Wednesday, March 30, 2005

Leynilöggur að spæja

Höfum verið að taka allt starfsfólkið okkar einslega í viðtal til að biðja þau um að segja okkur það sem þau vita um hluti sem hafa horfið. Sumir segja lítið og aðrir oppna sig alveg. Erfitt að greina á milli samt hvað er satt og hvað ekki. Það er nefnilega líka svolítil illkvitttni í þeim gagnvart hvort öðru.

Fengum samt fullt af upplýsingum og margt kom í ljós sem við vissum ekki. Mikið talað um Harald (sem er í gæsluvarðhaldi). Hann hefur stolið af barnum bjór og áfengi og ýmsu öðru. Hann hefur líka hjálpað Fyndnu að stela tveim rúmum úr tómu húsi hérna við hliðina sem á að fara að gera upp. Þar inni voru fullt af einföldum húsgögnum sem verkamenn notuð sem voru að vinna hérna við byggingaframkvæmdir, en fóru fyrir ca. mánuði síðan. Húsið hefur meira og minna staðið autt síðan þá.

Við tókum Fyndnu á viðtal og báðum hana um að opna sig, sem hún gerði ekki. Þá sögðum við henni að fleiri en tveir starfsmenn hafa séð hana spóka sig um með dýru sólgleraugunum henna Jóhönnu. Hún mótmælti því og og sagði að þetta væri samsæri starffólks á móti henni. Hún grét og var í uppnámi. Við sögðum henni að nú þyrfti hún að gera hreint fyrir sínum dyrum og skila því sem hún hefði stolið. Annars myndum við hringja í lögguna og kæra hana fyrir þjófnað. Hún sór að hún hefði ekki stolið neinu. Við sögðum henni þá frá því að við vissum að hún hefði ásamt Harold, tekið rúm úr húsinu og að það væri þjófnaður, þó hann væri ekki frá okkur. Þetta var það eina sem við vissum fyrir víst og gátum sannað. Allt annað eru sögusagnir og erfitt að vita hvort þær eru sannar eða ekki. Við líðum alla vegna ekki þjófnað og sögðum henni að hún hefði frest til 7 um kvöldið til að skila rúmunum, annars færum við með þetta mál til Löggunnar. Svo létum við hana skrifa undir uppsagnabréf og létum hana fara strax. Við erum samt ekki vissir hvort hún hefur stolið einhverju frá okkur eða ekki. Hún virkaði eins og hún væri að segja satt. Hvað veit ég, þetta var alla vegna ekki þægilegt og tók mikið á.

Svo eru núna öll bönd að beinast að Óléttu varðandi gardínur sem hafa horfið úr geymslu hérna. Það sást til hennar ásamt Fyndnu vera að gramsa í þessu dóti í geymslunni og svo var okkur sagt af nokkrum starfsmönnum að þeir hefðu séð þessar gardínur heima hjá henni. Við rukum alla vegna heim til hennar í gær til að ræða við hana og fá gardínurnar aftur. Því miður var hún ekki heima. Bói hringdi í hana og þá var hún í Arniston, en ætlaði að koma heim í dag. Bói lét nú bara eins og hann væri að tékka á heilsunni hennar, allt í gúddý. Við alla vegna förum þangað á eftir með tilbúið uppsagnarbréf fyrir hana og vonandi endurheimtum við gardínurnar. Ekki gaman., en vonandi getum við lokað þessu máli með þessum aðgerðum. Staffið er alla vegna með það núna á hreinu að við líðum ekki þjófnað.

Monday, March 28, 2005

Sorgardagur

I morgun komst upp einn tjofnadur. Boi sendi Harold upp i bud ad versla. Let hann fa 500 rand og tegar hann skiladi afgangnum vantadi 100 rand. Boi tok ekki eftir tessu strax. Boi for sjalfur uti bud ad versla eitthvad meira og ta fanns honum hann vera med eitthvad einkennlega litid ad peningum. Hann hitti Harold a leidinn sem var ad fara ad kaupa ser eitthvad ad borda.
Boi for svo yfir malid med Gulltonn tegar hann kom aftur. Ju, tad vantadi einn 100 randa sedil.. Spurdi Harold hvad hefdi ordid af tessum pening. Hann gat engu svarad. Vid kolludum a logregluna og hun kom og tok skyrslu. Harold gat engu svarad nema ad hann hefdi e.t.v. tynt peningnum. Vid utskirdum hvad hefdi verid i gangi herna og vid tyrftum ad taka mjog fast og alvarlega a tessu. Teir toku hann med ser og hann verdur I gaesluvardhaldi i allt ad 48 klst.
Hann baud okkur ad draga peninginn af laununum og tegar vid neitudum tvi ta fekk hann lanadan 100 Rand fra konunni sinni og baudst til ad borga peninginn til baka og sor vid sart ad hann vaeri saklaus. Vid sogdum honum ad vid verdum ad syna horku vegna allra tessara tjofnada sem hefdu verid framkvaemdir hja okkur. Og ad vid myndum fylgja malinu eftir. Tetta er natturulega mjog erfitt fyrir Harold sem er gamall tugthuslimur og eins fyrir konuna hans hana Gilitrutt sem vinnur I tvottahusinu hja okkur. Boi taladi vid hana eftir ad loggan var buin ad fara med Harold. Henni leid ekki vel en hun var fullkomlega sammala okkar adgerdum i tessu mali. Hun vaeri alltaf hrein og bein og heidarleg fram i fingurgomana og vissi ad Harold vaeri tvi midur tad ekki alltaf.
Tetta var mjog erfitt og tok mikid a. Nuna hefur alla vegna verid sett fordaemi sem synir ollu starfsfolkinu okkar hvernig vid tokum a tjofnudum. Vonandi setur tetta stopp a alla frekari tjofnadi og vid getum ta vonandi farid ad byggja upp moralinn aftur. Merkilegt samt ad tetta skuli gerast a seinasta degi tess frestar sem vid settum adur en vid myndum fa logregluna i malid. Vid alla vegna vonum ad vid getum nu lokad tessu mali.
Takk kaera Ragna fyrir oll godu radin. Tu hefur hjalpad okkur miklu meira en tig grunar. Elskum tig mikid og soknum.

