hliðina á sófanum þar sem hún lá að horfa á sjónvarpið. Oh, okkur fannst þetta ekki þægilegt, þó svo að allt væri huggulegt og hreint. Ég vaknaði um fjögur leitið um nóttina og átti erfitt með svefn vegna gamallar gólfklukku sem hringdi á kortersfresti. Um 6 leitið heyrði ég að kellingin var komin á fætur og ekki langaði manni að fara á klóið, ef ske kynni að hún sæti fyrir manni. Jæja, ég alla vegna fór að fá kaffi hjá henni um átta leitið. Hún var svo super vingjarnleg að ég varð næstum hræddur. Spurði hvort ég hefði sofið vel, sem ég gerði ekki og sagði það. Var reyndar búinn að ákveða að segja að mér findist ég vera allt og mikið inn á þeim hjónunum og að ég þyrftir meira prívat líf. Sagði henni að ég væri nú bara óvanur nýjum hljóðum og dreif mig svo með kaffið inn í herbergi. Við fórum svo í morgunmat stuttu seinna og tékkuðum okkur út.

Svo tók við vinna með heimasíðuna sem tók allan daginn. Þetta lið var ekki auðvelt og ég veit ekki hvað ég þurfti oft að stappa niður fætinum og segja þeim að þetta væri heimasíðan mín og ég vildi hafa hana skv. mínu höfði og að mér væri alveg sama hvað henni fyndist. Hún var ekkert að vinna í tölvunni nema bara að skipa forritaranum fyrir og segja honum að fara til vinstir þegar ég sagði hægri. Hann var farinn að segja henni bara nei, viðskiptavinurinn vill þetta ekki svona heldur hins segin. Jæja þetta gekk bara ágætlega held ég og er þokkalega ánægður með þetta. Það var reyndar aðallega hönnunin og formið sem ég var að fókusera á, Á ennþá eftir að vinna meira í texta vinnu og að setja inn nýjar og betri myndir. Það er alla vegna mun auðveldara núna þegar formið og hönninn er orðin rétt. Síðan á að fara í loftið í kvöld eða nótt, þannig að endilega tékkið á henni www.greytonlodge.com

Svo var keyrt heim um leið og þetta var orðið þokkalegt. Tók fjóra tíma núna og maður er soldið lúinn eftir þennan akstur. Fórum á Land Rovernum sem stóð sig fínt. Er reyndar ekki eins afslappandi að keyra eins og Bimmann, en fínt samt. Heilsan er búin að vera fín, ekkert kvíðakast komið og eiginlega hefur mér bara liðið mun betur seinustu tvo daga en allan tímann síðan ég fór með Bóa á spítalann. Reykingar bindindið gengur vel, er aðeins að tyggja nókótín tyggjó, en finnst það í sjálfu sér ekki gera mikið. Veit ekki hvað hvað ég nenni þessi tyggjói lengi, en sjáum til.

Bóa blogg:
Vegna ítrekaðra sögusagna frá öllum Gróum á Leyti sem segjast hafa staðreyndir sínar á hreinu úr þessari bloggsíðu, verð ég að leiðrétta eftirfarandi:
er í fullu fjöri og ríf kjaft enn.
Erum ekki farnir á hausinn og ekki á leiðinni einu sinni.
Erum ekki að gefast upp.
Erum ekki að “flýja” aftur til Íslands.
Staffið er langt í frá búið að stela öllu frá okkur.
Erum fullir bjartsýni á framtíðina, þó vitað sé að hún verði ekki endilega auðveld.
Að þessu sögðu, vil ég þakka kærlega allar yndislegar og góðar bænir til handa heilsu minni og Villa og þið megið vita að þær hafa virkað og styrkt. Megið alveg lauma inn bænum ennþá, þar sem ég er víst ennþá á “riskí” tíma. Reykingarleysið gengur mjög vel, þrátt fyrir að ég sakni “besta vinar” míns, á morgnanna sérstaklega. Vorum að koma frá vestur ströndinn og mikið er nú gott að koma í eigin paradís aftur. Vonandi hefur Villi tíma til að setja inn blómamyndir sem ég tók í fyrradag á aðeins fimm mínútna göngu hér um garðinn. Sumarið er komið og stuttbuxna og opnu skóa tímabilið hafið (stendur næstu 8-9 mánuði). Endilega kíkjið á nýju heimasíðuna okkar. Mér finnst hún SMARTH. Hlakka til að heyra í ykkur öll og sjá hér í Greyton. Ég ætla að kíkja á comment á morgun, brjálast ef það er ekki fullt af commentum. Love and leave you.

Monday, October 17, 2005


Dina tjuttad hressilega Posted by Picasa

Svo var dansad, eg, Loana og Anne Posted by Picasa

Svo tok GL korinn lagid Posted by Picasa

kallad lika upp Marise og Neil sem hjalpudu okkur med endurbaeturnar i upphafi, Gert Naude og opnadi tar med nyju malverkasyninguna Posted by Picasa

Boi helt raedu tar sem hann kalladi upp alla starfsmennina okkar Posted by Picasa

David Alder, song afmaelissonginn med Genadendal brass band Posted by Picasa

Vid vorum mjog stoltir tennan dag. Posted by Picasa

Gabriel, madurinn hennar Gledi med badar daetur teirra Posted by Picasa

Þetta er ég, Gert Naude, Joy og Bói. Tekið í afmælisveislunni okkar 1 oktober þar sem við héldum upp á eins árs afmæli okkar, 20 ára afmæli Greyton Lodge og opnun á nýrri málverkasýningu Gert Posted by Picasa

Kvíði og vefsíðan

Þetta eru búnir að vera erfiðir dagar. Erum að berjast vid kvíða og hræðslu. Eiginlega ég miklu meira en Bói. Það tekur tíma fyrir áfallið að síga inn almennilega og ég er jú naut, hægur af stað og get verið pollrólegur, en þegar ég kemst af stað er mjög erfitt að stöðva mig. Er að fá svona smá grenjuköst, depurð og kvíða annað slagið. Reyni að fara vel með það og tek róandi töflur þegar mér liður sem verst. Bóa líður nú ekkert of vel heldur. Hann varð mjög hræddur á laugardaginn, fékk verki fyrir brjóstið og út í handleggi, fannst hann vera “high” eða svona utan við sig með taugakerfið. Fórum í smá göngutúr, hann lagði sig smá og svo bað hann um að ég myndi keyra hann til Somerset West á spítalann aftur. Pökkuðum strax snyrtidóti, ákváðum að koma fyrst samt við hjá lækninum hérna sem er mjög góð og er með tæki til að mæla starfsemi hjartans.

