Monday, February 28, 2005

Öjbarasta aftur

Er greinilega orðinn alltof latur að blogga. Verð að taka mig á.

Vorum í fríi í gær. Reyndar er Bói búinn að vera lasinn, með einhverja flensu, ógleði og þreytuverki. Hann var að fara heim áðan að leggja sig. Við tókum því reyndar samt mjög rólega í gær. Bói náttúrlega vaknaði fyrir allar aldir og fór niður á hótel til að redda einhverju reikningsmáli frá gestum sem gengu ekki frá reikning eftir dinnerinn sinn og þjónarnir höfðu gleymt að taka niður í hvaða herbergi þeir voru. Já það eru alltaf einhverjar smá krísur. Ég svaf lengi og glápti svo á sjónvarp þegar ég vaknaði. Bói kom svo heim með morgunmat handa mér og við gláptum meira á sjónvarp. Svo þurftum við að fara niður á hótel vegna þess að saumakonan var að vinna og þurfti að fá leiðbeiningar fyrir gardinur sem hún er að sauma. Gaman að sjá hvað þetta er allt að breytast og verða fallegra, fyrir lítinn pening.

Jæja, svo var seinasta sunnudgahlaðborðið sem er hápúnktur vikunnar hjá okkur. Einn gestur og hann kom bara vegna þess að það var vatnslaust heima hjá honum (og reyndar á hótelinu líka) Þeir eru á fullu að reyna að laga vatnsmálin hjá okkur, en gleyma því miður að láta okkur vita þegar þeir taka vatnið af. Gilitrutt gat lítið þvegið í gær vegna þess að það var ekkert vatn og eldhúsið var í smá krísu útaf vatnsleysinu, en það reddaðist nú allt saman. Svo komu nokkrir þjóðverjarar að auki, elska hlaðborð. Þetta er alla vegna seinasta hlaðborðið okkar í bili, enda greinilega ekki að ganga í liðið hérna. Tökum það kannski aftur upp í vetur.

Við hjóluðum svo til Brian í drinkypoo. Sátum þar í góða stund. Jenny kom svo þannig að þetta var mjög góð stund. Hjóluðum svo heim, borðuðum gamlar leyfar. Pöntuðum svo restar af hlaðborðinu sem Jóhanna og Gússý komu með um níuleitið. Bói leið ekki vel, var mjög þreyttur og með ógleði. Þannig að við fórum snemma að sofa. Gússý vakti okkur upp um 3 leitið um nóttina. Þá var leðurblaka inn í herberginu hennar. Öjjjjjjjbbbbaaaarrrraaaasttttta. Hún flaug um í hringi í kringum ljósið. Gvöð hvað þessi kvikindi eru viðbjóðsleg. Vitum reyndar ekki hvort þau gera eitthvað, en það er nú ekkert sérlega notalegt að hafa þetta fljúgandi yfir sér. Ég fór inn í herbergið vopnaður handklæði, Gússý kom inn með video velina til að ná þessu á mynd. Endaði með því að ég gat opnað gluggan hjá henni og rekið hana út. Tók langan tíma að jafna sig eftir þetta og ég ætlaði aldrei að sofna aftur.

Í fyrradag var svo risa kónguló inn í svefnherberginu hennar Jóhönnu. Tók hana vopnaður handklæði og hennti handklæðinu út. Jóhanna hafði verið fyrr um daginn í sólbaði og allt í einu fann hún eitthvað á brjóstinu sínu. Þar var þá komin eðla sem lét fara vel um sig á brjóstinu á Jóhönnu. Hún náði að henda henni af sér. Maður er nú farinn að venjast þessum kvikindum, en þetta er nú ekki notalegt. Núna er það orðið að venju að tékka á öllu og leita að þessum kvikindum áður en maður fer að sofa.

Friday, February 25, 2005

We are family

Þetta sagði frú Gleði þegar við reyndum að fá að greiða henni fyrir lánið á bílnum þeirra. Fékk langan fyrilestur um það að við værum fjölskylda (sem við erum, það er að segja stórfjölskylda, til að móðga engann) ekki séns að borga þeim neitt fyrir. Hún þekkir okkur ekki, þau eru að koma í dinner á morgun (fyrsta sinn sem hún kemur í mat hérna að kvöldim og sér staðinn með öllum ljósunum) . Fá ekkert að borga. Ekki séns bens.

Vorum með ráðstefnu í gær sem gekk mjög vel. Allir í skýjunum. Gott að fá ánægða gesti. Reyndar fór rafmagnið af "húsinu" í gær og ég hringid í rafvirjann okkar, sem neitaði að koma nema við fengju, fyrst leyfi frá þeim sem gaf út vottorðið. ( sem hefur reyndar ekki verið gefið út enn). Hringdi í hann og þurfti að bíta í tungauna á mér til að hreyta ekki skít í hann. Hann gaf leyfi til þess að við gerðum hvað sem er við rafmagnið okkar vegna þess að hann ætlaði aldrei að koma nálægt því aftur. Jæja, veit ekki hvað gerðist eftir það vegna þess að ég fór heim að leggja mig um hádegi vegna þess að við mættum mjög snemma til að tryggja að allt gengi vel með morgunmat og tékk út hjá ráðstefnu gestunum, Meira um það seinna.

Tónleikarnir gengu mjög vel. Óvanalega fáir gestir samt, en margir gestir sem tóku þátt og voru með söng atriði. Okkur fannst þetta æðislegir tónleikar.

Og Kristaletta, bara svo það sé sagt: Egg og Beikon er ekki gert um klukkan 4 um nóttina.

Love and leave you

Wednesday, February 23, 2005

Kokkar og rafmagn

Búið að vera frekar rólegt að gera. Okkur er sagt að það sé venjulegt yfir hásumarið. Þá fer fólk frekar á ströndina og svo þegar veturinn kemur og það getur ekki farið á ströndina, þá fer það frekar upp til sveita. Hljómar lógískt.

Fundurinn með kokkunum gekk vel. Var á ensku og það voru teknar nokkrar áhugaverðar ákvarðanir. Þær eru núna í keppni um að búa til einn nýjan forrétt úr "Smoked Springbock Carpaccio" (Reykt fjalla dádýr) og einn nýjan kjúklingarétt. Þær eru allar mjög spenntar. Brauðið hefur verið að lagast og er vonandi að komast í Humarhús standardinn, eða jafnvel betra. Svo er komin Club samloka og Vegamóta steikarsamlokan, nammi namm, á hádegis matseðilinn. Þetta er allt að koma, held ég. Við þurfum svo að fara að líta eftir nýjum kokk til að leysa óléttuna af þegar hún fer í fæðingarorlof. Frú Gleði segist ekki geta beðið eftir að hún fer í þetta orlof. Óléttan er ekkert nema vandamál, eilíf.

Við eyddum svo einum klukkutíma saman í eldhúsinu að gera bernaise sósu. Frú frekja (Loahna) gerir þá bestu bernaise sósu sem er til, en hinar tvær eru enn að bögglast með þetta. Við Gússý lærðum að gera hana líka svo að við ættum að geta orðið liðtæk ef þær klikka aftur. Svo voru gerðar Blinis (rússneskar lummur) til að hafa með lax. Það er búið að vera vandamál, vegna þess að þetta hafa eiginlega bara verið lummur. Jæja, þetta tókst ekki alveg nógu vel, þrátt fyrir að við notuðum uppskrift úr Gestgjafanum sem birtist með áramótaveislunni sem við héldum 2000. Hún er ekki alveg nógu góð. Ef einhver hefur uppskrift af góðum Blinis sem er ekki of flókin eða einhver góð trix þá er það vel þegið.

Við Bói borðuðum heima í gærkvöld með "take away" mat frá hótelinu. Spiluðum svo Gúrku þegar stúlkurnar komu heim. Alltaf gott að eiga kvöld heima annað slagið. Bói var reyndar búinn að bjóða mér í drykk á Post House, en klikkaði á því á seinustu stundu. Hefði svosem verið gaman að komast aðeins út, en það jafnast nú ekkert á við Gúrku kvöld heima.