Sunday, March 27, 2005

Krísu stjórnun – af hverju?

Krísu stjórnun – af hverju?

Núna er ég farinn að fatta hvers vegna við erum alltaf í eilífum krísum með eldhúsið og þjónana. Þetta er ekki allt þeim að kenna. Skrítið að segja það eins og maður hefur blótað þessu liði mikið.

Var að fara yfir hvað hefur verið að gera á veitingastaðnum hjá okkur og það er greinilegt að við erum að verða vinsælir hérna og það er alltaf að aukast álagið.

Í januar voru 48 í hádegismat, í febrúar voru 107 og í mars hafa verið 167
Í te og kaffi voru engir í janúar, 3 í febrúar og 123 í mars
Í dinner voru 148 í dinner í janúar, 196 í febrúar og 339 í mars

Þetta útskýrir nú ýmislegt. Að undirbúningur er alltaf mjög tæpur í eldhúsinu og það er sjaldnast nógu mikið keypt inn. Þetta þurfum við núna að fara yfir og reyna að skipuleggja okkur betur til að losna við þessar eilífu krísur sem eru að taka svo mikla orku. Fundur með eldhúsinu í næstu viku.

Annasamir dagar

Hér er búið að vera brjálað að gera svo vægt sé til orða tekið. Tónleikarnir á föstudaginn voru þeir fjölmennustu sem hafa verið. Yfir 100 manns og svo byrjaði þar að auki að rigna þegar tónleikarnir voru hálfnaðir þannig að Bói og þjónarnir voru að færa til borð og stóla og reyna að koma öllum fyrir á veröndinni og inni.

Hófy var ómetanleg í að hjálpa mér á barnum enda mikið um að vera og ekki bara að afgreiða alla drykkina, heldur líka að fylla á kælana jafn óðum og að fylgjast með þjónunum og passa að fá greitt fyrir allar pantanirnar. Allt gekk vel. Fyrr um daginn vorum við Hófý í eldhúsinu að búa til fiskisúpu og íslenskar fiskibollur a´la Lillian, mamma hans Bóa með brúnni lauksósu. Nammi, namm. Þetta höfðum við sem sérstakan eftir tónleika hlaðborð. Það sló all rækilega í gegn. Held að um 25 manns hafi farið í þetta hlaðborð og lýsingarorðin voru “Superb”, “out of this world”, “excellent” og ég veit ekki hvað. Gaman að sjá að íslenskur matur slær svona í gegn. Þetta var svo þar að auki veisla fyrir okkur að fá eitthvað annað en það sem er á matseðli.

Hófý var svo með Bóa að sinna gestum og það lá við að hún labbaði um með Saga Butiqe vagninn og bauð fólki. Nei, bara að djóka. Þetta var svaka stress, en rosalega gaman. Gærdagurinn var líka mjög annasamur. Brúðkaup í garðinum og mikil vinna að sjá til þess að allt gengi nú vel upp með það. Svo fylltist allt í hádeginu og Fröken Frekja var í ham og miklu stuði að láta allt ganga upp. Hún er nú frábær kellingin þegar hún er í ham. Það slær hana þá enginn út í afköstum. Við vorum samt öll þrjú á fullu að hjálpa henni. Hófý var meira segja kominn í uppvaskið, enda hlóðst bara upp skítugt leirtau. Það hafði gleymst að fá einhvern í uppvaskið fyrir hádegi. Týpískt, það gleymist alltaf eitthvað. Svo voru endalaust gestir að tékka sig, Bói fór að strauja til að flýta fyrir og svo var fullt af gestum í drykkjum eftirmiðdaginn og mikið um kvöldið í mat. Þetta var engin smá törn og Gvöð hvað það var nú gott að hafa hana Hófý.

Held við höfum ekki átt svona áhugaverðar umræður um mat í langan tíma og hún er að gefa okkur heilmikið af góðum ráðum. Við fórum inn í eldhús í gærkvöldi til að breyta framsetningu á diskunum. Gera þá meira sexy. Held við höfum komið Skvísu og Silvíu í smá uppnám með því vegna þess að það gekk allt á afturfótum eftir það. Réttir voru of lengi að fara út og fóru vitlaust og allt í steik. Það náðist nú að redda flestu. Bói var sveittur að spjalla við gesti og reyna að róa þá. Allt gekk þetta nú samt upp á endanum.

Reiknum með annaríkum dag í dag líka. Mánudagar eru yfirleitt mikið bókaðir í dinner og það eru allir í fríi og fara þá gjarnan út að borða. Það er búið að vera frekar þungbúið hérna síðan á föstudaginn og rignt annað slagið, sérstaklega um kvöldið og á nóttinni. Það er mjög þægilegt hitastig sem betur fer, sem gerir þetta bærilegt. Bói er allveg búinn á limminu eftir þessa brjáluðu törn. Hann hefur nefnilega verið mættur um leið og starfsfólkið á morgnanna til að hitta gestina í morgunmat og þegar þeir eru að tékka út. Bara til að tryggja að allt sé nú í sómanum. Það hefur nú svo sem ekki veitt af því að hann gerði það vegna þess að það er alltaf eitthvað að gleymast eða hefur klárast og gleymst að segja frá. Það hefur því þurft að redda ýmislegu hráefni fyrir eldhúsið á seinustu stundu.Hann var að fara heim núna og ætlar að liggja með sængina í sófanum yfir sjónvarpi fram yfir hádegi. Ég er nú ekki alveg eins búinn, enda hef ég getað komist í smá eftirmidagssleggju báða þessa daga. Það gerir gæfumuninn. Svo verður síld og rúgbrauð í eftirmidagginn sem Hófý kom með og að sjálfsögðu íslenskt brennivín með. Hlökkum mikið til. Vonum bara að við höfum tíma og þurfum ekki að vera á hlaupum. Sjáum til........