Kom í ljós að þetta var allt í góðu og eiginlega var þetta bara slæmt kvíðakast ásamt aukaverkunum af þessum lyfjum sem hann er á. Vöðvaverkir, höfuðverkur og kvíða og hræðslu tilfinning. Fékk róandi töflur sem ég má bryðja líka og svo ítrekaðu hún bara að hann má ekki vinna neina líkamlega vinnu í 6 vikur eftir aðgerðina. Hann er nú samt að rembast eins og hann getur. Loana var í einhverri fílu um daginn vegna þess að það var enginn í uppvaskinu og þær tvær sem voru að kokka þurftu að vaska upp líka. Gulltönn sagði okkur þetta og Bói rauk inn og byrjaði að vaska upp. Ég varð ekki par ánægður, gaf honum samt smá tíma og fór svo inn og barði í borðið og spurði Loana hvort hún ætlaði sér að drepa manninn menn, bara vegna þess að hún væri fúl yfir því að það væri ekki uppvaskari á vakt. Sagði þeim að honum væri bannað að vinna svona vinnu og þær skyldu gjöra svo vel að skutla honum útúr eldhúsinu ef hann gerði þetta aftur. Svo rauk ég heim með þetta og grenjaði bara. Maður er eitthvað svo viðkvæmur og uppstökkur líka þessa dagana. Tengist nú ábyggilega reykbindindinu líka, sem gengur reyndar ágætlega.

Land Roverinn kom í gær og ég fór beint upp á fjall á honum að prófa hvernig þessi bíll væri á erfiðum vegum. Gekk eins og draumur í dós, og eyðir eins og það renni bara beint í gegn. Skítt með það, held þessi bíll hennti okkur mun betur en BMW á þessum slæmu vegum hérna í kring þar sem staffið býr.

Staffið er búið að standa sig mjög vel að sjá um allt og reynir að hlífa okkur eins mikið og það mögulega getur. Gleði hefur séð um allan akstur enda nýkomin með ökuskírteini og keyrir stolt um. Gulltönn hefur líka staðið sig vel og ég hef passað upp á að styðja vel við bakið á henni og minna hana á hitt og þetta í tíma og ótíma í stað þess að standa hana að því að gera ekki hlutina eins og á að gera þá.

Fórum til Jenny í hádegismat í gær. Þar voru Brian og Volga líka. Var mjög huggulegt. Góður matur og fínn félagsskapur. Ég kom eitthvað inn á það að eitt sem maður hefði alla vegna lært á þessu áfalli, væri að fresta hlutum ekki og ekki að láta neina vera eitthvað að rugla í sér, sbr. Ritstjórann, Brian (þegar hann tekur köstin sín) og fleiri og fleiri. Brian tók þessu nú bara vel, en sagði okkur að ritstjórinn hefði kallað í hann í uppnámi og sagt honum hvað við hefðum gert, þ.e. skilað blöðunum og sagt upp áskrift, auglýsinum og öllum viðskiptum við hana. Hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að höndla þetta. Brian ráðlagði henni barasta að hafa samband við okkur og reyna að leysa þetta. Vissi að við værum alveg til viðræðu, enda hafði hann heyrt þetta hjá okkur áður. Enough is enough, en við erum nú samt meira en tilbúnir til þess að spjalla við hana og taka upp þráðinn aftur, en boltinn er hjá henni.

Erum að fara á eftir upp á vesturströndina að heimsækja vefstjórann okkar. Hún er eitthvað klikkuð held ég. Ef ég segji henni að fara til hægri, þá fer hún til vinstri. Ef ég bið hana um að breyta einhverju á ákveðinn hátt, þá breytir hún einhverju öðru. Ef ég segji hvítt þá gerir hún það svart. Ætla mér að sitja yfir henni þangað til þetta er orðið þokkalegt. Setja heimasíðuna í loftið og ætli ég fari svo ekki að leita að nýjum vefstjóra. Einhverjar tillögur? Gistum þar í eina nótt sem verður kannski smá frí í leiðinni fyrir okkur.

Er búinn að vera alltof latur að blogga, enda svosem nóg annað að gera. Bryndís Petra átti afmæli 11 oct, Róbert 14 okt, Kalli þann 16 okt. Til hamingju öll sömul. takk svo öll sem hafið verið dugleg að senda okkur komment og e-mail. Það vermir.

Thursday, October 13, 2005

Land Rover

Hæ essgunar

Fórum til Caledon í dag að ganga frá ýmsum málum, þar á meðal bankamálum sem hafa verið erfið. Höldum að við séum komnir yfir erfiðasta hjallinn, en nú viljum við láta vita hvernig framkoma bankakerfisins hefur verið við okkur. Það hefur verið komið fram yfir okkur eins og glæpamenn, starfsmenn bankans úr hinum ýmu deildum hafa böggað okkur endalaust. Rak þann seinasta út héðan og sagði honum að éta það sem úti frýs. Orðaði það reyndar smart á breskan hátt og brosti eins og flugfreyjurnar hjá Sinagapore Airlines gera þegar þaær meina “Fokk jú” og ná að brosa á sama tíma. Never mind.