Í dag eru stúlkurnar í fríi og við því að vinna allan daginn fram á kvöld. reiknum ekki með því að það verði mikið að gera. Bíllinn okkar er í viðgerð. bremsurnar voru slitnar og orðnar járn í járn, þannig að við erum bílausir í nokkra daga. Það er ekki auðvelt og stúlkurnar komast því ekkert í burtu á frídeginum. Fengum reyndar lánaðan bílinn hennar frú Gleði svo við getum keyrt starfsfólkið okkar. Það var mjög rausnarlegt af þeim að lána okkur bílinn sinn.

Það er stanslaust bögg með rafmagnið hérna. Það átti að vera gefið út vottorð um rafmagnið hérna þegar við keyptum. Það var gefið út en ekki undirritað né dagsett. Við fengum því annað fyrirtæki til að gera úttekt, þar sem ýmislegt kom í ljós sem ekki er í lagi. Jæja, hitt fyrirtækið kom aftur í gær og þóttist laga allt sem var að. Sendu okkur svo bréf sem var ekkert nema skítkast og kom þar í ljós að þeir hefðu ekki lagað helminginn af því sem þeir áttu að laga. Þetta stefnir allt í leiðinda lögfræðingamál. Þeir eru reyndar komnir í málið, en þetta er flókið og kemur til með að taka tíma. Og á meðan getum við ekkert gert í rafmagnsmálum hérna, vegna þess að þá erum við búnir að gera breytingar. Þvílíkt vesen.

Það er búið að rigna hérna í nokkra daga , en nú er sólin að koma fram og stefnir í heitan dag. Reikna með því að ég fari að bólstra fleiri stóla í dag. Það er svo gott að gera eitthvað líkamlegt og skapandi í stað þess að hanga inn á skrifstofu allan liðlangan daginn.

Monday, February 21, 2005

Góð helgi

Tónleikarnir á föstudaginn gegnu bara vel. Voru reyndar ekki mjög fjölmennir (40-50 manns). Allir voru mjög ánægðir og kvöldið gekk líka vel. Kom reyndar í ljós rétt fyrir miðnætti að það var búið að taka rafmagnið af húsinu þar sem við erum með ískápa og birgðargeymslu fyrir eldhúsið. Fundum enga rafmagnstöflu þannig að við enduðum á því að vekja Ami og ná í hann til að redda þessu. Kom þá í ljós að það var búið að slá út allt rafmagn af húsinu og það yfirgefið. Við komumst inn í húsið og gátum sett aftur rafmagn á ísskápana. Það var mikill léttir. Vorum farnir að sjá fyrir okkur að þurfa að færa alla ísskápana og birgðirnar niður á hótel og að öll nóttin færi í það.

Var frekar rólegt að gera á laugadaginn. Nokkrir gestir og allt gekk áfallalaust. Sunnudagshlaðborðið í gær var gott að venju og fámennt. Það kom ekki einn gestur. Held að við hættum með það núna eftir viku, þegar næsta auglýsing birtist frá okkur með nýjum "te matseðli". Gússý er búin að vera að baka og núna er kominn köku seðill. Ekkert smá flottar tertur. Við ákváðum að borða heima í gær og að spila. Ekkert jafnast á við heimalagaðann mat. Við spiluðum Gúrku að venju og er þetta í fyrsta skipti sem við höfum spilað síðan að Gunni fór. Þetta var mjög gaman.

Það er búið að vera rigning um helgina og það virðist alltaf verða mjög rólegt þegar að það rignir. Svo verðum við með kokka fund á eftir þar sem ýmislegt verður tekið fyrir. Held að maður leyfi þeim ekki að tala Africans á fundinum. Það varð alltof mikill misskilningur seinast og nenni ekki að taka þá áhættu.

Friday, February 18, 2005


Imba, Sóley Björk og Neil (og Þruma að troða sér inn á myndina) Posted by Hello

Og svo kemur ein af Rögnu með Haraldi, garðyrkjumanninum okkar (og Þruma að troða sér inn á myndina) takið einnig eftir nýju gullfiskatjörninn sem Bói og Haraldur gerðu. þar eru 5 hamingjusamir gullfiskar sem fá mikla athygli frá gestum og starfsfóki. Það besta var að hún kostaði ekkert. Hér er allt til og svo var bara hlaðið steinum utanum og plantað inn á milli.  Posted by Hello

Imba, Neil og Sóley Björk

Frídagurinn okkar á miðvikudaginn var mjög góður. Bói svaf út í fyrsta sinn í mjög langan tíma. Við röltum svo niður á hótel og eiginlega leiddist okkur. Vissum ekki alveg hvað við áttum að gera af okkur. Enduðum á að fara upp að sundlaug og njóta sólar og vatnsins í lauginni. Það var mjög gott. Allt í einu var okkur tilkynnt að það væru komir Íslendingar í heimsókn. Við fórum og kynntum okkur. Þetta var þá Imba (Ingibjörg úr Kópavoginum, vann á Þjóðminjasafnu) með manninum sínum sem er Suður Afrískur og heitir Neil Smith (vinnur sem grafískur hönnuður á einhverri auglýsingarstofu heima), með dóttur sína sem heitir Sóley. Yndisleg eins árs stelpa.

Við sátum með þeim í góða stund. Þau höfðu verið að heimsækja fólkið hans Neil og farið svo Garden Route leiðina og í Riviersonderend sáu þau íslenskan fána hjá lækninum. Ákváðu að banka upp á og athuga hvernig stæði á þessum fána (við höfðum séð hann áður og bankað en engin heima). Kom þá í ljós að læknirinn var mikill áhugamaður um norrænu löndin og átti alla norrænu fánana. Hann benti þeim á að það væru íslendingar með Greyton Lodge og mælti með því að þau kæmu hingað.

Þau enduðu með að gista nóttina hjá okkur. Alltaf gaman að hitta landa. Merkilegt var að hún kannaðist við Gabríel Temitayo af barnalandi.is Er víst mikill áhugamaður um barnaland og er þar með síðu yfir dóttir sína, Soleybjörk. Heimurinn er lítill!. Við gátum því miður ekki borðað með þeim þar sem okkur var boðið í dinner hjá Jenny.

Það var var mjög gott að borða hjá Jenny. Allt er reyndar gott sem er ekki á matseðlinum hjá okkur. Orðnir frekar leiðir á matnum hérna, þó hann sé mjög góður. Noelle og Brian voru þarna líka. Þetta var ekki seint kvöld þannig að við vorum komnir heim um ellefu leitið.

Dagurinn í gær var góður. Mikil líkamleg vinna. Það er svo gott að komast út af þessari skrifstofu sem er að drepa mig. Bólstraði 4 stóla í gær. Mjög stoltur af því. Bói málaði tvo rúm sem eru nú notuð sem borð í garðinum og við sundlaugina hjá okkur. Starfsfólkið okkar var mjög hissa á því að við værum að vinna svona líkamlega vinnu. Eru kannski að fatta alltaf betur og betur að við erum að vinna með þeim. Við gerðum svo nýjan matseðil fyrir (special after the concert menu in the garden) Gestirnir hafa nefnilega alltaf farið strax eftir tónleikana og fara þá eitthvað þar sem hægt er að fá ódýran og einfaldan mat. Við verðum ákkúrat með það. Spennandi að sjá hvernig það gengur. Tónleikarnir eru á eftir. Eigum nú ekki von á góðri mætingu þar sem það er rigning. Ótrúlegt hvað það rignir oft hérna á föstudögum.

Í gær kom svo líka sölumaður frá vín heildsalanum okkar og gaf okkur svuntur á alla þjónana, tappatogara og ýmislegt annað gott sem á eftir að koma að góðum notum. Og svo fáum við 12 nýjar sólhlífar í garðinn. Ekki veitir af!