Thursday, March 24, 2005

Lögreglurannsókn???

Við báðum Gleði um að ræða aðeins þessi þjófnaðarmál við Gabriel (manninn hennar sem er rannsóknarlögga). Hann sagði að ef við kærðum þetta, þá yrði tekið mjög alvarlega á þessu og líklega yrði fengin húsleitarheimild og leitað heima hjá öllu starfsfólkinu. Vá, er það þetta sem við viljum? Veit ekki, erum að spá í þetta og reyna að sjá hvort það gerist ekki eitthvað um helgina. Starfsfólkið er allt mjög leitt og þetta hefur tekið á þau. Þau eru alveg að skilja alvöruna í þessu. Eiginlega var maður mjög hissa á hörkunni í þeim. Lögreglurannsókn, reka og fá öryggisgæslu til að leita á öllum þegar þau koma og fara. Vonandi þurfum við ekki að fara þessa leið, en eins og hlutirnir eru núna höldum við að við höfum ekki mikið val.

Hófý er komin og það er yndislegt að hafa hana hérna. Við náttúrlega byrjuðum að fara með hana upp á Table Mountain. Má ekki frestast eins og með Rögnu sem rann út á tíma. Hún er á fullu að skoða matinn okkar og koma með tillögur. Fórum um garðinn að leita að kryddjurtum og það er nú smá slatti af þeim. Mynta, rosmary, fennel og fleira og fleira. Hún kom líka með mikið af kokkabókum sem eiga eftir að gagnast okkur vel í eldhúsinu. Við fórum til Caledon í morgun í bankaviðskipti. Þar var allt krökt af fólki, enda launadagur og löng helgi framundan. Við eigum von á að verða mjög uppteknir. Tónleikar á morgun og sérstakur "Good Friday" matseðill um kvöldið. Sérstakur konsertmatseðill líka með fiskibollum a´la Mamma hans Bóa. Svo er brúðkaup í garðinum á laugadaginn og fullt bókað á hótelið. Þetta verður busy helgi og Jóhanna og Gússý eru í vikufríi núna þannig að það mun mæða mikið á okkur.

Wednesday, March 23, 2005

Trúnaðarmál – einungis fyrir Rögnu

Og ekki láta ykkur detta í hug að lesa þetta þar sem þetta er bara á milli okkar Rögnu

Takk Fyrir góð ráð elsku vinkona. Við vorum, eða reynda ég að hugsa um að vera mjög stífir og reiðir og láta allt stafsfólkið fá rasskell. Hingað og ekki lengra. Skilið dótinu eða löggan kemur á mánudaginn.

Eftir að hafa hugsað betur um þetta erum við þakklátir þér fyrir góð ráð og fórum eftir þeim. Bói var fyrst með lestur yfir þeim um hlutum sem höfðu horfið, framtíðarsýn okkar, traust, virðingu og heiðarleika. Síðan þurfti hann að fara að sinna gestum svo Frú Gleði gæti komið á fundinn líka.

Ég bætti aðeins við hjá Bóa og talaði svo um hópeflið og liðsheildina sem við hefðum verið að byggja upp. Minnti á hópeflið sem við höfðum þegar þú varst hérna og öll viðtölin og hvað allt var gott eftir að þú fórst. Minnti líka á fyrstu dagana okkar hérna þegar allir voru grunaðir um þjófnað og hvernig tilfinning það hefði verið. Náði líka að bæta við hvað við hefðum gefið þeim margt og þetta væri þakklætið sem við værum að uppskera. Gleði bætti svo aðeins við það á Africans meðan ég skrifaði upp á töflu

Svo sagði ég þeim að við hefðum spjallað við Rögnu og fengið góð ráð. Þú hefði mælt með því að við skiptum þeim upp í hópa (sem við gerðum, 3) og fórum yfir þessar 5 spurningar sem þú gafst okkur.

1: Can (sorry að þetta er á engilsaxnesku) we agree on that it is not nice to work in a place where theft is going on? (getum við verið sammála um að það sé ekki gott að vinna á stað þar sem þjófnaður á sér stað?) Þau fengu öll hálftíma til að fara saman yfir allar fimm spurningarnar og komast að niðurstöðu) Svörin voru: Þetta er að eyðileggja liðsheildina og traustið og er ekki mjög næs. Allir sammála þar og svo tók ég einn fyrir úr hópnum og bað hann um að leggja enn frekar út af þessu sem virkaði mjög vel.

2. Hvað getum við gert ef einhver er að stela? Svörin voru: 1. Segjum Villa og Bóa frá því, 2 Segjum Bóa og Villa frá því og kærum það svo til Löggunnar. 3. Tölum við þennan aðila og rekum hann svo. Aftur lögðu einhverjir út frá þessu og bættu við.

3. Hvað get ég gert til að fyrirbyggja þjófnaði og hvernig get ég fundið þjófinn? 1. Við þurfum að gera eitthvað í þessu. Fáum öryggisgæslu til að leita í töskum starfsfólks þegar það kemur og aftur þegar það fer. 3. sama. Þá spurði ég hvernig þeim myndi líða ef það yrði gert. Fínt. Sagði Gilitrutt. Hún var að vinna á Holiday inn og þetta var gert þar. Ég spurði þá aftur hvernig öryggisgæslan átti að finna seðlana sem Smjörlíki fékk í laun. Þeir væru þunnir og auðvelt að setja þá í brjóstahaldara eða nærbuxur. Þyrfti þá að gera nektarleit á öllum. Svarið var já og það væri allt í lagi. Ef maður væri saklaus þá myndi maður vilja að þetta stoppaði og sá seki fengi að finna fyrir því.

4. Hvað geta eigendunum líði og hvernig geta þeir stoppað þjófnaði: 1. Illa og vonsviknir. Reka þjófinn. 2 Vonsviknir og illa. Kæra þetta til löggunnar. 3 sama. Bað starfsfólkið um að setja sig í okkar skó og hvað þau myndu gera ef þau væru eigendur. Mikil harka í þeim.