Fórum sov til Somerset West, vegna þess að ég keypti bíl þar meðan að Bói var á spítalanum en það þurfit að gera ýmislegt við hann fyrst. Því miður var bíllinn ekki tilbúinn þegar við komum. Samdi um að sölumaðurinn kæmi með bílinn til okkar, vegna þess að við erum með stórborgarfælni og viljum ekki koma aftur. Þetta er Land Rover Discovery V8 og með allan pakkann. Var skítspældur að fá ekki vílinn, en í staðinn fæ ég nýjan geislaspilara í bílinn. BMW er að hrinja í sundur á malarvegunum í Genadendal þar sem meiri hlutinn af staffinu okkar býr og þess vegna kominn tími á að fá bíl sem þolir þessa vegi. Finns hann reyndar ekki smart, en hann þolir þessa vegi betur en BMW´inn

Keyptum fiska í dag. Koi fiska, vorum með gullfiska ein 12 stykki í tjörninii okkar en því miður náðu fuglarnir þeim. Koi fiskar eru mun stærri og ólíklegt að fuglarnir nái þeim. Þetta eru ekki litlir Sushi bitar eins og gullfiskarnir voru.

Kallinn sem seldi okkur bilinn ætlar að koma á morgun vonandi með með bílinn. Búinn að borga hann þannig að vonandi eru þetta ekki svik og prettir. Sjáum til....


Heimasíðan, Djísus Kræst, þetta fyrirtæki sem er að gera hana fyrir okkur er ekki að gera neitt nema að klúðra þessu. Ég er rðinn soldið SA í mér og hringdi í hana og sagði henni, hvað er í gangi eiginlega? Ég setti þetta upp fyrir þig og allt sem þú gerir að að breyta því sem´ég bað um... Jæja ég þarf líklega að fara til hennar og láta hana breyta síðunni meðan ég sit yfir henni. Held að það komi til með að ganga vegna þess að ég veit hvað ég vil og vissi það reyndar áður en við komum hingað og tókum við.

Þetta var seint kvöld í gær. Við reyndar fórum snemma heim og gláptum á video þanngað til Bói sofnaði og ég var að sofna lon og don. Rölti samt á ressan annað slagið til að sjá hvað væri að gerast. Ráðstefna í gangi og allir happy “as Larry” Sátu mjög lengi og ætluðu aldrei að koma sér í háttinn. Jæja, þau skrolluðu heim rétt fyrir miðnætti og ég keyrði Gulltönn heim. Var búin að keyra alla aðra heim áður. Sest heima og er aðeins að slaka á þegar ég heyri líka þessi svakalæta. Klæði mig og rýk út. Þá var þar koinn risa trukkur að draga steypubíl í burtu og það tók nú tímana tvo að tengja allt draslið. Þessi steypubíll var búin að vera hér fyrir utan síðan um hádegi. Allt í einu um eitt leitið um nóttina þurfti að koma druslunni í burtu með hávaða og látum.. ég rauk í bílstjórann og spurði hvort hann gæti ekki drepið á bílnum meðan hann væri að þessu. Við værum með 15 gesti sem gætu ekki sofið útaf hávaða. Hann sagði næstum því f... Y.. Never mind. Mín klikkaðist og hótaði lögreglu sem ég hringdi í strax. Löggan mætti 10 mínútum seinna og KEYRÐI FRAMHJÁ. Djísus Kræst. Þá trompaðist mín. Hringdi aftur og spurði hvað er eiginlega í gangi. Er allt í lagi að hafa trukk í gangi fyrir utan hótelið okkar. Never Mind... þeir náðu loksins að tengja bílana saman og keyrðu af staf. Náðu samt að flauta eins hátt og svona stórir trukkar geta einir gert. Jæja ég fór að sofa enda klukkan að ganga tvö. Þegar ég vaknaði var ég rólegri og langaði ekkert til þess að eyða orkunni minni í þetta kjaftæði. Náði samt að hringja í fólkið sem er að gera vefsíðuna okkar og hella mér yfir hana.

Þetta er SA og stundum þarf maður bara að vera eins og fluffa á Singapore Airlines og brosa mikið og helst að segja Fukk jú með brosinu. Veit ekki hvaða brost námskeið Singapore Airlines hefur sent staffið sitt á, en vil helst ekki senda staffið mitt á það námskeið...

Never mind. Lítur út fyrir annað seint kvöld. Bói farinn að sofa. Ég sé um ressann og að koma staffinu heim.

Tuesday, October 11, 2005

Ritstjóra straff

Kláraði aldrei þetta með ritstjórann. Hún notaði reglustrikuna á okkur og setti okkur á skammarbekkinn. Vitum ekki hvers vegna, Hún birti ekki auglýsingu sem átti að koma í seinasta blaði og sagðist ekki hafa fengið tölvupóstinn frá okkur. Skrítið vegna þess að hún breytti standard auglýsingunni eins og við báðum um í þessum sama tölvupósti. Getur það verið að hún hafi bara fengið hálfan tölvupóst? Aldrei heyrt um það. Hún ákvað svo einhverra hluta vegna að koma ekki með 20 eintök af september blaðinu eins og hún hefur gert reglulega og við setjum inn á herbergi fyrir gestina okkar. Engin afsökunarbeiðni, engar útskýringar eða neitt. Við vorum búnir að fara nokkrum sinnum upp á skrifstofu til hennar, en hún var aldrei við. Lögðum skilaboð til hennar um að við vildum hitta hana, en hún hafði aldrei samband. Hringdum veit ekki hvað oft en náðum aldrei í gegn. Hún lofaði okkur líka þegar við komum hingað forsíðuviðtali eða opnuviðtali sem hefur aldrei verið framkvæmt. Jæja, við fengum nóg. Hún kom hingað með 20 eintök af október blaðinu og skyldi eftir í móttökunni hjá okkur. Skrifuðum henni bréf þar sem við töldum þetta upp og sögðum upp áskriftinni og öllum auglýsingum í blaðinu hennar og röltum til hennar með bréfið og october blöðin. Hitti hana inn á skrifstofunni hennar sem kom mér á óvart. Bauð henni góðan daginn og sagðist vera að skila blöðunum og að það væri þarna bréf til hennar og kvaddi hana án þess að gefa henni tækifæri til að segja eitt eða neitt. Þurfum ekki á þessu að halda. Höfum ekki heyrt í henni ennþá og eigum eiginlega ekki von á að heyra neitt í henni. Það verður tekið eftir því af bæjarbúum að við erum ekki með neina auglýsingu í blaðinu lengur. Sjáum til hvað gerist.