Tuesday, February 15, 2005

Bói að blogga

Jaeja,elskurnar minar allar.Villi er buinn ad kvarta svo mikid vid mig um letina mína vid bloggid,ad ég læt verða af því núna (allir sem virkilega þekkja mig vita um tölvufóbíuna mína...o.k. og leti).Já,ekkert hefur breyst hér,alltaf sama Paradísartilfinningin.Garðurinn okkar Villa og Harolds(garðyrkjumannsins) er sífellt ad breytast til hins betra og áhugaverðara.Harold er núna búinn ad fá frelsi frá mér til ad búa til kaktusa og þykkblöðungabeð.Vid höfum verid ad stela (saman og sitt i hvoru lagi) afleggjurum og þetta er loksins ad taka á sig flotta mynd.Jóhanna var send út íbúð i dag ad versla (að beiðni fröken Frekju, Louhnu).Hún átti ad kaupa epli i eplakökuna sem er á seðlinum.Hún kom til baka og sagði kokkinum ad engin epli væri ad fá.Fyrir tilviljun var ég i eldhúsinu og var snöggur ad segja ad þetta væri nú ekki vandamál.Snaraðist út með stól og týndi fulltþroska epli plús 3 sitrónur sem voru óvenju snemma tilbúnar.Hef þar að auki verið ad týna c.a. 15-20 tómata á hverjum degi undanfarið af plöntunum sem við sáðum i oktober.ELSKA ÞETTA !!!!


Frú Gleði (Joy) bað um fund i dag med öllum þjónunum okkar.Hún var búin að heyra um baktal og einhver leiðindi.Fundurinn gekk mjög vel.Þessi kona sem er framkvæmdastjórinn okkar er algjör snilld.Hún byrjaði fundinn med upprifjun úr hópeflinu med Rögnu og lagði sídan út frá þvi.Ég þurfti nánast ekkert ad segja.Hún bakaði þetta og mikið er búin ad vera góð stemming i kvöld.

Villi byrjadi ad bólstra veitingastaða stólana i dag,(klaradi 2) rosalega eru þeir fallegir.Við Joy reddum nýja konu i vinnu i gær sem er loksin ad fara ad sauma gardinur,rumábreiður og dúka úr flottu efni sem eg keypti á Íslandi.Hun byrjar á laugardag og þetta a eftir ad breyta miklu.Elskurnar minar,allt er loksins ad ganga mun betur og vid erum orðinir mjög stoltir af hótelinu okkar.Verð ad bæta vid söegu frá í
i gær.Louhna ,kokkur gerði alveg frabæra hluti med matinn i gær(Valentinu).Einn þjóninn (Fru smjörliki) sagði mér ad allir gestirnir ættu ekki orð til yfir matnum.Eg sagdi þá við hana “Verð að segja þad sama,ég er mjög stoltur af veitingastaðnum okkar og starfsfólki”.Þá sagði hún, “Eg er lika mjög stolt af Greyton Lodge og þvi ad fá að vinna hér”.Já tárin flóðu frá mér,hafði í raun aldrei hugsað út í hvad starfsfólkið hugsaði um allt þetta vesen á okkur.En þetta er nú allt ad skila sér.Fyrir mig Villa, í ánægðum kúnnum og starfsfólki.Hjá staffinu i auknu þjófé..

Love you and leave you,Guðmundur.Djesus hvað ég er búinn ad vera lengi ad pikka thetta.Komment vel þegin,er eiginlega mest spenntur fyrir þeim,TAKK.

Fegurð og bjartari dagar

Valentínusardagurinn gekk mjög vel og við höfum sjaldan fengið eins góð ummæli um matinn okkar. Meira að segja þjónarnir okkar komu og sögðu að þau hefðu aldrei heyrt annað eins. Gott og vel. Ég fékk ekkert af þeim mat. Fór heim eftir að hafa fengið súpuna sem var “Baja lekker” eins og maður segir á Africans.

Jóhanna var heima og ég ég vildi ekki að hún væri ein (út af leðurblökum og fleira). Hún vaknaði þegar ég var að detta inn í einhverja breska leiðinda vandamálamynd. Fengum okkur núðlur (guð, þakka þér fyrir manninn sem fann upp mínútunúðlur). Horfðum svo á nokkra þætti af Sex in the City. Uppáhaldið mitt. Fórum í frekar mikið stuð. Ég hafði hringt á Greyton Lodge þegar ég fór heim vegna þess að ég tók eftir því að einn glugginn var opinn og var hræddur um að Bói mynid ekki taka eftir því. Tók upp Týsku röddina mína og bað um eigandann. Frú Gulltönn svaraði og spurði hvort það væri Bói eða Villi. Bói takk. Hún fór víst út og sagði Bóa að það væri einhver einkennileg manneskaj að biðja um hann. Líklega Villi. Djísus, þarf að æfa betur Týsku röddina mína.

Við Jóhanna fórum í frekar mikið stuð og litla prinssessan með brotnu kórónuna (Árni Glóbo, takk fyrir hana) mætti. Við ákváðum að hringja aftur niður á GL (Greyton Lodge) þar sem ekkert vatn var í húsinu. Frú Gulltönn svaraði og Jóhanna notaði (veit ekki hvaða) rödd. Sagðist vera mamma hans Bóa og og héti Villa og þyrfti að tala við son sinn. Út fór Gulltönn með þau skilaboð til Bóa að mamma hans væri í símanum að spyrja um hann, Líklega væri þetta nú samt Jóhanna. Gvöð hvað við grenjuðum úr hlátri, Jóhanna og ég.

Þegar Gússý og Bói komu heim höfðu þau lennt í hremmingum með að læsa veitingstaðnum. Það er ekki einfalt get ég sagt ykkur og segir kannski meira um hvað þau hafa oft læst og lokað. Þau voru læst inni á veitingastaðnum vegna þess að Gulltönn læsti öllu þegar hún fór. Jæja þau sluppu út og gátu loksins læst og þá hóst partý hjá okkur. Við hlógum og hlógum og litla prinsessan var óþekk.

Vöknuðum öll snemma í morgun. Enda er kapphlaup út vegna þess að sá sem er seinastur út á að vaska upp og ganga frá heimilinu. Ég var seinastur í morgun, en Never mind. Margrét kom að þrífa heimilið þannig að ég þurfti ekki að vaska upp. Hún kemur þessi elska einu sinni í viku og þrífur hjá okkur.

Gerði skrifstofudjobbið mitt illa og fljótt. Tók svo tvo lélegustu stólana okkar. Þar sem svampurinn skein í gegnum slitið áklæðið og fór með þá upp í ráðstefnusal. Þar bólstraði ég þá upp á nýtt með nýju áklæði. Þvílíkur munur. Var mjög stoltur. En svo þurfum við að gera þetta sama með alla hina 50 stólana. (veit ekki hvort ég hlakka til)

Haraldur er búinn að vera að planta þykkblöðungum (kaktusum) í beð sem ekkert hefur vaxið í. Það er allt að verða svo fallegt hérna og sérstaklega maðurinn minn (þegar ég næ honum niður úr bananatrénu).

Fórum svo heim í leggju og mættum hérna um hálft sjö. Það er bara eitt borð í kvöld. Líklega hafa allikr í Greyton borðað yfir sig (þekkja ekki alveg sprengjudaginn, sem er nátúrulega dagurinn sem maður á að borða á sig gat), Vonumst til að komast snemma heim í kvöld og svo er FRÍ á morgun. Bói vill að við hjólum heim og notum svo daginn á morgun til að hjóla. Er ekki alveg viss. Gatan heim er nefnilega brattari en Fichersund og það vita allir vesturbæjingar hvað það er bratt!.

Svo er okku boðið í dinner hjá Jenny. Eigum von á smá fríi á morgun og gvöð hvað ég hlakka til..