5 hvað eigum við að gera með þjófnaðina sem hafa verið framkvæmdir? 1 Ekki gefa þeim annað tækifæri. Rekið þá. 2. Leiðið þá í gildru og rekið þá svo. 3 Gerið bara það sem ykkur finnst best.

Held að þetta hafi gengið vel.. Tók samt eftir að 3 starfsmenn voru mjög fölir og niðurlútir allan fundinn. Gulltönn, Frú Fyndna og Halli. Þetta er allt fólk sem annað starfsfólk hefur bent á og nefnt sem hugsanlega þjófa. Hvað veit ég kæra vinkona.

Endaði fundinn á því að biðja þau öll um að hugsa mjög alvarlega um þessi mál. Ætlaði ekki einu sinni að nefna alla þjófnaðina sem hafa átt sér stað, en það væru þrjú mál sem við myndum íhuga mjög alvarlega að fara með til löggunnar á mánudaginn. Gardínur sem hurfu, Sólgleraugun hennar Jóhönnu og svo launin hennar Smjörlíki. Bauð þeim upp á að tala við okkur (mig, Bóa og Gleði) í trúnaði ef þau hefðu einhverjar upplýsingar eða jafnvel að skila inn nafnlausu bréfi.. Það er ekki gaman að hafa alla undir grun fyrir þjófnað og þangað til að þetta stoppaði þá væru allir það.

Fundurinn gekk vel og mikið rætt. Er ekki alveg viss hvernig stemmingin er núna á hótelinu. Verð- eiginlega að fara fram og tékka. Takk, kæra vinkona fyrir alla hjálpina og stuðninginn. Þetta er miklu meira virði fyrir okkur en þú veist. Læt þig vita seinn hvernig þetta fer allt saman.

Biðjum að heilsa Samma og Unni

Monday, March 21, 2005

Frídagur

Búin að vera mikið að gera um helgina sem er gott. Við Bói vorum í fríi í gær og loksins tókst mér að draga hann út úr hótelinu og út úr Greyton. Fórum til Sommerset West að versla. Vantaði hitt og þetta í eldhúsið vegna þess að þær panta ekki nóg eða gleyma að panta. Fylltum alla vegna skottið af grænmeti og fleiru.

Fórum síðan til Gordon Bay þar sem við skoðuðum bæjinn og fengum okkur pizzu og bjór. Það er nú alltaf hápúnktur þegar maður fær eitthvað annað að borða en það sem er á matseðli hérna. Falleg strönd þarna sem Gússý og Jóhanna fara oft á þegar þær eiga frí. Okkur eiginlega bara hundleiddist þarna og langaði bara heim á hótelið okkar. Svona er þetta þegar maður er með ungabarn (hótelið er jú barnið okkar) með alla mögulega og ómögulega barnasjúkdóma. Mér tókst nú samt að snúa upp á handlegginn á Bóa og draga hann til Caledon. Þar er par sem keypti gamalt hótel á svipuðum tíma og við eru búin að vera að gera upp og hafa lennt í mjög svipuðum málum og við, með endurbætur, við gerðir, leka vandamál, rafmagnsvandamál, vatnsvandamál, starfsmannavandamál, bankavandamál og ég get haldið áfram svona endalaust. Það var alla vegna mjög gaman að hitta þau. Komust að því að þau eiga fullt af gömlum Oregon Pine gólffjölum sem þau vilja losna við og okkur bráðvantar nokkrar fjalir til að gera við gólfið í Galleríinu hjá okkur., áður en einhver dettur niður um gólfið. Við alla vegna komum til með að kaupa af þeim nokkrar fjalir og látum svo Ami gera við gólfið. Hann er kraftaverkamaður og getur næstum því lagað hvað sem er.

Komum svo á hótelið okkar um 6 leitið og áður en maður vissi var maður kominn á fullt í vinnu. Svona er þetta bara hérna. Það þarf að sinna barninu ef allt á að ganga vel. Hófí (flugfreyja og æskuvinkona Bóa) kemur á morgun. Hún ætlar að vera hjá okkur í 3 vikur. Vonandi getum við notað hana eitthvað í eldhúsinu. Hún er nefnilega meistarkokkur. Hlökkum mikið til og ætlum að gera okkur dag úr því á morgun og fara með hana upp á Table Mountain í Cape Town. Megum ekki klikka á því eins og með Rögnu. Það er nefnilega algert möst að fara þangað.

Ps. Kúlan á Jóhönnu hefur hjaðnað mikið og hún er eiginlega bara orðin góð.

Friday, March 18, 2005

Dónalegir gestir - og stærsta kúla ever

Búnir að vera tónleikar í kvöld og allt að ganga upp. Fór til Caledon að ná í pening til að borga launin. Sat úti um fjögur leitið og heyrði einhver læti úr móttökunni, Þá er einhver gestur að gera upp vegna þess að þau þurfa að fara snemma í fyrramáliði. Eiginmaðurinn er að öskra á gulltönn hvað hún sé heimsk og geti ekki gert neitt rétt.

Greip inn í og hefði kannski ekki átt að gera það. Hann var stjörnuvitlaus vegna þess að það hafð ekki verið skilgreint á reikningnum hanns hvað VSK var. Ég spurði hvort eitthvað væri að og þegar hann nefndi VSK, þá bað ég Gulltönn um að gera annan reikning með VSK tilgreindum. Þá sagði hann að við ættum ekki að reka hótel vegna þess að við værum ekki með International STandard. Þá spurði é ghvort eitthvað væri að og hann sagði þá að það væri ekki einu sinni sturta í herberginu og það væri allt í klessu. Þá sagði ég honum að þetta væri Country í Suður Afríku (þau voru Bresk) og við værum bæði með herbergi með sturtum og baðkeri og maður þyrfti bara að segja hvað hentaði. Hann öskraði á mig og sagði að við ættu ekki að vera að teka hótel,