Höfum það gott annars. Ég er búinn að vera soldið kvíðinn og þreyttur. Trúlega er álagið af þessu öllu saman að koma út. Bói er líka með soldinn kvíða, en fer vel með það. Kvartar smá yfir úthaldinu, sem hefur minnkað, en annars er hann mjög duglegur að passa sig. Bindindið gengur bara vel. Kannski er það að bæta á þessa vanlíðan líka eitthvað, veit það ekki, en veit hins vegar að reykingar eru ekki í boði lengur og við ætlum að standa við það.

Monday, October 10, 2005

erfiðir tímar en samt góðir



Þetta eru skrítnir dagar. Kristján farinn og eins lengi og hann hefur verið hjá okkur og í gegnum alla þessa erfiðleika, þá er það soldið töff á hann skuli ekki vera hérna. Lífið er ekki auðvelt, en sem betur fer er fullt af fólki að hjálpa okkur. Takk fyrir allar bænirnar og stuðninginn. Þetta hefur hjálpað okkur ótrúlega mikið. Staffið hefur líka verið duglegt að hjálpa okkur. Gleði er að hjálpa eins mikið og hún getur og segir okkur ekki einu sinni frá því hvað hún er að gera.

Áttum fund með henni í dag, vegna þess að hlutir eru ekki alveg í lagi þótt þeir kannski líti út fyrir það. Gilitrutt var að þvo sinn eigin þvott hérna um daginn, Margrét herbergisþerna mætti full í gær og alltof seint. Sendu Gulltönn á hana, Það er ennþá eitthvað verið að stela úr eldhúsinu. Svo var Gulltönn ásökuð um þjófnað aftur (eins og við vitum það ekki) Búnir að vera að tala við Loana sem átti reyndar að vera komin í frí. Hún segir að staffið sé skíthrætt við hana og það sé ekki að stela. Öryggisgæslan kemur fljótlega og getur farið í gegnum veski þegar staffið komur og fer, en má því miður ekki leita á því. Svo verða settar upp eftirlitsmyndavélar í eldhúsinu, móttökunni, barnum og þvottahúsinu. Þetta er bara orðið gott. Enough is enough!!!

Bói hefur það gott. Aðeins farinn að vinna andlega en líkamlega má hann það alls ekki. Fórum til ritstjóra lókal blaðsins hérna í gær. Hún er búin að hafa okkur í straffi. Hún var skólastjóri í stúlknaskóla og vön að nota reglustrikuna á fólk.


Ég er aðeins að berjast við kvíðaköst. Get ekki hugsað þá hugsun til enda ef honum hefði verið hleypt inn hjá lykla Pétri eða neðra, og skilið mig eftir einan með þetta dæmi hérna. Jæja, búin að vera soldið viðkvæmur og grenjað og verið með smá kvíðatilfinningu. Tók róandi í dag sem hefur aðeins hjálpað. Þetta er náttúrulega líka uppsöfnuð þreyta og kvíði. Bói er búinn að vera duglegur að hvíla sig og borða heilbrigðan mat. Segir reyndar að það sé samsæri í gangi, Loana, Diana, Karen, Gleði og ég erum að drepa hann úr heilbrgði. Það má ekki borða neitt sem er gott. Hafragrautur á morgnanna, Grænmetisbuff í hádeginu og rækjur með hrísgrjónum á kvöldin og svo er besti vinurinn hans dauður, SÍGÓINN. Ég er reyndar búinn að era ansi tæpur, en hangi inni. Testaði Bóa áðan. Sagðist vera bara að drepast út níkótínskorti og þyrftir á sígó að halda. Hvort hann væri ekki til í að fara og kaupa smá. Ein drepur jú ekki....... Nei er ekki í boði lengur. Já en Indraf er opið, nei..... En við þurfum hvort eð er að hafa þetta á boðstólum fyrir gesti, Nei og aftur nei. Stoltur af manninum mínum. Meinti þetta reyndar hálfpartinn að mig langaði í sógó, en annars gengur þetta bara pokkalega.

Bóa blogg:

Kæra fjölskylda, bæði mín og Villa, elsku allir vinir, í Noregi, Reykjavík, Hafnarfirði, Stykkishólmi, Hvanneyri og hvar sem þið eruð stödd núna. Takk fyrir allar bænir fyrir mig og Villa. Takk fyrir hlýju og vinarhug á tímamótum eins og þeim sem eg lenti á (óumbeðið) Það er bæði búin að vera mikil hvatning og um leið og mjög erfitt að lesa um áhyggjur ykkar af heilsu minni og Villa.

Eins og þið öll vonandi vitið öll, sem þekkið mig, hvað ég er mikill fagurkeri, það er lítið til vont í minni sál. Hefði fundist synd, ef við fengjum ekki að klára sköpunarverk okkar hér í Greyton. Þessi gatnamót í okkar lífi (hjartaáfalli) gerðust of nýlega til að maður hafi almennilega áttað sig á því hvað þá hvaða beygju maður á að taka nú. Þið vitið öll sem þekkið mig hvað líf mitt hefur alltaf á einhvern hátt verið öðru vísi en vænzt var af öðrum.

Verandi Hommii, gáfnaljós, prestefni, Oslóarbúi, besti “blómaskreitingarmaður í heiminum” Vinnandi fyir forseta, kónga, drottningar og marga ráðherra í áratugi. Alltaf með mína rödd. Þegar allt kemur til alls, eru það gæðin af vinnáttu ykkar og ást sem hefur veið hvatningin í gegnum allt. Rödd mín hefur ekkert breyst á þessum gatnamótum, en auðmýktin og þakklætið

Lenntum allt í einu með gestum og gátum ekki klárað þetta. Nú þarf að keyra staffið heim. Bói ætlar að keyra. Honum finnst það gott vegna þess að hann notar tímann til að tjatta við það og ná upp úr því hvað er gott og hvað mætti vera betra. Ég loka og bíð eftir honum, Vona að ég finni enga sígo

Love and leave you.