Gleymdi að segja frá því að það var þjónafundur með Frú Gleði í dag. Hún hafði tekið eftir þvi að það var eitthvað baknag í gangi og hún vildi stoppa það. Gerði það mjög smart, þökk sé Önnu í Hlíð. Uppáhaldsstarfsmanninum hennar Frú Gleði og Bóa. (Jæja kannski Ellen Frænka sé meira í uppáhaldi, en hvernig getur maður gert upp á milli barnanna sinna)

Monday, February 14, 2005

Valentines greetings from Joy

Fengum eftirfarandi bréf frá Frú Gleði sem var skreitt með rauðum rósablöðum.

Happy Valentine´s day, Villi & Bói

Hope you´ll be blessed with unconditional love that is never ending!! Please keep on loving each other, as always!

Villi, you can ignore Bói if he´s talking to much, but only for a little while.

I love you both, and treasure the day that I´ve met you.

Love always,

Joy

Það gleður nú mikið að fá svona fallegt bréf frá henni. (og takið eftir húmornum í henni)

Börnin okkar og Öjbarasta

Þetta varð seint kvöld, þar sem við þurftum að undibúa allt fyrir morgunmatinn daginn eftir og ekki vorum við viss um það hvort við hefðum þessa tvo kokka lengur. Þurftum líka að ræða það vel og lengi hvað skyldi gera. Það var eiginlega efst á blaði hjá okkur að túlka þetta sem uppsogn og vera tilbúin með uppsagnarbréf fyrir þær ef þær skyldu nú láta sjá sig daginn eftir.

Vaknaði svo fyrir allar aldir og dreif mig niður á hótel til að undbúa morgunmatinn fyrir gestina. Það voru ein tíu herbergi og svo komu einhverjir utanaðkomandi í morgunmat einnig, þannig að það var mikið að gera hjá okkur Gabriel hafði fengið fyrirmæli um að sækja Óléttuna. Skvísan labbar alltaf í vinnuna þannig að hún er ekki sótt. Gússý, Jóhanna og Bói fóru að undirbúa sunnudaga hlaðborðið til að vera nú viss um að allt myndi ganga upp. Um tíu leitið komu þær svo báðar labbandi í vinnuna. Skísan (Ellen Frænka) átti að mæta 10 en Óléttan (Karen átti að mæta um 7. Ég bað þær um að bíða fyrir utan eftir að við værum tilbúnir til að ræða við.

Hlutirnir litu nú svolítið öðru vísi út þegar við vöknuðum en við vildum vera undirbúnir undir allta. Frú Gleði hafði komið um níu leitið og ég ráðfærði mig við hana um hvað ætti að gera. Hún tók á sig ábyrgðina af því að hafa ekki komið þessum ákvörðunum til skila og mælti með því að við gæfum þeim skriflega viðvörun.

Við kölluðum svo Óléttuna á fund fyrst. Báðum hana að útskýra hvað hefði gerst. Hún sagði að þetta hefði allt byrjað með myntunni /rosmary. Ég sagði henni að við hefðum rætt það í gær og það mál var afgreitt. Það hefði verið skortur á tjáskiptum sem hefðu orsakað þetta. Bói sagði henni þá að þetta væri nú ekki alveg rétt þar sem allir hefðu tekið eftir því að hún var niðurdregin þegar hún kom til vinnu og virkaði mjög hæg. Þess vegna hefði Gússý beðið hana að aðstoða Skvísuna sem skyldi vera við eldavélina. Við gáfum henni skriflega viðvörun fyrir að hafa farið heim án leyfis og í raun litum við á það sem uppsögn af hennar hálfu, og þess vegna ekki vitað hvort hún ætlaði að koma til vinnu eða ekki. Það er rúmur klukkutími fyrir hana að labba heim og ef hún labbaði heim án þess að fá leyfi þá gæti hún allt eins labbað í vinnuna líka. Síðan skrifuðu allir undir þessa viðvörun. Þá fór hún að gráta og sagði að sér liði illa. Hefði dottið og liði ekki vel. Tilfinningarnar fóru alveg með hana. Bói bað hana um að fara upp í trúarhornið og hugsa málin aðeins og að jafna sig. Hann skyldi svo koma aftur og ræða við hana.

Svo var Skvísan kölluð inn. Hún kom með sömu skýringu. Bói sagði henni það sama og Óléttunni. Jafnframt að þetta væri ekki alveg rétt vegna þess að hún hefði verið í fýlu alla vaktina og smitað út frá sér til allra annarra í kringum sig. Hún fékk líka skriflega viðvörun. Hún var mjög leið, en dreif sig inn í eldhús og vann þar á tvöföldum hraða ljóssins til að gera sunnudaga hlaðborðið tilbúið. Vá. Bói fór síðan upp í trúarhorn að spjalla við Óléttuna. Hann gata talað hana til að fara inn í eldhús og aðstoða við sunnudaga hlaðborðið og svo gæti hún farið til læknis. Hún fór inn og saman tókst þeim með okkar allra aðstoð að græja sunnudagahlaðborðið sem hefur aldrei verið glæsilegra.

Skvísan kom svo til mín upp í garð þar sem ég sat með bjórinn minn og Jagermeistarann, Já, það tilheyrir sunnudögunum (Jómfrúarstemming. Setti meira segja Borgardætur á og lifði mig inn í tónleika fyrir utan Jómfrúna) jæja, hún vildi fá að tala við mig og Bóa. Kallaði í hann þar sem hann hékk upp í einhverju bananatrénu (hann er endalaust einhvers staðar í garðinum að uppgötva nýjar plöntur, breyta beðum, sá og ég veit ekki hvað). Hann fékk smá kvíða tilfinningu þegar hann sá Skvísuna bíðandi eftir að hann kæmi. Hún sagði að hún væri mjög leið með gærkvöldið og (svo kunni hún ekki meiri ensku, þannig að framhaldið var á African) Hún baðst fyrirgefningar (og svo datt enskan inn aftur) og lofað að þetta myndi aldrei koma fyrir aftur. Ja, hérna. Get ekki líst því hvað þetta gladdi mig. Ég fann ELDHÚSHLEKKINA losna (þvílíkur léttir) og fann til mikillar væntumþykju í garð skvísunnar. Það virðist vera eins og maður þurfi að koma fram við starfsfólkið okkar eins og börn og reyndar erum við farnir að tala um börnin okkar. Ef maður agar þau aðeins til þegar þau eru óþekk, þá verða þau góð á eftir. Mikil speki í þessu!

Það komu tvö borð í hlaðborðið og þar af var annað borðið eihverjir frægir kokkar frá Cape Town. Það voru allir í skýjunum yfir matnum og þjónustinni og staðnum. Kvöldið gekk svo vel og það var slatti að gera. Við fórum svo tiltölulega snemma að sofa.

Bói vakti mig um 3 leitið um nóttina og sagði að það væri eitthvað að fljúga um í herberginu okkar. Sagðist hafa heyr vængjaslátt og alls konar einkennileg hljóð. Ég heyrði nú ekki vængjasláttinn en heyrði eitthvað þrusk í einu horninu. Tók skordýrayeut og sprejaði allt herbergið. Var viss um að þetta væri einhver padda. Fórum síðan fram og vorum þar í góða stund með að versta lyktin af skordýraeitrinu væri að fara. Ég fór síðan inn á undan Bóa og lagðist útaf og var alveg að sofna þegar þruskið byrjaði aftur. Þá var mér ekki sama. Kýkti undir rúm, á bak við gardínur og ofan í kassa. Tók svo óhreinatau körfuna okkar og fór með hana fram á gang. Hellti öllu tauinu úr henni og hvað haldið þið að hafi komið þar í ljós. Gvöð, hvað ég varð hræddur. Öskraði á Bóa, hjálp, hjálp. Þarna var þá lítil leðurblaka. Öjbarasta. Leðurblaka í svefnherberginu okkar. Ýmislegt hefur maður nú séð. Einu sinni fann Bói lítinn sporðdreka undir fatahrúgu. Náði að drepa hann þegar hann var með halann á lofti. Jæja, ég henti bol ofan á leðurblökuna og þá kom Bói. Ég treysti mér ekki til að koma nálægt þessu kvikindi. Oftast hefur það nú verið öfugt, en við erum jú í Afríku og maður er farinn að venjast alls konar kvikindum. Bói henti handklæði ofan á og tók hana út og við hentum leðurblökunni út í myrkið. Tók langan tíma að jafna sig á þessu og við ætluðum aldrei að sofna.