Ég asgði honum að við værum búnir að reka hóteli í Evrópu og suður Afríku seinustu tíu árin (smá ýkjur) og ef hann væri ekki ánægður þá gæti hann bara hipjað sig eitthvað annað. Hann vildi þá fa endurgreitt og þá sagði ég honum að hann væri búinn að vera hérna í allan dag og nota sundlaugina og að við myndum ekki endurgreiða honum. Hann var brjálæður. (Gússý var reyndar búin að segja þegar konan hans labbaði framhjá okkur í dag að "fólk eins og hú ætti ekki að fá að ganga um brjóstahaldaralaust þegar brjóstin ná niður á mjaðmir)". Never mind. Út rauk hann án endurgreiðslu og hótaði því í leiðinn að gista hérna. Sem betur fer komu þau ekki á tónleikana né í dinner. Bói hafði smá áhyggjur og fór með matseðil upp í herbergi til þeirra og ætlað að mýkja þau eitthvað upp. Geek ekki vegna þess að þau voru ekki þar. Vitum ekki hvort þau hafa tékkað út, en við erum alla vegna búnir að fá greitt fyrir þau.

Jóhanna var á barnum í kvöld og slasaði sig frekar illa.. Rak höfuðið í apparat sem var á barnum og fékk á "not time" stærstu kúlu á ennið sem ég hef séð lengi. Hún var sett í hvíld og ég sá um barinn. Núna eru allir gestirnir farnir heim (og Jóhanna og GússÝ líka) go þurfum að fara að loka.

Love and leave u

Thursday, March 17, 2005

Bóa blogg

Jæja,essskurnar minar; er ekki tengdur við netið og veit þvi ekki hvað Villi esssskan min bloggaði.4 ráðstefnur á 10 dögum er búið hjálpa mikið upp á góða skapið.Alls konar önnur vandamál falla í skuggan á því.Leiðindi framundan í því að finna út úr hver stal hverju frá hverjum,en,.....þetta var ekkert betra í Bankastrætinu svo ég er svo sem undir þetta búinn.Verð að deila með ykkur hvað allt er farið að ganga vel (OFTAST).Allir ánægðir í kvöld (allt utanbæjar) og garðurinn er að ná sér á því líkt strik í fegurð.Engisprettufaraldurinn er enn í hámarki en maður venst nú öllu...Allir sem komu í kvöld höfðu heyrt um “Víkingana” og vissu hvað hótelið hefur breytst.Kerlingaklubburinn frá “Ók end Væn” kom Í FYRSTA skipti í dag (hittist alltaf á fimmtudögum,veltan frá öllum 12 er c.a.1400 Iskr).Þetta skiptir ekki öllu en mestu skiptir að allir í þorpinu koma til með að vita að þær vilja okkur fremur en Ó end Væn.Sagði við Villa áðan hvað ég væri stoltur af hótelinu okkar orðið.OG án gríns því líkar breytingar.Við erum mun fljótari en okkur grunaði að ná markaðssetningu bara á því að allt sé hreint hér,svo ekki sé talað um að nú geta allir sturtað sig eins lengi og mikið og þeir vilja.Beisikklí hótelið er komið í lag......Gvöð þvílíkur ljettir.Villi er farinn að bíða núna eftir mjer svo ég þori ekki öðru en að hætta.Plís komment.....ef þið viljið einhvern tíma heyra í mjer aftur.Lof end líf jú. Guðmundur. (Bói í S-A).

Beiglaður bíll - viðvörun - sexy

Búið að beigla bílinn okkar. Náði í staffið um 14:30, kom aftur og lagði við eldhúsið. Fór svo heim á bílnum um fjögur í leggju. Þegar ég kom út tók ég eftir því að farþegahliðin var öll beigluð. Andsans, segji ég og meina. Það kom ein sending af mjólkurvörum á þessum tíma og allt bendir til þess að Caledon Melkery eigi hlut í þessu. Sjáum til á morgun.

Frú fyndin fékk alvarlega viðvörun í gær. Seinasta munnlega. næst verður það sriflega viðvörun. Skrítið að staffið er aldrei ánægðara í vinnu en þegar það er búið að tuska það til!

Ráðstefnan gekk mjög vel og allir fóru heim í skýjunum.

Fór heim í leggju í gær. Glápti á sjónvarpið í smátíma og fór svo inn að leggja mig. Nokkru seinna kom Bói heim. Vaknaði ( eða þannig) og reyndi að gera mig soldið sexy í rúminu. Engin viðbrögð. Hann bara lagðis við hlið mér og sofnaði. líklega ekki nógu sexy! Næsta sem ég veit er að Fröken Brjóstagóð (Gússý. Bara djók) kemur heim og labbar um eins og flóðhestur og gerir þvílíkan hávaða og vakti mig. Skil ekki hvernig þessi litla skvísa getur verið svona þungstíg. Næsta sem ég heyri er að að Bói kallar á hana að bíða eftir sér, hann vilji nefnilega labba með henni niður á hótel. Líklega var ég ekki nógu SEXY. Svaf bara aðeins lengur og mætti of seint.

Wednesday, March 16, 2005

Ráðstefna

Okkur tókst loksins að tæma ráðstefnusalinn og koma öllu fyrir hér og þar. Það var mikil vinna að gera þetta og að þrífa svo og koma þessu öllu í gott lag. Við vorum meira og minna öll í þessu í nokkra daga. Ráðstefnugestirnir eru mættir og byrjaðir að funda. Virðast vera mjög ánægð. Ég þarf svo að fara inn í eldhús á eftir að hjálpa Skvísu með eldamennskuna fyrir hádegismatinn. Mikilvægt að allt gangi nú vel upp.