Ps. Ný heimasíða er komin, ekki alveg tilbúin en langt komin. Kíkjið á www.greytonlodge.com Aðgangsorð er ion og lykilorð er gl2005 hvað finnst ykkur?

Saturday, October 08, 2005

Life goes on....

Hæ kæru vinir

Takk fyrir góðar óskir um bata. Hér hafa commenntin, e-mailar og hringingar hrunið inn.

Takk Sigurborg,
Endurmat, forgangsröðun, og tilgangur verða lykilorðin okkar, enda kominn tími til. Skilaðu kveðju til Olgu og annarra sameiginlegra vina.

Takk Gyða
Bói er mjög duglegur að hlýða mér. Reykingabindindið gengur bara vel, þrátt fyrir að það sé mikið reykt í kringum okkur. Þetta er víst bara ákvörðun og þegar hún hefur verið tekin er þetta ekkert mál.

Takk Stebbi
Já, við komum til með að endurskipuleggja hvernig við getum rekið þetta hótel án þess að það drepi okkur. Ætlum að lifa miklu lengur en þetta. Hlökkum til að fá þig aftur og ég er viss um að Hilca-Ann (Hilký) sendi þér bestu kveðjur. Ps. Það er búið að loka Póstskrifstofunni, þannig að við getum lokað reikningnum þínum þar. (þau misstu vínveitingaleyfið)

Takk Anna Kristine. Já, þetta var sjokk fyrir okkur líka eins og svo marga aðra. Takk fyrir hlýjar hugsanir og bænir.

Takk Einar Örn fyrir baráttu og batakveðjur

Takk Árni og Arndís, við komum til með að taka því eins rólega og við getum. Guðmundur er mjög duglegur að hvíla sig og ég er að rembast líka við það eins og hægt er.

Takk Guðrún á Hvanneyri, bindindið gengur bara vel. Erum með sprey sem virkar svona vel. Tröppum niður með því. Þetta eru 4 brúsar, missterkir og sá seinasti er víst bara piparmintu sprey.

Elsku Hafdís, Já endilega sendu mér einn Tudefjæs bol. Er svo viðkvæmur eitthvað og er að berjast við gráturinn. Er að reyna að vera eins sterkur og ég get til þess að styðja við elskuna mína. Er svo líka að reyna að fara eins vel með sjálfan mig eins og ég get. Þetta er ekki auðvelt en staffið er líka að reyna eins og það getur að styðja við okkur og létta okkur lífið. Vonandi náum við einhverjum tökum á þessu svo þetta hótel fari ekki með okkur í gröfina. Bestu kveðjur til múttu og familíunnar

Takk Inga fyrir góðar óskir. Er þetta ekki eins og þú sagðir um daginn. Það er ekki spurning um hvað kemur fyrir í lífinu, heldur hvernig við tökum á því. Við komum til með að vinna úr þessu eins og best við getum.

Takk elsku besta systir fyrir að senda englana til okkar. Þeir eru mættir og eru að gefa okkur styrk. Engin ástæða til að rjúka upp í flugvél, Allar bænirnar virka og hjálpa mikið.

Takk Hildur fyrir góðar óskir. Við komum til með að komast yfir þetta fjall og við gefumst ekki upp.

Takk allir sem hafa hringt og allir aðrir sem hafa sent okkur bata óskir og bænir.

Guðmundur hefur það bara ágætt og er duglegur að taka því rólega. Ég rek hann annað slagið til þess að fá sér hvíld og styð hann í reykingabindinu. Núna er kvíði og ótti að komast soldið að. Áfallið kemur náttúrlega þegar maður fer í raun að átta sig á því hvað gerðist og hversu alvarlegt þetta er. Hann bankaði upp á hjá Lykla Pétri sem vildi hann ekki strax og þá reyndi hann við neðra, en þeir vildu hann ekki heldur. Við komum til með að fara vel með okkur. Allir vinir okkar hérna hafa verið okkur líka mikill stuðningur og reyndar bæjarabúar allir. Veit ekki hvað margir komu til okkar á tónleikunum og vildu vita hvernig gengi og báður fyrir góðar bata óskir. Bói var reyndar ekki alla tónleikana, fór að leggja sig enda var þetta orðið alltof mikið af fólki hérna. Það er ekki alltaf auðvelt að vera svona í “sviðsljósinu”. Maður er afskaplega lítið útaf fyrir sig. Kristján hefur verið okkur ómetanlegur stuðningur. Veit ekki alveg hvernig maður hefði komist í gegnum þetta án hans.

Núna erum við bara að reyna að taka þessu eins rólega og við mögulega getum. Staffið er að gera sitt besta til þess að styðja okkur og létta okkur lífið. Meira að segja er farið að elda kólestról létt fæði handa okkur, Bói fær hafragraut á morgnanna, fengum gulrótarbuff í gær. Veit nú ekki alveg hvað við endumst lengi í svona sérfæði, en þetta er gott líka vegna þess að það þurfti að endurnýja grænmetis réttina á matseðlinum. Við erum að fara til Caledon á eftir. Þurfum að fara í bankann og svo að kaupa áfengi fyrir barinn. Svo fer Kristján seinnipartinn. Joy og Gabríel ætla að keyra hann á flugvöllinn. Við komum til með að sakna hans mikið. Hefur reyndar ekki verið mikið frí hjá honum. Hann var svo duglegur að kenna þjónunum og að vinna í eldhúsinum með kokkunum og svo seinustu vikuna sem Flórens Nightingale, með kappan og det hele.

Heyrumst seinna.....