Já, meðan ég man. Happy Valentines day, eða góðan Valentínusar dag eins og maður segir víst á góðri íslensku. Við erum með sérstakan Valentínusar kvöldmat á lægsta verðinu í bænum. Vorum reyndar svo sein að útbúa þennan matseðil að það náðist ekkert að kynna hann. Það spyrst samt fljótt út í þessum litla bæ og svo bara krossar maður fingurnar og vonar það besta.

Sunday, February 13, 2005

Hvernig var aftur Murpy´s lögmálið

Þegar maður heldur að allt sé farið að ganga vel, þá fer allt í steik, eða þannig.

Í gær var eitthvaðn skrítið í eldhúsinu á seinni vaktinn, Fröken skvísa og Fröken Óllétt (Ellen Frænka og Karen) voru í þvílíkri fýlu að lyktin rann út og smitaði alla. Það var mikið að gera um kvöldið og hlutir ekki að ganga vel. Gússý var búin að biðja Skísu um að vera við eldavélina og Óléttuna um að sjá um forrtétti og eftirrétti og að aðstoð.

Ég kem inn og sé að það er búð að breyta einum foréttinum. Allt í lagi með það og læt það fara. Svo sé ég að það er að fara ú lamb og að er búið að breyta framsetningu þaniig að það var allt í einu Rosmary á lambinu í staðinn fyrir Myntu (vex bæði í garðinum okkar). ‘eg tók í taumana og trúlega full hart.

Sagði við skvísu að hún vissi vel að það ætti vera mynta og ekkert annað og sagði svo við óléttuna að fara út í garð og að finna myntu og vildi ekki heyra nein mótsvör,

Út fór hún á versta tíma vegna þess að það var brjálað að gera. Ég fór svo að athuga eftir 15 mínutur hvað væri í gangi. Þá var óléttan ennþá upp í garði að leita að myntu. Ég fann hana og hún var grenjandi og sagði að ég væri alltaf að kvarta og að mér líkaði ekki við hana. Þá tók ég hana upp í trúarhornið okkar og átti gott spjall við hana. Sagði henni að mér þætti vænt um hana og að hú væri góður kokkur með hjartað á réttum stað. Stundum bara of mikið utan við sig og einbeitingin ekki í lagi og að hormónarnir væru að trufla hana. Hún sagði mér þá að það hefði veri ákveðið á fundinum sem við höfðum með öllum kokkunum að nú skyldi vera rosmary í staðinn fyrir myntu á lambinu og að við skyldum hætta að hafa blóm á öllum aðalréttum.

Kom mér mikið á óvart. En, eftir að ég fór af fundinum þá töluðu kokkarnir áfram á African og ræddu þessi mál og tóku þessa ákvörðun. Frú Gleði var á fundinum og lét ekki Gússý vita og ekki okkur heldur. Ekki gott. Jæja við náðum sáttum og ég bað hana um að sitja aðeins áfram og jafn sig og koma svo inn í eldhú þegar hú væri tilbúin.

Þegar ég kem inn í eldhús er allt í sprengju. Bói á fullu að gera bernaise sósu og allt á afturfótunum. Einhver borð að verða vitlaus af óþolinmæði eftir að hafa beðið í næstum klukkutíma eftir matnum sínum. Ekki gott og greinilega illa tímasett hjá mér.

Óléttan koma svo inn í eldhús og allt fót að ganga aftur. Þá fékk ég að heyra að kokkarnir ætluðu að labba heim eftir að þær væru búnar að klára seinustu pantanir. Fór þá inn í eldhús og bað þær um að koma út fyrir með mér til að spjalla um hlutina. Sagði þeim að það væri augljóst að ákvarðanir hefðu verið teknar á kokka fundinum en því miður hefður þær ekki verið kynntar okkur. Bað Óljéttuna afsökunar aftur. Sagði svo að mér hefði verið sagt að þær ætluðu að labba heim. Bað þær um að gera það ekki og við enduðum á að ég sagði þeim að horfa á framtíðina og gleyma fortíðinni. Værum búin að ræða hlutina og augljóst að mistök hefðu verið gerð sem þær ættu ekki ábyrgð einar. Þær lofuðuð því. Næsta sem vi heyrðum var að þær löbbuðu heim.


Fann eldhús hlekkina læsa sig utan um mig.

Framhald seinna.

Saturday, February 12, 2005

Enn einn dýrðardagurinn

Það var mikið að gera á tónleikunum í gær. Mjög vel sóttir og margir nýjir listamenn að reyna sig. Það var náttúrlega Paul og Begonía fyrst. Hún er pólsk og spilar á píanó (sem er orðið frekar falskt) og hann spilar á klarinett. Hún er mjög reyndur píanisti en Paul er amatör. Dettur stundum úr takt, en heldur samt alltaf stemmingunni og það er hann sem að smala öðru fólki til að taka þátt. Síðan var það Dave og Dave (annar er stjúppabbi fyrrverandi eigandans) svo kom mamma fyrrverandi eigands og söng. Og að lokum kom Michelle Hallow sem er listaspíra sem rekur verslun hérna ásamt gallerí með sínum olíu verkum. Þetta var mjög fjölbreyttir tónleikar og það er bara orðið algert möst að mæta, sýna sig og sjá aðra. Annars er maður ekki maður með mönnum.

Svo var sneysafullt á veitingastaðnum okkur í gærkvöldi. Meira að segja tvísetið við nokkur borð. Allt gekk vonum framar. Mikið verðum maður nú stoltur þegar hlutirnir ganga svona vel. Við Bói fórum heim snemma og settum á gamla upptöku af Stöð 2 sem Ása systir hefur einhvern tíman fyrir löngu síðan tekið upp alla dagskrána fyrir okkur. Veit ekki alveg hvað var svona spennandi við þessa dagskrá, en það var alla vegna einhver hryllingsmynd (Dead River) sem Bói mundi eftir að hafa séð í bíó á Akureyri þegar hann var 12 ára í skólaferðalagi. Mikil spenna og hryllingur. Entumst ekki út alla myndina og fórum snemma að sofa. Getum alltaf séð restina seinna. Við erum ábyggilega með einar 20 video spólur með heilu kvölddagskránum á. Getum dáðst af þulunum á RUV og Gvöð hvað okkur hlakkar til.

Vöknuðum snemma í morgun og það er heitur dagur í dag. Komið langt yfir 30 gráður. Febrúar er víst heitasti mánuðurinn hérna. Var fullur af orku og byrjaði loksins á því að útbúa veggspjald fyrir Tourist Information hérna í Greyton. Við tókum veggspjaldið sem var þar vegna þess að það var svo ljótt og svo báðum við þau um að mæla ekki með staðnum okkar. Þau hafa nú samt komið hingað og hafa séð allar þessar miklu breytingar. Við erum alla vegna komnir þangað að við getum alla vegna farið að biðja þau um að mæla með okkur. Því er ég búinn að vera í allan dag að útbúa þetta. Þá nátturlega klikkar prentarinn. Djö.... drasl. Stal prentaranum hennar frú Gleði úr mótttökunni og er búinn að vera núna í rúma klukkutíma að reyna að tengja hann. Gvöð hvað ég sakna þess að geta ekki hringt í Palla bróðir og beðið hann um að koma og redda þessu eins og hann gerði alltaf heima. Palli, hvernær kemurðu annars?