Höfum ekki getað haft fund með starfsfólkinu útaf þjófnuðunum. Getum ekki tekið séns á því að allir verði í fílu meðan að ráðstefnan er í gangi. Tók Frú Fyndnu fyrir í gær vegna þess að hún hafði komið inn í eldhús bölvandi og byrjað sjálf á að gera eftirrétti. Ég hennti henni útúr eldhúsinu og sagði henni að gjöra svo vel að vera út í sal að sinna gestum. Hún væri þjónn en ekki kokkur. Tók hana svo fyrir daginn eftir og sagði henni að hún hefði verið með ljótt orðlag í eldhúsinu og komið kokkunum í uppnám og að hún ætti að halda sig frammi í sal og sinna gestum. Það væri hennar starf. Hún gleymdi í gær svo að skrifa niður það sem við Bói og ég átum og drukkum. Verra var að hún gleymdi líka að skrifa niður það sem Volga White fékk sér. Hún snæddi nefnilega með okkur. Vissi að Volga myndi koma í dag til að gera upp reikninginn sinn og þá myndi enginn vita neitt. Þarf að taka hana á eintal aftur í dag. Spurning hvot það sé ekki komið að skriflegri viðvörun?

Silvía, nýji kokkurinn er að standa sig mjög vel. Óléttan byrjaði í barseignarfríi í dag og Gvöð hvað við erum öll hamingjusöm að vera lausir við hana. Hún hefur verið tikkandi tímasprengja sem hefur klikkað alltof oft.

Jæja, má ekki vera að þessu. Eldhúshlekkirnir kalla!

Monday, March 14, 2005

Nýr kokkur

Gleymdi næstum bestu fréttunum.

Erum komnir með núja kokk, hana Silvíu. Hún hefur unnið hér áður, reyndar sem þjónn fyrir áratugum síðan og á mörgum veitingastöðum í Greyton. Bjóðum hana velkomna og ef einhver hefur uppá stungu um nafn á hana, þá er það vel þegið.

Og bókarinn okkar ákvað eftir allt að taka ekki starfið þannig að núna eru bókarahlekkirnir að læsa sig um mig aftur. Djísus kræst. Er með tvö nöfn og símanúmer, þannig að endilega farið nú á hnén fyrir okkur og biðjið fyrir því að þetta reddist einhvern vegin. Fíla nefnilega ekki þessa hlekki. Þá finnst mér eldhúshlekkirnir betri.

Meiri þjófnaðir

Frú Gleði var veik í dag þannig að ekki var hægt að halda starfsmannafundinn í dag. Frestasta væntanlega fram yfir ráðstefnu. Ekki hægt að hafa slæman móral meðan allt er í húfi að hlutirnir gangi upp. Stóð reyndar Leann (búið að skíra hana Frú Þrjósku) að þjófnaði (eða gleymsku). Hún tók einn svaladrykk af barnum í gær þegar hún var að fara heim og skrifaði hann ekki. Það verður tekið á því þegar hún mætir næst!

Erum búin að vera í allan dag að tæma ráðstefnusalinn. Það var svo ótrúlega mikið dót þar sem við Bói höfum safnað í gegnum árin. Bækurnar fóru á bókasafnið sem stendur nú loksins undir nafni og svo fór fullt af myndum og speglum inn í hin og þessi herbergi. Fullt af dóti upp á háaloft, upp á Park street, upp í "maintainance" herbergi og ég veit ekki hvert. Ráðstefnu herbergið er að verða tilbúið aftur.

Gilitrutt fer í herbergi 20 að strauja og að geyma allt línið og þá verður þetta allt tilbúið einum degi fyrir ráðstefnuna. Ég kláraði að gera auglýsingaskilit fyrir ferðamálaráð hér í bæ í dag og sagði að nú værum við loksins orðnir tilbúnir og stoltir af staðnum okkar og nú mættu þær fara að mæla með okkur. Var mjög stoltur þegar hú tók niður auglýsingaskiltið frá Post house (aðal keppnisaðilinn okkar) og sagði að það mætti nú taka eldspýtu og kveikja í þeim stað. Þau myndu alla vegna ekki mæla með honum.. Því miður eru við ennþá með gömlu bæklingana og þvílíkur munur sem við sáum þegar ég var að lýsa því fyrir þeim hvað allt væri breytt. Það eru næstum allar myndirnir og upplýsingarnar í bæklingunum úreltar. Bað þau um að segja að þetta væri nýr staður sem víkingar (blody vikings) ræku.

Sunday, March 13, 2005

Þjófnaðir og leiðindamál

Hér hafa verið að koma upp þjófnaðir sem er mjög alvarlegt mál. Byrjaði með því að laununum hennar Smjörlíkis var stolið. Svo fór matur að hverfa úr eldhúsinu, kökur og sætindi. Svo hurfu dýr sólgleraugu sem Jóhanna á af barnum. Einhver gaf í skyn að hann hefði séð einn þjóninn ganga um með þessi dýru sólgleraugu þegar hún væri ekki að vinna. Þetta er mjög slæmt. Það lítur út fyrir að það sé (ekki Gulltönn) fröken Fyndin. Þurfum að komast til botns í þessu. Svo er bent á Harold og sagt að hann hafi stolið laununum hennar Smjörlíkis. Tökum þetta fyrir á starfsmanna fundi á morgun. get ekki sagt að ég hlakka til. Gefum einn séns að gleraugunum sé skilað, annars verður þetta tilkynnt til lögreglunnar. Það er bara ekki hægt að hafa svona óheiðarleika í gangi og þetta verður að stoppa.

Við erum búnir að vera á fullu seinustu daga að undirbúa ráðstefnu sem verður hjá okkur á miðvikudag. Þurftum að laga nokkur herbergi og tæma ráðstefnusalinn sem hefur verið notaður sem geymsla og þvottahús. Það er ekki auðvellt vegna þess að það er svo mikið þar af alls konar drasli, sem þarf að koma fyrir einhverstaðar. Erum búinir að koma upp bókahyllunum í bókasafnið okkar þannig að nú getum við loksins farið að tala um að þetta sé bókasafn.

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna. Heilsan er að komast í lag hjá Bóa, eftir að hafa fengið flensu og svo bakverki. Flensan er farin en bakið er enn eitthvað að bögga hann. Það er farið að hausta hérna og kólna. Veturinn er farin að síga inn og sum tré eru búin að missa öll lauf. Skrítið að það sé að vora á Íslandi þegar það er að hausta hérna.