Friday, October 07, 2005

hæ hæ

Hér hefur lífið gengið sinn vanagang nokkurn vegin, þrátt fyrir öll símtölin sem hafa komið og alla e-mailana og commentin á bloggið. Bói ar varla lesið þetta, varð klökkur og reyndar ég líka. Já, þegar maður verður svona nálægt því að drepast þá verður maður soldið viðkvæmur. Ég er búin að vera að standa mig mjög vel, reyndar barist við að vera ekki bara að grenja, elska þennan mann svo mikið. Við stoppuðum hálfa leið til Greyton í gær og kláruðum seinust sígóurnar. Síðan hefur ekki verið reykt. Bói hefur reyndar röflað og röflað og heimtað sígó, en NEI. Sú seinasta hefur verið drepin og gott að það var hún en ekki Bói eða ég.

Tilfinninging og hræðslan sem fylgir svona áfalli er ekki góð. Bói er búin að vera að upplifa hræðsluna og kvíðan yfir þessu öllu í dag. Það tekur stundum tíma að drekka þetta allt inn og átta sig á því sem hefur gerst. Þetta var mikið áfall. Hann hefur samt verið góður til heilsunnar í dag. Fyrir utan smá hræðslu og kvíða, þreytu og áhyggjur, Þá hefur hann það gott.

Vorum með tónleika í dag og honum hafði kviðið fyrir öllu fólkinu sem kæmi og væri að spyrja hvernig hann hefði það. Jæja þetta gekk allt vel og sumir komu og spurðu hann. Enn fleiri stoppuðu mig og spurðu um hann, Honum líður vel en þarf mikla hvíld er standard svarið mitt. Veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum þetta án Kristjáns. Volga hefur líka verið svakalega mikið með okkur í gegnum síma. Búin að vera gera Gleði brjálaða með spurningum um hvernig reksturinn gengi, hvort allt væri að ganga upp og hvort það þyrfit ekki að ná í bús og brennivín. Meira segja Jenny bauðst til að koma að kokka. Og margir aðrir buðu fram aðstoð. Gvöð, þau hefðu öll eyðilagt á fimm mínútum það sem við höfum byggt upp á þessu eina ári sem við höfum verið hérna. Kann samt vel að meta viljann fyrir verkið.

Tónleikarnir gengu vel og Ressinn var vinsæll í kvöld. Sit hérna einn á ressanum yfir einu borði. Bói var orðinn þreyttur og ég rak Kristján með honum heim, Svo er bara að bíða eftir að þessum gestum þóknast að klára bokkuna og matinn sinn. Never mind.

Reykingarbindindið hefur bara gengið vel. Við drápum í og varla langað. Bói er reydnar búin að koma nokkrum sinnum í dag og segja að hinn eða þessi sagði að það væri ekki gott að hætta svona einn tveir og....... Ég sagði honum alltaf að læknirinn hans hefði sagt honum að hætta bara strax, ekki trappa niður, bara hætta. Væri ekkert nema ákvörðun. Ég ætlaði alltaf að hætta þegar við fluttum hingað en því miður sprakk ég og hef sjaldan reykt eins mikið. Jæja, Never mind, er hættur núna, er með sprey og það virkar vel. Ætla að lifa miklu lengur og elsku vinir, þið eruð ekki laus við okkur. Takk fyrir allar kveðjurnar, e-mailana, símtölin og kommentin. Þetta telur allt og vermir hjartað, bæði mitt og Bóa (veitir nú ekki af eftir þetta allt saman). Jæja essgunnar, ætla að senda staffið heim og svo sé ég einn um þetta eina par sem er hérna efir. Love and leave ýou. (og af því að þú spurðir, já ég hef það pokkalegt). Heyrumst á morgun.

Thursday, October 06, 2005

Lífs eða liðinn

Þetta eru búnir að vera mjög erfiðir dagar. Á sunnudaginn var Bói farinn að vera lasinn. Tók smá kast í þvottahúsinu þegar hann komst að því að Gilitrutt var að þvo dúka og föt að heiman frá sér. Henti öllu líninu útúr þvottahúsinu og bað hana um að gjöra svo vel og koma skipulagi á þetta þvottahús einn tveir og þrír. Hann varð reiðari en ég hef séð hann lengi. Eiginlega aldrei séð hann svona reiðan. Jæja, hann fékk sér sjúss um ellefuleitið til að róa taugarnar. Þegar ég kom seint og síðar meir, eftir að hafa sofið eins og prinsessan á bauninni, var hann ennþá reiður og æstur. Róaðist nú allt saman og bæði Margrét (já, hún er mætt aftur) og Kahlina sögðu að þetta þvottahús væri til skammar og þær skyldu vel hvers vegna hann hefði orðið svona reiður.

Never mind. Ég sagði honum að fara í leggju sem hann dró og dró fram eftir degi. Hann alla vegna lagði sig loksins. Vaknaði endurnærður og til í aksjón. Kvöldið gekk vel. Hann vaknaði síðan um fimm leitið um morguninn og hafði þá ekki sofið mikið. Hann fór að sækja staffið þrátt fyrir að ég hefði átt að sækja það. Sem betur fer vaknaði ég snemma, eða um níu leitið og þegar ég kom útúr sturtunni, þá hringdi síminn. Það var Bói að spyrja hvort ég væri ekki að koma. Ég náttúrulega dreif mig. Þá leið honum svo illa að hann vildi komast í hvíld. Ég fylgdi honum heim og hann bað mig um að vera hjá sér. Sem ég gerði. Svo fór ég rétt sem snöggvast inn á hótel að tékka á status og kom svo strax aftur. Þá leið honum ennþá mjög illa. Bað mig að leggjast með sér og taka utan um sig, sem ég gerði. Svo leið honum svo illa að hann gat ekki legið svo við fórum á fætur. Ég tók utan um hann og hann næstum leið niður um leið. Var ekki viss hvort þetta væri þreyta, streita eða hvað. Ég kom honum alla vegna í hvíld aftur og rauk á hótelið og bað Gleði í hringja í doctorinn, sem var til í taka á móti honum strax en gat ekki komið. Ég rauk til baka og sa

“Ohh, það er svo erfitt að skrifa þetta, tárin bara leka” Never mind.