Þá kom allt í einu kall úr eldhúsinu. Það var ekki til Pork Tenderloin. Aðeins fjórir skammtar og þetta er vinsælasti rétturinn okkar. Oh, eina ferðina enn, þegar maður loksins heldur að hlutirnir séu farnir að ganga. Jæja, Guðrún frá Hvanneyri, Þá það...... Erum búin að vera að hringja út um allt að reyna að fá þetta og það er bara hvergi. Getum fengið Pork Filet í Hermanus (rúmur klukkutíma akstur). Jóhanna bauðst til að fara og kaupa þetta, sem betur fer. Þeim finnst nú svolítið gaman stelpunum að fara í bæjarferð! Skil það vel. Það er talsvert af gestum hjá okkur núna yfir helgina þannig að það þarf að redda þessu.

Veit ekki alveg hvað ég geri restina af deginum. Verð gráhærður ef ég reyni að setja upp þennan prentara aftur. Kannski ég fá mér bara í glas. Nei ég segji nú bara svona, og þó?

Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli, hún Lovísa
Hún á afmæli í dag.

Til hamingju elsku Lovísa mín. Njóttu dagsins. Við söknum þín og treystum því að þú sért dugleg að leggja fyrir svo þú getir komið í heimsókn til pabba þíns og stjúpa. Love and leave you.

Friday, February 11, 2005

Frídagur – loksins

Loksins fengum við langþráðan frídag í gær. Ég svaf til 11:30. Veit ekki hvað það er langt síðan að ég hef sofið svona. Bói hafði náttúrlega svindlað, enda vaknar hann alltaf svo snemma. Hann hafði farið niður á hótel og farið með garðyrkumanninn okkar hann Harald, að ná í þykkblöðunga plöntur. Var náttúrlega ásakaður um að vera að stela úr garðinum hans Gert, en sem betur fer hafði hann beðið Gert um leyfi svo þetta var allt í lagi. Hann koma svo heim rétt eftir að ég vaknaði með ferskt brauð og fleira góðgæti í morgunmat. Við borðuðum í rólegheitum og horfðum á mynd í sjónvarpinu.

Síðan var komið að fundinum með kokkunum. Held að þeim hafi öllum verið búið að kvíða fyrir þessum fundi. Byrjaði á því að segja þeim hvað við Bói værum farnir að verða stoltir af eldhúsinum og veitingastaðnum okkar. Mistökin sem væru gerð væru yfirleitt nú orðið minniháttar. Það kæmi samt fyrir að stór mistök væru gerð ennþá. Sbr. Gleymist að fylla lambið sem á að vera úrbeinað og fyllt með Feta, mozzarella og spínati, eða að það væri sett allt of lítil fylling þannig að það fara út skammtar með engri fyllingu, eða það að allt í einu er lambið orðið að reyktu lambalæri sem er ekki einu sinni á matseðli hjá okkur. Skil ekki alveg hvernig svona mistök geta gerst en það þarf að stoppa þau og þess vegna er Gússý inn í eldhúsi að hjálpa ykkur og jafnframt að vera tengiliður á milli eldhússins og okkar.

Lét svo Fröken Frekju (Loahna) vita af því að ég vissi að hún hefði hundsað Gússý nokkrum sinnum og ekki einu sinni haft fyrir því að svara þegar Gússý væri að spyrja um eitthvað. Náði að gera þetta á svo jákvæðum nótum, með því að bæta því við að ég þekkti fröken Frekju og vissi hvernig hún gæti verið utan við sig þegar mikið væri að gera. Þetta þyrfti samt að stoppa og þær yrðu að sína henni virðingu. Annars myndi ég koma í hennar stað MEÐ RÚLLURNAR Í HÁRINU, og þá yrði ekki gaman.

Fórum svo yfir fullt af öðrum atriðum án þess að fara í smáatriði. Skilaði kveðju til þeirra frá Rögnu og sagði þeim að skilaboðin sem við hefðum fengið frá henni væri að kokkarnar þyftu að hittast reglulega allar þrjár til þess að fara yfir nýja rétti og samhæfa vinnubrögðin og það er núna búið að ákveða að hafa þessa fundi reglulega. Að lokum voru aðstoðarkokkarnir (fröken Frekja og Fröken Ólétt (Karen)) gefnir titlarnir aftur sem kokkar, þannig að núna höfum við þrjá kokka og engan aðstoðarkokk.

Var mjög ánægður með fundinn og fannst hann hafa verið jákvæður og góður. Gússý hélt síðan fundinum áfram og fór eitthvað nánar ofan í hin ýmsu mál. Hún var mjög ánægð með fundinn líka.

Síðan fórum við Bói í Drinkie poo hjá Jenny. Alltaf gaman að heimsækja hana og dvöldum við þar í góðu yfirlæti til um sjö. Náði að setja upp tölvuna hennar og tengja hana. Hún var búin að bíða eftir viðgerðarmanni í marga mánuði til að gera það. Við fórum síðan heim og Bói eldaði. Gláptum aðeins á sjónvarp og svo var ég bara rotaður um átta leytir og fór að sofa. Svaf stanslaust til 8:30 í morgun. Held ég hafi aldrei sofið svona mikið. Hefði sjálfsagt sofið lengur ef ég væri ekki kominn með legsár (djók).

Fór til Caledon í morgun á ná í reyðufé til að borga launin og svo er allt á fullu við undirbúning fyrir tónleikana sem verða á eftir. Var ég búinn að segja frá því að um daginn vorum hérna menn frá Cape Town á tónleikunum? Þeir eru að skipuleggja tónleika fyrir Evoru Cesario í Cape Town og ætla að enda með einum mjög “exclusive” tónleikum fyrir VIP. Það yrðu einungis seldir 100 miðar á 3000 Rand (ca 35.000 ISK) og þeir datt í hug að hafa hann í garðinum hjá okkur. Það væri nú mikill heiður að fá hana til að syngja í garðinum hjá okkur. Á ég að taka frá miða fyrir einhvern?

Wednesday, February 09, 2005

Búnir að vera góðir dagar

Mikið hefur breyst eftir að Ragna fór og einhvern veginn er lífið að fá meira jafnvægi. Við erum farnir að stóla meira og meira á Jóhönnu og Gússý og þær eru að standa undir væntingum og vel það. Það var Guðleg forsjón að fá þær til okkar þegar allt var að buga okkur.. Bói er búinn að vera mjög þreyttur og líklega er langavarandi streyta og þreyta að koma út núna. Hann verður svo sifjaður um leið og hann kemur heim að hann er yfirleitt kominn upp í rúm nokkrum mínútum eftir að við komum heim. Kannski smá að ýkja!

Við höfum alla vegna verið duglegir að styðja við hvorn annan og núna reynum við að vinna sem mest saman. Það er svo miklu betra. Þurfum á nærveru hvors annars að halda og skrifstofan var hreinlega að drepa mig.. Í dag eru Jóhanna og Gússý í fríi og fóru eitthvað á Bimmanum. Við erum búnir að vera að laga til á skrifstofunni og fara aðeins yfir bókhaldið. Lesley sem ætlaði að gera bókhaldið fyrir okkur, sendi manninn sinn með allt bókhaldið aftur og sagði skriflega að það væri tímasóun fyrir hana að vera að gera þetta fyrir okkur, þar sem við værum greinilega að fara að fá bókara sem gæti sett þetta inn í tölvukerfið. Hún hafði talað við endurskoðandann okkar og Heather (sem vonandi byrjar fljótlega hjá okkur sem bókari) og dró þá ályktun að þetta væri tímasóun. Sjáum til.