Love and leave you

Kjúklinga rétturinn hennar Óléttu. Fylltar bringur með osti. Ekki slæmt, en er þetta ekki meira KFC. Bara spyr og öll comment eru vel þegin. Posted by Hello

Nýji kjúklingarétturinn hennar Skvísu. Ekki mjög spennandi. Kjúklingur í hvítvínssósu.  Posted by Hello

Nýji kjúklingarétturinn hennar Frekju. Frekar girnilegur með sveskju, ólífum og hvívínssósu. Posted by Hello

Við erum ekki að tala um ódýrar týpur. Porche klúbburinn kom í brunch um 11 leitið og fóru ekki fyrr en að ganga átta.  Posted by Hello

24 Porche bílar fyrir utan hótelið okkar Posted by Hello

Kokkarnir okkar, Loahna (Fröken frekja) og Ellen (Fröken Skvisa eða frænka) með "Dior" slæðuna sína. Sjaldgæft að ná mynd af Frekjunni brosandi. Posted by Hello

Þjónarnir okkar, Ann (fröken brúðkaup), Leann (ekki búið að gefa henni nafn ennþá), Charlene (Frú Gulltönn) og Renée (frú fyndin) á góðri stundu á tónleikunum Posted by Hello

Eitthvað var hún líka að reyna að kyssa mig. Flott kona hún Volga Posted by Hello

Óvæntar uppákomur á garð tónleikunum. Einn hótelgestur stóð upp og söng írsk lög. Mjög skemmtilegt. Posted by Hello

Jenny, ég og Bói í snjóbolta partí, skreytt með páfuglafjöðrum Posted by Hello

Sunday, March 06, 2005

Porche Klúbburinn

Í gær gekk allt mjög vel. Það voru um 40 manns í mat og og þar af voru eigendur Oak and Vigne, sem eru leiðinda drottningar. Svo komu líka eigendurnir af Plum, Belinda og Eve. Þeirra staður er sá lang besti í Greyton. Þær eru að loka staðnum í lok mánaðarins sem er mjög gott fyrir okkur vegna þess að þá komum við til með að fá alla kúnnana þeirra. Ég reyndar var orðinn svo þreyttur um 23 að ég ákvað að fara heim og rotaðist um leið og ég kom heim. Bói og stelpurnar komu heim eitthvað að ganga tvö. Þetta var langur dagur og langt kvöld, en allt gekk vonum framar og við vorum mjög stolt öll sömul. Gáfum meira að segja Frekju og Skvísu smá bónus sem þakklæti fyrir hvað allt gekk vel hjá þeim.

Vöknuðum snemma enda mikið í húfi. Porche bílaklúbburinn kom í brunch. Það voru 24 Porche bílar fyrir utan hjá okkur. Allar mögulegar gerðir og það ekki ódýrar týpur. Þetta voru 47 manns um ellefuleitið. Þá vorum við búnir með morgunmatinn fyrir hótelgestina. Allt gekk ógeðslega vel. Frekjan og Skvísan voru sveittar og stódu sig enn opg aftur framar öllum vonum. Af því að það voru svona margir flottir bílar fyrir utan hjá okkur komu náttúrlega þorpsbúar og fengu sér hédegisverð og drykki til að skoða liðið.

Þetta átti nú eiginlega að vera frídagurinn okkar Bóa, en nú er klukkan að ganga fjögur og við erum hættir störfum. Fá okkur einn drykk og svo heim í leggju. Leggjurnar eru stærsti lúxusinn sem maður getur veitt sér þessa dagana. Við erum nú samt alveg brjálæðislega stoltir af hótelinu okkar og mjög hamingjusamir. Love and leave you.

Saturday, March 05, 2005

Jæja,kæru Landsmenn,fjölskyldur,vinir og vandamenn

Jæja,kæru Landsmenn,fjölskyldur,vinir og vandamenn; Laugardagur í Greyton og Reykjavik,Hvanneyri og Egilsstöðum og tími til að láta í sér heyra. Garðatónleikarnir í gær voru þeir fjölmennustu frá upphafi (vel yfir 80 manns) og ALLT gekk eins og í sögu. Ég breytti fyrirkomulaginu þannig að tónlistarmennirnir voru úti undir skyggninu við galleríið, þannig að ALLIR í garðinum gátu séð þá (búið að vera kvartanir yfir runnum sem skyggndu fyrir útsýnið á fyrri stað, en við viljum engan veginn taka í burtu því hunangsfuglarnir sem eru grænir og rauðsanseraðir sækja nektar í blómin á þeim).

Er búinn að vera mikið í garðinum með Harold og miklar framfarir á hverjum degi. Umhverfið í kringum sundlaugina er orðið mjög flott og kaktusa og þykkblöðungabeðin eru að verða tilbúin. Amie tók hurðirnar á veitingastaðnum í gær og setti á þær nýjar lamir svo nú opnast þær alveg upp að vegg sem gefur stéttinni fyrir framan alveg nýtt “speis”.

Tómatauppskeran er búin að vera ótrúleg af þessum fræum sem sáð var fyrir í október og núna eru skrauterturnar á fullu að koma upp sem sáð var fyrir 3 vikum. Hvítu köllurnar virðast líka ætla að blómstra aftur, en þær voru í blóma í sept/okt síðast. Fiskatjörnin er alltaf að breytast eftir því sem gróðurinn vex í kringum hana.

Hótelið er búið að vera meira og minna fullt síðustu tvær vikur (ráðstefnur) og við erum næstum fullir um helgina og síðan fullbókaðir frá þriðjudegi til föstudags n.k. Gestirnir okkar hafa æ oftar orð á hversu velþjálfað og kurteist starfsfólk við höfum og þar held ég að við séum að uppskera alla viðveruna hér ásamt, Rögnu, Gússý og Jóhönnu.

Saumakonan sem ráðin var reyndist kunna ver á skæri og málband en 6 ára barn og Frú Gleði ákvað að reka hana (gegn mínum vilja...), sagði að við hefðum ekki efni á fleiri mistökum og að Myrtle (þvottahús) og Kahlina (þrif) væru yfir sig hneykslaðar á vinnubrögðunum hjá henni. Seinkar því eitthvað saumamennskan.