Sagði Bóa að ég hefði fengið tíma hjá lækni og hvort hann vildi ekki ekki koma. Jú, rukum þangað og hún rannsakaði hann. Sagði strax að þetta væri hjartaslag og að hann þyrfti að komast til læknis strax. Ekki hægt að bíða eftir sjúkrabíl (tekur hálftíma að fá hann til Greyton), þannig að ég rauk heim og pakkaði niður í smá tösku snyrtidóti fyrir hann (gleymdi náttúrlega að pakka fyrir mig), fékk mér eina róandi töflu , kippti Kristjáni með, lét Gleði vita og svo rukum við til Somerset West. Ég fór í Sjúmakker gírinn á formúla 1 BMW inum mínum og keyrði á 160 ríflega með hann og Kristján. Bóa leið ekki vel á leiðinni, enda vanur að skipta sér að akstrinum hjá mér. Hann vaggaði sér til og frá alla leiðina.

Gvöð hvað mér leið illa, en það var bara að keyra og keyra eins hratt og ég mögulega gat. Veit ekki enn hvað ég hef fengið margar hraðasektir” Var eins og Sjúkammer (eða hvað hann nú heitir í Formlula 1)

Komust á spítalann og Bóa var gefið morfín og settur beint í aðgerð. Þau sáu það strax að þetta var mjög alvarlegt slag og þetta væri spurning um líf og dauða.. Bói var samt með meðvitund allan tímann og bar sig vel. Náði meira að segja að biðja Kristján um að setja eina sígó undir koddann sem hann gæti reykt þegar hann kæmi úr aðgerðinni. Svona hress var hann nú. Hann þurfti líka að fylla út eitthvað eyðublað þar sem hann heimilaði aðgerðina. Hann skrifaði þar: Please make sure you do your job properly and that I come alive out of the operation. Var reyndar ekki alveg nóg að mati hjúkkunnar. Hann þurfti að skrifa að það ætti að þræða æðarnar og gera eitthvað við hjartað svo hann gæti lifað lengur.. Jæja í aðgerðina fór hann fimm minútum efir að við komum. Fékk staðdeifingu, plús morfínið og svo var þrætt í gegnum nárann alla leið upp í hjarta. Þar var sett eitthvað rör, blásin út blaðra og að lokum sett net til að þétta æðina. Þetta var ein aðal æðin sem flytur súrefni til hjartans. Aðgerðin gekk vel og allar aðrar æðar litu vel út. Fínt flæði og ekkert athugavert. Hann var settur á gjörgæslu þar sem hann var í tvær nætur. Þar gaf hann hjúkkunum og læknunum mjög erfiðan tíma. Heimtaði að fá fulla þjónustu fyrir peninginn, enda var þetta rándýrt og því miður erum við ekki tryggðir. Never mind (þetta eru bara peningar) hann var með smá óreglu á hjartslætti í ca 24 tíma eftir aðgerðina, en eftir það var hann bara fínn. Leið vel og leiddist svakalega, þrátt fyrir að ég og Kristján værum að koma til hans eins oft og við máttum.. Svaf reyndar mikið, enda mikil uppsöfnuð þreyta og svo er þessi aðgerð víst mjög erfið. Fólk verður mjög þreytt og slappt í ca hálfan mánuð á eftir alla vegna.

Hann var svo seinustu nóttina á almennri deild, og sagði þar að hann væri að drepast úr leiðindum ef hann kæmist ekki heim fljótt. Jæja, hann var útskrifaður í dag. Leið vel og fullur af orku, þrátt fyrir allt. Orkan reyndar endist ekki mjög langt og ég sparkaði honum í rúmið um fimm leitið. Svo er það kolesterol léttur matur, Hættir að reykja báðir (Endilega hjálpið okkur, það verður ekki auðvelt), komir á sprey og tyggjó og s.frv. Mikil hvíld næstu tvær vikur og svo eftirfylgni eftir 3 vikur. Get ekki líst þv í hvað ég hef haft miklar áhyggjur og sofið lítið og þurft að grenja mikið. Hef samt tekist að vera bara sterkur og takast á við þetta eins og það hefur gerst.

Hvers vegna gerist þetta? Get alla vegna sagt að það er alls ekki Gilitrutt að kenna. Óheilbrigt líferni, erfðir, of mikið reykt, of mikið drukkið, of mikið unnið, of mikið stress og alltof mörg vandamál. Nú fara bara næstu dagar og vikur í að endurmeta hvernig við getum breytt þessu til þess að komast lifandi út úr þessu. Bói barði á hliðið þarna uppi en komst ekki inn, sem betur fer. Móðir okkar, Guð, vildi ekki fá hann strax, þannig að það er best að taka sig saman og sjá til þess að við getum lifað í mörg ár til viðbótar. Þetta var svakalega alvarlegt og það er eins gott að taka á því.....

Takk elsku vinirnir og fjölskylda sem hafa staðið með okkur eins og klettir og verið dugleg að hringja og fylgjast með og gefa okkur stuðning. Takk allir sem hafa verið að biðja fyrir Bóa, þetta skiptir miklu máli. Staffið okkar hefur verið með bænastund á hverjum morgni áður en þau hafa hafið vinnu, þar sem þau hafa beðið fyrir Bóa mínum. Takk fyrir allt og allt.

Ps. Takk, Árni Sal, Soffía, Ragna. Inga (rétt hjá þér, það skiptir málir hvernig við tökumst á við allt sem uppá kemur í lífinu), Jói, Gyða, 8villt og Gússý og ef það eru fleiri þá takk líka fyrir hamingju óskir..

Saturday, October 01, 2005

Við eigum afmæli í dag. Við eigum afmæli í dag.......

Hæ essgunar

Hér er búið að vera brjálað að gera með bæð’i Lyfju og Baug á sama tíma. Baugs grúppan var með dansleik sem lauk ekki fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. Það voru þreyttir sveinar sem röltu heim og fóru að sofa um þrjúleitið. Ég fór svo á fætur snemma í morgun til að sækja staffið. Bói og Kristján fengu að sofa aðeins lengur. Ég var orðinn svo þreyttur að ég rölti heim um 11:30 að leggja mig. Kristján og Bói fóru til Somerset West að sjoppa. Þeir voru að koma núna tilbaka um hálf fimmleitið. Rétt fyrir tónleikana sem hefjast á eftir.