Frú Gleði sagði mér i dag að heather hefði hringt og sagt að þetta gæti verið hagsmunaárekstrar fyrir hana þar sem hún vinnur á Tourist information og þeir væru að vísa svo mikið á okkur. (Þrátt fyrir að við hefðum sagt þeim að vísa ekki á okkur fyrr en við værum orðnir til, sem við erum reyndar næstum því orðnir). Ég spurði þá hver væri stjórinn á Tourist info og það er víst eigandi af öðru gistiheimili hérna. Eru það ekki hagsmunaárekstrar, ég bara spyr. Þetta kemur allt í ljós.

Við þurftum að fara til Caledon í gær að kaupa vatnsleiðslur þar sem sveitafélagið er loksins byrjað að laga vatnsinntakið hjá okkur og að reyna að sjá til þess að við fáum hreint vatn og í nægu magni. Þeir vildu ekki setja nægilega svera vatnsleiðslur, þannig að til að tryggja að við fengum þær, þá fórum við og keyptum þær sjálfir. Bói þurfti fyrst að fara á skrifstofu bæjarfélagsins og skrifa undir einhverja pappíra og þá var þetta ekkert mál, eða þannig.

Kokkurinn kom á fund svo á sunnudaginn og því miður náðust ekki samningar. Hann var alltof dýr fyrir okkur á þessu stigi. Við erum ekki farnir að þéna nóg til þess að hafa efni á að ráða kokk á íslenskum launum. Sunnudagahlaðborðið var mjög gott hjá kokkunum, en því miður ekki einn einasti gestur ennþá. Þetta er eitthvað skrítið. Fórum svo á Oak and Vigne sem er vinsælasti dags matsölustaðurinn á mánudaginn. Þar var gersamlega tómt. Höfum aldrei séð það áður, þannig að eitthvað er að gerast hérna og það ekki bara hjá okkur.

Hittum Frú Gleði þar með manninum sínum þegar við vorum að fara og ákváðum þá að sitja aðeins með þeim og heyra af fríinu þeirra. Það var ÆÐI sögðu þau og það besta var að þeim fannst svo gaman að vera þjónað af hvítum þjónum. Hún sagði svo þegar við vorum að fara að það væri líka svo gaman að sitja með hvítu fólki (okkur). Þetta er hin hliðin á fordómunum sem maður skilur ekki alveg en samt að vissu leiti. Við hlógum og kjöftuðum og fífluðumst og tókum svo utan um hana þegar við fórum. Hún sagði mér seinna að maðurinn hennar hefði séð fólk á næsta borði vera að horfa á okkur með furðusvip fyrir að sitja með þeim og svo að faðma hana og kissa. Veit ekki hvort þetta sé alveg rétt hjá honum, en e.t.v. leið honum þannig.

Á morgun verðum við Bói svo í fríi. Hlökkum mikið til. Reyndar þurfum við samt aðeins að koma við hérna og eiga fund með kokkunum. Ætlum að segja þeim hvað við séum að verða stoltir og ætlum að gefa þeim aftur kokka titil. Það verða nú samt einhverjar kvartanir, en ekkert stórt. Síðan á að gefa Gússý smá auka power svo hún geti tekið betur á hlutunum. Þær hafa svolítið verið að hundsa hana, sérstaklega Fröken Frekja (Loahna). Það eiga þær ekki að komast upp með vegna þess að ef þær virða hana ekki þá er ég mættur aftur inn í eldhús með rúllurnar í hárinu og það vilja þær ekki.

Sunday, February 06, 2005

Einn voða stoltur og ánægður

Hér er lífið farið að verða bjartara og jákvæðara. Þakka þér kæra Ragna fyrir allt þitt góða starf hérna og vináttuna. Það sem þú gerðir hérna hefur breytt miklu. Ekki bara með starfsfólkið heldur einnig með okkur. Við höfum verið á fullu að taka ákvarðanir og að deligera verkefnum og afhenda ábyrð til að létta á okkur. Það er allt saman að ganga mjög vel. Seinasta ákvörðunin sem við tókum var að hafa vaktaskipti, þannig að Jóhanna og Gússý vinni í ákveðinn tíma og við Bói í ákveðinn tíma. Þannig getur maður átt frí og þarf ekki að vera í vinnunni 24 tíma á dag. Við hlökkum öll mikið til að eiga smá frí og að vita að einhverjir aðrir séu með ábyrgðina. Vaktaplan verður gert á morgun.

Fór með Rögnu í gær til Cape Town þar sem ég ætlaði að fara með hana upp á Table Mountain, sem er kennileiti borgarinnar og friðaður þjóðgarður og svo ætlaði ég með hana á Waterfront sem er mjög skemmtilegt svæði við höfnina sem hefur verið gert allt upp og er fullt af verslunum og veitingastöðum. Því miður rann tíminn frá okkur eins og svo oft áður. Við komumst ekki af stað fyrr en upp úr hádegi og fórum beint á mjög góðan ítalskan stað, Andiamo þar sem við fengum góðan mat og vín. Síðan röltum við aðeins um Village (“hommahverfið”) þar sem er fullt af litlum flottum búðum og veitingastöðum. Stoppuðum þar og fengum okkur smá rauðvín. Síðan fengum við SMS um að við þyrftum að redda einhverju víni og fleira fyrir afmæli sem var hérna í gær. Það fór talsverður tími í það, þannig að því miður varð enginn tími til að fara upp á Table Mountain. Lofa því kæra Ragna að fara með þig þangað næst þegar þú kemur. Keyrði svo Rögnu út á flugvöll og kvaddi hana. Það var smá sorg að kveðja hana.

Brenndi svo heim í einum hvelli til að ná heim fyrir myrkur. Það höfðu verið tónleikar í garðinum sem gengu mjög vel. Þetta er að verða eitthvað það allra vinsælasta hérna og bara algert möst að mæta til að sýna sig og sjá aðra. Það er enginn maður með mönnum nema hann hafi komið á tónleikana í garðinum. Maður verður nú ekkert smá stoltur.

Í gær vorum við svo með hóp í fertugs afmæli sem fyllti allan matsalinn okkar. Eitthvað mjög ríkt jet set lið, einn sagðist hafa unnið með Björk við einhver myndbönd eða eitthvað Að auki tókum svo utanaðkomandi gesti þannig að staðurinn var pakkaður. Og viti menn, allt gekk upp næstum hnökralaust. Eitthvað er þetta nú að skila sér hvernig við höfum verið vakandi yfir öllu eins og haukar og svo góða starfið hennar Rögnu, svo maður tali nú ekki um Jóhönnu og Gússý. Mikið hól með mat og þjónustu og fegurð og andrúmsloft. Maður varð nú ekkert smá stoltur. Mest stoltur var ég að hitta gesti sem höfðu komið hérna fyrir mörgum árum síðan (meira en 13 árum) þegar fyrstu eigendurnir voru hérna og stofnuðu hótelið og gerðu það að einhverju því flottasta og þekktasta á Cape svæðinu. Veit ekki hvað við höfum lesið mikil lofskrif um matinn þeirra og fegurðina sem þau sköpuðu. Þessir gestir sögðu mér að það væri ekki hægt að bera þetta saman. Staðurinn væri svo miklu fallegri og maturinn guðdómlegur. Ég sagði henni að við hefðum heyrt svo mikið um Glass´s (fyrstu eigendurnir), hvernig þeir hefðu verið lofaðir í hástert í hverju tímaritinu á fætur öðru og unnið til verðlauna fyrir matinn sinn. Já, já, sagði hún, það var hérna Elsa Wandeeitthvað var kokkur hérna og vann fullt af verðlaunum, en maturinn hennar var eitthvað skrítinn og meira fínn en góður. Miklu betri núna. Fyndið, en mjög gaman að heyra.

Núna eru þessir gestir allir að fá sér morgunmat og vonandi fara einhverjir svo í Bloody Mary upp við sundlaug á eftir. Það er mjög algengt á sunnudögum eftir svona veislur. Gott fyrir innkomuna, ekki satt.