Brotist var inn hjá nágrann okkar í gærkvöld, hún hafði farið frá í 5 mín að sækja dóttur sína um 10 leytið í gærkvöld og skilið eftir opið....við hverju býst fólk við í þessarri fátækt ? Við Villi fórum inn í húsið fyrir hana til að athuga hvort þjófarnir væru þar enn þá og síðan komu þær heim til að jafna sig og bíða eftir löggunni.Villi er búinn að vera brjálæðislega duglegur í skrifstofuvinnu undanfarið og skipulag að komast á allt hér.

Erum æðislega hamingjusamir og njótum þess núna að lengra og lengra er á milli “krísanna”.Þurfum þó að fara að huga að búsetumálum þar eð leigusamningurinn á Parkstrít rennur út 1 apríl. Ég hallast helst að því að endurnýja hann ekki, finnst einhvernveginn við ekki eiga heima þarna og þetta er ákvörðun sem við 4 verðum að taka. Jæja elsku öll ; mikið hlakka ég til að lesa kommentin (eina ástæðan fyrir að ég nenni þessu tölvuvesini). Vonandi hafið þið það öll gott í fallegu marsbirtunni á Íslandinu Góða. Lof end líf jú, Guðmundur.

Thursday, March 03, 2005

Snjóboltar

Ráðstefnan er ennþá í gangi hjá okkur og gengur bara nokkuð vel. Eldhúsið hefur tekið sig saman og allt gekk vel í gær með matinn. Okkur var boðið í snjóboltapartí´fyrir nokkrum dögum og gleymdum að afboða okkur vegna ráðstefnunnar. Það var því gert allt sem við gátum til að tryggja að allt myndi nú virka. Gússý og Jóhanna sáu um staðinn með að við fórum í snjóbolta partíið. Það byrjaði heima hjá okkur í drinky poo og smá snakky poo. Þar sátum við í tvo tíma með Volgu, Bernie, Marise, Neil, Jenny og Brian. Síðan var farið heim til Volgu í Soupý poo og meira drinky poo. Við komum reyndar við á hótelinu bara svona til að tékka. Allt var í sómanum. Eftir súpuna hjá Volgu var síðan farið í dinner heima hjá Marise og Neil. Svona virkar nú snjóbolta partí. Byrjar á einum stað og svo er farið á næsta og svo næsta og svo.... Þetta var mjög gaman.

Tuesday, March 01, 2005

Börnin okkar

Í gær fór allt úrskeiðis sem gat í elshúsinu hjá okkur. Frú ólétt var á vakt og það var bara eitt 4 manna borð. Strúturinn var kaldur og svínalundin hafði ekki verið hreinsuð af sinum og það vaersta var að það hafði ekki verið bakað neitt brauð. Við pöntuðum mat þegar pöntunin fór út og ætluðum að fa nýju steikarsamlokuna (Vegamóta, sem er ekki komin á seðil ennþá.) þá kom í ljós að brauðið var gamalt. Ég sleppti mér í eldhúsinu (aftur). Sagði henni að hurðin væri þarna ef hún væri ekki með hugann við það sem hún væri að gera, Spurði hana hvað hún væri að hugsa. Hún kenndi fröken frekju og Fröken svísu um að hafa ekki bakað brauð. ‘eg spurði hana þá hvaða orðspor hún sett á línuna, sitt, þeirra eða okkar. Hún endaði á að segja þegar ég spurði hana hvað hún ætti að gera, að ég ætti bara að reka hana. Sagði henni að það væri ekki okkar plan. Okkur þætti vænt um hana og vissum að hún væri frábær kokkur, en hjartað væri bara ekki stundum í matnum hjá henni. Vill ekki reka hana. Þetta endaði samt allt í góðu. Hún mætti til vinnu kvöld og ég kallaði út skvísuna líka til að tryggja að allt myndi nú ganga upp, Enda mikð í húfi, Ráðstefna í gangi með múslimuum og gyðinngum og ég veit ekki hvað. Allt þarf að vera rétt og öllum kröfum þarf að sinna.

Brauðið var bakað í dag og Fröken ólétta mætti í betra skapi og svo var Skvísan fengin inn á aukavakt til að tryggja að allt myndi nú ganga upp. Jæja, maturinn er farinn út. Tók reyndar of langan tíma frá forrétt yfir í aðalrétt, en engin svakaleg mistök. Að auki komu svo nokkrir aðrir gestir sem allt gekk pokkalega hjá.

Börnin okkar, já. Frú Gulltönn sem er ólétt líka var að fá uppsögn frá kærastanum sínum, honum Percy sem vann hjá okkur í stuttan tíma að keyra. Hann er barnsfaðir hennar af 3-4 ára gullfallegri stúlku og gerði hana svo ólétta aftur. Hún frétti í kvöld að hann væri að halda framhjá henni með konu sem rekur ensku skóla hérna og var í viðtali hjá okkur í dag vegna þess að við vilum fá hana til að kenna starfsfókinu okkar betri ensku. Jæja, hún hringdi í hann og hann sagði henni að þetta væri allt búið. Hún fór og grenja og Jóhanna huggaði hana. Hún vildi samt vinna og ekki fara heim. Við gáfum henni tíma til að jafna sig. Svo spurði Bói hana hvernig hún hefði það og þá fór greyjið að grenja aftur. Finn nú til með henni þó svo að mér hafi ekki alltaf fundist vænt um hana. Svona er þetta nú bara með börnin okkar. Það eru ennþá gestir hjá okkur og allt er að ganga pokkalega upp. Jóhanna og Gússý eru í fríi í kvöld. Við erum nátturulega að vinna alltaf eins og vanalega vegna þess að þetta er barnið okkar og við þurfum að koma því á legg og starfsfólkið okkar eru börnin okkar líka og við þurfum að ala þau upp. Hélt að ég væri búinn með foreldrahlutverkið, en svona er þetta bara.

Love and leave you