Nú er næsta krísa að skella á. Eldhúsið er búið að vera í messi og verið sérlega slæmt ástand á því. Gestir hafa sem betur fer ekki orðið varir við það. Maturinn hefur verið mjög fallegur, enda er elldhússkóli Kristalettunnar á fullu. Hún var reið þegar hún vaknaði í morgun. Þvílíkt kaos í eldhúsin og búið að vera að fleygja þvílíku magni að skemmdum mat. Og svo hefur matur verið að hverfa. Rachel virðist vera að éta alla liðlangan daginn þegar hún er á vakt og hún nær að “rúnka Dinana í Rímini” þannig að hún veita varla hvað snýr upp eða niður. Gilitrutt hefur verið að læðast líka í afganga og skipulagi og samskiptum á milli kokkanna eru mjög ábótavant. Loana ætlar í 3 vikna frí eftir viku og það bara gengur ekki. Bói ætlar að tala alvarlega við hana og segja henni að hún komist ekkert í frí fyrr en hún er búin að laga kerfið í eldhúsinu og það sé farið að virka betur. Allt stefnir líka í að við herðum öryggisgæslu og fá öryggisvörð til þess að leita á staffinu þegar það kemur og þegar það fer. Það er allt of mikið að hverfa úr eldhúsinu, jafnvel þó að einhver okkar sé þarna allan tímann.

Það er mikil fátækt hérna og við hendum aldrei mat, heldur biðjum við einhvern um að henda honum. Hann fer þá yfirleitt í poka sem staffið tekur með sér heim. Segir það vera fyrir hundinn, en Hvað veit ég?. Svo hafa þau verið að taka meiri og meiri sénsa. Þetta þarf að stoppa. Þetta er eins og með börnin, stundum þarf rasskell til þess að þau skilji hvað maður meinar. Það er alla vegna okkur reynsla hérna. Eftir rasskellinna hefur allt farið í ljúfa löð og allt gengið betur og mórallinn mun betri. Okkur finnst þetta mjög óþægilegt að þurfa að grípa til svona aðgerða, en hvað getur maður gert? Þetta þarf að stoppa.

Nóg um þetta, ætlaði eiginlega ekkert að segja frá þessu vegna þess að við erum svo stoltir líka af staffinu og finnst það vera að gera marga mjög góða hluti, en það þarf stöðuga yfirlegu yfir þessu. Vorum með almennan starfsmanafund á mánudaginn, þar sem við kynntum nýtt skipurit. Gleði er orðin framkvæmdastjóri (GM), Charlene er orðin Vaktstjóri (DM), Loana orðin Yfirkokkur (HC). Þetta var gert til þess að gefa þeim ábyrgð og vald. Núna þurfa þau að sanna að þau geti valdið þessari ábyrgð. Gleði og Charlene, þurfa að vera augun okkar og eyrun og sjá til þess að hlutirnir gangi eins og við ætlumst til. Loana þarf að tuska staffið sitt til. Eldhúsið er okkar veikasti hlekkur, þó svo að þær séu líka að gera marga góða hluti. Loana getur bara ekki leyft sér að fara í frí þegar þetta er svona illa skipulagt allt saman.

Takk Ragna, Árni, Soffía, Jói og öll hin fyrir afmæliskveðjurnar. Hlýjaði Bóa um hjartaræturnar, þó svo að hann viðurkenni það ekki. Segist ekki eiga nein afmæli lengur. Við erum svo að fara að halda upp á ársafmæli okkar sem eigendur af GL og 20 ára afmæli GL á sama tíma. Það verður líka formlega opnun á nýrri málverka sýningu á Galleríinu okkar. Genadendal Brass Band kemur og treður upp og það verður boðið upp á pinnamat og vín. GL kórinn (staffið okkar) ætlar að troða upp líka og taka alla vegna eitt lag. Hlakka eiginlega mest til þess að heyra í þeim. Vitum ekki hvað margir koma eða yfirleitt hvort einhverjir koma. Pamela Duff sem er ritstjóri bæjar blaðsins birti ekki auglýsingu frá okkur í seinasta tímaritinu sínu. Kom ekki heldur með 20 blöðin sem við kaupum alltaf af henni og setjum í herbergin. Mjög skemmtilegt blað með fréttum af því sem er að gerast í þessum litla bæ. Höfum reynt ítrekað að ná í hana, farið oft á skrifstofuna hennar til að hitta hana, en hún er aldfrei við og svarar aldrei í síma. Við höfum eiginlega smá grun um að hún sé að setja okkur í straff fyrir eitthvað sem vi vitum ekki hvað er. Hún var skólastjóri (og víst mjög ströng) í kvennaskóla og svo var hún bæjarstjóri hérna og stjórnaði öll eins og hún gerði í skólanum. Virðist vera sem hún sé að gera það sama með blaðið sitt. HÚN NOTAÐI REGLUSTIKUNA Á OKKUR, barði okkur með henni. Vorum að hugsa jafnvel um að hætta alveg að auglýsa í þessu blaði vegna framkomu hennar. Hún lofaði okkur opnu viðtali þegar við tókum við, en ekkert hefur gerst, meðan að allir sem hafa verið að taka yfir fyrirtæki hafa fengið mjög góða ummfjöllun. Latum ekki þetta kéllingagerpi stjórna okkur.

Komst ekki inn á bloggið í gær. Í dag er afmæli okkar, eitt ár síðan við tókum við og 20 ára afmæli Greyton Lodge. Sólin skín og við erum á fullu að undibúa. Bói fór á markaðinn í morgun og hélt ræðu þar fyrir alla bæjarbúa og bauð þeim í afmælið. Vonandi virkar þetta betur en auglýsingin sem var aldrei birt. Má ekki vera að þessu. Love and leave you.