Svo förum við að skipuleggja sunnudagahlaðborðið á eftir. Vonandi koma fleiri núna en seinast. Það er nú svo sem ekki erfitt að toppa það, vegna þess að það kom enginn þá. Never mind. Við er kominn með einn fastakúnna sem kemur tvisvar til þrisvar á dag. Ekki mjög lekker. Hann er mættur um leið og við opnum á milli 7 og 8 á morgnanna. Pantar sér hvítvínsglas eftir hvítvínsglas. Mest farið upp í 9 glös. Svo slagar hann út og mætir svo aftur um miðjan dag í fleiri hvítvínsglös og slagar út og svo jafnvel aftur um kvöldið. Í gær kom hann þrisvar og um kvöldið var hann kominn með skurð á ennið og blóð. Ég spurði hann hvort eitthvað hefði komið fyrir og hvort allt væri í lagi. Hann segir nú ekki mikið og svarar varla þegar maður yrðir á hann bauð honum plástur sem hann afþakkaði. Þetta er nú ekki sérlega þægilegur kúnni og það versta er að hann tekur alltaf staffaborðið okkar. Það er borð sem er alveg við innganginn þannig að við getum fylgst með því þegar gestir koma og haft góða yfirsýn. Eiginlega soldið fyndið vegna þess að einhverjir afmælisgestir fóru að þakka honum fyrir hvað allt væri æðislegt hérna. Héldu að hann væri eigandi. Ekki beint fyndið.

Sálartetrið er farið að hafa það miklu betra. Núna er maður búinn að koma svo mörgum verkefnum í farveg og svo koma vaktarskiptin hjá víkingunum. Er búinn að vera að reyna að vera eins mikið með Bóa og ég get í garðinum og einblína á fallega og jákvæða hluti. Var líklega orðinn of fastur í neikvæðni. Lífið er allt á uppleið og er bara yndislegt.

Greinilegt að margir er að lesa þetta blogg og gaman að fá comment sem við höfum fengið frá ótrúlegasta fólki sem við þekkjum ekkert. Guðrún Bjarnadóttir, dýrahjúkka á Hvanneyri sendi mér gott ráð sem hjálpar mikið í þessum kúltur: “Ef ekkert gengur upp þá það.... ef eitthvað virkar þá skaltu fagna......” Takk fyrir það Guðrún, finnst þetta gott ráð.

Thursday, February 03, 2005

Ég græt af gleði

Búnir að vera erfiðir dagar en held samt að ég sé að ná mér saman aftur í gleði. Bói átti alvarlegt samtal við mig um hversu erfiður ég væri búinn að vera. Veit af því en því miður hef bara ekki getað gert neitt með það. Í gæra var fyrsti dagurinn minn í langan tíma þar sem ég naut þess að vera lifandi.

Ragna er búin að eiga viðtöl við allt starfsfólkið og var loksins með hópefli fyrir þau í tveim hollum í gær. Það var yndislegt og sérlega yndislegt að heyra hvað starfsfólið hafði að segja um Greyton Lodge og að vinna MEÐ okkur. Enginn sagðis vinna FYRIR okkur. Það fannst mér æðislegt. Meira að segja tveir starfsmenn sögðu að þeir ætluðu að vinna mjög lengi hérna hjá okkur. Önnur hafði unnið á öðru hóteli í 16 ár áður en hún kom hingað. Fannst skrítið að vinna með okkur fyrst en núna elskar hún það og ætlar að vinna næstu 32 árin með okkur. Hin sagðist ætla að vinna restina af ævinni sinni hjá okkur vegna þess að hún elskaði okkur. Þau voru öll líka mjög þakklát Rögnu fyrir að hafa gefið þeim tíma og hlustað á þau. Takk elsku Ragna fyrir allt það góða starf sem þú hefur gert hérna. (já, ég er náttúrlega búinn að segja henni það líka)

Ég notaði allan eða alla vegna stærsta hlutann af gærdeginum til að njóta lífsins og vera með manninum mínum sem ég elska svo mikið. Það gerði gærdaginn yndislegan. Svo enduðum við á að hafa BRAAI (grill) upp í garðinum okkar. Karen (aðstoðarkokkur) útbjó flotta grillpinna og maturinn var guðdómlegur, svo maður tali nú ekki um félagaskapinn. Manninn minn, Rögnu, Jóhönnu og Gússý.

Ætlaði að gera eitthvað næs fyrir Rögnu í dag, eins og taka hana til Cape Town og fara upp á Table Mountain og Waterfront. Því miður varð ekkert úr því. Við Bói fórum nefnilega með Frú Gleði upp í ráðstefnusalinn okkar og fórum í gegnum öll fötin okkar sem við höfum safnað í gegnum árin og áttu alltaf að fara til Rauða krossins eða Hjálpræðishersins, en varð aldrei af. Þannið að þau komu með okkur hingað og við dreifðum þeim til starfsfólksins okkar í dag. Tókum líka allar rúmábreiður og gardínur sem við vorum búnir að taka úr notkun og gáfum þeim. Þau voru svo HAMINGJUSÖM öll sömul yfir þessu.

Frú Gleði er núna á leiðinni upp til Georg (miðpúnktur á blómaleiðinni) í smá frí. Okkur tókst að bóka hana inn á mjög flott lúxushótel gegn því að eigendurnir þar geti komið hingað og fengið tvö herbergi frítt í tvær nátur. Það fannst okkur vera góð vöruskipti.

Það er svo búið að vera endalaus keðja af fólki sem vildi hitta okkur í dag. Fyrst var það “Knoll og Tott” (eins og Ragna kallar þá) þ.e.a.s. Neil og Bernie, sem voru að klára restina af öllum viðgerðunum í dag. Gáfum þeim rauðvín og spjölluðum á léttum nótum. Svo kom Heather, sem sér um bókhaldið á Tourist info. Hún tók bókhaldskúrs fyrir þrem árum í kerfinu sem víð keyptum. Við spjölluðum saman lengi og það var mjög gott andrúmsloft á milli okkar. Hún ætlar aðeins að hugsa sig um og vera svo í sambandi. Ég ætla að biðja vinkonu okkar “Guð” um að hjálpa henni að komast að þeirri niðurstöðu að hún vilji hjálpa okkur.

Svo kom kokkur, sem er vel þekktur í Suður Afríku og hefur unnið hér í Greyton hjá samkeppnisaðila. Hann langar að hjálpa okkur. Hljómaði svolítið dýr, en hafði mikinn áhuga þannig að við skulum bara sjá til. Hann kemur aftur á laugadaginni og þá kemur í ljós hvort við getum náð einhverju samkomulagi.

Svo kom Rafvirkinn og Marise. Þá nennti ég ékki lengur og ákvað að fara að blogga. Maður hefur jú skyldur að láta umheiminn vita af því hvað er að gerast hérna. Í kvöld ætlum við svo öll á “Jam Tin” veitingastaðinn í litaða hverfinu. Bói er búinn að lofa að að hanga ekki inn í eldhúsinum hjá þeim allt kvöldið eins og hann hefur gert svo oft áður. Dora sem rekur staðinn er mjög sérstök kona, Hún var þvottakona hjá Greyton Lodge þangað til fyrir 5 árum síðan. Þá fór hún á eftirlaun og þá byrjaði lífið virkilega hjá henni. Núna rekur hún “samyrkju” saumastofu og svo opnaði hún veitingastað á heimili sínu. Það er eitthvað sérstakt á milli hennar og Bóa. Ég reyndar fíla hana í tætlur líka og finnst hún mjög flott. Vonandi verður þetta gott kveðjuhóf fyrir Rögnu.

Svo fer ég með Rögnu í fyrramálið til Cape Town og sýni henni Table Mountain og Waterfron og þar ætlum við að spjalla um hvernig við getum fylgt eftir þessu hópefli sem hún gerði. Er fullur bjartsýni og hlakka til.